Greinar þriðjudaginn 17. september 2024

Fréttir

17. september 2024 | Innlendar fréttir | 311 orð | 1 mynd

12 manndráp á tveimur árum

Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók í fyrrakvöld mann sem tilkynnti sjálfur að hann hefði banað dóttur sinni á grunnskólaaldri. Var maðurinn þá staddur í hrauninu gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg, Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar … Meira
17. september 2024 | Erlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Ákærður fyrir brot á byssulöggjöf

Saksóknarar í Flórída ákærðu í gær hinn 58 ára gamla Ryan Wesley Routh fyrir tvö brot á vopnalöggjöf ríkisins, en Routh var handtekinn í fyrradag eftir að hann mundaði hríðskotariffil í nágrenni við Donald Trump, fv Meira
17. september 2024 | Erlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Átján látnir vegna flóðanna

Stjórnvöld í Rúmeníu, Póllandi, Austurríki og Tékklandi staðfestu í gær að samtals átján manns hið minnsta hefðu farist af völdum flóðanna í Mið-Evrópu sem fylgt hafa storminum Boris. Þá hefur stormurinn einnig valdið miklum usla í Ungverjalandi og… Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 453 orð | 1 mynd

„Komdu þegar þú ert orðin átta ára“

Rannveig Pálsdóttir, kölluð Bubba, frá Stóru-Sandvík í Árborg, áður Sandvíkurhreppi, og ekkja Kristins Kristmundssonar, skólameistara Menntaskólans á Laugarvatni 1970-2002, byrjaði tvítug að syngja í Kirkjukór Selfoss 1955 og var í Söngkór… Meira
17. september 2024 | Fréttaskýringar | 1323 orð | 8 myndir

„Salan á Jóni var stórt augnablik fyrir mig“

Mörg knattspyrnufélög víða um heim eru í beinum rafrænum samskiptum sín á milli sem gerir þeim kleift að ganga frá félagaskiptum. Í þessari baksviðsgrein er fjallað um tiltölulega nýjan samskiptavettvang sem er líka notaður af íslenskum félögum Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Bíða enn eftir úrlausn vegna hlutdeildarlána

Ekki hefur verið opnað fyrir umsóknir og úthlutun hlutdeildarlána þar sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun bíður enn eftir því að fá aukið fjármagn hjá ríkissjóði til að geta afgreitt lánsumsóknir. HMS lokaði tímabundið fyrir umsóknir í maí sl Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 488 orð | 3 myndir

Brottvísun frestað á síðustu stundu

Rétt fyrir klukkan 23 að kvöldi sunnudags mætti sjö til átta manna hópur, sem samanstóð af lögreglumönnum og starfsmönnum hins opinbera ásamt túlki, í Rjóðrið, hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítala fyrir langveik fötluð börn, til að sækja Yazan Tamimi, 11 ára palestínskan dreng Meira
17. september 2024 | Erlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Ekki fengið öflugri fellibyl í 75 ár

Hundruð þúsunda þurftu að yfirgefa heimili sín í Kína þegar fellibylurinn Bebinca gekk þar á land snemma í gærmorgun. Er þetta mesta óveður sem skollið hefur á borgina Sjanghæ í 75 ár. Fréttaveita AFP greinir frá því að 400 þúsund manns hafi… Meira
17. september 2024 | Fréttaskýringar | 667 orð | 2 myndir

Framkvæmdaleyfi virkjunar til skoðunar

Næsta skref verður að umsóknin verður lögð fram á sveitarstjórnarfundi á miðvikudaginn og fer í framhaldi af því í hefðbundið ferli hjá skipulagsnefnd og umhverfisnefnd, þetta er hefðbundið ferli í stjórnsýslunni,“ segir Haraldur Þór Jónsson,… Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Gera ekki ráð fyrir slökkviliði

Starfsstöð fyrir sjúkraflutninga á Seltjarnarnesi verður aðeins með aðstöðu fyrir einn sjúkrabíl og starfsmenn. Stöðin verður mönnuð frá Skógarhlíð. Morgunblaðið greindi frá því nýverið að stjórn Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins hefði falið Þór… Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 656 orð | 2 myndir

