Áhyggjur af orkuöflun og orkuskorti, jafnvel orkuskömmtun, komu landsmönnnum í opna skjöldu á liðnu ári. Ekki kom þó minna á óvart þegar Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri og fv. forsetaframbjóðandi, var komin í viðtal í fréttatíma Rúv. á mánudag í tilefni fyrsta virkjanaleyfis fyrir vindorkuver í landinu, en Landsvirkjun hyggst reisa 30 vindmyllur í Búrfellslundi sem geta skilað allt að 120 MW.
Meira