Arnheiður Eiríksdóttir mezzósópran var útnefnd rísandi stjarna á alþjóðlegu óperuverðlaununum, Opera Awards, sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í München á fimmtudagskvöld. Deildi hún verðlaununum með barítónsöngvaranum Justin Austin þar sem þau urðu jöfn í fyrsta sæti
Meira
Seltjarnarnessöfnuður heldur upp á 50 ára afmæli sitt með sérstakri dagskrá undir yfirskriftinni Biblían og samfélagið í Seltjarnarneskirkju næstu fjóra sunnudaga, en Seltjarnarnesbær fagnaði einnig 50 ára afmæli sínu fyrr á árinu
Meira
Sóttvarnalæknir hefur birt gagnvirkt mælaborð á heimasíðu embættis landslæknis með tölulegum upplýsingum um lekanda og klamydíu til þess að auka aðgengi að þessum gögnum. Er þetta gert vegna aukinnar tíðni kynsjúkdóma hér á landi og víðar
Meira
Bílastæðagjöld verða frá næsta sumri innheimt í Snæfellsjökulsþjóðgarði. Tekjurnar munu fjármagna þjónustu. Þetta auðveldar að takast á við aukið álag. Innviðir í þjóðgarðinum hafa verið í uppbyggingu allt frá stofnun hans árið 2001 og er nú komin ágæt aðstaða á flestum áningarstöðum innan hans.
Meira
Veikustu hlekkirnir í byggðalínunni þoldu ekki álagið þegar álver Norðuráls á Grundartanga leysti út á miðvikudag. Af þeim sökum urðu miklar rafmagnstruflanir á Norður- og Austurlandi. Á annað hundrað tilkynninga höfðu borist Rarik í gær vegna tjóns …
Meira
Dæmi eru um að orlofsuppgjör við starfslok embættismanna Reykjavíkurborgar feli í sér greiðslur fyrir margra mánaða uppsafnað orlof frá fyrri árum. Sumir æðstu embættismenn borgarinnar virðast þannig hafa tekið sér hófleg sumarfrí árum saman, en…
Meira
Nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Mark Rutte, heimsótti Kænugarð í gær og ræddi við Volodimír Selenskí forseta Úkraínu. Rutte sagði við forsetann að hann hefði valið Kænugarð til að fara í sína fyrstu opinberu heimsókn til að gera öllum…
Meira
Nokkuð er að fækka í þeim hópi útlendinga sem sækist eftir alþjóðlegri vernd hér á landi. Því valda hertar reglur á þessu sviði. Afleiðing þess er að útvega þarf færri hælisleitendum húsaskjól en áður sem leitt hefur til þess að gistirýmum hefur…
Meira
Það sem af er þessu ári hafa 1.546 umsóknir borist um alþjóðlega vernd hér á landi. Flestar eru umsóknirnar frá fólki frá Úkraínu eða 988. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins
Meira
Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, segir fíkla í hundraðavís bíða eftir að komast inn á Sjúkrahúsið Vog. Segir hún að þegar þau hafi lokið meðferð sinni og jafnvel eftirmeðferð sé ekkert sem bíði þeirra
Meira
„Skýrslan nýja heldur opnum möguleikanum í flugvelli í Hvassahrauni sem enginn vill borga,“ segir Hjörvar Hans Bragason, skólastjóri Flugskóla Reykjavíkur. „Sett er fram afar loftkennd hugmynd sem virðist ganga út á að skapa vinnu við áframhaldandi skoðun og fleiri skýrslur
Meira
Skipverjar á Særifi SH 25 lönduðu í vikunni alls 20 tonnum af löngu á Höfn í Hornafirði. Að sögn Arnars Laxdals skipstjóra voru þeir á veiðum í mýrarbugtinni fyrir utan fjörðinn. „Það var fínasta fiskerí þarna í bugtinni og fengum við stórar og fallegar löngur
Meira
Íslandsbanki er nú orðinn eigandi að öllum þeim fasteignum sem hýstu starfsemi Skagans 3X á Akranesi, en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota 4. júlí sl. Skaginn 3X var þó ekki eigandi téðra fasteigna, heldur fasteignafélagið Grenjar á Akranesi, en eigendur Grenja eru fyrri eigendur Skagans 3X
Meira
