Greinar mánudaginn 7. október 2024

Fréttir

7. október 2024 | Erlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Auka eftirlit við Eyrarsundsbrú

Ferðalagið yfir Eyrarsundsbrú milli Danmerkur og Svíþjóðar mun nú taka lengri tíma en áður, þar sem danska lögreglan hefur aukið eftirlit við landamærin að Svíþjóð og Þýskalandi. Gerist þetta í framhaldi af því að tvær handsprengjur voru sprengdar í … Meira
7. október 2024 | Fréttaskýringar | 1167 orð | 1 mynd

Áhugi barna á lestri hrynur

Sífellt færri nemendur í 10. bekk segja lestur vera eitt af helstu áhugamálum sínum. Hlutfall þeirra hefur lækkað úr 27% um aldamótin og niður í 20% nú, eða um rúm sjö prósentustig. Um aldamót sögðust 37% nemenda vera mjög ósammála þeirri fullyrðingu að lestur væri tímasóun Meira
7. október 2024 | Fréttaskýringar | 1168 orð | 5 myndir

Ár liðið frá helför Hamas til Ísrael

Sjöundi október 2023 verður lengi í minnum hafður í Ísrael. Þá féllu á einum degi um 1.200 manns, meirihlutinn í blóma lífsins. Það snerti alla þjóðina. Bókstaflega, vegna þess að í þessu litla og tiltölulega fámenna landi þekkja nánast allir einhvern sem féll þar eða eftirlifendur Meira
7. október 2024 | Erlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Blóðugt stríð háð á sjö vígstöðvum

Að minnsta kosti 25 manns létust og 96 særðust í loftárásum Ísraels á sunnanverða Beirútborg í Líbanon í gær, að sögn líbanskra heilbrigðisyfirvalda. Sprengjum hefur rignt yfir Suður-Beirút frá því að Ísraelsmenn hófu umfangsmiklar loftárásir þar síðasta mánudag Meira
7. október 2024 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Breiðablik Íslandsmeistari í 19. skipti eftir jafntefli gegn Val

Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna í nítjánda skipti þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Val í hreinum úrslitaleik í lokaumferð efri hluta Bestu deildarinnar á Hlíðarenda á laugardag Meira
7. október 2024 | Innlendar fréttir | 428 orð | 1 mynd

Böndin berast að snjallsímum grunnskólabarna

Áhugi íslenskra barna á lestri hefur hrunið frá aldamótum. Árið 2000 sögðust 33% nemenda í 10. bekk aðeins lesa þegar þau þyrftu þess. Í dag er hlutfallið 60% og jafnvel meira. Nemendur sem eyða meiri tíma í snjallsímum á skólatíma hafa minni áhuga… Meira
7. október 2024 | Innlendar fréttir | 634 orð | 1 mynd

Einblína á skapgerð en ekki úrslit

„Íþróttir eru kjörinn vettvangur til að þróa og móta skapgerð. Ég held að það sé reyndar markmið hjá öllum félögunum en það er kannski ekkert alltaf efst á baugi.“ Þetta segir Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Bestu deildar-liðs… Meira
7. október 2024 | Fréttaskýringar | 464 orð | 2 myndir

Fylgismunur leikur á hnífsegg vestanhafs

Kosningabaráttan vestanhafs er æsispennandi og miðað við kannanir er nær ómögulegt að vita hvor forsetaframbjóðandinn mun bera sigur úr býtum. RealClearPolitics tekur saman meðaltal kannana og samkvæmt því leiðir Kamala Harris, varaforseti… Meira
7. október 2024 | Innlendar fréttir | 917 orð | 1 mynd

Geðheilsa í lagi er forvörn gegn kulnun

„Stjórnendur í atvinnulífinu gera sér æ betur ljóst hve miklu máli skiptir að hlúa að geðheilsu starfsfólks. Um 60% þeirra sem hafa tekið þátt í viðamiklum könnunum segja starfið og aðstæður á vinnustað vera þá þætti sem ráði mestu um andlega heilsu sína Meira
7. október 2024 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Hvítar rósir og friðarkerti minna á hætturnar í umferðinni

Rósir og friðarkerti voru lögð á gatnamót Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar í Reykjavík, þar sem ung kona lést í síðasta mánuði er ekið var á hana. Rósin og kertin minna vegfarendur á hætturnar sem leynast í umferðinni Meira
7. október 2024 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Kallar á samtal milli formanna

