Greinar miðvikudaginn 12. júní 2024

Fréttir

12. júní 2024 | Fréttaskýringar | 498 orð | 3 myndir

13% fjölgun ársverka hjá ríkinu frá 2019

Ríkisstarfsmönnum innan A-1-hluta ríkisins fjölgaði um 2.260 frá árinu 2019 til 2023 eða um 13%. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlunina fyrir árin 2025-2029. Nefndin tók saman upplýsingar samkvæmt gögnum frá… Meira
12. júní 2024 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Almenn sátt með kjarasamningana

Almenn sátt ríkir á meðal verkafólks í Færeyjum með undirritaða kjarasamninga. Þeir kváðu á um 13% launahækkun og gilda í tvö ár. Atvinnurekendur halda því hins vegar fram að launahækkunin muni reynast fyrirtækjaeigendum erfið, og geti jafnvel… Meira
12. júní 2024 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Baðlón og hótel fyrir 20 milljarða

Eigendur World Class áforma að reisa heilsuhótel og baðlón ásamt líkamsrækt á Fitjum í Njarðvík. Skipulagið er í kynningu og ef allt gengur að óskum gætu framkvæmdir hafist á næsta ári. Björn Leifsson, einn eigenda World Class, bindur vonir við að lónið verði opnað 2028 Meira
12. júní 2024 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Beðin hreinsuð og tengsl mynduð í blíðviðri í Hafnarfirði

„Þetta er klárlega eitthvað sem við getum gert betur og gert meira af,“ segir Carmen Fuchs, sérfræðingur í málefnum flóttamanna, um uppskeruverkefni í Hafnarfirði. Uppskera er sameiginlegt verkefni stoðdeildar flóttafólks hjá Hafnarfjarðarbæ og GETA-hjálparsamtakanna Meira
12. júní 2024 | Innlendar fréttir | 426 orð | 3 myndir

Enn óvíst hvar ný stöð Sorpu verður

Undirbúningsvinna vegna byggingar nýrrar endurvinnslustöðvar Sorpu í Kópavogi hefur frestast. Útlit er fyrir að ekki liggi fyrir fyrr en í haust hvar henni verði fundinn staður. Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, staðfestir í samtali við… Meira
12. júní 2024 | Erlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Farþegar geta sótt um skaðabætur

Flugfélagið Singapore Airlines tilkynnti í gær að farþegar sem hlutu minniháttar meiðsli í farþegaþotu sem lenti í mikilli ókyrrð í síðasta mánuði gætu fengið skaðabætur upp á 10.000 dollara eða sem nemur 1,4 milljónum íslenskra króna Meira
12. júní 2024 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Fjögur Bestudeildarlið tryggðu sér sæti í undanúrslitum bikarsins

Bestudeildarliðin Þróttur úr Reykjavík, Breiðablik, Valur og Þór/KA tryggðu sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu með sigrum í átta liða úrslitum keppninnar. Þróttur lagði 1 Meira
12. júní 2024 | Erlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Flugvél varaforseta Malaví fórst

Saulos Chilima, varaforseti Malaví, lést þegar farþegaþota sem hann var um borð í hrapaði. Þetta tilkynnti Lazarus Chakwera, forseti Malaví, í gær þegar lík látinna komu í leitirnar. Níu aðrir voru um borð í vélinni og fórust þeir allir Meira
12. júní 2024 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Fyrsta íbúðarhúsnæðið í 27 ár

Mikil uppbygging á sér stað í Fjarðabyggð um þessar mundir vegna mikillar fólksfjölgunar á svæðinu. Hátt í 5.500 manns eru nú búsettir í Fjarðabyggð. Aron Leví Beck, skipulags- og byggingafulltrúi Fjarðabyggðar, sagði í samtali við Morgunblaðið að… Meira
12. júní 2024 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Fyrsta tenging á Miðbakka við skemmtiferðaskip

Skemmtiferðaskipið Fridtjof Nansen var um helgina landtengt rafmagni á Miðbakka í Faxaflóahöfn fyrst skipa. Landtengingin var samstarfsverkefni Faxaflóahafna og norsku skipaútgerðarinnar Hurtigruten Expeditions sem gerir Fridtjof Nansen út Meira
12. júní 2024 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Gerard Butler er kominn til landsins