Sænska öryggislögreglan Säpo sagði í gær að Íran kynni að hafa tengst sprengingum og skothríð við sendiráð Ísraels í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn í vikunni. Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók þrjá unga Svía eftir að tvær handsprengjur voru sprengdar við sendiráð Ísraels á Austurbrú í borginni
Meira
Tamim bin Hamad Al-Thani, emír af Katar, lýsti yfir fullum stuðningi sínum við Líbanon í gær á samfélagsmiðlinum X í ljósi sóknar Ísraela gegn Hisbollah. Emírinn sagði að Katar væri að stýra úrræðum til að aðstoða flóttafólk í Líbanon sem verður fyrir árásunum
Meira
Fasteignasali sem Morgunblaðið ræddi við sagði vissa hugarfarsbreytingu að eiga sér stað á fasteignamarkaði á Íslandi. Kaupendur nýrra íbúða væru farnir að venjast því að ekki fylgdi sérmerkt stæði með íbúðum
Meira
Fjöldi fólks lagði leið sína í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem fram fóru góðgerðartónleikar til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur sem lést í kjölfar árásar á Menningarnótt. Allur ágóði af tónleikunum rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru en…
Meira
Tíu ár eru síðan tryggingar gegn netárásum í núverandi formi fóru að þroskast og verða til að sögn Juho Heikkinen, sérfræðings hjá finnska útibúi vátryggingamiðlarans Howden, stærsta sjálfstæða vátryggingamiðlara í heimi
Meira
Ísland skipar sér í hóp Evrópuþjóða þar sem tungumálanám í grunnskólum er hvað algengast. Samkvæmt samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, er hlutfall nemenda á Íslandi í yngri bekkjum grunnskóla (1
Meira
Kjarasamningur náðist í fyrrinótt milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Nær samningurinn til á þriðja þúsund Eflingarfélaga á hjúkrunarheimilum og sambærilegum stofnunum á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði
Meira
Magnús Gunnar Karlsson átti sannkallaðan stórleik í marki Gróttu og varði 21 skot þegar liðið hafði betur gegn ÍBV, 32:30, í 5. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik á Seltjarnarnesi í gær en með sigrinum tyllti Grótta sér á toppinn í deildinni
Meira
Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, segir vanvirðingu stjórnvalda gagnvart heimilislausu fólki og málaflokknum algjöra. „Við erum að tala um algjört úrræðaleysi þar sem stjórnvöld snúa algjörlega blinda auganu að þessu verkefni og gera ekki neitt
Meira
Byrjun uppboðs á Kárhóli í Þingeyjarsveit, sem fram átti að fara hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra í dag, föstudag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma að beiðni gerðarbeiðanda sem er Byggðastofnun
Meira
Lögmenn dótturfyrirtækis Samherja hf. í Namibíu, Esju Holding, finna Jóhannesi Stefánssyni allt til foráttu, fyrrverandi starfsmanni Samherja og uppljóstrara Samherjamálsins svokallaða sem hófst árið 2019
Meira
Sú tillaga í frumvarpi fjármálaráðherra að felld verði úr gildi lög um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs til fiskvinnslufyrirtækja vegna kauptryggingar fiskvinnslufólks þegar um tímabundna vinnslustöðvun er að ræða vegna hráefnisskorts fellur í…
Meira
„Höggið á kerfið varð vegna þess að álverið leysti út og því varð þessi keðjuverkun á veikasta svæðinu sem var byggðalínusvæðið. Virkjanirnar sem eru tengdar við sterkasta kerfið gátu skrúfað niður framleiðsluna hjá sér til að bregðast við…
Meira
„Nú eru menn að leggjast á árarnar til að reyna sitt ýtrasta til að bjarga starfseminni sem var í Skaganum 3X hér á Akranesi. Það er mikilvægt að þessi gjörningur hafi farið fram og fasteignirnar komnar á þessa hönd, sem auðveldar síðan…
Meira
