Greinar miðvikudaginn 24. júlí 2024

Fréttir

24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Afla landað í rigningarúða í Grindavíkurhöfn

Uppskipun gekk vel í Grindavíkurhöfn þrátt fyrir votviðrið þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar þar að garði í gær. Margir Grindvíkingar eru staðráðnir í að flytja aftur í bæinn og hefja þar uppbyggingu við fyrsta tækifæri Meira
24. júlí 2024 | Fréttaskýringar | 651 orð | 3 myndir

Aukið álag og málin þyngri og flóknari

Álag á kerfið sem sinnir málefnum barna í vanda hefur aukist gífurlega síðustu misseri. Tilkynningum til barnaverndar fer fjölgandi og tilvísanir til geðheilsumiðstöðvar barna hafa meira en tvöfaldast frá 2020 Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 147 orð

Brautskráningarhlutfallið aldrei hærra

Rúm 64% þeirra nýnema sem hófu nám árið 2018 höfðu útskrifast árið 2022, og hefur þetta hlutfall brautskráðra nemenda aldrei mælst svo hátt áður, en mælingar Hagstofunnar ná aftur til ársins 1995. Í tilkynningu Hagstofunnar, sem birt var á vef… Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 595 orð | 1 mynd

Efla sjálfstraust stúlkna

Stærðfræðisumarbúðirnar Stelpur diffra, þar sem stúlkur á framhaldsskólaaldri fá tækifæri til að kafa djúpt í stærðfræði, verða haldnar í fjórða sinn við Háskóla Íslands dagana 12.-16. ágúst. Að baki verkefninu er Nanna Kristjánsdóttir, sem… Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Ekkert asbest í Íslandsbankahúsinu

Ekkert asbest er í gamla Íslandsbankahúsinu við Kirkjusand, sem nú er verið að rífa, en íbúar í nágrenni hússins hafa kvartað að undanförnu um ryk sem hafi borist frá niðurrifinu og sest á bíla. Hefur nokkur umræða spunnist í spjallhópum… Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 178 orð

Fresturinn lengdur eftir gagnrýni

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur framlengt frestinn til að skila inn umsögn í samráðsgáttina þar sem kynnt eru áform um að veita ráðherra heimild til að leggja niður samræmd könnunarpróf til frambúðar Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 385 orð | 1 mynd

Hnignun skóla staðreynd

Endurreisn grunnskólans er prófsteinn á það hvort samfélagið hafi getu til þess að leysa flókið verkefni í sameiningu. Þetta er mat Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem fjallar um menntamálin í blaðinu í dag og segir hnignun grunnskólans staðreynd Meira
24. júlí 2024 | Erlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Íbúar biðja fyrir frambjóðandanum

Mikil gleði braust út í þorpinu Thulasendrapuram í Tamil Nadu-fylki í suðurhluta Indlands þegar fréttir bárust af því að Kamala Harris væri líklegur frambjóðandi Demókrataflokksins í bandarísku forsetakosningunum í haust en Harris á ættir að rekja til þorspins Meira
24. júlí 2024 | Erlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Kosningabaráttan hafin af krafti á ný

Segja má að formleg kosningabarátta hafi byrjað á ný í Bandaríkjunum í gær en ljóst þykir nú að Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna verði forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í stað Joes Bidens forseta sem dró sig í hlé á sunnudag Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

Kóngurinn kveður en Daddi tekur við

Eigendur Daddi’s Pizza í Mývatnssveit hafa fest kaup á Pizza King í Skipholti og hyggjast opna þar nýjan pitsustað með haustinu. Þuríður Helgadóttir, framkvæmdastjóri Voga ferðaþjónustu sem á og rekur Daddi’s, segir að breytingar verði gerðar á staðnum og nú sé unnið að þeim Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 324 orð

Kvikusöfnun heldur áfram

Kvika heldur áfram að safnast undir Svartsengi samkvæmt nýjustu gögnum Veðurstofu Íslands. Búast má við kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu tveimur til þremur vikum. Í tilkynningu segir meðal annars að ekki sé hægt að útiloka að gossprunga opnist innan Grindavíkur Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Meistararnir ætla sér alla leið