Tökur á spennumyndinni Greenland: Migration hófust hér á landi í gær. Hinn kunni leikari Gerard Butler fer með aðalhlutverkið og er hann kominn hingað til lands. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fara tökur fram næstu tvær vikurnar í nágrenni Reykjavíkur Meira
12. júní 2024 | Innlendar fréttir | 110 orð

Halldór braut ekki siðareglur BÍ

Skopmynd Halldórs Baldurssonar teiknara sem meðal annars sýnir Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í nasistaklæðnaði er ekki brot á siðareglum Blaðamannafélags Íslands samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar BÍ Meira
12. júní 2024 | Erlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Hunter Biden fundinn sekur

Hunter Biden, sonur Joes Bidens Bandaríkjaforseta, var í gær sakfelldur af bandarískum kviðdómi fyrir ólögleg kaup á skotvopni. Hann var dæmdur sekur um að hafa sagt löggiltum vopnasala ósatt, haldið því ranglega fram á umsókn um vopnakaup að hann… Meira
12. júní 2024 | Innlendar fréttir | 534 orð | 3 myndir

Hvalveiðileyfi veitt í 204 daga

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur loks gefið út heimild til hvalveiða sem þó gildir einungis fyrir yfirstandandi ár. Var þessi ákvörðun kunngjörð á ríkisstjórnarfundi í gær og í framhaldinu tilkynnt á heimasíðu ráðuneytisins Meira
12. júní 2024 | Innlendar fréttir | 663 orð | 1 mynd

Íslenskukennsla í sýndarveruleika

Ólsarinn Ásdís Helga Jóhannesdóttir, sjálfstætt starfandi málfræðingur og íslenskukennari, hefur samið eigið kennsluefni og kennt útlendingum íslensku undanfarin ár. Hún stofnaði fyrirtækið Íslensk samskipti í mars sl Meira
12. júní 2024 | Fréttaskýringar | 481 orð | 4 myndir

Íslensku málverki bjargað í Bør­sen

Talið er að málverki af Heklu eftir skagfirska listmálarann Jóhannes Geir Jónsson hafi verið bjargað úr brunanum í dönsku kauphöllinni Børsen í apríl. Málverkið var gjöf frá Félagi íslenskra stórkaupmanna Meira
12. júní 2024 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir Hamlet í Borgarleikhúsinu

Borgarleikhúsið hefur gert samning við Kolfinnu Nikulásdóttur um að leikstýra hinum kynngimagnaða Hamlet eftir William Shakespeare leikárið 2025-2026, eins og segir í tilkynningu frá leikhúsinu. „Kolfinna vakti verðskuldaða athygli fyrir leikstjórn… Meira
12. júní 2024 | Innlendar fréttir | 366 orð

Leiðin til að drepa atvinnurekstur

„Það er augljóst að þarna hefur fólk verið að leika sér, það þykist hafa legið undir einhverjum feldi og er nú allt í einu komið undan honum. Þetta er fyrirframskrifað plan hjá þessu fólki, Bjarkeyju, Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur Meira
12. júní 2024 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Mikil gos­móða yfir borginni

Talsverð gosmóða frá eldgosinu við Sundhnúkagíga var yfir höfuðborgarsvæðinu í gær. Slík móða, sem einnig er kölluð blámóða, verður til þegar brennisteinsdíoxíð, önnur gös og agnir hvarfast við súrefni og raka með tilstuðlan sólarljóss Meira
12. júní 2024 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Rof milli heila og hjarta

Doktor Jane Goodall, mannfræðingur og einn frægasti dýra- og umhverfisverndarsinni í heimi, ávarpaði alþjóðlegu ráðstefnuna Velsældarþing, sem haldin er í Hörpu þessa dagana, með fjarfundabúnaði í gær Meira
12. júní 2024 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Segir skólasamfélagið svikið

