Greinar þriðjudaginn 9. júlí 2024

Fréttir

9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

46 þúsund tilraunir til netárása

„Það hefur alltaf áhrif á okkur þegar eitthvað svona kemur, sérstaklega þegar það ratar í fjölmiðla,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, í samtali við Morgunblaðið, spurður hvort þau hafi orðið vör við… Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

„Langversta sem við höfum séð“

„Þetta er það langversta sem við höfum séð, það hefur alveg kalið hérna áður en aldrei neitt í líkingu við þetta,“ segir Gunnar Kristinn Guðmundsson, bóndi á Göngustaðakoti í Svarfaðardal Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 622 orð | 2 myndir

„Það býr fólk í Grafarvogi“

„Þétting byggðar getur átt rétt á sér, það er enginn vafi, en það verður að ræða við þá sem búa á svæðinu um hana,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra um átaksverkefni Einars Þorsteinssonar borgarstjóra í húsnæðismálum Meira
9. júlí 2024 | Fréttaskýringar | 828 orð | 2 myndir

Blákaldur veruleiki Íslands

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir núverandi alþjóðaástand gera fælingarmátt Atlantshafsbandalagsins, skuldbindingar aðildarríkja og þétt samstarf þeirra mikilvægara en nokkru sinni Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 214 orð

Ekki sanngjarnt fyrir börnin

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar segist ætla að axla ábyrgð sem bæjarstjóri og bregðast við vanda grunnskólakerfisins. Hún segir sveitarfélögin vera í aðstöðu til að gera breytingar en að stjórnvöld verði líka að bregðast við stöðunni Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 482 orð | 2 myndir

Eldhressar golfdömur á tíræðisaldri

Guðrún Andrésdóttir, 92 ára, Valgerður Proppé, 94 ára, og Hrafnhildur Einarsdóttir, 98 ára, láta sig ekki vanta á golfvöllinn þrátt fyrir tíðræðisaldurinn. Hafa þær sýnt fram á að aldur er aðeins tala þegar kemur að því að njóta lífsins og halda sér og vinasamböndunum virkum Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Elfa Þöll, ekki Ester

Í Morgunblaðinu sl. laugardag urðu þau leiðu mistök að rangt var farið með nafn í myndatexta í viðtali við Björk Bjarnadóttur á bls. 12. Þar stóð ranglega að Elfa Þöll Grétarsdóttir héti Ester Þöll. Beðist er velvirðingar á þessu, en hér er Elfa Þöll t.v Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Engin áætlun fyrir Hengilssvæðið

Ekki er til staðar sértæk viðbragðsáætlun ef kvikugangur myndi opnast undir Hengilssvæðinu í Ölfusi. Samt sem áður hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi gert viðbragðsáætlun vegna hópslysa, að því leyti sem hún gæti átt við vegna þessarar sviðsmyndar Meira
9. júlí 2024 | Fréttaskýringar | 586 orð | 2 myndir

Erfiðar ákvarðanir í Downingstræti 11

Keir Starmer tók við breska Verkamannaflokknum í molum árið 2020 eftir valdatíð Jeremys Corbyns og kosningaósigur árið áður, svo hann tók til við að afeitra flokkinn, koma villtasta vinstrinu frá og þoka stefnu flokksins nær miðju Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 400 orð | 1 mynd

Ferðamenn forðast Reykjavík

„Þetta er ekki sama ár og við sáum í fyrra,“ segir Arndís Anna Reynisdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs hjá Iceland Hotel Collections by Berjaya, í samtali við Morgunblaðið, aðspurð hvernig bókanir hafi verið hjá hótelinu í sumar Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Ferðamenn virðast síður staldra við í höfuðborginni en áður

Ferðamenn ganga fram hjá húsi Alþingis við Austurvöll en þar er nú unnið að því að gera við glugga. Framkvæmdirnar verða í áföngum en fyrir nokkrum misserum var ráðist í framkvæmdir á gluggum á bakhlið þinghússins sem snýr í átt að Alþingisgarðinum Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Hvalir í öllum ferðum