Nú er rúmur mánuður í kosningar vestra. En þessi fullyrðing, svo einföld sem hún hljómar, er þó ekki fullkomlega rétt. Margir kjósendur hafa nú þegar kosið þar mjög víða eftir að mönnum varð það bæði heimilt og auðveldað
Meira
Þáttaröðin Baby Reindeer var ranglega sögð byggð á sannri sögu, samkvæmt úrskurði dómara í Kaliforníu. Það þýðir að Fiona Harvey, konan sem persónan Martha er sögð byggð á, getur hafið málsókn á hendur Netflix, sem framleiddi, vegna ærumeiðinga
Meira
Drottning, svartir kettir, stafróf knattspyrnunnar og þyrlur er meðal þess sem kemur fyrir í haustútgáfunni hjá Bókaútgáfunni Hólum. Ýmsar bækur almenns efnis eru á listanum. Drottningin í Dalnum, eftir Eggert Á
Meira
Snorri Hallgrímsson sendir frá sér stuttskífuna Longer shadows, softer stones í dag, 4. október, og af því tilefni heldur hann útgáfutónleika í Mengi í kvöld kl. 20. Því næst heldur hann í tónleikaferðalag til Evrópu
Meira
Ljóð eru eins og oft áður í forgrunni hjá bókaútgáfunni Dimmu, bæði ljóð íslenskra skálda og þýðingar. Ein bók leynist þó á útgáfulista haustsins sem hefur ekki að geyma ljóð. Það er verkið Glerþræðirnir eftir Magnús Sigurðsson en þar er atvikum og…
Meira
Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir myndlistarkona opnaði á dögunum sína sjöttu einkasýningu, Strengi, í Mjólkurbúðinni – sal Myndlistarfélagsins á Akureyri. Þar sýnir hún þrettán skúlptúrísk verk þar sem hún leitast við að kanna mörkin á milli…
Meira
Listakvárið Hayden Dunham opnar sýninguna Salt nýrrar jarðar í Þulu, Marshallhúsinu, á morgun, laugardaginn 5. október, klukkan 16-18. Hayden hefur miklar tengingar við Ísland og kemur hingað reglulega til þess að vinna að list sinni
Meira
Bókaforlagið Drápa gefur út tvær nýjar skáldsögur fyrir jólin, spurningabók ætlaða fjölskyldunni og sögu Rauða krossins á Íslandi. Skúli Sigurðsson sendir frá sér nýtt verk sem nefnist Slóð sporðdrekansMeira
Von er á nýrri kvikmynd um ævi enska tónlistarmannsins Robbie Williams sem ber heitið Better Man. Af hverju ertu að segja okkur frá því, kæri ljósvaki? Takk fyrir að spyrja, það er vegna þess að af einhverjum illskiljanlegum ástæðum er persóna Williams í myndinni api
Meira
Forlagið Ormstunga gefur út þrjá titla í ár. Hið víðfræga verk Siddharta eftir Hermann Hesse í þýðingu Haralds Ólafssonar er þegar komið út. „Þessi indverska sögn er þrungin búddískum og taóískum þankagangi í rytmískum frásagnarstíl Búdda
Meira
Ísland stendur á krossgötum í menntamálum. Menntun er blessunarlega komin á dagskrá eftir allt of langa kyrrstöðu en á meðan rökrætt er um leiðir til úrbóta er veruleikinn þessi: Nærri þúsund börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík
Meira
Arnar Helgason fæddist í Hafnarfirði 8. júní 1946. Hann lést á Landspítalanum að morgni 24. september 2024. Hann var sonur hjónanna Helga Kristjáns Guðlaugssonar sjómanns, f. 16. ágúst 1908, d. 26. mars 1991, og Ingigerðar Eyjólfsdóttur húsmóður, f
MeiraKaupa minningabók
Eiríkur Rúnar Eiríksson húsasmíðameistari fæddist á Selfossi 9. apríl 1974. Hann lést af slysförum 17. september 2024. Foreldrar Eiríks voru Eiríkur Tómasson bóndi í Miðdalskoti, Laugardal, f. 26. janúar 1921, d
MeiraKaupa minningabók
4. október 2024
| Minningargrein á mbl.is
| 1440 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Elísabet Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 31. október 1941. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. september 2024.Foreldrar hennar voru hjónin Jón V. Guðjónsson, f. 15. nóvember 1922, d. 27. desember 2012, og Gyða Valdimarsdóttir, f. 31.
