Greinar fimmtudaginn 19. september 2024

Fréttir

19. september 2024 | Innlendar fréttir | 488 orð

Algeng laun 1,4 til 2,2 milljónir

Algengast er að laun framkvæmdastjóra sveitarfélaga, sveitarstjóra og bæjarstjóra, um allt land, séu á bilinu 1,4 til rúmlega tvær milljónir króna á mánuði. Þetta sýna niðurstöður könnunar Sambands íslenskra sveitarfélaga á kjörum sveitarstjórnarfólks og framkvæmdastjóra sveitarfélaga Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 802 orð | 3 myndir

Átta til tólf erlendir glæpahópar

Nokkur hundruð einstaklingar tengjast skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi með einum eða öðrum hætti. Þetta kemur fram í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá árinu 2021 um skipulagða brotastarfsemi hér á landi Meira
19. september 2024 | Erlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Bandarískum dróna mögulega grandað

Bandarískur dróni af gerðinni MQ-9 Reaper brotlenti nærri landamærum Jemens. Vopnaðar sveitir Húta segjast hafa skotið flygildið niður, en varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna (Pentagon) hefur ekki viljað staðfesta þá fullyrðingu Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 476 orð | 1 mynd

„Óheyrilegar umferðartafir“ ræddar

Vegagerðin er í samtali við Hafnarfjarðarbæ um mögulegar útfærslur á Reykjanesbraut þar sem hún liggur í gegnum bæinn og hvort þær skili bættu umferðarflæði. Þetta segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi stofnunarinnar Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Benedikt Sveinsson

Benedikt Sveinsson, lögmaður og athafnamaður í Garðabæ, lést á þriðjudagskvöld, 86 ára gamall. Benedikt fæddist í Reykjavík 31. júlí 1938 og ólst upp í húsi sem stóð á Laugavegi 18 til tíu ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan í Hlíðarnar Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 370 orð

Einróma stuðningur við virkjanir

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er hlynntur frekari virkjun orku í landinu, en andstaðan hverfandi, samkvæmt skoðanakönnun Gallup um umhverfismál, sem gerð var fyrir Samtök atvinnulífsins (SA). Í heildina voru 83% hlynnt „aukinni grænni… Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Ekki haldið upp á afmælið aftur

„Undirbúningsnefndin hét því að halda aldrei aftur upp á 90 ára afmæli mitt,“ segir Sveinn Einarsson, fv. þjóðleikhússtjóri með meiru, en fjölmenn móttaka var haldin í Borgarleikhúsinu á 90 ára afmæli hans í gær Meira
19. september 2024 | Fréttaskýringar | 1208 orð | 3 myndir

Enginn smámennskubragur

1954 „Einkennileg reynsla að standa allt í einu augliti til auglitis við þennan þekkta og hámenntaða miðaldamann“ Kristján Eldjárn Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 135 orð | 2 myndir

Erlendir fangar sendir út?

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sjálfsagt að skoða það að semja við erlend ríki um að hýsa fanga með erlent ríkisfang fyrir Ísland. Málið hefur þó ekki komið til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu Meira
19. september 2024 | Fréttaskýringar | 871 orð | 3 myndir

Fjörutíu ár frá goslokum í Kröflu

„Hugmyndin að goslokahátíðinni kom upp fyrir um það bil ári, þegar við áttuðum okkur á því að brátt yrðu 40 ár síðan Kröflueldum lauk,“ segir Hildur Vésteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun í Kröflu og einn skipuleggjenda… Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 312 orð | 1 mynd

Fleiri lönd skoða að senda fanga út

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sjálfsagt að skoða það að semja við önnur ríki um að hýsa fanga með erlent ríkisfang sem hlotið hafa dóm á Íslandi. „Það hefur ekki komið til sérstakrar skoðunar í dómsmálaráðuneytinu að semja við… Meira
19. september 2024 | Fréttaskýringar | 945 orð | 2 myndir

Fólk velji vöruna aftur og aftur

Á haustviðburði ÍMARK, samtaka íslensks markaðsfólks, í Arion banka í dag mun bandaríski markaðssérfræðingurinn Jared Schrieber leiða gesti í allan sannleikann um það hvernig best er að byggja upp vörumerki Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Franek í Bakkaborg vígði þrettánhundruðasta rampinn

Hinn fimm ára gamli Franek Gniewko Birski vígði í gær þrettánhundruðasta rampinn í verkefninu Römpum upp Ísland. Rampurinn er á leikskólanum Bakkaborg í Breiðholti og á vafalaust eftir að reynast Franek sem notar hjólastól vel Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 334 orð | 1 mynd

