Greinar fimmtudaginn 13. júní 2024

Fréttir

13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 376 orð | 1 mynd

27 þús. fermetrar bættust við

Flatarmál hótela og annarra gistirýma hefur aukist mikið á undanförnum árum. Alls bættust tæplega 27 þúsund fermetrar við hótel og önnur gistirými á landinu á seinasta ári. Um seinustu áramót voru heildarfermetrar allra hótela og gistirýma landsins… Meira
13. júní 2024 | Fréttaskýringar | 551 orð | 4 myndir

„Styður við skuldbindingar Íslands“

Til stendur að reisa 120 þúsund tonna vetnisverksmiðju og 700 þúsund tonna ammoníaksverksmiðju á Grundartanga. Gert er ráð fyrir 130 milljarða útflutningsverðmæti á ári þegar verksmiðjan verður fullbyggð Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 814 orð | 3 myndir

Aðkallandi húsnæðisþörf VMA mætt

Reisa á 1.500 fermetra nýbyggingu fyrir verknámsbrautir við Verkmenntaskólann á Akureyri og þar með verður bætt úr langvarandi og aðkallandi húsnæðisþörf. Samningur um bygginguna var undirritaður í maí af Ásmundi Einari Daðasyni menntamálaráðherra,… Meira
13. júní 2024 | Erlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Allt kapp lagt á að ná samkomulagi

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hét því í gær að leitast við að ná samkomulagi um vopnahlé á Gasa, þrátt fyrir að ekki væru allar kröfur Hamas ásættanlegar. Hann sagði að í samráði við sáttasemjara Katar yrði reynt að ná samkomulagi Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Bogomil Font og hljómsveit koma fram á Sumarjazzi í Salnum

Bogomil Font heldur tónleika í forsal Salarins í Kópavogi í dag, 13. júní, með hljómsveit sinni og eru þeir liður í tónleikaröðinni Sumarjazz í Salnum. Hljómsveitina skipa auk Bogomils, sem sér um söng og slagverk, þeir Einar Scheving á trommur,… Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Dýrustu íbúðirnar seldust strax

Mikill áhugi var á nýjum íbúðum í Gróttubyggð á Seltjarnarnesi þegar sala hófst fyrir tæpum tveimur vikum. Um þriðjungur þeirra íbúða sem þá fór í sölu seldist strax. „Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Daði Hafþórsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Ekkert verður af Þjóðaróperunni

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Ekki er útlit fyrir að frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra um Þjóðaróperu nái fram að ganga á yfirstandandi þingi, en fjárheimildir ráðuneytisins duga ekki til þess að fjármagna það mál. Fjármununum verður þess í stað varið í listamannalaun. Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Flestar eru uppaldar á Akureyri

Þór/KA teflir fram flestum uppöldum leikmönnum í Bestu deild kvenna í fótbolta á þessu tímabili og á líka flesta leikmenn í deildinni í heild sinni. Átján uppaldir Akureyringar hafa spilað með liðinu í fyrstu sjö umferðunum og sjö til viðbótar með öðrum liðum Bestu deildarinnar Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 731 orð | 2 myndir

Flugvöllur kostar hundruð milljarða

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir það mundu kosta hundruð milljarða að byggja annan alþjóðaflugvöll sem geti sinnt tengiflugi líkt og Keflavíkurflugvöllur. Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 374 orð | 1 mynd

Framkvæmdir fram úr heimildum

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Kostnaður Vegagerðarinnar vegna framkvæmda við Hornafjarðarfljót hefur farið fram úr gildandi fjárheimildum Alþingis svo milljörðum skiptir, en í aðgerðaáætlun samgönguáætlunar sem tekur til áranna 2020 til 2024 er gert ráð fyrir framkvæmdafé til verkefnisins upp á 4,9 milljarða á tímabilinu. Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 722 orð | 5 myndir

Franskur ísbrjótur á ísbjarnaslóð

Gosmóðan gefur dulúðugan blæ á höfnina við Skarfabakka þennan morgun sem blaðamaður á leið í franska könnunarskipið og ísbrjótinn Le Commandant Charcot. Fyrsta tvinnskipið (e. hybrid) meðal skemmtiferðaskipa sem siglir á norðurslóðum og eini ísbrjóturinn sem hefur verið byggður sem farþegaskip Meira
13. júní 2024 | Erlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Fundur G7-ríkjanna hefst í dag