Sumarið fer vel af stað hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Whale Watching Akureyri að sögn Söru Sigmundsdóttur rekstrarstjóra fyrirtækisins. „Það eina sem truflaði var í raun fyrsta vikan í júní þegar vonda veðrið kom,“ segir Sara í samtali við Morgunblaðið Meira
9. júlí 2024 | Erlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Hæfðu barnaspítala í Kænugarði

Samhæfð loftárás Rússlands á Úkraínu varð hið minnsta 31 að bana og særði tæplega 130 manns í gær. Flugskeyti hæfði barnaspítala í Kænugarði. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti var staddur í Varsjá í Póllandi á leið sinni á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Washington D.C Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 349 orð | 2 myndir

Laugavegsspár með gervigreind

„Við fyrstu sýn virðist okkur sem veðurspár okkar fyrir Laugaveginn gangi býnsna nærri veruleikanum. Slíkt er ánægjulegt, sé horft til þess að í raun gönguleiðin nokkur veðursvæði þar sem aðstæður eru ólíkar,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Minna traust eftir að Bjarni tók við

Ný skoðanakönnun Maskínu sýnir að traust landsmanna til ríkisstjórnarinnar hafi farið minnkandi eftir að Bjarni Benidiktsson tók við sem forsætisráðherra. Samkvæmt könnuninni segjast 72% svarenda treysta ríkisstjórninni verr eftir breytinguna, þar… Meira
9. júlí 2024 | Erlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Modi fer á fund Pútíns í Moskvu

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fer á fund Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta í Moskvu um þessar mundir. Þetta er í fyrsta sinn sem Modi heimsækir Rússland eftir að stríðið í Úkraínu hófst. Verkefni heimsóknarinnar er að styrkja tengsl… Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt

Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt er látinn. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala á sunnudag, 7. júlí, eftir langvinn veikindi. Reynir var 89 ára gamall og skilur hann eftir sig þrjú börn, sjö barnabörn og sjö barnabarnabörn Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Riðulaust Ísland innan 20 ára

Stjórnvöld stefna að því að gera Ísland riðulaust á næstu 20 árum. Matvælaráðherra, formaður Bændasamtaka Íslands og forstjóri Matvælastofnunar skrifuðu í gær undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Segir samkeppnina frá útlöndum mikla

Kjarnafæði Norðlenska hefur á undanförnum vikum átt í viðræðum við fjárfesta um að auka hlutafé félagsins. Rekstur félagsins gekk vel í fyrra, en fjármagnskostnaður þess var þungur sökum mikilla skulda Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Skapa byggingasvæði með uppfyllingu

Nýtt byggingaland á 3,8 hekturum myndast á Eyrinni á Ísafirði með þeim framkvæmdum sem þar standa nú yfir. Dæluskipið Álfsnes hefur verið vestra að undanförnu við dýpkun á svonefndum Sundum á Skutulsfirði og í innsiglingunni að Ísafjarðarhöfn, Með… Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Umferð dróst örlítið saman í júní

Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst örlítið saman í júní miðað við júnímánuð í fyrra, samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar. Þrátt fyrir samdráttinn var júnímánuður samt sem áður næstumferðarmesti júnímánuður frá upphafi mælinga Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 290 orð | 3 myndir

Uxahryggjavegur fer í umhverfismat

Vegagerðin hefur kynnt í skipulagsgátt nýjan og endurbyggðan Uxahryggjaveg og Kaldadalsveg vegna könnunar á matsskyldu umhverfisáhrifa. Leiðin liggur milli Brautartungu í Lundarreykjadal og Kaldadalsvegar Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Vill verja meiru til varna Íslands

Utanríkisráðherra segir þétt samstarf og skuldbindingar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins mikilvægari en nokkru sinni áður. Miklar breytingar hafi orðið á alþjóðakerfinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og mikilvægt sé fyrir Ísland að meta hvernig bandamaður það vilji vera í alþjóðasamstarfi Meira
9. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Vonast til að bætt verði við kvótann

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir fiskgengd búna að vera mun jafnari á þessu sumri en því síðasta. Fiskurinn virðist til dæmis koma fyrr á Austurlandi og almennt hafi verið mikill og góður afli Meira
9. júlí 2024 | Erlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Þúsundir flýja Gasa

