Gert er ráð fyrir 1,4 milljarða framlagi í fjárlagafrumvarpi næsta árs vegna byggingar nýs fangelsis í stað Litla-Hrauns en í fjárlagafrumvarpinu segir að á móti hafi framkvæmdum við byggingu höfuðstöðva viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu verið frestað
Meira
Aðgerðir ætlaðar til að styðja við ungt fólk sem kveðið er á um í fjárlagafrumvarpi næsta árs og eru hluti af loforðum stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninganna, hljóða upp á 14 milljarða kr. viðbótarframlög
Meira
Greiða þarf kílómetragjald af öllum ökutækjum í samræmi við notkun frá og með næstu áramótum . Þá verður stigið annað skrefið í breyttri gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti. Kílómetragjald sem lagt hefur verið á rafmagns- og tvinnbíla verður einnig lagt á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti
Meira
Gert er ráð fyrir 41 milljarðs króna halla á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári. Munar þar 15 milljörðum til hins verra miðað við það sem lagt var upp með með í fjármálaáætluninni sem var samþykkt í vor
Meira
Alvarleg vanskil einstaklinga og fyrirtækja hafa aukist verulega það sem af er ári á kröfum öðrum en fasteignalánum, miðað við sömu mánuði í fyrra. Samkvæmt gögnum kröfuþjónustunnar Motus jukust alvarleg vanskil um 20,1% hjá einstaklingum og 6,5% hjá fyrirtækjum
Meira
Læknar í Kenía greindu frá því í gær að Dickson Ndiema Marangach, sem réðst á ólympíufarann Rebeccu Cheptegei í upphafi mánaðarins og brenndi til bana, hefði sjálfur dáið af þeim brunasárum sem hann hlaut við árásina á Cheptegei
Meira
„Niðurstaða dómsmálaráðherra hefur engin áhrif á stöðu mína sem ríkissaksóknara. Er á það bent í þessu sambandi að ráðherrann tekur undir öll þau efnisatriði sem voru grundvöllur áminningarinnar árið 2022 og þau atriði sem varða tjáningu…
Meira
Gert er ráð fyrir tæplega 41 milljarðs kr. halla á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári, eða 0,8% af vergri landsframleiðslu, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2025. Afkoman batnar milli ára um 16 milljarða frá uppfærðri áætlun fyrir yfirstandandi ár
Meira
Ísraelsher greindi frá því í gær að hann teldi miklar líkur á að aðgerðasinninn Aysenur Ezgi Eygi hefði dáið í kjölfar skothríðar frá ísraelskum hermönnum, en Eygi var skotin á föstudaginn við mótmæli á Vesturbakkanum
Meira
Bókasafnsfræðingurinn Gróa Finnsdóttir hefur sent frá sér skáldsöguna Eyjar, þar sem hún fjallar um samskipti fólks, gjá á milli náinna persóna, þráhyggju og fordóma en ekki síður ást og umhyggju. „Aðeins ást og virðing geta læknað…
Meira
Atvinnuleysi hér á landi jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaðanna júlí og ágúst, en í lok ágúst sl. voru 7.040 manns án atvinnu, 3.913 karlar og 3.127 konur. Nemur atvinnuleysið 3,2% í ágúst, en var 3,15 í júlí
Meira
„Þetta eru alls ekki góðar fréttir. Ég mun heyra í forsvarsmönnum þessarar lyfjakeðju,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær er óvissa um framtíð apóteksins á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi
Meira
Þungt er yfir kornbændum á Norðurlandi en tíðarfar hefur ekki verið hagstætt til kornræktar í sumar. Bessi Freyr Vésteinsson, bóndi í Hofsstaðaseli í Skagafirði og landbúnaðarverktaki, segir menn þó reyna að bera sig vel