„Til að gera langa sögu stutta hafa borgaryfirvöld nú svikið skólasamfélagið við Laugardalinn. Í eitt og hálft ár hafa helstu ráðamenn borgarstjórnar verið að pukrast með það að ganga á bak orða sinna í stað þess að standa við þau,“… Meira
12. júní 2024 | Erlendar fréttir | 638 orð | 1 mynd

Tryggja þarf yfirburði í lofti

Innrásarlið Rússlands í Úkraínu verður brotið á bak aftur. Moskvuvaldið stendur frammi fyrir þeim möguleika einum að draga hersveitir sínar til baka – rússneskur sigur í Úkraínu er útilokaður sem og þvingaður friður á þeirra forsendum Meira
12. júní 2024 | Innlendar fréttir | 264 orð | 2 myndir

Vopnuð útköll næstum tífaldast

Vopnuð útköll sérsveitarinnar hafa næstum tífaldast á síðustu tíu árum samkvæmt skriflegu svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins Meira
12. júní 2024 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Ökumaðurinn var á þrítugsaldri

Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á sunnudagskvöld var karlmaður á þrítugsaldri. Maðurinn var Íslendingur, fæddur árið 1999, og búsettur hér á landi Meira

Ritstjórnargreinar

12. júní 2024 | Leiðarar | 229 orð

Fífldirfska í Frakklandi

Macron forseti teflir á tvær hættur Meira
12. júní 2024 | Leiðarar | 336 orð

Gerist það óhugsanlega hjá Bretum?

Farage er brattur Meira
12. júní 2024 | Staksteinar | 180 orð | 2 myndir

Kosningabarátta gegn lögreglunni

Vinstri grænir eru órólegir vegna fylgishruns flokksins og um það skrafað að aðeins ótti þeirra við dauðadóm kjósenda komi í veg fyrir stjórnarslit. Í fyrri viku stýrði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, bráðabirgðaformaður Vinstri grænna,… Meira

Menning

12. júní 2024 | Menningarlíf | 679 orð | 5 myndir

„Svolítið skrýtið og skemmtilegt“

„Á hátíðinni stígur jaðarinn fram og þetta er allt svolítið skrýtið og skemmtilegt og kannski aðeins öðruvísi en það sem við erum vön að sjá dags daglega,“ segir Nanna Gunnars, stofnandi jaðarhátíðarinnar Reykjavík Fringe, í samtali við Morgunblaðið Meira
12. júní 2024 | Tónlist | 1284 orð | 4 myndir

Þegar ónærgætin keyrsla leysir túlkun af hólmi

Harpa Mahler nr. 3 á Listahátíð í Reykjavík ★★½·· Tónlist: Gustav Mahler (Sinfónía nr. 3). Texti: Friedrich Nietzsche (Miðnæturljóð Zaraþústra) og brot úr þjóðkvæðasafninu Töfrahorn drengsins (Des Knaben Wunderhorn). Einsöngvari: Christina Bock. Kórar: Vox feminae (kórstjóri: Stefan Sand), Kammerkórinn Aurora (kórstjóri: Sigríður Soffía Hafliðadóttir) og Stúlknakór Reykjavíkur (kórstjóri: Margrét Pálmadóttir). Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir. Stjórnandi: Eva Ollikainen. Tónleikar í Eldborg Hörpu á Listahátíð í Reykjavík fimmtudaginn 6. júní 2024. Meira
12. júní 2024 | Fjölmiðlar | 200 orð | 1 mynd

Ævintýralegt stofufangelsi

A Gentleman in Moscow eru sjónvarpsþættir sem gefnir voru út á árinu. Sagan segir frá rússneskum aðalsmanni, Alexander Rostov greifa, sem er refsað fyrir að hafa yfirgefið land sitt í rússnesku byltingunni árið 1917 Meira

Umræðan

12. júní 2024 | Aðsent efni | 51 orð | 1 mynd

Áfengismál

Áfengi hefur löngum verið umdeildur varningur á Íslandi. Ágreiningur hefur verið um netsölu áfengis. Fólki gengur misvel að fóta sig í neyslu þess. Óvarkárni í meðferð þess getur leitt til ógæfu. Mikilvægt er að nægjanlegu fé sé varið til áfengisvarna Meira
12. júní 2024 | Aðsent efni | 788 orð | 1 mynd

