Greinar laugardaginn 13. júlí 2024

Fréttir

13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Andi Hrafns mun fylgja bátnum

Mikið verður um dýrðir á Siglufirði þegar samtökin Veraldarvinir slá þar upp hátíð klukkan 14 í dag. Nýr strandhreinsibátur Veraldarvina verður vígður við hátíðlega athöfn. Hefur hann verið nefndur í höfuðið á rithöfundinum og blaðamanninum Hrafni Jökulssyni sem lést í september árið 2022 Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 456 orð | 3 myndir

Áfram haldið í fiskisúpuveislur á Dalvík

Sæþór Már Hinriksson saethor@mbl.is Þrátt fyrir að stórhátíðin Fiskidagurinn mikli sé úr sögunni ætla Dalvíkingar og nærsveitamenn að reyna að halda í einhverjar hefðir sem hátíðin skapaði, þó án stórtónleika og tugþúsunda gesta. Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Biskupgarður verður seldur

„Ég mun búa áfram í Grafarvogi í mínu eigin húsi,“ segir sr. Guðrún Karls Helgudóttir, nýr biskup Íslands. Síðustu áratugi hefur tíðkast að biskup Íslands haldi heimili að Bergstaðastræti 75 í Reykjavík, húsi sem er í eigu þjóðkirkjunnar Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Bíldudalsbörn í Skrímslasetrinu

Bíldudalsskóli hefur verið lokaður vegna myglu undanfarna tvo vetur eftir að húsnæðið var dæmt ónothæft. Til að byrja með var gamli barnaskólinn notaður til kennslu en síðasta vetur fengu börnin inni á Skrímslasetrinu á Bíldudal Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 64 orð

Dalvíkingar safnast saman í fiskisúpu

Fiskidagurinn mikli fer ekki fram á Dalvík þetta sumarið en engu að síður eru Dalvíkingar farnir að undirbúa fiskisúpuveislu í görðum sínum fyrir ættingja og vini helgina 9.-11. ágúst. Fiskidagurinn var jafnan fyrstu helgina eftir verslunarmannahelgi Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Dreifðu 2.874 naloxón-nefúðum

Heilbrigðisráðuneytið dreifði 1.437 pakkningum af nefúðalyfinu naloxón á síðasta ári. Í hverjum pakka eru tveir úðarar og var þá 2.874 úðurum dreift í heildina. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Dæmdir í skilorðsbundið fangelsi

Skipstjóri og stýrimaður flutningaskipsins Longdawn voru í gær dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Stýrðu þeir skipinu sem rakst á strandveiðibátinn Höddu í maí með þeim afleiðingum að bátnum hvolfdi og var skipstjóri Höddu hætt kominn Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 754 orð | 7 myndir

Evrópuslagurinn – Ásta ætlar á leikinn í Berlín – Leikurinn verður æsispennandi – Mörg lið hafa komið á óvart

„Spennan er alltaf mikil fyrir úrslitaleik eins og þennan,“ segir Ásta S. Fjeldsted forstjóri Festar. „Ég er reyndar svo heppin að mér áskotnaðist miði á leikinn svo ég er á leiðinni út til Berlínar um helgina Meira
13. júlí 2024 | Erlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Fimm mánaða brúðkaupsveisla

Það er mikið um dýrðir í indversku borginni Mumbai um helgina þegar sonur ríkasta manns Asíu gengur að eiga unnustu sína. Brúðkaupsveislan hófst raunar fyrir þremur mánuðum en talið er að brúðkaupið muni á endanum kosta á bili jafnvirðis 18-21 milljarðs króna Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Flóðljós á nýjum velli í Kópavogi

Ráðgert er að framkvæmdir við nýjan æfingavöll Breiðabliks við Fífuna í Kópavogi hefjist í ágúst og verklok verði í nóvember. Útboð stendur nú yfir á þremur verkþáttum; jarðvegsvinnu, lýsingu vallar og lagningu á gervigrasi Meira
13. júlí 2024 | Fréttaskýringar | 547 orð | 5 myndir

Frekari fækkun ferðamanna í haust

Baksvið Óskar Bergsson oskar@mbl.is Útlit er fyrir frekari fækkun ferðamanna í haust og vetur að sögn Oddnýjar Arnarsdóttur, fagstjóra ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu. Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Fundu íslenskan erfðabreytileika

Erfðabreytileiki sem finnst aðeins á Íslandi þrefaldar áhættu á að einstaklingar fái sjálfsónæmi í skjaldkirtil. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn frá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE). Um fimm prósent fólks fær einhvern tímann á lífsleiðinni… Meira
13. júlí 2024 | Fréttaskýringar | 1185 orð | 2 myndir

