Greinar þriðjudaginn 1. október 2024

Fréttir

1. október 2024 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Aðgerðaáætlun enn óljós og sögð í mótun

Enn liggur ekki fyrir hvenær aðgerðaáætlun vegna vanda íslenska skólakerfisins verður fullmótuð. Drög, sem mennta- og barnamálaráðherra kynnti á menntaþingi í gær eftir að hafa frestað því í sumar, eru um margt óljós Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Auður tekur við Umhverfisstofnun

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur sett Auði H. Ingólfsdóttur, sviðsstjóra loftslagsmála og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, tímabundið til áramóta í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 454 orð | 2 myndir

Ástæða til að fylgjast vel með

Það er rík skylda sem hvílir á lyfjainnflytjendum að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum samkvæmt fyrstu grein lyfjalaga landsins. Þó kemur það oft fyrir að skortur á ákveðnum lyfjum verður áberandi og geta margar ástæður… Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Handritin ekki komin í Eddu

Leki kom upp nýverið á kaffistofu í Eddu, nýju húsi íslenskra fræða. Óskar Jósefsson, forstjóri Framkvæmdasýslu – Ríkiseigna, segir lekann hafa komið fram í rakaþéttingu loftræstikerfa þegar verið var að prufukeyra og fínstilla kerfin Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Helga Mogensen

Helga Mogensen, matarfrömuður og frumkvöðull, lést sunnudaginn 29. september á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, 70 ára að aldri. Helga fæddist á Selfossi 12. apríl 1954 en flutti til Reykjavíkur á unglingsaldri Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Hljóp hringinn á 17 dögum

„Ég er nokkuð góður núna. Eilítið þreyttur en ég sit í heitu vatni einmitt núna og mér líður örlítið betur,“ segir Sebastian Key, 25 ára breskur karlmaður, sem kláraði í gær 17 daga hlaup sitt hringinn um Ísland Meira
1. október 2024 | Erlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Innrásin grunnur að framtíð barna

Vladimír Pútín Rússlandsforseti heitir þjóð sinni því að ná fram „öllum settum markmiðum“ í Úkraínu. Segir hann hersveitir Rússlands ná góðum árangri nú í austurhluta landsins. Herinn sé að sækja fram Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 643 orð | 1 mynd

Jafnlaunavottun verri en gagnslaus

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir jafnlaunavottun ekki aðeins hafa verið gagnslausa fyrir verka- og láglaunakonur, heldur hafi hún veikt möguleika þeirra á að ná árangri í kjarabaráttu sinni Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Kaldasta sumarið á öldinni

Sumarlok voru hjá Veðurstofu Íslands á miðnætti síðastliðna nótt. Sumarið reyndist í svalara lagi miðað við undanfarna tvo áratugi rúma, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á Moggablogginu. Meðalhiti þess á landsvísu reiknast 8,3 eða 8,4 stig Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Kalt sumarið endurspeglast í nær uppþornuðu Hvaleyrarvatni

Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er orðið ansi lítið og nánast þornað upp. Morgunblaðið sagði frá því í ágúst að Kaldá væri nær vatnslaus en vatnsból Hafnarfjarðarbæjar er í Kaldárbotnum. Minni bráðnun í fjöllum sökum lægri lofthita og þynnra snjóalags síðasta vetur hefur áhrif á grunnvatnsstöðuna Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 566 orð | 1 mynd

Kvikmyndasjóður skorinn niður

Kvikmyndasjóður verður skorinn niður um 16,8% miðað við fast verðlag ef miðað er við framlag ríkisins í sjóðinn árið 2020. Áætlaður niðurskurður nemur 38,4% á verðlagi í ágúst 2024. Þetta kemur fram í umsögn kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins GunHil ehf Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Leikhúskaffi með Hilmi Snæ

