Greinar mánudaginn 17. júní 2024

Fréttir

17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 298 orð | 2 myndir

„Hefði getað farið verr“

Stefnt verður að opnun Kringlunnar á morgun í kjölfar þess að loka þurfti húsnæðinu eftir eldsvoða í þaki hússins á laugardaginn. Guðni Aðalsteinsson, stjórnarformaður Kringlunnar, segir að nú komi til með að reyna á tryggingar verslanaeigenda og… Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Bellingham hetja Englands í naumum sigri á Serbíu í fyrsta leik

Jude Bellingham reyndist hetja Englands þegar hann skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri á Serbíu í fyrstu umferð C-riðils EM 2024 í knattspyrnu karla í Þýskalandi í gærkvöldi. Í sama riðli gerðu Danmörk og Slóvenía jafntefli, 1:1, í gær Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Bjart og þurrt á 17. júní

Veðurspáin frá Veðurstofu Íslands sýnir að í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, verði yfirleitt þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi og fremur hæg breytileg átt á landinu öllu, eða um 0-5 metrar á sekúndu Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Dómsalur gæti nýst ríkisstjórn

Svo gæti farið að ríkisstjórn Íslands fengi fundaraðstöðu í gamla hæstaréttarhúsinu við Lindargötu í Reykjavík. Er þetta meðal þess sem fram kemur hjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í viðtali við Morgunblaðið en að undanförnu hafa framkvæmdir staðið yfir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu Meira
17. júní 2024 | Fréttaskýringar | 837 orð | 3 myndir

Ein latasta eldstöðin vaknar til lífsins

Fréttaskýring Skúli Halldórsson sh@mbl.is Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Gleðilega þjóðhátíð!

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní er í dag, en að þessu sinni er þess sérstaklega minnst að 80 ár eru frá lýðveldisstofnun og að venju eru hátíðarhöld um land allt, en hér að ofan sjást gestir á Þingvöllum í gær taka forskot á sæluna Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 667 orð | 1 mynd

Enn bætt við gjaldsvæðum

Guðrún Sigríður Sæmundsen gss@mbl.is Gjaldsvæði bílastæða í Reykjavík voru útvíkkuð í lok júní 2023. Nú er fyrirhuguð frekari stækkun gjaldsvæða bílastæða líkt og fram kemur í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 77 orð

Farþegar sluppu vel frá bílveltu

Mikil mildi þykir að ekki hafi orðið slys á fólki þegar jeppabifreið valt við bæinn Hesjuvelli fyrir ofan Akureyri í gær. Endaði bíllinn á hvolfi ofan í djúpum skurði og er talinn vera gjörónýtur, enda stórsá á jeppanum af ljósmyndum að dæma Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Fjölskyldur, ungir og aldraðir í rútunni sem valt

Ögmundur Skarphéðinsson, ræðismaður Tékklands á Íslandi, segir betur hafa farið en á horfðist eftir að rúta valt í Öxnadal á föstudag. Hann hrósar hjálparliðum í hástert og segir þá hafa komið myndarlega að björgunaraðgerðum Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Flugmönnum er fækkað

Alls 57 flugmönnum Icelandair hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar tengjast árstíðasveiflum í rekstri félagsins, en alltaf er mest umleikis í starfseminni á sumrin en svo hægir á með haustinu. Uppsagnirnar taka mið af því og láta þeir af störfum 1 Meira
17. júní 2024 | Erlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Fundahöld um frið í Úkraínu

Úkraínsk stjórnvöld lýsa vilja sínum til að ganga á rökstóla með þeim rússnesku í dag og ræða frið í væringum nágrannaríkjanna að því gefnu að Rússar fallist á að kalla hersöfnuð sinn heim frá úkraínsku yfirráðasvæði Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Gamall dómsalur stendur til boða

Ríkisstjórnin hefur að undanförnu fundað í húsakynnum í Skuggasundi þar sem umhverfisráðuneytið var áður til húsa. Unnið er að endurbótum í Ráðherrabústaðnum, hinum hefðbundna fundarstað ríkisstjórnar Íslands Meira
17. júní 2024 | Erlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Gera sig breiða á Suður-Kínahafi

Kínverska landhelgisgæslan hefur nú tök á að fangelsa erlenda ríkisborgara á Suður-Kínahafi eftir innleiðingu nýrrar löggjafar. Kína telur nær allt Suður-Kínahaf tilheyra landhelgi sinni þrátt fyrir tilkall fjölda ríkja í Austur-Asíu til þess, en… Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 244 orð | 11 myndir