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson urðu Íslandsmeistarar í golfi í annað sinn á sunnudag er þau stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu sem var haldið á Hólmsvelli í Leiru. Þau ætla sér að halda ótrauð áfram og komast á góðan stað í atvinnumennsku í íþróttinni Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd

Mikill samdráttur í framkvæmdum

„Það er alveg klárt mál og er búið að vera svo síðan í fyrrahaust en þá urðu í raun allir jarðvinnu- og malbiksverktakar mjög varir við að verkefnum sem í boði voru fækkaði og hefur svo verið síðan,“ segir Sigþór Sigurðsson,… Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 771 orð | 1 mynd

Óskiljanleg ákvörðun skólayfirvalda

„Það er mikið talað í staðinn fyrir að skoða hverjir eru að standa sig og af hverju þeir eru að standa sig,“ segir Björn Pétursson, fyrrverandi skólastjóri Melaskóla, um málflutning Kennarasambands Íslands (KÍ) og mennta- og barnamálaráðherra Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

Segir mögulegt að byggja bæinn upp

Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðjunnar í Grindavík, segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að uppbygging hefjist aftur í Grindavík ef haldið er skynsamlega á spilunum og fyrirtækjum gefið tækifæri til þess að hefja starfsemi á ný Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Skjálftar við Torfajökulsöskju

Tveir jarðskjálft­ar mæld­ust norðvest­ur af Torfa­jökli í gær, á vest­ur­mörk­um Torfa­jök­ul­söskj­unn­ar. Fyrsti skjálft­inn mæld­ist 1,5 að stærð og fljót­lega á eft­ir varð ann­ar stærri skjálfti upp á 2,9 Meira
24. júlí 2024 | Erlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Stöðva sex dróna á dag yfir París

Franskar öryggissveitir sem munu sjá um öryggisgæslu á meðan ólympíuleikarnir í París fara fram hafa að undanförnu stöðvað að jafnaði sex dróna á dag yfir ólympíusvæðinu. Gabriel Attal forsætisráðherra Frakklands sagði í gær að oftast væri drónunum… Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 129 orð

Tilvísanir meira en tvöfaldast

Tilvísunum til Geðheilsumiðstöðvar barna hefur fjölgað um 160% frá árinu 2020. Staðan er svipuð og hjá öðrum stofnunum sem sinna börnum í vanda en tilkynningum til barnaverndar hefur fjölgað umtalsvert það sem af er ári Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Tríó DÓT á Múlanum í kvöld

Tríóið DÓT kemur í fyrsta sinn fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 20. „Leikið verður brakandi ferskt efni eftir meðlimi, ef til vill í bland við lög eftir þekktari tónskáld djassins Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Um 4.500 gestir hafa þegar bókað

Mikil ásókn er í jólamatinn á Jómfrúnni í Lækjargötu í ár. Hvort óspennandi sumar hafi ýtt við fólki að tryggja sér borð skal ósagt látið en staðreyndin er engu að síður sú að uppbókað er um helgar í desember fram til jóla Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 497 orð | 2 myndir

Vatíkanið heiðrar fyrsta Íslendinginn

Vatíkanið hefur heiðrað Pétur Urbancic fyrir þjónustu sína í þágu kaþólsku kirkjunnar. Hann fær þessa viðurkenningu fyrstur Íslendinga og var heiðursviðurkenningin afhent við messu í Kristkirkju síðastliðinn sunnudag Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Viðburðastaður á veturna

Framkvæmdir við nýja farþegamiðstöð á Skarfabakka ganga samkvæmt áætlun og er áætlað að þeim ljúki vorið 2026. Framkvæmdirnar hafa þó haft áhrif á móttöku farþega úr skemmtiferðaskipum á meðan á byggingarframkvæmdum stendur en búið er að setja upp tímabundin tjöld til að sinna þeirri þjónustu Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Vilja bílhræin burt