Fylgdi flokkslínum um sáttmálann

Hildur Björnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að hún hefði ekki lagst gegn framgangi samgöngusáttmálans en uppfærsla sáttmálans var rædd í borgarstjórn í fyrradag þar sem Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til málsins Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Fækkað í lögreglu eftir sameiningu

Við sameiningu lögreglustjóraembættanna á höfuðborgarsvæðinu árið 2007 voru lagðar niður litlar hverfisstöðvar í Reykjavík, á Setjarnarnesi og í Garðabæ. Starfsstöðvar voru settar upp í Kópavogi, Hafnarfirði og á tveimur stöðum í Reykjavík Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 508 orð | 1 mynd

Geðlestin rúllar af stað á ný í næstu viku

„Við leggjum áherslu á að fólk hugsi um að búa til framtíðina sína núna. Það er gert með einföldum litlum atriðum. Við viljum gera eitthvað gott í dag,“ segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Hlaupið gegn kynbundnu ofbeldi

Dagana 25. nóvember til 10. desember fer fram sextán daga vitundarvakning á heimsvísu undir heitinu Alþjóðlegir baráttudagar gegn kynbundnu ofbeldi. Frá 2. október til 5. janúar 2025 fer einnig fram Heimsfriðarganga með friði og andofbeldi í þriðja skiptið Meira
19. september 2024 | Fréttaskýringar | 592 orð | 3 myndir

Hæðarlæsing verði á tækjunum

Framkvæmdir við landfyllingu í Skerjafirði munu hafa talsverða röskun í för með sér. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur gefið grænt ljós á útgáfu framkvæmdaleyfis vegna breikkunar núverandi landfyllingar í Skerjafirði/Fossvogi, samkvæmt uppdrætti Borgarlínunnar Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

IceFish-sýningin var opnuð í gær

Íslenska sjávarútvegssýningin, IceFish, var opnuð í Smáranum í Kópavogi í gær, en hún stendur yfir fram á föstudag nk. Þetta er í fjórtánda sinn sem sýningin er haldin, en hún hóf göngu sína árið 1984 og hefur jafnan verið fjölsótt Meira
19. september 2024 | Erlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Illa gengur að hemja eldhafið

Þúsundir slökkviliðsmanna hafa barist við gróðurelda í Portúgal undanfarna daga. Um tíu eru sagðir hafa týnt lífi í hamförunum og á fimmta tug eru slasaðir, þ. á m. yfir 30 slökkviliðsmenn. Veðuraðstæður eru sagðar afar óhagstæðar til slökkvistarfa, þurrt í veðri og vindasamt Meira
19. september 2024 | Erlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Kínverskt flugmóðurskip við strendur Japans

Þrjú kínversk herskip, þ. á m. eitt flugmóðurskip, sigldu á milli tveggja japanskra eyja og voru þau einungis 24 sjómílur frá landsvæði Japans þegar næst var. Er þetta í fyrsta skipti sem kínverskt flugmóðurskip siglir svo nærri ströndum Japans, en með því í för voru tveir tundurspillar Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Kristinn Már Stefánsson

Kristinn Már Stefánsson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í körfuknattleik, lést sl. föstudag á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni eftir veikindi, 79 ára að aldri. Kristinn fæddist í Reykjavík 3 Meira
19. september 2024 | Erlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Leggja lokahönd á friðaráætlun sína

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að Úkraínumenn hefðu lagt lokahönd á áætlun sína um að tryggja sigur í stríðinu við Rússa, og sagði Selenskí að hann myndi ræða áætlunina við Joe Biden Bandaríkjaforseta síðar í mánuðinum Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 622 orð | 2 myndir

Leyfisveitingarferli ekki lengra en eitt ár

„Þetta er það sem ég er búinn að vera að benda á frá því ég kom í ráðuneytið, að koma þurfi hlutunum af stað. Það hefur gerst, en betur má ef duga skal,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í samtali… Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Lise de la Salle á fyrstu tónleik­unum í Grænu tónleikaröðinni

Franski píanóleikarinn Lise de la Salle leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld á tónleikum sem hefjast klukkan 19:30 í Eldborg. Segir í tilkynningu að hún sé einn eftirtektarverðasti píanóleikari samtímans og hafi slegið í gegn þegar hún… Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 689 orð | 1 mynd

Lærdómsrík dvöl í sveit á Langavatni

„Þegar ég fór að slá túnin var enginn til að segja mér til. Jón Davíðsson, bóndi á Langavatni, hjálpaði mér með greiðuna en ég var of kraftlítill til þess að leggja hana og einhver stirðleiki var á henni Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 1455 orð | 4 myndir

Matreiðslubók sem varðveitir minningarnar

Bókin er hin veglegasta og er afrakstur þeirra hjóna eftir rekstur veitingastaðarins The Coocoo's Nest í áratug út á Granda. En þau áttu og ráku veitingastaðinn The Coocoo’s Nest í liðlega tíu ár Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 108 orð

Næsta gos í nóvember?