Ályktun félagsmanna Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á landsfundi flokksins um helgina kallar á samtal milli formanna stjórnarflokkanna. Þetta segir Halla Signý Kristjánsdóttir, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins Meira
7. október 2024 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Kvöldstund um Sex í Bíó Paradís

Boðið verður upp á spurt og svarað með norska leikstjóranum Dag Johan Haugerud í Bíó Paradís annað kvöld, þriðjudagskvöldið 8. október, kl. 19.30 að lokinni sýningu myndar hans, Sex. Haugerud er heiðursgestur Norrænnar kvikmyndaveislu 2024 sem haldin verður í Bíó Paradís dagana 9.-14 Meira
7. október 2024 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Leggur fram vantrauststillögu

Á næsta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar, sem haldinn verður á morgun, verður lögð fram tillaga um vantraust á Þorgeir Pálsson, oddvita Strandabyggðar. Matthías Sævar Lýðsson á A-lista Almennra borgara leggur tillöguna fram, en Þorgeir er oddviti T-lista Strandabandalagsins Meira
7. október 2024 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Meðbyrinn laðar að sér gott fólk

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, mun aftur sækjast eftir leiðtogasæti fyrir næstu þingkosningar. Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og forsetaframbjóðandi, hyggst einnig sækjast eftir leiðtogasæti í Reykjavík Meira
7. október 2024 | Erlendar fréttir | 500 orð | 2 myndir

Mikill áhugi á málverki eftir Freud

Áhugamenn um myndlist munu fylgjast grannt með uppboði hjá Christie's í Lundúnum á miðvikudag þegar málverk af nakinni konu eftir breska listmálarann Lucian Freud verður boðið upp í fyrsta skipti Meira
7. október 2024 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Mikil verðbólga kom á óvart

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar neitar því að rekstur Reykjavíkurborgar hafi verið verri en það sem kynnt var fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark á dögunum að rekstur… Meira
7. október 2024 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Njáluslóðir leita nýrra bænda

Bæði Bergþórshvoll í Vestur-Landeyjum og Hlíðarendi í Fljótshlíð eru til sölu, en þessar sögufrægu jarðir eru Íslendingum hvað þekktastar fyrir að vera heimili sagnahetjanna í Brennu-Njáls sögu. „Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei… Meira
7. október 2024 | Innlendar fréttir | 512 orð

Nýárinu lauk með skelfingu 7. október

Hinn 7. október 2023 áttu Ísraelsmenn sér ekki ills von – eða ekki verra en vant er – og héldu upp á Rosh Hashanah, nýja árið samkvæmt tímatali gyðinga. Í morgunsárið brast hins vegar á með mikilli eldflaugaárás frá Gasa, sjálfstjórnarsvæði Palestínu á valdi Hamas Meira
7. október 2024 | Innlendar fréttir | 141 orð

Ráðherra haldi „kjarnagögnum“ leyndum

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra neita að afhenda bréf sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra sendi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í tíð sinni sem utanríkisráðherra þar sem bókun 35 var mótmælt Meira
7. október 2024 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Stjórnarsamstarfið nálgast leiðarlok

Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs samþykktu á landsfundi í gær ályktun um að ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk væri að nálgast leiðarlok og að æskilegt væri að boða til kosninga með vorinu Meira
7. október 2024 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Svandís muni pína sjálfstæðismenn

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það ekki þjóðinni í hag að ríkisstjórnin hangi saman fram að vori þegar fyrir liggi að ríkisstjórnarsamstarfinu sé bæði formlega og efnislega lokið Meira
7. október 2024 | Innlendar fréttir | 481 orð | 2 myndir

Svínið Stefanía sýnir átakinu stuðning

Svínið sem stendur í Hafnarstrætinu í Reykjavík og virðir mannlífið fyrir sér lætur ekki sitt eftir liggja í að minna á bleikan október, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Svínið er nú í bleikri klápu í tilefni af átakinu Meira
7. október 2024 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Ungmenni þurfa átta til tíu tíma svefn

Dr. Erla Björnsdóttir, eigandi svefnmeðferðarfyrirtækisins Betri svefns, hefur rannsakað svefnvenjur barna og fullorðinna um margra ára skeið. Árið 2022 stóð Erla að stórri rannsókn í samstarfi við Reykjavíkurborg þar sem svefn íslenskra ungmenna var mældur Meira