Meira
U21-árs landslið Íslands í knattspyrnu karla mátti sætta sig við tap, 1:2, fyrir Wales í I-riðli undankeppni EM 2025 á Víkingsvelli í gær. Tapið þýðir að Ísland er fimm stigum á eftir Danmörku og Wales í efstu tveimur sætum riðilsins en hefur þó leikið einum leik færri
Meira
Boðað er aðhald og hóflegur raunvöxtur útgjalda í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Aðgerðir sem lofað var í tengslum við gerð kjarasamninga eru fyrirferðarmiklar í frumvarpinu. Hefur m.a. verið ákveðið að krónutölugjöld hækki um 2,5% um áramót þrátt fyrir að verðbólga sé áætluð 5,2% á yfirstandandi ári
Meira
Veitur hafa sótt um og fengið leyfi til framkvæmda í friðlandinu Gróttu. Um er að ræða verkefni sem unnið er fyrir Vegagerðina og snýr að því að bæta rekstraröryggi Gróttuvita. Endurnýja á raflagnir í eyjunni sem komnar eru til ára sinna
Meira
Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar liggur fyrir og af henni má nokkuð ráða um áherslurnar á síðasta spelinum fyrir kosningar að ári. Þar er að finna 216 þingmál: 159 frumvörp, 40 þingsályktunartillögur og 17 skýrslur ráðherra til Alþingis
Meira
Hópur fólks kom saman til kyrrðarstundar í Kópavogskirkju í gærkvöldi, þar sem þeirra var minnst sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Dagurinn 10. september er alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga og er hluti af gulum september, sem er…
Meira
Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn í fyrirlestrasal Eddu á morgun, fimmtudag. Boðið er upp á morgunhressingu frá kl. 8 en dagskrá ársfundar hefst kl. 8.30 og stendur til kl
Meira
Mikil flóð hafa herjað á norðurhluta Víetnam eftir að fellibylurinn Yagi gekk þar á land á laugardaginn. Að minnsta kosti 82 eru látnir af völdum náttúruhamfaranna og 64 er saknað. Yfirvöld í Yen Bai-héraði sögðu í gær að um 59.000 manns hefðu þurft að flýja heimili sín vegna flóðanna
Meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, sagði í gær að staðfest væri að Íranar hefðu sent skammdrægar eldflaugar til Rússlands, og að gert væri ráð fyrir því að þeim yrði beitt gegn Úkraínu á næstu vikum
Meira
Kurt M. Campbell varautanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur hingað til lands. Mun hann funda með fulltrúum íslenskra stjórnvalda um öryggisástandið á Indlands- og Kyrrahafi. Það er utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sem segir frá þessu
Meira
Gert er ráð fyrir auknum tekjum ríkissjóðs af veiðigjaldi á næsta ári. Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að matvælaráðuneytið leiðir nú endurskoðun á lögunum um veiðigjald en áætlað er að veiðigjaldið skili ríkinu um 2 milljörðum kr
Meira
„Tilfinningin er stórkostleg. Þetta er bara spennandi og gaman að vera að bæta þjónustuna,“ segir Ágúst Þór Eiríksson eigandi Icewear um framkvæmdir sem nú eru hafnar við verslunarmiðstöðina í Vík í Mýrdal
Meira
Vignir Vatnar Stefánsson stórmeistari bar sigur úr býtum á alþjóðlegu skákmóti sem lauk sl. mánudag á Kanaríeyjum. Þetta er annar sigur Vignis í röð því fyrir rúmri viku sigraði hann á alþjóðlegu móti á Tenerife
Meira