Þúsundir flýja Gasaborg og sókn Ísraelshers. Á sama tíma eru bundnar vonir við að semja takist um vopnahlé á milli Hamas og Ísraels í vikunni. Sókn hersins heldur áfram og talsmaður hersins bað íbúa borgarinnar um að rýma svæði í vesturhluta borgarinnar sem herinn hyggst sækja á Meira

Ritstjórnargreinar

9. júlí 2024 | Staksteinar | 200 orð | 2 myndir

Óþolandi ástand

Þegar útlendingalögum var breytt á síðasta þingi sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að frekari breytinga væri að vænta á næsta þingi. Í samtali við mbl.is í liðinni viku upplýsti ráðherra að meðal þeirra breytinga sem væru til skoðunar… Meira
9. júlí 2024 | Leiðarar | 630 orð

Vinstribeygja beggja vegna Ermarsunds

Fögnuður íslenskra vinstrimanna stenst illa skoðun Meira

Menning

9. júlí 2024 | Menningarlíf | 1056 orð | 1 mynd

Ameríka er Rómaveldi okkar tíma

Kling & Bang býður þessa dagana upp á tvöfalda sýningu myndlistarfólks sem er sitt af hvorri kynslóðinni en verk beggja eiga sér sterka tengingu við Ameríku. Um er að ræða sýningu Guðrúnar Mörtu Jónsdóttur, Silfurgjá, og sýningu Magnúsar… Meira
9. júlí 2024 | Menningarlíf | 85 orð | 1 mynd

Arctic Swing Quartet á Múlanum

Á næstu tónleikum Jazzklúbbsins Múlans, sem haldnir verða annað kvöld, kemur fram hljómsveitin Arctic Swing Quartet sem er skipuð nokkrum af reyndustu djassleikurum landsins, eins og segir í tilkynningu Meira
9. júlí 2024 | Menningarlíf | 118 orð | 1 mynd

Haukur Dór sýnir í Gallerí Fold

Einkasýning Hauks Dórs Sturlusonar, Hið ósagða, var opnuð í Gallerí Fold á laugardag og stendur til 27. júlí. „Verk Hauks eru í eðli sínu ljóðræn og leika við skynjun áhorfandans Meira
9. júlí 2024 | Menningarlíf | 1068 orð | 1 mynd

Hring eftir hring eftir hring

„Þetta er lítil náttúruparadís sem hægt er að gleyma sér í en hún er samt manngerð. Það er mikið dýralíf við stífluna og ég held að hún sé eina stíflan í Reykjavík sem fólk hefur tekið sig saman um að loka ekki af náttúruverndarsjónarmiðum,… Meira
9. júlí 2024 | Fjölmiðlar | 216 orð | 1 mynd

Rannsakar morð um borð í kafbáti

Enska leikkonan Sarah Ann Akers, betur þekkt sem Suranne Jones, fer með hlutverk skosku rannsóknarlögreglukonunnar Amy Silva í BBC-þáttaröðinni Vigil. Þættirnir eru reyndar ekki alveg nýir af nálinni, voru frumsýndir haustið 2021, en ég hafði heyrt… Meira
9. júlí 2024 | Menningarlíf | 140 orð | 1 mynd

Skúlptúrísk veggverk sem vísa til þorsta

Sýningin Polydipsia – óseðjandi þorsti, með verkum Sigthoru Odins, var opnuð í Portfolio gallerí um liðna helgi. „Sigthora sýnir skúlptúrísk veggverk sem eru unnin í ýmsa miðla, þar sem hún teflir saman ólíkum efnivið í abstrakt verkum sem hafa… Meira

Umræðan

9. júlí 2024 | Pistlar | 438 orð

Geðþóttavald meirihluta

Eitt það helsta sem ég hef lært á þeim sjö árum sem ég hef verið á þingi er að kjörnir fulltrúar kunna almennt ekki starfið sem þeir eiga að sinna. Kunna ekki muninn á opinberu og pólitísku valdi. Kannski er það af því að við erum enn þá með… Meira
9. júlí 2024 | Aðsent efni | 551 orð | 2 myndir

