Greinar laugardaginn 14. september 2024

Fréttir

14. september 2024 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Akureyringar taka ekki afstöðu

Bæjarráð Akureyrar telur ekki forsendu til að taka afstöðu til erindis Kleifa fiskeldis ehf. um laxeldisáform fyrirtækisins í Ólafsfirði, Siglufirði, Héðinsfirði og Eyjafirði eins og sakir standa. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri segir að málið sé … Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 912 orð | 3 myndir

„Ísland er alþjóðlegt núna“

Viðtal Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 655 orð | 2 myndir

Ekki samstaða um breytingarnar

„Þetta eru molar sem eru hagfelldir Vinstri grænum. Þetta eru ekki molar sem ég tel að sé samstaða um í ríkisstjórnarflokkunum. Það er þegar komið í ljós því forsætisráðherra tjáði sig með þeim hætti á fundinum hjá okkur að honum hugnaðist það … Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Gagnrýnir sýningu um geirfuglinn

„Mér finnst þetta mjög ámælis­vert,“ segir Gísli Pálsson, fyrr­verandi prófessor í mannfræði, um framsetningu danska Náttúruminjasafnsins á nýrri sýningu um furðuverk náttúrunnar. Starfskona safnsins hafði leitað ráða hjá Gísla um hvernig ætti að kynna endalok geirfuglsins Meira
14. september 2024 | Fréttaskýringar | 733 orð | 3 myndir

Gervigreindin á ekki að eiga lokaorðið

Gervigreind verður sífellt fyrirferðarmeiri í lífi fólks og notkun hennar breiðist hratt út í atvinnulífinu, innan fyrirtækja og stofnana m.a. við nýráðningar starfsfólks, við mat á frammistöðu þess og til að mæla afköst Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Hefur þú áhuga á glæpaskrifum?

Rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir spjallar um eigin skrif og situr fyrir svörum um listina að skrifa glæpasögur í Borgarbókasafninu Spönginni í dag kl. 13.15-14.15 og er aðgangur ókeypis. Sunna Dís Másdóttir rithöfundur stýrir umræðum Meira
14. september 2024 | Erlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Keppt í stórgrænmetisrækt

Þessi starfsmaður árlegrar haustblómasýningar í Harrogate í Bretlandi átti ekki sjö dagana sæla í gær, þegar hann þurfti að flytja kálhausa til vigtunar. Líkt og sést var meðal annars keppt í stórgrænmetisrækt og var fjöldi risavaxinna kálhausa… Meira
14. september 2024 | Fréttaskýringar | 1071 orð | 2 myndir

Létu ófriðlega á sjálfan friðardaginn

1945 „...lögreglan varð að lokum að grípa til aðgerða, sem aldrei hefir verið beitt hjer fyrr...“ Leiðari Morgunblaðsins 10. maí 1945 Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Mál Alberts Guðmundssonar dómtekið

Aðalmeðferð í máli Al­berts Guðmunds­son­ar knatt­spyrnu­manns lauk í gær og er málið dóm­tekið. Þetta staðfestu Arnþrúður Þór­ar­ins­dótt­ir sak­sókn­ari og Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son lög­fræðing­ur Al­berts í sam­tali við mbl.is í gær Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 402 orð | 2 myndir

Mikið umleikis í Langanesbyggð

Sumarið hér hefur verið heldur grámyglulegt en þá finnur fólk sér eitthvað til að gleðjast yfir. Hinn góðkunni tónlistarmaður Kristján Kristjánsson, KK, brást ekki áheyrendum sínum á stofutónleikum í litlu stofunni á Bjarmalandi, eyðibýli á Langanesströnd rétt við Djúpalæk Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Mikilvægt að rækta tengslin

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fundaði í gær með varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, Kurt M. Campbell, en Campbell leiddi sérstaka sendinefnd sem ferðaðist til Belgíu, Bretlands, Litáens og Íslands og ræddi við stjórnvöld í hverju ríki um sameiginlega hagsmuni ríkjanna Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Netöryggi í hæsta flokki

Netöryggisgeta Íslands hefur stóraukist á undanförnum árum samkvæmt nýútgefnum netöryggisvísi Alþjóðafjarskiptasambandsins fyrir árið 2024. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnti málið á fundi ríkisstjórnar í… Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Ný verndaráætlun fyrir rjúpu kynnt

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, hef­ur und­ir­ritað stjórn­un­ar- og verndaráætl­un fyr­ir rjúpu. Þetta er í fyrsta skipti sem slík áætl­un er gef­in út fyr­ir dýra­stofn á Íslandi og seg­ir ráðherr­ann að með… Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Opið hús á Alþingi í dag

Almenningi gefst kostur á að skoða Alþingishúsið og Smiðju, nýja skrifstofubyggingu Alþingis, í dag. Viðburðirnir eru liðir í dagskrá 80 ára afmælis lýðveldisins. Boðið verður upp á leiðsögn um Alþingishúsið kl Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 508 orð | 2 myndir

Ómetanlegar gjafir

Háskóli Íslands tók á móti tveimur merkum gjöfum frá Vesturheimi í Veröld – húsi Vigdísar í fyrradag. Það voru handrit og persónulegir munir Helgu Steinvarar Baldvinsdóttur (1858-1941), Undínu skáldkonu, sem flutti vestur 1873, og síðan mörg… Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Ríkisstjórnin og almannavarnir fylgjast náið með

„Ríkisstjórnin og almannavarnir fylgjast áfram náið með stöðu innviða á Reykjanesskaga og stjórnvöld eru meðvituð um þá sviðsmynd að hraun gæti runnið yfir Reykjanesbrautina,“ sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra við mbl.is að ríkisstjórnarfundi loknum í gær Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 243 orð

