Greinar miðvikudaginn 13. mars 2024

Fréttir

13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

156 milljarða stórverkefni stjórnvalda

Á skömmum tíma hefur ríkið tekist á hendur skuldbindingar vegna stórtækra verkefna og stjórnvöld gefið loforð um kostnaðarsamar aðgerðir vegna þeirra. Munu þær setja mark sitt á fjármálaáætlun fyrir árin 2025-2029, sem fjármála- og efnahagsráðherra mun væntanlega leggja fyrir Alþingi í næstu viku Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

„Við fengum 9 á prófinu saman“

„Þeir skildu ekki neitt, en við fengum 9 á prófinu saman,“ segir Bergþóra Fjóla Bjarnadóttir, leigubílstjóri hjá Hreyfli, í samtali við Morgunblaðið, en hún hjálpaði tveimur erlendum mönnum í leigubílstjóranámi að svara spurningum á… Meira
13. mars 2024 | Erlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Aðildarviðræður við Bosníu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælir formlega með því við aðildarríki sambandsins að hafnar verði formlegar aðildarviðræður við Bosníu-Hersegóvínu. Landið hefur verið í umsóknarferli frá árinu 2022 en þurfti að uppfylla ýmis skilyrði um umbætur áður en formlegar viðræður gætu hafist Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 436 orð | 1 mynd

Áhrif á flugöryggi ekki rannsakað

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is „Það var staðfest á fundinum að það hafa ekki farið fram neinar rannsóknir á áhrifum þessara byggingaframkvæmda á flugöryggi eða rekstraröryggi flugvallarins,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, eftir fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær. Meira
13. mars 2024 | Fréttaskýringar | 632 orð | 2 myndir

Eiga að hafa næg úrræði til eftirlits

Heilbrigðiseftirlitinu ber ekki skylda til að upplýsa eigendur húsnæðis um niðurstöður úr eftirliti hjá rekstraraðila í viðkomandi húsnæði. Eigendur húsnæðis eiga að hafa næg úrræði til að afla sér upplýsinga frá matvælafyrirtæki í sínu rými Meira
13. mars 2024 | Erlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Enginn árangur enn í vopnahlésviðræðum

Spænskt skip á vegum hjálparsamtakanna Open Arms hélt í gær frá hafnarborginni Larnaka á Kýpur áleiðis til Gasasvæðisins og dró pramma með um 200 tonnum af hjálpargögnum. Búist var við að skipið kæmi til Gasa í nótt eða snemma í dag en upphaflega stóðu vonir til að skipið sigldi um helgina Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Fáninn við framrúðuna

Dæmi eru um að leigubílstjórar hafi sett lítinn íslenskan fána við framrúðu leigubílsins sem þeir aka um á til þess að koma því skýrt á framfæri að þeir séu íslenskir leigubílstjórar. Haraldur Gunnar Axelsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, kannast við… Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 95 orð

Fiskistofa heimilar stækkun virkjunar

Fiskistofa hefur veitt Landsvirkjun, fyrir sitt leyti, leyfi fyrir stækkun Sigölduvirkjunar. Landsvirkjun leitaði eftir heimildinni í janúar sl. en markmiðið með stækkun er að auka afl í raforkukerfinu og gera Landsvirkjun kleift að mæta afltoppum þegar eftirspurn er í hámarki Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Hlýtur riddarakrossinn

Jón Kristinsson arkitekt var sæmdur riddarakrossi fyrir frumkvöðlastarf í vistvænni húsagerðarlist á alþjóðavettvangi. Jón var sæmdur orðunni 1. janúar en veitti henni ekki viðtöku á Bessastöðum fyrr en í gær Meira
13. mars 2024 | Erlendar fréttir | 119 orð

Korsíka fái sjálfsstjórn

Franska ríkisstjórnin og kjörnir fulltrúar frá frönsku eyjunni Korsíku hafa náð samkomulagi um orðalag í frönsku stjórnarskránni um sjálfsstjórn eyjarinnar, en íbúar þar hafa oft lýst gremju sinni yfir frönskum stjórnvaldsákvörðunum Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 455 orð | 2 myndir

