Greinar föstudaginn 7. júní 2024

Fréttir

7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Allt að 100 þús.kr. munur á leigunni

Mikill munur getur verið á leiguverði sambærilegra íbúða eftir tegund leigusala, að því er fram kemur í greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á gögnum í leiguskrá, sem geymir alla rafræna leigusamninga Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Athöfn sem hreinsi bæði hug og líkama

Egill Aaron Ægisson egillaaron@mbl.is „Það sem þetta gerir er að það valdeflir einstaklingana á mjög öflugan hátt og býr til tengingar, bæði við sjálfan sig og aðra sem erfitt er að ná í á gólfinu í samtalsmeðferð,“ segir Þorlákur Kristinsson, betur þekktur sem Tolli, um svitahofsathöfn sem boðið var upp á fyrir fangana á Sogni í Ölfusi síðastliðinn miðvikudag. Meira
7. júní 2024 | Erlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Besta veit- ingahúsið í Barselóna

Besta veitingahús heims heitir Disfrutar og er í Barselóna á Spáni, samkvæmt niðurstöðu breska tímaritsins Restaurant, sem birtir árlega lista yfir 50 bestu veitingahúsin. Disfrutar, sem þýðir Njótið á íslensku, var opnað í desember 2014 Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 338 orð | 2 myndir

Bjarni leiðir göngu á Miðfellið

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra verður meðal þátttakenda í lýðveldisgöngu á Miðfell í Þingvallasveit næstkomandi laugardag. Gönguferð þessi er meðal viðburða sem efnt er til nú í tilefni af 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins 17 Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Böndum komið á kakkalakkana

Búið er að ná tökum á útbreiðslu kakkalakka sem uppgötvuðust á nýrnadeild Landspítalans fyrr í vikunni. Guðmundur Þór Sigurðsson, deildarstjóri fasteigna á Landspítalanum, segir skorkvikindi og aðrar meinsemdir berast af og til inn á deildir… Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Fangar á Sogni svitnuðu í athöfn með Tolla

Boðið var upp á svitahofsathöfn fyrir fanga á Sogni síðasta miðvikudag. Þorlákur Kristinsson, Tolli, segir að slík athöfn hafi einnig farið fram á Kvíabryggju síðasta haust með frábærum árangri. Um sé að ræða kraftmikla athöfn sem hreinsi hug og… Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Fáir mættu á mótmæli í Garðabæ

Fámennt var á boðuðum mótmælum á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ í gær. Er blaðamann bar að garði skömmu eftir að fundur hófst voru innan við tíu fundargestir og ekki er ljóst hvort allir hafi mætt í mótmælaskyni Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 293 orð

Fékk sekt en var ekki á staðnum

Ökumanni brá heldur betur í brún er honum barst sektarboð vegna stöðvunarbrots frá Bílastæðasjóði Reykjavíkurborgar en á tíma meints brots var bifreið hans í Kópavogi. Borgin benti honum á að senda inn beiðni vegna endurupptöku á stöðvunarbrotsgjaldi í gegnum vef bílastæðasjóðs Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 465 orð | 1 mynd

Fjórar hörpur á einu bretti til Íslands

Fjórar nýjar konserthörpur bættust nýverið við hljóðfærakost Íslendinga og telur Elísabet Waage, hörpuleikari og tónlistarkennari í Tónlistarskóla Kópavogs, að nú séu um 20 hörpur í landinu. Hún var fengin til að velja hörpurnar og gerði það í Bandaríkjunum Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Gamla varðskipið komið aftur heim

Gamla varðskipið Týr er aftur komið í íslenska landhelgi og dólaði úti á Faxaflóa í gær. Skipið var sem kunnugt er selt úr landi og kallast nú Poseidon V. Ástæðan fyrir komu þess hingað til lands er að það á að sækja systurskip sitt, gamla… Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 300 orð | 2 myndir

Gjörbreyta á Brákarey í Borgarnesi

Tillögur að nýju rammaskipulagi fyrir Brákarey í Borgarnesi voru kynntar íbúum Borgarbyggðar í gærkvöldi. Fela tillögurnar í sér að í Brákarey verði veglegt og skjólgott miðbæjartorg þar sem byggjast upp íbúðir, skrifstofur, verslun og þjónusta auk hótels Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 140 orð

