Greinar föstudaginn 17. maí 2024

Fréttir

17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 253 orð

14 til 17 milljarða kr. tap vegna skerðinga

Stjórnendur fyrirtækja í orkusæknum iðnaði telja að 14 til 17 milljarða króna útflutningstekjur þjóðarbúsins hafi tapast á fyrstu mánuðum ársins vegna raforkuskerðingar Landsvirkjunar. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins Meira
17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

„Trúlega rákumst við saman“

„Þetta gerðist allt í einu og mér að óvörum. Raunar átta ég mig ekki á því hvernig atburðarásin nákvæmlega var,“ segir Þorvaldur Árnason sjómaður og lyfjafræðingur. Hann var á strandveiðibátnum Höddu HF 52 sem hvolfdi út af Garðskaga í fyrrinótt Meira
17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 410 orð | 2 myndir

Aðstaðan við lónið „ekki boðleg“

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er mikil uppsöfnuð þörf á innviðauppbyggingu við Jökulsárlón. Aðstaðan er ekki boðleg fyrir þann fjölda ferðamanna sem þangað kemur,“ segir Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri í Hornafirði. Meira
17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Baldur efsti „varaforseti“

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur er sá sem flestir nefna sem annað val í forsetakjöri. Í vikulegri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið var að venju spurt um hvern menn vildu kjósa sem forseta, en að þessu sinni var síðan spurt hvern menn vildu… Meira
17. maí 2024 | Erlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Fico sagður úr lífshættu en ástand hans alvarlegt

Saksóknarar í Slóvakíu ákærðu í gær Juraj Cintula, 71 árs gamlan rithöfund, fyrir banatilræðið við forsætisráðherrann Robert Fico í fyrradag. Cintula var handtekinn á staðnum, en hann mun hafa skotið Fico fimm sinnum af stuttu færi Meira
17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 453 orð | 1 mynd

Fordæmir leyndarhyggju í skólamálum

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Þessi mikli viðsnúningur í málinu og leyndin sem hefur ríkt um vinnuna að stefnubreytingunni vekur spurningar um hvort það hafi alltaf verið ætlunin að byggja unglingaskóla í Laugardalnum, þrátt fyrir mótmæli íbúa,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hún á jafnframt sæti í skóla- og frístundaráði borgarinnar. Meira
17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Forræði málsins er hjá þingnefndinni

„Forræði yfir málum af þessu tagi liggur hjá allsherjar- og menntamálanefnd og ef það er ágreiningur um málsmeðferð þar, þá getur hann komið til úrskurðar hjá forseta Alþingis, en þetta mál er ekki á því stigi enn þá,“ segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis í samtali við Morgunblaðið Meira
17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Garðar BA 64 einn sá vinsælasti á Vestfjörðum

Valgerður Laufey Guðmundsdóttir vally@mbl.is Ferðamannasumarið 2024 er hafið og undanfarin ár hefur verið mikil aðsókn að Garðari BA 64, elsta stálskipi Íslands. Íbúar hafa lýst áhyggjum af ástandi skipsins eins og það er í dag. Það sér mikið á því og það er orðið mjög illa farið. Skipið er gegnumryðgað og götótt. Áhyggjur íbúa snúa að því að það verði slys og að slysahætta hafi aukist verulega vegna ástandsins skipsins. Meira
17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Gert er við hina gotnesku kirkju

Þar sem gnæfir hin gotneska kirkja ganga skáldin og yrkja, sagði borgarskáldið Tómas Guðmundsson sem kvað ekkert fegurra en vorkvöld í Vesturbænum í Reykjavík. Hin gotneska bygging sem hann vísaði til er kaþólska dómkirkjan í Landakoti sem vígð var árið 1929 Meira
17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 424 orð | 1 mynd

Greiddu ekki atkvæði um ný útlendingalög

Alþingi tókst ekki að koma sér saman um nýtt útlendingafrumvarp í gærkvöldi og var atkvæðagreiðslu um það frestað um kl. 22. Þingmenn ræddu lengi um nefndarálit allsherjar- og menntamálanefndar þar sem kveðið er á um undantekningar frá strangari reglum um dvalarleyfi og fjölskyldusameiningar Meira
17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 826 orð | 2 myndir