Rúmlega 13 milljarða kröfur

Alls er lýst kröfum að fjárhæð 13,2 milljarðar króna í þrotabú Skagans 3X á Akranesi, en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota 4. júlí sl. Það var stjórn félagsins sem óskaði eftir skiptunum. Stærstur hluti krafnanna er almennar kröfur, en þær nema rúmlega 9,3 milljörðum króna Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Rúta varð alelda í Tungudal í gær

Eldur kviknaði í rútu á veginum um Tungudal í Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi í gær. Haft var eftir vitnum að atvikinu að eldurinn hefði fyrst komið upp aftast í rútunni, þar sem vélarrýmið er, og að farþegar hefðu yfirgefið rútuna í rólegheitum Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Salman Rushdie verðlaunaður í Háskólabíói

Rithöfundurinn Salman Rushdie tók á móti alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness í gær. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að eiga þátt í endurnýjun frásagnarlistarinnar Meira
14. september 2024 | Erlendar fréttir | 622 orð | 1 mynd

Segja hótanir Pútíns hættulegar

Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði í gærkvöldi með forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, í Hvíta húsinu til þess að ræða hvort rétt sé að veita Úkraínumönnum leyfi til þess að beita langdrægum vestrænum eldflaugum innan landamæra Rússlands, en… Meira
14. september 2024 | Erlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Skella landamærum í lás

Tímabundið landamæraeftirlit verður tekið upp á öllum landamærastöðvum Þýskalands næstkomandi mánudag, 16. september. Er með þessu gerð tilraun til að koma í veg fyrir ólögmætar ferðir fólks yfir landamærin Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 707 orð | 1 mynd

Staða mannréttinda sögulega þung

Íslandsdeild Amnesty International fagnar 50 ára afmæli sínu um helgina. Af því tilefni fór fram málþing í Norræna húsinu í gær en í dag fer fram mannréttindajóga til stuðnings Manahel al-Otaibi, líkamsræktarkennara og baráttukonu fyrir… Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Staðfesta þátttöku í Eurovision 2025

Ríkisútvarpið hefur staðfest þátttöku í Eurovision sem haldin verður í Basel í Sviss í maí á næsta ári. Þetta kom fram í tilkynningu frá RÚV í gær en þar segir að ákvörðun um þátttöku byggist fyrst og fremst á því að um sé að ræða viðburð sem hafi… Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Stefnir allt í hreinan úrslitaleik

Einvígi Breiðabliks og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta heldur áfram en bæði liðin unnu sína leiki í gærkvöld. Valur vann Þór/KA 1:0 og Breiðablik vann Þrótt 4:1. Nú bendir flest til þess að liðin mætist í hreinum úrslitaleik um… Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 411 orð | 1 mynd

Stórt gjaldþrot hjá Skaganum 3X

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Tjúgufána verði flaggað alla daga

Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944. Við 7. grein laganna bætist ný málsgrein, sem verður 1. mgr., svohljóðandi: Tjúgufáninn skal dreginn á stöng alla daga ársins á Alþingishúsinu og Stjórnarráðshúsinu kl Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Umboðsmaður krefur ráðherra svara

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að matvælaráðuneytið lýsi rökstuddri afstöðu sinni til þess hvernig meðferð þess á umsókn Hvals hf. um leyfi til veiða á langreyðum sem send var ráðuneytinu 30 Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 93 orð | 2 myndir

Útför Bryndísar Klöru

Útför Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af sárum sínum eftir stunguárás í Reykjavík á Menningarnótt, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Séra Örn Bárður Jónsson og séra Guðni Már Harðarson þjónuðu, organisti var Gunnar Gunnarsson, karlakórinn Fóstbræður söng og Sigríður Thorlacius söng einsöng Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

VG-leg frumvörp standa ein eftir

Þær breytingar sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hefur kynnt til sögunnar og miða eiga að breytingum á fiskveiðistjórnun landsins eru í raun ekki annað en „molar sem eru hagfelldir Vinstri grænum“, að sögn Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur framkvæmdastjóra SFS Meira
14. september 2024 | Fréttaskýringar | 708 orð | 3 myndir

Vilja komast í að rannsaka hellinn

Sviðsljós Ólafur Pálsson olafur@mbl.is Meira
14. september 2024 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun

Orku­stofn­un hef­ur gefið út virkj­un­ar­leyfi fyr­ir Hvamms­virkj­un í Þjórsá og er stefnt að því að virkj­un­in taki til starfa fyr­ir árs­lok 2028. Í kjöl­far leyf­is­ins sæk­ir Lands­virkj­un um fram­kvæmda­leyfi til bæði Rangárþings ytra og… Meira

Ritstjórnargreinar

14. september 2024 | Leiðarar | 656 orð

Hraunið nálgast

Reykjanesbraut gæti lokast á innan við sólarhring Meira
14. september 2024 | Reykjavíkurbréf | 1780 orð | 1 mynd

Vestan hafs og austan

Fjölskyldan í Hvíta húsinu reyndi að standa vörð um sinn veiklaða forseta. En svo tóku einn og tveir eða þrír þingmenn úr báðum deildum, að fullyrða að Biden yrði að hætta. Þeim „væri þungt“ að lýsa þessu yfir, vegna vináttu sinnar við Biden. Nú væri kominn tími. Biden var með mörg þúsund atkvæði í kjörmannahópi demókrata. Varaforsetinn Harris átti ekki einn einasta og það þótt hún hefði verið í framboði! Meira
14. september 2024 | Staksteinar | 184 orð | 2 myndir

Viðsnúningur Viðreisnar

Tveir borgarfulltrúar, þau Kjartan Magnússon Sjálfstæðisflokki og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn, skrifuðu um fjármál borgarinnar hér í blaðið í fyrradag. Óhætt er að segja að þau hafi ólíka sýn á stöðuna nú þegar hálfsársuppgjör borgarinnar liggur fyrir. Meira