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða hefur límt límmiða á annað hundrað númerslausra bíla, langflesta innan Ísafjarðarbæjar eða 68 talsins í sérstöku átaki. Gulur miði er límdur á bílana sem tilkynning um meðferð máls með einnar viku fresti og rauður miði … Meira
24. júlí 2024 | Erlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Yfirmaður öryggisþjónustunnar hættir

Kimberly Cheatle sagði í gær af sér embætti yfirmanns bandarísku öryggisþjónustunnar Secret Service en hún viðurkenndi í yfirheyrslu þingnefndar á Bandaríkjaþingi á mánudag að öryggisþjónustunni hefði mistekist að koma í veg fyrir að Donald Trump… Meira
24. júlí 2024 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Ættum frekar að endurbæta samræmdu prófin

„Viðskiptaráð hefur tekið þátt í uppbyggingu menntakerfisins í yfir hundrað ár. [...] Menntun er grundvöllur öflugs mannauðs, lýðræðis og samkeppnishæfni. Hún varðar þjóðarhag og allir eru gjaldgengir í umræðu um hana Meira

Ritstjórnargreinar

24. júlí 2024 | Staksteinar | 228 orð | 1 mynd

Ábyrgðarleysið í grunnskólum

Lögmanninum Brynjari Níelssyni er skemmt yfir herferð kennaraforystunnar gegn umræðu um arfaslakan námsárangur og öllum breytingum á kerfinu. Þeim finnst – líkt og Altúngu forðum – þeir lifa í besta heimi hugsanlegra heima Meira
24. júlí 2024 | Leiðarar | 368 orð

Glataðir leiðtogar

Sinnuleysi á leiðtogafundi Evrópuríkja Meira
24. júlí 2024 | Leiðarar | 255 orð

Ráðuneytið og ráðherrann

Óvænt valdataka í utanríkisráðuneyti Meira

Menning

24. júlí 2024 | Menningarlíf | 745 orð | 1 mynd

„Tíu hæg og dásamleg lög“

Platan Bolero með kontrabassaleikaranum Tómasi R. Einarssyni og saxófónleikaranum Óskari Guðjónssyni í aðalhlutverkum, kom út á streymisveitum á fimmtugsafmæli Óskars, þ.e. þann 17. júlí síðastliðinn Meira
24. júlí 2024 | Menningarlíf | 968 orð | 1 mynd

Draumur orðinn að veruleika

Fyrsta skáldsaga Hugrúnar Björnsdóttur, Rót alls ills, kom nýverið út hjá Storytel og vermdi fyrsta sætið á lista yfir mest lesnu bækurnar þar þegar blaðamaður sló á þráðinn til höfundarins í liðinni viku Meira
24. júlí 2024 | Fjölmiðlar | 171 orð | 1 mynd

Dægrin löng á ­Hótel Metrópól

Þáttaröðin Heldri maður í Moksvu (A Gentleman in Moscow) er aðgengileg á Sjónvarpi Símans um þessar mundir. Hún fjallar um rússneskan barón, sem dæma á til dauða í rússnesku byltingunni, en er þyrmt og skikkaður til ævilangrar vistar á Hótel Metrópól í Moskvu Meira
24. júlí 2024 | Menningarlíf | 189 orð | 1 mynd

Tvær myndir þóttu bestar

Alþjóðlegu heimildarmyndahátíðinni IceDocs lauk í sjötta sinn á Akranesi með verðlaunaafhendingu á sunnudag. Tvær heimildarmyndir deila verðlaunum fyrir bestu kvikmyndina í ár, það eru myndirnar The Silence of Reason eftir Kumjönu Novakovu og The… Meira

Umræðan

24. júlí 2024 | Pistlar | 411 orð | 1 mynd

Hræsni.is

Frá upphafi afskipta minna af pólitík hef ég verið sá leiðtogi á Alþingi Íslendinga sem ævinlega hefur talað fyrir því að verja landamæri okkar fyrir óheftu flæði hælisleitenda (e. open borders). Ég hef ekki einungis talað fyrir daufum eyrum heldur… Meira
24. júlí 2024 | Aðsent efni | 686 orð | 1 mynd

Lágkúra illskunnar?

