Greinar fimmtudaginn 22. ágúst 2024

Fréttir

22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 459 orð | 1 mynd

Alvarleg bilun í flugvélinni TF-SIF

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hefur ekki verið tiltæk í allt sumar vegna alvarlegrar bilunar í hreyflum vélarinnar. Samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar fór TF-SIF í umfangsmikla skoðun… Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Áætlaður kostnaður gæti hækkað

Það gæti vel verið að áætlaður kostnaður, sem nú er 311 milljarðar, muni hækka. Áður hafði verið gert ráð fyrir að kostnaðurinn væri um 170 milljarðar. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við mbl.is Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 492 orð | 1 mynd

Borgin endurnýjar þjónustusamninga

Reykjavíkurborg hefur endurnýjað samninga við Samtökin '78 og Fjölsmiðjuna. Borgarráð samþykkti þetta á síðasta fundi sínum að tillögu Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Samningurinn við Samtökin '78 gildir til 31 Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Dvalið í 22 húsum í Grindavík yfir nótt

„Það er rólegt yfir þessu í augnablikinu en það eru auðvitað allir á tánum og tilbúnir að bregðast við ef það fer að gjósa,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, við mbl.is um miðjan dag í gær, en áfram voru taldar… Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Efla viðskipti grannþjóðanna

Tvíhliða samskipti og viðskipti Íslands og Færeyja voru í brennidepli í ferð utanríkisráðherra til Færeyja í vikunni. Með ráðherra í för var viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum 11 fyrirtækja auk Íslandsstofu Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Eitt einvígi gegn liði frá Andorra stendur í vegi Víkinga í Evrópu

Víkingur úr Reykjavík fær kjörið tækifæri til þess að tryggja sér sæti í nýrri deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu karla þegar liðið mætir UE Santa Coloma frá Andorra í fjórðu og síðustu umferð undankeppninnar Meira
22. ágúst 2024 | Erlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Eldarnir hafa logað í rúma viku

Miklir skógareldar loga nú á portúgölsku eyjunni Madeira og hafa nærri 4.300 hektarar skóglendis brunnið. Eldarnir nálgast Laurissilva-skóg en það er stærsti lárviðarskógur í heimi og er á heimsminjaskrá UNESCO Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 487 orð

Enn er kvartað yfir stjórnsýslu matvælaráðherra

Hvalur hf. hefur sent umboðsmanni Alþingis kvörtun yfir stjórnsýslu matvælaráðherra og matvælaráðuneytisins við endurnýjun leyfis fyrirtækisins til veiða á hvölum sem loks var veitt 11. júní sl. og þá aðeins til eins árs Meira
22. ágúst 2024 | Erlendar fréttir | 356 orð | 1 mynd

Fimm lík fundin eftir snekkjuslysið

Kafarar ítölsku strandgæslunnar fundu í gær jarðneskar leifar fimm af þeim sex, sem enn var saknað eftir að munaðarsnekkjan Bayesian sökk undan ströndum Sikileyjar á mánudaginn. Tókst björgunarteymi að heimta fimmtán manns af skútunni úr helju en sjö eru taldir af eftir slysið Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Fjarskiptasjóður lagður niður

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að framlengja ekki líftíma fjarskiptasjóðs og leggja hann niður. Ráðherra hefur kynnt ríkisstjórn þessa ákvörðun sína Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Framkvæmdir halda sínu striki við Arnarnesveginn

Framkvæmdir voru í fullum gangi í gær við nýbyggingu Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbrautinni, en vegalagningin er ein af þeim sem kveðið var á um í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins árið 2019 Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Ganga lengra en nokkur annar

„Við erum ekki búin að gefa út dagsetninguna ennþá en við erum svona að hnýta síðustu endana í þessu öllu og erum bara í prófunum þessa dagana,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaupa í samtali við Morgunblaðið um hvenær vefverslun Hagkaupa með áfengi fer í loftið Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 510 orð | 2 myndir

Greinilegt svigrúm er til verðlækkana

„Innkoma og áherslur hjá Prís sýna að greinilega er svigrúm til þess að lækka matvöruverð. Þetta er samkeppni sem við fögnum og vonum að hún geti leitt af sér breytingar og jákvæða þróun til lengri tíma,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 551 orð | 1 mynd

Halda áfram að spila fram í andlátið

Vestmannaeyingurinn Jón Berg Halldórsson í Hafnarfirði kynntist harmonikuleik þegar hann var 17 ára, eignaðist þá fyrstu nikkuna, lærði að spila 35 árum síðar og er með föst verkefni í spilamennskunni Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Hallgríms og Guðríðar minnst

Afhjúpaður var minningarsteinn sl. þriðjudag um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson og konu hans Guðríði Símonardóttur í Saurbæjarkirkjugarði í tilefni af 350 ára ártíð Hallgríms Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Haltrar um í skemmtiskokki en ætlar í mark