Menning

14. september 2024 | Menningarlíf | 155 orð | 1 mynd

Blómfall Mireyu Samper í Portfolio

Sýning Mireyu Samper, Blómfall, verður opnuð í Portfolio galleríi í dag, laugardaginn 14. september, kl. 16-18. Sýningin stendur til 5. október Í texta sem Jón Proppé ritar fyrir sýninguna segir: „Myndlist Mireyu Samper hefur alla tíð… Meira
14. september 2024 | Kvikmyndir | 738 orð | 2 myndir

Djúsinn er súr sem fyrr

Sambíóin, Smárabíó og Laugarásbíó Beetlejuice Beetlejuice ★★★½· Leikstjórn: Tim Burton. Handrit: Alfred Gouth og Miles Millar eftir sögu Seths Grahame-Smith. Aðalleikarar: Michael Keaton, Winona Ryder, Catherine O'Hara, Jenna Ortega, Justin Theroux, Monica Bellucci og Willem Dafoe. Bandaríkin, 2024. 104 mínútur. Meira
14. september 2024 | Menningarlíf | 859 orð | 1 mynd

Elvis heldur tónleika á Íslandi

Emilio Santoro, 21 árs Breti sem hefur slegið í gegn í hlutverki Elvis Presley heitins, kemur fram í Eldborgarsal Hörpu 20. september kl. 20. Santoro hefur farið með sigur af hólmi í hlutverki „kóngsins“ í heimsmeistara- og Evrópukeppnum Elvis-eftirherma og þá m.a Meira
14. september 2024 | Fjölmiðlar | 212 orð | 1 mynd

Ég hef aldrei skilið þessa þýðingu

Sonur minn, sem er fimm ára gamall, er með mikil blæti fyrir Strumpunum þessa dagana. Það er svo sem lítið út á það að setja. Við foreldrarnir höfum lagt áherslu á það alla tíð að hann horfi á sjónvarpsefni með íslensku tali sem verður æ erfiðara eftir því sem erlendum streymisveitum fjölgar Meira
14. september 2024 | Menningarlíf | 125 orð | 1 mynd

Falleg, fáguð og grípandi ljóð í Urtu

„Urta hunsæl er safn þéttra, fallegra, fágaðra og grípandi ljóða,“ skrifar Peter Stein Larsen í ritdómi sínum í danska dagblaðinu Kristeligt dagblad um ljóðabókina Urtu eftir Gerði Kristnýju sem nýverið kom út í danskri þýðingu Eriks… Meira
14. september 2024 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um ­ævi Víkur Prjónsdóttur

Fyrirlestur um ævisögu Víkur Prjónsdóttur verður haldinn í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi á morgun, sunnudaginn 15. september, klukkan 13. Segir í tilkynningu að þar muni Brynhildur Pálsdóttir, einn af hönnuðum og stofnendum Víkur Prjónsdóttur,… Meira
14. september 2024 | Menningarlíf | 95 orð | 1 mynd

Grafíklistaverk til sýnis í Deiglunni

Sýning á grafíslistaverkum úr safni hjónanna Hildar og Guðmundar Ármanns var opnuð í gær í Deiglunni á Akureyri. Sýningin stendur aðeins um helgina, opið laugardag og sunnudag kl. 14-17. Á sýningunni má sjá yfir 40 grafíklistaverk eftir ýmsa grafík­listamenn, bæði íslenska og erlenda Meira
14. september 2024 | Tónlist | 662 orð | 2 myndir

Kammersveit Reykjavíkur í 50 ár

Harpa Kammersveit Reykjavíkur Afmælistónleikar ★★★★· Tónlist: Johann Sebastian Bach, Páll Pamplicher Pálsson, Bohuslav Martinu, Arcangelo Corelli og Francesco Geminiani. Kammersveit Reykjavíkur. Konsertmeistari: Una Sveinbjarnardóttir. Stjórnandi (í verki Páls Pamplichers Pálssonar): Kjartan Óskarsson. Fimmtíu ára afmælistónleikar í Norðurljósum Hörpu sunnudaginn 8. september 2024. Meira
14. september 2024 | Menningarlíf | 142 orð | 1 mynd

Lalli töframaður með nýja barnasýningu

Nýjustu töfrar og vísindi er glæný barnasýning með Lalla töframanni sem frumsýnd verður á morgun, sunnudaginn 15. september, klukkan 13 í Tjarnarbíói. Segir í tilkynningu að um sé að ræða sýningu sem fái börn til að hugsa og að Nýjustu töfrar &… Meira
14. september 2024 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

Leiðsögn hjá LSÓ

Danska listakonan Anni Bloch verður með leiðsögn um sumarsýningu Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á morgun, sunnudag, kl. 15 sem jafnframt er síðasti sýningardagurinn. Á sýningunni, sem nefnist Þræðir og þrívíð form, má sjá þrívíð textílverk Anni… Meira
14. september 2024 | Menningarlíf | 105 orð | 1 mynd

Leiklestur á síðasta leikriti Ibsens

Leiklestrarfélagið efnir til flutnings á síðasta leikriti Ibsens, Þegar við dauð vöknum, á Litla sviði Borgarleikhússins á morgun, sunnudag, kl. 15. „Mikið hefur verið um þetta leikrit skrifað, enda uppgjör skáldsins við lífið, listina og… Meira
14. september 2024 | Menningarlíf | 133 orð | 1 mynd

Sigurðar Nordals fyrirlestur fluttur í dag

Sigurðar Nordals fyrirlestur er haldinn 14. september ár hvert. Fyrirlesari að þessu sinni er Veturliði Óskarsson, prófessor í norrænum fræðum við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, og nefnist erindi hans: „Tökuorð og erlend áhrif fyrr og nú“ Meira
14. september 2024 | Menningarlíf | 102 orð | 1 mynd