Kynna heim kúreka í tónlistinni vestra

Bandaríski kúrekinn og tónlistarmaðurinn Sterling Drake hefur unnið með tónlistarmanninum Þorleifi Gauki Davíðssyni í Nashville að undanförnu. Þeir verða með tónleika í Ölveri í Reykjavík klukkan 20.30 annað kvöld og í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum klukkan 21.00 á föstudagskvöld Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 473 orð | 2 myndir

Líta leigubílasvindl alvarlegum augum

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Þetta stenst ekki, það er á ábyrgð skólans að menn sem taka þessi próf svindli ekki og taki prófin án þess að nota óheimil hjálpargögn,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu í samtali við Morgunblaðið, þegar viðbragða stofnunarinnar var leitað við frétt blaðsins í gær þar sem sagt var frá dæmum um að útlendingar svindluðu á svokölluðum „harkaraprófum“ sem veita réttindi til að aka leigubíl. Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Ljóðskáld ræða um ljóðlistina

Ljóðskáldin Ilya Kaminsky og Katie Farris spjalla við Fríðu Ísberg, Brynju Hjálmsdóttur og Þórdísi Helgadóttur um ljóðlistina og lesa upp úr verkum sínum annað kvöld, þann 14. mars, kl. 20 í Mengi. Ilya Kaminsky fæddist 1977 í Ódessa í Úkraínu en fluttist 1993 til Bandaríkjanna Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 378 orð | 1 mynd

Margir vegir á landinu illa farnir eftir veturinn

Sólin hækkar á lofti og það styttist í vorið. Þetta hefur áhrif á vegum landsins. Holur myndast í bundnu slitlagi og Vegagerðin hefur nú þegar tilkynnt um þungatakmarkanir á nokkrum vegum. Í blaðinu á mánudag var sagt frá varasömu ástandi Vestfjarðavegar (60) í Reykhólasveit og Dölum Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 715 orð | 2 myndir

Nafnlausar ábendingar fyrsta vísbendingin

Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Fyrstu ábendingar um misneytingu vinnuafls í fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar, áður Quang Lé, bárust Alþýðusambandi Íslands fyrir rúmu ári. Ábendingarnar voru nafnlausar og virtust koma innan úr fyrirtækjunum. Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Nóg að gera í framboði og fermingum

Tilnefningum til embættis biskups lauk á hádegi í gær og hlaut séra Guðrún Karls Helgudóttir flestar tilnefningar, 65 talsins. Fast á hæla hennar var séra Guðmundur Karl Brynjarsson, sem hlaut 60 tilnefningar, og þar á eftir séra Elínborg Sturludóttir, með 52 tilnefningar Meira
13. mars 2024 | Erlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Ráðist á landamærasvæði

Rússneskir sjálfboðaliðar sem berjast við hlið Úkraínumanna sögðust í gær hafa náð rússneska þorpinu Tetkino í Kúrsk-héraði á sitt vald. Samtökin Frelsissveit Rússlands birtu færslu á samfélagsmiðlinum Telegram þar sem segir að Rússar hefðu hörfað… Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Reglulegar heimsóknir

Alþýðusamband Íslands hélt úti reglubundnu eftirliti síðastliðið ár á veitingastöðum þar sem grunur lék á að þolendur mansals væru starfandi. Fyrstu ábendingar um misneytingu vinnuafls í fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar, áður Quang Lé, bárust fyrir rúmu ári Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Sigríður meðal umsækjenda í ráðuneyti

Átta sóttu um embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem auglýst var í febrúar. Umsóknarfrestur rann út 7. mars, en meðal umsækjenda er Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Skoðar að leyfisskylda netsíður

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Það samræmist ekki minni pólitísku hugsjón að stýra því hvað hver er að gera á netinu. En það eru dæmi um að reynt sé að takmarka aðgengi að ákveðnum vefsíðum og ég er að láta skoða hvernig við getum reynt að leyfisskylda þennan rekstur þannig að hann skili einhverju til íslensks samfélags, bæði sköttum og gjöldum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Snæfellingar í umspilið

Snæfell þarf að fara í umspil við lið úr 1. deild í baráttunni um að halda sæti sínu í úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Það varð ljóst eftir að liðið tapaði fyrir Þór frá Akureyri á útivelli, 84:72, í gærkvöldi Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 220 orð | 2 myndir