Fyrsti dómur gegn íslenska ríkinu

Baksvið Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Ísland tryggði sér sæti á EM með mögnuðum stórsigri á Þýskalandi

Ísland varð ein af fyrstu þjóðunum til að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumóts kvenna 2025 með því að vinna stórsigur á einu besta landsliði heims, liði Þýskalands, á Laugardalsvellinum í gærkvöld Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Kostnaður fimmfalt hærri á þessu ári

Kostnaður embættis ríkislögreglustjóra vegna verkefna sem til eru komin vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi, er orðinn ríflega fimmfalt hærri það sem af er þessu ári, en hann var allt síðasta ár. Nemur kostnaðurinn tæplega 3,3 milljörðum króna í ár en … Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 323 orð | 2 myndir

Landris helst áfram stöðugt

Kvikusöfnun undir Svartsengi mælist nú átta milljónir rúmmetra og helst þróunin stöðug. Þetta segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Morgunblaðið Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 259 orð | 2 myndir

Ljósmæðrafélagið skrifar undir

Ljósmæðrafélag Íslands skrifaði undir nýjan kjarasamning á fimmtudag. Hafði eldri samningur við félagið runnið út 31. mars og mun því hinn nýi samningur vera afturvirkur til 1. apríl. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands,… Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Lúxushótel tafist en opnað næsta vor

Tafir hafa orðið á framkvæmdum á lúxushótelinu Höfða Lodge við Grenivík í Eyjafirði. Björgvin Björgvinsson, einn eigenda hótelsins, segir í samtali við Morgunblaðið að enn sé stefnt að því að opna hótelið til prufu næsta vor og rúmlega tveimur mánuðum síðar eigi að opna hótelið fyrir gestum Meira
13. júlí 2024 | Erlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Ný kolanáma verður ekki opnuð

Áform um nýja kolanámu í Bretlandi verða ólíklega að veruleika eftir að ríkisstjórn Verkamannaflokksins ákvað að taka til varna í málaferlum um lögmæti leyfisveitingar. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins gaf heimild fyrir námunni árið 2022 en mál var höfðað þar sem lögmæti leyfisins var dregið í efa Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

O sýnd á virtri hátíð í Feneyjum

Ný stuttmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar, O, eða Hringur, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun í flokki stuttmynda Kvikmyndahátíðar í Feneyjum. Alverto Barbera, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, greindi frá fyrstu myndunum sem búið er að velja fyrir hátíðina í haust Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 116 orð | 2 myndir

Rigning dró ekki úr gleði keppenda

Rok og rigning hafði engin áhrif á stemninguna á Símamótinu í gær, segir Hlynur Höskuldsson, formaður barna- og unglingaráðs Breiðabliks og forsvarsmaður mótsins. „Þetta gekk ljómandi vel, það blés aðeins en ég gat ekki séð að það hafi haft áhrif Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 550 orð | 3 myndir

Rokselja sólmyrkvaferðir til Íslands

Mikill áhugi virðist vera á ferðum til Íslands í tengslum við almyrkva á sólu hinn 12. ágúst 2026. Víða á netinu er fjallað um Ísland sem álitlegan áfangastað til að berja dýrðina augum og ferðaþjónustuaðilar hafa sett saman pakkaferðir hingað til lands Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 355 orð | 2 myndir

Segir arðgreiðslu ámælisverða

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Skátar streyma til Íslands

Um tvö þúsund íslenskir og erlendir skátar hafa streymt að Úlfljótsvatni þessa viku til að taka þátt á Landsmóti skáta sem þar er haldið dagana 12. til 19. júlí. Um er að ræða fyrsta Landsmót skáta sem haldið er í átta ár og hefur mikil stemning skapast á mótssvæðinu Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 93 orð

Sólmyrkvaferðir selja sig sjálfar

Ísland þykir álitlegur áfangastaður til að berja almyrkva á sólu augum 12. ágúst 2026. Búist er við þúsundum ferðamanna hingað og ferðaskrifstofur bjóða upp á vikuferðir þar sem allt er innifalið. Nær uppselt er í eina slíka þar sem fólk greiðir um… Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Sprotarnir valdir í löngu ferli

Tíu sprotafyrirtæki hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova 2024. Tilkynnt var um hópa þessa á opnum viðburði í Grósku hugmyndahúsi á dögunum. Þar fengu frumkvöðlarnir fyrsta tækifærið til að kynna verkefnin fyrir… Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 409 orð | 3 myndir

Stofnfundur auglýstur á forsíðunni

Mikið hefur áunnist á undanförnum 110 árum í dýravernd á Íslandi og er það ekki síst Dýraverndunarsambandi Íslands (DÍS) að þakka, sem var stofnað fyrir sléttum 110 árum í dag, að sögn Lindu Karenar Gunnarsdóttur formanns DÍS Meira
13. júlí 2024 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Stöðva hælisleitendur frá Rússlandi