Boðið verður upp á svokallað Leikhúskaffi á Borgarbókasafninu Kringlunni í dag, þriðjudaginn 1. október, kl. 17.30-18.30. Þar segir Hilmir Snær Guðnason leikstjóri frá gamanleikritinu Óskaland, sem frumsýnt verður á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 11 Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Meirihlutafundi um brúna frestað

„Þetta átti að vera kynningarfundur eða umræða í meirihlutanum um stöðuna á Ölfusárbrú, sem ráðherrarnir boðuðu til,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson formaður fjárlaganefndar en fjarfundi var frestað sem halda átti í gær meðal þingmanna um stöðu Ölfusárbrúar Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Merkisgestur á Höfn

Að þekkja eina máfategund frá annarri getur verið æði snúið og enn erfiðara ef um ungfuglabúning er að ræða, eins og þessi á meðfylgjandi ljósmynd klæðist. Í þessu tilviki er um að ræða merkisgest, lónamáf, ekki ósvipaðan hettumáfnum okkar í útliti… Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Minni makrílkvóti en meiri síld

„Það hefur verið ofveiði ýmissa stofna undanfarin ár og það hefur verið veitt umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES),“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar Meira
1. október 2024 | Erlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Myrti sautján og lagði á flótta

Mikil leit stóð í gær yfir að ódæðismanni í Suður-Afríku sem sagður er hafa myrt 17 manns í þorpinu Ngobozana í austurhluta landsins. Fimmtán hinna látnu eru konur, en sex eru sagðir hafa komist lífs af frá árásinni, þ Meira
1. október 2024 | Erlendar fréttir | 388 orð

Nýta sér ringulreið Hisbollah

Fregnir bárust í gær af ísraelskum sérsveitarmönnum er komnir væru yfir landamæri Ísraels og Líbanon og inn í Suður-Líbanon þar sem þeir réðust, að sögn heimildarmanns breska blaðsins Telegraph, á vandlega valin skotmörk í því augnamiði að veikja… Meira
1. október 2024 | Fréttaskýringar | 853 orð | 5 myndir

Nýtt baðlón opnað sumarið 2028

Vinnu við frumhönnun á mannvirkjum og upplifunarsvæðum nýs baðlóns í Hveradölum er lokið. Miðast áætlanir við að framkvæmdir hefjist næsta vor og að lónið verði opnað sumarið 2028 gangi allt eftir. Verkefnið er unnið í samstarfi Hveradala ehf.,… Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Ormar Þór Guðmundsson

Ormar Þór Guðmunds­son arkitekt lést síðast­liðinn fimmtudag, 26. september, 89 ára að aldri. Ormar fæddist á Akranesi 2. febrúar 1935. Foreldrar hans voru Guðmundur Björnsson, kennari á Akranesi, og Pálína Þorsteinsdóttir hús­móðir Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 623 orð

Ólík örorkubyrði lífeyrissjóðanna

Tveir lífeyrissjóðir, Festa og Gildi, fullyrða í umsögnum til Alþingis um fjárlagafrumvarp næsta árs að boðuð lækkun framlags til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða muni leiða til skerðingar réttinda og lífeyris félaga í sjóðunum Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Ríkisstjórnarinnar að finna leiðir

Samningaviðræðum milli samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu verður haldið áfram klukkan tíu í dag. Fundi var frestað síðdegis í gær, en þá höfðu komið fram hugmyndir að því hvernig mætti leysa deiluna Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 535 orð | 2 myndir

Samstöðuhlaup gegn kynbundnu ofbeldi

Samstöðuhlaup gegn kynbundnu ofbeldi verða í Keníu, Tansaníu og á Íslandi í lok nóvember og byrjun desember að frumkvæði Vina Keníu og Tansaníu og samstarfsfélaga þeirra í Tansaníu. Múltíkúltí-ferðir hafa skipulagt ferð til Afríku á sama tíma og… Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Stjarnan einu stigi frá Val