Síðasti sýningardagur Margpóla

Sýningu Önnu Rúnar Tryggvadóttur í Listasafni Íslands, Margpóla, lýkur á morgun, sunnudaginn 15. september. Segir í tilkynningu að nú fari hver að verða síðastur að sjá sýninguna en í henni beini Anna Rún sjónum að ósýnilegum kröftum segulsviðs… Meira
14. september 2024 | Menningarlíf | 116 orð | 1 mynd

Vinsamlegast gerðu uppreisn í Listasalnum

Vinsamlegast gerðu uppreisn (e. Please Revolt) nefnist sýning sem Magga Eddudóttir opnar í Listasal Mosfellsbæjar í dag kl. 14-16. „Hugvekjan að titlinum kom til eftir lestur greinar eftir Lóu Hjálmtýsdóttur sem ber heitið „Lágkúruleg illska“ Meira
14. september 2024 | Tónlist | 519 orð | 3 myndir

Yndisleg ólmun

Tám dýft í það sem þjónar tónlistinni best hverju sinni, hvaðan sem það kemur. Meira

Umræðan

14. september 2024 | Pistlar | 466 orð | 1 mynd

Áfram en ekki aftur á bak

Það verða bráðum liðin 110 ár síðan konur, fertugar og eldri, máttu kjósa sér fulltrúa á Alþingi og bjóða fram krafta sína þar. En rétturinn kom ekki af sjálfu sér og það er óþarft að hafa mörg orð um þá baráttu sem þær háðu til að ná honum fram Meira
14. september 2024 | Pistlar | 585 orð | 4 myndir

Baráttan við stórveldi skákarinnar

Indverja má kalla stórveldi skákarinnar í dag, sem sést kannski best á því að á síðasta áskorendamóti áttu þeir þrjá af átta keppendum og einn þeirra, Dommaraju Gukesh, vann mótið og teflir um heimsmeistaratitilinn við Ding Liren í nóvember Meira
14. september 2024 | Aðsent efni | 475 orð | 1 mynd

Breytingar á innri markaði Evrópu

Gæta verður hagsmuna fyrirtækja sem hér eru langflest minni en gengur og gerist í nálægum ríkjum Evrópu. Meira
14. september 2024 | Aðsent efni | 741 orð | 1 mynd

Dýr er borgarlínan orðin

Þörfin fyrir umferðarbætur á höfuðborgarsvæðinu er brýn, ekki aðeins fyrir íbúa þess heldur alla íbúa á Suður- og Vesturlandi. Bráðaaðgerða er þörf. Meira
14. september 2024 | Pistlar | 785 orð

Efnahagsþróun til réttrar áttar

Hvort bjartsýni forsætisráðherra um þingveturinn rætist og á þingi næst samstaða um skynsamlegar niðurstöður í mikilvægum málum kemur í ljós. Meira
14. september 2024 | Aðsent efni | 722 orð | 1 mynd

Eins og þjófur að nóttu!

Skatturinn telur verðbæturnar vera tekjur og reiknar 22% fjármagnsskatt af verðbótunum sem verða þá 78.000 kr. í stað 100.000. Meira
14. september 2024 | Aðsent efni | 273 orð

Hæfi Róberts Spanós

Þögnin getur verið merkileg heimild. Vorið 2009 gerði Sigríður Benediktsdóttir í Rannsóknarnefnd Alþingis á bankahruninu sig vanhæfa með gáleysislegum ummælum í bandarísku stúdentablaði. Aðrir nefndarmenn báðu hana að víkja, en hún neitaði Meira
14. september 2024 | Pistlar | 470 orð | 2 myndir

Litlu hjónin og j-ið

Ég kynntist viðtengingarhætti í barnaskóla hjá mínum indæla kennara, Elínu Vilmundardóttur. Seinna komst ég svo að því að í þýsku gilda sömu lögmál um viðtengingarhátt og í íslensku; en þessi háttur er annars að mestu horfinn úr öðrum skyldum málum, t.d Meira
14. september 2024 | Aðsent efni | 288 orð | 1 mynd

Okkar besti vinur í raun

Takk, Guð, fyrir að leyfa mér að velja hinn ótæmandi kærleika þinn. Gefðu mér kjark til að þiggja hann. Hvíla í honum, lifa honum og njóta hans. Meira
14. september 2024 | Aðsent efni | 352 orð | 1 mynd

TR veitir fjölbreytta persónulega og rafræna þjónustu

Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á umbætur í rafrænni þjónustu TR, en vegna eðlis þjónustu okkar eru þarfirnar fjölbreyttar. Meira

Minningargreinar

14. september 2024 | Minningargreinar | 2371 orð | 1 mynd

Andrés Þórðarson

Andrés Þórðarson fæddist í Hléskógum við Grenivík í Suður-Þingeyjarsýslu 16. október 1940. Hann lést 24. ágúst 2024 á Hrafnistu Sléttuvegi. Foreldrar Andrésar voru Þórður Jónsson, f. 1899, d. 1967, og Nanna Stefánsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
14. september 2024 | Minningargreinar | 1547 orð | 1 mynd

Eiríkur Egill Sigfússon

Eiríkur Egill Sigfússon fæddist í Reykjavík 2. október 1955. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi í Reykjavík 31. ágúst 2024. Foreldrar hans voru Sigfús Jón Oddsson frá Staffelli, f. 11. maí 1917, d Meira  Kaupa minningabók
14. september 2024 | Minningargreinar | 1192 orð | 1 mynd

Gunnar Harðarson

Gunnar var fæddur 9. nóvember 1940 í Reykjavík. Hann lést 18. maí 2024. Foreldrar hans voru þau Guðrún Ólöf Þór, f. 19.4. 1919 á Akureyri, d. 2006, hún var dóttir Jónasar Þór verksmiðjustjóra á Akureyri og Helgu Kristinsdóttur, og Hörður Þórhallsson, f Meira  Kaupa minningabók
14. september 2024 | Minningargreinar | 3220 orð | 1 mynd