„Það má vera hættulegt að eiga Bandaríkin að óvini, en að eiga þau að vini er banvænt“

Öll hafa Nató-ríkin borið fé á Kænugarð, vitandi það sem alkunna er, að hvergi er spilling þroskaðri og gripdeildir fimlegri en þar á bæ. Meira
12. júní 2024 | Aðsent efni | 1000 orð | 1 mynd

Frelsið er ekki sjálfgefið

Yfirgangi ofbeldismanna verður ekki mætt með rómantískum hugmyndum um vopnleysi og plástra. Friður verður ekki keyptur með veiklyndi andspænis ofbeldi Meira
12. júní 2024 | Pistlar | 367 orð | 1 mynd

Sæl samfélög

Þessa dagana stendur yfir Velsældarþing, Wellbeing Economy Forum, í Hörpu. Á ráðstefnunni er lögð áhersla á að skapa grundvöll fyrir sjálfbært velsældarhagkerfi til framtíðar. Velsældarhagkerfi er efnahagskerfi þar sem leitast er við að forgangsraða … Meira
12. júní 2024 | Aðsent efni | 455 orð | 1 mynd

Taktu þátt – sýndu ábyrgð

Blóðbankinn er minnsti banki Íslands og einn mikilvægasti. Allir Íslendingar reiða sig á hann, traustur og ábyggilegur í blóðgjafastarfsemi í landinu. Meira

Minningargreinar

12. júní 2024 | Minningargreinar | 2152 orð | 1 mynd

Hrönn Bjarnadóttir

Hrönn fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 2. mars 1976. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Lillo í Ósló 2. febrúar 2024 eftir mjög erfið veikindi. Foreldrar Hrannar eru Bjarni Kristmundsson, f. 1930, d. 18 Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2024 | Minningargreinar | 1709 orð | 1 mynd

Karl Kristinsson

Karl Kristinsson fæddist 15. febrúar 1928 í Miðkoti í Vestur-Landeyjum. Hann lést á Landspítalanum 26. maí 2024. Faðir Karls var Kristinn Þorsteinsson bóndi, f. 19.3. 1899, d. 30.12. 1983, móðir hans var Anna Ágústa Jónsdóttir húsfreyja, f Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2024 | Minningargreinar | 1315 orð | 1 mynd

Kristófer Kristófersson

Kristófer Kristófersson fæddist í Keflavík 20. janúar 1964. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 2. júní 2024. Foreldrar Kristófers eru Sigrún Sigurðardóttir, f. 20. ágúst 1929 í Hólmaseli í Gaulverjabæjarhreppi, d Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2024 | Minningargreinar | 2134 orð | 1 mynd

Magnús Eric Kolbeinsson

Magnús Eric Kolbeinsson fæddist í Wash­ington D.C. í Bandaríkjunum 7. nóvember 1951. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans Fossvogi 2. júní 2024. Foreldrar hans voru Arinbjörn Kolbeinsson, yfirlæknir og dósent, f Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2024 | Minningargrein á mbl.is | 1182 orð | 1 mynd | ókeypis

Magnús Eric Kolbeinsson

Magnús Eric Kolbeinsson fæddist í Washington D.C. í Bandaríkjunum 7. nóvember 1951. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans Fossvogi 2. júní 2024.Foreldrar hans voru Arinbjörn Kolbeinsson, yfirlæknir og dósent, f. 29. apríl 1915, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2024 | Minningargreinar | 2255 orð | 1 mynd

Ólöf Jónsdóttir

Ólöf Jónsdóttir fæddist í Minni-Hattardal í Súðavíkurhreppi 15. apríl 1948. Hún lést á heimili sínu 2. júní 2024. Foreldrar Ólafar voru Ragnhildur Magnúsdóttir, f. 20.7. 1922, d. 3.6. 1986, og Jón Björnsson, f Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