Finnska þingið samþykkti í gær umdeild lög, sem heimila landamæravörðum að hindra för umsækjenda um alþjóðlega vernd yfir landamærin frá Rússlandi. Yfir 1.300 manns hafa komið með þessum hætti til landsins undanfarið ár og í vor gripu Finnar til þess ráðs að loka landamærunum Meira
13. júlí 2024 | Erlendar fréttir | 657 orð | 1 mynd

Vaxandi uggur meðal demókrata

Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Blaðamannafundur, sem Joe Biden Bandaríkjaforseti hélt í Washington á fimmtudagskvöld, virðist ekki hafa sannfært bandaríska demókrata um að hann sé heppilegasti frambjóðandi flokksins í forsetakosningum í nóvember næstkomandi. Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Vill etja kappi við Biden

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti og kosningateymi hans vilja að Joe Biden Bandaríkjaforseti haldi sér í forsetaframboði, samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Guardian. Blaðið segir að fólk í kosningateymi Trumps vilji tryggja að forsetinn verði ekki hrakinn úr kosningabaráttunni Meira
13. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

Vill fá fleiri heimamenn

„Parísarhjólið hefur verið vinsælt meðal ferðamanna og þeir heimamenn sem hafa komið hafa notið þess. Þeir mættu þó alveg vera fleiri,“ segir Kane Taylor, eigandi Taylors Tivoli Iceland ehf., sem á og rekur parísarhjólið sem sett hefur verið upp við Reykjavíkurhöfn Meira

Ritstjórnargreinar

13. júlí 2024 | Reykjavíkurbréf | 1721 orð | 1 mynd

Leikari leikur sér að landinu

Hinn kosturinn er í rauninni hrikalegur. Hann gerir ráð fyrir því, að varaforsetinn og öll ríkisstjórnin komi saman til þess, að segja að óhjákvæmilegt sé að svipta forsetann stöðu sinni, þar sem í ljós hafi komið að hann sé ófær orðinn til að gegna embætti sínu. Meira
13. júlí 2024 | Leiðarar | 742 orð

Menntun og sóun

Grunnskólinn er meingallaður, hann verður að laga Meira
13. júlí 2024 | Staksteinar | 206 orð | 1 mynd

Örva þarf atvinnulífið

Hagtölur eru farnar að benda til minnkandi umsvifa í hagkerfinu og þær endurspegla það sem mörg fyrirtæki finna fyrir um þessar mundir. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, fer yfir þetta í samtali við Morgunblaðið í gær og segir tölurnar benda til að heldur sé tekið að hægja á í hagkerfinu og að jafnvel stefni í samdrátt. Meira

Menning

13. júlí 2024 | Menningarlíf | 133 orð | 1 mynd

Bjóða Geirþrúði Önnu velkomna heim

Sellóleikarinn Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir kemur fram á næstu tónleikum í röðinni Velkomin heim, þar sem ungu tónlistarfólki, bæði úr klassíska og rythmíska geiranum, sem var við að ljúka námi erlendis eða nýútskrifað, er boðið að koma fram til þess að kynna sig Meira
13. júlí 2024 | Menningarlíf | 116 orð | 1 mynd

Ensemble Norðsól í Hallgrímskirkju í dag

Orgelsumar í Hallgrímskirkju hófst sunnudaginn 7. júlí og mun standa til 25. ágúst. Þá verða tónleikar í Hallgrímskirkju á laugardögum klukkan 12 og á sunnudögum klukkan 17, að því er fram kemur í tilkynningu Meira
13. júlí 2024 | Menningarlíf | 148 orð | 1 mynd

James D. Hicks flytur orgeltónlist

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hófust sunnudaginn 7. júlí en tónleikaröðin hefur fest sig í sessi þar í bæ. Segir í tilkynningu að boðið sé upp á viðburði alla sunnudaga í júlí klukkan 17 og frítt sé inn á alla tónleikana þó tekið sé við frjálsum framlögum Meira
13. júlí 2024 | Menningarlíf | 1112 orð | 1 mynd

Kemur einhver til hjálpar?

