Greinar föstudaginn 15. mars 2024

Fréttir

15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Áhrifavaldar streyma skákunum frá Hörpu

Reykjavíkurskákmótið 2024 hefst í Hörpu í dag, föstudag. Setningarathöfn verður klukkan 15. Tefldar verða níu umferðir á sjö dögum. Reykjavíkurskákmótið vekur heimsathygli í skákheiminum ár hvert. Til marks um það munu átta áhrifavaldar sýna skákir… Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Álftanes áfram, Tindastóll tæpur

Álftanes er komið í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir sigur í grannaslag gegn Stjörnunni í gærkvöld. Íslandsmeistarar Tindastóls eiga hins vegar á hættu að komast ekki í úrslitakeppnina eftir tap gegn Þór á heimavelli Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Ástand vega í Dölum slæmt

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur óskað eftir fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og óskar jafnframt atbeina þingmanna Norðvesturkjördæmis vegna þess ástands sem nú sé í vegamálum í sveitarfélaginu Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Biblían á konsómáli

Starf Kristniboðssambandsins (SÍK) í Eþíópíu hófst í október 1954, þegar hjónin Kristín Guðleifsdóttir og Felix Ólafsson fóru til starfa hjá Konsóþjóðflokknum í Konsóhéraði. Nú, tæplega 70 árum seinna, er Biblían komin út á konsómáli en hún var þýdd … Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Björgunarþyrlan TF-LIF yfirgaf Reykjavíkurflugvöll í síðasta sinn

TF-LIF, björgunarþyrla Landhelgisgæslu Íslands í aldarfjórðung, yfirgaf í gær Reykjavíkurflugvöll í síðasta sinn. Var ekið með þyrluna norður á Akureyri þar sem hún verður til sýnis á Flugsafni Íslands Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Einar Ólafsson

Einar Ólafsson, íþróttakennari og körfuboltaþjálfari, lést 12. mars á hjúkrunarheimilinu Eir, 96 ára að aldri. Einar fæddist 13. janúar 1928 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ólafur Hermann Einarsson læknir og Sigurlaug Einarsdóttir, húsfreyja og hannyrðakennari Meira
15. mars 2024 | Fréttaskýringar | 693 orð | 2 myndir

ESB krefur sam­félagsmiðla svara

Baksvið Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur, í krafti reglugerðar um stafrænar þjónustur sem sett var á síðasta ári, krafið átta samfélagsmiðla svara um til hvaða ráðstafana þeir hafi gripið til að koma í veg fyrir að gervigreind verði notuð til að falsa upplýsingar á miðlunum. Þessar aðgerðir tengjast meðal annars væntanlegum kosningum til Evrópuþingsins. Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 121 orð

Fimm ungmenni grunuð

Rannsókn á elds­voðanum í Hafn­ar­túns­hús­inu á Sel­fossi á laug­ar­dags­kvöldið hefur leitt í ljós að um íkveikju var að ræða. Sveinn Kristján Rún­ars­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, seg­ir að fimm ung­menni á aldr­in­um 14-15 ára hafi stöðu sak­born­inga í mál­inu Meira
15. mars 2024 | Erlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Fordæma rússnesku kosningarnar

Utanríkisráðuneyti Úkraínu sendi í gær frá sér áskorun til ríkja heims um að þau viðurkenni ekki niðurstöður forsetakosninganna í Rússlandi, sem haldnar verða nú um helgina. Sagði í tilkynningu ráðuneytisins að kosningarnar væru farsi, en þær fara m.a Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 379 orð | 3 myndir

Fullur sjór af fiski

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Grafið í Grynnslum

Vænst er að nú í kringum helgina ljúki vinnu við dýpkun á svonefndum Grynnslum í Hornafjarðarósi. Hafist var handa við verkið í febrúar, en grynningar í ósnum vegna sandburðar voru orðnar til trafala Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 428 orð | 2 myndir

Grindvísk börn fermast í Bessastaðakirkju

Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Grindvísk börn verða fermd í Bessastaðakirkju þetta árið. Séra Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavíkurkirkju, segir vel hafa gengið í fermingarfræðslunni í vetur þrátt fyrir miklar áskoranir. Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Gunnar kvaddi á Búnaðarþingi