Stíf fundarhöld í Karphúsinu

Samningafundi Samtaka atvinnulífsins með VR og LÍV sem hófst í Karphúsinu klukkan 10 í gærmorgun var slitið á tólfta tímanum í gærkvöldi. Búið er að boða annan fund klukkan 9 í dag. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við… Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Sýknaðir af hryðjuverkaákærum

Dómur féll yfir þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Natanssyni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Voru þeir dæmd­ir fyr­ir brot gegn vopna­lög­gjöf en sýknaðir af til­raun til hryðju­verka og hlut­deild í til­raun til hryðju­verka Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 459 orð | 2 myndir

Tekið á leyfislausri ferðaþjónustu

„Við erum svolítið að einbeita okkur að því að taka á þessum hlutum, við erum með sérstakan umferðareftirlitsbíl, einn af þremur á landinu, sem sér um þetta eftirlit með stórum ökutækjum,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson,… Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Telja að stýrivextir lækki í næstu viku

Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans lækki stýrivexti um 0,25 prósentustig í næstu viku. Gangi spáin eftir munu stýrivextir lækka úr 9,25% í 9,0%. Greining bankans telur þó líkur á að þeir haldist óbreyttir fram í maí… Meira
13. mars 2024 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Viðvera erlends herliðs fer vaxandi hér

Viðvera erlendra hermanna á Íslandi hefur vaxið umtalsvert frá árinu 2017, að því er fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar alþingismanns sem lagt hefur verið fram á Alþingi Meira

Ritstjórnargreinar

13. mars 2024 | Leiðarar | 291 orð

Forgangsröðunin

Þjóðarhöll er ekki brýnasta þörf þjóðarinnar Meira
13. mars 2024 | Leiðarar | 342 orð

Fólkið fellir stjórnarskrárbreytingar

Illa grundvölluð félagsverkfræði að ofan afþökkuð Meira
13. mars 2024 | Staksteinar | 201 orð | 1 mynd

Ófærar ógöngur

Almenningur hefur áhyggjur af mokstri útlendinga inn í landið, enda framkvæmdinni komið til ákafamanna, uppfullra af kenjum og afbökuðum pólitískum grillum, sem eru fjarri því að vera heppileg fyrir landann sem fyrir er. Meira

Menning

13. mars 2024 | Fjölmiðlar | 180 orð | 1 mynd

Að vera eða vera ekki Vera

Afsakið galgopalegan orðaleik í fyrirsögninni en hann snýst þó í grunninn um að fáir ef nokkrir komast með tærnar þar sem lögreglukonan Vera Stanhope hefur hælana. Það komast heldur ekki margir í kápuna og hattinn Meira
13. mars 2024 | Menningarlíf | 784 orð | 3 myndir

Ákvað unglingur að verða organisti

„Mér finnst þetta mikill heiður. Þetta eru sérstök verðlaun sem ná yfir margt og helsta tónlistarfólk Íslands hefur fengið þau. Ég er því kominn í góðan hóp og það er dýrmætt að finna með þessum hætti að störf mín séu mikils metin,“… Meira
13. mars 2024 | Menningarlíf | 980 orð | 8 myndir

Tóngræðlingar á hverju strái

Lög þeirra um risaeðlur og iðnaðarmenn voru fyndin, stutt, sæt og seiðandi. Meira

Umræðan

13. mars 2024 | Pistlar | 400 orð | 1 mynd

Fjármögnunin skiptir víst máli

Það er mikið fagnaðarefni að kjarasamningum hafi verið landað til fjögurra ára. Samningsaðilar virðast líka hafa verið meðvitaðir um ábyrgð sína gagnvart verðbólgu og sýnt hana með því að stilla kröfum sínum í hóf Meira
13. mars 2024 | Aðsent efni | 482 orð | 2 myndir

Hin árlega Sæmundarstund á vorjafndægrum

Hin árlega Sæmundarstund til heiðurs Sæmundi fróða í Odda á Rangárvöllum hefur verið haldin á vorjafndægrum við styttuna af „Sæmundi á selnum“. Meira
13. mars 2024 | Aðsent efni | 337 orð | 1 mynd