Gunnar Kristinn Gunnarsson

Gunnar Kristinn Gunnarsson fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1950. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum 4. september 2024. Foreldrar hans voru Þórunn Anna María Tryggvadóttir og Gunnar Kristinsson, bæði fædd 1917 Meira  Kaupa minningabók
14. september 2024 | Minningargreinar | 1251 orð | 1 mynd

Ingveldur Kristmannsdóttir

Ingveldur Kristmannsdóttir fæddist í Móakoti á Stokkseyri 7. október 1927. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 22. ágúst 2024. Foreldrar hennar voru Guðríður Sæmundsdóttir og Kristmann Gíslason sem bjuggu í Móakoti, og ólst Ingveldur þar upp Meira  Kaupa minningabók
14. september 2024 | Minningargreinar | 628 orð | 1 mynd

Jenný Gunnarsdóttir

Jenný Gunnarsdóttir fæddist 1. mars 1957 í Reykjavík. Hún lést á líknardeild Landspítalans 13. ágúst 2024. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Jóhannesdóttir, f. 1939, d. 2021, og Gunnar Andrésson, f. 1935, d Meira  Kaupa minningabók
14. september 2024 | Minningargreinar | 979 orð | 1 mynd

Joan Katrín Lewis

Joan Katrín Lewis fæddist 9. nóvember 1946. Hún lést 30. ágúst 2024. Foreldrar hennar voru Lennard Lewis rafvirki og Marjorie Lewis verslunarkona og húsmóðir, bæði fædd 1920. Systir Joan er Margaret Lockwood sjúkraliði, f Meira  Kaupa minningabók
14. september 2024 | Minningargreinar | 382 orð | 1 mynd

Jóhann Sólberg Marteinsson

Jóhann Sólberg Marteinsson fæddist 23. febrúar 1932. Hann lést 19. ágúst 2024. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
14. september 2024 | Minningargreinar | 1995 orð | 1 mynd

Svanhildur Jónsdóttir

Svanhildur Jónsdóttir fæddist 30. ágúst 1961. Hún lést 19. ágúst 2024. Útför hennar fór fram 12. september 2024. Meira  Kaupa minningabók
14. september 2024 | Minningargreinar | 3971 orð | 1 mynd

Þórunn Guðmundsdóttir

Þórunn Guðmundsdóttir fæddist á Patreksfirði 29. október 1944. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði 27. ágúst 2024. Foreldrar hennar voru Sigrún Guðlaugsdóttir, f. 4 júní 1925, d. 2. mars 2012, og Guðmundur Óli Guðmundsson (Óli bakari), f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. september 2024 | Viðskiptafréttir | 76 orð | 1 mynd

Icelandair fær nýjan fjárfestingatengil

Kristófer Númi Hlynsson hefur verið ráðinn sem fjárfestatengill Icelandair og tekur við hlutverkinu af Írisi Huldu Þórisdóttur, sem hefur sinnt því undanfarin ár. Kristófer kemur frá Nasdaq á Íslandi, þar sem hann hafði starfað frá árinu 2020 við… Meira
14. september 2024 | Viðskiptafréttir | 517 orð | 1 mynd

Segir Ankeri eiga mikið inni

Hugbúnaðarfyrirtækið Ankeri fékk í síðustu viku viðurkenningu Samtaka iðnaðarins í flokki fyrirtækja með tekjur á bilinu 10–100 milljónir króna sem það fyrirtæki sem óx mest í tekjum á síðasta ári Meira
14. september 2024 | Viðskiptafréttir | 327 orð | 1 mynd

Selur eftir áratuga rekstur

Elís Árnason veitingamaður í Sporti og grilli og Café Adesso í Smáralind, hefur selt rekstur beggja staða til eigenda veitingastaðarins Fridays í Smáralind, þeirra Helga Magnúsar Hermannssonar og Jóhannesar Birgis Skúlasonar Meira

Daglegt líf

14. september 2024 | Daglegt líf | 607 orð | 4 myndir

Handskrifaði limrur á servíettur

Ekki vissu margir af þessum limrum Þorsteins á servíettum þegar hann lést árið 1977, en hann hafði geymt þær í kassa sem leyndist í dánarbúi hans. Guðrún systir hans tók þær að sér og geymdi, en bókbindari setti þær í sérstakar plastmöppur svo þær geymdust betur Meira

Fastir þættir

14. september 2024 | Í dag | 1153 orð | 3 myndir

Frá hugmynd að veruleika

Jóhann Pétur Malmquist fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 15. september 1949 og verður því 75 ára á morgun. „Við fjölskyldan bjuggum lengst af í Mávahlíðinni. Fyrstu sumrin var ég í sveit á Brekkum í Mýrdal, hjá yndislegu fólki sem tengdist afa mínum Meira
14. september 2024 | Í dag | 299 orð | 1 mynd

Jóhann Steinar Ingimundarson

50 ára. Jóhann Steinar fæddist 15. september 1974 í Reykjavík og fagnar því stórafmælinu á morgun. Hann bjó fyrstu árin í Hafnarfirði en fluttist þá í Árbæinn og bjó síðan skamma stund í Washington DC í Bandaríkjunum Meira
14. september 2024 | Árnað heilla | 158 orð | 1 mynd

Jón H. Bergs

Jón Helgason Bergs fæddist 41. september 1927. Foreldrar hans voru Helgi Bergs, f. 1888, d. 1957, og Elín Bergs Jónsdóttir, f. 1895, d. 1982. Jón lauk embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1952 og stundaði framhaldsnám við lagadeild Columbia-háskóla í New York 1953-54 með styrk frá The Rotary Foundation Meira
14. september 2024 | Í dag | 60 orð

