Greinar þriðjudaginn 26. mars 2024

Fréttir

26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Allir leikmenn þurfa að skila varnarvinnu sinni upp á tíu

Kári Árnason, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að nú ríði á að allir leikmenn íslenska karlalandsliðsins skili varnarvinnu sinni upp á tíu þegar liðið mætir Úkraínu í úrslitaleik umspils um laust sæti á EM 2024 Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Breikkun er á undan áætlun

Vinna við tvöföldun Reykjanesbrautar hefur gengið vel að undanförnu. Verktakinn, Íslenskir aðalverktakar hf. (ÍAV), segir að svo mikill kraftur sé í framkvæmdum að líklega muni verkið klárast fyrr en áætlað var Meira
26. mars 2024 | Erlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Derrick-leikarinn Fritz Wepper látinn

Þýski leikarinn Fritz Wepper lést í gær, 82 ára að aldri. Hann er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem rannsóknarlögreglumaðurinn Harry Klein, sem var hægri hönd Derricks í samnefndum sjónvarpsþáttum frá 1974 til 1998 Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Ekki liggur alveg fyrir hvenær Svandís snýr aftur

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er enn í veikindaleyfi og hefur ekki tekið sæti á ný á Alþingi að sögn Iðunnar Garðarsdóttur, aðstoðarmanns Svandísar. Birt var tilkynning á vef Alþingis fyrir helgi þar sem segir að Svandís og fimm aðrir… Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Eyjólfur tekur afgerandi forystu í ræðustól

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, hefur tekið afgerandi forystu í keppninni um titilinn ræðukóngur Alþingis. Margfaldur titilhafi, píratinn Björn Leví Gunnarsson, kemur næstur Eyjólfi Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Fjöldi fylgir liðinu út

Um 500 Íslendingar leggja leið sína til Wroclaw í Póllandi í dag. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2024 á Tarczynski-leikvanginum í borginni í kvöld klukkan 19:45 að íslenskum tíma Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 571 orð

Flugbann við Látrabjarg undir 3.500 fetum

Allt flug undir 3.500 fetum (um einum km) yfir sjávarmáli innan friðlandsins í Látrabjargi verður óheimilt á tímabilinu 1. apríl til 31. ágúst ár hvert. Þar með talið er flug flugvéla, þyrlna, svifdreka, svifvængja og vélknúinna fisa Meira
26. mars 2024 | Erlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Framkvæmdastjóri Boeing látinn fara

Stjórn Boeing-flugvélaverksmiðjunnar tilkynnti í gær að hún myndi víkja Dave Calhoun, framkvæmdastjóra félagsins, úr starfi og tekur uppsögnin gildi við næstu áramót. Stan Deal, yfirmaður farþegavéladeildar Boeing, var sömuleiðis látinn fara og tekur uppsögn hans þegar í stað gildi Meira
26. mars 2024 | Fréttaskýringar | 691 orð | 2 myndir

Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt fram á ný

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði að nýju fram lagafrumvarp um Þjóðarsjóð á Alþingi í síðustu viku. Slíkt frumvarp var fyrst lagt fram árið 2018 og endurflutt árið 2019 en afgreiðslu þess frumvarps var slegið … Meira
26. mars 2024 | Erlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Gagnrýna ályktun öryggisráðsins

Stjórnvöld í Ísrael sögðu í gær að ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að sitja hjá í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær myndi trufla getu þeirra til þess að berjast við hryðjuverkasamtökin Hamas, sem og tilraunir Ísraelsmanna til þess að frelsa þá… Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Getur ekki endað með öðru en gosi

Skjálftahrina hófst í Öskju í gærmorgun og áttu skjálftarnir upptök sín norðvestan við Dyngjufjöll. Stærsti skjálftinn var 3,5 að stærð og reið yfir klukkan 10.40. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir aðdragandann að næsta eldgosi í Öskju… Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 467 orð | 2 myndir