Búnaðarþing var sett á Hótel Reykjavík Natura í gær og því lýkur í dag. Við setningu þingsins fluttu ávarp Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir starfandi matvælaráðherra. Gunnar Þorgeirsson kvaddi þingfulltrúa en hann lætur nú af embætti formanns Bændasamtaka Íslands Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Gæslan þjálfar úkraínska sjóliðsforingja

„Þetta er afar mikilvægt framlag Íslands og NATO sem við erum stolt af að taka þátt í. Það er ánægjulegt að hægt sé að miðla þeirri miklu þekkingu og reynslu sem er til staðar um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar með þessum hætti,“… Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Hafa samið við 120 þúsund manns

Samtök atvinnulífsins hafa nú samið við langstærstan hluta félaga á almennum vinnumarkaði. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara er búið að semja við 115 til 120 þúsund manns, en hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 361 orð

Íslenska verði skilyrði leigubílaleyfis

Áform eru uppi á Alþingi um framlagningu frumvarps til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur þar sem próf í íslensku verði gert að skilyrði fyrir því að menn geti aflað sér réttinda til aksturs leigubíla Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Jonni í Hamborg 100 ára

„Jonni í Hamborg 100 ára“ er yfirskrift afmælisdagskrár sem fram fer í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi á morgun, laugardag. „Jóhannes V. G. Þorsteinsson, betur þekktur sem Jonni í Hamborg, fæddist 13 Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Krefst svara um Kerlingarhólma

„Þetta mál er með ólíkindum og það sem sárast er eða kannski veldur hvað mestum vonbrigðum er að það hefur ekki einn stjórnmálamaður í mínu kjördæmi hvað þá öðrum tekið upp tólið og hringt til að spyrja út í málið,“ segir Þórhildur Þorsteinsdóttir, bóndi á Brekku í Borgarfirði Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 432 orð | 2 myndir

Línur að skýrast í samningum en hið opinbera eftir

Samtök atvinnulífsins (SA) og verslunarmenn undirrituðu kjarasamning í fyrrinótt og með því hafa SA nú samið við langstærstan hluta félaga á almennum vinnumarkaði. Búið er að semja við 115 til 120 þúsund manns, að sögn ríkissáttasemjara, en hjá… Meira
15. mars 2024 | Erlendar fréttir | 88 orð

Meistararitgerð fyrrverandi ráðherra ógilt

Háskólinn í Tromsö í Noregi hefur ákveðið að ógilda meistararitgerð sem Sandra Borch, fyrrverandi menntamálaráðherra Noregs, varði við skólann árið 2014, á þeirri forsendu að hún hefði haft rangt við Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Mikið fé tapast vegna vasaþjófa

Dæmi eru um að ferðamenn hafi orðið fyrir barðinu á vasaþjófum hér á landi að undanförnu og tapað háum fjárhæðum vegna þess. Ferðamála­stofa var­ar nú við því að vasaþjóf­ar séu á sveimi á helstu áfanga­stöðum lands­ins og því þurfi ferðaþjón­ustuaðilar að vera á varðbergi Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 398 orð | 2 myndir

Mistök að gera ekki kröfu um íslenskukunnáttu

„Við höfum nú þegar ákveðna reynslu og hún er slæm. Það er endurskoðunarákvæði í lögunum og ég tel tímabært að skoða þann þátt sem varðar tungumálaþekkinguna. Það er algerlega óásættanlegt að menn komist í gegnum próf eftir einhverjum svindlleiðum. Síðan má taka lögin til heildarendurskoðunar um næstu áramót, eins og gert er ráð fyrir,“ segir Jón Gunnarsson alþingismaður í samtali við Morgunblaðið, spurður álits á þeirri stöðu sem uppi er á leigubílamarkaði hér á landi. Meira
15. mars 2024 | Erlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Náði yfir 20 þúsund km hraða

Starship, stærsta og öflugasta eldflaug sem skotið hefur verið á loft, flaug hærra og hraðar en áður hefur þekkst í tilraunaflugi í gær en hún týndist eftir að hún kom aftur inn í lofthjúp jarðar í um 65 km hæð yfir Indlandshafi, að sögn fyrirtækisins SpaceX Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Óæskilegar mannaferðir á Hrafnistu

Hrafnista í Laugarási hefur gripið til þess ráðs að takmarka opnun á útidyrum í húsinu tímabundið. Eitthvað hefur verið um óæskilegar mannaferðir í byggingunni. María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu segir í samtali við Morgunblaðið að annað… Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 269 orð | 4 myndir