Hátíð á helgum stað

Upptaktur þjóðhátíðar og 80 ára afmælis íslenska lýðveldisins var á Þingvöllum í gær þar sem var fjölbreytt dagskrá. Sú hófst nokkru fyrir hádegi með sögugöngu frá Hakinu og niður Almannagjá, þar sem Guðni Th Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Hjólið fer senn að snúast

Parísarhjólið, sem verið hefur í undirbúningi í nokkra mánuði, hefur verið reist á Miðbakka í Reykjavík og búist er við að það verði snúið í gang mjög bráðlega. Þó liggur ekki enn fyrir hvenær nákvæmlega hjólið verði opnað almenningi Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 442 orð | 1 mynd

Jafnaldri lýðveldisins ræktar garðinn sinn

„Mér var sagt að þegar ég fæddist hafi allir verið á Þingvöllum í leiðindaveðri í mikilli rigningu. Mamma var stödd á Hvanneyri hjá systur sinni og pabbi var fyrir norðan að vinna í síld á Siglufirði,“ segir Anna María Ámundadóttir… Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 938 orð | 4 myndir

Kreddutrúin varhugaverð – Almenningur hefur áhrif – Skilyrðin eru áfram góð

„Sjálfstæði og fullveldi hafa skapað Íslendingum tækifæri. Hér hefur tekist að skapa samfélag mikilla lífsgæða og aðstæður sem eru eftirsóknarverðar,“ segir Berglind Harpa Svavarsdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings, varaþingmaður og formaður Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Leggjast gegn breytingu

Þær lausnir sem hugnast bönkunum varðandi greiðslumiðlun á Íslandi þurfa ekki endilega að vera þær sem gagnast hagsmunum almennings, segir meðal annars í umsögn Neytendasamtakanna vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 250 orð | 2 myndir

Lilja ræðumaður á Hrafnseyri í dag

Íslenska tungu þarf að vernda en um leið sækja fram, segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Hún flytur aðalræðuna á Hrafnseyrarhátíð sem venju samkvæmt er í dag, 17. júní, og segist þar munu ræða um íslenskuna Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 1091 orð | 2 myndir

Lýðveldið grunnur að lífskjarasókn

Viðtal Kristján Jónsson kris@mbl.is „Ég vil ávallt gera þessum tímamótum okkar Íslendinga hátt undir höfði hvort sem það er fullveldisafmæli eða lýðveldishátíð eins og núna þegar lýðveldið á 80 ára afmæli. Mér finnst mikilvægt að við höldum með myndarlegum hætti upp á þessa merkilegustu áfanga í sögu þjóðarinnar,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Reisa íþróttamiðstöð í Búðardal

Framkvæmdir við byggingu íþróttamiðstöðvar í Búðardal hófust í síðustu viku þegar efnilegir íþróttakrakkar af svæðinu tóku fyrstu skóflustungurnar að mannvirkinu. Þetta var gert 11. júní, þann dag þegar Dalabyggð í núverandi mynd varð til með sameiningu nokkurra sveitarfélaga Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 80 orð

Samfylkingin missir bæjarfulltrúa

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, tilkynnti í gær að hún ætlaði sér að segja sig úr Samfylkingunni en hún kveðst ósátt við að þingmenn flokksins hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið svokallaða sem samþykkt var á Alþingi hinn 14 Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Skjálftavirknin hefur tífaldast

Skjálftavirkni í Hofsjökli hefur tífaldast á aðeins nokkrum árum. Ljóst þykir að megineldstöðin, ein sú tilkomumesta á landinu, er að vakna til lífsins. Hvað það þýðir er þó alls óvíst, enda hefur ekki gosið þar frá landnámi og jafnvel aðeins fimm sinnum á síðustu tíu þúsund árum Meira
17. júní 2024 | Erlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Skutu mann vopnaðan öxi

Lögreglumenn á götuvakt í Hamborg í Þýskalandi sáu sitt óvænna í gær þegar maður réðst að þeim vopnaður öxi skammt frá upphitunarsvæði stuðningsmanna hollenska landsliðsins í knattspyrnu sem þar drukku í sig andagift fyrir viðureign liðsins við Pólland Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Stika til Vigdísar

Landvarðafélag Íslands veitti nú um helgina Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, viðurkenningu sína sem er Gyllta stikan. Sú var nú veitt í fyrsta sinn og er ætluð því fólki sem hefur átt einstakt framlag á sviði náttúruverndar,… Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Sundrung spilli ekki þroskabraut