Hnoðri verði árviss viðburður á Húsavík

Tónlistarmaðurinn Einar Óli Ólafsson, bæjarlistamaður Norðurþings 2023, hefur skipulagt tónlistarhátíðina Hnoðra, sem verður á Húsavík laugardaginn 30. mars nk. Fyrirmyndina sækir hann til Aldrei fór ég suður, árlegrar páskahátíðar á Ísafirði, og er frítt inn Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 142 orð | 2 myndir

Hvalshræ í fjörunni norðan Svalbarðseyrar

Hræ af hnúfubak hefur síðustu daga velkst um í fjörunni neðan við Neðri-Dálksstaði á Svalbarðsströnd, skammt norðan Svalbarðseyrar. Heilbrigðisfulltrúi á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um hræið um helgina og kom henni áleiðis til lögreglunnar á Akureyrar Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 436 orð | 1 mynd

Kom meirihlutanum í Hveragerði í opna skjöldu

Hermann Nökkvi Gunnarsson hng@mbl.is Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðis, kveðst ekki átta sig á gagnrýni sveitarstjórnar Ölfuss í kjölfar undirritunar samnings meirihluta Hveragerðisbæjar við byggingarverktaka um viðbyggingu við leikskólann Óskaland. Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Lækkuðu hraðann í 57 götum

Af þeim 326 götum þar sem Kópavogur er veghaldari eru aðeins þrjár eftir þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Er þetta í kjölfar umfangsmikilla breytinga þar sem hámarkshraði var lækkaður í samtals 57 götum bæjarins Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Meta stöðuna og leita allra leiða

Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, segir að það sé stórt áfall að áætlunarflugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur verði hætt eftir 1. apríl en Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við Flugfélagið Erni um flugið Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 388 orð | 2 myndir

Mikill áhugi ferðamanna á þyrluflugi

„Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur og núna erum við fullbókuð fram á föstudaginn langa,“ segir Vera Almeida þjónustufulltrúi Norðurflugs, en bætir við að það sé bæði verið að fljúga til gosstöðvanna við Sundahnúka og víðar Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Mikill stuðningur í bæjarfélaginu

„Við í Gafli höfum sent áskorun til sveitarstjórnar Norðurþings um að varðveita Helguskúr og rífa hann ekki,“ segir Snorri Guðjón Sigurðsson, formaður Gafls, félags um þingeyskan byggingararf. Snorri segist finna fyrir miklum stuðningi Húsvíkinga við að vernda Helguskúr og ánægju með áskorunina Meira
26. mars 2024 | Erlendar fréttir | 610 orð | 1 mynd

Níu særðust í Kænugarði

Níu særðust í Kænugarði í gærmorgun þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á borgina. Serhí Popkó, yfirmaður herstjórnar Kænugarðshéraðs, sagði að Rússar hefðu skotið tveimur eldflaugum á borgina frá Krímskaga, en að loftvarnarkerfi Kænugarðs hefðu náð að skjóta báðar niður Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Ólofthæf flugvél kyrrsett á Egilsstöðum

Samgöngustofa hefur kyrrsett dularfulla flugvél sem staðsett er á Egilsstöðum og dæmt hana ólofthæfa. Málið þykir óvenjulegt þar sem eignarhald hennar liggur ekki fyrir en í ljós hefur komið við eftirgrennslan að hún hafði vetursetu á Höfn í Hornafirði Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Raki í ókláruðum leikskóla í Reykjanesbæ

Taf­ir verða á af­hend­ingu leik­skóla í Dals­hverfi III í Reykja­nes­bæ, sem ber vinnu­heitið Dreka­dal­ur, en raka­skemmd­ir eru í bygg­ing­unni. Þetta seg­ir Guðlaug­ur H. Sig­ur­jóns­son, sviðsstjóri um­hverf­is­sviðs Reykja­nes­bæj­ar, í skrif­legu svari til mbl.is Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Ráða 300 starfsmenn í sumar

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Isavia og dótturfélög hyggjast ráða um 300 einstaklinga í sumarstörf í ár. Þar af verða um 95% þessara 300 einstaklinga ráðin til starfa á Keflavíkurflugvelli. Það eru álíka margir og í fyrra. Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Síðrómantíski tíminn í brennidepli á þriðjudagstónleikum í kvöld