„Ég held að við getum verið róleg alveg fram í miðjan nóvember,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, við Morgunblaðið spurður hvenær megi vænta næsta eldgoss á Sundhnúkagígaröðinni Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 365 orð | 3 myndir

Ómetanleg húsgögn fá sinn sess

Húsgögn og húsbúnaður sem var að finna í Biskupsgarði, embættisbústað biskups Íslands við Bergstaðastræti, verður áfram í eigu kirkjunnar og verður fundinn staður í nýju móttökuhúsnæði biskups sem nú er unnið að því að finna Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Plöntuðu þremur birkitrjám

Þess var minnst í gær með sérstakri athöfn í Vinaskógi að 75 ár eru liðin frá fyrstu gróðursetningu frændþjóðanna Noregs og Íslands á Þingvöllum árið 1949. Forseti lýðveldisins, Halla Tómasdóttir, gróðursetti við það tilefni emblubirki í Vinaskógi á … Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 188 orð | 3 myndir

Ráðherra skipar þrjá forstjóra yfir nýjar ríkisstofnanir

Skipað var í embætti forstjóra þriggja nýrra stofnana sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í gær, en um er að ræða Náttúrufræðistofnun, Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Sannfærandi Keflvíkingar

Keflavík er í afar góðum málum í viðureign sinni gegn ÍR í undanúrslitum umspils um sæti í Bestu deild karla í fótbolta. Keflvíkingar unnu sannfærandi útisigur í fyrri leiknum í gær, 4:1. Sigurliðið í einvíginu mætir annaðhvort Aftureldingu eða… Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Sá fimmti með stöðu sakbornings

„Já, það er rétt,“ segir Arnar Þórisson kvikmyndagerðarmaður og yfirframleiðandi fréttaskýringarþáttarins Kveiks hjá Ríkisútvarpinu í samtali við mbl.is, spurður um hvort hann hefði fengið stöðu sakbornings í máli sem varðar stuld á… Meira
19. september 2024 | Fréttaskýringar | 601 orð | 3 myndir

Sprengiefni komið fyrir í símboðunum

Ísraelska leyniþjónustan Mossad kom sprengjuhleðslum fyrir í þúsundum símboða, sem pantaðir voru fyrr á þessu ári og dreift til félaga í Hesbolla-samtökunum í Líbanon. Þessar hleðslur voru sprengdar með því að senda sérstök boð í símboðana á þriðjudag Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Sýning á verðlaunatillögum

Skipulagsvinna vegna nýrrar byggðar á Keldnalandi er í fullum gangi. Alþjóðleg samkeppni um þróun svæðisins fór fram í fyrra. Sýning á vinningstillögunni verður opnuð laugardaginn 21. september klukkan 11 í bókasafninu í Spönginni í Grafarvogi Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Söfnuðu 6,9 milljónum

Afrakstur kertasölu og framlag verslanakeðja til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem jarðsett var föstudaginn 13. september sl., nemur 6.862.725 krónum. Fram kemur í tilkynningu að Anna Björt Sigurðardóttir hafði frumkvæði að framtakinu og … Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 598 orð

Vextir og verðbólga leika sveitarfélög grátt

Viðvarandi háir vextir og verðbólga hafa komið illa við rekstur sveitarfélaga landsins undangengin ár. Hefur rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna verið neikvæð allt frá árinu 2020. Til marks um það er að fjármagnsgjöld sveitarfélaga landsins hafa… Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 679 orð | 2 myndir

Þjóðhagsspáin þarf að vera réttari

Breytingar á veiðigjöldum og afnám heimildar skattfrjáls séreignarsparnaðar til íbúðakaupa eru ekki í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þetta segir nýr formaður fjárlaganefndar, Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokks Meira
19. september 2024 | Innlendar fréttir | 675 orð | 3 myndir

Þræða vesturströnd Evrópu til góðs

Tíu Íslendingar eru nú staddir á meginlandi Evrópu og fara um á bifhjólum. Ef til vill væri slíkt ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að ökuþórarnir ætla að ferðast í tæpan mánuð til styrktar góðu málefni Meira
19. september 2024 | Fréttaskýringar | 736 orð | 3 myndir

