Greinar þriðjudaginn 14. maí 2024

Fréttir

14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Allt að 80 þúsund króna sekt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu byrjaði í gær að sekta ökumenn sem enn voru með nagladekk undir bílum sínum. Sektin nemur 20 þúsund krónum á hvert dekk og getur fólk því búist við allt að 80 þúsund króna sekt ef enn eru öll fjögur dekkin negld Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 325 orð | 3 myndir

Amtmannshúsið og Hótel Akureyri

Framkvæmdir eru hafnar við uppsteypu tveggja húsa í 2. hluta hins nýja miðbæjar á Selfossi. Húsin eru reist á lóðunum að Eyravegi 3-5 sem er syðst og vestast á miðbæjarsvæðinu og eru í stíl við aðrar byggingar þar Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Atkvæðagreiðsla fer hægt af stað

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í forsetakosningum fer hægt af stað, samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Alls hafa 2.220 greitt atkvæði og af þeim atkvæðum voru 1.418 greidd á höfuðborgarsvæðinu Meira
14. maí 2024 | Erlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Booking.com undir samkeppnisreglur

Evrópusambandið hefur bætt hollenska bókunarvefnum Booking.com við lista þeirra fyrirtækja sem þurfa að gangast undir nýjar og hertar samkeppnisreglur. Reglurnar miða að því að jafna samkeppnisaðstöðu á stafrænum markaði og tryggja ríkjum… Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Brottvísun mótmælt í Keflavík

Til stóð um miðnætti að senda þrjár konur frá Nígeríu úr landi og heim til Nígeríu eftir að Útlendingastofnun hafnaði beiðni um frestun á brottvísun þeirra. Konurnar þrjár hafa dvalið á Íslandi í meira en sex ár og hefur mál þeirra vakið talsverða athygli hér á landi Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Búast má við kvikuinnskoti eða eldgosi

Öll gögn Veðurstofu Íslands benda til þess að kvikuinnskot eða eldgos sé yfirvofandi á Sundhnúkagígaröðinni. „Það er sama staða uppi og segja má að við séum í biðstöðu,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni Meira
14. maí 2024 | Erlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Deilt á ný um nafn Norður-Makedóníu

Deilur milli Grikklands og Norður-Makedóníu um nafn síðarnefnda landsins hafa blossað upp að nýju eftir að Gordana Siljanovska-Davkova, nýr forseti Norður-Makedóníu, sleppti orðinu „norður“ þegar hún sór embættiseið um síðustu helgi Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Fræsa og malbika Reykjanesbraut

Starfsmenn malbikunarverktakans Colas Ísland fræstu og malbikuðu 2,2 km langan kafla á hægri akrein til vesturs á Reykjanesbraut í gær. Var umferðarhraði tekinn niður á brautinni á meðan starfsmenn höfðu hraðar hendur Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Fullkominn dagur hjá Sóleyju

„Þetta var eiginlega fullkominn dagur,“ segir Sóley Margrét Jónsdóttir, Evrópumeistari í kraftlyftingum, eftir að hafa hreppt titilinn annað árið í röð í Lúxemborg um helgina. Hún kveðst hafa haldið með Valentynu, keppinaut sínum frá Úkraínu, þegar… Meira
14. maí 2024 | Fréttaskýringar | 654 orð | 4 myndir

Greiddu brottför um 500 hælisleitenda

Alls nam fjöldi þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd sem fengu synjun, en voru aðstoðaðir fjárhagslega við heimför, 493 manns á síðasta ári sem er mikil fjölgun frá fyrri árum. Frá árinu 2018 er fjöldinn 698 manns Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Guðni heimsótti Margréti Þórhildi

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fundaði með Margréti Þórhildi fyrrverandi drottningu Danmerkur og móður Friðriks konungs í Fredensborgarhöll í Danmörku í gær. Guðni lætur af embætti forseta í sumar Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

Jarðefnið geymt á Sævarhöfða

Reykjavíkurborg hefur fallist á að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir geymslu mengaðs jarðvegs tímabundið á lóð nr. 6-10 við Sævarhöfða. Malbikunarstöðin Höfði var um áratugaskeið með starfsemi á lóðinni, sem er skammt frá Elliðaánum Meira
14. maí 2024 | Erlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Kjarnorkuvopn koma til greina

Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar sagði í viðtali við sænska útvarpið í gær að til greina kæmi að NATO kæmi fyrir kjarnorkuvopnum í Svíþjóð ef nauðsyn krefði á stríðstímum. Kristersson sagði að lýðræðisríki í sama heimshluta og Svíþjóð yrðu … Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Kosið um mölunarverksmiðju og höfn

Samhliða komandi forsetakosningum boðar Sveitarfélagið Ölfus til íbúakosningar um aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn. Aðalskipulagsbreyting gerir ráð fyrir tillögu að iðnaðar- og hafnarsvæði… Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Kostnaður meira en 100-faldast

„Meirihluti þeirra sem sækja hér um hæli er ekki í neyð og er synjað um vernd. Þeir fá engu að síður greitt fyrir að fara aftur til síns heima, flug og sérstaka peningagreiðslu. Það er ekki eðlilegt að brottfararstyrkir geti numið allt að… Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 355 orð | 2 myndir

Krakkarnir með bros á vör eftir kóramótið

„Krakkarnir eru í skýjunum með ferðina. Ég er búin að hitta nokkur þeirra í dag og þau eru öll með sælubros á vör og glöð. Mér finnst þau hafa stækkað rosalega við þetta,“ segir Brynhildur Auðbjargardóttir, stjórnandi kórs Öldutúnsskóla Meira
14. maí 2024 | Fréttaskýringar | 469 orð | 3 myndir

Lét gervigreind búa til uppskrift að kaffi

Íslenska tæknifyrirtækið AIViking live hyggst innan fárra vikna byrja að bjóða Íslendingum upp á kaffi samkvæmt uppskrift sem gervigreind hefur búið til. Jón Eggert Guðmundsson, framkvæmdstjóri og eigandi fyrirtækisins, segir í samtali við… Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Mjófirðingar loks í vegasamband

Vegurinn um Mjóafjarðarheiði hefur verið opnaður og er fær vel útbúnum, fjórhjóladrifnum bílum. Vegurinn hefur verið lokaður síðan í fyrrahaust og Mjófirðingar hafa treyst á flóabátinn Björgvin sem siglir tvisvar í viku Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Ný landamærastefna

„Ég vonast til þess að þetta mál geti komið fram seinni partinn í júní eða byrjun júlí,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið, spurð um hvenær vænta megi tillagna um nýja stefnu í landamæramálum Meira
14. maí 2024 | Fréttaskýringar | 322 orð | 1 mynd

Rót á markhópum frambjóðenda

Talsverðar breytingar urðu á fylgi forsetaframbjóðenda í könnun Prósents fyrir Morgunblaðið, sem birt var í gær. Þær þá helstar að Halla Tómasdóttir forstjóri meira en tvöfaldaði fylgi sitt og reyndist vera með 12,5% fylgi í heildina Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Selur rafmagn á smásölumarkað

Smásölumarkaður fyrir raforku hefur tekið til starfa og seldi Landsvirkjun rúmlega 90 gígavattstundir inn á markaðinn í gær fyrir um 700 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Starfsmaður kærður fyrir fjárdrátt

Starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands er grunaður um fjárdrátt í störfum sínum innan stofnunarinnar. Sigurður H. Helgason forstjóri fyrirtækisins staðfesti þetta í samtali við mbl.is í gær. SÍ kærðu málið til lögreglu og er það á borði héraðssaksóknara Meira
14. maí 2024 | Erlendar fréttir | 660 orð | 1 mynd

Stórfellt mannfall vofir yfir

Alvarlegasti flóttamannavandi heims á sér nú stað í Afríkuríkinu Súdan. Milljónir manna eru á vergangi og um 25 milljónir, eða rúmlega helmingur þjóðarinnar, þurfa á nauðsynlegri hjálp að halda. Aðeins hefur tekist að koma hjálpargögnum til um tíunda hluta þeirra sem eru í brýnni þörf fyrir aðstoð Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 440 orð | 1 mynd

Strandveiðarnar fara vel af stað og fiskurinn fallegur

Óskar Bergsson oskar@mbl.is Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 429 orð | 2 myndir