Sjóliðsforingjaefni í þjálfun hjá Gæslunni

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Staða Félagsbústaða sögð grafalvarleg

Fyrirliggjandi ársreikningar Félagsbústaða hf. sýna að rekstur félagsins er ósjálfbær. Þetta segir Kjartan Manússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem telur að bregðast þurfi skjótt við miklum hallarekstri og skuldasöfnun félagsins Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Stefnir ekki á Bessastaði

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son rit­höf­und­ur mun ekki gefa kost á sér í embætti for­seta Íslands. Kemur þetta fram í tilkynningu. Hann var einn þeirra sem orðaðir hafa verið við embættið og sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins hef­ur verið nokkuð sótt að honum að bjóða sig fram Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Undirbýr frumvarp um leigubílstjóra

Próf í íslensku verður skilyrði fyrir því að hægt sé að afla sér réttinda til aksturs leigubíla, en lagafrumvarp þessa efnis er í smíðum á Alþingi, að frumkvæði Birgis Þórarinssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins Meira
15. mars 2024 | Erlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Vill hefja umræðu um aðild að ESB

Forsætisráðherra Armeníu, Nikol Pashinyan, sagði í gær að hefja þyrfti umræðu í armensku samfélagi um mögulega aðild landsins að Evrópusambandinu og að ríkisstjórn hans hefði áhuga á auknum tengslum við ESB Meira
15. mars 2024 | Innlendar fréttir | 462 orð | 2 myndir

Þyrla sem markaði tímamót

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira

Ritstjórnargreinar

15. mars 2024 | Staksteinar | 209 orð | 2 myndir

Hver er stefna Samfylkingar?

Píratar halda áfram að hamast við að galopna og helst afnema landamæri Íslands. Liður í þessu var til dæmis fyrirspurn Arndísar Önnu K. Gunnarsdóttur til dómsmálaráðherra á Alþingi í vikunni um flutning fólks til Venesúela, en eins og fram hefur komið er verið að reyna að snúa við þeirri undarlegu þróun sem varð á fólksflutningum frá Venesúela til Íslands. Í þessu efni hafði Ísland vafasama sérstöðu vegna fjarstæðukenndrar ákvörðunar stjórnvalds málaflokksins. Meira
15. mars 2024 | Leiðarar | 639 orð

Schengen og landamærin

Landamærahliðið í Leifsstöð stendur galopið Meira

Menning

15. mars 2024 | Menningarlíf | 604 orð | 3 myndir

Áhrif Hreins ætíð umtalsverð

Íslensku myndlistarverðlaunin voru afhent í sjöunda sinn í Iðnó gær. Myndlistarráð stendur að baki verðlaununum sem hafa það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári Meira
15. mars 2024 | Menningarlíf | 1006 orð | 9 myndir

Gaman, gott og gefandi

Kári Kresfelder stóð við hljómborð eins og amish-bóndi á meðan trymbillinn trúði því að hann væri í Meshuggah! Meira
15. mars 2024 | Fjölmiðlar | 208 orð | 1 mynd

Japönsk pólitík og hasar árið 1600

Fyrir nokkrum dögum sat ég fyrir framan sjónvarpið og gat ómögulega ákveðið hvað ég ætti að horfa á. Ég fór í gegnum allar streymisveiturnar, sem eru ófáar, og það var ekki fyrr en eftir góðan hálftíma sem ég fann eitthvað Meira
15. mars 2024 | Menningarlíf | 105 orð | 1 mynd

Ný heimildarmynd um Megas sýnd

Ný íslensk heimildarmynd sem ber titilinn Afsakið meðanað ég æli var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin fjallar um æfingaferli fyrir tónleika til heiðurs Megasi í Eldborgarsal Hörpu Meira
15. mars 2024 | Menningarlíf | 54 orð | 1 mynd

Sviðshöfundar sýna lokaverkefni

Útskriftarnemendur á sviðshöfundabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands sýna lokaverkefni sín dagana 15.-25. mars. Í ár útskrifast 10 nemendur af sviðshöfundabraut. „Verkefni þeirra spanna vítt svið sviðslistanna og taka á fjölbreyttum málefnum Meira