„Tækniframfarir geta orðið svo hraðar að okkur svimar við tilhugsunina. Fjarri fer þó að tækniframförum fylgi sjálfkrafa aukinn siðferðisþroski. Við sem vijum helga líf okkar leit að þekkingu, skilningi og frelsi treystum því að stríð og… Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 338 orð | 2 myndir

Sýna myndlist barna úr Grindavík

María Hjörvar mariahjorvar@mbl.is „Við tökum bara þátt í hátíðarhöldum hvar sem við erum niður komin á landinu,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í samtali við Morgunblaðið um hvernig þjóðhátíðardagurinn lítur út fyrir Grindvíkinga. Meira
17. júní 2024 | Erlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Tvö börn særð eftir skotárás

Að minnsta kosti átta særðust í skotárás í almenningsgarði í útjaðri Detroit í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. Á meðal hinna slösuðu eru tvö börn, annað þeirra er alvarlega sært. Lögreglan telur árásina hafa verið tilviljunarkennda, en ætlaður árásarmaður var 42 ára gamall karlmaður Meira
17. júní 2024 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Ungfrú Ísland stígur á svið ­­í Borgar­leikhúsinu á nýju leikári

Ný leikgerð af verðlaunaskáldsögu rithöfundarins Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland (2018), mun líta dagsins ljós í janúar á næsta ári. Með hlutverk sögupersónanna Heklu, Jóns Johns og Íseyjar fara Íris Tanja Flygenring, Fannar Arnarsson og Birna Pétursdóttir Meira

Ritstjórnargreinar

17. júní 2024 | Leiðarar | 665 orð

17. júní

Áttatíu ára lýðveldisafmæli Meira
17. júní 2024 | Staksteinar | 242 orð | 1 mynd

Ofsafengin mótmæli

Mótmæli hafa ítrekað farið úr böndunum á Íslandi að undanförnu og orðið til þess að fámenn lögregla landsins hefur orðið að grípa til þess að beita piparúða til að hafa einhverja stjórn á aðstæðum. Meira

Menning

17. júní 2024 | Menningarlíf | 60 orð | 1 mynd

1.322.452.800 slög opnuð í Glerhúsinu

Myndlistarmaðurinn Finnbogi Pétursson opnar í dag sýninguna 1.322.452.800 slög sem hverfist um „tímann, andartak sem breytir öllu“ líkt og segir í fréttatilkynningu Meira
17. júní 2024 | Kvikmyndir | 763 orð | 2 myndir

Sjarmatröll í búningi

Netflix Hit Man / Leigumorðingi ★★½·· Leikstjórn: Richard Linklater. Handrit: Richard Linklater, Glen Powell og Skip Hollandsworth. Aðalleikarar: Glen Powell, Adria Arjona og Austin Amelio. 2023. Bandaríkin. 115 mín. Meira
17. júní 2024 | Menningarlíf | 102 orð | 1 mynd

Sýningaropnanir á þjóðhátíðardaginn

Þrjár sýningaropnarnir verða hjá Listasafni Íslands í dag, á þjóðhátíðardaginn. Sýningin … að allir séu óhultir verður opnuð í Safnahúsinu klukkan 15 og sýnir afrakstur myndlistarnámskeiðs fyrir börn sem haldið var í Safnahúsinu í samstarfi við umboðsmann barna Meira
17. júní 2024 | Leiklist | 1379 orð | 7 myndir

Vandinn við að vera manneskja

Nýliðið leikár bauð eins og oft áður upp á töluverða breidd í verkefnavali. Gerðar voru tilraunir með form og innihald, ný íslensk verk voru sem fyrr áberandi og ólíkir söngleikir í boði, en mest bar þó á minni sýningum og einleikjum Meira
17. júní 2024 | Fjölmiðlar | 196 orð | 1 mynd

Það eru bara þrír leikir á dag

Það eru bara þrír leikir á dag, sagði knattspyrnuáhugamaður við ljósvakahöfund og vísaði þar í útsendingar RÚV frá EM. Honum virtist það greinilega fremur lítið. Svona brenglast skynjun knattspyrnuáhugamanna þegar stórkeppni skellur á Meira

Umræðan

17. júní 2024 | Aðsent efni | 583 orð | 1 mynd

Er rafrænt Ísland grautur?