Sundagöng koma einnig til greina

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stefnt er að því að skila umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar í haust og ef allt gengur að óskum verður hægt að bjóða verkið út 2026. Þetta segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, við Morgunblaðið. Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 570 orð | 1 mynd

Til skoðunar að opna sendiráð í Madríd

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Tillaga utanríkisráðuneytisins um að opnað verði sendiráð Íslands í Madríd á Spáni er nú til skoðunar í fjárlaganefnd í tengslum við umfjöllun um fjármálaáætlun áranna 2025-2029. Tillaga um opnun sendiráðs á Spáni hefur áður verið til umfjöllunar en ekki hlotið brautargengi. Ráðuneytið hefur nú að beiðni formanns fjárlaganefndar sent nefndinni minnisblað þar sem gerð er grein fyrir tillögunni og rök færð fyrir þörfinni á opnun sendiráðs á Spáni. Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Vatnspósturinn verður lagfærður

Tillaga um endurgerð gamla vatnspóstsins í Aðalstræti var samþykkt á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs á föstudag. Eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum lagði Stefán Pálsson, fulltrúi VG í ráðinu, tillöguna fram en afgreiðslu hennar var frestað á fundi í apríl Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Veraldlegir textar Hallgríms Péturssonar í Hvalsneskirkju

Á fyrstu tónleikum Sumartóna í Hvalsneskirkju í ár mun hljómsveitin Hvalreki takast á við nokkra veraldlega texta Hallgríms Péturssonar. Hljómsveitina skipa Kjartan Guðnason slagverksleikari, Kjartan Valdemarsson píanóleikari og Magnea Tómasdóttir Meira
14. maí 2024 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Þjóðarmorð í Súdan

Stórfellt mannfall af völdum hungursneyðar vofir yfir í Súdan og eru milljónir manna á vergangi. Alvarlegasti flóttamannavandi heims er sagður eiga sér stað í þessu Afríkuríki og þarf rúmlega helmingur þjóðarinnar nauðsynlega á hjálp að halda Meira

Ritstjórnargreinar

14. maí 2024 | Staksteinar | 207 orð | 1 mynd

Aukin útgjöld það eina sem að kemst

Viðskiptablaðið leggur í leiðara út af umsögn fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Í stuttu máli er umsögn fjármálaráðs á þá leið að staða ríkisfjármála sé með öllu ósjálfbær þó svo að staða ríkissjóðs sé enn sem komið er ágæt,“ segir Viðskiptablaðið. Meira
14. maí 2024 | Leiðarar | 582 orð

Lítil þúfa, þungt hlass

Hættuspil hefnir sín Meira

Menning

14. maí 2024 | Menningarlíf | 124 orð | 1 mynd

Dæmdur í átta ára fangelsi fyrir mótmæli

Íranski kvikmyndaleikstjórinn Mohammad Rasoulof hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar í heimalandi sínu, hýðingar, sektar og upptöku eigna. Þessu greinir AFP frá. Á vef X skrifar verjandi Rasolouf, Babak Paknia, að dómurinn hafi verið… Meira
14. maí 2024 | Menningarlíf | 932 orð | 3 myndir

Leikari í eigin martröð

Af hverju fór hann ekki fyrr til lögreglunnar? Var hann háður kvalara sínum? Meira
14. maí 2024 | Fjölmiðlar | 203 orð | 1 mynd

Ljósi varpað á „vandræðin“

Ég hef alltaf átt erfitt með að skilja hvers vegna nágrannar okkar á Norður-Írlandi bárust á banaspjót áratugum saman á síðustu öld. Hvernig auga fyrir auga-hugsunarháttur varð allsráðandi og venjulegt fólk á þessu litla landsvæði skirrðist ekki við … Meira
14. maí 2024 | Menningarlíf | 152 orð | 1 mynd

Roger Corman látinn, 98 ára að aldri

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Roger Corman, jafnan kallaður konungur B-myndanna, er látinn, 98 ára að aldri. Corman hafði mikil áhrif á bandaríska kvikmyndagerð á sínum tíma, þó svo fyrrnefnd konungstign bendi til annars Meira
14. maí 2024 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Sömu spurningarnar, aftur og aftur