Lenska er af land, sbr. Ís-lenska og út-lenska, og merkir landsvenja,…

Lenska er af land, sbr. Ís-lenska og út-lenska, og merkir landsvenja, siður, tíska. „Það er að verða lenska hér að hver teljist sekur þar til saklaus reynist“ hugsar maður stundum yfir miðlum, bæði fjöl- og samfélags- Meira
14. september 2024 | Í dag | 1339 orð | 1 mynd

Messur

ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðstprestur þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Krisztina Kalló Szklenár. Kirkukórinn leiðir safnaðarsöng Meira
14. september 2024 | Í dag | 171 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Bb4 5. Da4+ Rc6 6. a3 Bxc3+ 7. bxc3 Bd7 8. cxd5 exd5 9. Bg5 h6 10. Bh4 0-0 11. Dc2 He8 12. e3 g5 13. Bg3 Re4 14. Bd3 Bf5 15. 0-0 h5 16. h4 gxh4 17. Bxh4 Dd6 18. Rg5 Bg6 19 Meira
14. september 2024 | Í dag | 185 orð

Svíning. V-Allir

Norður ♠ KG2 ♥ ÁD1052 ♦ KG32 ♣ G Vestur ♠ 10863 ♥ 876 ♦ 1074 ♣ 754 Austur ♠ 5 ♥ K943 ♦ 965 ♣ K9832 Suður ♠ ÁD974 ♥ G ♦ ÁD8 ♣ ÁD106 Suður spilar 7♠ Meira
14. september 2024 | Dagbók | 91 orð | 1 mynd

Verður vélmenni á þínu heimili?

Ólafur Kristjánsson, eða Óli tölva, mætti í Skemmtilegri leiðina heim á K100 á dögunum. Tilefnið var framleiðsla Tesla á Optimus-vélmennum sem Elon Musk eigandi Tesla spáir að geti verið komin inn á heimili innan tveggja ára – eða að minnsta kosti fyrir árið 2030 Meira
14. september 2024 | Í dag | 242 orð

Við Barða kjaft hann reif

Þá er komið að vísnagátunni sem hefð er fyrir á laugardögum. Páll Jónasson í Hlíð fléttaði gátuna í þessa vísu: Þrjótur mig í þátíð sló, þetta fjall rís brátt úr sjó, undir bílinn settur sá, sérnafn líka manni á Meira

Íþróttir

14. september 2024 | Íþróttir | 287 orð | 1 mynd

Annar stórsigur meistaranna

Íslands- og bikarmeistarar Vals hefja úrvalsdeild kvenna í handbolta af miklum krafti og eru með nítján mörk í plús eftir tvo sannfærandi sigra í fyrstu tveimur umferðunum. Valskonur hófu mótið á níu marka heimasigri á ÍR og í gærkvöld unnu þær mjög … Meira
14. september 2024 | Íþróttir | 330 orð | 2 myndir

Mosfellingar líta vel út

Afturelding vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í úrvalsdeild karla í handbolta í gærkvöldi er liðið gerði góða ferð á Hlíðarenda og sigraði Val, 34:31, í annarri umferðinni. Leikurinn í gær var hin fínasta skemmtun og spennandi í lokin Meira
14. september 2024 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

Sá yngsti strax valinn bestur

Þjóðverjinn Fabian Hürzeler hjá Brighton var í gær útnefndur knattspyrnustjóri ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Hann er yngsti stjórinn í sögu deildarinnar og hefur farið vel af stað en Brighton er með sjö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar Meira
14. september 2024 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Sjötta markið í fimm leikjum

Landsliðskonan unga Emilía Kiær Ásgeirsdóttir heldur áfram að skora fyrir meistarana Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hin 19 ára gamla Emilía sem lék fyrsta A-landsleikinn í sumar, varð markahæst í deildinni síðasta vetur og nú… Meira
14. september 2024 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Skoraði eftir fimm mínútur

Hólmbert Aron Friðjónsson fór vel af stað með sínu nýja liði, Preussen Münster, í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í gær. Hann kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik gegn Paderborn og skoraði aðeins fimm mínútum síðar Meira
14. september 2024 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Úr leik hjá KR næstu vikurnar

Knattspyrnumennirnir Guðmundur Andri Tryggvason og Stefán Árni Geirsson verða ekki með KR næstu vikurnar vegna meiðsla en Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR staðfesti þetta við Vísi í gær. Guðmundur hefur ekkert leikið með KR síðan hann kom frá Val … Meira
14. september 2024 | Íþróttir | 339 orð | 3 myndir

Úrslitaleikurinn blasir við

Líkurnar á hreinum úrslitaleik Vals og Breiðabliks í lokaumferð Bestu deildar kvenna laugardaginn 5. október jukust enn í gærkvöld þegar bæði lið unnu leiki sína á útivöllum í 20. umferð deildarinnar Meira
14. september 2024 | Íþróttir | 269 orð | 1 mynd

Víkingar ekki í vandræðum

Víkingar voru ekki í neinum vandræðum með að sækja þrjú stig vestur á Meistaravelli í gærkvöld þar sem þeir sigruðu KR-inga 3:0 og komust með því að nýju á topp Bestu deildar karla í fótbolta. Þeir eru nú jafnir Breiðabliki að stigum, bæði lið eru… Meira

Sunnudagsblað

14. september 2024 | Sunnudagsblað | 117 orð | 1 mynd

„Rektu mig!”