„Ég varð að breyta fyrirætlunum úr því svona illa fór,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, nýkjörinn biskup Íslands. Hún er ein þúsunda sem skráð hafa sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni næsta laugardag og ætlaði sér þar að hlaupa 21 kílómetra Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Heita vatnið kom á samkvæmt áætlun

Tenging Suðuræðar 2 inn á dreifikerfi hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu gekk að mestu vel og var samkvæmt áætlun. Heitt vatn var komið á á langflestum þeim svæðum sem höfðu verið án þess um hádegisbilið í gær Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 391 orð | 1 mynd

Hrun orðið í stofnstærð fálka

Niðurstöður vöktunar á varpstofni fálka á þessu ári sýna að varpstofninn hefur ekki verið minni frá upphafi vöktunar á árinu 1981. Er viðkoman í ár sú lakasta frá upphafi mælinga. Í umfjöllun á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) segir að enginn… Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Jákvæðari tímar fram undan

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir að jákvæðari tímar séu nú fram undan fyrir samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins og að Kópavogsbúar geti vel unað við hinn uppfærða sáttmála. Ásdís segir að hún hefði viljað að kostnaðurinn hefði ekki… Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 241 orð | 2 myndir

Kannski horfinn úr Norðfirði

Lyngbúi fannst ekki við athuganir í Norðfirði í sumar og kann að vera með öllu horfinn úr firðinum. Hvarf þessarar sjaldgæfu og friðuðu plöntu er ekki dularfullt, sökudólgurinn er að öllum líkindum lúpínan sem breitt hefur úr sér í hlíðum fjallanna í Norðfirði, sem og víðar Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Kornið þroskast hægt

Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúverjahreppi, lýsir áhyggjum sínum af hægum þroska í kornræktinni vegna óhagstæðra veðurskilyrða í sumar. Í samtali við Morgunblaðið segir Björgvin að þótt kornræktin hafi byrjað ágætlega… Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Kvartar til umboðsmanns

Enn á ný hefur Hvalur hf. kvartað við umboðsmann Alþingis yfir stjórnsýslu matvælaráðherra og málsmeðferð við afgreiðslu á umsókn fyrirtækisins til veiða á langreyðum sem send var ráðuneytinu 30. janúar sl Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Landvarðanámið nú á háskólastigi

Undirritaður hefur verið samningur milli Umhverfisstofnunar og Landbúnaðarháskóla Íslands um nám sem veitir réttindi til að gegna starfi landvarðar. Slíkir starfa í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum; svo sem í Vatnajökulsþjóðgarði, á Þingvöllum og… Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Loksins komin framtíðaráætlun

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar fagnar sáttmálanum og segir að með honum sé höfuðborgarsvæðið „almennilega að komast á blað“. Hún gleðst sérstaklega yfir fyrirhugaðri samgöngubót á Reykjanesbraut Meira
22. ágúst 2024 | Fréttaskýringar | 622 orð | 3 myndir

Lóðsar þjálfaðir í siglingahermi

Hafnsögumenn Faxaflóahafna, 12 talsins, fóru snemma sl. vor í þjálfun í siglingahermi hjá fyrirtæki í Hamborg í Þýskalandi sem sérhæfir sig í þjálfun tengdum siglingum, m.a. fyrir hafnsögumenn (lóðsa) Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Lækkanir verði ekki „aumingjalegar“

„Það hefur litla þýðingu að hreyfa stýrivexti um 25 punkta [0,25 prósentustig], sem dæmi, þegar þessi meginþungi blasir við,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í gær er kynntir voru óbreyttir stýrivextir bankans Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Mikil óvissa ríkir um hlaupið

Töluverð óvissa ríkir um áframhald hlaupsins í Skaftá við Sveinstind og mögulega stærð þess. Enda lýsti ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, yfir óvissustigi almannavarna í gær vegna Skaftárhlaups Meira
22. ágúst 2024 | Erlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Modi hefur sögulega Evrópuferð

Narendra Modi forsætisráðherra Indlands kom í gær í fyrstu opinberu heimsókn indversks forsætisráðherra til Póllands í 45 ár. Modi mun einnig heimsækja Úkraínu en þangað hefur indverskur forsætisráðherra aldrei komið Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Orgelmaraþon á Menningarnótt og lokatónleikar Orgelsumarsins

Á meðan Reykjavíkurmaraþon verður hlaupið á götum Reykjavíkurborgar á laugardag fer fram maraþon af öðru tagi í Hallgrímskirkju. Það er hið árlega Orgelmaraþon Menningarnætur sem stendur frá klukkan 14 til 18 en einnig verður boðið upp á… Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 837 orð | 3 myndir