Stjarnan er einu stigi á eftir Val í þriðja sætinu í baráttunni um Evrópusæti í Bestu deild karla í fótbolta eftir sannfærandi heimasigur á ÍA, 3:0, í efri hlutanum í gærkvöldi. Emil Atlason og Jón Hrafn Barkarson skoruðu fyrir ÍA og eitt markanna var sjálfsmark Meira
1. október 2024 | Erlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Talibanar sýna hver fer með völdin

Þessir vopnuðu menn tilheyra vígasveitum talibana í Khost-héraði sem finna má í austurhluta Afganistans. Íbúar þar eru um 640 þúsund talsins og þurfa þeir að lifa við afar strangar reglur og siði. Þeir sem það brjóta þurfa að svara til… Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 789 orð | 1 mynd

Tíu mánaða bið, tuttugu „aðgerðir“

„Bættur námsárangur í alþjóðlegum samanburði.“ Svo hljómar ein tuttugu nýrra fyrirhugaðra aðgerða sem mennta- og barnamálaráðherra kynnti á sérstöku menntaþingi í gær. Aðgerða sem meðal annars er ætlað að snúa skólakerfinu af þeim… Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Útför Benedikts Sveinssonar

Útför Benedikts Sveinssonar, lögmanns og athafnamanns í Garðabæ, var gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í gær. Sr. Sveinn Valgeirsson jarðsöng. Benedikt lést 17. september sl., 86 ára að aldri. Benedikt stundaði lögmennsku ásamt skipasölu um árabil,… Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Veðurmælir verður settur upp í Viðey

Reykjavíkurborg hefur tekið jákvætt í ósk Faxaflóahafna um að fá að koma fyrir veðurmæli í Viðey. Í maí í fyrra munaði minnstu að riastórt skemmtiferðaskip, Norwegian Prima, strandaði við Viðey í miklu hvassvirðri Meira
1. október 2024 | Fréttaskýringar | 584 orð | 3 myndir

Viðkvæm staða Írans eftir árásir á Hisbollah

Staða Írana í Mið-Austurlöndum breyttist snögglega þegar Ísraelsmenn réðu Hassan Nasrallah, leiðtoga Hisbollah-samtakanna í Líbanon, af dögum í loftárás sl. föstudag. Íran hefur í fjóra áratugi stutt Hisbollah með vopnum og fjármagni með það að… Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 328 orð

Viðskiptaráð einn helsti vandinn

Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs mætti megnri óánægju á menntaþingi þegar hann færði þar rök fyrir samræmdu námsmati við lok grunnskólagöngu barna. Sagði hann neyðarástand ríkja í menntakerfinu Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 417 orð | 1 mynd

Vildu auka umferðaröryggi í fyrra

„Það er náttúrlega hræðilegt tilefni að þurfa að ræða þetta þegar orðið hefur banaslys en það er rétt að þetta er ekki nýtt mál og þetta hefur verið rætt í að minnsta kosti nokkur ár,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi… Meira
1. október 2024 | Innlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

Völsungur þarf áhorfendastúku

Völsungur tryggði sér á dögunum sæti í næstefstu deild karla í knattspyrnu á næsta ári. Í þeirri deild gerir leyfiskerfi KSÍ meðal annars kröfur um stúku við völlinn fyrir 300 manns. Að ýmsu er að huga hjá Húsvíkingum um þessar mundir í tengslum við Völsung Meira
1. október 2024 | Erlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Þúsundir fanga fá frelsi sitt á ný

Stjórnvöld í Víetnam munu að óbreyttu hleypa nærri 3.800 föngum út úr fangelsum landsins, en um er að ræða fjöldanáðun og á slíkt sér stað reglulega þar í landi. Pólitískir fangar sem taldir eru ógna stöðugleika ríkjandi stjórnvalda eru þó aldrei látnir lausir fyrr Meira

Ritstjórnargreinar

1. október 2024 | Leiðarar | 702 orð

Reglugerðafargan

Bragð er að þá barnið finnur Meira
1. október 2024 | Staksteinar | 181 orð | 2 myndir

