Greinar þriðjudaginn 13. ágúst 2024

Fréttir

13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Baðlón raunhæft

Félagið Heklubyggð áformar mikla uppbyggingu við Skíðaskálann í Hveradölum. Samhliða þessu áformar félagið Hveradalir að byggja baðhús og baðlón í Stóradal, skammt frá Skíðaskálanum, en fjallað var um þessi verkefni í Morgunblaðinu 1 Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 274 orð | 2 myndir

Dansað og djammað á hlöðuballi í Þistilfirði

Það gerist vart þjóðlegra en góðra vina fundur í hlýlegri hlöðu í rammíslenskri sveit. Sá viðburður var haldinn á býlinu Holti í Þistilfirði í ágústbyrjun en tilefni gleðinnar var 20 ára brúðkaupsafmæli hjónanna á bænum, þeirra Hildar Stefánsdóttur og Sigurðar Þórs Guðmundssonar Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Evrópa ekki staðið við skuldbindingar

Evrópuríki innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa mörg ekki staðið við skuldbindingar sínar er lúta að varnarsambandi bandalagsins, með því að vanrækja varnarmál sín, að sögn Hjartar J. Guðmundssonar sagnfræðings og alþjóðastjórnmálafræðings, viðmælanda Dagmála í dag Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Fellst ekki á tillögu Viðskiptaráðs

„Mér finnst það vera dálítil einföldun hjá Viðskiptaráði að leggja þetta til. Það er ekkert annað land í heiminum, ekki í okkar heimshluta að minnsta kosti, að horfa í þessa átt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Fimmtán neituðu sök í stórfelldu fíkniefnamáli

Fimmtán af þeim 18 sem ákærðir eru í stóru fíkniefnamáli neituðu sök í helstu ákæruliðum. Þrír gátu ekki verið viðstaddir í dómssal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en munu greina frá afstöðu sinni síðar Meira
13. ágúst 2024 | Erlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Flýta komu flugmóðurskipsins

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, skipaði í fyrrakvöld flugmóðurskipinu USS Abraham Lincoln ásamt fylgdarskipum sínum að flýta för sinni til Mið-Austurlanda vegna þeirrar auknu spennu sem nú ríkir þar Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 64 orð | 7 myndir

Ganga stolt frá borði

Lokaathöfn Ólympíuleikanna 2024 fór fram á Stade de France-leikvanginum í París í Frakklandi á sunnudaginn en Ísland átti fimm keppendur á leikunum í ár. Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir kepptu í sundi, Erna Sóley Gunnarsdóttir í… Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 474 orð | 2 myndir

Gestur og Einar sitt á hvað í sex ættliði

Nafnhefðir eru sterkar í ættinni sem kennd er við bæinn Hæl í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, hvar tvíbýlt er. Í beinan karllegg sex ættliða eru nöfnin sitt á hvað Einar og Gestur og engin undantekning á því Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 264 orð

Hyggjast mæta orkuþörfinni

Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur boðar uppbyggingu orkuvinnviða til að mæta fyrirhugaðri orkuþörf fjölda fyrirtækja í Ölfusi á næstu árum. Eins og Morgunblaðið hefur sagt frá eru uppi áform um hundraða milljarða fjárfestingu í… Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 627 orð | 1 mynd

Kannaðist ekkert við gáminn

Aðalmeðferð í máli Péturs Jökuls Jónassonar hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann er sakaður um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots með hlutdeild í stóra kókaínmálinu svokallaða. Í nóvember voru Páll Jónsson, Birgir Halldórsson, Jóhannes… Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 65 orð

Komst sjálfur í land eftir að bát hvolfdi

Lands­björg og Land­helg­is­gæsl­an ræstu ásamt fleir­um út viðbragðsaðila sína á átt­unda tím­an­um í gærkvöldi vegna báts sem hafði hvolft í Hval­f­irði. Einn var um borð í bátn­um og var hann flutt­ur með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Lánshestarnir skiluðu gulli