Orlofsdagar á ábyrgð stjórnanda

„Stjórnendur, sem lúta ekki boðvaldi annarra, ber skylda til að skipuleggja sjálfir sína orlofstöku. Þegar upp koma ágreiningsmál á almennum vinnumarkaði þar sem stjórnandi heldur því fram að hann hafi ekki tekið út fullt orlof, þá er þeim… Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 243 orð | 2 myndir

Prestar til starfa á Suðurlandi

Tveir prestar hafa nýlega verið valdir til þjónustu í þjóðkirkjunni á Suðurlandi. Séra Kristín Þórunn Tómasdóttir var valin til að verða sóknarprestur í Skálholtsprestakalli og séra Jóhanna Magnúsdóttir var valin til að vera sóknarprestur í Víkurprestakalli í Mýrdal Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Rask á starfsemi skóla í Reykjavík

Þegar líða fer á ágústmánuð taka við fastir liðir sem minna okkur á að haustið er í vændum. Kennsla í leikskólum og háskólum er nú þegar hafin og hefst grunnskólakennsla víða í dag. Samkvæmt skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar eru á milli… Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Raunhæfara og skynsamlegra en áður

Einar Þorsteinsson borgarstjóri telur uppfærðan samgöngusáttmála mun raunhæfari og skynsamlegri en áður. Hann kveðst verulega ánægður með þá breytingu að Miklabraut verði að göngum en ekki sett í stokk Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 616 orð | 1 mynd

Sáttmálinn kostar 311 milljarða

Uppfærður samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður í gær af forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjóra og bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu. Samningurinn tekur til áranna 2024 til og með 2040 og… Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Sáttmálinn lifandi reikningsdæmi

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir nýjan sáttmála mikilvægan áfanga fyrir höfuðborgarsvæðið, sáttmálinn sé „lifandi reikningsdæmi“ og þurfi alltaf að uppfæra. „Þetta er náttúrulega bara mjög dýrmætur og mikilvægur áfangi… Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Segir útreikninga raunhæfari en áður

„Ég vakti athygli á því fyrir ári að þessar hugmyndir myndu kosta miklu meira, u.þ.b. 300 milljarða eins og við erum að ræða hér í dag. Það eru því ekki ný tíðindi fyrir mig að þessi metnaðarfullu áform muni kosta miklu meira en upphaflega var … Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 948 orð | 1 mynd

Sigur Rós kveikti áhugann

Þegar Íslendingar eru í landvinningum erlendis veltir maður því stundum fyrir sér hver áhrifin séu fyrir land og þjóð. Ef íslenskur listamaður eða íþróttamaður nýtur hylli erlendis, felur það sjálfkrafa í sér að aðdáendur viðkomandi vilji vita meira … Meira
22. ágúst 2024 | Fréttaskýringar | 1127 orð | 2 myndir

Skemmtiferða-flugstöðin Leifsstöð

1987 „Þetta er fallegasta flugstöð sem ég hef komið í og ég hef farið nokkuð víða.“ Vigdís Finnbogadóttir Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Sólarsöngur á Seltjarnarnesi

Sungið verður um sólina, ástina og sjóinn á hádegistónleikunum Sumarsól sem verða í Seltjarnarneskirkju næsta þriðjudag, 27. ágúst. Tónleikarnir hefjast kl. 12. Á dagskránni eru meðal annars dúettinn Ó blessuð vertu sumarsól í fallegri útsetningu… Meira
22. ágúst 2024 | Fréttaskýringar | 636 orð | 2 myndir

Spáir 5% atvinnuleysi á næsta ári

Meginmarkmið langtímasamninganna sem gerðir voru á almenna markaðnum í mars sl. með hóflegum launahækkunum, um að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi, eru enn ekki í sjónmáli þótt samningarnir hafi nú gilt í meira en hálft ár Meira
22. ágúst 2024 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Staðfesta aðild að glæpadómstólnum

Þing Úkraínu samþykkti í gær að staðfesta aðild landsins að Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag en stjórnvöld í Úkraínu freista þess að draga Rússa fyrir dómstólinn vegna stríðsglæpa sem þeir eru sagðir hafa framið í Úkraínu eftir innrásina í landið árið 2022 Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Starfshópur um þjóðgarð í Þórsmörk

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp til að undirbúa og meta kosti þessi að stofna þjóðgarð í Þórsmörk og nágrenni. Í starfshópnum eru Drífa Hjartardóttir sem er formaður, Anton Kári Halldórsson og Rafn Bergsson Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 806 orð | 3 myndir

Sýna 440 ára gamlan dýrgrip

Rúm öld er liðin síðan Gunnlaugur Einarsson læknir færði frímúrarastúkunni Eddu í Reykjavík bók að gjöf í von um að hún yrði til allrar framtíðar varðveitt í fórum stúkunnar. Bókin er engin smásmíði, í svokölluðu fólíó-broti sem samsvarar því sem… Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Tæring í hreyflum vélar Gæslunnar