Minjastofnun Íslands lýsir mikilli óánægju með áform um stækkun landfyllingar í Klettagörðum og breytingar á svokölluðu Klettasvæði. Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að um eitt hundrað athugasemdir bárust í skipulagsgátt vegna tillögu um breytingu á deiliskipulagi svæðisins
Meira
Þórunn Baldursdóttir frá Þúfnavöllum í Hörgárdal varð 105 ára gömul á mánudaginn og fagnaði tímamótunum með nánustu fjölskyldu. Þórunn er nú næstelsti núlifandi Íslendingurinn. Þórunn sagði í spjalli við Morgunblaðið fyrir ári að hún hafi ekki stefnt að því að ná 100 ára aldri en sé þakklát
Meira
Í sumarlok kom svar við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokks til fjármála- og efnahagsráðherra, um gagnasöfnun og tölfræði um íbúa landsins eftir uppruna. Erlendis hefur hún nýst vel til greiningar og stefnumótunar í…
Meira
„Ég gerði grindina að þessu verki fyrir lokaverkefni mitt á sviðshöfundabraut í Listaháskólanum árið 2021 og ég sendi verkið til Þjóðleikhússins um sumarið, þegar kallað var eftir verkum skrifuðum af konum
Meira
Bandaríski leikarinn James Earl Jones er látinn 93 ára að aldri. Frá þessu greinir AFP. Jones er þekktastur fyrir að hafa léð illmenninu Darth Vader í Stjörnustríðsmyndunum rödd sína, en á löngum og farsælum ferli lék hann m.a
Meira
Mikil heimildarmyndaveisla Skjaldborgar og IceDocs verður haldin laugardaginn 14. september með metnaðarfullri dagskrá í Bíó Paradís. Sýndar verða verðlaunamyndir frá báðum hátíðunum í ár auk þess sem meistaraspjall og pallborðsumræður fara fram
Meira
Open nefnist sýning sem Ólafur Elíasson opnar í Samtímalistasafninu (MOCA) í Los Angeles 15. september. Sýningin, sem stendur til 6. júlí 2025, er fyrsta umfangsmikla einkasýning Ólafs í Los Angeles
Meira
Tuttugu og fjögur ár – fjörutíu og sjö þáttaraðir. Survivor er eiginlega réttnefni því það er ein langlífasta þáttaröð í heimi og hefur notið ótrúlegra vinsælda. Þegar ég var unglingur horfði ég á gamlar þáttaraðir á einhverjum sjóræningjasíðum
Meira
Umfram allt eigum við að taka upp verkefnið Kveikjum neistann í Reykjavík. Það hefur allt að bera til að koma okkur aftur á rétta braut í þessum málum.
Meira
Þjóðsagan um þá Bakkabræður Gísla, Eirík og Helga er mörgum kunn. Þeir vildu svo óskaplega vel en skilningur á aðstæðum hverju sinni var takmarkaður og verksvitið vantaði alveg. Heimskupör þeirra bræðra eru mörg bráðfyndin þótt afleiðingarnar væru stundum alvarlegar
Meira
Reikniaðferðir notaðar til að reikna ábata samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eru ófullkomnar og útreikningarnir byggjast á óvissum forsendum.
Meira
Þótt hér sé lagt til að verðbólgumarkmið Seðlabankans undanskilji þróun húsnæðisverðs leysir það ekki aðra undan þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir.
Meira
Ásta Málfríður Bergsteinsdóttir fæddist í Keflavík 7. desember 1942. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 7. ágúst 2024 í faðmi ástvina eftir stutt veikindi. Foreldrar Ástu voru Bergsteinn Sigurðsson, f
MeiraKaupa minningabók
Björgvin Ólafur Sveinsson fæddist 3. desember 1949. Hann lést 22. ágúst 2024. Rósa Benediktsdóttir fæddist 15. júlí 1951. Hún lést 22. ágúst 2024. Útför þeirra fór fram 9. september 2024.