Heimildarmynd Í síðustu viku var frumsýnd á HBO Max heimildarmyndin Wise Guy: David Chase and the Sopranos. Í myndinni eru viðtöl við skapara The Sopranos, David Chase, auk leikaranna Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 178 orð | 2 myndir

Að eiga fræga mömmu

Fimm uppistandarar munu troða upp með brakandi ferskt og bráðfyndið efni á Sjálandi hinn 19. september klukkan 20, en miða má nálgast á tix.is. Þar verða þær Snjólaug Lúðvíksdóttir, Birna Rún Eiríksdóttir, Steiney Skúladóttir, Björk Guðmundsdóttir… Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 2754 orð | 1 mynd

Að horfa í gegnum nálarauga

Það var eins og veggur hefði brotnað utan af mér. Nú var komið eitthvert nafn yfir þetta. Þetta var ekki ég, þetta var ekki heimska eða leti, heldur líkamlegt ástand. Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 1385 orð | 6 myndir

Afríka klófesti hjarta mitt

Maður heyrir í ljónum, fílum og hýenum á nóttunni. Eina nóttina máttum við ekki fara úr safarítjöldunum okkar þar sem ljón voru beint fyrir utan. Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 607 orð | 1 mynd

Áratugalöng ástríða

Það er fullt af unglingum sem hafa gaman af bragfræði og ég er alltaf að heyra af krökkum sem eru að yrkja. Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 369 orð | 6 myndir

„Mér finnst hann vera einkavinur minn“

Ég er núna að lesa Upp á Sigurhæðir, ævisögu Matthíasar Jochumssonar eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Ég hef lesið hana oftar en einu sinni því Matthías er svo skemmtilegur og marglaga maður. Mér finnst hann vera einkavinur minn Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 898 orð | 4 myndir

Bókverk með eigið líf

Við erum þrír höfundar og leyfðum okkur að fara djúpt inn í samræðuferli um formgerðir um flæði, og þá kannski helst um ögrandi flæði milli fjölskyldulífs og listsköpunar. Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 1045 orð | 3 myndir

Fjölbreyttur búskapur á Brúnastöðum

Þegar við settumst hér að var ekki augljóst hvernig við ættum að skapa okkur tekjur. Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 16 orð | 1 mynd

Gaman að kynnast þér

Viltu segja mér frá tónleikunum? Nordic Affect er að hefja vetrartónleikaröð sína í Mengi þann 17. ­september. „Gaman að kynnast þér“ er yfirskrift fyrstu tónleikanna og á þeim er ætlunin að athuga hvað gerist þegar tónlistarmenn sem leika á… Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 96 orð | 1 mynd

Getur ekki gengið með barn

Barneignir Í forsíðuviðtali við Vanity Fair upplýsir söngkonan og leikkonan Selena Gomez að hún geti ekki gengið með barn. Hún segist hafa þurft að taka sinn tíma í að syrgja eftir þessar fréttir Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 647 orð | 1 mynd

Hinn ógurlegi mannslíkami

Stígamót eiga að berjast gegn raunverulegu ofbeldi gegn konum en ekki breyta sér í púrítönsk samtök sem góla í hvert sinn sem hálfber kona sést í auglýsingu. Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 2800 orð | 2 myndir

Íslendingar tortímdu ekki geirfuglinum

… Og ein rökin gegn þessu eru að þetta pirrar íslenska afkomendur Ketils. Ég finn að þetta situr í fólki. Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 87 orð | 1 mynd

Leyndarmál mormónanna

Mormónar Á efnisveitunni Hulu er hulunni svipt af lífi mormónakvenna sem eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Þátturinn, The Secret Lives of Mormon Wives, á væntanlega eftir að hneyksla lýðinn Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 21 orð

Lilja 8…

Lilja 8 ára Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 65 orð | 1 mynd

Mátti leika á móti fyrrverandi

Vinkonur Leikkonan Naomi Watts var sátt við að besta vinkona hennar, Nicole Kidman, og hennar fyrrverandi, Liev Schreiber, lékju par í nýrri spennuseríu á Netflix, The Perfect Couple. Í viðtali við Entertainment Weekly sagði Watts að Kidman hefði… Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 105 orð | 1 mynd

Ræktuðu óvart stærstu plómu heims

Bóndapar frá Suður-Afríku, Dean og Deon Barnard sem reka Oppie Plaas Boerdery-býlið, gerðu óvænta uppgötvun þegar þeir voru að uppskera ávexti sína – þeir fundu plómu sem sló öll met met og vó 460 grömm Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 152 orð | 1 mynd

Sofnuðu jafnvel í sætunum

Velvakanda barst bréf í september árið 1984 og var bréfritara brugðið yfir vínmenningunni í Reykjavík. Hafði hann farið út á lífið ásamt eiginkonu sinni á tuttugu ára brúðkaupsafmæli þeirra en stemningin var önnur en þegar þau gengu í hjónaband Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 682 orð | 2 myndir

Sterk samfélög

Við berum öll ábyrgð á því að standa vörð um mannvænlegt, skilningsríkt og lýðræðislega sterkt samfélag á Íslandi. Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 430 orð

Tveggja turna Hallgrímskirkja!

Enginn veit að konan, sem reyndar er ekki til, stóð aldrei fyrir framan Kirkjufellið í raun. Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 716 orð | 2 myndir

Varð rödd illskunnar

Washington. AFP. | Bandaríski leikarinn James Earl Jones lést á mánudag. Jones var fjölhæfur leikari, mikill á velli með sterka rödd, og kom fram bæði á sviði og í bíómyndum, en þekktastur var hann fyrir að ljá erkivarmenninu í Stjörnustríðsmyndunum, Svarthöfða, rödd sína Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 694 orð | 2 myndir

Vildi vera Paul McCartney

Bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon tekur á móti blaðamanni í húsnæði Rauða krossins þar sem hann er yfir verkefni sem stuðlar að því að koma föngum aftur út í lífið eftir afplánun. Við röltum saman yfir á kaffihús í grenndinni þar sem hægt er að ræða lífið og listina yfir kaffibolla Meira
14. september 2024 | Sunnudagsblað | 913 orð | 1 mynd

Þingvetur kemur

Karlalandsliðið í fótbolta sigraði Svartfellinga í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar, sem fram fór á Laugardalsvelli. Gerðardómur staðfesti að riftun Kópavogsbæjar á samningi við verktaka um byggingu nýs Kársnesskóla væri lögmæt, vanefndir hans hefðu… Meira