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hefur ekki verið tiltæk í allt sumar vegna alvarlegrar bilunar í hreyflum vélarinnar. Við hefðbundna skoðun á vélinni á Möltu sl. vor fannst tæring á ytra yfirborði gírkassa hreyfla vélarinnar Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 759 orð | 9 myndir

Upplifunin á Sól snertir öll skilningarvitin

Staðsetningin hefur vakið mikla athygli og má með sanni segja að staðurinn sé falinn demantur við Hafnarfjarðarhöfn. Veitingastaðurinn Sól er inni í lifandi gróðurhúsi þar sem gestir borða yfir blómlegri og gróskumikilli uppskeru sem fangar bæði augu og munn Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Vilja ekki selja börnum lummur

Einn eigandi nikótínpúðaverslunarinnar Svens telur umræðuna um nikótínpúða á villigötum og segir hana ekki alltaf byggða á staðreyndum. Foreldrafélög í skólum í Fossvogi hafa nýlega mótmælt fyrirhugaðri opnun Svens í verslunarkjarnanum Grímsbæ þar sem þau hafa áhyggjur af nikótínneyslu barna Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 385 orð | 3 myndir

Vinnuferðin tók ófyrirséða stefnu

„Fyrst var þetta högg en fljótt sá ég í þessu atviki ákveðna fegurð,“ segir myndlistarmaðurinn kunni Tolli Morthens sem lenti í heldur óvenjulegu atviki á dögunum. Ljósmyndari Morgunblaðsins, Árni Sæberg, varð vitni að atvikinu Meira
22. ágúst 2024 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Örn Friðriksson

Örn Friðriksson, fyrrverandi varaforseti Alþýðusambands Íslands, lést á Landspítalanum Fossvogi 13. ágúst sl., 83 ára að aldri. Örn fæddist 30. maí 1941 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðrún Margrét Árnadóttir húsmóðir og Friðrik Sigurðsson verkamaður Meira

Ritstjórnargreinar

22. ágúst 2024 | Leiðarar | 363 orð

Borgin blekkt

Ljóst er að sá sem síst skyldi beitti borgina blekkingum Meira
22. ágúst 2024 | Leiðarar | 297 orð

Glæpaalda berst yfir Eyrarsund

Boðar ekki gott ef óöldin í Svíþjóð er orðin útflutningsvara Meira
22. ágúst 2024 | Staksteinar | 205 orð | 1 mynd

Of langt gengið í loftslagsmálum

María Guðjónsdóttir lögfræðingur Viðskiptaráðs fjallar um loftslagsmál í grein í ViðskiptaMogganum og bendir á að samanburður á milli Íslands og annarra ríkja sé ekki sanngjarn. „Þrátt fyrir að hlutfall endurnýjanlegrar orku hér á landi sé með … Meira

Menning

22. ágúst 2024 | Fólk í fréttum | 512 orð | 10 myndir

9 leiðir til að hækka í haustgleðinni

1. Fagnaðu bragði haustsins Dýfðu þér inn í árstíðina með því að bragðbæta allt með graskerskryddi (e. pumpkin spice). Það er ýmist hægt að kaupa síróp eða krydd með þessu sérstaka bragði, en einnig er hægt að búa sjálfur til kryddið með því að blanda saman kanil, múskati, negul og engifer Meira
22. ágúst 2024 | Myndlist | 901 orð | 5 myndir

Fjölbreyttar sögur fanga hjartað

Listasafn Reykjavíkur Átthagamálverkið ★★★★· Sýningarstjóri Markús Þór Andrésson. Sýningin stendur til 6. október 2024.Opið alla daga 10-17. Meira
22. ágúst 2024 | Fjölmiðlar | 226 orð | 1 mynd

Hver elskar ekki að haturshorfa?

Emilía í París (Emily in Paris) er snúin aftur á skjáinn í fjórðu seríunni af samnefndri þáttaröð og nú velti ég í fúlustu alvöru fyrir mér hvernig sjónvarpsefni getur verið svona slæmt, og gott, í senn Meira
22. ágúst 2024 | Bókmenntir | 840 orð | 3 myndir

Í framandi eyðimörk líkhússins

Skáldsaga Sonurinn ★★★★½ Eftir Michel Rostain. Friðrik Rafnsson íslenskaði. Ugla útgáfa, 2024. Kilja, 174 bls. Meira
22. ágúst 2024 | Menningarlíf | 2212 orð | 2 myndir

Leikárið mun hreyfa við áhorfendum

„Við förum inn í nýtt leikár að springa af spenningi enda margar frábærar sýningar á leiðinni. Síðasta leikár var einstakt, sýningarnar hrifu áhorfendur og aðsókn í vor var sú mesta í manna minnum Meira
22. ágúst 2024 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Ljósmyndir af fundnum munum