MeiraKaupa minningabók
Elísabet Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 31. október 1941. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. september 2024. Foreldrar hennar voru hjónin Jón V. Guðjónsson, f. 15. nóvember 1922, d. 27. desember 2012, og Gyða Valdimarsdóttir, f
MeiraKaupa minningabók
Gísli Björgvin Freysteinsson fæddist á Akureyri 2. júní 1949. Hann lést á heimili sínu 19. september 2024. Foreldrar hans voru Freysteinn R. Gíslason, f. 21. júlí 1925, d. 4. ágúst 2009, og Bella Kristín Óladóttir, f
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Smári Guðmundsson fæddist í Reykjavík 24. desember 1950. Hann lést 25. september 2024 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar hans voru Guðmundur H. Eyleifsson, f. 3. mars 1919, d. 19. ágúst 1974 og Katrín Gísladóttir, f
MeiraKaupa minningabók
Inga Aðalheiður Guðbrandsdóttir fæddist í Lækjarskógi í Laxárdal 20. júlí 1929. Hún lést eftir stutta legu í Silfurtúni 17. september 2024. Foreldrar hennar voru Arndís Magnúsdóttir, f. 30. maí 1891, d
MeiraKaupa minningabók
Sigbjörn, alltaf kallaður Jónsi, fæddist í Reykjavík 23. janúar 1949. Hann lést á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut 24. september 2024. Foreldrar Jónsa voru Júlíana Bjarnadóttir, f. 7. febrúar 1920, d
MeiraKaupa minningabók
Sigmundur Þórisson fæddist í Reykjavík 30. mars 1946 og ólst þar upp. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 20. september 2024. Foreldrar hans voru Þuríður Sigmundsdóttir, húsmóðir og skrifstofumaður, og Þórir Högni Bergsteinsson múrarameistari
MeiraKaupa minningabók
Þórunn Maggý Guðmundsdóttir fæddist 19. september 1933 á Ísafirði. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 14. september 2024. Þórunn Maggý var aðeins nokkurra daga gömul þegar hún fór með kjörforeldrum sínum, Ingibjörgu Benediktsdóttur, f
MeiraKaupa minningabók
Frumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra til breytingar á áfengislögum er komið í samráðsgátt. Þar er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu á grundvelli vefverslanaleyfis, en ekki er þó frelsið algjört…
Meira
Oftast stendur ástríða án þess að forsetning fylgi. En þegar þess þykir þurfa er von að spurt sé: Hvaða forsetning? Við stutta leit finnst ástríða til e-s, ástríða á e-u, ástríða fyrir e-u og ástríða gagnvart e-u
Meira
Svanfríður Þóra Gísladóttir er fædd 4. október 1974 á Akranesi og ólst þar upp. „Ég átti mikinn og stóran vinahóp og við höldum enn saman, 20 manns. Við vorum heppin að hitta á einstakan árgang með fullt af skapandi og kraftmiklum einstaklingum
Meira
60 ára Snorri Már ólst upp á Ísafirði en býr í Reykjavík. Hann hlaut í fyrra, fyrstur manna, Íslensku lýðheilsuverðlaunin í flokki einstaklinga. Hann hefur verið óþreytandi við að benda á gagnsemi þess að stunda hvers konar hreyfingu, ekki bara sem…
Meira
Skotíþróttamaðurinn Hákon Þór Svavarsson náði bestum árangri sem Íslendingur hefur náð í leirdúfuskotfimi á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hákon ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin á Blönduósi, skotferilinn og framtíðarmarkmiðin.