Úrval sönglaga sem tengjast tónmáli síðrómantíska tímans verður flutt á þriðjudagstónleikum í kvöld, 26. mars, klukkan 20 af þeim Sólrúnu Bragadóttur sópransöngkonu og Jóni Sigurðssyni píanóleikara í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Strætó fær nærri 10 ábendingar á dag

Alls bárust 3.493 ábendingar til Strætós á síðasta ári, eða nærri tíu að jafnaði á dag, samkvæmt yfirliti sem kynnt var á stjórnarfundi fyrirtækisins nú í mars. Ábendingum fjölgaði frá árinu 2022 þegar þær voru 2.369 talsins Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Styðja kaup á vopnum fyrir Úkraínu

Ísland mun styðja við innkaup Tékklands á skotfærum fyrir Úkraínu og leggja fjármuni í kaup á búnaði fyrir konur í úkraínska hernum. Utanríkisráðuneytið tilkynnti þetta í gær. Verja á um 300 milljónum kr Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Tvö tilboð í styrkingu snjóflóðavarna

Tvö tilboð bárust í styrkingu snjóflóðavarna á Flateyri, en tilboðin voru opnuð nýlega hjá Ríkiskaupum. Borgarverk ehf. bauðst til að vinna verkið fyrir krónur 2.123.156.196. Var það 76,3% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á tæpa 2,8 milljarða króna Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 144 orð

Verslanirnar sameinast

Fataverslanirnar Curvy og Stout verða fluttar í Holtagarða, að sögn Fríðu Guðmundsdóttur, annars eiganda þeirra. Verslanirnar voru báðar til húsa í Fellsmúla 24 þar sem eldur kviknaði í bifreiðaþjónustu N1 í síðasta mánuði Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Vísbendingar um að landris sé hafið í Svartsengi

Dregið hefur úr eldgosinu við Sundhnúkagígaröðina og virðist gosvirknin nú einskorðast að mestu við tvo gíga þó að einhver virkni sé jafnframt í einum í viðbót. Salóme Jór­unn Bern­h­arðsdótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands,… Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Vor í fjárhúsunum á Hólmavaði

Laxamýri | Það er vissulega ennþá vetur úti því snjó hefur víða kyngt niður undanfarið. Það er ekki beint vorlegt um að litast en samt eru ýmis merki um að vorið sé í nánd. Sól hefur hækkað á lofti og nú er dagurinn orðinn lengri en nóttin Meira
26. mars 2024 | Innlendar fréttir | 43 orð

Öryggisráðið krefst vopnahlés á Gasa

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun, þar sem kallað var eftir tafarlausu vopnahléi á Gasasvæðinu. Fjórtán af ríkjum ráðsins samþykktu ályktunina, en Bandaríkin sátu hjá í stað þess að beita neitunarvaldi sínu, líkt og þau hafa gert gagnvart fyrri drögum Meira

Ritstjórnargreinar

26. mars 2024 | Staksteinar | 187 orð | 2 myndir

Brugðist seint og illa við innrásinni

Það voru nokkur ár sem sjá mátti fyrir, svo að ekki fór á milli mála, að Rússland hafði dregið saman mikið lið við landamæri Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Úkraínu hins vegar. Meira
26. mars 2024 | Leiðarar | 328 orð

Kalt stríð og stríð á ís

Áfram er barist en ekki til úrslita Meira
26. mars 2024 | Leiðarar | 276 orð

Það vantar ekki átakamálin

Ekki að vekja gamlan draug fyrr en þarf Meira

Menning

26. mars 2024 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

Blokkin á heimsenda tilnefnd

Blokkin á heimsenda, ­eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur, er ein sex bóka sem tilnefndar eru til þýsku barnabókaverðlaunanna í flokki skáldsagna fyrir börn Meira
26. mars 2024 | Myndlist | 802 orð | 3 myndir

