Ef slíkar reglur giltu í Bandaríkjunum, þar sem forsetar mega ekki sitja lengur en átta ár, þá geta menn hugsað til þess, að Khomeini tók við árið 1979, en þá var Jimmy Carter forseti Bandaríkjanna, og sat aðeins í fjögur ár og þótti reyndar arfaveikur forseti sem slíkur. En hann hefur svo bætt þennan þátt með langlífi sínu, en hann verður 100 ára gamall eftir örfáa daga, hinn 1. október nk., ef hann hefur það.
Meira