Norðurlandamót íslenska hestsins í Danmörku gekk vel og stóðu íslensku keppendurnir sig vel þrátt fyrir að vera flestir á lánshestum. Þeir höfðu knappan tíma til að kynnast hestunum áður en haldið var í braut Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 216 orð | 2 myndir

Lundapysjurnar vel á sig komnar í ár

Óskar Pétur Friðriksson Vestmannaeyjum Lundapysjan flýgur úr holu sinni á „réttum tíma“ í ár og er vel þung og vel gerð. Á árunum í kringum 2012 þegar fæstu pysjurnar flugu í bæinn, voru þær léttastar um 260 til 300 grömm. Var það á þeim árum sem makríllinn veiddist mest í kringum Vestmannaeyjar, nú hefur enginn makríll verið hér í kring og þyngdin á pysjunum verið frá 350 til 400 grömm. Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Marey í Mengi í kvöld

Dúóið Marey kemur fram í Mengi í kvöld kl. 20, en húsið verður opnað kl. 19.30. „Systurnar Lilja María og Anna Sóley Ásmundsdætur skipa dúóið Marey sem blandar tilraunakenndri spunatónlist við rafhljóð og ljóðalestur Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 987 orð | 2 myndir

Munu eiga nóg af orku fyrir Ölfus

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Meira
13. ágúst 2024 | Fréttaskýringar | 574 orð | 3 myndir

Ólympíuútbúnaður fær framhaldslíf

Ólympíuleikunum í París er lokið og þá vaknar spurningin hvað verði um þau mannvirki og útbúnað, sem notuð voru við leikana. Þeir sem skipulögðu viðburðinn segja að áætlanir séu fyrir hendi um hvernig hægt sé að nýta það áfram Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Pútín heitir hefndum

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hét því í gær að hefnt yrði fyrir hina óvæntu innrás Úkraínumanna í Kúrsk-hérað, en vika er í dag frá því að innrásin hófst. Pútín sagði á fundi með helstu embættismönnum sínum, sem sýndur var í beinni útsendingu, að… Meira
13. ágúst 2024 | Erlendar fréttir | 724 orð | 2 myndir

Pútín hótar „verðskulduðum viðbrögðum“

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 132 orð | 2 myndir

Rakst á borgarísjaka í mikilli þoku

Grænlenski frystitogarinn Tuugaalik skemmdist töluvert nýverið er hann rakst á borgarísjaka í mikilli þoku við veiðar milli Grænlands og Íslands. Skipið er einn nýjasti og glæsilegasti frystitogari landsins með 24 manna áhöfn Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Sátt við ákvörðun sína

Knattspyrnukonan Kristín Dís Árnadóttir stefnir á að snúa aftur í atvinnumennsku einn daginn en hún gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik á dögunum. „Tilfinningin er mjög góð og ég er mjög sátt við þá ákvörðun mína að koma heim á… Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Sáu fjórar steypireyðar

Fjórar steypireyðar sem sáust á Eyjafirði í gær glöddu svo sannarlega hvalaskoðendur um borð í skipum hvalaskoðunarfyrirtækisins Arctic Sea Tours á Dalvík. Freyr Antonsson, sem rekur Arctic Sea Tours, segir steypi­reyðar ekki oft sjást, hvað þá… Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Selja Örfirisey

Komið er á samkomulag um kaup sjávarútvegsfyrirtækisins Irvin & Johnson í Suður-Afríku á Örfirisey RE 4, frystitogara Brims. Verið er þessa dagana að ganga frá ýmsum pappírum viðvíkjandi sölu togarans en vinna við slík formsatriði getur tekið sinn tíma Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Sex vilja forstjórastólinn

Sex sóttu um embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar, en umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar í byrjun júlí sl. Þessi sóttu um: Eydís Líndal Finnbogadóttir, settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar, Guðmundur… Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 513 orð | 1 mynd

Vill ekki afnema tolla af innfluttum matvælum

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Virkjunarleyfi fyrir vindorkuveri