Þór Vigfússon ­myndlistarmaður opnaði um helgina sýningu í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem stendur til 26. maí og er opin daglega milli klukkan 14 og 17. Sýningin ber yfirskriftina Portrett og sýnir Þór ný verk sem hann vann sérstaklega fyrir Kompuna Meira
14. maí 2024 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

Tríó Hrafnhildar flytur djass

Tríó Hrafnhildar Magneu, sem kallar sig Raven, kemur fram í Hafnartorgi Gallery á Hafnartorgi í kvöld kl. 19. Með Hrafnhildi leika ­Magnús Jóhann Ragnarsson á píanó og Snorri Örn Arnarson á kontrabassa Meira
14. maí 2024 | Menningarlíf | 739 orð | 1 mynd

Vettvangur fyrir ólíkar raddir

Daria Testo, útskriftarnemi í sýningarstjórn við Listaháskóla Íslands, er af frumbyggjaættum. Hún nýtir þann bakgrunn í nálgun sinni að sýningarstjórastarfinu og útskriftarsýningunni Ættgarði sem stendur opin í og við rafstöðina í Elliðaárdal, Elliðaárstöð, til 26 Meira

Umræðan

14. maí 2024 | Aðsent efni | 889 orð | 1 mynd

Endurhanna þarf heilbrigðisþjónustu fullorðinna

Stóra samfélagsverkefnið gengur út á að mæta þörfum og skapa rými fyrir eldra fólk innan heilbrigðisþjónustunnar. Meira
14. maí 2024 | Pistlar | 405 orð | 1 mynd

Samstaða um árangur

Fyrr í vetur náðist sá mikli árangur á íslenskum vinnumarkaði að flest aðildarfélög Alþýðusambands Íslands endurnýjuðu kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Samningarnir eru að mörgu leyti tímamótasamningar enda renna þeir styrkum stoðum undir… Meira
14. maí 2024 | Aðsent efni | 761 orð | 1 mynd

Stytting framhaldsskólans

Framhaldsskólar voru áður fyrir fáa og mörkuðu oft lok búnings undir líf og starf. Nú er vænst langs sérnáms, en tími ungmenna er dýrmætur. Meira
14. maí 2024 | Aðsent efni | 437 orð | 1 mynd

Umferðin í Reykjavík

Ýmsar spurningar vöknuðu við þessa bið í vagninum. Meira

Minningargreinar

14. maí 2024 | Minningargreinar | 2648 orð | 1 mynd

Árni Skúli Gunnarsson

Árni Skúli Gunnarsson fæddist í Reykjavík 18. janúar 1949. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala 24. apríl 2024. Árni var sonur Gunnars Kalstað Þorvarðarsonar, f. 4. maí 1913, d. 18. nóvember 1987, og Birnu Lárusdóttur, f Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2024 | Minningargreinar | 2349 orð | 1 mynd

Guðmundur Helgi Helgason

Guðmundur Helgi Helgason fæddist í Keflavík 29. júní 1961. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykjavík 22. apríl 2024. Foreldrar hans voru Guðrún Andrea Guðmundsdóttir, f. 27. janúar 1933, d. 17 Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2024 | Minningargreinar | 1169 orð | 1 mynd

Herdís Eiríksdóttir

Herdís Eiríksdóttir fæddist á Eyri við Ingólfsfjörð 23. nóvember 1943. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 28. apríl 2024. Foreldrar hennar voru Eiríkur Engilbert Eiríksson, f. 13. júlí 1906, d. 1970, og Ásthildur Kristín Jónatansdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2024 | Minningargreinar | 2787 orð | 1 mynd

Hjörvar Garðarsson

Hjörvar Garð­­arsson húsgagnasmíðameistari fæddist á Patreksfirði 30. júní 1943. Hann lést á Hrafnistu 3. maí 2024. Foreldrar hans voru Garðar Jó­hanns­­son, verkstjóri hjá garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar, f Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2024 | Minningargreinar | 2853 orð | 1 mynd

Hrönn Elísabet Pálsdóttir

Hrönn Elísabet Pálsdóttir fæddist í Hjarðarhaga á Jökuldal 26. janúar 1953. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 26. apríl 2024 eftir erfið veikindi. Hún var dóttir hjónanna Páls Þorvaldssonar Hjarðar, f Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2024 | Minningargreinar | 1153 orð | 1 mynd