Lýðræðisleg þjóðkirkja

En hugsið ykkur tækifærið fyrir kirkjuna ef hún í stað núverandi fyrirkomulags myndi spyrja alla meðlimi í kirkjunni með almennum kosningum. Meira
13. mars 2024 | Aðsent efni | 458 orð | 1 mynd

Nýr vegur um Öxi

Það er flest sem mælir með að Öxi sé eitt af forgangsverkefnum í vegaframkvæmdum. Meira
13. mars 2024 | Aðsent efni | 365 orð | 1 mynd

Sniðgöngum Rapyd

Við getum sniðgengið samskipti við Ísrael á meðan útrýming Palestínu er hjá þeim á teikniborðinu. Tökum ekki þátt í söngvakeppninni eða íþróttaviðburðum þar sem þeirra fólk er mætt. Meira
13. mars 2024 | Aðsent efni | 258 orð | 1 mynd

Valdi fylgir ábyrgð

Þau stjórnvöld sem samkvæmt lögum eiga að sinna eftirliti verða að geta vísað í lagagreinar til að réttlæta sín störf. Meira
13. mars 2024 | Aðsent efni | 1118 orð | 1 mynd

Við höfum ekki efni á öllu

Aðgerðir ríkisins vegna kjarasamninga geta orðið til þess að loftað verði um ríkisreksturinn, sópað undan teppum og reksturinn gerður skilvirkari. Meira

Minningargreinar

13. mars 2024 | Minningargreinar | 1694 orð | 1 mynd

Áslaug Gísladóttir

Áslaug Gísladóttir fæddist í Reykjavík 10. janúar 1956. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. febrúar 2024. Foreldrar Áslaugar voru Dagmar G. Guðmundsdóttir, f. 27 Meira  Kaupa minningabók
13. mars 2024 | Minningargreinar | 880 orð | 1 mynd

Jóna Marín Sveinbjörnsdóttir

Jóna Marín Sveinbjörnsdóttir fæddist í Uppsölum í Hraungerðishreppi, Árnessýslu 14. júní 1927. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Móbergi 5. mars 2024. Foreldrar hennar voru hjónin Friðbjörg Jónsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
13. mars 2024 | Minningargreinar | 2101 orð | 1 mynd

Karl Gunnlaugsson

Karl Gunnlaugsson, athafna- og akstursíþróttamaður, fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1966. Hann lést á heimili sínu í Mosfellsbæ 2. mars 2024. Karl ólst upp í Smáíbúðahverfinu. Foreldrar hans eru Gunnlaugur Karlsson og Halldóra Pálsdóttir, stjúpmóðir Svava Engilbertsdóttir Meira  Kaupa minningabók
13. mars 2024 | Minningargreinar | 1441 orð | 1 mynd

Kristín Sigríður Magnúsdóttir

Kristín Sigríður Magnúsdóttir fæddist 26. september 1929 í Langabotni í Geirþjófsfirði í Arnarfirði. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimili Hrafnistu Laugarási 14. febrúar 2024. Kristín var næstyngsta barn hjónanna Magnúsar Kristjánssonar, f Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

13. mars 2024 | Í dag | 75 orð | 1 mynd

Arngrímur Sævar Arngrímsson

30 ára Arngrímur er Grindvíkingur en býr í Reykjanesbæ. Hann er vörubílstjóri hjá DHL hraðflutningum. Áhugamál Arngríms snúast öll um líkamlega hreyfingu og hann stundar m.a. CrossFit. Fjölskylda Maki Arngríms er Elín Ósk Björnsdóttir, f Meira
13. mars 2024 | Í dag | 854 orð | 3 myndir

Bíður spennt eftir fyrsta ömmubarninu

Kristín Björg Árnadóttir er fædd 13. mars 1974 í Reykjavík og ólst þar upp að hluta. „Foreldrar mínir voru miklar flökkukindur þegar ég var ung, og meðal annars fóru þau með mig til Grænhöfðaeyja þegar ég var fimm ára en pabbi var að störfum þar fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands Meira
13. mars 2024 | Í dag | 62 orð