Valdataka talibana í Vinstri grænum

Stjórnarsamstarfinu er lokið af hálfu Vinstri grænna, en þar eru talibanar að taka völdin á ný undir ferskri stjórn Svandísar Svavarsdóttur. Henni finnst 3,4% fylgi greinilega allt of mikið. Það sést vel á þingsályktunartillögu Vinstri grænna, sem… Meira

Menning

1. október 2024 | Kvikmyndir | 617 orð | 2 myndir

Ber er hver að baki nema systur sér eigi

Netflix His Three Daughters ★★★★· Leikstjóri og handritshöfundur: Azazel Jacobs. Aðalleikarar: Carrie Coon, Natasha Lyonne, Elizabeth Olsen, Rudy Galvan, Jovan Adepo og Jay O. Sanders. Bandaríkin, 2023. 101 mín. Meira
1. október 2024 | Menningarlíf | 910 orð | 1 mynd

Erum allar með svikaraheilkenni

„Svikaskáldin eru komin til að vera, enda bæði magnað og dásamlegt að tilheyra svona hópi og fá að vinna saman að skrifum, það er mikil gjöf í lífinu,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, ein þeirra sex skáldkvenna sem skipa ljóðakollektífið Svikaskáld Meira
1. október 2024 | Menningarlíf | 154 orð | 1 mynd

Kris Kristofferson látinn, 88 ára

Bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Kris Kristofferson er látinn, 88 ára að aldri. Kristofferson var kántrítónlistarmaður og naut mikilla vinsælda í heimalandi sínu og víða um lönd í áratugi, auk þess að leika í kvikmyndum Meira
1. október 2024 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Setja fram myndræna frásögn um landrof

Ljósmyndarinn Agnieszka Sosnowska og ljóðskáldið Ingunn Snædal opnuðu saman sýninguna Rask í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um liðna helgi. Þær hafa, að því er segir í tilkynningu, búið til myndræna frásögn þar sem þær spyrja: Hvað gerðist hér? „Í … Meira
1. október 2024 | Fjölmiðlar | 201 orð | 1 mynd

Tölvuteiknaður álfaheimur

The Lord of the Rings: The Rings of Power, eða Hringadróttinssaga: Máttugir hringar, nefnist nýleg þáttaröð á Amazon Prime þar sem unnið er út frá sígildri sögu J.R.R. Tolkiens. Peter Jackson leikstýrði þremur kvikmyndum upp úr þessari miklu sögu og við bættust síðar myndir unnar eftir Hobbitanum Meira

Umræðan

1. október 2024 | Aðsent efni | 802 orð | 1 mynd

Er best að leysa allan vanda með hærri sköttum?

Þótt ýmislegt bjáti á óttast ég mest þessa skattahugsuði sem virðast ekki telja það neitt mál að stórhækka skatta og það helst á almenning. Meira
1. október 2024 | Pistlar | 375 orð | 1 mynd

Neytendavernd viðkvæmra hópa

Neytendamál hafa verið í forgangi í menningar- og viðskiptaráðuneytinu á kjörtímabilinu. Þannig hefur viðskiptabönkunum til að mynda verið veitt aðhald með úttekt á gjaldtöku þeirra og arðsemi, stutt hefur verið við verðlagseftirlit á… Meira
1. október 2024 | Aðsent efni | 629 orð | 1 mynd

Stærra mál en Icesave og þriðji orkupakkinn

Dómstólaleiðin þýddi að möguleiki væri á því að dæmt yrði okkur í vil. Uppgjöf fyrir fram gerir hins vegar þann möguleika að engu. Meira
1. október 2024 | Aðsent efni | 549 orð | 2 myndir

Umhverfisvernd eða ofurþétting í Grafarvogi?