Það er hreyfingarlaus maður á brautarteinunum og örfáar mínútur í næstu lest. Á lestarstöðinni bíður fólk átekta. Ætlar enginn að gera neitt? Hver kemur manninum til hjálpar? Er hann fullur? Eða kannski dáinn? Þannig hefst nýtt leikrit Adolfs Smára… Meira
13. júlí 2024 | Menningarlíf | 92 orð | 1 mynd

Kira Kira kemur fram í Strandakirkju

Tónlistar- og kvikmyndagerðarkonan Kira Kira kemur fram á tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju á morgun, sunnudaginn 14. júlí, kl. 14. Með henni koma fram Hljómgervill (Sveinbjörn Thorarensen) sem leikur á orgel og Arnljótur Sigurðsson sem leikur á flautur og bassa Meira
13. júlí 2024 | Menningarlíf | 1057 orð | 5 myndir

Listin er sameiginlegt tungumál

„Þetta eru kvikmyndir sem sýna okkur mannlega samkennd og gefa innsýn í mismunandi heima. Þær sýna okkur líka hvað við erum öll lík, alveg sama hvaðan við komum og hvað við gerum,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir hátíðarstýra um dagskrá alþjóðlegu heimildamyndahátíðarinnar IceDocs Meira
13. júlí 2024 | Tónlist | 583 orð | 1 mynd

Ljúft er að láta sig dreyma

Star of Spring er til muna framsæknara og djarfara verk en það síðasta, lögin toga sig í hinar og þessar áttir og brotist er undan línulegri framvindu ef svo mætti segja. Meira
13. júlí 2024 | Menningarlíf | 109 orð | 1 mynd

Norsk trompetstjarna á Jómfrúnni

Tríó píanóleikarans Benjamíns Gísla Einarssonar kemur fram ásamt trompetleikaranum Oscar Andreas Haug, sem kallaður er nýjasta trompetstjarna Noregs, á áttundu tónleikum sumarjazztónleikaraðar Jómfrúarinnar Meira
13. júlí 2024 | Menningarlíf | 78 orð | 1 mynd

Skapar ný málverk á grunni eldri verka

Myndlistarkonan Fríða Freyja Frigg opnar sýninguna Hvað býr að baki í Iðnó á morgun, 14. júlí, klukkan 14 til 19. Hún hefur starfað við málverkið síðastliðin 24 ár, að því er fram kemur í tilkynningu Meira
13. júlí 2024 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

Tríó Hjartar Jóhannssonar býður upp á djassveislu á Gljúfrasteini

Á morgun, sunnudaginn 14. júlí, fara fram djasstónleikar á Gljúfrasteini. Þar munu þeir Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Andri Ólafsson og Magnús Tryggvason Eliassen leika frumsamda tónlist Hjartar sem innblásin er af þemum, stöðum og persónum í höfundarverki Halldórs Laxness Meira
13. júlí 2024 | Tónlist | 730 orð | 2 myndir

Þegar sólin skín bæði inni og úti

Skálholtskirkja Elfa Rún Kristinsdóttir í Skálholti ★★★★★ Tónlist: Nicola Matteis (Ayres), Johann Paul von Westhoff (svíta nr. 4 í C-dúr) og Johann Sebastian Bahc (sónata nr. 2 í a-moll). Einleikari: Elfa Rún Kristinsdóttir. Sumartónleikum í Skálholti mánudaginn 8. júlí 2024. Meira
13. júlí 2024 | Fjölmiðlar | 198 orð | 1 mynd

Þættir um lögfræðing án gráðu

Suits eru bandarískir þættir um lögfræðinga. Þáttaröðin er samt miklu flóknari en það en einn af aðaleikurunum fer með hlutverk Mike Ross, sem er vinnandi lögfræðingur án gráðu. Suits var í sjónvarpinu frá árinu 2011 til ársins 2019 og komu út heilar níu þáttaraðir Meira

Umræðan

13. júlí 2024 | Aðsent efni | 490 orð | 1 mynd

Af hverju líforkuver?

Markmið líforkuvers er að vinna verðmæti úr lífrænum straumum á ábyrgan og gagnreyndan hátt. Meira
13. júlí 2024 | Aðsent efni | 1117 orð | 1 mynd

Atlantshafsbandalagið í 75 ár og varnarmálastefna fyrir Ísland

Ein gifturíkasta ákvörðun lýðveldistímans var tekin á Alþingi hinn 30. mars 1949 um að Ísland skyldi gerast stofnaðili Atlantshafsbandalagsins. Meira
13. júlí 2024 | Pistlar | 868 orð

Fjarar hratt undan Joe Biden

Joe Biden er greinilega svo brugðið vegna aldurs að hann hefur ekki krafta til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna í fjögur ár þótt svo ólíklega færi að hann næði kjöri. Meira
13. júlí 2024 | Pistlar | 461 orð | 3 myndir

Fold í mar

Sígur fold í mar, segir í Völuspá um ragnarök. Orðið fold merkir 'jörð' en mar er 'sjór'. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er orðið fold tilgreint meðal þeirra heita sem skáld geta gripið til um 'jörð' Meira
13. júlí 2024 | Aðsent efni | 461 orð | 2 myndir

Gagnrýni eða meðmæli?