Ef engar líkur eru til að eldgos muni hefjast á Ingólfstorgi næsta…

Ef engar líkur eru til að eldgos muni hefjast á Ingólfstorgi næsta sólarhringinn eru heldur engin líkindi til þess. Líkindi eru sem sé líkur: e-ð sem er líklegt Meira
13. mars 2024 | Í dag | 263 orð

Í 30 gráðu halla

Ingólfi Ómari datt í hug að luma að mér eins og einni vísu. „Á þessum laugardagsmorgni er veðrið bjart og fallegt og sólin er farin að skína.“ Lægir vind og léttir til ljósar myndir skarta Meira
13. mars 2024 | Dagbók | 89 orð | 1 mynd

Íslensk ballaða frá Diljá

Söngkonan Diljá Pétursdóttir var að gefa út nýtt lag, Einhver. Hún kynnti það í þættinum Íslenskri tónlist með Heiðari Austmann. „Þetta lag bjó ég til með Pálma Ragnari en við höfum verið að vinna saman í nokkur ár Meira
13. mars 2024 | Í dag | 182 orð

Papar tveir. S-Enginn

Norður ♠ ÁG ♥ KG109 ♦ Á1098 ♣ DG3 Vestur ♠ 97432 ♥ 75 ♦ D764 ♣ 85 Austur ♠ 10 ♥ D6432 ♦ G53 ♣ 9642 Suður ♠ KD865 ♥ Á8 ♦ K2 ♣ ÁK107 Suður spilar 7♣ Meira
13. mars 2024 | Í dag | 28 orð | 1 mynd

Reykjanesbær Stúlka Arngrímsdóttir fæddist 22. febrúar 2024 kl. 15.09. Hún…

Reykjanesbær Stúlka Arngrímsdóttir fæddist 22. febrúar 2024 kl. 15.09. Hún vó 3.538 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Arngrímur Sævar Arngrímsson og Elín Ósk Björnsdóttir. Meira
13. mars 2024 | Í dag | 160 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. g3 a6 7. Bg2 Rf6 8. 0-0 Rxd4 9. Dxd4 Bc5 10. Bf4 d6 11. Dd2 0-0 12. Had1 e5 13. Bg5 Be6 14. Bxf6 gxf6 15. Dh6 Bd4 16. Hxd4 exd4 17. Re2 Dc5 18 Meira

Íþróttir

13. mars 2024 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Arsenal í átta liða í fyrsta skipti í 14 ár

Arsenal verður í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í fyrsta skipti frá árinu 2010, eftir sigur á portúgalska liðinu Porto í vítakeppni á heimavelli sínum í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitunum í gærkvöldi Meira
13. mars 2024 | Íþróttir | 378 orð | 2 myndir

Barátta grannanna

Grannarnir í Njarðvík og Grindavík eru í harðri baráttu um annað sæti úrvalsdeildar kvenna í körfubolta. Njarðvík vann kærkominn 99:72-heimasigur á Stjörnunni í A-deildinni í gærkvöldi, en fyrir leikinn hafði Njarðvík tapað fjórum leikjum í röð Meira
13. mars 2024 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Edwards aftur til Liverpool

Michael Edwards hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool og snýr þar með aftur til félagsins sem hann starfaði hjá frá 2012 til 2022. Hann starfaði áður sem íþróttastjóri Liverpool við góðan orðstír og átti stóran þátt í fjölda… Meira
13. mars 2024 | Íþróttir | 1225 orð | 2 myndir

Endalaust tal um fótbolta

Knattspyrnumaðurinn Orri Steinn Óskarsson hefur spilað vel fyrir danska stórliðið FC Köbenhavn á yfirstandandi tímabili. Orri Steinn, sem er einungis 19 ára gamall, gekk til liðs við danska félagið frá uppeldisfélagi sínu Gróttu árið 2019 Meira
13. mars 2024 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Eyjakonur stungu Haukana af í lokin

ÍBV vann í gærkvöldi sannfærandi 29:23-heimasigur á Haukum í úrvalsdeild kvenna í handbolta. Var staðan í hálfleik 16:15, en Eyjakonur voru sterkari í seinni hálfleik. Þrátt fyrir úrslitin eru Haukar enn í þriðja sæti með 28 stig og ÍBV í fjórða sæti, nú með 22 stig Meira
13. mars 2024 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Fjölnismenn unnu markaleik