MeiraKaupa minningabók
Elín Hanna Hannesdóttir (Ella) fæddist á Akranesi 9. október 1927. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi 9. ágúst 2024. Foreldrar hennar voru Hannes Júlíus Guðmundsson, f. 1903, d
MeiraKaupa minningabók
Ólafía Kolbrún Tryggvadóttir (Lóa) fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1935. Hún lést á LSH í Fossvogi 7. ágúst 2024. Foreldrar hennar voru Tryggvi Pétursson útibússtjóri og Guðrún Jónasdóttir húsmóðir. Systur Ólafíu voru Sigríður Elísabet og Ásta, sem…
MeiraKaupa minningabók
Ómar Hrafn Gíslason fæddist í Reykjavík 3. janúar 1994. Hann lést 1. september 2024. Foreldrar Ómars eru Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir, f. 5.11. 1968, maki Kristján Kaj Brooks, f. 4.8. 1971, og Gísli Steinar Gíslason, f
MeiraKaupa minningabók
Ingólfur Ómar Ármannsson skrapp í réttir og stemningin var svona líka fín! Seggja heyri söngvaklið són með gáska léttum. Glaðir stútinn glingra við gangnamenn í réttum. Þá kom upp í huga hans gömul vísa sem hann gerði forðum: Glettið stef og gullin veig gladdi margan segginn
Meira
Ásgeir Guðmundur Daníelsson fæddist 11. september 1949 á Siglufirði. „Fyrstu árin vorum við á Seltjarnarnesi á veturna vegna þess að pabbi var í Háskólanum en á Siglufirði á sumrin hjá Pálínu ömmu
Meira
Bókin Midnight Sun eftir Stephenie Meyer frá árinu 2020, sem er hluti af Twilight-bókaseríunni, verður brátt að teiknimyndaseríu. Þetta er staðfest á vefsíðu streymisveitunnar Netflix, sem er með þættina í þróun
Meira
50 ára Tómas ólst upp í Reykjavík fyrstu fjögur árin en fluttist þá vestur á Búðardal þar sem faðir hans var læknir og móðir hans var kennari. „Þaðan á ég mínar bestu minningar, við lékum okkur úti frá morgni til kvölds við stíflugerð,…
Meira
Það situr ekki á mér: mér ferst það ekki, ég er ekki réttur aðili til þess. „Ég var búinn að nöldra svo yfir þessum auða fláka að það situr ekki á mér að mótmæla golfvellinum.“ En það stendur ekki á mér merkir ég er tilbúinn, það tefst…
Meira
Írska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem Heimir Hallgrímsson þjálfar, mátti sætta sig við vont tap á heimavelli, 0:2, gegn Grikklandi í 2. riðli B-deildar Þjóðadeildar Evrópu í Dyflinni í gærkvöldi. Heimir hefur nú stýrt Írum í tveimur leikjum og…
Meira
Árni Freyr Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson verða áfram þjálfarar karlaliðs ÍR í fótbolta næstu tvö árin en samningar þess efnis voru undirritaðir á mánudag. Árangur ÍR hefur verið góður á tímabilinu en nýliðarnir í 1
Meira
„Ég var að fara á mína elleftu Ólympíuleika og er á mínum fyrstu Paralympics. Það sem þetta skilur eftir hérna er þessi gífurlegi áhorfendafjöldi á Paralympics, ég hélt að þetta væri ekki svona stórt,“ segir Vésteinn Hafsteinsson,…
Meira
Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Fiorentina á Ítalíu, kemur hingað til lands í vikunni til þess að gefa skýrslu fyrir dómi, að því er Vísir greindi frá í gær. Albert var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konu á…
Meira
Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari karlaliðs Gummersbach í handbolta, er stoltur yfir því að Íslendingaliðið hafi tryggt sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Ég er mjög stoltur. Við erum með sjö leikmenn sem fóru upp úr B-deild með liðinu…
Meira
Íslenska drengjalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri vann öruggan sigur á jafnöldrum sínum frá Kasakstan, 5:2, í lokaumferð alþjóðlegs móts í Slóveníu í gær. Ísland hafnaði í öðru sæti af átta liðum á mótinu en Frakkland stóð uppi sem sigurvegari
Meira
Holland og Þýskaland gerðu jafntefli, 2:2, í hörkuleik í 3. riðli A-deildar Þjóðadeildar Evrópu í knattspyrnu karla í gærkvöld. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar en Þýskaland trónir á toppnum með betri markatölu
Meira
KanadamaðurinnJamal Murray hefur skrifað undir nýjan samning við Denver Nuggets sem tryggir honum 244 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 34 milljarða íslenskra króna, á næstu fimm árum
Meira
Kólumbía tyllti sér í annað sæti undankeppni Suður-Ameríku fyrir HM 2026 í knattspyrnu karla með heimasigri á heimsmeisturum Argentínu, 2:1, í gærkvöldi. Kólumbía er nú með 16 stig, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Argentínu þegar bæði lið hafa spilað átta leiki
Meira
Íslenska U21-árs landsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir jafnöldrum sínum frá Wales, 1:2, þegar liðin mættust í I-riðli undankeppni EM 2025 á Víkingsvelli í gær. Ísland náði því ekki að fylgja eftir fræknum sigri á Danmörku, 4:2, í riðlinum á föstudag
Meira
”  Það er alltaf erfitt að byrja á einhverju nýju og mörg fyrirtæki virðast upplifa ákveðinn ómöguleika við innleiðingu málaflokksins.