Hvað liggur að baki þessum skrifum starfsmanna Morgunblaðsins? Meira
24. júlí 2024 | Aðsent efni | 879 orð | 1 mynd

Samfélagi jafnra tækifæra ógnað

Foreldrar geta ekki setið þegjandi hjá ef brotið er á börnum og jafnræðis ekki gætt. Stjórnmálamenn hafa ekki leyfi til að sitja með hendur í skauti. Meira
24. júlí 2024 | Aðsent efni | 213 orð | 1 mynd

Uppörvun og þakkir, hvatning og bestu óskir

Takk fyrir að gráta með syrgjendum, uppörva fólk í veikindum, styðja við mikilvæg verkefni. Ekki síst við börn, ungmenni og eldriborgara um land allt. Meira

Minningargreinar

24. júlí 2024 | Minningargreinar | 948 orð | 1 mynd

Aðalgeir Heiðar Karlsson

Aðalgeir Heiðar Karlsson fæddist 1. október 1948 á Húsavík. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 12. júlí 2024. Hann var sonur útgerðarhjónanna Heru Sigurgeirsdóttur, f. 22. maí 1916, d. 8. ágúst 1999, og Karls Óskars Aðalsteinssonar, f Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2024 | Minningargreinar | 444 orð | 1 mynd

Axel Ragnar Ström

Axel Ragnar Ström var fæddur í Reykjavík 16. september 1942. Hann lést á Selfossi þann 12. júlí 2024 eftir stutt veikindi. Foreldrar hans voru Victor Louis Ström verkamaður, f. 11. sept. 1909, d. 13 Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2024 | Minningargreinar | 4046 orð | 1 mynd

Gunnar Þorvaldsson

Gunnar Þorvaldsson fæddist á Akureyri 23. apríl 1947. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar 13. júlí 2024 á líknardeild Landspítalans. Foreldrar Gunnars voru Þorvaldur Hallgrímsson vefari og píanóleikari og Katrín Lárusdóttir verslunarmaður Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2024 | Minningargreinar | 192 orð | 1 mynd

Hulda Fjóla Hilmarsdóttir

Hulda Fjóla Hilmarsdóttir fæddist 1. maí 1959. Hún andaðist á 24. júní 2024. Útför Fjólu fór fram 15. júlí 2024. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2024 | Minningargreinar | 1771 orð | 1 mynd

Magnús Magnússon

Magnús Magnússon fæddist 19. október 1926 í Reykjavík. Hann lést 2. júlí 2024 á heimili sínu. Foreldrar hans voru Magnús Skaftfjeld Halldórsson, f. 23. maí 1883, d. 7. ágúst 1976, og Steinunn Kristjánsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2024 | Minningargreinar | 1291 orð | 1 mynd

Rósa Jónsdóttir

Rósa Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1949. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 7. júlí 2024. Foreldrar hennar voru Jón Bekk Ágústsson, f. 12. janúar 1903, d. 30. júlí 1990 og Ingibjörg Jónsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2024 | Minningargreinar | 1855 orð | 1 mynd

Tómas Kári Róbertsson

Tómas Kári Róbertsson fæddist 28. mars 2021 í Reykjavík. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 13. júlí 2024. Foreldrar Tómasar Kára eru Róbert Snær Heimisson og Þóranna Finnbogadóttir Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

24. júlí 2024 | Í dag | 130 orð | 3 myndir

Edda María Guðbjörnsdóttir og Anna Marie Guðbjörnsdóttir

70 ára Tvíburasysturnar Edda María Guðbjörnsdóttir og Anna Marie Guðbjörnsdóttir Ganci fagna sjötugsafmæli í dag. Foreldrar þeirra eru Jutta D. Guðbergsson listmálari og Guðbjörn Guðbergsson húsasmíðameistari, bæði látin Meira
24. júlí 2024 | Í dag | 61 orð