Þurfum að láta náungann okkur varða

Fréttir undanfarinna mánaða af mikilli fjölgun á ofbeldi og morðum á landinu hefur vakið mikinn óhug meðal þjóðarinnar og ekki síst eru dauðsföll þriggja barna á þessu ári þyngri en tárum taki. Þegar skoðuð eru skráð morð á börnum frá upphafi… Meira

Ritstjórnargreinar

19. september 2024 | Leiðarar | 357 orð

Atkvæði gegn óráðsíu

Borgarstjórn samþykkti sáttmálann en mótatkvæði geta skipt máli Meira
19. september 2024 | Staksteinar | 215 orð | 1 mynd

Rannsókn sóttvarnaaðgerða

Óli Björn Kárason alþingismaður ritaði athyglisverða grein um sóttvarnalög og sóttvarnaaðgerðir hér í blaðið í gær. Þar benti hann á að heilbrigðisráðherra hefði boðað frumvarp um ný sóttvarnalög sem lagt yrði fram á næstu dögum Meira
19. september 2024 | Leiðarar | 286 orð

Stefnir í viðvarandi orkuskort

Súpum nú seyðið af margra ára kyrrstöðu Meira

Menning

19. september 2024 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Alfa Rós opnar sýninguna Áferð hins óséða

Myndlistarkonan Alfa Rós Pétursdóttir opnar sýningu sína Áferð hins óséða í Gallerí Gróttu í dag, fimmtudaginn 19. september, klukkan 17. Segir í tilkynningu að Alfa Rós brúi bilið milli samtímalistar og hefðbundins handverks Meira
19. september 2024 | Fólk í fréttum | 1069 orð | 7 myndir

Best að setja í sig rúllur og drekka einn gin og tónik

Hárgreiðslumaðurinn Sigmundur Sigurðsson, Simbi eins og hann er kallaður, rekur hárgreiðslustofuna Beautybar. Þessi 63 ára gamli tískukóngur elskar allt sem glitrar og er á því að það sé aldrei hægt að skreyta sig of mikið Meira
19. september 2024 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Forsala á aukatónleika Emilíönu Torrini

Forsala fyrir aukatónleika Emilíönu Torrini, sem fram fara í Hörpu laugardaginn 9. nóvember og eru hluti af Icelandic Airwaves, hefst á morgun, föstudaginn 20. september, klukkan 10. Forsala fyrir korthafa Icelandic Airwaves hefst hins vegar í dag, fimmtudaginn 19 Meira
19. september 2024 | Fjölmiðlar | 215 orð | 1 mynd

Gláp í hjólhýsi í haustrigningu

Þær eru margar og ólíkar aðstæðurnar sem nútímafólk getur verið í þegar það horfir á sjónvarpsefni. Þar ræður mestu færanleiki tölva og snjallsíma, því hægt er að horfa á eitthvað í slíkum tækjum nánast hvar sem er Meira
19. september 2024 | Menningarlíf | 123 orð | 1 mynd

Gunnar Kvaran býður upp á fría sólótónleika

Tónleikaþrennu sellóleikarans Gunnars Kvaran verður framhaldið á laugardaginn, 21. september, kl. 16, þegar boðið verður upp á ókeypis sólótónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík. Eru tónleikarnir aðrir af þeim þrennum sem Gunnar heldur á árinu í tilefni af áttræðisafmæli sínu í janúar Meira
19. september 2024 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Luka Okros heldur tónleika í Kaldalóni

Georgísk-breski píanóleikarinn Luka Okros heimsækir Ísland og Hörpu enn á ný en á morgun, föstudaginn 20. september klukkan 19.30, heldur hann tónleika í Kaldalóni. Segir í tilkynningu að Okros, sem búsettur er í Lundúnum, sé „þekktur fyrir mikið músíkalítet og næman flutning Meira
19. september 2024 | Myndlist | 704 orð | 4 myndir

Mann-náttúru-minjasafn Íslands

Þjóðminjasafn Íslands Brot úr framtíð ★★★★· Þorgerður Ólafsdóttir sýnir. Sýningin, sem er í Bogasal, stendur til 10. nóvember og er opin alla daga kl. 10-17. Meira
19. september 2024 | Menningarlíf | 960 orð | 2 myndir

Markmiðið að komast í flæðisástand

„Þegar ég var starfandi leikskáld Borgarleikhússins langaði mig að gera eitthvert stórt verk. Ég fór því að leita mér að innblæstri og fyrsta hugmyndin sem kom til mín var verk í þremur hlutum með tveimur hléum Meira
19. september 2024 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Norska strengjatríóið Ssens Trio í Hörpu

Norska strengjatríóið Ssens Trio kemur fram á tónleikum á vegum Kammermúsíkklúbbsins í Norður­ljósasal Hörpu, sunnudaginn 22. september klukkan 16. Segir í tilkynningu að á efnisskránni verði flutt tríó eftir Vínarklassíkerana Haydn og Beethoven,… Meira
19. september 2024 | Menningarlíf | 1034 orð | 4 myndir

Óvenjulegasta tónlistarhátíðin?