Heilsuspillandi efni langt yfir mörkum

Umhverfisstofnun hefur að undanförnu rannsakað magn PCB-mengunar í eggjum og silungi á Heiðarfjalli og í Eiðisvatni á sunnanverðu Langanesi og er niðurstaðna að vænta í haust. Mikið magn spilliefna er á Heiðarfjalli en þar var starfrækt ratsjár- og fjarskiptastöð Bandaríkjahers á árunum 1957-1970 Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 281 orð | 2 myndir

Hillurnar í Prís ekki lengur tómar

„Það hefur gengið mjög vel, við erum þakklát fyrir viðtökurnar og það er greinilegt að fólk vill samkeppni sem leiðir af sér lægra verð,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri lágverðsverslunarinnar Príss Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Leita manns við Vík

Allar björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í gærkvöldi þegar leit hófst að manni við Vík í Mýrdal sem ekki hafði skilað sér heim á tilsettum tíma. Þá voru einnig kallaðir út sporhundar og drónahópar til hjálpar við leitina að sögn Jóns Þórs Víglundsssonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Líkur á orkuskorti næstu ár

Að mati Landsnets eru líkur á viðvarandi orkuskorti næstu árin þar sem umframraforkuframboð til að bregðast við mismunandi aðstæðum á raforkumarkaði er lítið og því fylgja verðhækkanir á raforku. Staðan muni lagast ef áform um nýjar virkjanir nái… Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 944 orð | 3 myndir

Manndráp áður komið í hrinum

„Þetta er röð atburða sem hafa verið að koma upp hjá okkur. Maður veltir því fyrir sér hvað sé að gerast,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. „Málin eru að sumu leyti ólík, það er hverjir eiga í hlut Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Mannfall eykst vegna flóða

Staðfest var í gær að átján manns hið minnsta hefðu farist í ríkjum Mið-Evrópu af völdum flóðanna sem stormurinn Boris olli um helgina. Enn rigndi í Tékklandi og Póllandi í gær, en auk þess var óveðursins tekið að gæta af meiri krafti í austurhluta Þýskalands Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Málaferli í gangi vegna Suðurnesjalínu 2

Fyrirtaka í máli Náttúruverndarsamtaka Suðurlands og Hraunavina gegn Landsneti og sveitarfélaginu Vogum var á dagskrá í Héraðsdómi Reykjaness í gær en var frestað fram í miðjan október. Málið snýr að framkvæmdaleyfi við Suðurnesjalínu 2, en… Meira
17. september 2024 | Erlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Réðst með hamri á félaga og kennara

Táningspiltur réðst með hamri á samnemendur sína og kennara í rússnesku borginni Tsjeljabínsk, skammt norður af landamærunum við Kasakstan. Pilturinn náði að veita tveimur stúlkum, dreng og kennara höggáverka með hamrinum áður en hann var yfirbugaður Meira
17. september 2024 | Erlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Réttarhöld hafin yfir íslamista

Réttarhöld eru hafin í Frakklandi yfir íslamista sem sagður er hafa tengingar við þá tvo ódæðismenn sem árið 2015 réðust inn á ritstjórnarskrifstofur ádeiluritsins Charlie Hebdo. Tólf voru myrtir í árásinni, en fleiri ódæðisverk fylgdu í kjölfarið í París og nágrenni Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Sala Jóns Daða markaði tímamót

Þegar Jón Daði Böðvarsson var seldur frá Wolves til Reading sumarið 2017 markaði það tímamót sem ekki hafa farið hátt hingað til. Félagaskipti hans voru þau fyrstu sem gengið var frá í gegnum nýtt kerfi, TransferRoom, sem nú er orðið mjög útbreitt Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Segir rútubrunann ekki eðlilegan

„Það er í sjálfu sér ekkert að frétta af þessu máli núna og við höfum ekki tilkynnt framleiðanda tjónið,“ sagði Vilhelm R. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Bus Travel Iceland, í samtali við mbl.is í gær um atvik… Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Sigríður Björk áfram í embætti