Hvalveiðar – vaxandi áskorun fyrir íslenskt vistkerfi

Hvalirnir eru í beinni samkeppni við manninn um fiskistofna. Til þess að þorskstofninn aukist um 100 þúsund tonn þarf allt að 1 milljón tonna af fæðu. Meira
9. júlí 2024 | Aðsent efni | 524 orð | 1 mynd

Til hagsbóta fyrir bændur og neytendur

Íslenskur kjötiðnaður er líklega í heild sinni um 5% af veltu Danish Crown, svo dæmi sé tekið. Meira

Minningargreinar

9. júlí 2024 | Minningargreinar | 286 orð | 1 mynd

Brjánn Árni Bjarnason

Brjánn Árni Bjarnason fæddist 8. júlí 1954. Hann lést 14. júní 2024. Útför Brjáns fór fram 4. júlí 2024. Meira  Kaupa minningabók
9. júlí 2024 | Minningargrein á mbl.is | 1055 orð | 1 mynd | ókeypis

Jose Luis Freyr Garcia

Jose Luis Garcia fæddist 3. nóvember 1961 í Tegucigalpa í Hondúras. Hann lést á heimili sínu í Laugardal 17. júní 2024.Foreldrar hans voru Verónica Del Rosario Solorzano kennari, f. 1928, d. Meira  Kaupa minningabók
9. júlí 2024 | Minningargreinar | 1669 orð | 1 mynd

Jose Luis Freyr Garcia

Jose Luis Garcia fæddist 3. nóvember 1961 í Tegucigalpa í Hondúras. Hann lést á heimili sínu í Laugardal 17. júní 2024. Foreldrar hans voru Verónica Del Rosario Solorzano kennari, f. 1928, d. 2020, og Luis Alonso Garcia Moreno bankastjóri, f Meira  Kaupa minningabók
9. júlí 2024 | Minningargreinar | 516 orð | 1 mynd

Jón Sturla Ásmundsson

Jón Sturla Ásmundsson fæddist 17. júlí 1934. Hann lést 27. júní 2024. Útför hans fór fram 4. júlí 2024. Meira  Kaupa minningabók
9. júlí 2024 | Minningargreinar | 414 orð | 1 mynd

Kristín Gísladóttir

Kristín Gísladóttir fæddist í Þorgeirsstaðahlíð, Miðdölum, Dalasýslu 21. desember 1925. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 3. júlí 2024. Foreldrar hennar voru Steinunn Guðmundsdóttir ljósmóðir, f. 8 Meira  Kaupa minningabók
9. júlí 2024 | Minningargreinar | 1640 orð | 1 mynd

Leif Halldórsson

Leif Halldórsson fæddist 7. júlí 1942. Hann 21. júní 2024. Útför Leifs fór fram 4. júlí 2024. Meira  Kaupa minningabók
9. júlí 2024 | Minningargreinar | 1256 orð | 1 mynd

Magnús Emilsson

Magnús Emilsson fæddist í Reykjavík 1. maí 1954. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 22. júní 2024. Magnús ólst upp í Hafnarfirði og foreldrar hans voru Emil Sigurðsson, f. 1927 (látinn), og Þóra G Meira  Kaupa minningabók
9. júlí 2024 | Minningargreinar | 1445 orð | 1 mynd

Óttar Eggertsson

Óttar Eggertsson fæddist í Reykjavík 29. desember 1949. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala 30. júní 2024. Foreldrar hans voru Eggert Ó. Brynjólfsson húsgagnasmiður, f. 4. september 1923, d. 15 Meira  Kaupa minningabók
9. júlí 2024 | Minningargreinar | 611 orð | 1 mynd

Óttar G. Snædal

Óttar G. Snædal fæddist á Eiríksstöðum í Jökuldal í N-Múlasýslu 12. febrúar 1946. Hann lést á heimili sínu, Viðarrima 42 í Reykjavík, 4. júní 2024. Foreldrar hans voru Gunnlaugur V. Snædal, bóndi á Eiríksstöðum, og Björg Sigvarðsdóttir, húsfreyja á Eiríksstöðum Meira  Kaupa minningabók
9. júlí 2024 | Minningargreinar | 2768 orð | 1 mynd