Gular viðvaranir taka gildi að nýju

Veðurstofan hefur gefið út tvær gular viðvaranir vegna veðurs í kvöld og í nótt. Á Ströndum og Norðurlandi vestra tekur viðvörunin gildi klukkan 21 í kvöld og gildir til klukkan 6 í fyrramálið. Í spá Veðurstofu segir að vænta megi norðvestanáttar,… Meira
7. júní 2024 | Fréttaskýringar | 764 orð | 2 myndir

Hamingja dvínar og ungu fólki líður verr

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Færri landsmenn en áður meta andlega heilsu sína góða. Hamingja fer dvínandi meðal landsmanna og fækkað hefur í hópi þeirra sem telja sig mjög hamingjusama. Ungar konur á aldrinum 18 til 24 ára meta andlega heilsu sína verri en aðrir hópar. Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Háar fjárhæðir í endurkröfur

Endurkröfur á tjónvalda í umferðarslysum námu samtals rúmlega rúmum 139 milljónum króna árið 2023. Fjárhæð hæstu endurkröfu var 7 milljónir króna, næsthæstu rúmlega 6,4 milljónir króna og þeirrar þriðju hæstu tæplega 5,6 milljónum króna Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Heimilisiðnaður á lista UNESCO

Heimilisiðnaðarfélag Íslands er fyrsta félagið á Íslandi sem hlýtur tilnefningu UNESCO og það tíunda á Norðurlöndunum. Þetta verður staðfest á allsherjarþingi UNESCO í París dagana 11.-12. júní næstkomandi og verður félagið þar með eitt af rúmlega… Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Hugljúfar ballöður á sumardjasstónleikum á Jómfrúartorginu

Aðrir tónleikarnir í sumardjasstónleikaröð veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu fara fram laugardaginn 8. júní. Þar leiðir píanóleikarinn Sunna Gunnlaugs kvartett sem flytur m.a. lög við ljóð Jóns úr Vör Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Hækka þarf þröskuld meðmæla

Mögulegar breytingar á stjórnarskrá verða til umfjöllunar á fundi sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á sem sæti eiga á Alþingi. Þar verður m.a. rædd kjördæmaskipan, vægi atkvæða, ákæruvald Alþingis og líklega lágmarksfjöldi meðmælenda forsetaframbjóðenda Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 374 orð | 2 myndir

Laun sendla áhyggjuefni að mati ASÍ

Valgerður Laufey Guðmundsdóttir vally@mbl.is „Við höfum ekki fengið nein viðbrögð frá lögreglu og veltum því fyrir okkur hvort það eigi virkilega að refsa sendlunum sem voru að vinna sem undirverktakar fyrir Wolt,“ segir Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á lögfræði- og vinnumarkaðssviði ASÍ. Meira
7. júní 2024 | Erlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Minntust fórna feðranna

Áhugamenn um síðari heimsstyrjöld fjölmenntu á strendur Normandí í gær til að leika eftir innrásina miklu, sem markaði upphafið að endalokum þriðja ríkisins í síðari heimsstyrjöld. Um 150.000 hermenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada tóku þátt… Meira
7. júní 2024 | Erlendar fréttir | 118 orð

Rafsígarettur bannaðar

Sjálfstjórnarhéraðið Hong Kong tilkynnti í gær áætlanir sínar um að banna alla notkun rafsígaretta í héraðinu. Samhljómur sé um þörf á breytingum og það sé nauðsynlegt fyrir heilsu ungs fólks. Áður hafði verið bannað að flytja inn eða framleiða… Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Segja bruðlað með skattfé borgaranna

„Líkum má leiða að því að óþarfa flottheit við hönnun og byggingu brúa yfir Ölfusá og Fossvog kosti aukalega 11 til 12 milljarða. Það væri mikið hægt að gera í vega- og brúargerð fyrir þá upphæð Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 177 orð

Sérlega sólríkt á Akureyri í maí

Nýliðinn maímánuður var tiltölulega hlýr og hiti var yfir meðallagi á langflestum veðurstöðvum samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar. Þá var sérstaklega hlýtt á norðaustan- og austanverðu landinu. Aðra sögu er hins vegar að segja af Suðvestur- og Vesturlandi, þar sem var mun kaldara Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Síðustu gestunum boðið á Bessastaði

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, bjóða almenningi að heimsækja Bessastaði á morgun, laugardag, frá kl. 13 til 17. Tilefnið er 80 ára lýðveldisafmæli Íslands en þetta verður síðasta opna húsið í embættistíð Guðna Meira
7. júní 2024 | Fréttaskýringar | 837 orð | 2 myndir