Maður skráir á einum vef og upplýsingarnar safnast fyrir á öðrum og engin bein tengsl á milli. Meira
17. júní 2024 | Aðsent efni | 774 orð | 1 mynd

Farsælt íslenskt lýðveldi í 80 ár

Við Íslendingar þurfum að halda áfram að rækta lýðveldið, fjöreggið okkar … Það gerum við meðal annars með virkri þátttöku þjóðfélagsþeganna, heilbrigðum skoðanaskiptum, þátttöku í kosningum og að fagna áföngum eins og deginum í dag. Meira
17. júní 2024 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd

Fjarðarheiðargöng eða samgöng í Fjarðabyggð um Mjóafjörð?

Samgöng um Mjóafjörð myndu bæta samskipti, verslun og þjónustu milli þessara byggðarlaga sem og við Egilsstaði, flugvöllinn og sjúkrahúsið í Neskaupstað. Meira
17. júní 2024 | Aðsent efni | 602 orð | 1 mynd

Lýðveldi í 80 ár

Í dag, þegar fáninn okkar er dreginn að húni um land allt, skulum við hins vegar standa saman um allt það sem við Íslendingar getum verið stolt af. Meira
17. júní 2024 | Pistlar | 404 orð | 1 mynd

Ríkisstjórn í ruslflokki

Í sjö ár hefur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks setið við völd. Hvað hefur þjóðin mátt þola á þessum tíma? Allt frá Landsréttarmálinu og að lækkun veiðigjalda, til Namibíu/Samherjamálsins og sveltistefnu ríkisins… Meira

Minningargreinar

17. júní 2024 | Minningargreinar | 486 orð | 1 mynd

Ingvar Guðmundsson

Ingvar Guðmundsson fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 4. febrúar 1956. Hann lést 30. maí 2024. Foreldrar hans voru Guðmundur Ingvarsson og Ólöf Ólafsdóttir. Jarðarför hans fór fram í kyrrþey miðvikudaginn 12 Meira  Kaupa minningabók
17. júní 2024 | Minningargreinar | 433 orð | 1 mynd

Sigurður Eiríkur Aðalsteinsson

Sigurður Eiríkur Aðalsteinsson fæddist 19. maí 1953. Hann lést 25. maí 2024. Útförin hans fór fram 4. júní 2024. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

17. júní 2024 | Viðskiptafréttir | 262 orð | 1 mynd

Hlutabréfavísitölur í hæstu hæðum í BNA

Nasdaq-vísitalan sló nýtt met við lokun markaða vestanhafs á föstudag og mældist 17.688 stig en það var fimmta skiptið í röð sem vísitalan hækkaði á milli daga. Nasdaq-vísitalan hefur verið á hraðri uppleið síðan í ársbyrjun 2023, þegar hún mældist… Meira
17. júní 2024 | Viðskiptafréttir | 123 orð | 1 mynd

Japansbanki hægir ferðina

Ueda Kazuo, seðlabankastjóri Japans, segir bankann ætla að draga úr skuldabréfakaupum sínum frá og með næsta mánuði. Þá stefnir bankinn að því að minnka smám saman eignasafn sitt sem í dag er metið á jafnvirði 5.000 milljarða dala, og útilokar Ueda ekki að stýrivextir kunni að hækka í júlí Meira
17. júní 2024 | Viðskiptafréttir | 251 orð | 1 mynd

Rekja sölukipp til megrunarlyfs

Bandarísk tískufyrirtæki hafa orðið vör við vaxandi áhuga neytenda á fatnaði í smærri stærðum og þá virðast kaupendur þar í landi einnig meira reiðubúnir en áður að velja snið sem eru þröng og hylja minna af líkamanum Meira

Fastir þættir

17. júní 2024 | Í dag | 54 orð

Að innræta e-m e-ð þýðir að kenna e-m e-ð (siðferðis- eða trúarlegt fremur…

innræta e-m e-ð þýðir að kenna e-m e-ð (siðferðis- eða trúarlegt fremur en þekkingarlegt), segir í Ísl. orðabók. Hægt er að innræta manni bæði góðar dyggðir og hættulegar hugmyndir Meira
17. júní 2024 | Í dag | 157 orð

Laun dyggðarinnar. S-Allir

Norður ♠ ÁG62 ♥ D2 ♦ 10 ♣ 987532 Vestur ♠ D107 ♥ 10987 ♦ G8654 ♣ G Austur ♠ 983 ♥ G63 ♦ K932 ♣ D104 Suður ♠ K54 ♥ ÁK54 ♦ ÁD7 ♣ ÁK6 Suður spilar 6♣ Meira
17. júní 2024 | Í dag | 331 orð | 1 mynd