Fjölnir hafði betur gegn SR, 5:4, á heimavelli sínum í úrvalsdeild karla í íshokkí í Skautahöllinni í Egilshöll í gærkvöldi. Var staðan 1:1 þegar í þriðju og síðustu lotuna var komið og í henni lifnaði leikurinn heldur betur við Meira
13. mars 2024 | Íþróttir | 55 orð | 1 mynd

Gísli bestur í Þýskalandi

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburg og íslenska landsliðsins, hefur verið kjörinn leikmaður ársins 2023 í þýska handboltanum af vefsíðunni Handball-World. Gísli var bæði valinn besti leikmaður þýsku 1 Meira
13. mars 2024 | Íþróttir | 59 orð | 1 mynd

Pavel kominn í veikindaleyfi

Pavel Ermolinskij, sem stýrði Tindastóli til Íslandsmeistaratitils karla í körfuknattleik síðasta vetur, er kominn í veikindaleyfi hjá félaginu. Svavar Atli Birgisson, sem hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins, tekur tímabundið við þjálfun liðsins Meira
13. mars 2024 | Íþróttir | 432 orð | 2 myndir

Pétur Theódór Árnason hefur komist að samkomulagi við knattspyrnudeild…

Pétur Theódór Árnason hefur komist að samkomulagi við knattspyrnudeild Breiðabliks um að rifta samningi hans sem átti að renna út í lok þessa árs. Pétur hefur glímt við hnémeiðsli undanfarin ár og sagði í samtali við Fótbolta.net að honum hefði þótt … Meira

Viðskiptablað

13. mars 2024 | Viðskiptablað | 529 orð | 1 mynd

Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér

Margar þessar vaxandi greinar eiga það sameiginlegt að byggjast á hugviti og sérþekkingu frekar en á nýtingu takmarkaðra auðlinda eða gæða. Þær styðja við og skapa margvísleg og verðmæt störf sem verða síður til í stóru útflutningsgreinunum þremur. Meira
13. mars 2024 | Viðskiptablað | 1463 orð | 1 mynd

Að tala heiðarlega um launamuninn

Í þessum mánuði eru liðin 17 ár síðan heimsins sætasta beagle-bolla kom í heiminn í Buenos Aires. Ég var þá í skiptinámi í Argentínu og fannst ég endilega þurfa að fá mér hund. Þetta var á hátindi íslensku bankabólunnar: pesóinn var veikur, krónan… Meira
13. mars 2024 | Viðskiptablað | 266 orð | 1 mynd

Aukin sala en minni framlegð

Hagnaður Toyota á Íslandi nam í fyrra um 1,2 milljörðum króna, samanborið við rúmlega 2,3 milljarða króna hagnað árið 2022. Tekjur félagsins námu tæpum 21,9 milljörðum króna og jukust um 2,3 milljarða króna á milli ára, eða tæp 12% Meira
13. mars 2024 | Viðskiptablað | 889 orð | 1 mynd

„Að glíma við vöxt er góð áskorun“

Søren Skou, nýr stjórnarformaður Controlant, segir að þótt því fylgi áskoranir að vaxa hratt líkt og Controlant hefur gert undanfarin misseri þá sé það betri áskorun en að glíma við of hægan vöxt. „Að glíma við vöxt er góð áskorun og við… Meira
13. mars 2024 | Viðskiptablað | 652 orð | 1 mynd

Blanda saman afþreyingu og tækni

Iðnaðarmenn vinna núna hörðum höndum við að innrétta veitinga- og afþreyingarstaðinn Oche í Kringlunni, í rýminu þar sem Stjörnutorgið var áður. Staðurinn verður opnaður í sumarbyrjun og blandar saman smáréttamatseðli, karókí, pílukasti og… Meira
13. mars 2024 | Viðskiptablað | 210 orð | 1 mynd

Flytja inn flestalla sjúkrabíla landsins

Heildsölu- og þjónustufyrirtækið Fastus á Höfðabakka 7 hefur til sölu öll möguleg tæki, tól og rekstrarvörur fyrir heilbrigðisgeirann. Þar á meðal eru sjúkrabílar. „Við flytjum inn flestalla sjúkrabíla landsins í samstarfi við bílaumboðið Öskju Meira
13. mars 2024 | Viðskiptablað | 82 orð | 1 mynd