Skapi samkeppnishæf störf

Á markaðsdegi laxeldisfyrirtækisins Kaldvíkur á Eskifirði í síðustu viku kom fram í máli Asles Rønnings, forstjóra Austur holding AS sem á 55,29% í Kaldvík, en Rønning er jafnframt stjórnarformaður Kaldvíkur, að þrjár meginástæður væru fyrir því að hann væri stoltur af því að vera í laxeldi Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 316 orð | 2 myndir

Sorpa fær ekki hærri greiðslur

„Þetta kom okkur svolítið á óvart,“ segir Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu. Úrvinnslusjóður hafnaði nýlega erindi Sorpu um hærri greiðslur til að mæta auknum kostnaði vegna flokkunar á drykkjarfernum Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Svíar unnu bakaramótið

Verðlaunaafhending vegna heimsmeistaramóts ungra bakara (UIBC) fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi á miðvikudag. Í ár voru það Svíar sem hrepptu sigurtitilinn. Í öðru sæti var Spánn og í þriðja sæti Frakkland Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Þau eiga öll möguleika á úrslitum

Allir íslensku keppendurnir, átta talsins, sem taka þátt í Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum, eiga möguleika á að komast í úrslit í sinni grein. Enginn þeirra er þó í þeirri stöðu að „eiga“ að fara í úrslit Meira
7. júní 2024 | Innlendar fréttir | 399 orð | 2 myndir

Ætti að fá skussaverðlaun

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Ég er furðu lostinn yfir þessum vinnubrögðum. Okkur eru gefnir tveir dagar til að svara þessum umsögnum, á meðan ráðherrann er búinn að taka sér næstum fjóra og hálfan mánuð til að svara umsókn okkar um leyfi til hvalveiða. Þetta er með ólíkindum,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið. Meira
7. júní 2024 | Erlendar fréttir | 394 orð | 1 mynd

Ögurstund fyrir lýðræðið

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Joe Biden Bandaríkjaforseti varaði við því í hátíðarræðu sinni í Normandí í gær að lýðræðið væri nú í meiri hættu en nokkru sinni frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Ræða Bidens var flutt í tilefni af áttatíu ára afmæli innrásarinnar í Normandí á D-degi og komu saman þjóðarleiðtogar frá um 25 ríkjum, auk fjölda uppgjafahermanna frá tímum heimsstyrjaldarinnar. Meira

Ritstjórnargreinar

7. júní 2024 | Leiðarar | 156 orð

Fjárhagskröggur Reykjavíkur

Ólán í láni Meira
7. júní 2024 | Staksteinar | 216 orð | 1 mynd

Forseti Mexíkó með fullt fang

Það var kosið víðar um forseta í sömu andrá og á Íslandi. Og um sumt voru mikil líkindi á ferð og einnig stórbrotnari. Íslendingar kusu sér forseta úr röðum kvenna, og bæði í Mexíkó og hér á landi var kvensigurvegarinn ekki einn á ferð. Sú sem vann var Claudia Sheinbaum og kvenframbjóðandi var einnig í næsta sæti. Meira
7. júní 2024 | Leiðarar | 461 orð

Misbeiting étur börnin sín

Bandarískum almenningi ofboðið Meira

Menning

7. júní 2024 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Alþjóðleg neðanjarðarlist á Seyðisfirði

Þriggja daga hátíð listavettvangsins KIOSK 108 fer fram á Seyðisfirði dagana 7.-8. júní. Á hátíðinni, sem haldin er í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík, verður boðið upp á fjölbreytta viðburði undir stjórn skipstjórans Moniku Frycová og má þar… Meira
7. júní 2024 | Menningarlíf | 931 orð | 2 myndir

„Kakófónískt verk en mjög skipulagt“

„Þetta verk er fyrirmælaverk, sem gengur út á að umbreyta bók í tónleika og innsetningu. Höfundur verksins, tónskáldið John Cage, setti það fram sem texta og þar segir í stórum dráttum að finna skuli bók og nota ákveðna skrifaðferð til að búa til nýjan texta upp úr bókinni Meira
7. júní 2024 | Fjölmiðlar | 203 orð | 1 mynd

Dalalíf 40 ára

Kvikmyndin Dalalíf fagnar 40 ára afmæli sínu á árinu. Dalalíf er önnur kvikmyndin í þríleik eftir Þráin Bertelsson um vinina Þór og Danna. Eggert Þorleifsson fer með hlutverk Þórs og Karl Ágúst Úlfsson fer með hlutverk Danna Meira
7. júní 2024 | Myndlist | 803 orð | 3 myndir