Umræðan

15. mars 2024 | Aðsent efni | 489 orð | 1 mynd

„Við munum reka þá úr landi“

Reglugerð ESB bannar stuðning við hryðjuverkasamtökin Hamas. Ísland er skuldbundið til að hleypa þeim ekki inn í landið sem styðja samtökin. Meira
15. mars 2024 | Aðsent efni | 779 orð | 1 mynd

Borgarlínumýtur og umferðarvandinn

Gott flæði bílaumferðar hefur enn í sér fólgið verðmæti sem við getum ekki verið án. Meira
15. mars 2024 | Aðsent efni | 419 orð | 1 mynd

Ekki orð um eldri borgara

Hvers vegna er þessi stóri hópur enn skilinn eftir? Meira
15. mars 2024 | Pistlar | 423 orð | 1 mynd

Ný utanþingsstjórn

Það fór ekki þannig að ríkisstjórnin spryngi eins og margir höfðu búist við. Hvorki út af hvalveiðimálinu, útlendingamálum, bankasölu, vopnvæðingu lögreglu né öðrum málum sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið Meira
15. mars 2024 | Aðsent efni | 378 orð | 1 mynd

Ríkidæmi og fátækt

Verum þakklát fyrir það sem við höfum. Það er ekki sjálfsagt. Og hættum að kenna útlendingum um það sem miður fer. Meira

Minningargreinar

15. mars 2024 | Minningargreinar | 127 orð | 1 mynd

Agnar Rafn J. Levy

Agnar Rafn J. Levy fæddist 30. janúar 1940. Hann lést 16. febrúar 2024. Útför hans fór fram 1. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2024 | Minningargreinar | 4092 orð | 1 mynd

Ásta Guðríður Guðmundsdóttir

Ásta Guðríður Guðmundsdóttir fæddist í Aarhus í Danmörku 20. nóvember 1972. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 29. febrúar 2024. Foreldrar hennar eru hjónin Guðmundur M. Jóhannesson, f Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2024 | Minningargrein á mbl.is | 2655 orð | 1 mynd | ókeypis

Ásta Guðríður Guðmundsdóttir

Ásta Guðríður Guðmundsdóttir fæddist í Aarhus í Danmörku 20. nóvember 1972. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 29. febrúar 2024.Foreldrar hennar eru hjónin Guðmundur M. Jóhannesson, f. 9. maí 1942, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2024 | Minningargreinar | 939 orð | 1 mynd

Gunnar Guðjónsson

Gunnar Guðjónsson fæddist 25. mars 1947 í Neskaupstað. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 3. mars 2024. Foreldrar hans voru Hólmfríður Sigfinnsdóttir frá Borgarfirði eystra, f. 23. febrúar 1924, d Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2024 | Minningargreinar | 1491 orð | 1 mynd

Hildur Guðmundsdóttir

Hildur Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 28. júlí 1943. Hún lést á Landakoti 3. mars 2024. Foreldrar hennar voru Guðmundur Björnsson, f. 9.2. 1917, d. 10.4. 2001 og Kristín Sigurlaug Benjamínsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2024 | Minningargreinar | 3196 orð | 1 mynd

Ingibjörg Kristmundsdóttir

Ingibjörg Kristmundsdóttir fæddist á Eyri við Skagaströnd 8. maí 1926. Hún lést á Hrafnistu Boðaþingi 1. mars 2024. Foreldar hennar voru Kristmundur F. Jakobsson bóndi, f. 9. nóvember 1896, d. 1. maí 1976, og Jóhanna Árnadóttir húsmóðir, f Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2024 | Minningargreinar | 1711 orð | 1 mynd

Marteinn Hafsteinn Gíslason

Marteinn Hafsteinn Gíslason fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði 12. janúar 1952. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Búðardal 29. febrúar 2024. Foreldrar Marteins Hafsteins voru Gísli Hvanndal Jónsson og Jóna Kristlaug Einarsdóttir Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2024 | Minningargreinar | 432 orð | 1 mynd

Sif Hjartardóttir

Sif Hjartardóttir fæddist 27. september árið 1967 á Akureyri og lést á heimili sínu 28. febrúar 2024. Foreldrar hennar voru Svava Halldóra Ásgeirsdóttir og Hjörtur Böðvarsson, hún átti fjögur systkini Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2024 | Minningargreinar | 1165 orð | 1 mynd