Orkustofnun afgreiddi í gær virkjunarleyfi fyrir vindorkuverinu Búrfellslundi við Vaðöldu. Landsvirkjun mun í kjölfarið sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Rangárþings ytra. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að búið sé að ganga frá… Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Vissu ekki neitt í meira en viku

„Frá því að við vissum að þetta væri í vatninu er enginn búinn að drekka úr krönunum, ekki nema að hafa gert það af fúsum og frjálsum vilja. Við erum búin að skaffa vatn allan tímann,“ segir Kolbrún Björnsdóttir, einn eigenda Rjúpnavalla … Meira
13. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 433 orð | 2 myndir

Þúsundir forngripa hafa fundist í Firði

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira

Ritstjórnargreinar

13. ágúst 2024 | Staksteinar | 190 orð | 1 mynd

Er best að breyta engu?

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir í viðtali við Morgunblaðið í gær á að orkuskortur sé yfirvofandi hér á landi. Þá segir hún að við framleiðum engin verðmæti án orku og að fylgni sé á milli orkunotkunar þjóða og hagsældar þeirra. Meira
13. ágúst 2024 | Leiðarar | 657 orð

Villigötur ríkisfjármála

Raunverulegt aðhald þarf í ríkisrekstri Meira

Menning

13. ágúst 2024 | Bókmenntir | 680 orð | 3 myndir

Í fótspor fjölfræðings

Ævisögur og endurminningar Í spor Sigurðar Gunnarssonar ★★★★· Eftir Hjörleif Guttormsson. Tvær innbundnar bækur, 583 bls., myndir, skrár. Skrudda 2024. Meira
13. ágúst 2024 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd

Jaðarinn dreginn inn í sviðsljósið

Ólympíuleikarnir hafa verið frekar áberandi í dagskrá Ríkissjónvarpsins undanfarnar vikur og af ástæðum, sem ekki verða tíundaðar hér, fylgdist ég meira með dagskránni en endranær. Maður stendur sig að því að vera farinn að fylgjast af miklum móð… Meira
13. ágúst 2024 | Menningarlíf | 231 orð | 1 mynd

Trump sakaður um brot á höfundarrétti

Fjölskylda söngvarans Isaacs Hayes heitins hefur fyrirskipað Donald Trump að hætta samstundis að nota lagið „Hold On, I'm Comin“ í kosningabaráttu sinni. Guardian greindi frá því að fjölskylda Hayes hefði sent Trump og kosningateymi … Meira
13. ágúst 2024 | Menningarlíf | 555 orð | 3 myndir

Ævintýraheimar á Akureyri

Tvær stórar sýningar eru á Listasafninu á Akureyri. Annars vegar samsýningin Er þetta norður? sem er í sölum 01-05 á efstu hæðinni og hins vegar sýningin Stranded í sölum 10-11. Stranded er stórt sýningarverkefni sem kemur frá Bremen í Þýskalandi Meira

Umræðan

13. ágúst 2024 | Aðsent efni | 781 orð | 2 myndir

Að klúðra ekki stórum verkefnum

Ef ég hefði fimm mínútur til að höggva tré myndi ég verja fyrstu þremur mínútunum í að brýna öxina. (Abraham Lincoln) Meira
13. ágúst 2024 | Aðsent efni | 808 orð | 1 mynd

Að sjálfsögðu er ég síonisti

Mannkynssagan geymir sögu samfelldra ofsókna gegn gyðingum og enn er reynt að útrýma þeim. Hvenær er komið nóg? Meira
13. ágúst 2024 | Aðsent efni | 592 orð | 2 myndir

Hamfaranám og framtíðarfræði

Byggjum upp þekkingarsamfélag með áherslu á náttúruvá og þverfaglega nálgun til að mæta breytingum t.d. á sviði gervigreindar, líf- og erfðatækni. Meira
13. ágúst 2024 | Aðsent efni | 614 orð | 1 mynd