Einstök bókverk úr safneign Nýló

Nýlistasafnið Endurlesa ★★★★· Sýningarstjóri Joe Keys. Sýningin stendur til 4. ágúst 2024. Opið miðvikudaga til sunnudaga milli kl. 12 og 18. Meira
7. júní 2024 | Menningarlíf | 141 orð | 1 mynd

Heimsfrægur sellóleikari spilar í Hörpu

Bandaríski sellóleikarinn Yo-Yo Ma leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands og á dúótónleikum með breska píanistanum Katrhyn Stott í Hörpu í október. Ma, sem lærði í Juilliard-háskólanum í New York, er einn þekktasti núlifandi hljóðfæraleikari heims og … Meira

Umræðan

7. júní 2024 | Aðsent efni | 596 orð | 1 mynd

Heimsátak til stuðnings jafnréttisbaráttu í Íran

Íslenska bahá'í samfélagið efnir til listahátíðar dagana 8.-9. júní til stuðnings við jafnréttisbaráttu í Íran og til heiðurs írönskum konum. Meira
7. júní 2024 | Aðsent efni | 655 orð | 1 mynd

Hlutverk forseta

Þrátt fyrir að orðið „lýðræði“ sé ekki að finna eitt og sér í stjórnarskránni er sú hugsun sem í því orði felst greypt inn í réttarvitund þjóðarinnar. Meira
7. júní 2024 | Aðsent efni | 229 orð | 1 mynd

Hvar er hann þessi Ragnar?

Þessi framkvæmd er ekki dýr, aðeins þyrfti að fá hingað til lands einn Færeying með skóflu. Meira
7. júní 2024 | Aðsent efni | 828 orð | 2 myndir

Samgöngumál í ógöngum

Bættar samgöngur eru nauðsynlegar og þjóðhagslega mjög mikilvægar. Þær auka hagvöxt, styrkja byggð og draga úr slysum. Meira
7. júní 2024 | Pistlar | 408 orð | 1 mynd

Vantraust á vantraust ofan

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur tvívegis selt hlut ríkisins í Íslandsbanka undir markaðsverði og það liggur fyrir að lög voru brotin í síðara söluferlinu. Þrátt fyrir það hefur ríkisstjórnin lagt ofuráherslu á … Meira

Minningargreinar

7. júní 2024 | Minningargreinar | 2210 orð | 1 mynd

Finnbogi Karlsson

Finnbogi Karlsson fæddist í Reykjavík 9. júní 1951. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 26. maí 2024. Foreldrar Finnboga eru Ragnhildur Jónsdóttir, f. 26. febrúar 1930 í Neskaupstað, d. 9. ágúst 2015, og Karl Daníel Finnbogason járnsmiður, f Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2024 | Minningargrein á mbl.is | 936 orð | 1 mynd | ókeypis

Finnbogi Karlsson

Finnbogi Karlsson fæddist í Reykjavík 9. júní 1951. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 26. maí 2024.Foreldrar Finnboga eru Ragnhildur Jónsdóttir, f. 26. febrúar 1930 í Neskaupstað, d. 9. ágúst 2015, og Karl Daníel Finnbogason járnsmiður, f. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2024 | Minningargreinar | 1924 orð | 1 mynd

Helga Sigurjónsdóttir

Helga Sigurjónsdóttir fæddist 11. júlí 1946 í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. maí 2024. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Sigurðardóttir húsmóðir, f. 11.12. 1926, d. 2.3. 1991, og Sigurjón Guðmundur Þórðarson vélstjóri, f Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2024 | Minningargreinar | 3155 orð | 1 mynd

Hendrik Björn Hermannsson

Hendrik Björn Hermannsson fæddist í Reykjavík 21. mars 1975, hann lést 20. maí 2024. Móðir hans er Kristín Benediktsdóttir, f. 2.6. 1954, maki hennar var Sigurður Júlíus Stefánsson, f. 4.9. 1952, d. 14.7 Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2024 | Minningargreinar | 218 orð | 1 mynd

Maggý Helga Jóhannsdóttir Möller

Maggý Helga Jóhannsdóttir Möller fæddist 28. október 1979. Hún lést 13. maí 2024. Útför Maggýjar fór fram 3. júní 2024. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2024 | Minningargreinar | 796 orð | 1 mynd