Hugsjónafélag mannúðarstarfs

„Þessi mannúðarhreyfing á sér langa sögu og merkilega og sinnir mikilvægum verkefnum. Starfið hefur í heila öld miðast við að bæta samfélagið og aðstoða þá sem á því þurfa að halda. Þannig hefur þetta verið frá upphafi og hugsjónin er einstök,“ segir Kristín S Meira
17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Jón Ingi fagnar 90 ára afmæli sínu með stórri málverkasýningu

Jón Ingi Sigurmundsson opnar málverkasýningu í tilefni af 90 ára afmæli sínu í Byggðasafni Árnesinga (Alpan-húsi) á Eyrarbakka á morgun, laugardaginn 18. maí, klukkan 14. Á sýningunni eru olíu- og vatnslitamyndir og mun hún standa yfir til 2 Meira
17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 344 orð | 2 myndir

Kláraði hálfan járnkarl á undir fimm tímum

Hjördís Ýr Ólafsdóttir, 41 árs þríþrautarkona, bætti nýverið eigið Íslandsmet í hálfum járnkarli í keppni í Feneyjum á Ítalíu. Hún kom í mark á 4 klukkustundum 55 mínútum og 27 sekúndum. Fyrra Íslandsmetið setti hún í Samorin í Slóvakíu árið 2017 og … Meira
17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 394 orð | 1 mynd

Lögmenn vísa umsóknum hælisleitenda til Alþingis

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Forsætisnefnd Alþingis verður falið að útbúa vinnureglur um málsmeðferð við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt sem Alþingi veitir og skulu reglurnar tilgreina þau atriði sem höfð verði til hliðsjónar þegar Alþingi fjallar um slíkar umsóknir. Svo segir í þingsályktunartillögu sem Birgir Þórarinsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins undirbýr að leggja fram á þingi. Meira
17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 586 orð | 2 myndir

Mikið tap vegna skerðinga á raforku

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Talið er að á fyrstu mánuðum þessa árs hafi tapast 14 til 17 milljarða króna útflutningstekjur vegna skerðingar Landsvirkjunar á raforku. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins sem byggð er á mati stjórnenda fyrirtækja í orkusæknum iðnaði. Þeir telja að á bilinu 14 til 17 milljarða útflutningstekjur þjóðarbúsins hafi tapast á þessum tíma vegna raforkuskerðinganna en slakur vatnsbúskapur leiddi til þess að Landsvirkjun gat ekki framleitt nægilega raforku, eins og fram hefur komið. Meira
17. maí 2024 | Fréttaskýringar | 486 orð | 2 myndir

Nefna Baldur oftast sem annað val

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Baldur Þórhallsson kann að hafa lækkað jafnt og þétt í fylgiskönnunum, en hann ber hins vegar höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur þegar leitað er svara við því hvern menn vildu næsthelst kjósa ef „þeirra frambjóðandi“ væri ekki í kjöri. Meira
17. maí 2024 | Erlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Óhefðbundið og umtalað

Fyrsta opinbera málverkið af Karli 3. Bretakonungi hefur verið tekið til sýningar í Philip Mould-gallerínu í miðborg Lundúna, en það var afhjúpað á þriðjudaginn. Málverkið, sem breski listamaðurinn Jonathan Yeo gerði, hefur vakið mikla athygli, en… Meira
17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Rík krafa um jöfnun launa

Kjaraviðræður stéttarfélaga kennara innan Kennarasambands Íslands eru komnar í gang. Leggja kennarar m.a. ríka áherslu á að staðið verði við að leiðrétta launamun á milli opinbera markaðarins og hins almenna, sem er hluti samkomulagsins sem gert var … Meira
17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Tveir í gæsluvarðhaldi í nótt

Skipstjóri og stýrimaður af flutningaskipinu Longdawn voru vistaðir í fangageymslu í Vestmannaeyjum í nótt grunaðir um að hafa yfirgefið mann í skipsháska í fyrrinótt. Mannbjörg varð þegar strandveiðibáturinn Hadda HF sökk norður af Garðskaga Meira
17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Tvær framlengingar í fyrsta leik

Keflavík sigraði Njarðvík, 94:91, í tvíframlengdum fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik sem fram fór í Keflavík í gærkvöld. Liðin leika áfram á þriggja daga fresti þar til úrslitin ráðast en þrjá sigra þarf til að verða Íslandsmeistari Meira
17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Tæplega 80 tilfelli kíghósta hér

„Við vitum að þetta eru ekki öll tilfellin. Þó að kíghósti sé tilkynningarskyldur og rannsóknarstofur og læknar eigi að tilkynna hann til okkar samkvæmt lögum þá vitum við að varðandi kíghóstann er því ekki hundrað prósent skilað,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir Meira
17. maí 2024 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Valskonur Íslandsmeistarar í nítjánda skipti