Ferskir vindar fátæktar í Nýló

Nýlistasafnið Af hverju er Ísland svona fátækt? ★★★★½ Sæmundur Þór Helgason sýndi ný verk í samtali við verk úr safneign eftir Ástu Ólafsdóttur, Bjarka Bragason, Daða Guðbjörnsson, Erling Klingenberg, Geoffrey Hendricks, G.Erlu, Hildi Hákonardóttur, Írisi Elfu Friðriksdóttur, John Cage, Níels Hafstein, Rúnu Þorkelsdóttur, Snorra Ásmundsson, Steingrím Eyfjörð og Wiolu Ujazdowska. Sýningarstjóri: Odda Júlía Snorradóttir. Sýningunni er lokið, en hún var opin frá 19. janúar til 3. mars 2024. Meira
26. mars 2024 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Hanna Ágústa var valin Rödd ársins

Úrslitakeppni söngkeppninnar Vox Domini fór fram í Salnum í Kópavogi fyrir skemmstu, en hún er haldin á vegum Félags íslenskra söngkennara. Þar keppa klassískir söngvarar og lengra komnir söngnemendur í þremur flokkum: Framhaldsflokki, ­háskólaflokki og opnum flokki Meira
26. mars 2024 | Menningarlíf | 168 orð | 2 myndir

Joni Mitchell og Neil Young aftur á Spotify

Tónlist kanadísku söngkonunnar Joni Mitchell er nú aðgengileg á streymisveitunni Spotify, meira en tveimur árum eftir að hún yfirgaf veituna. Þessu greinir meðal annars Variety frá Meira
26. mars 2024 | Fjölmiðlar | 213 orð | 1 mynd

Ljósvaka ekki kastað fyrir róða

„Ljósvaki var hugsaður sem bylgjuberi ljóss. Allt frá því að afstæðiskenning Einsteins öðlaðist almenna viðurkenningu í upphafi aldarinnar hefur eðlisfræðingum verið ljóst að ljósvakinn er ekki til.“ Svo segir á Vísindavefnum í svari við … Meira
26. mars 2024 | Menningarlíf | 127 orð | 1 mynd

Tvær íslenskar hátíðir komust á listann

Tónlistarhátíðirnar Reykjavík Jazz og Iceland Airwaves komust á dögunum á lista The Guardian yfir 35 bestu tónlistarhátíðirnar í Evrópu. Segir á vefsíðu fréttamiðilsins að á Iceland Airwaves, sem haldin verður dagana 7.-9 Meira
26. mars 2024 | Menningarlíf | 633 orð | 2 myndir

Verkefni sem þetta heilla

Íslenska sjónvarpsmyndin Nokkur augnablik um nótt verður frumsýnd á RÚV á páskadag. Ólafur Egill Egilsson leikstýrir myndinni, sem gerist á fullkomnu sumarkvöldi í fullkomnum sumarbústað. Þar kynnir Björk nýja kærastann fyrir Ragnhildi, stóru systur … Meira

Umræðan

26. mars 2024 | Pistlar | 432 orð | 1 mynd

Að bæta hag fólks

Í skýrslunni Fátækt og áætlaður samfélagslegur kostnaður sem út kom sl. vor og var unnin fyrir forsætisráðherra á grundvelli beiðni frá Alþingi, sem Halldóra Mogensen þingmaður átti frumkvæði að, kemur ýmislegt áhugavert fram Meira
26. mars 2024 | Aðsent efni | 687 orð | 1 mynd

Banvænt vanmat á ópíóíðavanda

Málaflokkurinn damlar bara einhvern veginn áfram á sjálfstýringu og heilbrigðisyfirvöld reiða sig á að grasrótar- og félagasamtök dragi vagninn. Meira
26. mars 2024 | Aðsent efni | 704 orð | 1 mynd

Bráðamóttaka LSH verri en sams konar þjónusta á Gasa

„Það eru 90 sjúklingar í 32 rúmum og það bíða 23 á biðstofunni,“ sagði örmagna hjúkrunarfræðingur innt eftir löngum biðtíma í bráðatilfellum. Meira
26. mars 2024 | Aðsent efni | 731 orð | 2 myndir

Enn eykst skorturinn á íbúðarhúsnæði í landinu!