Ljósmyndararnir Jutta Biesemann og Hermann Vierke opna sýningu í Deiglunni á Akureyri en hún verður aðeins opin um helgina, 24.-25. ágúst, frá kl. 14-17. Þau hafa dvalið í gestavinnustofu á vegum Gilfélagsins Meira
22. ágúst 2024 | Menningarlíf | 146 orð | 1 mynd

Ljósmyndir af hinsegin og einhverfum

Ljósmyndarinn Eva Ágústa Aradóttir opnar sýninguna Hinsegin – einhverf í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur á laugardag, 24. ágúst, kl. 17. Þar verður til sýnis safn mynda sem Eva Ágústa tók af einstaklingum sem eru hinsegin og staðsetja sig á… Meira
22. ágúst 2024 | Menningarlíf | 102 orð | 1 mynd

Ljúfir tónar og Emma í Hannesarholti

Söngtónleikar undir yfirskriftinni „Ljúfir tónar um tilveruna“ verða haldnir í kvöld, fimmtudaginn 22. ágúst, kl. 20 í Hannesarholti. Þar verða flutt lög, íslensk jafnt sem erlend, sem fjalla á ljúfum nótum um gleði og alvarlegri hliðar tilverunnar Meira
22. ágúst 2024 | Menningarlíf | 271 orð | 1 mynd

Segulsvið jarðarinnar

Í þessu verki varpar Anna Rún Tryggvadóttir ljósi á þau órjúfanlegu áhrif sem segulsvið jarðar hefur á öll berglög plánetunnar, en segulsvið hleðst í jarðlögin um leið og þau verða til. Hleðsla rafsegulkraftsins hefur umpólast með reglulegu millibili og er sú saga geymd í öllu bergi Meira
22. ágúst 2024 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

Spunamaraþon á Stóra sviðinu

Hið árlega spunamaraþon Improv Ísland á Menningarnótt fer nú í fyrsta sinn fram á Stóra sviði Þjóðleikhússins í stað Þjóðleikhúskjallara. Fyrsta sýning hefst kl. 15 á laugardag og sýningar standa til kl Meira
22. ágúst 2024 | Fólk í fréttum | 302 orð | 5 myndir

Sumarauki í föstu og fljótandi formi

Förðunarfræðingurinn Ammy Drammeh hannaði línuna fyrir Chanel. Með litapallettunni vildi hún kalla fram fjölbreyttari litatóna og meiri blæbrigði. Í línunni eru augnblýantar í litum eins og límónugrænum og ljósfjólubláum en líka í appelsínurauðum, perlubleikum, rústrauðum og ljósbleikum Meira
22. ágúst 2024 | Menningarlíf | 116 orð | 1 mynd

Tolli sýnir landslagsmálverk á Hafnartorgi

Myndlistarmaðurinn Tolli opnar sýningu í Gallerí Hafnartorgi á laugardag, Menningarnótt. Í tilkynningu segir að sem fyrr sé náttúran rauði þráðurinn í verkunum en Tolli hafi verið að prófa sig áfram með að mála úti í náttúrunni í sumar Meira
22. ágúst 2024 | Menningarlíf | 174 orð | 1 mynd

Þétt dagskrá í Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt

Þétt dagskrá verður í safnahúsum Listasafns Reykjavíkur á Menningarnótt og boðið upp á ýmsa viðburði. Frítt verður inn á allar sýningar og viðburði og opið fram á kvöld. Í Hafnarhúsi hefst dagskráin klukkan 12 með Erró – klippismiðju og… Meira
22. ágúst 2024 | Menningarlíf | 62 orð | 1 mynd

Þrír bekkjarbræður sýna saman

Myndlistarmennirnir Aðalsteinn Stefánsson, Hjörtur Hjartarson og Þóroddur Bjarnason halda saman sýningu í Gallerí 16 við Vitastíg. Hún verður opnuð í dag, fimmtudaginn 22. ágúst, kl. 16. Listamennirnir þrír eru bekkjarbræður úr fjöltæknideild… Meira

Umræðan

22. ágúst 2024 | Pistlar | 420 orð | 1 mynd

Ekki benda á mig!

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var nýverið gestur í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar þar sem hann sagði kostnað ríkisins vegna útlendingamála vera „hreina sturlun“. Ég er sammála Bjarna þegar hann segir að „ekki sé hægt að… Meira
22. ágúst 2024 | Aðsent efni | 313 orð | 1 mynd

Gervigreind gegn gullhúðun

Það er mikið framfaraskref að nýta gervigreind með markvissum hætti hjá hinu opinbera. Þetta sparar bæði tíma og fjármuni. Meira
22. ágúst 2024 | Aðsent efni | 153 orð | 1 mynd

Hver á að borga matinn?