María Karlsdóttir

María Karlsdóttir fæddist í Reykjavík 16. maí 1942. Hún lést á Hrafnistu í Reykjanesbæ 27. maí 2024. Foreldrar hennar voru Karl Kristinn Valdimarsson bifreiðarstjóri, f. 1.10. 1918, d. 13.4. 2008, og Hjördís Árnadóttir, f Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2024 | Minningargreinar | 2208 orð | 1 mynd

Þorkell Ragnarsson

Þorkell Ragnarsson fæddist í Reykjavík 28. október 1958. Hann lést 25. maí 2024. Foreldrar hans voru Ragnar Sigurður Sigurðsson, f. 2.7. 1913 á Eyjum í Breiðdal, d. 22.10. 1985, og Björg Erlingsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2024 | Minningargreinar | 3575 orð | 1 mynd

Þuríður Skarphéðinsdóttir

Þuríður Skarphéðinsdóttir fæddist í Dagverðarnesi í Skorradal 14. júní 1931. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar 25. maí 2024. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Sigurlaug Kristjánsdóttir og Skarphéðinn Magnússon Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. júní 2024 | Viðskiptafréttir | 94 orð | 1 mynd

Fyrsta vaxtalækkunin í fimm ár í Evrópu

Seðlabanki Evrópu (ECB) ákvað í gær að fara að fordæmi seðlabanka Kanada, Svíþjóðar og Sviss, og lækka í fyrsta skipti í fimm ár metháa innlánsvexti sína um 0,25 prósentustig, úr 4% í 3,75%. Reuters-fréttaveitan greinir frá að með því að lækka… Meira

Fastir þættir

7. júní 2024 | Í dag | 107 orð | 1 mynd

Arna Atladóttir

40 ára Arna ólst upp í Innri-Njarðvík en býr í Garðabæ. Hún er fatahönnuður, en hún lærði kvenfatahönnun með áherslu á textíl í háskóla í Madríd. Hún starfar einnig sem persónulegur aðstoðarmaður. Áhugamálin eru að vera með fjölskyldunni, hreyfing og list­sköpun Meira
7. júní 2024 | Dagbók | 80 orð | 1 mynd

Ég er alltaf að horfa áfram og upp

Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari Íslands í hnefaleikum, últramaraþonhlaupari og einstaklingur sem skarar fram úr í því sem hann tekur sér fyrir hendur, er gestur Kristínar Sifjar í Dagmálum að þessu sinni Meira
7. júní 2024 | Í dag | 265 orð

Kata í formalín

Gunnar J. Straumland yrkir á Boðnarmiði: Valþjófur vöknaði á ströndinni er vængina strauk'ann með höndinni. Í bólakaf fór er flæddi að sjór því staðfastur stóð hann á öndinni. Tvær stökur eftir Gunnar um fegurð vorsins: Yfir svörðinn áðan leit, … Meira
7. júní 2024 | Í dag | 169 orð

Kónganef. N-AV

Norður ♠ D1043 ♥ K ♦ ÁD97 ♣ Á974 Vestur ♠ K752 ♥ 10986 ♦ 54 ♣ D32 Austur ♠ G98 ♥ G75432 ♦ 32 ♣ 65 Suður ♠ Á6 ♥ ÁD ♦ KG1086 ♣ KG106 Suður spilar 6G Meira
7. júní 2024 | Dagbók | 97 orð | 1 mynd

Kúnst að gera gott popplag

„Það er langt síðan ég var svona ánægður með lag. Það er kúnst að gera gott popplag. Það er oft talað um popp út á við eins og það sé innihaldslaust en það er erfitt að semja þau. Það var alvöruferli að smíða gott popplag Meira
7. júní 2024 | Í dag | 61 orð

Með vísun í menningararfinn: „Þótt hann væri hvers manns hugljúfi…

Með vísun í menningararfinn: „Þótt hann væri hvers manns hugljúfi var sá ljóður á ráði hans að hann snýtti sér í gardínur.“ Hann hafði þann galla, þann löst Meira
7. júní 2024 | Í dag | 771 orð | 4 myndir

Oft hætt kominn við Múlann

Valdimar Ágúst Steingrímsson fæddist 7. júní 1939 á Akureyri, yngstur þriggja barna Steingríms Björnssonar og Maríu Valdimarsdóttur, en miðjubarn í hópi þriggja annarra hálfsystkina og barna Maríu. Með alsystkinum sínum, Guðlaugu og Stefáni, ólst… Meira
7. júní 2024 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Reykjavík Dominic Már Melendez Davíðsson fæddist 24. desember 2023 kl.…