Hægt er að kæra mann fyrir að keyra yfir á rauðu, henda rusli eða kasta af…

Hægt er að kæra mann fyrir að keyra yfir á rauðu, henda rusli eða kasta af sér vatni á almannafæri og er þá fátt eitt nefnt. Liggur við að maður hætti að voga sér út. Jæja, sögnin (og nafnorðið) kæra ná yfir þetta Meira
24. júlí 2024 | Í dag | 284 orð

Láta hestinn ráða

Anton Helgi Jónsson skrifar á Boðnarmjöð: Gærdagurinn var merkilegur hjá mér enda gengur maður ekki oft fram á legstein úti í skógi og sér svo, að hann var reistur yfir hest: Ólafur bóndi Blesa sinn í brekkunni fögru heygði Meira
24. júlí 2024 | Í dag | 854 orð | 4 myndir

Skagamaður fram í fingurgóma

Haraldur Sturlaugsson fæddist 24. júli 1949. „Ég er fæddur í borðstofunni á Vesturgötu 32, Akranesi, og ég bý þar. Húsið er aldargamalt, byggt 1924, hef raunar lítið flutt mig af torfunni.“ Haraldur á stóran og þéttan systkinahóp Meira
24. júlí 2024 | Í dag | 161 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 d6 5. 0-0 a6 6. Bxc6+ bxc6 7. d4 exd4 8. Rxd4 c5 9. Rc6 Dd7 10. Ra5 Da4 11. De1 Be7 12. c4 Be6 13. f4 0-0 14. Bd2 Bd8 15. Bc3 De8 16. Rd2 c6 17. Rb7 De7 18. Rxd8 Haxd8 19 Meira
24. júlí 2024 | Í dag | 168 orð

Sterk átta. N-Allir

Norður ♠ ÁD62 ♥ ÁK4 ♦ 643 ♣ D73 Vestur ♠ K93 ♥ D1076 ♦ G1092 ♣ 104 Austur ♠ G1074 ♥ 5 ♦ 875 ♣ G9865 Suður ♠ 85 ♥ G9832 ♦ ÁKD ♣ ÁK2 Suður spilar 6♥ Meira
24. júlí 2024 | Dagbók | 102 orð | 1 mynd

Vilja íslensk matvæli í útlöndum

Þór Bæring og Kristín Sif ræða þau matvæli sem bara eru til á Íslandi og landsmenn sakna mest þegar þeir eru erlendis í morgunþætti sínum. Hafa þau bæði búið erlendis og kveðast kunnug tilfinningunni að sakna íslensks matar Meira

Íþróttir

24. júlí 2024 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Anna Björk ekki meira með í ár

Knattspyrnukonan Anna Björk Kristjánsdóttir á von á barni ásamt kærasta sínum Róberti Steinari Hjálmarssyni rétt eftir áramót og verður því ekki meira með knattspyrnuliði Vals. Anna greindir frá stóru tíðindunum í gær en hún hefur ekkert spilað með Val síðan í lok síðasta mánaðar Meira
24. júlí 2024 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Dregur sig úr keppni

Breski knap­inn Char­lotte Duj­ar­din hef­ur dregið sig úr keppni á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís eft­ir að mynd­skeið leit dags­ins ljós sem sýn­ir „dómgreind­ar­leysi“ henn­ar er hún var að þjálfa. Duj­ar­din er þre­fald­ur ólymp­íu­meist­ari í hesta­grein­um Meira
24. júlí 2024 | Íþróttir | 1037 orð | 2 myndir

Eftirvænting í París

Ólympíuleikarnir í París verða formlega settir föstudaginn 26. júlí en keppt verður í kvennaflokki í handbolta strax á morgun. Einn af hápunktum Ólympíuleikanna er keppni í frjálsíþróttum og má búast við magnaðri keppni á Stade de France-vellinum, en keppnin í frjálsum stendur yfir frá 1 Meira
24. júlí 2024 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Elías Rafn hélt hreinu í Andorra

Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson hélt hreinu þegar að lið hans Midtjylland frá Danmörku sigraði UE Santa Coloma frá Andorra, 3:0, í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í Andorra í gærkvöldi Meira
24. júlí 2024 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Hermann í eins leiks bann

Hermann Hreiðarsson, þjálfari karlaliðs ÍBV, verður í banni þegar ÍBV heimsækir Þór Akureyri í næstu umferð 1. deildarinnar í fótbolta á laugardaginn. Hermann var úrskurðaður í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í dag Meira
24. júlí 2024 | Íþróttir | 447 orð | 2 myndir

Knattspyrnukonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir spilar ekki meira með…

Knattspyrnukonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir spilar ekki meira með Breiðabliki á þessu tímabili. Hún hefur verið mikið frá undanfarin ár en á þessu tímabili hefur hún aðeins spilað sex leiki í deild og einn í bikar Meira
24. júlí 2024 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Tekur ekki við Hattarliðinu

Jó­hann Árni Ólafs­son mun ekki stýra karlaliði Hatt­ar í körfu­bolta ásamt Viðari Erni Haf­steins­syni á næsta tíma­bili. Frá þessu grein­ir fé­lagið á sam­fé­lags­miðlum en Jó­hann Árni var til­kynnt­ur hjá fé­lag­inu fyr­ir ein­um og hálf­um mánuði og átti að hefja störf í ág­úst Meira
24. júlí 2024 | Íþróttir | 1226 orð | 1 mynd

Ætla sér stóra hluti

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson urðu Íslandsmeistarar í golfi í annað sinn á sunnudag er þau stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu sem var haldið á Hólmsvelli í Leiru. Þau urðu einmitt bæði meistarar í fyrsta skipti árið 2021 og … Meira

Viðskiptablað

24. júlí 2024 | Viðskiptablað | 402 orð | 1 mynd

Almenningur kaupir minna af merkjavöru

Lúxusvörumerki eiga sum í rekstrarerfiðleikum og verða þess vegna að reyna að ná aftur hylli millistéttarinnar. Þrátt fyrir að sá hópur verji ekki háum fjárhæðum í merkjavöru eru þeir sem tilheyra honum engu að síður mikilvægir viðskiptavinir Meira
24. júlí 2024 | Viðskiptablað | 219 orð | 1 mynd

Barlómur og bjartsýni í ferðaþjónustunni

Samdráttur í ferðaþjónustu, sem kemur til bæði vegna lítils háttar fækkunar ferðamanna og þess að þeir eyða minna hér á landi en áður, getur haft nokkur áhrif á aðra þætti hagkerfisins að mati Greiningar Íslandsbanka sem birt var í vikunni Meira
24. júlí 2024 | Viðskiptablað | 1830 orð | 6 myndir

­Ferðaþjónustan í þokuskýi en ekki djúpri lægð

Það er þungt hljóðið í mörgum aðilum ferðaþjónustunnar þessa dagana, enda er útlit fyrir að bæði fjöldi ferðamanna sem og eyðsla þeirra hér á landi verði undir væntingum. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem ferðaþjónustan upplifir sveiflur í greininni – og væntanlega ekki í síðasta sinn Meira
24. júlí 2024 | Viðskiptablað | 294 orð | 1 mynd

Hófleg aðsókn að tjaldsvæðum

Aðsókn á tjaldsvæði hefur eðli málsins samkvæmt verið mismunandi eftir landshlutum í sumar. Líkt og gjarnan vill verða sækir fólk þangað sem sólin skín, eltir veðrið eins og það er kallað. Heiður Vigfúsdóttir rekur tjaldsvæðið á Egilsstöðum en hún… Meira
24. júlí 2024 | Viðskiptablað | 81 orð | 1 mynd