Fundur leiðtoga G7-ríkjanna hefst í dag á Ítalíu og stendur fram á laugardag. Vaxandi spenna á heimsvísu verður rædd á fundinum, einkum sem snýr að Úkraínu og Mið-Austurlöndum. Joe Biden Bandaríkjaforseti, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Fumio… Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Gleðistundir á Kvoslæk í sumar

Menningarviðburðir á Kvoslæk í Fljótshlíð, sem ábúendur, hjónin Björn Bjarnason og Rut Ingólfsdóttir, hafa staðið fyrir mörg undanfarin ár, hefjast um helgina. Alls verða fjórir viðburðir í sumar. Fyrstur til að mæta er Óttar Guðmundsson læknir, sem … Meira
13. júní 2024 | Fréttaskýringar | 654 orð | 2 myndir

Google-félag hannar kerfi í eldistækni

Nýrri gervigreindartækni hugbúnaðarfyrirtækisins Tidal vex nú hratt fiskur um hrygg en búnaðurinn, sem er snjallt myndavélakerfi, greinir velsæld fiska í sjókvíum. Þróunarstjóri fyrirtækisins, Kira Smiley, hélt erindi á Hringborði hafs og eldis,… Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Hlaut lífshættulega áverka í hnífaárás

Karlmaður var stunginn með hnífi í heimahúsi í Súðavík aðfaranótt miðvikudags og var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Maðurinn er úr lífshættu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hlaut hann alvarlega áverka í árásinni Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Höfnuðu beiðni um sameiningu

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur hafnað beiðni frá hreppsnefnd Ásahrepps um að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Ásahreppur sendi nýverið erindi til bæði Rangárþings ytra og Rangárþings eystra þessa efnis Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Icewear mætir í dalinn

Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í ár og næsta ár. Fyrirtækið mun framleiða fatnað og annan varning sérmerktan hátíðinni og verður hann til sölu í Dalnum. Vörurnar verða kynntar á næstu vikum í vefverslunum Icewear Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Íbúar kvarta ítrekað yfir skemmtistaðnum Skor

„Við skynjum ekki neinn raunverulegan vilja hjá Regin til þess að leysa þetta mál,“ segir Böðvar Héðinsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið en íbúar við Kolagötu 1, hjá Hafnartorgi, hafa kvartað undan skemmtistaðnum Skor á fyrstu hæð hússins Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 220 orð

Kostar hundruð milljarða

Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia telur að það geti kostað 300-500 milljarða króna að byggja nýjan alþjóðaflugvöll sem byði upp á tengiflug líkt og Keflavíkurflugvöllur. Tilefnið er umræða um öryggi Keflavíkurflugvallar vegna tíðra jarðhræringa … Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Lárus Þorvaldur Guðmundsson

Lárus Þorvaldur Guðmundsson, fyrrverandi prófastur og sendiráðsprestur, lést þriðjudaginn 4. júní síðastliðinn, 91 árs að aldri. Lárus fæddist á Ísafirði 16. maí 1933. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist með cand Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 599 orð | 4 myndir

Líforkuver fær fyrstu lóðina

Fyrstu lóðinni á Dysnesi hefur verið úthlutað til Líforkuvers ehf. sem hyggst á næstu árum reisa þar samnefnt líforkuver. Alls eru skipulagðar um 30 iðnaðarlóðir á svæðinu og hefur áhugi á þeim verið að aukast Meira
13. júní 2024 | Fréttaskýringar | 844 orð | 4 myndir

Loftslagsráðstefna hafi borið ávöxt

Það var í svartasta skammdeginu síðasta haust sem forystusveit úr stjórnmálum og atvinnulífi þjóðarinnar lagði á sig langt og strangt ferðalag til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28 Meira
13. júní 2024 | Fréttaskýringar | 824 orð | 4 myndir

Nelson fyrstur fuglaleið til Íslands

SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 547 orð | 2 myndir

Ómótstæðilegur kolagrillaður hamborgari Snædísar

Í tilefni þess og 80 ára afmælis lýðveldisins 17. júní næstkomandi deilir Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, yfirmatreiðslumaður ION hótels og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins, með lesendum Morgunblaðsins uppskriftinni að sínum uppáhaldshamborgara Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Óvissa um þinglok

„Það er nú orðið nokkuð ljóst að við munum ekki halda starfsáætlun sem gerði ráð fyrir að við myndum ljúka þingstörfum á föstudaginn, þannig að fyrirsjáanlegt er að við munum þurfa að bæta nokkrum dögum við,“ segir Birgir Ármannsson… Meira
13. júní 2024 | Fréttaskýringar | 1154 orð | 2 myndir