State of the Art er ný tónlistarhátíð sem fer fram dagana 8. til 13. október. Tónlistarhátíðin er óvenjuleg fyrir þær sakir að hún hefur það að markmiði sínu að fá ólíka listamenn til þess að vinna saman þannig að reikna megi með óvæntri útkomu Meira
19. september 2024 | Tónlist | 525 orð | 4 myndir

Rólegir kúrekar

Kántrítónlistarsamtökin, CMA (Country Music Association), eiga varnarþing í Nashville, Tennessee, og einslags miðaldastemning ríkir þar í borg. Meira
19. september 2024 | Menningarlíf | 124 orð | 1 mynd

Sibyl Urbancic situr fyrir svörum

Sibyl Urbancic, dóttir Melittu og Victors Urbancic, sem býr í Vínarborg, er stödd hér á landi í tilefni af útkomu bókarinnar Tónar útlaganna – Þrír landflótta tónlistarmenn sem mótuðu íslenskt menningarlíf eftir Árna Heimi Ingólfsson Meira
19. september 2024 | Menningarlíf | 299 orð | 1 mynd

Stormsveipur í menningarlífinu

Þegar Svavar Guðnason sýndi verk sín í Listamannaskálanum í ágúst 1945, eftir að hafa orðið innlyksa í Danmörku í seinni heimsstyrjöldinni, orkaði sýningin eins og stormsveipur í reykvísku menningarlífi, ólgandi af nýjabrumi Meira
19. september 2024 | Menningarlíf | 1523 orð | 2 myndir

Suðupottur menningar í Kópavogi

„Afmælinu verður fagnað með því að við leggjum sérstaklega mikla natni og alúð í allt sem við gerum,“ segir Axel Ingi Árnason, nýr forstöðumaður í Salnum í Kópavogi, en þar er haldið upp á 25 ára starfsafmæli í ár Meira
19. september 2024 | Menningarlíf | 144 orð | 1 mynd

Sýningarlok Magdalenu á Hlöðuloftinu

Yfirlitssýningu Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur á Hlöðuloftinu lýkur sunnudaginn 22. september. „Á yfirlitssýningunni má sjá grafíkverk sköpuð frá árinu 1982 til dagsins í dag. Verkin eru ýmist unnin í tré eða dúkristur, handprentuð á japanskan pappír Meira

Umræðan

19. september 2024 | Aðsent efni | 810 orð | 2 myndir

En að létta róðurinn?

Kolefnisgjald úr hófi stendur í vegi fyrir því að ná megi háleitum markmiðum um aukinn samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda í sjávarútvegi. Meira
19. september 2024 | Pistlar | 404 orð | 1 mynd

Er ekki kominn tími til að tengja?

Ríkisstjórnin státar af því að hér sé kaupmáttur hvað mestur. Jafnvel mun meiri en í löndunum í kringum okkur. Vita þau ekki að það dettur engum í hug að trúa þessu bulli? Er eitthvað sambærilegt að miða saman viðvarandi verðbólgu og okurvexti sem… Meira
19. september 2024 | Aðsent efni | 510 orð | 1 mynd

Hækkað frítekjumark eldri borgara

Samfélagið ber ríka ábyrgð á að tryggja að allir eldri borgarar fái tækifæri til að lifa með reisn og öryggi á efri árum. Meira
19. september 2024 | Aðsent efni | 332 orð | 1 mynd

Leiðréttum óuppgert óréttlæti eldra fólks

Eftir stendur óuppgert óréttlæti sem þeir einstaklingar búa við sem greiddu iðgjöld á þessum árum og greiða svo tekjuskatt á ný við útgreiðslu. Meira
19. september 2024 | Aðsent efni | 542 orð | 1 mynd

Markvisst mynstur umferðartafa í Reykjavík

Strax þarf að ráðast í umfangsmiklar samgönguframkvæmdir í Reykjavík í stað áframhaldandi tafa og seinkana. Meira
19. september 2024 | Aðsent efni | 666 orð | 1 mynd

Molar hagfelldir VG?