Hættir hjá Sýn og fer til Iðunnar

Vilborg Helga Harðardóttir, sem stýrði rekstri Vefmiðla og útvarps hjá Sýn, hefur látið af störfum hjá félaginu og mun taka við starfi framkvæmdastjóra Iðunnar fræðsluseturs þann 1. september nk. Vilborg Helga starfaði sem forstjóri Já hf Meira
24. júlí 2024 | Viðskiptablað | 587 orð | 1 mynd

Í átt að sjálfbærari hagkerfum

Við þurfum að byggja upp hagkerfi sem stuðlar að sjálbærni og aukinni velsæld fólks og náttúrunnar. Meira
24. júlí 2024 | Viðskiptablað | 765 orð | 1 mynd

Kanarífuglinn í kolanámunni

Auglýsingar þjóna svipuðu hlutverki og uppistöðulón fyrir virkjanir og búa til framtíðartekjustreymi fyrir reksturinn. Meira
24. júlí 2024 | Viðskiptablað | 1072 orð | 3 myndir

Ríkið missti af tækifæri á fyrri hluta árs

Ávöxtunarkröfur bæði verðtryggðra og óverðtryggðra ríkisskuldabréfa ruku upp í upphafi mánaðarins þegar Lánamál ríkisins tilkynntu í ársfjórðungsáætlun fyrir þriðja ársfjórðung að framboð ríkisbréfa yrði aukið um 30 milljarða króna að söluvirði frá fyrri áætlun Meira
24. júlí 2024 | Viðskiptablað | 934 orð | 1 mynd

Skemmtileg áskorun fram undan

Valgerður Friðriksdóttir hefur komið víða við á ferli sínum í mannauðsmálum. Í dag er hún í draumastarfinu sem mannauðsstjóri landeldisfélagsins First Water. Þar er engin lognmolla þessa dagana, en fyrsta slátrun var í maí 2023 og í ár er fyrirtækið að slátra flestar vikur ársins Meira
24. júlí 2024 | Viðskiptablað | 1061 orð | 2 myndir

Stærsta skemmtiferðaskip í heimi?

Miðað við forsendur gagnrýnenda mætti ætla að farþegar skemmtiferðaskipa ferðuðust til og frá landinu eins og Sæmundur fróði gerði forðum daga á selnum. Slík fjölkynngi í ferðamáta er ekki á allra færi. Meira
24. júlí 2024 | Viðskiptablað | 591 orð | 2 myndir

Svipuð staða hér og annars staðar

„Það eru tvenns konar markmið sem ég hef persónulega sett mér. Annars vegar er að hjálpa netöryggissérfræðingum okkar að finna veikleika sem auðvelt er að finna en geta haft meiri háttar áhrif Meira
24. júlí 2024 | Viðskiptablað | 229 orð | 1 mynd

Taprekstur hjá Elmu orkuviðskiptum

Ríkisfyrirtækið Elma orkuviðskipti ehf. tapaði um 63,7 milljónum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Félagið er í eigu Landsnets og hyggst opna stafrænt uppboðstorg fyrir raforkuviðskipti á Íslandi á næsta ári Meira
24. júlí 2024 | Viðskiptablað | 495 orð | 2 myndir

Vont og það venst ekki

ViðskiptaMogginn mun berast áskrifendum áður en Hagstofan birtir í dag nýjar tölur um 12 mánaða verðbólgu. Það er því til lítils að spá nákvæmlega fyrir um það hér, en það má þó vísa í verðbólguspár bankanna þar sem gert er ráð fyrir því að verðbólgan hækki lítillega nú í júlí en lækki með haustinu Meira
24. júlí 2024 | Viðskiptablað | 1434 orð | 1 mynd

Þegar heilindin eru aukaatriði

Það er ósiður að dæma aðra, og verst af öllu er að dæma fólk sem maður hefur ekki fengið að kynnast persónulega. En stjórnmálin bjóða ekki upp á annað en að meta bresti og mannkosti fólks úr fjarlægð; eins og það birtist á skjánum og eins og því er lýst í bókum og blöðum Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.