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri verður áfram í embætti næstu fimm árin, því ekki kemur til þess að embætti ríkislögreglustjóra verði auglýst laust til umsóknar. Þetta kemur fram í skriflegu svari aðstoðarmanns Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Morgunblaðsins Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Sjálfmenntaður fuglafræðingur

Jóhann Óli Hilmarsson hlaut í gær Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitti Jóhanni Óla viðurkenninguna á degi íslenskrar náttúru en viðurkenningin var afhent í fimmtánda sinn Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Snerting verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna á næsta ári

Kvik­mynd­in Snert­ing eftir Baltasar Kormák hefur verið valin sem fram­lag Íslands til Óskar­sverðlaunanna á næsta ári, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­demí­unni, ÍKSA Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Sólin gægðist milli skýja

Þó svo einhverjir landsmenn vilji eflaust ganga svo langt að segja að haustið í ár hafi hafist í júní er erfitt að neita því að haustlægðirnar eru nú farnar að gera vart við sig. Sem betur fer kemur þó fyrir að sólin nái að brjótast fram á milli skýjabakka og oft verður þá mikið sjónarspil Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Sægreifinn fær andlitslyftingu

Nýlega var hafist handa við endurnýjun á verbúðunum í Gömlu höfninni í Reykjavík. Þarna er til húsa veitingahúsið Sægreifinn, sem þekkt er orðið um allan heim. Skipt verður um þakjárn, enda farið að láta verulega á sjá Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 105 orð

Sækja aftur um leyfi fyrir Hvammsvirkjun

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá var send sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir helgi. Haraldur Þór Jónsson oddviti sveitarstjórnarinnar segir að umsóknin verði lögð fram á fundi sveitarstjórnarinnar á morgun, og fari hún þaðan í hefðbundið ferli í stjórnsýslunni Meira
17. september 2024 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Willum Þór tók við 9.000 undirskriftum

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tók í gær á móti lista með 9.000 undirskriftum sem Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, safnaði fyrr á þessu ári í herferð sinni, Öllum boðið, nema fötluðum Meira

Ritstjórnargreinar

17. september 2024 | Leiðarar | 387 orð

Ábyrgðin er hennar

Flóttamenn mál næstu kosninga Meira
17. september 2024 | Leiðarar | 250 orð

Munar um hálfan milljarð?

Strætó keyrir langt fram úr áætlunum og á sama tíma á að bæta við borgarlínu Meira
17. september 2024 | Staksteinar | 228 orð | 2 myndir

Ófriður út af engu

Bjarni Jónsson þingmaður VG skrifar um bókun 35 hér í blaðið sl. föstudag. Það mál hefur enn verið dregið á flot þar sem utanríkisráðherra hyggst bera það upp sem sitt eina mál á þingi. Bjarni bendir á að tilgangurinn „með bókun 35 er að setja … Meira

Menning

17. september 2024 | Fjölmiðlar | 176 orð | 1 mynd

Hverjir verða í settinu hjá Gísla?

Nú telja aðdáendur Gísla Marteins niður klukkutímana þar til hann birtist á föstudagskvöldi með sinn vikulega þátt. RÚV fer mikinn í auglýsingum þessa dagana um þættina og hefur dregið fram Sigurbjörn Árna Arngrímsson íþróttalýsanda til að poppa dæmið upp Meira
17. september 2024 | Menningarlíf | 510 orð | 2 myndir

Litirnir og teikningin leiða mig áfram

Þetta eru ekki myndir af líkama heldur eru myndirnar skynjun mín á hreyfingu líkama míns. Meira
17. september 2024 | Menningarlíf | 650 orð | 2 myndir

Mælir með notkun eyrnatappa

Flösunni verður feykt á hinni árlegu tónleikahátíð Hellirinn Metalfest sem nú er haldin í fjórða sinn, þann 21. september. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um rokk að ræða sem kennt hefur verið við þungmálm og fer hátíðin fram í Tónlistarþróunarmiðstöðinni, TÞM, á Hólmaslóð 2 í Reykjavík Meira
17. september 2024 | Menningarlíf | 135 orð | 1 mynd