Íslendingar eiga skilið stöðugleikastjórn

Stöðugleiki á að vera lúxus allra en ekki sumra. Stöðugleiki fæst ekki fyrr en almenningur nýtur stöðugs gjaldmiðils rétt eins og stórfyrirtækin gera. Meira
13. ágúst 2024 | Aðsent efni | 482 orð | 1 mynd

Samtökin '78 eru ríkisstofnun

Rúm 2% af tekjum Samtakanna '78 eru félagsgjöld. Samtökin segja félagsmenn fimmtán hundruð. Félagsgjöldin benda til að þeir séu aðeins um sex hundruð. Meira
13. ágúst 2024 | Aðsent efni | 786 orð | 1 mynd

Um daginn og veginn

Að hefla vegina var eins og að raka á sér fésið. Skeggið óx og kom aftur og það gerðu líka holurnar. Meira
13. ágúst 2024 | Pistlar | 413 orð | 1 mynd

Þakkirnar, heilsuleysi og höfnun

Á árum áður eyddu margar konur starfsævinni sem heimavinnandi húsmæður og það er dapurt hvað eitt mikilvægasta starf sem til er, hefur hlotið allt of litla virðingu samfélagsins. Fá störf eiga eins mikla og virðingu skylda og að ala upp börnin sín og annast af alúð Meira

Minningargreinar

13. ágúst 2024 | Minningargreinar | 2778 orð | 1 mynd

Ásgrímur Jónasson

Ásgrímur Jónasson fæddist 27. desember 1939. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík 25. júlí 2024. Foreldrar Ásgríms voru Jónas Ingvar Ásgrímsson, f. 16.10. 1907, d. 2.9. 1978, og Hanna Kristjánsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
13. ágúst 2024 | Minningargreinar | 117 orð | 1 mynd

Esther Franklín

Esther Franklín fæddist 1. júlí 1944. Hún lést 29. júní 2024 . Útför hennar var 12. ágúst 2024. Meira  Kaupa minningabók
13. ágúst 2024 | Minningargreinar | 585 orð | 1 mynd

Guðmundur Benediktsson

Hundrað ár eru í dag síðan Guðmundur Benediktsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri fæddist á Húsavík í litlu húsi, sem hét Höfði. Síðar flutti hann í skólahúsið þar sem faðir hans Benedikt Björnsson var skólastjóri barnaskólans Meira  Kaupa minningabók
13. ágúst 2024 | Minningargreinar | 496 orð | 1 mynd

Hjörtur Þórarinsson

Hjörtur Þórarinsson fæddist 10. febrúar 1927. Hann lést 23. júlí 2024. Útför hans fór fram 9. ágúst 2024. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

13. ágúst 2024 | Viðskiptafréttir | 198 orð | 1 mynd

Havilland-banki í slitameðferð

Havilland-banki í Lúxemborg hefur verið formlega tekinn til slitameðferðar, samkvæmt nýlegum úrskurði héraðsdómstóls í Lúxemborg. Stutt er síðan greint var frá því að starfsleyfi bankans hefði verið afturkallað af Evrópska seðlabankanum, en í… Meira
13. ágúst 2024 | Viðskiptafréttir | 189 orð | 1 mynd

Júlímánuður sker sig úr

Fleiri erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í júlí í ár, samanborið við sama mánuð á síðasta ári. Nemur fjölgunin um hálfu prósenti. Þetta kemur fram í samantekt hjá Hagsjá Landsbankans, sem unnin er úr gögnum Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands Meira
13. ágúst 2024 | Viðskiptafréttir | 692 orð | 2 myndir

Para saman einstaklinga og störf

Sprotafyrirtækið Opus Futura hefur smíðað ráðningarlausn sem breytir því hvernig fyrirtæki og einstaklingar tengjast. Markmið lausnarinnar er að veita einstaklingum tækifæri til að parast við öll laus störf, óháð því hvort þeir eru í atvinnuleit eða … Meira