12. júní 2024 | Dagbók | 95 orð | 1 mynd

Ástarsorgin varð að lagi í London

Atli og Gabrielle Lacerda kynntu nýja lagið sitt, Change My Mind, í þætti Heiðars Austmann, Íslenskri tónlist. Í þættinum gerir hann nýrri tónlist hátt undir höfði. „Lagið var samið af okkur tveimur á heimili okkar í London, en við stundum bæði nám þeim megin við hafið Meira
12. júní 2024 | Í dag | 60 orð

„Mig svíður svo undan næturkreminu að ég get ekki sofnað en það var…

„Mig svíður svo undan næturkreminu að ég get ekki sofnað en það var svo dýrt að ég verð að klára það.“ Mig svíður, sem sagt: ég finn til sviða. Á hinn bóginn svíður mér að ég skyldi vera svo vitlaus að kaupa slubbið Meira
12. júní 2024 | Í dag | 790 orð | 4 myndir

Fæðingarorlof á framandi slóðum

Nanna Viðarsdóttir fæddist 12. júní 1974 í Reykjavík. „Ég fæddist á Íslandi en fluttist eins árs gömul til Noregs og bjó þar næstu sex árin. Fjölskyldan flutti þá heim og ég hóf skólagöngu í Varmárskóla Meira
12. júní 2024 | Í dag | 180 orð

Líkur á rigningu. N-Allir

Norður ♠ ÁG6 ♥ Á ♦ KG10973 ♣ KD4 Vestur ♠ D975 ♥ 109874 ♦ 852 ♣ 10 Austur ♠ 1083 ♥ 652 ♦ D64 ♣ G972 Suður ♠ K42 ♥ KDG3 ♦ Á ♣ Á8653 Suður spilar 7G Meira
12. júní 2024 | Í dag | 319 orð | 1 mynd

Salvar Þór Sigurðarson

40 ára Salvar ólst upp í Kópavogi til 12 ára aldurs en flutti þá til Akureyrar og bjó þar út menntaskólaárin. Eftir útskrift af eðlisfræðibraut Menntaskólans á Akureyri flutti hann aftur til Reykjavíkur og hefur búið þar síðan, að undanskildum… Meira
12. júní 2024 | Í dag | 168 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. Bxc6 bxc6 5. 0-0 Bg7 6. He1 e5 7. c3 Re7 8. d4 cxd4 9. cxd4 exd4 10. Rxd4 0-0 11. Rc3 Hb8 12. Rb3 d5 13. Bf4 Hb4 14. a3 Hc4 15. Rd2 Bxc3 16. bxc3 Hxc3 17. Be5 Hd3 18 Meira
12. júní 2024 | Í dag | 393 orð

Við kveðjum kuldabola

Pétur Stefánsson gaukaði að mér þessari vísu nú eftir að löngum kuldakafla hér á landi er loksins lokið: Kuldabola kveðjum við, kætast fljóð og gumar. Eftir langa langa bið loks er komið sumar. Á Boðnarmiði segir Sigurlín Hermannsdóttir: Þá byrjar… Meira

Íþróttir

12. júní 2024 | Íþróttir | 186 orð | 1 mynd

Aron og Thea Imani valin mikilvægust

Aron Pálmarsson, fyrirliði og leikstjórnandi FH, og Thea Imani Sturludóttir stórskytta Vals voru valin mikilvægustu leikmenn tímabilsins í úrvalsdeildum karla og kvenna á lokahófi Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, í Minigarðinum í Skútuvogi í gær Meira
12. júní 2024 | Íþróttir | 238 orð | 1 mynd

Evrópumótið í fótbolta hefst á föstudaginn með leik gestgjafanna frá…

Evrópumótið í fótbolta hefst á föstudaginn með leik gestgjafanna frá Þýskalandi og Skota í München. Kvöldið áður hefst Ameríkubikarinn, Copa America, með leik Argentínu og Kanada í Atlanta í Bandaríkjunum Meira
12. júní 2024 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Holland varð fyrir öðru áfalli

Miðjumaðurinn Teun Koopmeiners leikmaður Atalanta verður ekki með Hollandi á Evrópumótinu í knattspyrnu í Þýskalandi í sumar vegna meiðsla. Hollenska knattspyrnusambandið greindi frá í gær en hann er annar lykilmaðurinn sem dettur út úr hópnum á tveimur dögum Meira
12. júní 2024 | Íþróttir | 633 orð | 2 myndir

Hvað gera stórliðin á mótinu?