Veiðigjöld eru jákvæð fyrir þjóðarbúið – þau stuðla að sanngirni, sjálfbærni og ábyrgri auðlindanýtingu. Meira
19. september 2024 | Aðsent efni | 339 orð | 1 mynd

Nei, nei, nei, ekki eina ferðina enn

Bókun 35 gengur gegn stjórnarskránni, er hættuleg hagsmunum landsmanna og hækkar flækjustig stjórnkerfisins. Meira
19. september 2024 | Aðsent efni | 167 orð | 1 mynd

Of bratt farið

Í síðasta pistli nefndi ég bakslag sem hefði orðið á mörgum vígstöðvum þar sem sótt hefur verið fram síðustu ár. Þar má nefna umhverfismál og aðgerðir sem áttu að bjarga heiminum. Bensín- og dísilbílar áttu að hverfa innan örfárra ára og rafmagnið sogað úr vindi og sól Meira
19. september 2024 | Aðsent efni | 400 orð | 1 mynd

Óþrjótandi tækifæri

Fögnum lífræna deginum laugardaginn 21. september um land allt. Meira
19. september 2024 | Aðsent efni | 691 orð | 1 mynd

Sjálfvirk eða hálfsjálfvirk menntun?

Ef við leyfum tækninni að taka yfir án þess að varðveita gildi eins og samkennd, innsæi og mannlega dómgreind gætum við glatað því sem gerir menntun einstaka. Meira
19. september 2024 | Aðsent efni | 782 orð | 1 mynd

Þetta er ekki allt að koma með fjárlagafrumvarpinu

Ríkisfjármálunum ekki beitt til að taka á rótum verðbólgunnar, markvert aðhald minnkar og hallarekstur dregur ekki úr verðbólgu. Meira

Minningargreinar

19. september 2024 | Minningargreinar | 1688 orð | 1 mynd

Anna Olsen Pálsdóttir

Anna Olsen Pálsdóttir fæddist á Siglufirði 5. janúar 1949 og ólst þar upp. Hún lést 9. september 2024 umvafin ást sinna nánustu á líknardeild Landspítalans. Foreldrar hennar voru Páll Ágúst Jónsson frá Kambi í Deildardal í Skagafirði, f Meira  Kaupa minningabók
19. september 2024 | Minningargreinar | 2171 orð | 1 mynd

Guðmundur Örn Guðjónsson

Guðmundur Örn Guðjónsson (Baddi) fæddist 20. ágúst 1972 í Keflavík. Hann lést á Landspítalanum 3. september 2024. Foreldrar hans voru Guðjón Jóhannsson, f. 27. júlí 1953, d. 15. júní 2021, og Hildur Guðmundsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
19. september 2024 | Minningargreinar | 2215 orð | 1 mynd

Halldóra Árnadóttir

Halldóra Árnadóttir íþróttakennari, til heimilis að Keilufelli 29, Reykjavík, fæddist 10. desember 1941. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 21. ágúst 2024. Móðir Halldóru var Ólafía Guðrún Helgadóttir, f Meira  Kaupa minningabók
19. september 2024 | Minningargreinar | 2590 orð | 1 mynd

Hörður Agnarsson

Hörður Agnarsson fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1969. Hann lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi 9. september 2024. Foreldrar hans eru Guðrún Anna Antonsdóttir, fyrr­verandi banka­starfsmaður í Reykjavík, f Meira  Kaupa minningabók
19. september 2024 | Minningargreinar | 2002 orð | 1 mynd

Iðunn Óskarsdóttir

Iðunn Óskarsdóttir fæddist í Reykjavík 18. janúar 1945. Hún lést 10. september 2024. Móðir hennar var Gunnþóra Björgvinsdóttir kaupmanns á Fáskrúðsfirði Þorsteinssonar og Oddnýjar Sveinsdóttur konu hans Meira  Kaupa minningabók
19. september 2024 | Minningargreinar | 2603 orð | 1 mynd

Ólafur Gíslason

Ólafur Gíslason fæddist 16. nóvember 1936 í Reykjavík. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 28. ágúst 2024. Foreldrar hans voru Bjarndís Tómasdóttir húsmóðir, f. 28.10. 1907, d. 22.8. 1998, og Gísli Ólafsson, aðalgjaldkeri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

19. september 2024 | Sjávarútvegur | 237 orð | 1 mynd

Fiskeldið skilar 3,4 milljörðum

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam rúmlega 3,4 milljörðum króna í nýliðnum ágústmánuði, sem er 60% aukning miðað við ágúst í fyrra á föstu gengi. Í nýlegri greiningu Radarsins kemur fram að útflutningsverðmæti eldisafurða á fyrstu átta mánuðum ársins sé þar með komið í 30,7 milljarða króna Meira
19. september 2024 | Sjávarútvegur | 458 orð | 1 mynd