Valur varð í gærkvöld Íslandsmeistari kvenna í handknattleik með því að sigra Hauka á Hlíðarenda, 28:25, í þriðja úrslitaleik liðanna. Valskonur urðu þar með meistarar annað árið í röð og í nítjánda skipti alls en þær höfðu umtalsverða yfirburði á… Meira
17. maí 2024 | Fréttaskýringar | 532 orð | 2 myndir

Vantar alltaf meiri peninga í viðhaldið

Það er uppsöfnuð viðhaldsþörf og okkur vantar alltaf meiri peninga í viðhaldið. Við erum tveimur árum á eftir áætlun í viðhaldi á öllum svæðum og náum ekki alltaf að laga fljótt það sem þarf að laga,“ segir Kristinn Lind Guðmundsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni Meira
17. maí 2024 | Erlendar fréttir | 515 orð | 1 mynd

Vilja standa þétt saman í alþjóðamálum

Xi Jinping Kínaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti sögðu í gær að hið nána samband ríkja þeirra „stuðlaði að friði“ í veröldinni, en Pútín hélt í opinbera heimsókn til Peking í gær Meira

Ritstjórnargreinar

17. maí 2024 | Leiðarar | 163 orð

Arfleifð Bidens

Niðurlæging Bandaríkjanna Meira
17. maí 2024 | Staksteinar | 186 orð | 2 myndir

Krónurnar sem skila sér margfalt

Fyrir skattgreiðendur áttu sér stað fróðleg orðaskipti á þingi í gær. Þar spurði þingmaður Samfylkingar, Þórunn Sveinbjarnardóttir, innviðaráðherra Vinstri grænna, Svandísi Svavarsdóttur, út í uppfærslu samgöngusáttmálans svokallaða. Meira
17. maí 2024 | Leiðarar | 435 orð

Veiting ­ríkisborgararéttar

Íslenskum ríkisborgararétti á ekki að deila út að lítt athuguðu máli Meira

Menning

17. maí 2024 | Fjölmiðlar | 209 orð | 1 mynd

Lofthræðsla er ekki góð söluvara

Eflaust eru allir komnir með upp í kok af Eurovision þetta árið en hér verður komið inn á eitt atriði sem ekkert hefur verið til umræðu. Við erum að tala um lofthræðslu. Ljósvaki glímir við lofthræðslu og fer t.d Meira
17. maí 2024 | Menningarlíf | 179 orð | 1 mynd

Reeves, Dunst og Brühl í mynd Östlunds

Leikararnir Keanu Reeves, Kirsten Dunst og Daniel Brühl fara með helstu hlutverk í næstu kvikmynd sænska leikstjórans Rubens Östlunds, að því er segir í frétt á vef Deadline. Kvikmyndin mun bera titilinn The Entertainment System Is Down, eða… Meira
17. maí 2024 | Menningarlíf | 99 orð | 1 mynd

Rickie Lee Jones í Eldborg í september

Bandaríska tónlistarkonan Rickie Lee Jones heldur tónleika í Hörpu 1. september. Í tilkynningu frá Senu Live, sem stendur fyrir tónleikunum, segir að Jones hafi veitt „popp, rokk, R&B og soul tónlistarfólki innblástur um… Meira
17. maí 2024 | Menningarlíf | 844 orð | 2 myndir

Saknaðarilmur hlýtur átta

Saknaðarilmur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur, byggt á bókum Elísabetar Jökulsdóttur í leikstjórn Björns Thors og sviðsetningu Þjóðleikhússins, hlýtur flestar tilnefningar til Grímunnar, Íslensku sviðslistaverðlaunanna, í ár eða átta talsins Meira
17. maí 2024 | Menningarlíf | 1034 orð | 1 mynd

Skrifin gengu eins og í sögu

„Þetta kom mér mjög á óvart. Ég hafði einu sinni áður sent inn handrit og fengið nei þannig að þegar ég fékk póstinn í febrúar var ég eiginlega að búast við því að það væri sami póstur og einhverjum árum áður þar sem mér yrði tilkynnt að… Meira

Umræðan

17. maí 2024 | Aðsent efni | 582 orð | 1 mynd

Af hverju ættum við að kjósa Arnar Þór til forseta?