Það hefur valdið fjaðrafoki að voga sér að mótmæla fríum skólamáltíðum og blýöntum. Fyrir ekki svo löngu hefði engum dottið í hug að borga ekki mat ofan í krakkana sína. Þetta voru ekki upphæðir sem menn réðu ekki við Meira
22. ágúst 2024 | Aðsent efni | 541 orð | 1 mynd

Hvers virði er tæknimenntun?

Við búum við þá varhugaverðu staðreynd að launamunur háskólamenntaðra og ófaglærðra á Íslandi er einn sá minnsti í Evrópu. Meira
22. ágúst 2024 | Aðsent efni | 786 orð | 1 mynd

Landspróf og slíðurhyrnd jórturdýr – söguvitund

Um miðjan áttunda áratuginn var landspróf aflagt og samræmd lokapróf tekin upp. En þar með hvarf púkinn ekki, nema síður væri. Enn er tekist á … Meira
22. ágúst 2024 | Aðsent efni | 574 orð | 1 mynd

Uppfærður skattheimtusáttmáli?

Óljóst er hvernig mikil viðbótarútgjöld vegna „samgöngusáttmálans“ verða fjármögnuð. Rangt væri að velta þeim kostnaði sjálfkrafa yfir á borgarbúa. Meira
22. ágúst 2024 | Aðsent efni | 328 orð | 1 mynd

Verndun hafsins og líffræðileg fjölbreytni

Það er okkar að tryggja að komandi kynslóðir erfi haf sem er bæði lífvænlegt og auðugt. Meira

Minningargreinar

22. ágúst 2024 | Minningargreinar | 4612 orð | 1 mynd

Helena Sigtryggsdóttir

Tryggva Helena Sigtryggsdóttir fæddist 21. september 1923 í Ytri-Haga á Árskógsströnd. Hún lést 9. ágúst 2024 á heimili sínu í Kópavogi, umkringd sínum nánustu. Foreldrar Helenu voru Sigtryggur Sigtryggsson, f Meira  Kaupa minningabók
22. ágúst 2024 | Minningargreinar | 1335 orð | 1 mynd

Jóhanna Lárusdóttir

Jóhanna Lárusdóttir fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1956. Hún lést á John Radcliffe Hospital í Oxford, Englandi, 2. ágúst 2024. Eftirlifandi eiginmaður Jóhönnu er Martin Philip Howarth, f. 5.8. 1959 í Croydon, Suður-London Meira  Kaupa minningabók
22. ágúst 2024 | Minningargreinar | 1912 orð | 1 mynd

Óðinn Sigurðsson

Óðinn Sigurðsson fæddist á Selfossi 19. mars 1966. Hann lést 9. ágúst 2024. Foreldar hans voru Sigurður Guðmundsson, f. 26. maí 1930, d. 15. febrúar 2012, og Ágústa Þórhildur Sigurðardóttir, f. 8. ágúst 1930, d Meira  Kaupa minningabók
22. ágúst 2024 | Minningargreinar | 1884 orð | 1 mynd

Páll Eiríksson

Páll Eiríksson geðlæknir fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1941. Hann lést á Landspítalanum 9. ágúst 2024. Foreldrar hans voru Eiríkur Pálsson frá Ölduhrygg í Svarfaðardal, lögfræðingur, f. 1911, d. 2002, og Björg Guðnadóttir söngkona, f Meira  Kaupa minningabók
22. ágúst 2024 | Minningargreinar | 536 orð | 1 mynd

Pétur H. Snæland

Pétur H. Snæland fæddist 17. nóvember 1938 í Reykjavík. Hann lést 23. júlí 2024 á Dvalarheimlinu Grund í Reykjavík. Foreldrar Péturs voru Ágústa Pétursdóttir Snæland auglýsingateiknari, f. 9.2. 2015, d Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

22. ágúst 2024 | Sjávarútvegur | 510 orð | 1 mynd

Marine Collagen bíða eftir svörum

Marine Collagen í Grindavík, sem framleiðir gelatín og kollagen úr fiskroði til matvælaframleiðslu, sagði á dögunum upp öllum 15 starfsmönnum sínum en fyrirtækið hóf starfsemi fyrir þremur árum. Erla Ósk Pétursdóttir framkvæmdarstjóri fyrirtækisins… Meira
22. ágúst 2024 | Sjávarútvegur | 295 orð | 1 mynd

Plast úr sjó notað í tölvur

Bandaríska tölvufyrirtækið HP nýtir endurunnið plast úr sjó, eins og t.d. fiskinet, í tölvur. Trausti Eiríksson sölustjóri hjá tæknifyrirtækinu OK segir að vakning sé hjá fyrirtækjum í geiranum í endurnýtingu á ýmiss konar búnaði Meira