Shogun slær met í fjölda tilnefninga

Sjónvarpsþáttaröðin Shogun hlaut 18 Emmy-verðlaun um helgina, þeirra á meðal sem besta dramaþáttaröðin og um leið sú fyrsta á öðru máli en ensku til að hljóta þau verðlaun. Þá voru tveir af aðalleikurum þáttanna verðlaunaðir, þau Hiroyuki Sanada og… Meira
17. september 2024 | Menningarlíf | 134 orð | 1 mynd

Tito úr Jackson 5 látinn, sjötugur að aldri

Tito Jackson, einn af stofnendum söngsveitarinnar Jackson 5, er látinn, sjötugur að aldri. Tito skipaði söngsveitina á sínum tíma með bræðrum sínum Michael, Jermaine, Jackie og Marlon og varð Michael þeirra þekktastur, eins og alkunna er Meira

Umræðan

17. september 2024 | Aðsent efni | 470 orð | 1 mynd

Framtíðarhorfur og áskoranir til þjóða heimsins

Komin er út skýrsla um fimmtán hnattrænar áskoranir fyrir þjóðir heims. Leggur hún grunn að æskilegri þróun heimsmála? Meira
17. september 2024 | Aðsent efni | 708 orð | 1 mynd

Fyrir hvað stöndum við?

Í uppfærða samgöngusáttmálanum á nú að búa til borg þar sem bílar og birturíkt húsnæði með garði og bílastæði verða sérstök munaðarvara. Meira
17. september 2024 | Aðsent efni | 568 orð | 1 mynd

Ósannindi formanns Eflingar

Það sem er hins vegar satt og rétt í málinu er fullkomið áhugaleysi formanns Eflingar á frumvarpi mínu um launaþjófnað. Meira
17. september 2024 | Pistlar | 416 orð | 1 mynd

Unga fólkið, verðbólgan og vextirnir

Vísitölu neysluverðs er ætlað að endurspegla útgjöld heimilanna í landinu. Húsnæðiskostnaður er stór hluti þeirra útgjalda. Skýringin er væntanlega sú að hann endurspeglar útgjöld heimila vegna húsnæðis án þess að draga upp ranga mynd af… Meira
17. september 2024 | Aðsent efni | 358 orð | 1 mynd

Viltu byggja fjölskyldunni framtíðarheimili?

Enginn lóðaskortur er í Fjarðabyggð. Sveitarfélagið býður fjölda lóða. Það er ákjósanlegur kostur fyrir þá sem leita góðrar búsetu og lífsgæða. Meira

Minningargreinar

17. september 2024 | Minningargreinar | 555 orð | 1 mynd

Aðalheiður Kristjánsdóttir

Aðalheiður Kristjánsdóttir fæddist 18. júní 1930 í Ólafsfirði. Hún lést 26. ágúst 2024. Hún ólst upp í Ólafsfirði fram á unglingsár, gekk í Menntaskólann á Akureyri og þaðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún bjó til dánardags Meira  Kaupa minningabók
17. september 2024 | Minningargreinar | 579 orð | 1 mynd

Ása Fanney Þorgeirsdóttir

Ása Fanney Þorgeirsdóttir fæddist á Ísafirði 16. september 1930. Hún lést á Hrafnistu Laugarási 3. september 2024. Foreldrar Ásu voru hjónin Jóna Jónsdóttir húsmóðir á Ísafirði, f. á Ísafirði 5. nóvember 1897, d Meira  Kaupa minningabók
17. september 2024 | Minningargreinar | 1623 orð | 1 mynd

Ása Guðmundsdóttir

Sigríður Ása Guðmundsdóttir fæddist á Hvammstanga 17. september 1933. Hún lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 7. september 2024. Foreldrar hennar voru Guðmundur Gíslason brúarsmiður á Hvammstanga, f. 25 Meira  Kaupa minningabók
17. september 2024 | Minningargreinar | 6490 orð | 1 mynd

Björn Jónasson

Björn Jónasson fæddist í Reykjavík 20. júní 1954. Hann lést á líknardeild Landspítalans 6. september 2024. Foreldrar hans voru Jónas Bergmann Jónsson, fv. fræðslustjóri í Reykjavík, f. 8.4. 1908, d. 1.4 Meira  Kaupa minningabók
17. september 2024 | Minningargrein á mbl.is | 1179 orð | 1 mynd | ókeypis