Arnar Þór mun tryggja þjóðaratkvæði um afdrifarík og umdeild mál og fela þjóðinni sjálfri að ákveða framtíð sína. Það er eflaust það sem þjóðin vill. Meira
17. maí 2024 | Aðsent efni | 682 orð | 1 mynd

Hvernig forseta þurfum við nú?

Sjálfsákvörðunarrétturinn er smátt og smátt, í örlitlum skrefum, tekinn frá þjóðinni, án þess að þorri alþingismanna virðist veita því athygli. Meira
17. maí 2024 | Aðsent efni | 530 orð | 1 mynd

Nei og aftur nei!

Vandið val á forseta, veljið þann sem vill vernda og passa upp á gullin okkar og þannig forseta ætla ég að kjósa. Meira
17. maí 2024 | Aðsent efni | 957 orð | 1 mynd

Peningastefna og að graðga í sig

Ákvarðanir peningastefnunefndar ná aðeins að óverulegu leyti til íslensks atvinnulífs nema „langlánanefnd“ verði vakin til lífs að nýju. Meira
17. maí 2024 | Aðsent efni | 276 orð | 1 mynd

Rottur í rafmagninu

Rottufaraldurinn versnar bara með hverjum orkupakkanum, þar til við vöknum, fáum forseta sem hefur kjark til að hjálpa okkur að stöðva hann. Meira
17. maí 2024 | Pistlar | 382 orð | 1 mynd

Það þarf nýja heildarlöggjöf í útlendingamálum

Frumvarp um breytingu á útlendingalögum var tekið til annarrar umræðu á Alþingi í gær, fimmtudag. Málið er til bóta, miðað við núverandi regluverk, en nokkrar tennur voru þó dregnar úr því með breytingum á frumvarpinu frá því að málið var kynnt í… Meira

Minningargreinar

17. maí 2024 | Minningargreinar | 3840 orð | 1 mynd

Bjarni Lárusson

Bjarni Lárusson fæddist á Akranesi 3. febrúar 1960. Hann lést 8. maí 2024 á Landspítalanum eftir stutta og erfiða baráttu við illvígt lungnakrabbamein. Foreldrar hans voru Lárus Árnason, málarameistari frá Akranesi, og Þórunn Bjarnadóttir, kennari frá Vigur í Ísafjarðardjúpi Meira  Kaupa minningabók
17. maí 2024 | Minningargreinar | 458 orð | 1 mynd

Eva Björg Halldórsdóttir

Eva Björg Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 24. febrúar 2001. Hún lést af slysförum í Eyjafirði 24. apríl 2024. Eva Björg er dóttir Vilborgar Þórarinsdóttur, f. 8. janúar 1969, og Halldórs Inga Róbertssonar, f Meira  Kaupa minningabók
17. maí 2024 | Minningargreinar | 2043 orð | 1 mynd

Gunnar Gunnarsson

Ólsarinn Gunnar Gunnarsson fæddist 21. apríl 1940. Hann lést 6. maí 2024. Foreldrar Gunnars voru Jóna Skaftadóttir og Gunnar Valgeirsson. Gunnar ólst upp í Reykjavík og fluttist til Ólafsvíkur um tvítugt Meira  Kaupa minningabók
17. maí 2024 | Minningargreinar | 1685 orð | 1 mynd

Halldóra Salóme Guðnadóttir

Halldóra Salóme fæddist í Reykjavík 2. desember 1940. Hún lést á heimili sínu 4. maí 2024. Foreldrar hennar voru Guðni Jón Guðbjartsson vélstjóri frá Ingjaldsandi, f. 29.6. 1916, d. 20.10. 2004, og Ragnheiður Guðmundsdóttir frá Næfranesi í Dýrafirði, f Meira  Kaupa minningabók
17. maí 2024 | Minningargreinar | 198 orð | 1 mynd

Haukur Morthens

Ég undirritaður Jón Kr. Ólafsson söng með hljómsveitinni Facon á Bíldudal frá 1962-1969 og við gerðum plötu sem SG-hljómplötur sáu um að gefa út. Þegar þessum ferli lauk kom upp sú staða að ég var ekki að syngja í nokkurn tíma og það varð til þess… Meira  Kaupa minningabók
17. maí 2024 | Minningargreinar | 3071 orð | 1 mynd

Hrannar Daði Þórðarson

Hrannar Daði Þórðarson fæddist á Landspítalanum 1. febrúar 2006. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 2. maí 2024. Foreldrar Hrannars Daða eru Eyrún María Rúnarsdóttir, f. 29. maí 1972, lektor við Háskóla Íslands, og Þórður Heiðar Þórarinsson, f Meira  Kaupa minningabók
17. maí 2024 | Minningargreinar | 1276 orð | 1 mynd