Sjálfvirknivæðing til Hornafjarðar

Útgerðafélagið Skinney-Þinganes á Hornafirði skrifaði á dögunum undir samning um byggingu á nýrri frystigeymslu, en Kælismiðjan Frost mun sjá um hönnun og uppsetningu á nýjum frysti- og þurrkbúnaði. Nýja frystigeymslan verður með alsjálfvirkum… Meira

Viðskipti

19. september 2024 | Viðskiptafréttir | 223 orð | 1 mynd

Meiri fyrirsjáanleiki nauðsynlegur

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra vill meiri fyrirsjáanleika í kringum erlendu skuldabréfaútgáfu ríkisins. Kom þetta fram í viðtali við ViðskiptaMoggann sem birt var í gær. Á næstu árum gæti fjármögnunarþörf ríkissjóðs aukist og ríkið því þurft að draga til sín aukið lánsfjármagn Meira

Daglegt líf

19. september 2024 | Daglegt líf | 1216 orð | 3 myndir

Ég er straxari en ekki slugsari

Gyrðir Elíasson rithöfundur reið á vaðið með miklum bravúr þegar hann sýndi myndir sínar í vor. Þegar ég bættist við þá lagðist þetta upp eins og það vildi verða, ákveðið fyrirbæri. Sýningin mín er sú fyrsta í sýningaröð um rithöfunda og skáld sem… Meira

Fastir þættir

19. september 2024 | Í dag | 278 orð

Af fiski, sauði og alþýðukonu

Á fallegri minningarsíðu um dugmiklu alþýðukonuna Línu Dalrós Guðmundsdóttur má finna ljóð sem Jóna Sigurðardóttir orti til hennar á áttræðisafmælinu: Hér er lítið ljóð frá mér mig langar til að sýna Meira
19. september 2024 | Dagbók | 25 orð | 1 mynd

Bjartsýnn á hlutabréfamarkaðinn

Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis er gestur í Dagmálum. Þar ræddi hann um stöðu og horfur á mörkuðum, starfsemi Stefnis, sjálfvirknivæðingu, sjálfbærni og hagræðingu á fjármálamarkaði. Meira
19. september 2024 | Í dag | 57 orð

Gegnum tíðina hefur maður nokkrum sinnum varað lesendur við því að hefja…

Gegnum tíðina hefur maður nokkrum sinnum varað lesendur við því að hefja sambúð með því að „rugla saman reitum“ með ei-i. Fleirtalan reytur, með ypsiloni, merkir eigur, ýmislegt dót, sem bæði færa þá í búið og rugla þannig saman… Meira
19. september 2024 | Í dag | 29 orð | 1 mynd

Kópavogur Elva Lind Brynjarsdóttir fæddist 12. mars 2024 kl. 22.58 á…

Kópavogur Elva Lind Brynjarsdóttir fæddist 12. mars 2024 kl. 22.58 á Landspítalanum. Hún vó 3.360 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Ólöf Sigurðardóttir og Brynjar Hróarsson. Meira
19. september 2024 | Í dag | 78 orð | 1 mynd

Ólöf Sigurðardóttir

30 ára Ólöf er Grindvíkingur en býr í Kópavogi. Hún er að klára BA-gráðu í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. Ólöf vinnur á velferðarsviði hjá Reykjavíkurborg en er í fæðingarorlofi. Áhugamálin eru ferðalög og að vera með fjölskyldunni og vinum Meira
19. september 2024 | Í dag | 172 orð

Persónulegt met. A-AV

Norður ♠ G9 ♥ KG1092 ♦ 432 ♣ 632 Vestur ♠ D1042 ♥ 76 ♦ 1065 ♣ G854 Austur ♠ K87653 ♥ 43 ♦ G97 ♣ 109 Suður ♠ Á ♥ ÁD85 ♦ ÁKD8 ♣ ÁKD7 Suður spilar 7♥ Meira
19. september 2024 | Dagbók | 78 orð | 1 mynd

Sims-kvikmynd í vændum

Kvikmynd sem byggist á tölvuleiknum The Sims er í bígerð. Þetta staðfestir Margot Robbie, en framleiðslufyrirtæki hennar, LuckyChap, er viðriðið myndina. Electronic Arts (EA), tölvuleikjafyrirtækið á bak við leikinn geysivinsæla, hefur einnig… Meira
19. september 2024 | Í dag | 154 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 f5 5. d4 exd4 6. e5 b5 7. Bb3 Bb7 8. 0-0 Ra5 9. Bxg8 Hxg8 10. Rxd4 De7 11. Rxf5 De6 12. Rd4 Dg6 13. f3 0-0-0 14. a4 b4 15. c3 Bc5 16. Kh1 Hge8 17. Rd2 Hxe5 18. R2b3 Rxb3 19 Meira
19. september 2024 | Í dag | 802 orð | 3 myndir