Ingibjörg Lovísa Magnúsdóttir

Ingibjörg Lovísa Magnúsdóttir fæddist 26. ágúst 1954. Hún lést 4. maí 2024. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Lovísa Guðmundsdóttir, f. 1.8. 1923, d. 16.1. 1991, og Magnús Stephensen Daníelsson, f. 8.4 Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. maí 2024 | Viðskiptafréttir | 116 orð | 1 mynd

Ljúka kaupum á Hertz á Íslandi

Gengið hefur verið frá kaupum Eggs eignarhaldsfélags á Bílaleigu Flugleiða, sérleyfishafa Hertz á Íslandi. Tilkynnt var um kaupin í október sl. en þá með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og Hertz International, sem nú hafa samþykkt kaupin Meira
14. maí 2024 | Viðskiptafréttir | 267 orð | 1 mynd

Til stendur að selja 13 milljarða króna

Til stendur að selja tæplega 42% hlut í Íslandshótelum fyrir um 12,9 milljarða króna, í hlutafjárútboði sem hefst í dag. Félagið verður í framhaldinu skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar. Til stendur að selja rúmlega 257 milljónir hluta, eða sem samsvarar 41,7% af útgefnu hlutafé Íslandshótela Meira

Fastir þættir

14. maí 2024 | Í dag | 803 orð | 1 mynd

Kalli á Mími er elsti karl Íslands

Karl Kristján Sigurðsson fæddist 14. maí 1918 á Ísafirði í húsinu Rómaborg, en ólst upp í Hnífsdal frá eins árs aldri og bjó þar lengst af. Karl er langelstur allra karla á Íslandi og næstelsti Íslendingurinn, en aðeins Þórhildur Magnúsdóttir er eldri en hann, en hún varð 106 ára 22 Meira
14. maí 2024 | Í dag | 176 orð

Misheppnuð svíning. V-Allir

Norður ♠ ÁD4 ♥ Á1062 ♦ K83 ♣ Á42 Vestur ♠ KG10952 ♥ D3 ♦ DG9 ♣ 85 Austur ♠ 86 ♥ 54 ♦ Á10765 ♣ DG109 Suður ♠ 73 ♥ KG987 ♦ 42 ♣ K763 Suður spilar 4♥ Meira
14. maí 2024 | Í dag | 169 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. b4 a5 10. bxa5 Re8 11. a4 c5 12. Bd2 f5 13. Ha3 h6 14. exf5 gxf5 15. Dc1 Rg6 16. Bxh6 Rf6 17. Dg5 Bxh6 18. Dxg6+ Bg7 19 Meira
14. maí 2024 | Í dag | 259 orð

Syndin þjáir alla

Minn gamli skólabróðir og vinur Hjörtur Pálsson skáld hringdi í mig á föstudag og kenndi mér stöku: Óðum nálgast ögurstund Ísland hennar bíður. Ég mun kjósa Höllu Hrund hvað sem öðru líður. Limran Skankar eftir Pétur Stefánsson: Lífið er basl fyrir blanka Meira
14. maí 2024 | Dagbók | 82 orð | 1 mynd

Umræða um Ozempic áberandi

Notkun sykursýkilyfsins Ozempic hefur verið áberandi í umræðunni fyrir þá sem vilja takast á við ofþyngd. Þetta kom fram í síðdegisþættinum Skemmtilegu leiðinni heim. Þau heyrðu í Erlu Gerði Sveinsdóttur lækni, sem hefur sérhæft sig í meðferðum við… Meira
14. maí 2024 | Í dag | 54 orð

Upplegg er forsenda eða útgangspunktur. „Uppleggið var að mæta…

Upplegg er forsenda eða útgangspunktur. „Uppleggið var að mæta grimmar og kröftugar en ekki að vera komnar undir eftir eina mínútu“ – úr knattspyrnuleik Meira
14. maí 2024 | Í dag | 281 orð | 1 mynd

Úlfar Finnbjörnsson

60 ára Úlfar fæddist í Reykjavík en ólst upp í Garðabænum. „Ég er í nautsmerkinu og held með Stjörnunni,“ segir Úlfar hress og segir að svona hafi hann alltaf kynnt sig í veiðihúsunum í gamla daga. Það þarf vart að kynna Úlfar, en hann er þekktur… Meira