Friðný G. Ármann

Friðný G. Ármann kaupmaður fæddist á Skorrastað í Norðfirði 12. desember 1928. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 2. september 2024.Foreldrar hennar voru Sólveig Lovísa Benediktsdóttir, húsfreyja á Skorrastað, f. 25. Meira  Kaupa minningabók
17. september 2024 | Minningargreinar | 2412 orð | 1 mynd

Friðný G. Ármann

Friðný G. Ármann kaupmaður fæddist á Skorrastað í Norðfirði 12. desember 1928. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 2. september 2024. Foreldrar hennar voru Sólveig Lovísa Benediktsdóttir, húsfreyja á Skorrastað, f Meira  Kaupa minningabók
17. september 2024 | Minningargreinar | 81 orð | 1 mynd

Guðlaug Jóhannsdóttir

Guðlaug Jóhannsdóttir fæddist 29. apríl 1936. Hún lést 22. júlí 2024. Útförin fór fram 8. ágúst 2024. Meira  Kaupa minningabók
17. september 2024 | Minningargreinar | 1124 orð | 1 mynd

Karl Óskar Hjaltason

Karl Óskar Hjaltason fæddist í Reykjavík 25. nóvember 1951. Hann lést 3. september 2024. Faðir Karls var Hjalti Pálsson frá Hólum í Hjaltadal, f. 1.11. 1922, d. 24.10. 2002, landbúnaðarverkfræðingur og framkvæmdastjóri hjá SÍS Meira  Kaupa minningabók
17. september 2024 | Minningargreinar | 1582 orð | 1 mynd

Ólöf Gestsdóttir

Ólöf Gestsdóttir (Lóa) fæddist í Reykjavík 24. júní 1937. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Grund 2. september 2024. Foreldrar hennar voru Jórunn Ella Ólafsdóttir, f. 20.7. 1918, d Meira  Kaupa minningabók
17. september 2024 | Minningargreinar | 778 orð | 1 mynd

Sigríður Vilborg Ólafsdóttir

Sigríður Vilborg Ólafsdóttir fæddist í Keflavík 29. desember 1937. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 23. ágúst 2024 í faðmi fjölskyldunnar. Hún var dóttir hjónanna Ólafs Ingvarssonar, f. 1901, d Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

17. september 2024 | Viðskiptafréttir | 628 orð | 1 mynd

Færri heimsóttu baðlónin

Misjafnt hljóð var í forsvarsmönnum þriggja baðlóna á landsbyggðinni, sem ViðskiptaMogginn ræddi við á dögunum um aðsóknina í sumar. Jónas Friðrik Hjartarson, framkvæmdastjóri baðlónsins Kraumu skammt frá Reykholti, segir að sumarið hafi verið erfitt þrátt fyrir að árið hafi byrjað vel Meira
17. september 2024 | Viðskiptafréttir | 221 orð | 1 mynd

Hækkun um 1,6 ma. milli ára

Íslensk fjármálafyrirtæki og eftirlitsskyldir aðilar munu samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2025 greiða rúma 22 milljarða króna í sérstaka skatta og gjöld sem einungis eru lögð á fjármálageirann, sem er hækkun um 1,6 milljarða króna á milli ára Meira
17. september 2024 | Viðskiptafréttir | 158 orð | 1 mynd

Spá 5,3% verðbólgu

Kvika banki spáir að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,2% milli mánaða í september mælingu Hagstofunnar og ársverðbólga lækki úr 6,0% í 5,8%. Bankinn telur að einkum muni vegast á flugfargjöld, sem lækki jafnan á þessum tíma árs, og hækkun innfluttra vara Meira

Fastir þættir

17. september 2024 | Í dag | 63 orð

Að eiga e-ð til: geta tekið upp á e-u – óheppilegu eða…

Að eiga e-ð til: geta tekið upp á e-u – óheppilegu eða andstyggilegu, bætir Íslensk orðabók við og tilfærir lýsandi dæmi: hesturinn á það til að bíta mann. Til er það, en sjaldsénara, að hafa e-ð til og merkir að vera vís til e-s, segir sama orðabók Meira
17. september 2024 | Í dag | 243 orð