Yfirgnæfandi meirihluti íbúa styður útvíkkun verndarsvæðis vegna friðlýsingar Grafarvogs. Meira
1. október 2024 | Aðsent efni | 662 orð | 1 mynd

Verðbólgudansinn í DNA-taktinum

Ritari hitti sl. vetur tvo Svía sem voru í sögulegu áfalli vegna þess að stýrivextir í Svíþjóð voru í sögulegu hámarki, 4,0%. Meira

Minningargreinar

1. október 2024 | Minningargreinar | 850 orð | 1 mynd

Eyjólfur Skúlason

Eyjólfur Skúlason fæddist 28. desember 1956. Hann lést 26. ágúst 2024. Útför fór fram 7. september 2024. Meira  Kaupa minningabók
1. október 2024 | Minningargreinar | 84 orð | 1 mynd

Guðbjörg Eggertsdóttir

Guðbjörg Eggertsdóttir fæddist 1. maí 1939. Hún lést 16. ágúst 2024. Útförin fór fram 3. september 2024. Meira  Kaupa minningabók
1. október 2024 | Minningargreinar | 681 orð | 1 mynd

Guðmundur Rúnar Ásmundsson Neighbors

Guðmundur Rúnar Ásmundsson Neighbors fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1957. Hann lést 28. ágúst 2024. Foreldrar hans voru Ída Kristjánsdóttir, f. 22. september 1922, d. 29. mars 2015, og Ásmundur Magnússon, f Meira  Kaupa minningabók
1. október 2024 | Minningargreinar | 630 orð | 1 mynd

Haukur Guðlaugsson

Haukur Guðlaugsson fæddist 5. apríl 1931. Hann andaðist 1. september 2024. Útför Hauks fór fram 20. september 2024. Meira  Kaupa minningabók
1. október 2024 | Minningargreinar | 1471 orð | 1 mynd

Hulda Jónasdóttir

Hulda Jónasdóttir fæddist í Fagranesi, Aðaldal, Suður-Þingeyjarsýslu, 12. desember 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 15. september 2024. Foreldrar Huldu voru Jónas Guðmundsson frá Grímshúsum, f Meira  Kaupa minningabók
1. október 2024 | Minningargreinar | 450 orð | 1 mynd

Marteinn Hákonarson

Marteinn Hákonarson fæddist 30. janúar 1959. Hann lést 14. september 2024. Útför hans fór fram 23. september 2024. Meira  Kaupa minningabók
1. október 2024 | Minningargreinar | 149 orð | 1 mynd

Ólafur Friðrik Eiríksson

Ólafur Friðrik Eiríksson fæddist 28. ágúst 1966. Hann lést 28. ágúst 2024. Útförin fór 12. september 2024. Meira  Kaupa minningabók
1. október 2024 | Minningargreinar | 90 orð | 1 mynd

Ólafur Ómarsson

Ólafur Ómarsson fæddist 20. febrúar 1975. Hann lést 1. ágúst 2024 á Spáni. Útförin fór fram 4. september 2024. Meira  Kaupa minningabók
1. október 2024 | Minningargreinar | 529 orð | 1 mynd

Ómar Hrafn Gíslason

Ómar Hrafn Gíslason fæddist 3. janúar 1994. Hann lést 1. september 2024. Útför fór fram 11. september 2024. Meira  Kaupa minningabók
1. október 2024 | Minningargreinar | 269 orð | 1 mynd

Tómas Gunnarsson

Tómas Gunnarsson fæddist 24. september 1937. Hann lést 1. september 2024. Útför fór fram 13. september 2024. Meira  Kaupa minningabók
1. október 2024 | Minningargreinar | 568 orð | 1 mynd

Vilhjálmur Ómar Sverrisson

Vilhjálmur Ómar Sverrisson (Villi) fæddist 25. júlí 1977. Hann lést 20. júní 2024. Útför Villa fór fram 16. júlí 2024. Meira  Kaupa minningabók
1. október 2024 | Minningargreinar | 475 orð | 1 mynd