Meginefni skýrslunnar er um mikilvægi þess að unglingum sé ekki selt áfengi, sem segja má að sé sérsvið ÁTVR. Meira
13. júlí 2024 | Pistlar | 407 orð | 1 mynd

Misskilningur um Mannréttindastofnun VG

Það var hér fyrir nokkrum dögum sem Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði heila grein til varnar Mannréttindastofnun VG. Ég verð að viðurkenna að ég sá það ekki fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn, sem lengi talaði fyrir … Meira
13. júlí 2024 | Aðsent efni | 696 orð | 2 myndir

Skipta þjónusta og skilvirkni máli í inn- og útflutningi?

Sveigjanleiki og hraði eru lykilþættir í vöruflutningum til og frá Íslandi að mati viðskiptavina, ekki síst vegna sérstöðu og legu landsins. Meira
13. júlí 2024 | Pistlar | 581 orð | 3 myndir

Slakur endasprettur á HM öldunga

Lið Íslands sem tók þátt í HM öldunga 50 ára og eldri hafnaði í 4. sæti í mótinu og hlaut 13 stig. Bandaríkjamenn sigruðu og kom ekki á óvart þótt Alex Yermolinsky hafi þurft að hætta keppni vegna veikinda Meira
13. júlí 2024 | Aðsent efni | 201 orð

Úrslit kosninga

Tvennar kosningar voru nýlega háðar í Evrópulöndum, 30. júní og 7. júlí í Frakklandi og 4. júlí í Bretlandi. Af einhverjum ástæðum hafa vinstri menn á Íslandi rangtúlkað úrslitin sem sérstaka vinstri sigra Meira

Minningargreinar

13. júlí 2024 | Minningargreinar | 848 orð | 1 mynd

Friðþjófur Björnsson

Friðþjófur Björnsson fæddist 18. nóvember 1930. Hann lést 22. júní 2024. Útför Friðþjófs fór fram 8. júlí 2024. Meira  Kaupa minningabók
13. júlí 2024 | Minningargreinar | 308 orð | 1 mynd

Gísli Þorsteinsson

Gísli Þorsteinsson fæddist 24. september 1943. Hann lést 22. júní 2024. Útför hans fór fram 8. júlí 2024. Meira  Kaupa minningabók
13. júlí 2024 | Minningargreinar | 821 orð | 1 mynd

Hjördís Benediktsdóttir

Hjördís Benediktsdóttir fæddist 15. júní 1930. Hún lést 21. júní 2024. Útförin Hjördísar fór fram 1. júlí 2024. Meira  Kaupa minningabók
13. júlí 2024 | Minningargreinar | 127 orð | 1 mynd

Ingveldur Halldóra Benediktsen Húbertsdóttir

Ingveldur Halldóra Benediktsen Húbertsdóttir, Inga Dóra, fæddist 28. október 1928. Hún lést 14. júní 2024. Útför Ingveldar fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
13. júlí 2024 | Minningargreinar | 1113 orð | 1 mynd

James Lester Rooks

James Lester Rooks fæddist í Riderwood í Washington-ríki í Bandaríkjunum 24. júní 1946. Hann lést á jóladag 2023. Foreldrar hans voru Soffía Florence Vatnsdal Rooks og Alfred Lester Rooks. Soffía Florence var íslensk í báðar ættir Meira  Kaupa minningabók
13. júlí 2024 | Minningargreinar | 506 orð | 1 mynd

Jón Sturla Ásmundsson

Jón Sturla Ásmundsson fæddist 17. júlí 1934. Hann lést 27. júní 2024. Útför hans fór fram 4. júlí 2024. Meira  Kaupa minningabók
13. júlí 2024 | Minningargreinar | 846 orð | 1 mynd

Jósefína Friðriksdóttir

Jósefína Friðriksdóttir fæddist 5. maí 1942. Hún lést 25. júní 2024. Útför Jósefínu fór fram 4. júlí 2024. Meira  Kaupa minningabók
13. júlí 2024 | Minningargreinar | 637 orð | 1 mynd

Regína Ingólfsdóttir og Egill Þ. Jónsson

Regína Ingólfsdóttir fæddist á Siglufirði 27. september 1935. Hún lést á Landspítalanum 19. júní 2024. Egill Þ. Jónsson fæddist í Reykjavík 8. júní 1935. Hann lést á líknardeildinni 21. júní 2024. Foreldrar Regínu voru Haflína Björnsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
13. júlí 2024 | Minningargreinar | 1296 orð | 1 mynd