Evrópumótið í knattspyrnu karla hefst í Þýskalandi eftir tvo daga með leik Þýskalands og Skotlands. Þjóðirnar í C- og D-riðli mótsins hefja leik sunnudaginn 16. júní en Morgunblaðið heldur áfram að taka fyrir riðla mótsins, tvo í senn Meira
12. júní 2024 | Íþróttir | 416 orð | 2 myndir

John Stones, miðvörður Manchester City, og Luke Shaw, vinstri bakvörður…

John Stones, miðvörður Manchester City, og Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, tóku báðir fullan þátt á æfingu enska landsliðsins í knattspyrnu í gær. Stones fór af velli í hálfleik vegna ökklameiðsla í 0:1-tapi fyrir Íslandi síðastliðið … Meira
12. júní 2024 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

KKÍ þurfti að hætta við landsleiki í sumar

„Við þurftum að hætta við vináttuleiki í sumar hjá A-landsliðum karla og kvenna vegna þess að við höfðum ekki efni á því,“ sagði Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun með Valtý Birni í gær Meira
12. júní 2024 | Íþróttir | 56 orð | 1 mynd

Sá besti áfram á Hlíðarenda

Írski körfuboltamaðurinn Taiwo Badmus hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Vals en frá þessu greindi félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær. Badmus var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar en hann átti stórleik í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn gegn Grindavík Meira
12. júní 2024 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Sindri og Dagbjartur úr leik á EM í Róm

Sindri Hrafn Guðmundsson úr FH og Dagbjartur Daði Jónsson úr ÍR komust ekki í úrslit í spjótkasti er þeir kepptu á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Róm á Ítalíu í gær. Tólf efstu tryggðu sér sæti í úrslitunum sem fara fram í kvöld Meira
12. júní 2024 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Ten Hag áfram stjóri United

Erik ten Hag verður áfram knattspyrnustjóri Manchester United á næsta tímabili. Forráðamenn enska félagsins réðu ráðum sínum undanfarnar vikur og fóru yfir frammistöðu liðsins á nýafstöðnu tímabili. The Athletic greindi frá því í gær að niðurstaða frammistöðumatsins sé að halda ten Hag í starfi Meira
12. júní 2024 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Tveggja leikja bann fyrir kastið

Knattspyrnumaðurinn Danijel Dejan Djuric, sóknarmaður Víkings úr Reykjavík, var á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir að kasta vatnsbrúsa í stuðningsmann Breiðabliks eftir leik liðanna í Bestu deildinni á Kópavogsvelli 30 Meira
12. júní 2024 | Íþróttir | 463 orð | 2 myndir

Þrír öruggir bikarsigrar

Þróttur úr Reykjavík, Breiðablik, Valur og Þór/KA tryggðu sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu með því að hafa betur í viðureignum sínum í átta liða úrslitum. Þróttur, sem er á botni Bestu deildarinnar, heimsótti Aftureldingu, sem er á toppi 1 Meira

Viðskiptablað

12. júní 2024 | Viðskiptablað | 229 orð | 1 mynd

250 milljóna króna verðmunur

Raforkuflutningsfyrirtækið Landsnet, sem er í eigu ríkisins, segir frá því í nýrri frétt á heimasíðu sinni að það hafi keypt 310 GWst af rafmagni í útboði á dögunum fyrir 9.418 króna meðalverð á megawattstund Meira
12. júní 2024 | Viðskiptablað | 83 orð | 1 mynd

Aukið framboð íbúða í Hólminum

Stykkishólmur varð í byrjun vikunnar fyrsta sveitarfélagið á Vesturlandi til að undirrita samkomulag um aukið framboð íbúðarhúsnæðis á næstu árum á grundvelli rammasamnings á milli ríkis og sveitarfélaga Meira
12. júní 2024 | Viðskiptablað | 844 orð | 1 mynd