Sigurbjörg Márusdóttir

Sigurbjörg Márusdóttir fæddist 6. maí 1933 á Ystu-Grund í Blönduhlíð í Skagafirði. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 4. mars 2024. Foreldrar hennar voru Márus Guðmundsson, f. 25 Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2024 | Minningargreinar | 1645 orð | 1 mynd

Valgerður Þorvarðardóttir

Valgerður Þorvarðardóttir sjúkraliði var fædd á Akri í Þingi, Austur-Húnavatnssýslu, 13. febrúar 1940. Hún lést á heimili sínu 29. febrúar 2024. Foreldrar hennar voru Þorvarður Júlíusson, fæddur 1913, látinn 1991 og Sigrún Kristín Jónsdóttir, fædd 1917, látin 1996 Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. mars 2024 | Viðskiptafréttir | 499 orð | 1 mynd

Bókað með gervigreind

Brátt hillir undir að hægt verði að bóka heildarferð til útlanda með aðstoð gervigreindar í kerfi sem hannað er af íslenska hugbúnaðarfélaginu Travelshift, sem er móðurfélag Guide to Europe. Slík lausn verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum Meira
15. mars 2024 | Viðskiptafréttir | 271 orð | 1 mynd

Hagnaður ÍSP dróst saman

Íslandspóstur (ÍSP) hagnaðist um 19 milljónir króna á árinu 2023 samanborið við 37 milljónir árið áður. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 556 milljónum króna, en þar af nam endurgjald póstsins frá ríkinu vegna veittrar alþjónustu á árinu 487 milljónum króna Meira
15. mars 2024 | Viðskiptafréttir | 196 orð | 1 mynd

Landsbankinn spáir óbreyttum vöxtum

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum, í 9,25%, við vaxtaákvörðun sína í næstu viku. Gangi spáin eftir verður það í fjórða skiptið í röð sem nefndin heldur vöxtum óbreyttum Meira

Fastir þættir

15. mars 2024 | Í dag | 55 orð

Í orðabók Árnastofnunar er skítseiði óvandaður, illa innrættur maður og…

Í orðabók Árnastofnunar er skítseiði óvandaður, illa innrættur maður og dæmið svo persónulegt að manni bregður: „[H]ugsa sér að þú skulir vera vinur þessa skítseiðis.“ Hvað sem því líður er áríðandi að maður, og vinur manns líka, skrifi… Meira
15. mars 2024 | Í dag | 259 orð | 1 mynd

Jóhann Hákonarson

75 ára Jóhann er Reykvíkingur, ólst upp á Grímsstaðaholti og gekk í Melaskóla og Hagaskóla. „Það var öll mín skólaganga fyrir utan nokkur námskeið.“ Hann hefur búið á Seltjarnarnesi um 20 ára skeið og þar áður í Frostaskjóli svipað lengi Meira
15. mars 2024 | Í dag | 980 orð | 2 myndir

Læknir handboltalandsliðsins

Brynjólfur Jónsson er fæddur í Kaupmannahöfn þann 15. mars 1954. Foreldrar hans kynntust í Kaupmannahöfn þar sem þau voru við nám, faðir hans í tryggingastærðfræði og móðir hans í sálfræði, þau giftu sig 1 Meira
15. mars 2024 | Í dag | 186 orð

Óleystur vandi. N-Allir

Norður ♠ DG65 ♥ 942 ♦ 5 ♣ K10763 Vestur ♠ 104 ♥ K3 ♦ Á10976432 ♣ 9 Austur ♠ K9 ♥ ÁD10875 ♦ 8 ♣ DG42 Suður ♠ Á8732 ♥ G6 ♦ KDG ♣ Á85 Suður spilar 3♠ Meira
15. mars 2024 | Í dag | 433 orð

Segull í maga kúnna

Jón Atli Játvarðarson skrifar á Boðnarmjöð: Þegar samningar á vinnumarkaðnum voru á lokametrunum opnaðist gluggi fyrir þingmenn Flokks fólksins til að koma alvöru málum að á Alþingi Íslendinga. Jakob Frímann vill „þjóðsögurnar“ heim Meira
15. mars 2024 | Í dag | 150 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp í seinni hluta Kvikudeildar, efstu deildar Íslandsmóts skákfélaga, sem fór fram fyrir skömmu í Rimaskóla. Hjörvar Steinn Grétarsson (2530) hafði svart gegn pólska kollega sínum í stétt stórmeistara, Zbigniew Pakleza (2482) Meira
15. mars 2024 | Dagbók | 95 orð | 1 mynd