Sigrún Dagmar Elíasdóttir

Sigrún Dagmar Elíasdóttir, Sigrún í Virkjun, fæddist 7. febrúar 1939. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu að Brákarhlíð í Borgarnesi þann 1. júli 2024. Sigrún ólst upp á Bjarnarnesi og Drangsnesi til 1959 þegar hún hóf búskap í Mjólkárvirkjun með Bjarna Kr Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

13. júlí 2024 | Daglegt líf | 648 orð | 4 myndir

Vinnur upp úr rusli lífs síns

Þessi verk eru unnin upp úr smá depurð og kvíða, ég bjó meðal annars til sjálfsástardýr úr pappamassa, fyrir fólk til að minna sig á að elska sjálft sig. Á sjálfsástardýrunum eru falin textaskilaboð, til dæmis stendur á einni kanínu: Love your… Meira

Fastir þættir

13. júlí 2024 | Í dag | 832 orð | 1 mynd

ÁRBÆJARKIRKJA | Sameiginleg útimessa með söfnuðum Grafarholts og…

ÁRBÆJARKIRKJA | Sameiginleg útimessa með söfnuðum Grafarholts og Grafarvogs kl. 11 fyrir neðan Árbæjarkirkju, í Elliðaárdalnum. Elísabet Einarsdóttir leikur á harmonikku. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða sönginn Meira
13. júlí 2024 | Dagbók | 96 orð | 1 mynd

Ekkert sambærilegt til hér á landi

„Við höfðum unnið saman að stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi í einhver ár og þar var hluti af okkar vinnu að sækja útlendar ráðstefnur og hátíðir. Við fórum þangað með íslensk fyrirtæki og fjárfesta Meira
13. júlí 2024 | Í dag | 755 orð | 3 myndir

Flugkappinn á Norðurlandi

Húnn Snædal Rósbergsson fæddist á Akureyri 13. júlí 1944. „Ég fæddist í Aðalstræti 16 og mamma átti mig uppi á fjórðu hæð. Við fluttum á Klapparstíg þegar ég var sex ára og síðan upp í Rauðumýri, en við vorum sex systkinin,“ segir Húnn… Meira
13. júlí 2024 | Í dag | 213 orð | 1 mynd

Gylfi Þór Pétursson

30 ára Gylfi Þór fæddist í Reykjavík og ólst upp í Hafnarfirði og gekk í Hvaleyrarskóla. Hann segir það hafa verið gott að alast upp í Hafnarfirði og hann hafi verið svolítið í íþróttum og spilaði aðeins handbolta með Haukum Meira
13. júlí 2024 | Árnað heilla | 180 orð | 1 mynd

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson fæddist 13. júlí 1925 á Brúnum undir Eyjafjöllum, sonur hjónanna Sigurðar Vigfússonar og Bjargar Jónsdóttur og hann átti tvö alsystkini, þau Guðrúnu og Vigfús. Faðir Jóns lést þegar Jón var aðeins tíu ára gamall og móðir hans giftist… Meira
13. júlí 2024 | Í dag | 276 orð

Margur er kötturinn

Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson í Hlíð: Braut í lofti hleypur hann, haft þau orð um lipran mann, á beltum áfram öslar þar, úti í mýri dýrið var. Harpa í Hjarðarfelli leysir gátuna: Hlaupaköttur brautu brunar Meira
13. júlí 2024 | Í dag | 62 orð

Segist einhver nákominn vera að hugsa um að skella sér til Rússlands er…

Segist einhver nákominn vera að hugsa um að skella sér til Rússlands er hægt að mæla gegn því: mæla á móti því, og leggjast gegn því: segjast vera andsnúinn því – eða hreinlega berjast gegn því. Tilgangslaust er „að vara gegn… Meira
13. júlí 2024 | Í dag | 184 orð | 1 mynd

Skák

1. Rf3 d5 2. g3 g6 3. c4 dxc4 4. Ra3 Bg7 5. Rxc4 Rc6 6. d3 e5 7. Bd2 Be6 8. Hc1 Bd5 9. Bg2 Rd4 10. 0-0 Rxf3+ 11. Bxf3 Re7 12. Bc3 Bxf3 13. exf3 f6 14. d4 exd4 15. Bxd4 Dd5 16. He1 Hd8 17. De2 0-0 18 Meira
13. júlí 2024 | Í dag | 183 orð

Stangarstökk. S-Enginn

Norður ♠ -- ♥ ÁDG2 ♦ 542 ♣ Á108542 Vestur ♠ K7 ♥ K1098653 ♦ D86 ♣ 6 Austur ♠ ÁD8653 ♥ 4 ♦ KG1093 ♣ 9 Suður ♠ G10942 ♥ 7 ♦ Á7 ♣ KDG73 Suður spilar 7♣ Meira

Íþróttir

13. júlí 2024 | Íþróttir | 243 orð

„Við náðum aftur í okkar grunngildi“

„Þetta er ólýsanlegt, geggjuð tilfinning að vera búnar að tryggja þetta og geta eytt þessu ári fyrir EM bara í að undirbúa það,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, við Morgunblaðið eftir sigurinn glæsilega gegn Þýskalandi í gærkvöld Meira
13. júlí 2024 | Íþróttir | 617 orð | 2 myndir

Fjórði titillinn eða sá fyrsti?