Ýmis aukablöð

14. september 2024 | Blaðaukar | 162 orð | 1 mynd

Íslenska sjávarútvegssýningin er haldin í 14. sinn

Íslenska sjávarútvegssýningin er elsta alþjóðlega sjávarútvegssýningin á Íslandi og er haldin í 14. sinn í ár. Sýningin var fyrst haldin árið 1984 og hefur þróast yfir í fjölbreytta vöru- og þjónustusýningu sem tekur á öllum þáttum sjávarútvegsins en sýningin er haldin í Kópavogi dagana 18.-20 Meira
14. september 2024 | Blaðaukar | 582 orð | 1 mynd

Kynflokkun í laxeldi skilar góðum árangri

GreenFox Marine, norskt sprotafyrirtæki stofnað árið 2020, hefur tekið mikilvæg skref til að bæta fiskeldi með nýrri tækni sem byggist á háskerpuómskoðun og gervigreind. Fyrirtækið er á góðri leið með að bylta fiskeldi með kynflokkun fiska, sem… Meira
14. september 2024 | Blaðaukar | 1346 orð | 10 myndir

Margir sýnendur hafa verið með frá upphafi

Það má heyra á Marianne Rasmussen-Coulling að hún verður örlítið meyr þegar hún er spurð hvernig henni er innanbrjósts þegar hún gengur inn á sýningargólf Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, IceFish Meira
14. september 2024 | Blaðaukar | 933 orð | 3 myndir

Mikið regluverk í kringum fiskeldisiðnað

Sjótækni á Tálknafirði hefur rúmlega 40 starfsmenn í að sinna uppsetningu, eftirliti, viðhaldi og þjónustu á ýmiss konar mannvirkjum í sjó og vatni, fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög ásamt því að reka öfluga köfunarþjónustu og þjónusta fiskeldi Meira
14. september 2024 | Blaðaukar | 620 orð | 4 myndir

Mikilvægt að Ísland verði í fararbroddi í öryggismálum sjómanna á alþjóðavísu

Gísli Níls Einarsson framkvæmdastjóri Öldu öryggis segir samninginn vera fyrsta skrefið í útrás fyrirtækisins á norrænan markað. Aldan er smáforrit og hugbúnaður sem auðveldar alla miðlæga yfirsýn og eftirfylgni í öryggismálum um borð í fiskiskipum Meira
14. september 2024 | Blaðaukar | 570 orð | 4 myndir

Námsbraut sem gerir fólk fært í flestan sjó

Nám í sjávarútvegsfræði er krefjandi nám sem gerir nemendur færa um að vinna að ýmsum verkefnum tengdum fjölbreyttum störfum í sjávarútvegi. Meira
14. september 2024 | Blaðaukar | 677 orð | 2 myndir

Nýjungar og þróun í veiðarfærum

Ísfell er eitt af leiðandi fyrirtækjum á Íslandi í framleiðslu og hönnun veiðarfæra. Fyrirtækið hefur þróast hratt á síðustu áratugum og hefur átt stóran þátt í að bæta veiðitækni og auka hagkvæmni í íslenskum sjávarútvegi Meira
14. september 2024 | Blaðaukar | 1092 orð | 3 myndir

Olíusparnaður og verndun lífríkis

Hefðbundnir toghlerar eru þannig gerðir að þeir eru dregnir á stóru horni og eru þá óstöðugir. Ekkó-toghlerar eru dregnir á minna horni, með minni mótstöðu og spara olíu. Aðrar gerðir eru dregnir eftir botninum og slíta þá slitskónum hratt. Þessa skó þarf að skipta um eða snúa við. Meira
14. september 2024 | Blaðaukar | 1072 orð | 3 myndir

Orkuskipti og sjálfbærar lausnir í sjóflutningum

Á tímum þar sem loftslagsbreytingar og gróðurhúsaáhrif eru meðal brýnustu áskorana sem mannkynið stendur frammi fyrir, er ljóst að allar atvinnugreinar þurfa að leggja sitt af mörkum til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Sjóflutningar, sem bera mesta þungann í alþjóðlegum vöruflutningum, eru ein af þeim greinum sem þurfa að gera verulegar breytingar til að minnka kolefnisspor sitt. Meira
14. september 2024 | Blaðaukar | 1141 orð | 3 myndir

Ráðstefna um tækifæri til verðmætasköpunar

Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2024 (Icefish) og ráðstefnunnar „Fiskúrgangur skilar hagnaði“ (Fish Waste For Profit), er spennt að hlusta á þá fyrirlesara sem fylla dagskrá ráðstefnunnar að þessu sinni Meira
14. september 2024 | Blaðaukar | 905 orð | 4 myndir

Sjálfbær nýting sjávarauðlinda

Á ráðstefnu í tengslum við slensku sjávarútvegssýninguna mun Stefán flytja erindi um fullnýtingu sjávarafurða, með sérstakri áherslu á rauðátu, sem hefur í gegnum árin reynst áhugavert hráefni til ýmissa nota. Meira
14. september 2024 | Blaðaukar | 1098 orð | 3 myndir

Stafræn umbreyting fiskeldis

Með nýrri tækni er hægt að draga úr áhættu og tryggja betri umhverfisstjórnun í fiskeldi. Meira
14. september 2024 | Blaðaukar | 36 orð | 1 mynd

Útgefandi Árvakur Umsjón Svanhvít Ljósbjörg Gígja svanhvit@mbl.is…

Útgefandi Árvakur Umsjón Svanhvít Ljósbjörg Gígja svanhvit@mbl.is Blaðamenn Arinbjörn Rögnvaldsson arir@mbl.is, Arna Haraldsdóttir arnasigrun@gmail.com, Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@mbl.is, María Margrét Jóhannsdóttir… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.