Íþróttir

14. maí 2024 | Íþróttir | 249 orð | 1 mynd

Bandaríski varnarmaðurinn Kyle McLagan hefur slegið í gegn með Frömurum í…

Bandaríski varnarmaðurinn Kyle McLagan hefur slegið í gegn með Frömurum í Bestu deild karla í fótbolta. Endurkoma hans í raðir þeirra bláklæddu eftir tvö ár í Víkingi hefur haft ansi góð áhrif á varnarleik Fram sem áður lak inn mörkum í stórum stíl en er nú einn sá besti í deildinni Meira
14. maí 2024 | Íþróttir | 408 orð | 2 myndir

„Stolt af sjálfri mér“

Sóley Margrét Jónsdóttir tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í kraftlyftingum með búnaði í +84 kg flokki á sunnudaginn en mótið fór fram í Lúxemborg. Þetta er annað árið í röð sem Sóley Margrét verður Evrópumeistari í þessum þyngdarflokki Meira
14. maí 2024 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Einar hættur með kvennaliðið

Handknattleiksþjálfarinn Einar Jónsson er hættur þjálfun kvennaliðs Fram í handbolta en hann mun halda áfram að þjálfa karlaliðið. Handbolti.is greindi frá í gær. Einar stýrði kvennaliðinu í eitt ár er hann tók við starfinu af Stefáni Arnarsyni sem skipti yfir í Hauka Meira
14. maí 2024 | Íþróttir | 355 orð | 2 myndir

Keflavík í úrslit eftir mikla spennu

Keflavík tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta með sigri á Stjörnunni, 81:76, í oddaleik í undanúrslitum í Keflavík. Deildar- og bikarmeistararnir unnu einvígið 3:2 og mæta Njarðvíkingum í úrslitum í Suðurnesjaslag um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn Meira
14. maí 2024 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Óskar hættur með Þórsara

Körfuknattleiksþjálfarinn Óskar Þór Þorsteinsson er hættur þjálfun karlaliðs Þórs frá Akureyri. Óskar tók við Þór fyrir tveimur árum, þá aðeins 25 ára. Undir hans stjórn endaði Þór í fimmta sæti í 1 Meira
14. maí 2024 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd

Óvæntur sigur nýliðanna úr Breiðholti

ÍR gerði sér lítið fyrir og vann ÍBV á heimavelli í 1. deild kvenna í fótbolta í gærkvöldi, 2:0, í 2. umferðinni. ÍR vann 2. deildina en ÍBV féll úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð. Berta Sóley Sigtryggsdóttir kom ÍR yfir strax í upphafi seinni… Meira
14. maí 2024 | Íþróttir | 296 orð | 1 mynd

Patrick var bestur í sjöttu umferðinni

Patrick Pedersen, danski framherjinn hjá Val, var besti leikmaður 6. umferðar Bestu deildar karla að mati Morgunblaðsins. Patrick lék mjög vel og skoraði tvö mörk þegar Valsmenn sigruðu KA 3:1 á Hlíðarenda á laugardaginn en hann fékk tvö M hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína Meira
14. maí 2024 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Sex marka jafntefli á Villa Park

Aston Villa og Liverpool skildu jöfn, 3:3, í stórskemmtilegum leik í 37. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Villa Park í gærkvöldi. Leikurinn byrjaði með látum því Emiliano Martínez í marki Villa skoraði slysalegt sjálfsmark strax á 2 Meira
14. maí 2024 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Skórnir á hilluna

Körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur lagt skóna á hilluna eftir farsælan feril, en miðherjinn er 35 ára gamall. Hann lék með Vestra í 2. deildinni á síðustu leiktíð. Sigurður Gunnar var sjö sinnum í úrvalsliði í efstu deild á… Meira
14. maí 2024 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Sævar og Andri í liði umferðarinnar

Þeir Sævar Atli Magnússon og Andri Lucas Guðjohnsen eru báðir í liði 29. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Sævar Atli skoraði eitt mark og lagði upp annað og Andri Lucas var einnig á skotskónum er Lyngby hafði betur gegn OB, 2:1, á föstudagskvöld Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.