Segir ríkið standa í veginum

Baksvið Kristján Jónsson kris@mbl.is Kristrún Lind Birgisdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri skólaráðgjafarinnar Ásgarðs, segir ríkið standa í vegi fyrir skólaþróun á Íslandi. Með því að halda áfram útgáfu á einsleitu kennsluefni verði staðan í skólum landsins ekki bætt. Kennarar þurfi á fjölbreyttari tækjum og tólum að halda en við því sé ekki brugðist. Meira
13. júní 2024 | Erlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Skoða leiðir til að fjölga hermönnum

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Til skoðunar er nú í Þýskalandi að setja á laggirnar nýtt fyrirkomulag í tengslum við herþjónustu. Verða þá ungir menn skyldaðir til að skrá sig til hugsanlegrar herþjónustu. Þýski varnarmálaráðherrann, Boris Pistorius, leggur þó áherslu á að ekki sé verið að endurvekja herskyldu í landinu. Sjálfboðaliðar verði áfram hryggjarstykki Þýskalandshers. Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Sólfarið gleður ferðamenn þótt sólin sé víðsfjarri

Sólfarið, höggmyndin fræga sem prýðir sjávarsíðuna, er orðið eitt af helstu kennileitum Reykjavíkur. Hinir mörgu angar draumabátsins koma sér vel þegar börn jafnt sem fullorðnir klöngrast upp á verkið til að stilla sér upp fyrir myndir sem munu… Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Spyr um heiðursofbeldi hér á landi

Lögð hefur verið fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra um heiðurstengt ofbeldi og umfang þess hér á landi. Er það Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem það gerði og greinir frá því í aðsendri grein hér í Morgunblaðinu Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 467 orð | 1 mynd

Stjórnaði Dönsku þjóðarhljómsveitinni

„Þetta var magnað,“ segir söngkonan, fiðluleikarinn og hljómsveitarstjórinn Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir um útskriftartónleika úr Malko-hljómsveitarstjóraakademíunni í Kaupmannahöfn í liðinni viku, en þá stjórnaði hún Dönsku þjóðarhljómsveitinni í flutningi á 4 Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Sumarverkin kalla og sláttuvélin líka

Júní er genginn í garð sem fyrir mörgum markar raunverulegt upphaf hins íslenska sumars. Þá þarf að huga að ýmsu, bera á palla, vökva og slá garðinn, svo fátt eitt sé nefnt. Er því ekki seinna vænna en að dusta rykið af sláttuvélinni og gera sig kláran í sumarverkin. Meira
13. júní 2024 | Erlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Tíu milljónir hafa nú flúið Súdan

Yfir 10 milljón manns hafa nú flúið stríðsátökin í Súdan, um fjórðungur íbúa landsins. Rúmar sjö milljónir manna flúðu heimili sín eftir að stríðsátök brutust út á milli stjórnarhers Súdans og RSF-uppreisnarhersins, en tæpar þrjár milljónir höfðu þegar flúið Súdan vegna fyrri átaka Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Tónlistarsagan varðveitt í 24 ár

Í næstu viku verða 24 ár liðin frá opnun tónlistarsafnsins Melódíur minninganna á Bíldudal. Nú er að koma að kaflaskilum í sögu safnsins en Jón Kr. Ólafsson eigandi þess vonast eftir að koma öllum safnmunum inn í Rokksafnið í Reykjanesbæ eftir sumarið Meira
13. júní 2024 | Fréttaskýringar | 866 orð | 2 myndir

Villi um fyrir Alþingi

Baksvið Andrea Sigurðardóttir andrea@mbl.is Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 155 orð

Þjóðaróperan út í kuldann

Allt bendir til að ekkert verði af samþykkt frumvarps um Þjóðaróperu sem Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra lagði fram á Alþingi og er nú til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 528 orð | 2 myndir

Þjóðin heldur upp á 80 ára afmæli

Lýðveldi Íslands verður 80 ára á þjóðhátíðardaginn 17. júní og af því tilefni verða ýmsir viðburðir víða um land. Margrét Hallgrímsdóttir, skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu og formaður afmælisnefndar, sagði í samtali að fyrst bæri að nefna útgáfu bókarinnar Fjallkonan Meira
13. júní 2024 | Fréttaskýringar | 414 orð | 3 myndir