Ný íbúð sem kostaði 35 milljónir kr. árið 2015 hefði átt að kosta 54 milljónir kr. í dag samkvæmt byggingarvísitölunni, en ekki 82 milljónir kr. Meira
26. mars 2024 | Aðsent efni | 150 orð | 1 mynd

Misgeng lukka í pólitík

Þegar menn með pólitíska hugsjón komast til áhrifa vilja þeir ná árangri og endilega ekki láta það góða liggja í þagnargildi. Þannig vatt sér einn ágætur ráðherra nágrannaríkis upp á svið og lýsti með gröfum og súluritum þeim árangri sem hann hefði náð í loftslagsmálum með sinni grænu pólitík Meira
26. mars 2024 | Aðsent efni | 387 orð | 1 mynd

Ópera er líka fyrir leikskólabörn

Frumkvöðlar standa vörð um ástríðu fyrir óperunni og ala upp nýja áhorfendur til framtíðar. Meira
26. mars 2024 | Aðsent efni | 475 orð | 2 myndir

Pólskar rætur á Íslandi

Á síðustu áratugum hefur fólki af pólskum uppruna á Íslandi fjölgað talsvert og eru Pólverjar nú stærsti hópur innflytjenda á Íslandi. Meira
26. mars 2024 | Aðsent efni | 806 orð | 1 mynd

Sporna þarf við hagsveiflum með skörpum aðgerðum

Það getur ekki verið eðlilegt lánaumhverfi að óviðráðanlegir skuldaklafar hlaðist ítrekað á herðar fólks. Meira
26. mars 2024 | Aðsent efni | 406 orð | 1 mynd

Veljum Guðmund Karl

Hann brennur fyrir málefnum kirkjunnar en býr líka yfir því umburðarlyndi að hlusta á og virða aðrar skoðanir fólks Meira

Minningargreinar

26. mars 2024 | Minningargreinar | 729 orð | 1 mynd

Árni Reynir Óskarsson

Árni Reynir Óskarsson fæddist á Akureyri 21. janúar 1934. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 18. mars 2024. Foreldrar hans voru Óskar Kristinn Júlíusson, f. 8. maí 1892, d. 14. janúar 1993, og Snjólaug Aðalsteinsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2024 | Minningargreinar | 889 orð | 1 mynd

Björgvin Gíslason

Björgvin Gíslason 4. september 1951. Hann varð bráðkvaddur 5. mars 2024. Björgvin var jarðsunginn 22. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2024 | Minningargreinar | 2110 orð | 1 mynd

Höskuldur Ólafsson

Höskuldur Ólafsson fæddist 7. maí 1927 á Borðeyri. Hann lést á Landspítalanum Hringbraut 9. mars 2024. Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson trésmíðameistari, f. 12. maí 1892, d. 30. desember 1967, og Elínborg Katrín Sveinsdóttir símstjóri, f Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2024 | Minningargreinar | 833 orð | 1 mynd

Jakob Þórarinsson

Jakob Þórarinsson fæddist 14. júní 1936 á Litla-Steinsvaði, Kirkjubæjarsókn, N-Múl. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum 14. mars 2024. Jakob var sonur hjónanna Þórarins Jóels Bjarnasonar, f Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2024 | Minningargreinar | 869 orð | 1 mynd

Sigurður Hálfdanarson

Sigurður Hálfdanarson fæddist í Reykjavík 9. júlí 1948. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 29. febrúar 2024. Foreldrar hans voru Arína Margrét Sigurðardóttir skrifstofumaður, f. 10. september 1919, d Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2024 | Minningargreinar | 638 orð | 1 mynd