Meira
Tvífættur svartbjörn náðist á myndband í Vestur-Virginíu og virðist lifa góðu lífi þrátt fyrir skort á framfótum. Talið er að björninn hafi fæðst án framfóta og því þurft að fóta sig sem tvífætlingur alla tíð
Meira
Aron Einar Gunnarsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í komandi landsleikjum gegn Wales og Tyrklandi. Åge Hareide, þjálfari íslenska liðsins, útilokaði ekki á fjarfundi með fjölmiðlamönnum á miðvikudaginn að Aron yrði kallaður inn í hópinn
Meira
Körfuknattleiksdeild Hauka hefur samið við Belgann Seppe D'Espaller um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili. D'Espaller er 25 ára gamall framherji sem er 198 sentimetrar á hæð. Hann hefur leikið í sameiginlegri úrvalsdeild Belgíu og…
Meira
Knattspyrnumaðurinn Birkir Heimisson er genginn til liðs við Val á nýjan leik eftir að hafa leikið með uppeldisfélagi sínu Þór í 1. deildinni á nýliðnu keppnistímabili. Birkir skrifaði undir fjögurra ára samning á Hlíðarenda en hann gekk til liðs við Þórsara frá Val fyrir síðasta keppnistímabil
Meira
Víkingur úr Reykjavík hóf leik í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu í gær þegar liðið heimsótti Omonoia Nikósía í 1. umferð keppninnar í Nikósíu á Kýpur. Leikurinn var leikur tveggja hálfleikja en Omonoia Nikósía fagnaði sigri, 4:0,…
Meira
Magnús Gunnar Karlsson átti sannkallaðan stórleik í marki Gróttu þegar liðið hafði betur gegn ÍBV, 32:30, í 5. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik á Seltjarnarnesi í gær en með sigrinum tyllti Grótta sér á toppinn í deildinni
Meira
Skotíþróttamaðurinn Hákon Þór Svavarsson hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana 2028 sem fram fara í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þetta tilkynnti hann í Dagmálum en Hákon Þór, sem er 46 ára gamall, tók þátt á sínum fyrstu Ólympíuleikum í París í sumar
Meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari írska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir leiki gegn Finnlandi og Grikklandi í B-deild Þjóðadeildar Evrópu síðar í mánuðinum. Mesta athygli vekur að Matt Doherty, bakvörður Wolves í…
Meira
Elías Rafn Ólafsson hélt marki Midtjylland hreinu þegar liðið heimsótti Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í 2. umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í Belgrad í Serbíu í gær. Leiknum lauk með sigri Midtjylland, 2:0, en danska liðið er með 4 stig í 10
Meira
Nýliðar KR fara afar vel af stað í úrvalsdeild karla í körfuknattleik en liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Tindastól að velli, 94:85, í 1. umferð deildarinnar á Sauðárkróki í gær. Leikurinn var mjög kaflaskiptur
Meira
Bjarki Már Elísson og liðsfélagar hans í ungverska handknattleiksfélaginu Veszprém eru heimsmeistarar félagsliða eftir dramatískan sigur gegn Magdeburg frá Þýskalandi í úrslitaleik keppninnar í Kaíró í Egyptalandi í gær
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.