Ævar, Birgitta og Yrsa á toppnum

Ævar Þór Benediktsson er vinsælasti rithöfundur á Íslandi ef horft er til útlána á bókasöfnum árið 2023. Bækur hans voru lánaðar út samtals um 29 þúsund sinnum. Barnabókahöfundarnir Birgitta Haukdal og Yrsa Þöll Gylfadóttir njóta litlu minni vinsælda með ríflega 27 þúsund útlán Meira
13. júní 2024 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Ökumenn látnir bíða eftir engu

Búið er að loka fyrir almenna umferð ökutækja ofarlega á Laugavegi í Reykjavík, mitt á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar. Í stað umferðargötu má nú þar finna göngugötu. En þrátt fyrir þá breytingu eru gömlu umferðarljósin enn virk Meira

Ritstjórnargreinar

13. júní 2024 | Leiðarar | 662 orð

Rannsóknardómarinn í Efstaleiti

Varasamar verklagsreglur Rúv. Meira
13. júní 2024 | Staksteinar | 215 orð | 2 myndir

Villta vestrið og skammbyssa

Það er þekkt að stundum verða harðindin svo mikil að hvaðeina flokkast sem nýtileg tugga. Það sannaðist á Hunter Biden. Sá á ókræsilegan feril eftir að hafa sinnt braski, heima sem heiman, í skjóli föður síns Joes. Meira

Menning

13. júní 2024 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Aðsókn að Furiosu undir væntingum

Nýjasta kvikmyndin í Mad Max-bálkinum, Furiosa: A Mad Max Saga, hefur notið furðulítillar aðsóknar í kvikmyndahúsum víða um lönd og hefur það valdið framleiðendum vonbrigðum Meira
13. júní 2024 | Fólk í fréttum | 322 orð | 1 mynd

Allt annar bæjarbragur og stemning í fólki

Það verður sannkölluð EM-stemning við Brúartorg í miðbæ Selfoss í sumar. Komið verður upp stórum skjá eins og fyrri ár og miðbær fótboltans búinn til. „Allir EM-leikir verða sýndir í beinni, það verður umfjöllun um leikina og í framhaldi af því viðburðir í kringum skjáinn Meira
13. júní 2024 | Fólk í fréttum | 419 orð | 10 myndir

Alvörufrí eða Instagram-frí?

Fólk sem býr á hjara veraldar þarf nauðsynlega á því að halda að fá smá sól í andlitið og fylla kroppinn af D-vítamíni. Það skiptir máli að nota hverja stund sem býðst til þess að slaka svolítið á og hafa það gott Meira
13. júní 2024 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Andrea Gylfa syngur með Sálgæslunni

Sumarjazzinn á Jómfrúnni heldur áfram og á þriðju tónleikum sumarsins, laugardaginn 15. júní, kemur fram hljómsveitin Sálgæslan, djass- og blúshljómsveit saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar. Auk hans skipa hljómsveitina þeir Þórir Baldursson á… Meira
13. júní 2024 | Menningarlíf | 80 orð | 1 mynd

Francoise Hardy látin, 80 ára

Francoise Hardy lést 11. júní, áttræð að aldri. Hardy var frönsk söng- og leikkona sem og lagahöfundur og einkum kunn af tregafullum ballöðum. Hún kom fram á sjónarsviðið á sjöunda áratugnum og sló í gegn með laginu „Tous les garçons et les filles“ Meira
13. júní 2024 | Menningarlíf | 205 orð | 1 mynd

Hans bæjarlistamaður

Hans Jóhannsson fiðlusmíðameistari var nýverið útnefndur bæjarlistamaður Garðabæjar en athöfnin fór fram í Sveinatungu. Við sama tækifæri var Manfreð Vilhjálmsson arkitekt heiðraður fyrir ómetanlegt ævistarf Meira
13. júní 2024 | Fjölmiðlar | 210 orð | 1 mynd

Hin blíðlega afsökunarbeiðni RÚV

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Heiðar Örn Sigurfinnsson eru blíðlega foreldraleg í auglýsingu sem RÚV sýnir nú á besta sýningartíma. Þar tilkynna þau okkur að fréttatími RÚV verði næstu vikur klukkan 21.00 í stað 19.00 Meira
13. júní 2024 | Menningarlíf | 307 orð | 1 mynd

Hugmyndir um sjálfið

Andspænis áhorfandanum standa karl og kona og horfa beint í myndavélina, klædd í peysuföt og upphlut. Bak við þau er álverið í Straumsvík. Parið stendur stolt fyrir miðju myndarinnar og ber höfuðið hátt Meira
13. júní 2024 | Menningarlíf | 159 orð | 1 mynd

Hvernig er hægt að sýna hljóð?