Vill starfsheitið gleðigjafi

Salka Sól Eyfeld segir mikið um að vera hjá sér núna. Hún segist aðallega vera að syngja, veislustýra eða að halda prjónakvöld á hótelum landsins. „Ég myndi alveg vilja skrá starfsheitið gleðigjafi eða skemmtikraftur hjá nafninu mínu í símaskránni,“ sagði Salka Sól í Ísland vaknar Meira

Íþróttir

15. mars 2024 | Íþróttir | 113 orð | 1 mynd

Aron kom Blikunum í úrslitaleikinn

Aron Bjarnason tryggði Breiðabliki dramatískan sigur á Þór, 1:0, þegar liðin mættust í undanúrslitum deildabikars karla í knattspyrnu í Boganum á Akureyri í gær. Hann fékk þá sendingu frá Viktori Karli Einarssyni inn fyrir vörn Þórs og vippaði boltanum yfir markvörð Akureyrarliðsins Meira
15. mars 2024 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Dagur kominn í draumastöðu

Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson stýrðu liðum Þýskalands og Króatíu til sigurs í gær í undankeppni karla í handbolta fyrir Ólymíuleikana í París. Alfreð og hans menn í liði Þýskalands unnu Alsír, 41:29, og Dagur vann afar góðan sigur í fyrsta leik sem þjálfari Króatíu, 35:29 gegn Austurríki Meira
15. mars 2024 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Fjögur mörk eftir fjórtán mínútur

Liverpool skoraði fjögur mörk á fyrstu fjórtán mínútunum í gærkvöld þegar liðið vann Sparta Prag, 6:1, í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta á Anfield í Liverpool. Enska liðið vann einvígið samanlagt 11:2 Meira
15. mars 2024 | Íþróttir | 57 orð | 1 mynd

Grindvíkingar spila í Safamýri

Heimavöllur karla- og kvennaliða Grindavíkur í knattspyrnu á komandi keppnistímabili verður gervigrasvöllur Víkings í Safamýri, sem áður var Framvöllurinn. Meistaraflokkar Grindavíkur munu jafnframt æfa á svæðinu, bæði á grasi og gervigrasi Meira
15. mars 2024 | Íþróttir | 224 orð

Gylfi Þór Sigurðsson

 Lék með FH til 13 ára aldurs, fór þá í Breiðablik (2003) og þaðan til Reading á Englandi 16 ára árið 2005.  Var í röðum Reading 2005-2011. Lánaður til Shrewsbury 2008 og Crewe 2009. Skoraði eitt mark í 5 leikjum með Shrewsbury í D-deild og 3 mörk í 15 leikjum með Crewe í C-deild Meira
15. mars 2024 | Íþróttir | 219 orð | 1 mynd

Hákon lagði upp mark og fer áfram

Hákon Arnar Haraldsson verður fulltrúi Íslands í átta liða úrslitum Evrópumóta karla í fótbolta á þessu vori. Lið hans, Lille frá Frakklandi, komst auðveldlega áfram í Sambandsdeildinni með jafntefli, 1:1, gegn Sturm Graz frá Austurríki í seinni… Meira
15. mars 2024 | Íþróttir | 669 orð | 2 myndir

Hvalreki á Hlíðarenda

Gylfi Þór Sigurðsson er kominn í Val og leikur með félaginu í Bestu deildinni næstu tvö árin, miðað við að allt gangi upp samkvæmt samningnum sem félagið tilkynnti um í gærmorgun. Þetta eru einhver stærstu tíðindi í sögu efstu deildar karla hér á landi Meira
15. mars 2024 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Jónatan tekur aftur við KA/Þór

Handknattleiksþjálfarinn Jónatan Magnússon hefur gert þriggja ára samning um þjálfun kvennaliðs KA/Þórs. Hann tekur við af Örnu Valgerði Erlingsdóttur eftir tímabilið. KA/Þór er neðst í úrvalsdeildinni með aðeins fimm stig eftir 18 leiki og við liðinu blasir fall niður í 1 Meira
15. mars 2024 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