Ólöf Sigurjónsdóttir

Ólöf Sigurjónsdóttir fæddist á Laugavegi 43 í Reykjavík 4. febrúar 1931. Hún lést á Hrafnistu í Laugarási 11. maí 2024. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 1893, d. 1987, frá Seljavöllum í Austur-Eyjafjallasveit, og Sigurjón Jónsson úrsmiður, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

17. maí 2024 | Viðskiptafréttir | 422 orð | 1 mynd

„Ákváðum að stytta okkur ekki leið“

Bill Barton, sem var forstjóri gleraugnafyrirtækisins Oliver Peoples (sem síðar var selt til Oakley) og stofnandi gleraugnafyrirtækisins Barton Perreira, var staddur hér á landi á dögunum. Barton og teymi hans heimsóttu meðal annars… Meira
17. maí 2024 | Viðskiptafréttir | 234 orð | 1 mynd

Greiða 8% yfir markaðsvirði

Hluthafar í Marel fá 538 kr. á hvern hlut kjósi þeir að ganga að yfirtöku­tilboði bandaríska matvælaframleiðandans John Bean Technologies Corporation (JBT) í allt hlutafé Marels. Gengi bréfa í Marel var við lok markaða í gær 500 kr Meira
17. maí 2024 | Viðskiptafréttir | 163 orð

Spá óbreyttri verðbólgu í maí

Spár hagfræðideildar Landsbankans gera ráð fyrir að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,38% á milli apríl og maí og ársverðbólga haldist nær óbreytt í 6% út sumarið. Húsnæðiskostnaður og flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif á vísitöluna, en hvort í sína áttina Meira

Fastir þættir

17. maí 2024 | Í dag | 173 orð

Grísaslemma. N-Allir

Norður ♠ Á643 ♥ K932 ♦ Á8 ♣ 743 Vestur ♠ G10972 ♥ 6 ♦ 753 ♣ K865 Austur ♠ D8 ♥ 1085 ♦ D109642 ♣ DG Suður ♠ K5 ♥ ÁDG73 ♦ KG ♣ Á1093 Suður spilar 6♥ Meira
17. maí 2024 | Í dag | 32 orð | 1 mynd

Reykjavík Arnóra Líf fæddist laugardaginn 4. nóvember 2023 kl. 03.32 á…

Reykjavík Arnóra Líf fæddist laugardaginn 4. nóvember 2023 kl. 03.32 á Landspítalanum. Hún vó 3.400 g og var 47 cm löng. Foreldrar hennar eru Saga Líf Friðriksdóttir og Oddný Rósa Ásgeirsdóttir. Meira
17. maí 2024 | Í dag | 818 orð | 2 myndir

Réttindabarátta er rauði þráðurinn

Hrafnhildur Gunnarsdóttir fæddist á hvítasunnudagsmorgun 17. maí 1964 á fæðingarheimilinu á Eiríksgötu í Reykjavík. „Foreldrar mínir bjuggu í Hörgshlíð áður en ég fæddist og ég var þar alveg þar til ég fór til náms 1985.“ Hún segir að… Meira
17. maí 2024 | Í dag | 143 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp í opnum flokki á Evrópumeistaramóti landsliða í öldungaflokki (50+) sem lauk í fyrradag í Terme Catez í Slóveníu. Stórmeistarinn Margeir Pétursson (2.407) hafði svart gegn enska alþjóðlega meistaranum Chris Beaumont (2.191) Meira
17. maí 2024 | Í dag | 253 orð

Sunnlenska linmælið

Ingólfur Ómar sendi mér góðan póst, – honum datt í hug að lauma að mér einni vísu og þarfnast hún ekki skýringar. Villu hreppt en varist neyð velsæld frá mér hrundið. Rambað oft á rangri leið en rétta veginn fundið Meira
17. maí 2024 | Dagbók | 82 orð | 1 mynd

Taka íþróttina allt of alvarlega

„Það hefur verið rosalega mikið fjör í Básum í Grafarholti til dæmis, smekkfullt í góða veðrinu. Golfhermar hafa verið fullir síðan um áramót, mikil iðkun og gleði. Svo hafa þúsundir Íslendinga farið til heitari landa að æfa sig fyrir… Meira
17. maí 2024 | Í dag | 63 orð