EM 2024 Jökull Þorkelsson jokull@mbl.is Meira
13. júlí 2024 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Gáfu Íslandi farmiðana á EM

Þýskir fjölmiðlar eru harðorðir í garð þýska kvennalandsliðsins í knattspyrnu eftir skellinn sem það fékk gegn Íslandi, 3:0, á Laugardalsvellinum í gærkvöld. „Jónsdóttir og félagar þökkuðu kærlega fyrir góð boð Meira
13. júlí 2024 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Haukur á leiðinni til Rúmeníu

Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handknattleik, er á leið frá Kielce í Póllandi til rúmensku meistaranna Dinamo Búkarest, samkvæmt handboltanetmiðlinum Handballbase. Haukur hefur leikið með Kielce í fjögur ár en misst mikið úr eftir að hafa tvívegis slitið krossband í hné Meira
13. júlí 2024 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd

ÍR á siglingu og skellti Grindvíkingum

ÍR-ingar héldu áfram að koma á óvart í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöld þegar þeir unnu sannfærandi sigur á Grindvíkingum, 3:0, á heimavelli sínum í Mjóddinni. Staðan var markalaus í hálfleik en Grindvíkingar skoruðu sjálfsmark í byrjun síðari hálfleiks Meira
13. júlí 2024 | Íþróttir | 407 orð | 1 mynd

Stórþjóð skellt í Laug-ardal og Ísland á EM

Ísland er komið á fimmta Evrópumót kvenna í fótbolta í röð og hefur líkast til aldrei tryggt sér sæti þar á jafn afgerandi og magnaðan hátt og fyrir EM 2025 í Sviss. Stórþjóðin Þýskaland var lögð að velli, 3:0, á Laugardalsvellinum, aðeins annar… Meira
13. júlí 2024 | Íþróttir | 444 orð | 2 myndir

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sitt 11. mark fyrir íslenska landsliðið í…

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sitt 11. mark fyrir íslenska landsliðið í sínum 39. A-landsleik gegn Þýskalandi í gærkvöld. Hún jafnaði þar við fyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur sem hefur skorað 11 mörk í 127 landsleikjum Meira
13. júlí 2024 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

UEFA skoðar mál Albananna

Valsmenn hafa tilkynnt um framkomu stjórnarmanna og stuðningsmanna Vllaznia frá Albaníu í garð þeirra og dómara leiks liðanna á Hlíðarenda í fyrrakvöld til UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var m.a Meira

Sunnudagsblað

13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 635 orð | 2 myndir

Brosandi nunnan á brúnni

Bros mitt getur þó engan veginn hafa náð þeirri fullkomnun sem bros hennar var. Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 707 orð | 1 mynd

Byrjum á BNA

En það sem mér þótti þó ekki síður ástæða til að staldra við var það sem aðaldiplómat Evrópusambandsins, Kaja Kallas, sagði um stuðning við áframhaldandi stríðsrekstur í Úkraínu. Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 2261 orð | 4 myndir

Efnishyggjan hefur tekið yfir

Maður sér að efnishyggjan hefur tekið yfir, það vantar hina andlegu vídd í það sem byggt er í dag. Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 560 orð | 2 myndir

Ellen kveður

Ég get verið kröfuhörð og óþolinmóð og hörð. Ég er sterk kona. Ég er margt en ég er ekki andstyggileg manneskja. Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 801 orð | 3 myndir

Engin leið að ná í Alex

Hvað langar þig að gera, lagsi? Hvað sem er. Hittumst bara. En ekkert. Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 607 orð | 4 myndir

Engin vonbrigði í Birmingham

Borgin hentar vel þeim sem sækja í iðandi borgarmannlíf en þeir sem kjósa frið og ró geta einnig fundið þar æði margt við sitt hæfi. Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 102 orð | 1 mynd

Fjölskyldan sett á oddinn

Samstarf Suicidal Tendencies hefur sent frá sér nýtt lag, Nós Somos Família, sem er tilbrigði við 34 ára gamalt lag gömlu þrassgoðanna, We are… Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 358 orð | 4 myndir