Þórunn Guðmundsdóttir

Þórunn Guðmundsdóttir fæddist 29. október 1944. Hún lést 27. ágúst 2024. Útför hennar fór fram 14. september 2024. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

1. október 2024 | Í dag | 277 orð

Af hausti og framboðsmálum

Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi í Aðaldal er í hausthugleiðingum: Senn er horfinn sumars undrakraftur Senn mun gróskan draga sig í hlé. Skógurinn mun skila sínu aftur í skójli ljóma, sólgul birkitré Meira
1. október 2024 | Í dag | 107 orð | 1 mynd

Eygló Huld Jóhannesdóttir

60 ára Eygló er Reykvíkingur, ólst upp í Vogahverfinu en býr í Hveragerði. Hún er lyfjatæknir og sjúkraliði að mennt og er deildarstjóri stuðningsþjónustu í Hveragerðisbæ. Áhugamálin eru ferðalög og útivist og svo stundar Eygló líkamsrækt Meira
1. október 2024 | Í dag | 885 orð | 4 myndir

Leiklistin tók við af fótboltanum

Hilmar Guðjónsson fæddist 1. október 1984. „Ég veit ekki hvort það hafi verið aðskilnaðarkvíði eða hvað en ég vildi alls ekki fara frá mömmu í fæðingunni og kom því heiminn með keisaraskurði. Kannski var það sami aðskilnaðarkvíðinn sem gerði… Meira
1. október 2024 | Í dag | 65 orð

Má ekki fella burt annað l-ið í felldu í orðasambandinu ekki er allt með…

Má ekki fella burt annað l-ið í felldu í orðasambandinu ekki er allt með felldu (ekki er allt eins og það á að vera, ekki er allt með eðlilegum hætti) Meira
1. október 2024 | Í dag | 173 orð

Með og móti. S-Allir

Norður ♠ Á64 ♥ 85 ♦ 63 ♣ ÁD9762 Vestur ♠ D9752 ♥ D96 ♦ K87 ♣ 83 Austur ♠ G10 ♥ Á732 ♦ DG952 ♣ K5 Suður ♠ K83 ♥ KG104 ♦ Á104 ♣ G104 Suður spilar 3G Meira
1. október 2024 | Í dag | 28 orð | 1 mynd

Selfoss Sóldís Harpa Sævarsdóttir fæddist 26. mars 2024 kl. 10.45. Hún vó…

Selfoss Sóldís Harpa Sævarsdóttir fæddist 26. mars 2024 kl. 10.45. Hún vó 4.632 g og var 54,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Sævar Örn Oddsson og Gígja Guðvarðardóttir. Meira
1. október 2024 | Í dag | 174 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 dxc4 5. Rf3 a6 6. 0-0 c5 7. dxc5 Rc6 8. Dxd8+ Kxd8 9. Rbd2 Bxc5 10. Rxc4 Ke7 11. b3 Bd7 12. Re1 Rd5 13. Rd3 Bd4 14. Ba3+ Kf6 15. Rc5 Bxc5 16. Bxc5 Had8 17. Hac1 Kg6 18 Meira
1. október 2024 | Dagbók | 95 orð | 1 mynd

Syngjandi húsvörður sigraði

Richard Goodall, 55 ára syngjandi húsvörður, sigraði í America’s Got Talent með því að heilla bæði dómarana og heimsbyggðina með ótrúlegum flutningi á „Don’t Stop Believin’“ í síðustu viku Meira

Íþróttir

1. október 2024 | Íþróttir | 723 orð | 2 myndir

Beðið lengi eftir þessu

Aron Elí Sævarsson fyrirliði knattspyrnuliðs Aftureldingar hefur verið í stóru hlutverki síðan hann gekk í raðir félagsins frá Val árið 2020. Hann lék alla 25 leiki liðsins í 1. deildinni á nýliðnu tímabili, sem endaði með sigri á Keflavík, 1:0, á… Meira
1. október 2024 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Bournemouth vann grannaslag