Fastir þættir

13. ágúst 2024 | Í dag | 280 orð

Af limru, hefðum og þöngulhaus

Oft hefur verið tekist á um hvort limruformið sé tilhlýðilegt í íslenskum kveðskap. Ólafur Stefánsson vekur máls á því á Boðnarmiði: Limran er fullkomið form, sem fast er en minnir á orm. Hún liðast sem lækur, er leiðinda kækur, en orðin hér eðlilegt norm Meira
13. ágúst 2024 | Í dag | 918 orð | 4 myndir

„Uni mér best þegar ég hef nóg að gera“

Líf Magneudóttir fæddist 13. janúar 1974 í Kaupmannahöfn. „Á afar heitum ágústdegi, hefur mamma sagt mér. Bárður faðir minn var víst á kvöldvakt það kvöldið en það vildi svo vel til að vélarnar biluðu og hann var sendur heim sem varð til þess að hann gat verið viðstaddur fæðingu mína Meira
13. ágúst 2024 | Dagbók | 99 orð | 1 mynd

Datt úr skóla 15 ára en er nú læknir

Bresk kona sem hætti í skóla 15 ára gömul hefur nú útskrifast úr læknisfræði við Háskólann í Bristol, 41 árs að aldri. Rebecca Bradford var orðin þreytt á því að fólk efaðist um hana vegna fortíðarinnar, en hún ákvað að sanna sig og hóf nám til að… Meira
13. ágúst 2024 | Dagbók | 36 orð | 1 mynd

Evrópuríki hafi vanrækt eigin varnarmál

Hjörtur J. Guðmundsson sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur segir flest Evrópuríki innan NATO hafa vanrækt varnarmál sín og geti þannig ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ríkin treysti í staðinn á Bandaríkin sem kyndir undir óánægju þar í landi. Meira
13. ágúst 2024 | Í dag | 307 orð | 1 mynd

Hrefna Bryndís Jónsdóttir

60 ára Hrefna ólst upp í Borgarnesi en býr í Hjarðarholti í Stafholtstungum. „Maðurinn minn er héðan. Ég kynntist honum á Bifröst og flutti hingað fljótlega eftir það, búin að búa hér í 30 ár.“ Hrefna er rekstrarfræðingur frá háskólanum… Meira
13. ágúst 2024 | Í dag | 52 orð

Nafnorðið meiður sést nú orðið varla í nefnifalli nema í vélsleðamáli.…

Nafnorðið meiður sést nú orðið varla í nefnifalli nema í vélsleðamáli. Rennslisbjálki undir sleða segir Ísl. orðabók, en merkir líka tré. Þeir sem eru hvor sinnar skoðunar á einhverju eru sagðir á öndverðum meiði við (ekki „öndverðu… Meira
13. ágúst 2024 | Í dag | 162 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bd3 e5 7. Rde2 Be7 8. 0-0 0-0 9. Rg3 Be6 10. Rd5 Rbd7 11. c4 Rc5 12. Bc2 b5 13. b4 Rcd7 14. cxb5 axb5 15. Be3 g6 16. h3 h5 17. Re2 Hc8 18. Hc1 Hc4 19 Meira
13. ágúst 2024 | Í dag | 176 orð

Unglingabrids. S-Enginn

Norður ♠ D1096 ♥ Á872 ♦ 73 ♣ Á84 Vestur ♠ K8732 ♥ KG5 ♦ K92 ♣ 96 Austur ♠ 54 ♥ D10943 ♦ DG84 ♣ 72 Suður ♠ ÁG ♥ 6 ♦ Á1065 ♣ KDG1053 Suður spilar 6♣ Meira

Íþróttir

13. ágúst 2024 | Íþróttir | 228 orð | 1 mynd

Birta best í sextándu umferðinni

Birta Georgsdóttir sóknarmaður Breiðabliks var besti leikmaður 16. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Birta átti mjög góðan leik og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þegar Breiðablik hafði betur gegn Þór/KA, 4:2, laugardaginn 10 Meira
13. ágúst 2024 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Gáfu tóninn án Jóhanns