Sýningin Rás, sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík, verður opnuð í dag, fimmtudaginn 13. júní, kl. 17-19. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Aki Onda, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Hildur Elísa Jónsdóttir og Logi Leó Gunnarsson Meira
13. júní 2024 | Bókmenntir | 862 orð | 3 myndir

Lífinu forðað frá gleymskunni

Skáldsaga Það liðna er ekki draumur ★★★★½ Eftir Theodor Kallifatides. Hallur Páll Jónsson íslenskaði. Dimma, 2024. Mjúk kápa, 297 bls. Meira
13. júní 2024 | Fólk í fréttum | 264 orð | 2 myndir

Með heimamanninn með sér í liði

„Við höfum haft heimamanninn með okkur í liði frá fyrsta degi,“ segir Árni Leósson, einn rekstraraðila veitingastaðanna Röstí, Takkó, Romano og Samúelsson, sem allir eru í mathöllinni í Mjólkurbúinu í miðbæ Selfoss Meira
13. júní 2024 | Menningarlíf | 533 orð | 3 myndir

Myndlist er eins og svæðanudd

Á sýningunni Mæling í Berg Contemporary við Klapparstíg sýnir Haraldur Jónsson ný verk, unnin í ýmiss konar miðla. Þetta er í þriðja sinn sem Haraldur sýnir í galleríinu. „Ég hef allt frá upphafi unnið í marga miðla Meira
13. júní 2024 | Menningarlíf | 1280 orð | 4 myndir

Órafmögnuð söngtónlist er kjarninn

„Á dagskránni í ár eru átta tónleikar og mjög margir sem taka virkan þátt en á hátíðinni eru 80 tónlistarmenn, aðallega söngvarar en líka hljóðfæraleikarar og stjórnendur. Að auki eru líka ýmis námskeið en við sýnum kannski svolítið breiða… Meira
13. júní 2024 | Fólk í fréttum | 463 orð | 1 mynd

Skiptu um stefnu og viðtökurnar góðar

Árni B. Hafdal Bjarnason er búsettur á Selfossi og rekur veitingastaðinn Fröken Selfoss og heimsins skemmtilegustu ísbúð að hans sögn, Groovís. Hann segir nýja miðbæinn hafa gjörbreytt bænum. „Áður en þetta kom þá var ekki neitt Meira
13. júní 2024 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Takast á við Ameríku í verkum sínum

Tvær sýningar verða opnaðar í Kling & Bang í dag, fimmtudaginn 13. júní, annars vegar Silfurgjá eftir Guðrún Mörtu Jónsdóttur og hins vegar Óþægileg blæbrigði eftir Magnús Sigurðarson Meira
13. júní 2024 | Menningarlíf | 133 orð | 1 mynd

Verk eftir Erling Jónsson og úr safneign

Tvær sýningar voru opnaðar í Listasafni Reykjanesbæjar í gær í 30 ára afmælisviku bæjarins. Annars vegar er um að ræða einkasýningu með verkum Erlings Jónssonar (1930-2022) en hins vegar sýningu á verkum úr safneign sem ber yfirskriftina Inn í ljósið Meira

Umræðan

13. júní 2024 | Aðsent efni | 517 orð | 1 mynd

Ekkert sérstakur vaxtastuðningur

Sérstakur vaxtastuðningur vinnur gegn yfirlýstu markmiði stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um að ná niður verðbólgu. Meira
13. júní 2024 | Aðsent efni | 158 orð | 1 mynd

Er skynsemi komin í kortin?

Eitthvað virðist farið að örla á eðlilegum samdrætti í efnahagslífinu og einhverjir byrjaðir að spyrna fótum við gegndarlausri lúxuseyðslu eins og hönnunarbrúm og yfirvöxnum byggingum banka á vegum ríkisins Meira
13. júní 2024 | Aðsent efni | 715 orð | 1 mynd

Gott að eldast? – Gjalddagi gamlingjanna

Ég tek þá mér til fyrirmyndar og hef sama háttinn á og býð öllum Íslendingum í 150 ára afmæli mitt árið 2100. Meira
13. júní 2024 | Aðsent efni | 508 orð | 1 mynd

Heiðurstengt ofbeldi ekki velkomið á Íslandi

Hér á okkar friðsæla jafnréttislandi eiga allir að fá sömu skilaboðin um að kynbundið ofbeldi sé ekki liðið. Meira
13. júní 2024 | Aðsent efni | 397 orð | 1 mynd

Hetjur óskast!