Bournemouth hafði betur gegn Southampton, 3:1, á heimavelli í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Evanilson kom Bournemouth yfir á 17. mínútu og Dango Ouattara bætti við öðru markinu á 32 Meira
1. október 2024 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Dikembe Mutombo er látinn

Dikembe Mutombo, einn besti varnarmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfuknattleik, er látinn, 58 ára að aldri, eftir rúmlega tveggja ára baráttu við krabbamein. Mutombo var frá Kongó og lék lengst með Denver, Atlanta og Houston, en einnig með Philadelphia, New Jersey og New York Meira
1. október 2024 | Íþróttir | 550 orð | 1 mynd

Hverjir elta meistarana?

Keflvíkingar hefja titilvörnina á Íslandsmóti kvenna í körfuknattleik annað kvöld með leik gegn Stjörnunni á útivelli en keppni í úrvalsdeildinni hefst hins vegar í kvöld með fyrstu þremur leikjunum Meira
1. október 2024 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Hættur með landsliðinu

Antoine Griezmann tilkynnti í gær að hann væri hættur að leika með franska landsliðinu í knattspyrnu. Þar var hann lengi í lykilhlutverki, var m.a. besti og markahæsti leikmaður EM 2016 og heimsmeistari með Frökkum 2018 Meira
1. október 2024 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Íslandsmeistari til Þórsara

Litáíski körfuboltamaðurinn Justas Tamulis er genginn til liðs við Þór í Þorlákshöfn en hann var í stóru hlutverki hjá Íslandsmeisturum Vals á síðasta tímabili. Justas er þrítugur framherji sem áður lék eitt tímabil með KR en í millitíðinni með Melilla í spænsku B-deildinni og Jonava í Litáen Meira
1. október 2024 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Lilja ekki með næstu vikurnar

Lilja Ágústsdóttir verður frá keppni í fjórar til fimm vikur en hún meiddist í leik Íslands og Tékklands á dögunum. Lilja verður ekki með Val í Evrópubikarkeppninni gegn Zalgiris Kaunas. Handbolti.is hefur eftir Ágústi Jóhannssyni, þjálfara Vals og… Meira
1. október 2024 | Íþróttir | 222 orð | 1 mynd

Mollee aftur besti leikmaður umferðar

Mollee Swift, markvörður Þróttar í Reykjavík, var besti leikmaðurinn í 22. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem Mollee er besti leikmaður umferðar en það var hún líka í 19 Meira
1. október 2024 | Íþróttir | 245 orð | 1 mynd

Ólíkt höfðust þau að, liðin í sjöunda og áttunda sæti Bestu deildar karla…

Ólíkt höfðust þau að, liðin í sjöunda og áttunda sæti Bestu deildar karla í fótbolta á sunnudaginn. Þessi tvö lið, Fram og KA, hafa að minnstu að keppa á lokaspretti Íslandsmótsins. Þau komast ekki ofar og varla neðar Meira
1. október 2024 | Íþróttir | 223 orð | 2 myndir

Stjarnan einu stigi á eftir Val

Stjarnan fór upp í 38 stig með sigri á ÍA, 3:0, í annarri umferð efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á heimavelli sínum í Garðabæ í gærkvöldi. Stjörnumenn eru nú aðeins einu stigi á eftir Val, sem er í þriðja sætinu sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu á næsta tímabili Meira
1. október 2024 | Íþróttir | 142 orð | 1 mynd

Tryggvi Garðar Jónsson gæti snúið aftur á handboltavöllinn þegar lið hans…

Tryggvi Garðar Jónsson gæti snúið aftur á handboltavöllinn þegar lið hans Fram mætir Aftureldingu á útivelli í úrvalsdeildinni á fimmtudagskvöld en skyttan stæðilega sleit hásin í febrúar. Samkvæmt handbolta.is hefur hann æft undanfarnar vikur Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.