Þá sjaldan maður man eitthvað getur maður til dæmis sagt að mann rámi í…

Þá sjaldan maður man eitthvað getur maður til dæmis sagt að mann rámi í það, ef það er óljóst, en að það sé manni í fersku minni, sé maður viss Meira
17. maí 2024 | Í dag | 187 orð | 1 mynd

Þóra Karen Ágústsdóttir

30 ára Þóra fæddist í Reykjavík en ólst upp á Sauðárkróki. „Það var yndislegt að vera á Króknum og ég lauk bæði við grunnskóla og menntaskóla þar. Skagafjörðurinn er náttúrulega fallegasti fjörður heims.“ Þóra lærði tækniteiknun og fór… Meira
17. maí 2024 | Dagbók | 28 orð | 1 mynd

Þriðji leikhluti hafinn í forsetakjöri

Kosningabaráttan fyrir forsetakjör er að færast á annað svið enda styttist í kosningar. Stjórnmálafræðingarnir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Hjörtur J. Guðmundsson ræða hvernig gangi og hvert leið liggi. Meira

Íþróttir

17. maí 2024 | Íþróttir | 99 orð

Breiðablik aftur í toppsætið en Þróttur í vandræðum við botninn

Breiðablik komst upp fyrir Val á ný á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta í fyrrakvöld með því að sigra Fylki í Árbænum, 2:0. Liðin eru bæði með 15 stig eftir fimm umferðir og mætast einmitt á Kópavogsvelli í sjöttu umferðinni næsta föstudagskvöld, 24 Meira
17. maí 2024 | Íþróttir | 305 orð | 1 mynd

Esther Rós best í fimmtu umferðinni

Esther Rós Arnarsdóttir, framherji Stjörnunnar, var besti leikmaðurinn í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Esther var í lykilhlutverki í sóknarleik Garðabæjarliðsins sem fór hamförum á fyrstu 16 mínútum leiksins gegn FH og var komið í 4:1 eftir þann kafla Meira
17. maí 2024 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Haukar fá liðsauka frá Þór

Belgíska körfuknattleikskonan Lore Devos, sem var í stóru hlutverki hjá nýliðum Þórs á Akureyri í úrvalsdeild kvenna í vetur, hefur samið við Hauka um að leika með þeim á næsta timabili. Lore, sem er 25 ára gömul og leikur sem framherji, skoraði… Meira
17. maí 2024 | Íþróttir | 109 orð | 1 mynd

Hákon Arnar Haraldsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í liði…

Hákon Arnar Haraldsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í liði umferðarinnar í frönsku 1. deildinni hjá íþróttablaðinu L’Equipe eftir góða frammistöðu í útisigri Lille á Nantes, 2:1, um síðustu helgi Meira
17. maí 2024 | Íþróttir | 381 orð | 1 mynd

Háspenna í fyrsta úrslitaleiknum

Úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitil kvenna hófst í gærkvöld með sannkölluðum spennutrylli í Keflavík þegar heimakonur náðu að knýja fram sigur á nágrönnum sínum úr Njarðvík, 94:91, eftir tvær framlengingar í fyrsta úrslitaleik liðanna Meira
17. maí 2024 | Íþróttir | 165 orð | 1 mynd

Keflavík skellti ÍA

Fyrstudeildarlið Keflavíkur er komið í átta liða úrslit bikarkeppni karla í fótbolta ásamt Víkingi, Stjörnunni og Fylki eftir sigra í gærkvöld. Keflvíkingar lögðu Bestudeildarlið ÍA, 3:1, þar sem Hinrik Harðarson skoraði fyrst fyrir ÍA en Sami Kamel … Meira
17. maí 2024 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Óskabyrjun hjá Schauffele

Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele átti óskabyrjun á PGA-meistaramótinu í golfi í gær þegar hann setti vallarmet á Valhalla-vellinum í Kentucky á fyrsta hringnum. Schauffele lék hringinn á 62 höggum, níu höggum undir pari og jafnaði líka met á einum hring á stórmóti Meira
17. maí 2024 | Íþróttir | 264 orð | 2 myndir

Valur er Íslandsmeistari

Valskonur urðu í gærkvöld Íslandsmeistarar í nítjánda skipti og annað árið í röð þegar þær sigruðu Hauka í þriðja úrslitaleik liðanna á Hlíðarenda, 28:25. Þær unnu einvígið 3:0 en Valur vann fyrsta leikinn 28:27 og annan leikinn á Ásvöllum 30:22 Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.