„Við getum og eigum að gera betur“

Hödd rekur sitt eigið ráðgafafyrirtæki, Kvis, og hefur í nægu að snúast á þeim vettvangi enda fjölbreytt verkefni á borði hennar. Þess á milli stundar hún útivist og kann best við sig upp á fjallstoppi Meira
12. júní 2024 | Viðskiptablað | 321 orð | 1 mynd

Bílaleigurnar taka úr sambandi

Íslenskar bílaleigur hafa aðeins keypt um 80 rafmagnsbíla það sem af er ári, eftir að hafa keypt að meðaltali um 760 rafmagnsbíla á ári síðustu þrjú ár. Á árunum 2021-2023 keyptu bílaleigurnar tæplega 2.300 rafmagnsbíla Meira
12. júní 2024 | Viðskiptablað | 1207 orð | 6 myndir

Eitt veglegasta heilsulónið er farið að mótast

Björn Leifsson, einn stofnenda og eigenda World Class-keðjunnar, sem rekur nú alls 18 stöðvar, tekur á móti ViðskiptaMogganum á skrifstofu sinni í Laugum í Laugardal. Á borðinu eru vel unnar teikningar af fyrirhuguðu heilsuhóteli, baðlóni og líkamsrækt á Fitjum í Njarðvík Meira
12. júní 2024 | Viðskiptablað | 567 orð | 1 mynd

Er vörumerkið tilbúið fyrir framtíðina?

Staðfærsla vörumerkisins þarf að vera skýr og uppbygging þess efst á forgangslista fyrirtækisins. Meira
12. júní 2024 | Viðskiptablað | 116 orð | 1 mynd

Eyða minna og gista skemur

Erlendir ferðamenn eru um þessar mundir að gista skemur og eyða minna af peningum hér á landi. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra Meira
12. júní 2024 | Viðskiptablað | 1566 orð | 1 mynd

Hvað getum við lært af þeim bestu?

Kannski er það rannsóknarefni hvers vegna mér fannst, allt frá bernsku, að það væri fullkomlega sjálfsagt að ég gæti sigrað allan heiminn. Það þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að ala mig upp og mér fannst námið leikandi létt út allan grunnskólann Meira
12. júní 2024 | Viðskiptablað | 607 orð | 1 mynd

Hver á þennan bústað – já eða nei?

… algengt er að ekki sé gengið frá slíkum grundvallaratriðum í rekstri nýsköpunarfyrirtækja fyrr en upp er kominn ágreiningur eða þegar félagið er í fjármögnunar- eða söluferli Meira
12. júní 2024 | Viðskiptablað | 490 orð | 1 mynd

Hvernig gekk með hina sjóðina?

Stofnun Þjóðarsjóðs er eitt af áhugamálum sitjandi ríkisstjórnar, þó svo að ríkissjóður sé og verði að öllu óbreyttu rekinn með halla næstu árin. Eins og áður hefur verið fjallað um hér á þessum stað er rétt að hafa varann á slíkum hugmyndum, þótt… Meira
12. júní 2024 | Viðskiptablað | 397 orð | 1 mynd

Réttur fólks í gallamálum er mismunandi

Svokallaður gallaþröskuldur, þegar mat er lagt á rétt fólks gagnvart leyndum göllum í húsnæði, er mjög mismunandi eftir landshlutum. Það skýrist af því að þröskuldur þessi markast af 10% af virði viðkomandi fastseignar Meira
12. júní 2024 | Viðskiptablað | 614 orð | 1 mynd

Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli

Umræðan um verðtryggð lán hefur verið neikvæð. Staðreyndin er sú að mörg heimili hafa ekki svigrúm til annars en að leita eftir lægstri mögulegri greiðslubyrði. Meira
12. júní 2024 | Viðskiptablað | 470 orð | 1 mynd