Teflt á tæpasta vað í gosunum

Sigurgeir Jónasson fæddist 19. september 1934 í Vestmannaeyjum. Hann bjó fyrstu tvö æviárin að Hásteinsvegi 28 en átti lengst af heima í Hlaðbæ austur á eyju nálægt tjörninni Vilpu. „Þar undi ég mér vel í „sveitinni“ við leik og störf, mest í frjálsum íþróttum þeirra tíma Meira

Íþróttir

19. september 2024 | Íþróttir | 1559 orð | 2 myndir

„Ég naut þess ekki að vera í fótbolta“

Knattspyrnukonan Ingibjörg Sigurðardóttir gekk til liðs við danska úrvalsdeildarfélagið Bröndby í byrjun mánaðarins eftir mjög erfiða tíma í Þýskalandi en hún skrifaði undir tveggja ára samning í Danmörku Meira
19. september 2024 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Ekki leikið í Laugardalshöll

Úrslitaleikjum í bikarkeppnum handbolta og körfubolta hefur verið úthýst úr Laugardalshöll. Ekki er víst hvar verður spilað. Róbert Geir Gunnarsson formaður HSÍ segir í samtali við hlaðvarpið Handkastið að Íþróttabandalag Reykjavíkur hafi óskað… Meira
19. september 2024 | Íþróttir | 299 orð | 1 mynd

Franski knattspyrnumaðurinn Anthony Martial er genginn til liðs við AEK í…

Franski knattspyrnumaðurinn Anthony Martial er genginn til liðs við AEK í Grikklandi en hann var samningslaus eftir að hafa yfirgefið Manchester United í sumar Meira
19. september 2024 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Hafnfirðingar með íshokkílið

Skautafélag Hafnarfjarðar tekur þátt í Íslandsmóti karla í íshokkíi í vetur og hefur liðinu verið bætt inn í mótið sem er þegar hafið. Félagið fékk inngöngu í Íþróttabandalag Hafnarfjarðar á síðasta fundi þess og var þar með komið með keppnisrétt Meira
19. september 2024 | Íþróttir | 214 orð | 1 mynd

KA og Víkingur fá frí fram á miðvikudag

KA og Víkingur, sem mætast í úrslitaleiknum í bikarkeppni karla á Laugardalsvellinum á laugardaginn, fá frí til miðvikudags til að hefja lokasprettinn í Bestu deild karla. Fyrsta umferðin af þeim fimm sem bætast við hefðbundna keppni í deildinni… Meira
19. september 2024 | Íþróttir | 276 orð | 1 mynd

Keflvíkingar í góðum málum

Keflavík vann sannfærandi útisigur, 4:1, í fyrri leik sínum við ÍR í umspili 1. deildar karla í fótbolta í Mjóddinni í gær. Er Keflavík því komin með annan fótinn í hreinan úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti í Bestu deildinni Meira
19. september 2024 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Skoraði í góðum útisigri Twente

Amanda Andradóttir, landsliðskona í knattspyrnu, skoraði fyrir hollensku meistarana Twente í öruggum útisigri á Osijek í Króatíu, 4:1, í 2. umferð Meistaradeildarinnar í gær. Amanda kom inn á sem varamaður á 71 Meira
19. september 2024 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Stjarna HM 1990 lést 59 ára

Ítalski knattspyrnumaðurinn Salvatore Schillaci er látinn, 59 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Schillaci sló í gegn á heimsmeistaramótinu 1990 þegar hann varð markakóngur HM með sex mörk og var kjörinn besti leikmaðurinn, á undan Lothar… Meira
19. september 2024 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Tékkarnir byrjuðu á þriggja marka sigri

Tékkneska liðið Sparta Prag byrjar afar vel í Meistaradeild Evrópu í fótbolta en liðið vann sannfærandi heimasigur á Salzburg frá Austurríki í gær. Urðu lokatölur 3:0. Kaan Kairinen, Victor Olatunji og Qazim Laci gerðu mörk Tékklandsmeistaranna Meira
19. september 2024 | Íþróttir | 218 orð | 1 mynd

Úrvalsdeildin í handbolta er hafin og mér sýnist stefna í afar skemmtilegt…

Úrvalsdeildin í handbolta er hafin og mér sýnist stefna í afar skemmtilegt keppnistímabil karlamegin. FH og Valur leika í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem þýðir að við fáum að sjá sterk erlend lið spila á Íslandi Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.