Af ársgömlu, hamstri og drottningu

Pétur Stefánsson kastar fram smellinni limru: Ég er kokkur blíður og bljúgur, við bögusmíð kátur og drjúgur. Í eldhúsi í gær ég eldaði fær ársgömul belju júgur. „Lagðirðu þau ekki síðan í súr?“ spurði Stefán Vilhjálmsson og rifjaðist upp … Meira
17. september 2024 | Dagbók | 100 orð | 1 mynd

Átta ára með metnaðarfull plön

Hinn átta ára gamli Finnur Viðarsson sló í gegn í Skemmtilegri leiðinni heim fyrir helgi en þar lýsti hann því yfir að hann ætti erfitt með að trúa því að Regína væri konan á plakatinu fyrir utan hljóðverið Meira
17. september 2024 | Dagbók | 57 orð | 1 mynd

Fornleifar sem eiga sér ekki hliðstæðu

Fornleifauppgröftur í Seyðisfirði og þeir munir sem hafa fundist þar hafa vakið heimsathygli. Ragnheiður Traustadóttir hefur stýrt uppgreftrinum og rannsóknum á staðnum í fimm ár. Leiða má líkum að því að hópurinn hafi fundið kuml landnámsmannsins Bjólfs sem bjó á bænum Firði Meira
17. september 2024 | Í dag | 78 orð | 1 mynd

Jökull Andri Sigurðsson

30 ára Jökull ólst upp í Seljahverfinu í Reykjavík en býr í Vestmannaeyjum. Hann er húsasmiður að mennt frá FB og starfar hjá Steina og Olla byggingaverktökum. Áhugamálin eru fótbolti, körfubolti og golf Meira
17. september 2024 | Í dag | 819 orð | 4 myndir

Reynslan af sjómennskunni dýrmæt

Þorsteinn Sigurðsson fæddist í Neskaupstað 17. september 1964. Hann ólst að mestu upp í Neskaupstað og gekk þar í grunnskóla. „Neskaupstaður var og er enn frábær staður fyrir krakka að alast upp á Meira
17. september 2024 | Í dag | 182 orð

Sameinandi forsenda. V-NS

Norður ♠ Á63 ♥ 10732 ♦ Á862 ♣ Á6 Vestur ♠ KDG973 ♥ 8 ♦ D1097 ♣ G9 Austur ♠ 1082 ♥ 965 ♦ 4 ♣ D87432 Suður ♠ 5 ♥ ÁKDG4 ♦ KG53 ♣ K105 Suður spilar 6♥ Meira
17. september 2024 | Í dag | 33 orð | 1 mynd

Selfoss Ólöf Klara Tómasdóttir fæddist 12. mars 2024 kl. 22.42 á…

Selfoss Ólöf Klara Tómasdóttir fæddist 12. mars 2024 kl. 22.42 á Landspítalanum í Reykjavík. Hún vó 3.280 g og var 50,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Þórunn Lilja Hilmarsdóttir og Tómas Snær Jónsson. Meira
17. september 2024 | Í dag | 164 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bd3 e5 7. Rde2 Be7 8. 0-0 Be6 9. Rg3 Rc6 10. f4 exf4 11. Bxf4 d5 12. e5 Db6+ 13. Kh1 Rg4 Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu skákmóti sem lauk í byrjun ágúst síðastliðins í Porto í Portúgal Meira

Íþróttir

17. september 2024 | Íþróttir | 240 orð | 2 myndir

Gísli Gottskálk bestur í 20. umferðinni

Gísli Gottskálk Þórðarson, sóknartengiliðurinn efnilegi hjá Víkingi, var besti leikmaður 20. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Gísli lék mjög vel þegar Víkingar sigruðu KR örugglega í Vesturbænum, 3:0, síðasta… Meira
17. september 2024 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Halldór sló nýliðamet Heimis

Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu, sló met er liðið vann HK 5:3 í Bestu deildinni á sunnudag. Halldór er á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í meistaraflokki en undir hans stjórn fékk Breiðablik 49 stig í hefðbundinni tvöfaldri umferð í Bestu deildinni Meira
17. september 2024 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