Að gefa blóð tekur um 30 mínútur og eru starfsmenn Blóðbankans sérfræðingar í að láta þér líða vel meðan á ferlinu stendur. Svo eru veitingar í boði. Meira
13. júní 2024 | Pistlar | 374 orð | 1 mynd

Hvað hefur virkað og hvað má bæta?

Útflutningsverðmæti í hugverka- og tæknigeiranum hafa á síðastliðnum sjö árum aukist um 150 milljarða króna. Samhliða því hefur starfsfólki í greinunum fjölgað um nokkur þúsund. Á þessum tíma hefur nýsköpunarumhverfið tekið stakkaskiptum, en þann… Meira
13. júní 2024 | Aðsent efni | 462 orð | 1 mynd

Kjör unglinga ítrekað skert í Vinnuskóla Reykjavíkur

Vinstri meirihlutinn í borgarstjórn sendir unglingum í Reykjavík kaldar kveðjur með ítrekaðri kjaraskerðingu. Meira
13. júní 2024 | Aðsent efni | 562 orð | 1 mynd

Listaháskóli með fararsniði

Má ekki gera þær kröfur til forsvarsmanna Listaháskólans að þeir skýri fyrir okkur hvers vegna aldrei hefur verið þrýst á opinbera aðila að gera skólanum kleift að nýta allt húsið í Laugarnesi? Meira

Minningargreinar

13. júní 2024 | Minningargreinar | 895 orð | 1 mynd

Agnar Wiium Ástráðsson

Agnar Wiium Ástráðsson fæddist 18. ágúst 1947 í Reykjavík. Hann lést 21. maí 2024 á Hrafnistu Laugarási. Foreldrar Agnars voru Elsa Kristín Wiium húsfreyja, f. 29. desember, d. 2012, og Ástráður Hólm Þórðarson múrarameistari, f Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2024 | Minningargreinar | 394 orð | 1 mynd

Guðni Guðmundsson

Guðni Guðmundsson fæddist 30. september 1942. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 16. maí 2024. Foreldrar hans voru Þórlaug Svava Guðnadóttir, f. 2. desember 1924, og Guðmundur J. Kristjánsson, f Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2024 | Minningargreinar | 499 orð | 1 mynd

Magnús Eric Kolbeinsson

Magnús Eric Kolbeinsson fæddist 7. nóvember 1951. Hann lést 2. júní 2024. Útför Magnúsar fór fram 12. júní 2024. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2024 | Minningargreinar | 2983 orð | 1 mynd

Sonja Diego

Sonja Diego fæddist í Reykjavík 7. október 1936. Hún lést á Landakoti 1. júní 2024. Foreldrar Sonju voru Svanfrid Auður Diego, f. 4. apríl 1917 í Valdres í Noregi, d. 17. apríl 1993, og Friðrik Aðalsteinn Diego, deildarstjóri Alþjóðaflugmálastofnunarinnar á Íslandi, f Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2024 | Minningargreinar | 1493 orð | 1 mynd

Viðar Sýrusson

Viðar Sýrusson, löggiltur rafverktaki, fæddist í Reykjavík 3. júní 1958. Hann lést 3. júní 2024. Foreldrar hans voru hjónin Sýrus Guðvin Magnússon, f. 27. desember 1931, d. 8. maí 2010, og Matthildur Katrín Jónsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

13. júní 2024 | Sjávarútvegur | 239 orð | 1 mynd

Jákvæðar útflutningstölur

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam rúmlega 3,2 milljörðum króna í maí og er það 80% aukning frá sama mánuði í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum ársins er verðmætið því komið í 22,2 milljarða króna, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands Meira
13. júní 2024 | Sjávarútvegur | 440 orð | 1 mynd

Verkefnastaðan góð og horfur jákvæðar

Tilkynnt var um það í ágúst á síðasta ári að Skaginn 3X myndi loka starfsstöð sinni á Ísafirði og að öllum starfsmönnum yrði sagt upp. Nokkrir þeirra sem misstu störf sín létu það þó ekki á sig fá og stofnuðu ásamt öðrum nýtt fyrirtæki undir merkjum … Meira