Gott að liggja í freyðibaði með góða bók

Lestur hefur alltaf verið mitt helsta áhugamál en ég les yfirleitt eina eða tvær bækur á viku. Þá þykir mér fátt betra en að liggja í heitu freyðibaði með góða bók í hönd. Þessa stundina er ég að lesa glæpasöguna Svikalogn eftir Viveca Sten Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 1794 orð | 2 myndir

Guðs útvöldu spenglar

En svo einfaldur er þessi fallegi leikur ekki. Það vitum við og það vita Spánverjar. Þeir munu því búa sig undir tvísýnan leik ... Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 639 orð | 2 myndir

Hentistefnan fæddist undir feldi

Það hentar sjálfsmynd okkar sem friðarþjóð betur að kaupa plástra og sárabindi, en aðrir sjái um morðtólin. Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 133 orð | 1 mynd

Hræðilegt þegar salurinn þegir á uppistandi

„Ég hef dáðst að þessu listformi og finnst þetta merkilegra listform en músík. Það er ekki alltaf hlegið í meðvirkni. Vitandi það að ég er góður á sviði en á samt móment sem eru erfið og það gerist reglulega með uppistandara Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 126 orð | 1 mynd

Kínverjar skamma Krúsjeff

Tvö af málgögnum kínversku stjórnarinnar réðust um miðjan júli 1964 harkalega á Nikita Krúsjeff leiðtoga Sovétríkjanna. Blöð þessi voru „Dagblað þjóðarinnar“ og „Rauði fáninn“, og sögðu þau að Krúsjeff berðist fyrir því að… Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 962 orð | 2 myndir

Lágstemmt lágsumar

Það var varla að finna á suðvesturhorninu að komið væri hásumar. Kannski nær að tala um lágsumar. Notkun þunglyndislyfja hjá fullorðnum hefur aukist um þriðjung á síðastliðnum tveimur áratugum Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 108 orð | 1 mynd

Látinn en samt á lífi

Ráðgáta Enda þótt persóna hans deyi strax í fyrsta þætti þá fer Forest Whitaker samt með aðalhlutverkið í nýjum bandarískum lagadramamyndaflokki, Emperor of Ocean Park. Þökk sé tækninni sem gerir okkur kleift að flakka fram og aftur í tíma Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 399 orð | 1 mynd

Mikið inni í djassheiminum

Hvernig byrjaði þú í tónlist? Það byrjaði með því að foreldrar mínir keyptu lítið hljómborð handa mér. Ég var bara eitthvað að leika mér á það en var svo settur í forskóla þar sem ég lærði á blokkflautu Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 1013 orð | 3 myndir

Morð snýr öllu á hvolf

Lífið sem henni hefur verið úthlutað á illa við Maddie Schwartz enda er henni sem gyðingi og húsmóður ekki ætlað að láta til sín taka utan veggja heimilisins í Baltimore um miðjan sjöunda áratuginn. Þess utan kemur eiginmaður hennar ekki vel fram við hana Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 449 orð | 1 mynd

Nei, ég get ennþá hreyft mig!

Óli, einu sinni búðarstrákur, alltaf búðarstrákur! Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 970 orð | 2 myndir

Opnuðu viku fyrir sprengigos

Vá, við erum búin að meikaða, Hjálmar eru búnir að spila hérna. Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 500 orð | 2 myndir

Óskilabarn varð innblástur

Hér þarf maður að hugsa um rýmið inni í salnum en líka um það sem er fyrir utan. Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 84 orð | 1 mynd

Róbóti rannsakar hvarf feðga

Gervigreind Þegar Suzie Sakamoto, bandarísk kona búsett í Japan, missir eigimann sinn og ungan son í flugslysi færir hátæknifyrirtækið, sem bóndi hennar vann hjá, henni vélmenni að gjöf, sem smá sárabót Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 125 orð | 2 myndir

Spóaleggur fer á kreik

Raðmorðingi leikur lausum hala. Eins og flestir slíkir gegnir hann viðurnefni innan raða lögreglu, Longlegs ellegar Spóaleggur. Alríkislögreglumaðurinn Lee Harker er á hælum hans en bregður að vonum í brún þegar á daginn kemur að hún tengist morðingjanum Meira
13. júlí 2024 | Sunnudagsblað | 58 orð | 1 mynd

Whitesnake enn á lífi

Glæður Whitesnake hefur hvergi nærri lagt upp laupana, að sögn Tönyu O’Callaghan bassaleikara. Málmbandið goðsagnakennda þurfti að fresta kveðjutúr sínum fyrir tveimur árum vegna veikinda söngvarans Davids Coverdales Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.