Viðskipti

22. ágúst 2024 | Viðskiptafréttir | 1061 orð | 1 mynd

Ólíklegt að stýrivextir lækki á þessu ári

Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á fundi sínum í gær að stýrivextir myndu haldast óbreyttir í 9,25%. Ákvörðunin var í takt við spár greiningaraðila. Í rökstuðningi sínum með ákvörðuninni kemur fram að undirliggjandi verðbólga sé enn mikil og hækkanir á breiðum grunni Meira
22. ágúst 2024 | Viðskiptafréttir | 157 orð | 1 mynd

Stjórnendur kaupa hluti í Amaroq

Helstu lykilstjórnendur Amaroq Minerals hafa á liðnum dögum keypt hluti í félaginu. Hlutina keyptu þeir ýmist í Kauphöllinni hér á landi, í Toronto í Kanada eða í Lundúnum í Bretlandi, en félagið er skráð á markað í öllum þessum löndum Meira

Daglegt líf

22. ágúst 2024 | Daglegt líf | 826 orð | 2 myndir

Gæluhaninn Chucky malar af vellíðan

Við tvö erum sérdeilis góðir vinir. Honum líður best í fangi mínu og vill að ég klappi honum,“ segir Agnes Heiður Magnúsdóttir og á þar við kostulegan gæluhana sem heitir Chucky. „Fyrir tveimur árum vantaði mig nýjar hænur og ég ákvað að fá egg hjá vinafólki mínu til að unga út Meira
22. ágúst 2024 | Daglegt líf | 166 orð | 1 mynd

Pekin bantam-hænur þykja einkar gæfar og notalegar í umgengni

Hænur af kyni því sem heitir pekin bantam (einnig kallaðar cochin-hænur) þekkjast vel á smæðinni og fiðruðum fótum. Þær eru nokkuð kúlulaga og sumir segja þær vera einna líkastar litlum lifandi boltum Meira

Fastir þættir

22. ágúst 2024 | Í dag | 300 orð

Af kórónuveiru, baði og ákvæðavísum

Það bar helst til tíðinda að heitt vatn tekið af stórum hluta þjóðarinnar fyrr í vikunni. Jón Jens Kristjánsson orti er hann heyrði tíðindin: Þó yfirleitt séu það engir sóðar og iðki hreinsun með réttum brag getur samt ekki þriðjungur þjóðar þvegið sér fyrr en á miðvikudag Meira
22. ágúst 2024 | Í dag | 803 orð | 4 myndir

Fegurðin í því smáa og nálæga

Dagný Helgadóttir er fædd 22. ágúst 1949 á Víðimel í Reykjavík en fluttist þriggja ára í Laugarásinn, þar sem foreldrar hennar byggðu sér hús. „Þar var gott að alast upp, Laugarásinn og Laugardalurinn voru hálfgerð sveit á þessum tíma, sauðfé… Meira
22. ágúst 2024 | Í dag | 98 orð | 1 mynd

Ingibjörg Guðmundsdóttir

50 ára Ingibjörg ólst upp á Hvammstanga en býr í Kópavogi. Hún er hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands og starfar sem forstöðuhjúkrunarfræðingur á dag- og legudeildum skurðlækningasviðs Landspítala Meira
22. ágúst 2024 | Dagbók | 81 orð | 1 mynd

Keikó fékk Hollywood-stjörnu

Ein­hver fram­taks­sam­ur aðili ákvað að taka hluti í eig­in hend­ur og setja svo­kallaða Hollywood-stjörnu fyr­ir há­hyrn­ing­inn Keikó á stétt­ina á Aust­ur­velli. Stefán Rafn upp­lýs­inga­full­trúi Seðlabank­ans vakti at­hygli á þessu á X-síðu sinni þar sem hann sýn­ir einnig mynd af stjörn­unni Meira
22. ágúst 2024 | Í dag | 42 orð | 1 mynd

Klara Björk Ágústsdóttir var með litla búð fyrir utan heima hjá sér og…

Klara Björk Ágústsdóttir var með litla búð fyrir utan heima hjá sér og auglýsti hana í hverfisgrúbbunni sinni á Facebook. Hún seldi allskyns litla muni og gaf afraksturinn til Rauða krossins. Rauði krossinn þakkar Klöru kærlega fyrir hennar framlag í þágu mannúðar. Meira
22. ágúst 2024 | Í dag | 58 orð

Mótlæti. Maður óskar sér ekki mótlætis í afmælisgjöf. Orðið þýðir…

Mótlæti. Maður óskar sér ekki mótlætis í afmælisgjöf. Orðið þýðir andstreymi, raunir, erfiðleikar. En því er það nefnt að harmað var að ekki væri til andheiti líkt og meðbyr er til við mótbyr – meðlæti þýddi víst bara… Meira
22. ágúst 2024 | Í dag | 184 orð