Stefanía Björg Hannesdóttir

Stefanía Björg Hannesdóttir fæddist á Djúpavogi 10. júní 1953. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar eftir hetjulega baráttu við krabbamein 17. mars 2024 á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Stefanía var dóttir Kristínar Sigríðar Skúladóttur, húsfreyju frá Urðarteigi, f Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2024 | Minningargreinar | 3892 orð | 1 mynd

Þorsteinn Óli Sigurðsson

Þorsteinn Óli Sigurðsson rekstrartæknifræðingur fæddist í Reykjavík 9. janúar 1957. Hann lést á heimili sínu, í faðmi fjölskyldunnar, 18. mars 2024. Foreldrar hans voru Freyja Þorsteinsdóttir húsfreyja, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

26. mars 2024 | Viðskiptafréttir | 225 orð | 1 mynd

Auka öryggi

Arion banki hefur gert samning við netöryggisfyrirtækið Defend Iceland sem felur í sér aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins. Samningurinn kveður á um að öryggissérfræðingar Defend Iceland hermi netárásir hakkara og árásarhópa í því… Meira
26. mars 2024 | Viðskiptafréttir | 667 orð | 1 mynd

Landlæknir vill ekki útboð

Arinbjörn Rögnvaldsson arir@mbl.is Í stað þess að fara í lögmælt útboð kýs Landlæknisembættið fremur að eiga í viðskiptum fyrir háar fjárhæðir á ári við einn aðila á markaði til að annast alla þróun, uppsetningu, þjónustu og viðbætur á flestöllum heilbrigðis-hugbúnaðarkerfum landsins, þ.e. kerfum Heilsuveru, Heklu heilbrigðisnets og Sögu sjúkraskrárkerfis. Allar heilbrigðsstofnanir landsins nota kerfin og flestir landsmenn þekkja til Heilsuveru. Meira

Fastir þættir

26. mars 2024 | Dagbók | 96 orð | 1 mynd

Ástin er drifkrafturinn

Páll Óskar Hjálmtýsson hefur verið upptekinn af ástinni síðan hann var átján ára, segir það vera drifkraftinn sinn og það sem fái hann til að tifa. Hann talaði um ástina af mikilli einlægni í Ísland vaknar Meira
26. mars 2024 | Í dag | 168 orð

Hungraðir úlfar. A-NS

Norður ♠ ÁKG987653 ♥ 32 ♦ – ♣ K5 Vestur ♠ D ♥ KD74 ♦ 432 ♣ DG943 Austur ♠ 104 ♥ 98 ♦ G108765 ♣ Á102 Suður ♠ 2 ♥ ÁG1065 ♦ ÁKD9 ♣ 876 Suður spilar 7G Meira
26. mars 2024 | Í dag | 279 orð | 1 mynd

Jón Brynjar Birgisson

50 ára Jón Brynjar fæddist í Reykjavík og er elstur fjögurra systkina. Fjölskyldan bjó fyrsta kastið í Kópavogi en hefur lengst af búið í Háaleitishverfinu í Reykjavík. Jón Brynjar fór í Kópavogsskóla og síðar Álftamýrarskóla Meira
26. mars 2024 | Í dag | 305 orð

Lóan er komin

Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson yrkir á Boðnarmiði: Lóan er komin landsins til, lifnar bros á vörum. Þó að snjór enn þeki gil þá er hann á förum. Philip Vogler Egilsstöðum heldur áfram: Landans geðið léttir ætíð lóa um vor létt svo þyki sprækum spor, spáir ei í hor og slor Meira
26. mars 2024 | Í dag | 616 orð | 3 myndir

Mánar áttu Suðurlandið

Smári Kristjánsson fæddist 26. mars 1949 í Reykjavík og ólst upp að mestu leyti í Vesturbænum. „Ég er þar af leiðandi mikill KR-ingur enda æfði ég og lék með þeim fótbolta frá 7 ára til 17 ára Meira
26. mars 2024 | Í dag | 58 orð