Matthias Kokorsch

40 ára Matthias fæddist 17. júní í Mülheim í Þýskalandi en sá dagur var einmitt þjóðhátíðardagur í Vestur-Þýskalandi þangað til 1990 þegar Vestur-Þýskaland og Austur-Þýskaland voru sameinuð. „Fyrstu sex árin af ævinni fékk ég því þann heiður að fagna afmæli mínu á þjóðhátíðardegi Meira
17. júní 2024 | Í dag | 392 orð

Nútímaráðskonur

Skírnir Garðarsson sendi mér gott bréf: Sæll og blessaður. Ég sendi hér með vísur sem ég setti saman í tilefni pælinga bændanna um nútímaráðskonur, sem helst vilja sinna verkum í fjarvinnu. Ráðskonu ef ræður þú, í reynslutíma, glöð vill búsins gæta sú, gegnum síma Meira
17. júní 2024 | Í dag | 1049 orð | 4 myndir

Nærri 50 ár í fjölmiðlum

Páll Magnússon fæddist 17. júní 1954 í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum. „Mér þótti mikið til koma þegar ég var barn að eiga afmæli 17. júní og stóð í þeirri meiningu ábyggilega fram undir fermingu að þessi hátíðarhöld hefðu eitthvað með … Meira
17. júní 2024 | Í dag | 182 orð | 1 mynd

Skák

1. Rf3 d5 2. g3 Rc6 3. d4 Bf5 4. Bg2 e6 5. 0-0 Rb4 6. Ra3 Rc6 7. Rb1 Rb4 8. Ra3 Be7 9. c3 Rc6 10. Da4 Dd7 11. c4 Rf6 12. Bf4 0-0 13. cxd5 exd5 14. Hac1 Rh5 15. Bd2 Had8 16. Db3 Dc8 17. Rc2 Hfe8 18. Hfd1 h6 19 Meira
17. júní 2024 | Dagbók | 100 orð | 1 mynd

Trúir að nýtt tímabil sé hafið

Ábreiða söngkonunnar Jóhönnu Guðrúnar á laginu Hetjan eftir Herra Hnetusmjör og Hugin hefur farið hratt upp vinsældalista síðustu vikur. „Ég hef verið að leita að akkúrat svona lagi í mörg ár en ekki kunnað að framkvæma, útskýra hvað ég var að meina eða hugsa Meira

Íþróttir

17. júní 2024 | Íþróttir | 121 orð | 1 mynd

Anna Júlía Íslandsmeistari í fyrsta sinn

Anna Júlía Ólafsdóttir úr GKG varð í gær Íslandsmeistari í holukeppni kvenna árið 2024. Mótið fór fram um helgina á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Mótið var það 36. í röðinni frá því að fyrst var keppt árið 1988 Meira
17. júní 2024 | Íþróttir | 592 orð | 4 myndir

Dallas Mavericks hélt sér á lífi í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í…

Dallas Mavericks hélt sér á lífi í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfuknattleik með því að vinna stórsigur á Boston Celtics, 122:84, í fjórða leik liðanna í Dallas aðfaranótt laugardags. Staðan í einvíginu er því 3:1, Boston í vil, en vinna þarf … Meira
17. júní 2024 | Íþróttir | 477 orð | 3 myndir

Ekkert fær stöðvað Blika

Topplið Breiðabliks vann öruggan sigur á botnliði Þróttar úr Reykjavík, 3:0, þegar liðin áttust við í 8. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í gær. Breiðablik er enn ósigrað á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, 24, þremur stigum fyrir ofan ríkjandi Íslandsmeistara Vals Meira
17. júní 2024 | Íþróttir | 400 orð | 2 myndir

England byrjaði á sigri

England vann Serbíu með minnsta mun, 1:0, í fyrsta leik liðanna í C-riðli EM 2024 í knattspyrnu karla í Gelsenkirchen í Þýskalandi í gærkvöldi. Jude Bellingham skoraði sigurmark Englands á 13. mínútu með þrumuskalla eftir góðan undirbúning og fyrirgjöf Bukayo Saka Meira
17. júní 2024 | Íþróttir | 227 orð | 1 mynd

Ísold Norðurlandameistari U18 ára

Ísold Sævarsdóttir úr FH tryggði sér í gær Norðurlandameistaratitilinn í sjöþraut stúlkna 18 ára og yngri er hún vann sér inn flest stig á Norðurlandameistaramótinu í fjölþrautum á ÍR-velli. Mótið fór fram um helgina og vann Ísold sér inn samanlagt 5.583 stig, sem dugði til sigurs Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.