Reykjavík Dominic Már Melendez Davíðsson fæddist 24. desember 2023 kl. 01.31. Hann vó 3.005 g og var 49,5 cm langur. Foreldrar hans eru Davíð Ingi Guðjónsson og Adriana Julieth Ortiz Melendez. Meira
7. júní 2024 | Í dag | 161 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Rbd2 b6 5. g3 Ba6 6. Dc2 Bb7 7. Bg2 Be4 8. Db3 Bxd2+ 9. Bxd2 0-0 10. 0-0 d6 11. Hfe1 Rbd7 12. Had1 Dc8 13. Bf1 h6 14. Bc3 Bb7 15. Dc2 Re4 16. Bb4 c5 17. Ba3 Rdf6 18 Meira

Íþróttir

7. júní 2024 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Afturelding á toppinn en Selfoss í vanda

Afturelding er komin í toppsæti 1. deildar kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Fram, 1:0, í Mosfellsbænum í gærkvöldi. Afturelding er með tíu stig í fyrsta sæti en Fram er með átta stig í þriðja sæti Meira
7. júní 2024 | Íþróttir | 561 orð | 2 myndir

Allir eiga möguleika

„Þetta leggst rosalega vel í mig og alla sem eru hérna. Það er gaman fyrir okkur að vera með átta íþróttamenn inni núna og svolítið af ungum keppendum. Það er hrikalega jákvætt. Þetta er stórt svið sem við erum að fara inn á,“ sagði… Meira
7. júní 2024 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Á Hlíðarenda næstu þrjú árin

Thea Imani Sturludóttir, landsliðskona í handbolta, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Íslandsmeistara Vals. Thea hefur verið með betri leikmönnum Íslandsmótsins undanfarin ár og átti sinn þátt í því að Valur vann allt sem hægt var að vinna í vetur Meira
7. júní 2024 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

Fjölnir á toppinn eftir sannfærandi sigur

Fjölnir er kominn á toppinn í 1. deild karla í knattspyrnu eftir sannfærandi sigur á Njarðvík, 4:2, í toppslag 6. umferðarinnar í Egilshöllinni í gærkvöld. Fjölnir er nú með 14 stig í fyrsta sæti en Njarðvík er með 13 stig í öðru sæti Meira
7. júní 2024 | Íþróttir | 357 orð | 2 myndir

Handknattleiksmarkvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson er genginn til liðs…

Handknattleiksmarkvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson er genginn til liðs við Aftureldingu en hann kemur frá Gróttu. Einar Baldvin hefur spilað með Gróttu við góðan orðstír undanfarin ár Meira
7. júní 2024 | Íþróttir | 234 orð

Ísland og England

Ísland og England hafa mæst fimm sinnum í A-landsliðum karla. England hefur unnið þrjá leiki og Ísland einn en einn endaði með jafntefli. 1982 Ísland – England 1:1 Óvænt jafntefli í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þar sem Arnór Guðjohnsen… Meira
7. júní 2024 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Seldur til Gent fyrir metfé

Andri Lucas Guðjohnsen er orðinn dýrasti leikmaðurinn í sögu danska knattspyrnufélagsins Lyngby. Samkvæmt Tipsbladet er Lyngby búið að ganga frá sölu á Andra til Gent í Belgíu fyrir 450 milljónir íslenskra króna og hann hafi skrifað undir fjögurra ára samning Meira
7. júní 2024 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Tímabil Martins búið í Þýskalandi

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson verður ekki með Alba Berlin í úrslitarimmu liðsins gegn Bayern München um Þýskalandsmeistaratitilinn í körfubolta. Martin missti af oddaleiknum gegn Chemnitz í gærkvöld þar sem Berlínarliðið tryggði sér sæti í úrslitum Meira
7. júní 2024 | Íþróttir | 652 orð | 2 myndir

Við hverju má búast?

Hvernig leik eigum við von á í kvöld þegar England og Ísland mætast frammi fyrir 90 þúsund áhorfendum á troðfullum Wembley-leikvanginum í London? Þetta er vináttulandsleikur tveggja ólíkra liða sem eru með ólíka dagskrá næstu vikurnar Meira
7. júní 2024 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Vigfús Arnar hættir hjá Leikni

Vigfús Arnar Jósepsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs Leiknis úr Reykjavík í knattspyrnu. Leiknir er í botnsæti 1. deildarinnar með þrjú stig eftir sex leiki. Leiknisliðið tapaði fyrir Keflavík, 5:0, í fyrrakvöld Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.