Viðskipti

13. júní 2024 | Viðskiptafréttir | 261 orð | 1 mynd

Óbreyttir stýrivextir vestanhafs

Bandaríski Seðlabankinn ákvað í gær að halda stýrivöxtum vestanhafs óbreyttum á bilinu 5,25 – 5,5%. Vextir bankans hafa ekki verið hærri í rúma tvo áratugi. Samhliða því gaf bankinn það út að ekki mætti búast við vaxtalækkun fyrr en í fyrsta… Meira

Daglegt líf

13. júní 2024 | Daglegt líf | 1107 orð | 2 myndir

Þá var gaman, mikið sungið og spilað

Nú eru sextíu ár síðan ég steig í fyrsta sinn á íslenska jörð,“ segir Marentza Poulsen, en 10. júní árið 1964 flutti hún með foreldrum sínum og þremur bræðrum til Íslands frá Færeyjum. „Þá var ég 13 ára en varð fjórtán um haustið og… Meira

Fastir þættir

13. júní 2024 | Dagbók | 105 orð | 1 mynd

„Er ógeðslega léleg að elda“

Söng- og leikkonan Elín Sif Hall er ánægð með að hafa fólk í kringum sig sem eldar fyrir hana og er hún dugleg að koma sér annað í matarboð. Þau Regína Ósk, Ásgeir Páll og Jón Axel í Skemmtilegu leiðinni heim eiga það til að hringja í þekkta einstaklinga og spyrja út í kvöldmatinn Meira
13. júní 2024 | Í dag | 112 orð | 1 mynd

Kaja Þrastardóttir

60 ára Kaja er Reykvíkingur, ólst upp í Hlíðunum og býr þar. Hún er stúdent frá MH og með diplómu í viðskipta- og rekstrarfræði frá HÍ. Hún starfar á launaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Áhugamál Kaju eru fjallgöngur og lestur Meira
13. júní 2024 | Í dag | 56 orð

Lesandi fann að því að sumir töluðu um háreysti í hvorugkyni: Bölvað…

Lesandi fann að því að sumir töluðu um háreysti í hvorugkyni: Bölvað háreysti er þetta! En í Ritmálssafni eru mun fleiri dæmi um það en kvenkynið. Hvorugkynsdæmunum fækkar að vísu þegar nær dregur okkar tíma og í Íslenskri nútímamálsorðabók er kvenkynið eitt eftir Meira
13. júní 2024 | Í dag | 229 orð

Ómar feigðarboð

Á Boðnarmiði yrkir Gunnar J. Straumland: Tíðin bjarta Það er löngum þrautaráð að þykjast sáttur þegar yfir þyrmir háttur þyngri en lífsins töframáttur. Þó er betra að þiggja ráð frá þíðum vindi sem tjáir mér að leiki í lyndi lífsgöngunnar mesta yndi; vorið sem að vekur gleði og von í hjarta Meira
13. júní 2024 | Í dag | 34 orð | 1 mynd

Reykjavík Kári Geir Cabodil Jaredsson fæddist föstudaginn 29. desember…

Reykjavík Kári Geir Cabodil Jaredsson fæddist föstudaginn 29. desember 2023 kl. 23.03 á Landspítalanum. Hann var 3,47 kg þungur og 51 cm á lengd. Foreldrar hans eru Jared Guðni Gerhardsson og Esther Cabodil Gerhardsson. Meira
13. júní 2024 | Í dag | 918 orð | 4 myndir

Sinnir núna sex störfum

Selma Lóa Björnsdóttir fæddist 13. júní 1974 í Reykjavík en ólst upp í Garðabænum. Hún gekk í Flataskóla og Garðaskóla og varð stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1994. Fimm ára gömul fór Selma að læra á selló sem hún æfði í þrjú ár Meira
13. júní 2024 | Í dag | 171 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. Rf3 Rf6 5. Re5 Rbd7 6. Bd3 g6 7. 0-0 Bg7 8. c4 0-0 9. Rc3 Rxe5 10. dxe5 Rg4 11. Rxd5 Rxe5 12. Be2 e6 13. Rc3 Bd7 14. Db3 Bc6 15. Bf4 h5 16. Rb5 Df6 17. Be3 Rg4 18. Bxg4 hxg4 19 Meira
13. júní 2024 | Í dag | 182 orð