Kwame Quee, landsliðsmaður Síerra Leóne í knattspyrnu, er kominn til…

Kwame Quee, landsliðsmaður Síerra Leóne í knattspyrnu, er kominn til Íslands á ný eftir tveggja ára fjarveru og leikur með Grindavík í 1. deildinni í ár. Hann varð Íslandsmeistari með Víkingum 2021 og lék áður með Breiðabliki og Víkingi í Ólafsvík Meira
15. mars 2024 | Íþróttir | 482 orð | 2 myndir

Stór dagur fyrir Álftanes

Nýliðar Álftaness tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfubolta með heimasigri á Stjörnunni, 86:77, í slag um Garðabæ. Álftanes vann báða leikina gegn Stjörnunni í vetur og geta stuðningsmenn félagsins beðið spenntir eftir úrslitakeppninni Meira

Ýmis aukablöð

15. mars 2024 | Blaðaukar | 25 orð

Alla miðaldra menn dreymir um að vera kúrekar

Böðvar Guðjónsson spáir mikið í klæðaburð en segist ekki hafa neinn áhuga á tísku. Hann játar að sjónvarpsþættirnir Yellowstone hafi haft áhrif á klæðaburð sinn. Meira
15. mars 2024 | Blaðaukar | 885 orð | 3 myndir

Farnir að endurspegla persónuleikann meira með fatastílnum

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að karlmenn eru farnir að velja sérsaumuð jakkaföt í meiri mæli. Ein stærsta ástæðan er sú að jakkaföt eru flókin í sniðum og heyrir það til undantekninga að menn smellpassi í tilbúnar stærðir, þó þau geti passað ágætlega Meira
15. mars 2024 | Blaðaukar | 623 orð | 7 myndir

Hefur fengið að upplifa helstu drauma sína

Um hvað er bókin? „Bókin er um Ask, nýfullorðinn mann sem er hálfhræddur við lífið og ákveður að stinga af út á land þegar hann er kominn með nóg af öllu, ekki síst óþægilegum samskiptum. Þetta sama kvöld á hann að vera að sækja mömmu sína út… Meira
15. mars 2024 | Blaðaukar | 288 orð | 2 myndir

Heilbrigður lífsstíll lykillinn að góðri húð

Róbert hefur alla tíð verið áhugasamur um allt sem viðkemur heilsu og heilbrigðu líferni, en að hans sögn er mjög mikilvægt að hugsa vel um húðina, bæði með góðum vörum og heilbrigðum lífsstíl. Hann segir reglulega hreyfingu, sánu, nægan svefn og vatnsdrykkju vera lykilinn að góðri húð Meira
15. mars 2024 | Blaðaukar | 409 orð | 6 myndir

Húðrútína sem inniheldur góðar vörur og jákvætt hugarfar

Aron Kristinn er meðlimur hljómsveitarinnar ClubDub ásamt Brynjari Barkarsyni, en þeir hafa gefið út smelli á borð við Eina sem ég vil ásamt Aroni Can, Aquaman og Clubbed Up Meira
15. mars 2024 | Blaðaukar | 445 orð | 1 mynd

Menn með nælur, Cillian Murphy (og Kevin Costner)

Leikarinn Cillian Murphy var valinn besti leikari ársins á Óskarsverðlaununum sem fram fóru í Hollywood síðasta sunnudagkvöld. Verðlaunin fékk hann fyrir leik sinn í verðlaunamyndinni Oppenheimer. Murphy mætti í glæsilegum smóking-fötum þegar hann tók við verðlaununum Meira
15. mars 2024 | Blaðaukar | 315 orð | 8 myndir

Smekkurinn hefur ekki breyst mikið

Það var eitthvað mjög spennandi við að eignast fyrsta rakspírann sinn. Ég fór svo fljótlega upp úr fermingu að nota Armani Mania. Afi minn notaði hann og það var þá sem ég komst að því að lykt er mismunandi á fólki,“ segir Tryggvi Meira
15. mars 2024 | Blaðaukar | 1514 orð | 3 myndir

Spáir í hverju hann klæðist en hefur engan áhuga á tísku

„Hver og einn þarf bara að finna út úr því sjálfur hvað sé rétt og rangt í lífinu. Mínar áherslur eru á að vera í kringum fólkið sem ég elska, það gefur mér góða orku.“ Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.