Burnley vann sannfærandi sigur á Luton, 4:1, í fyrsta leik sínum í ensku B-deild karla í knattspyrnu í Luton í gærkvöldi. Liðin féllu bæði úr úrvalsdeildinni í fyrra og áttu arfaslök tímabil. Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með Burnley-liðinu í gær Meira
13. ágúst 2024 | Íþróttir | 117 orð | 1 mynd

Guðmundur í þjálfarateymi Heimis

Guðmundur Hreiðarsson hefur verið ráðinn markmannsþjálfari írska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta tilkynnti írska knattspyrnusambandið í gær en Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tók við þjálfun liðsins í síðasta mánuði Meira
13. ágúst 2024 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Hera Norðurlandameistari

Hera Christensen er Norðurlandameistari í kringlukasti annað árið í röð í flokki tuttugu ára og yngri. Hera kastaði lengst 50,62 metra á Tårnby-leikvanginum í Kaupmannahöfn, þar sem mótið fór fram um helgina Meira
13. ágúst 2024 | Íþróttir | 90 orð | 1 mynd

Hætti eftir fyrsta leik

Ryan Lowe er ei lengur þjálfari Stefáns Teits Þórðarsonar hjá Preston, sem leikur í ensku B-deildinni í fótbolta. Lowe hætti eftir að Preston tapaði fyrsta leik sínum í B-deildinni gegn Sheffield United, 2:0, á heimavelli Meira
13. ágúst 2024 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Íþróttir fara aldrei í frí. Sama hvaða dag ársins er um að ræða er hægt að…

Íþróttir fara aldrei í frí. Sama hvaða dag ársins er um að ræða er hægt að sjá einhvern íþróttaviðburð. Síðustu tvær vikur hefur allt snúist um Ólympíuleikana í París. Þar sýndi besta íþróttafólk heimsins listir sínar og áttum við Íslendingar nokkra fulltrúa Meira
13. ágúst 2024 | Íþróttir | 816 orð | 1 mynd

Markmiðið að fara aftur út

Knattspyrnukonan Kristín Dís Árnadóttir stefnir á að snúa aftur í atvinnumennsku einn daginn en hún gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik á dögunum. Varnarmaðurinn, sem er 24 ára gamall, skrifaði undir samning sem gildir út yfirstandandi… Meira
13. ágúst 2024 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Orri Hrafn kallaður úr láni

Valur hefur kallað knattspyrnumanninn Orra Hrafn Kjartansson aftur til félagsins en hann hafði verið á láni hjá uppeldisfélaginu Fylki í sumar. Orri Hrafn hefur verið að glíma við meiðsli sem og veikindi undanfarna mánuði en er kominn með… Meira
13. ágúst 2024 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Sterkur sigur á Svíþjóð

Íslenska U18 ára landsliðið í handknattleik karla hafði betur gegn Svíþjóð, 34:29, á Evrópumótinu í Svartfjallalandi í gær. Íslenska liðið er þar með komið með tvö stig í milliriðli tvö en tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit Meira
13. ágúst 2024 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Verður samherji Willums Þórs

Alfons Sampsted, landsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn til liðs við Birmingham á eins árs lánssamningi með möguleika á kaupsamningi eftir tímabilið. Alfons kemur til Birmingham, sem leikur í ensku C-deildinni, frá Twente í Hollandi en þar hefur hann verið í eitt og hálft ár Meira
13. ágúst 2024 | Íþróttir | 356 orð | 2 myndir

Vesturbæingar fjarlægðust botnsvæðið

Aron Þórður Albertsson reyndist hetja KR þegar liðið hafði betur gegn FH í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Meistaravöllum í Vesturbænum í gær. Leiknum lauk með sigri KR, 1:0, en Aron Þórður skoraði sigurmarkið á 45 Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.