Sesselja Sigurðardóttir

Sesselja Sigurðardóttir fæddist í húsinu Deildartungu (nú Bakkatún 18) á Akranesi 18. október 1929. Hún lést 27. júní 2024 á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Keflavík. Foreldrar hennar voru Sigurður Guðmundsson, f Meira  Kaupa minningabók
9. júlí 2024 | Minningargrein á mbl.is | 2733 orð | 1 mynd | ókeypis

Sesselja Sigurðardóttir

Sesselja Sigurðardóttir fæddist í húsinu Deildartungu (nú Bakkatún 18) á Akranesi 18. október 1929. Hún lést 27. júní 2024 á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Keflavík.Foreldrar hennar voru Sigurður Guðmundsson, f. 9. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

9. júlí 2024 | Viðskiptafréttir | 99 orð | 1 mynd

Farþegum Icelandair fjölgar um 7%

Icelandair flutti 514 þúsund farþega í júní, sem er 1% fækkun á milli ára. Sætanýting var 83%. Tengifarþegum fjölgaði um 15% í mánuðinum á meðan farþegum til landsins fækkar á milli ára. Það sem af er ári hefur Icelandair flutt tvær milljónir farþega, sem er 7% aukning á milli ára Meira
9. júlí 2024 | Viðskiptafréttir | 603 orð | 1 mynd

Voru að leita að auknu hlutafé

Þungur fjármagnskostnaður Kjarnafæðis Norðlenska varð kveikjan að því að félagið hóf viðræður við fjárfesta um að taka þátt í hlutafjáraukningu félagsins. Þær viðræður leiddu til þess að Kaupfélag Skagfirðinga (KS) keypti félagið um nýliðna helgi Meira

Fastir þættir

9. júlí 2024 | Í dag | 430 orð

Draugar og gömul hús

Á Boðnarmiði yrkir Reinhold Richter við fallega ljósmynd: Gleðja eyru gömul hús ganga þar um draugar og þeir saman syngja blús sem að örvar taugar Jón Gissurarson skrifar: Konan var að horfa á sjónvarpsveðurspána í kvöld og sagði að því loknu að það væri nú engin engilbirta í spánni fyrir næstu daga Meira
9. júlí 2024 | Í dag | 183 orð

Hjálplegar sagnir. V-Allir

Norður ♠ DG82 ♥ 4 ♦ 1074 ♣ ÁD1072 Vestur ♠ K973 ♥ KG932 ♦ 8 ♣ 543 Austur ♠ Á10654 ♥ D76 ♦ G3 ♣ KG9 Suður ♠ – ♥ Á1086 ♦ ÁKD9652 ♣ 86 Suður spilar 6♦ Meira
9. júlí 2024 | Í dag | 236 orð | 1 mynd

Lena Egilsdóttir

30 ára Lena fæddist á Akureyri og bjó þar fyrstu 20 ár ævinnar. Hún segir að það hafi verið mjög gott að alast upp í höfuðstað Norðurlands og hún var virk í mörgum íþróttum og æfði m.a. fótbolta og dans Meira
9. júlí 2024 | Í dag | 167 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. d3 Rc6 4. Rf3 e5 5. Be2 d5 6. Rbd2 Be7 7. 0-0 0-0 8. a3 a5 9. a4 He8 10. He1 b6 11. Bf1 Bf8 12. Dc2 g6 13. Rb1 h6 14. Ra3 Bg7 15. Rb5 Be6 16. Bd2 Rh5 17. g3 f5 18. Rh4 Kh7 19. exf5 gxf5 20 Meira
9. júlí 2024 | Í dag | 835 orð | 4 myndir

Verkfræðingur í heilbrigðismálum

Davíð Ástráður Gunnarsson fæddist í parhúsi á Skothúsvegi 15 við Tjörnina í Reykjavík 9. júlí 1944. Húsið var sannkallað fjölskylduhús og bjuggu þar bæði móðurafi hans og amma, ömmusystir hans og dóttir hennar, auk foreldra Davíðs sem bjuggu á efstu hæð hússins Meira
9. júlí 2024 | Í dag | 63 orð

Þegar frétt berst af því að einhver hafi verið drepinn er stundum sagt að…

Þegar frétt berst af því að einhver hafi verið drepinn er stundum sagt að honum hafi verið ráðinn bani. Ráð þýðir auðvitað ráðagerð, banaráð er ráðagerð um að koma e-m í hel, og talað er um að búa/ráða/brugga e-m… Meira