ÍR og Keflavík leika degi fyrr

Báðum leikj­un­um í ein­vígi ÍR og Kefla­vík­ur í undanúr­slit­um um­spils 1. deild­ar karla í knatt­spyrnu um laust sæti í Bestu deild­inni hef­ur verið flýtt um einn dag. Upp­haf­lega áttu leik­irn­ir að fara fram á fimmtu­dag og mánu­dag líkt og… Meira
17. september 2024 | Íþróttir | 373 orð | 2 myndir

Lið Bandaríkjanna sigraði í Solheim-bikarnum í golfi kvenna sem fór fram í…

Lið Bandaríkjanna sigraði í Solheim-bikarnum í golfi kvenna sem fór fram í Gainesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum um liðna helgi. Lið Bandaríkjanna vann lið Evrópu 15½:12½. Lilia Vu, sem er númer tvö á heimslistanum, tryggði Bandaríkjunum sigurinn á 18 Meira
17. september 2024 | Íþróttir | 227 orð | 1 mynd

Undanfarin tvö ár hefur lokaspretturinn á Íslandsmóti karla í fótbolta…

Undanfarin tvö ár hefur lokaspretturinn á Íslandsmóti karla í fótbolta ekki verið sérstaklega spennandi. Árið 2022 var fyrst leikið eftir nýja fyrirkomulaginu þar sem sex efstu liðin eftir hefðbundna tvöfalda umferð mætast innbyrðis og sömuleiðis sex þau neðstu Meira
17. september 2024 | Íþróttir | 383 orð | 2 myndir

Víkingur náði toppsætinu

Víkingur úr Reykjavík tryggði sér efsta sætið í Bestu deild karla í knattspyrnu fyrir tvískiptingu með því að vinna öruggan sigur á botnliði Fylkis, 6:0, í Árbænum í gærkvöldi. Víkingur fór með sigrinum upp fyrir Breiðablik Meira

Bílablað

17. september 2024 | Bílablað | 1038 orð | 2 myndir

Heilsársdekkin standa ekki undir nafni

Veturinn er handan við hornið og ekki seinna vænna að huga að dekkjamálunum. Bjarni Arnarson er framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Kletti og segir hann að landsmenn virðist orðnir mun skipulagðari þegar kemur að dekkjaskiptum í upphafi vetrar og að… Meira
17. september 2024 | Bílablað | 605 orð | 1 mynd

Kíkir í kaffi hjá bílasölunum

Fram undan er annasamur tími hjá Sóla Hólm, en í nóvember og desember stendur hann fyrir sýningunni Jóli Hólm í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Meira en 30 sýningar eru á dagskrá og er þegar uppselt á margar þeirra Meira
17. september 2024 | Bílablað | 1852 orð | 9 myndir

Svifið inn í framtíðina á rafskýi

Kínverski rafbílaframleiðandinn XPeng hefur farið sístækkandi á síðustu árum, svo eftir hefur verið tekið. Fyrirtækið, sem fagnar nú tíu ára afmæli, hefur á síðustu þremur árum hafið innreið sína á Evrópumarkaðinn og stendur hún nú sem hæst Meira
17. september 2024 | Bílablað | 741 orð | 4 myndir

Toyota tekst að loka hringnum með Proace Max-sendibílnum

Sendibíla hef ég ekki marga keyrt um ævina en úr því var bætt til muna í Haag í Hollandi á dögunum þegar Toyota bauð til kynningar á nokkrum tegundum slíkra bíla, þar á meðal hinni íturvöxnu nýjung Toyota Proace Max Meira
17. september 2024 | Bílablað | 738 orð | 10 myndir

Útskrift í Fjölbraut í Toyota

Toyota hefur um árabil verið mesti bílaframleiðandi heims og ekki þarf að fjölyrða um vinsældir bíla þeirra hér á landi. Síðustu ár hefur rafbílum hins vegar vaxið fiskur um hrygg, en Toyota hefur ekki rasað um ráð fram á þeim markaði Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.