Hugi og Ásdís til Samkaupa

Ásdís Ragna Valdimarsdóttir og Hugi Halldórsson hafa verið ráðin til Samkaupa. Ásdís Ragna tekur við stöðu markaðsstjóra Kjör- og Krambúðanna og Hugi stöðu viðskiptastjóra Vildarkerfis Samkaupa. Í tilkynningu frá Samkaupum kemur fram að Ásdís Ragna… Meira
13. mars 2024 | Viðskiptablað | 2383 orð | 1 mynd

Hugsa um fyrirtækið eins og mitt eigið

Einkageirinn hefur stækkað mikið líka. Það er mjög gaman að fylgjast með því. Meira
13. mars 2024 | Viðskiptablað | 544 orð | 1 mynd

Hvað eru nokkrir ­loðnubrestir á milli vina?

  Nú ber hins vegar svo við, eftir mikinn uppgang í kjölfar kórónuveirufaraldursins, að verulegar blikur eru á lofti, hvað árið 2024 varðar. Meira
13. mars 2024 | Viðskiptablað | 164 orð | 1 mynd

Jón lætur af störfum hjá Origo í vor

Jón Björnsson hefur ákveðið að láta af starfi forstjóra Origo í lok apríl nk. eftir að hafa gegnt starfinu í tæp fjögur ár. Ari Daníelsson, sem verið hefur stjórnarformaður Origo frá því að nýir eigendur tóku félagið yfir í fyrra, tekur við starfi forstjóra Meira
13. mars 2024 | Viðskiptablað | 883 orð | 1 mynd

Nýlegar sölur evrópskra ríkja á hlutum í bönkum

Frá ársbyrjun 2023 hafa ríkissjóðir í Belgíu, Bretlandi, Hollandi, Írlandi og Ítalíu aftur á móti selt eignarhluti í bönkum með fjölbreyttum leiðum. Þeir hafa gert það með tilboðsfyrirkomulagi, sem er enn langvinsælasta leiðin, þátttöku í endurkaupum bankanna sjálfra og miðlunaráætlun. Meira
13. mars 2024 | Viðskiptablað | 389 orð | 1 mynd

Skatturinn beinir spjótum að eigendum fyrirtækja

Skatturinn hefur í auknum mæli metið aðilum, sem eiga og verða að nota bifreiðar í rekstri sínum, það til tekna alveg óháð því hvort þeir hafi haft umráð yfir eða afnot af fyrirtækjabifreiðum eða ekki Meira
13. mars 2024 | Viðskiptablað | 419 orð | 1 mynd

Skólamáltíðir til að ná til millitekjuhópanna

Nú standa fyrir dyrum átök á Alþingi um það hvernig ríkissjóður, sem rekinn er með botnlausum halla, eigi að fjármagna aðgerðir tengdar nýgerðum kjarasamningum á vinnumarkaði. Er kostnaður hins opinbera af þeim metinn á 80 milljarða á næstu fjórum árum Meira
13. mars 2024 | Viðskiptablað | 147 orð | 1 mynd

Spá 25 punkta lækkun

Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans lækki stýrivexti um 0,25 prósentustig við ákvörðun sína í næstu viku, 20. mars. Gangi spáin eftir munu stýrivextir lækka úr 9,25% í 9,0% Meira
13. mars 2024 | Viðskiptablað | 275 orð | 1 mynd

Vill auka afkastagetu sendiráðsins

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra vill auka afkastagetu sendiráðs Íslands í Nýju-Delí til að afgreiða vegabréfsáritanir til Íslands. Þetta segir Bjarni í samtali við ViðskiptaMoggann en hann skrifaði á sunnudag undir sögulegan fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna og Indlands Meira
13. mars 2024 | Viðskiptablað | 489 orð | 1 mynd

Von um vönduð vinnubrögð

Það er ánægjulegt að frumvarp um sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka skuli nú vera í undirbúningi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kynnti drög að frumvarpi í samráðsgátt stjórnvalda nýlega og nú stendur yfir vinna í… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.