Íþróttir

9. júlí 2024 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Cecilía lánuð til Inter Mílanó

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, mun verja mark Inter Mílanó í ítölsku A-deildinni á næsta keppnistímabili. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur ítalska félagið gengið frá lánssamningi fyrir hana við þýsku meistarana… Meira
9. júlí 2024 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Grótta upp um fimm sæti

Grótta hafði betur gegn HK, 1:0, í 1. deild kvenna í knattspyrnu á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Með sigrinum fór Grótta úr áttunda sæti og upp í það þriðja með 15 stig. Í leiðinni fór HK úr fjórða sæti í það fimmta með 14 stig Meira
9. júlí 2024 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Guðmundur leikur í Armeníu

Guðmundur Þórarinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur samið við Noah í Armeníu um að leika með liðinu á næsta tímabili, með möguleika á framlengingu. Noah varð í öðru sæti í Armeníu í vetur og leikur í undankeppni Sambandsdeildarinnar í sumar Meira
9. júlí 2024 | Íþróttir | 283 orð | 2 myndir

Hulda Ósk best í tólftu umferðinni

Hulda Ósk Jónsdóttir, kantmaður Þórs/KA, var besti leikmaðurinn í tólftu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Hulda átti sannkallaðan stórleik þegar Akureyrarliðið vann Þrótt 4:2 í Laugardalnum á sunnudaginn því hún lagði… Meira
9. júlí 2024 | Íþróttir | 256 orð | 2 myndir

Isabella Ósk Sigurðardóttir, landsliðskona í körfuknattleik, er búin að…

Isabella Ósk Sigurðardóttir, landsliðskona í körfuknattleik, er búin að semja við Grindvíkinga um að leika með þeim næstu tvö árin. Hún lék með Njarðvíkingum á síðasta tímabili en áður lengst með Breiðabliki, og sem atvinnumaður í Ástralíu, Grikklandi og Króatíu Meira
9. júlí 2024 | Íþróttir | 267 orð | 1 mynd

KA-menn náðu í stig í Hafnarfirði

FH og KA gerðu jafntefli, 1:1, í lokaleik 13. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í gær. KA-liðið er nú ósigrað í síðustu fjórum leikjum í öllum keppnum og situr í tíunda sæti deildarinnar með 12 stig Meira
9. júlí 2024 | Íþróttir | 575 orð | 2 myndir

Lykilleikur Víkinga í kvöld

Þátttaka íslenskra liða í Evrópumótum karla í fótbolta er ávallt fyrirferðarmest í júlímánuði og leikjatörn þeirra hefst í kvöld. Víkingar taka þá á móti Shamrock Rovers frá Írlandi klukkan 18.45 á Víkingsvellinum í fyrstu umferð undankeppni… Meira
9. júlí 2024 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Magnað stig Grindavíkur

Grindavík náði í stig tveimur mönnum færri þegar liðið mætti Þór Akureyri fyrir norðan í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Grindavík er í 4. sæti með 17 stig en Þór er í 6. með 16 stig. Grindavík komst yfir snemma leiks en tvö mörk frá Rafael Victor í seinni hálfleik kom Þór yfir Meira
9. júlí 2024 | Íþróttir | 337 orð | 1 mynd

Næstminnsti hópurinn í 60 ár

ÍSÍ staðfesti endanlega í gær að fimm Íslendingar yrðu á meðal keppenda á Ólympíuleikunum sem hefjast í París 26. júlí og lýkur 11. ágúst. Þetta verður næstminnsti ólympíuhópur Íslands í 60 ár, eða síðan fjórir tóku þátt í leikunum í Tókýó árið 1964 Meira
9. júlí 2024 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Spánverjar og Frakkar á EM í kvöld

Fyrri undanúrslitaleikur Evrópumóts karla í fótbolta fer fram í þýsku borginni München í kvöld þegar Spánverjar mæta Frökkum en flautað er til leiks klukkan 19. Sigurliðið leikur úrslitaleik keppninnar á sunnudagskvöldið kemur, gegn Englandi eða Hollandi Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.