Meira
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 281 þúsund í nýliðnum ágúst samkvæmt Ferðamálastofu, sem var svipaður fjöldi á sama tíma og í fyrra. Flestar brottfarir mátti rekja til Bandaríkjamanna eða tæplega þriðjung
Meira
Samkvæmt nýju fréttariti Eignastýringar Kviku fyrir september kemur fram að ólíklegt sé að Seðlabanki Íslands lækki vexti á næsta fundi peningastefnunefndar í október. Þar kemur jafnframt fram að Kvika líti svo á að verðbólga þyrfti að lækka um að…
Meira
Sjálfbærniásinn 2024 var kynntur við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku. Þar fengu 16 fyrirtæki viðurkenningu fyrir árangur í sjálfbærni. Það er enginn skortur á viðurkenningum, dyggðaskreytingum og sjálfshátíðum tengdum…
Meira
Sú var tíð að mér þótti viskí ekkert sérstaklega góður drykkur. Þá sjaldan sem ég fékk mér viskídreitil að smakka fannst mér bragðið of rammt og fátt ánægjulegt við upplifunina. Það kviknaði loks á perunni þegar ég uppgötvaði að það má para viskí…
Meira
Ég held það eigi við um okkur flest að hafa takmarkaða samúð með auðmönnum þegar ófarir dynja á þeim. Kannski er þetta eitthvað sem samfélagið og menningin innrætir okkur, eða ef til vill er bara um ósköp einfalt freudískt fyrirbæri að ræða enda öfundin og Þórðargleðin systur
Meira
Seðlabanki Íslands sendi í gær frá sér leiðréttar tölur um viðskiptajöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins á öðrum ársfjórðungi 2024. Leiðréttingin varðar frumþáttatekjur af beinni fjárfestingu á fjórðungnum
Meira
Digido, sem vill kalla sig vaxtarstofu, hefur hannað lausn sem nýtir gervigreind og hjálpar fyrirtækjum að lesa úr vef- og markaðsupplýsingum sem fengnar eru frá ólíkum gagnastraumum eins og Google Analytics og Google Lighthouse ásamt auglýsingagögnum frá Meta, þ.e
Meira
Samkvæmt framkvæmdaáætlun samgöngusáttmálans kemur fram að uppsöfnuð fjárþörf fram til 2034 sé allt að 43,5 milljarðar króna, af því gefnu á áætlanir standist allar. Gert er ráð fyrir lánsheimild til Betri samgangna sem verður með ríkisábyrgð til að brúa þetta bil
Meira
Harpa Magnúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla, er gestur Dagmála í dag. Hoobla er netvangur (e. platform) á Íslandi fyrir sérfræðinga sem leita að verkefnum í nærumhverfi, hvort heldur er tímabundnum verkefnum eða stöðum með lágu starfshlutfalli
Meira
Í framkvæmdaáætlun samgöngusáttmálans er uppsöfnuð fjárþörf fram til 2034 allt að 43,5 milljarðar króna, að því gefnu að áætlanir standist allar. Gert er ráð fyrir lánsheimild til Betri samgangna sem verður með ríkisábyrgð til að brúa þetta bil
Meira
Samkvæmt gögnum kröfuþjónustunnar Motus hefur töluverð aukning orðið á alvarlegum vanskilum á kröfum öðrum en fasteignalánum, t.d. á minni greiðsluseðlum, áskriftum og neyslulánum, sem gæti haft forspárgildi um frekari greiðsluvanda fram undan
Meira
Jarðhræringarnar á Reykjanesi hafa skilið eftir sig mörg verkefni og áskoranir. Eitt af þessum verkefnum er Fasteignafélagið Þórkatla sem Erni Viðari Skúlasyni hagfræðingi var falið að stýra. Hann starfaði áður sem fjárfestingarstjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og hefur komið víða við
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.