Telur að næstu sex mánuðir verði meira krefjandi

Seðlabanki Evrópu lækkaði í síðustu viku stýrivexti í fyrsta sinn síðan 2016. Lækkunin nam 0,25 prósentustigum og var í takt við væntingar markaðsaðila. Minni seðlabankar eins og Seðlabanki Svíþjóðar og Seðlabanki Sviss hafa nú þegar hafið vaxtalækkunarferli Meira
12. júní 2024 | Viðskiptablað | 215 orð | 1 mynd

Verður nýtt aðdráttarafl fyrir Reykjanesbæ

Fulltrúar Reykjanesbæjar hafa tekið vel í hugmyndir eigenda World Class um nýtt hótel, baðlón og líkamsræktarstöð á Fitjum í Njarðvík. Verkefnið á sér nokkurn aðdraganda og eru nýjar teikningar af mannvirkjunum birtar almenningi í fyrsta sinn í ViðskiptaMogganum í dag Meira
12. júní 2024 | Viðskiptablað | 1205 orð | 1 mynd

Vilja fá nýjar lausnir á markaðinn

Málefni íslenska heilbrigðiskerfisins hafa iðulega verið til umræðu bæði á vettfangi stjórnmála og almennings, m.a. vegna mikils kostnaðar, langra biðlista, álagi á heilbrigðisstarfsfólki og svo mætti áfram telja Meira

Ýmis aukablöð

12. júní 2024 | Blaðaukar | 556 orð | 6 myndir

„Mér þykir ofsalega vænt um Húsavík og Norðurlandið“

Hvernig var að alast upp á Húsavík? „Ég á mikið af fallegum minningum frá Húsavík og nágrenni. Húsavík er yndislegur staður til að alast upp á. Mikið frelsi fyrir börn, gott íþrótta- og tónlistarstarf og stutt í náttúruna sem mér þótti… Meira
12. júní 2024 | Blaðaukar | 1102 orð | 5 myndir

Bjuggu níu ár í tjaldi með fjölskylduna

Þóra Sólveig ólst upp á Leifsstöðum en jörðin sem er á móti Kjarnaskógi austan megin í firðinum er í eigu föður hennar. Erwin er hins vegar hollenskur en honum kynntist Þóra Sólveig í Listaháskóla Íslands þar sem þau námu myndlist Meira
12. júní 2024 | Blaðaukar | 1255 orð | 8 myndir

Frá Úganda til Húsavíkur

Sigrún er mannfræðingur frá Háskóla Íslands og starfaði sem menningar- og fjölmenningarfulltrúi Norðurþings áður en hún tók við hótelinu Skúlagarði. Egill hefur verið lausamaður í blaðamennsku frá því að hann lauk meistaranámi frá Kaliforníuháskóla… Meira
12. júní 2024 | Blaðaukar | 1116 orð | 8 myndir

Lífið fyrir norðan er æðislegt

Halldór hefur búið á Akureyri í tæp 20 ár. Hann flutti norður í skóla og hefur ekki flutt aftur enda kann hann einstaklega vel við sig fyrir norðan. „Fljótlega eftir að minni formlegu skólagöngu lauk fór ég að starfa í skemmtanabransanum og… Meira
12. júní 2024 | Blaðaukar | 554 orð | 3 myndir

Svaf í bílnum í útilegu

Hvernig var að alast upp á Grenivík? „Það var yndislegt og stóískt. Fámennt en góðmennt. Ég var í Grenivíkurskóla öll tíu árin og æfði fótbolta og frjálsar íþróttir. Ég var í unglingavinnunni og vann svo líka í Darra-harðfiski á sumrin Meira
12. júní 2024 | Blaðaukar | 33 orð

Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Winkel Jónasdóttir Blaðamenn Marta…

Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Winkel Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is, Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir hanna@mbl.is, Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is Auglýsingar Hilmar Henning Heimisson hilmar@mbl.is … Meira
12. júní 2024 | Blaðaukar | 41 orð

Ævintýrin gerast í tjaldinu

Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir kynntist hirðingjatjöldum á ferðum sínum um heiminn. Þegar hún og fjölskylda hennar fluttu til Íslands ákváðu þau að prófa að búa í tjaldi. Hún segir að fólk nái betri tengingu við náttúruna með því að sofa í tjaldi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.