Strik í reikninginn. N-AV

Norður ♠ ÁK72 ♥ ÁK5 ♦ 5 ♣ ÁD1054 Vestur ♠ G54 ♥ 98762 ♦ Á1094 ♣ 3 Austur ♠ D1093 ♥ – ♦ K8762 ♣ G987 Suður ♠ 86 ♥ DG1043 ♦ DG3 ♣ K62 Suður spilar 6♥ Meira
13. júní 2024 | Dagbók | 34 orð | 1 mynd

Þvargað undir þinglok

Þinglausnir eru á næsta leiti og jagast og samið í stjórnarliðinu um það hvaða mál nái fram að ganga og hver ekki. Stjórnarandstöðuþingmennirnir María Rut Kristinsdóttir og Bergþór Ólason lýsa sinni sýn á ástandið. Meira

Íþróttir

13. júní 2024 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd

Enn á ný koma upp á yfirborðið fréttir af því hversu kostnaðarsamt það er…

Enn á ný koma upp á yfirborðið fréttir af því hversu kostnaðarsamt það er fyrir fjölskyldur í landinu að eiga efnileg börn og ungmenni sem ná svo langt að komast í landslið Íslands í sínum íþróttagreinum Meira
13. júní 2024 | Íþróttir | 490 orð | 1 mynd

Flestar í Bestu deild kvenna eru frá Akureyri

Flestir leikmenn í Bestu deild kvenna í fótbolta á yfirstandandi keppnistímabili eru uppaldir á Akureyri. Alls koma 25 leikmenn í deildinni í ár frá Akureyrarliðunum Þór og KA og flestar spila konurnar með sameiginlegu liði félaganna, Þór/KA Meira
13. júní 2024 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Genoa vill fá fimm milljarða

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er enn og aftur til umfjöllunar í ítölskum fjölmiðlum. Í gær sögðu þeir að enska félagið Tottenham væri í viðræðum við Genoa um kaup á Alberti en samkvæmt þeim vill Genoa fá 30 til 35 milljónir evra, eða í… Meira
13. júní 2024 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Gömul hetja Lakers fallin frá

Jerry West, einn besti körfuboltamaður heims á árum áður, er látinn, 86 ára að aldri. West varð meðal annars ólympíumeistari með Bandaríkjunum árið 1960 og NBA-meistari með Los Angeles Lakers árið 1972 Meira
13. júní 2024 | Íþróttir | 346 orð | 2 myndir

Handknattleiksmaðurinn reyndi Kári Kristján Kristjánsson ætlar að leika…

Handknattleiksmaðurinn reyndi Kári Kristján Kristjánsson ætlar að leika áfram með ÍBV á næsta tímabili. Kári gaf til kynna í vor að hann myndi leggja skóna á hilluna en hann staðfesti við Vísi í gær að hann myndi leika áfram með Eyjamönnum næsta vetur Meira
13. júní 2024 | Íþróttir | 631 orð | 2 myndir

Hvað gerir 39 ára gamall Ronaldo?

Evrópumótið í knattspyrnu karla í Þýskalandi hefst annað kvöld með leik Þýskalands og Skotlands. Þjóðirnar í E-riðli hefja leik mánudaginn 17. júní og þjóðirnar í F-riðli degi síðar. Morgunblaðið lýkur yfirferð sinni á riðlum mótsins með síðustu tveimur í dag Meira
13. júní 2024 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

ÍBV fær liðsauka frá Kósóvó

Yllka Shatri, handknattleikskona frá Kósóvó, er gengin til liðs við ÍBV. Hún kemur frá meistaraliði þjóðar sinnar, Istogu, sem er hennar uppeldisfélag en Yllka er 23 ára gömul og leikur á línunni. Hún samdi við ÍBV til eins árs með möguleika á árs framlengingu Meira
13. júní 2024 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

Varð Spánverji á föstudag og vann gull

Spánverjinn Jordan Díaz skráði sig á spjöld sögunnar í fyrrakvöld þegar hann varð Evrópumeistari í þrístökki karla á Evrópumótinu í Róm. Díaz átti þriðja lengsta stökk sögunnar þegar hann sveif 18,18 metra Meira
13. júní 2024 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Þrjú EM-gull í röð hjá Warholm

Norðmaðurinn Karsten Warholm hélt áfram sigurgöngu sinni á EM í frjálsíþróttum í fyrrakvöld þegar hann sigraði í 400 m grindahlaupi í Róm. Hann hefur þar með orðið Evrópumeistari í greininni þrisvar í röð og hljóp vegalengdina á 46,98 sekúndum, sem er mótsmet Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.