Óvænt slemma. A-Allir

Norður ♠ Á965 ♥ 1086 ♦ ÁD92 ♣ 107 Vestur ♠ 104 ♥ ÁKDG2 ♦ 8 ♣ D9653 Austur ♠ G873 ♥ 97543 ♦ G3 ♣ Á8 Suður ♠ KD2 ♥ – ♦ K107654 ♣ KG42 Suður spilar 6♦ doblaða Meira
22. ágúst 2024 | Í dag | 146 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp á opnu móti sem fram fór í Lignano Sabbiadoro á Ítalíu í ágúst 2023. Króatíski stórmeistarinn Ivan Zaja (2.421) hafði hvítt gegn heimamanninum Christian Palozza (2.244) Meira

Íþróttir

22. ágúst 2024 | Íþróttir | 316 orð | 1 mynd

Búið að dreyma um að vera hérna

Víkingur úr Reykjavík tekur á móti UE Santa Coloma frá Andorra í fyrri leik liðanna í 4. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu karla á Víkingsvelli klukkan 18 í kvöld. Liðin mætast öðru sinni eftir slétta viku í Andorra og tryggir… Meira
22. ágúst 2024 | Íþróttir | 117 orð | 1 mynd

Hættur með þýska landsliðinu

Manuel Neuer, fyrirliði knattspyrnuliðs Bayern München í Þýskalandi, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Markvörðurinn tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í gær en Neuer, sem er 38 ára gamall, hefur verið aðalmarkvörður Þýskalands, nánast samfleytt frá árinu 2009, enda einn besti markvörður sögunnar Meira
22. ágúst 2024 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Mæta Finnum í lok október

Íslenska U23 ára landslið kvenna í knattspyrnu mun mæta jafnöldrum sínum frá Finnlandi í tveimur vináttuleikjum í lok október. Leikirnir fara báðir fram í Finnlandi, dagana 24. og 27. október, en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvar þeir verða leiknir Meira
22. ágúst 2024 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Nýtt lið í Vestmannaeyjum

Handknattleiksbandalag Heimaeyjar er nýtt handknattleiksfélag í Vestmannaeyjum og mun leika í 1. deildinni á komandi leiktíð. Handknattleiksbandlag Heimaeyjar, eða HBH, er nýtt venslagfélag ÍBV. Í tilkynningu frá ÍBV segir að HBH sé gert til að halda betur utan um unglingaflokk ÍBV Meira
22. ágúst 2024 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Raheem Sterling ekki í náðinni

Knattspyrnumaðurinn Raheem Sterling virðist vera á förum frá Chelsea. Sterling kom til Chelsea sumarið 2022 eftir að hafa verið afar sigursæll hjá Manchester City. Sterling hefur hins vegar valdið vonbrigðum hjá Chelsea en hann er ekki í náðinni hjá … Meira
22. ágúst 2024 | Íþróttir | 213 orð | 2 myndir

Samantha Smith best í 17. umferðinni

Samantha Smith miðjumaður Breiðabliks var besti leikmaður 17. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Samantha átti mjög góðan leik og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þegar Breiðablik hafði betur gegn Þrótti úr Reykjavík, 4:2, þriðjudaginn 20 Meira
22. ágúst 2024 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Sigvaldi að glíma við meiðsli

Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik, er að glíma við meiðsli og hefur því ekki getað æft með Noregsmeisturum Kolstad, þar sem hann er fyrirliði, undanfarnar tvær vikur. Á handboltasíðunni Norsk Topphåndball kemur fram að Sigvaldi Björn sé meiddur á fæti Meira
22. ágúst 2024 | Íþróttir | 231 orð | 1 mynd

Sýsl enska knattspyrnufélagsins Chelsea með leikmenn og þjálfara…

Sýsl enska knattspyrnufélagsins Chelsea með leikmenn og þjálfara karlaliðsins undanfarin ár hefur vakið heimsathygli. Eftir að fjárfestahópur með bandaríska milljarðamæringinn Todd Boehly í fararbroddi keypti félagið fyrir rúmum tveimur árum hefur… Meira
22. ágúst 2024 | Íþróttir | 1245 orð | 2 myndir

Þurfti að hugsa sig tvisvar um

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, kom mörgum á óvart þegar hún skrifaði undir eins árs samning við Al Qadsiah í Sádi-Arabíu Meira
22. ágúst 2024 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

Þýski knattspyrnumaðurinn Ilkay Gündogan er að ganga til liðs við…

Þýski knattspyrnumaðurinn Ilkay Gündogan er að ganga til liðs við Englandsmeistara Manchester City á nýjan leik, ári eftir að hann yfirgaf félagið á frjálsri sölu og samdi við Barcelona á Spáni. Það er BBC sem greinir frá þessu en Gündogan lék með… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.