Silla er tvíær planta af sveipjurtaætt og til er bæði hnúðsilla og…

Silla er tvíær planta af sveipjurtaætt og til er bæði hnúðsilla og blaðsilla. Á mannamáli heitir hvort tveggja sellerí. En því er tönnlast hér á stafsetningunni: silla, að selleríheitið er ekki hægt að nota um klettasyllu Meira
26. mars 2024 | Í dag | 153 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Hörpu en mótið var haldið í boði Kviku eignastýringar og Brims. Franski stórmeistarinn Sebastien Maze (2.551) hafði hvítt gegn kollega sínum Guðmundi Kjartanssyni (2.465) Meira

Íþróttir

26. mars 2024 | Íþróttir | 58 orð | 1 mynd

Arnar hættir eftir tímabilið

Arnar Guðjónsson hættir störfum sem þjálfari karla- og kvennaliða Stjörnunnar í körfuknattleik að þessu keppnistímabili loknu. Arnar hefur þjálfað karlalið Stjörnunnar frá árinu 2018 og hefur það þrisvar orðið bikarmeistari og tvisvar deildarmeistari undir hans stjórn Meira
26. mars 2024 | Íþróttir | 697 orð | 2 myndir

„Þú færð ekki betra dauðafæri“

„Þessi leikur leggst ágætlega í mig og þú færð ekki betra dauðafæri en þetta til þess að tryggja þér sæti í lokakeppni Evrópumótsins,“ sagði Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið Meira
26. mars 2024 | Íþróttir | 297 orð | 2 myndir

Handknattleiksmaðurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson, leikmaður Minden í…

Handknattleiksmaðurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson, leikmaður Minden í Þýskalandi, varð fyrir því óláni að slíta hásin um liðna helgi og er tímabili hans því lokið. Bjarni Ófeigur, sem samdi í síðustu viku við KA til þriggja ára og gengur til liðs… Meira
26. mars 2024 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Í fjórða sæti í endurkomunni

Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti á þríþrautarmóti í Swakopmund í Namibíu um liðna helgi. Guðlaug Edda gerði sér lítið fyrir og hafnaði í 4. sæti á mótinu þar sem syntir voru 750 metrar, hjólaðir 29 kílómetrar og hlaupnir 5 kílómetrar Meira
26. mars 2024 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Jamaíka krækti í bronsverðlaun

Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í jamaíska karlalandsliðinu í knattspyrnu unnu til bronsverðlauna í Þjóðadeild Norður- og Mið-Ameríku í fyrrinótt. Jamaíka hafði betur gegn Panama, 1:0, í leiknum um 3 Meira
26. mars 2024 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

KR staldraði stutt við í næstefstu deild

KR tryggði sér í gærkvöldi sigur í 1. deild karla í körfuknattleik í fyrsta sinn og um leið sæti í úrvalsdeild með því að leggja Ármann örugglega að velli, 90:61, í lokaumferð deildarinnar í Laugardalshöll Meira
26. mars 2024 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Valur afar auðveldlega í úrslit

Valur tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitaleik deildabikars kvenna í knattspyrnu með öruggum heimasigri á Stjörnunni, 4:0, í undanúrslitum keppninnar. Staðan í hálfleik var 2:0 eftir glæsimark frá Amöndu Andradóttur og Hailey Whitaker skoraði svo skömmu fyrir leikhlé Meira
26. mars 2024 | Íþróttir | 719 orð | 3 myndir

Yrði gríðarleg lyftistöng

Allt bendir til þess að Ísland geti teflt fram sínu sterkasta liði í leiknum mikilvæga gegn Úkraínu í kvöld, þegar þjóðirnar mætast í úrslitaleiknum um sæti í lokakeppni EM karla í fótbolta í Wroclaw í Póllandi Meira
26. mars 2024 | Íþróttir | 235 orð | 1 mynd

Það er merkilegt hvað stríðsátök hafa komið mikið við sögu hjá íslenska…

Það er merkilegt hvað stríðsátök hafa komið mikið við sögu hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og haft áhrif á möguleika þess til að komast á EM í Þýskalandi í sumar. Þegar Rússum var vísað úr keppni í Þjóðadeildinni árið 2022 í kjölfar… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.