Ritstjórnargreinar

7. október 2024 | Leiðarar | 721 orð

Ár frá óðdæðinu

Ísrael hefur snúið taflinu við gagnvart óvinunum en hvar eru vinirnir? Meira
7. október 2024 | Staksteinar | 191 orð | 1 mynd

Lítið fylgi við vonda hugmynd

Eins og þekkt er og sést glöggt á nýrri flugvallarskýrslu er hægt að fá nefndir og starfshópa sérfræðinga til að komast að hvaða niðurstöðu sem er. Annað dæmi um risavaxna hugmynd en óhagkvæma sem reynt er að þrýsta í gegnum ákvarðanatöku með ótrúlega miklum árangri er borgarlínan Meira

Menning

7. október 2024 | Leiklist | 967 orð | 2 myndir

Allt eins og blómstrið eina

Borgarleikhúsið Sýslumaður dauðans ★★★·· Eftir Birni Jón Sigurðsson. Leikstjórn: Stefán Jónsson. Leikmynd og búningar: Mirek Kaczmarek. Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason. Lýsing: Mirek Kaczmarek og Jóhann Friðrik Ágústsson. Leikgervi: Elín S. Gísladóttir. Myndbandshönnun: Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson. Lokalag: Ásgeir Trausti. Leikarar: Birna Pétursdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Hákon Jóhannesson, Pálmi Gestsson og Sólveig Arnarsdóttir. Frumsýning á Nýja sviði Borgarleikhússins laugardaginn 21. september 2024. Meira
7. október 2024 | Menningarlíf | 1436 orð | 2 myndir

Almannarými og nútímavæðing

Lýðræðisríki og þau sem eru að þróast í átt til lýðræðis byggja jafnan á einhvers konar grundvallarlögum eða -hefðum sem oft eru bundin í stjórnarskrá. Þar eru helstu réttindi og skyldur þegnanna skilgreind, sem og valdsvið og skyldur ríkisvaldsins gagnvart þegnunum Meira
7. október 2024 | Fjölmiðlar | 185 orð | 1 mynd

Alveg ljómandi skemmtilegur

David Mitchell er alveg örugglega í hópi bestu gamanleikara Breta. Margir hafa séð hann í framhaldsþáttunum Peep Show og spurningakeppninni skemmtilegu Would I Lie to You? Svo lék hann sjálfan Shakespeare í afar vel heppnaðri gamanþáttaseríu, Upstart Crow Meira

Umræðan

7. október 2024 | Aðsent efni | 778 orð | 1 mynd

Árásin á Ísrael

Hinn 7. október 2023 markar upphaf þess hræðilega stríðs sem enn geisar milli Ísraels og Hamas. Meira
7. október 2024 | Pistlar | 387 orð | 1 mynd

Bókun 35 – upplýsingum haldið frá þingmönnum

Helsta og að því er virðist eina áhersluatriði Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, á þessu lokaþingi kjörtímabilsins virðist vera að koma bókun 35 í gegn Meira
7. október 2024 | Aðsent efni | 506 orð | 2 myndir

Færsla flugbrauta Reykjavíkurflugvallar

Hér er bent á ódýran flugvallarkost þar sem hægt er að halda áfram að byggja í Vatnsmýrinni og flugvöllurinn verður næstu árin í Reykjavík. Meira
7. október 2024 | Aðsent efni | 578 orð | 1 mynd

Hollur er sá sem hlífir

Undrunarefni er að þurfa nú enn á ný að fjalla um málefni sem töldust fyrir löngu afgreidd með samningum, samfélagssáttmálum og jafnvel lagabókstaf. Meira
7. október 2024 | Aðsent efni | 272 orð | 1 mynd

Hugljúf samskipti

Bænasvör þekkja trúaðir mætavel. Meira
7. október 2024 | Aðsent efni | 171 orð | 1 mynd

Hver vill ekki á þing?

Það er eins víst og sólin rís að það verður kosið fyrr eða síðar. Margur hugsar sitt og heyrst hefur um risastökk í nýskráningum hjá flokkum sem skora hæst þessa dagana. Þetta sýnir að fólk er ekki mjög flokkspólitískt en er tilbúið að kjósa þá sem… Meira
7. október 2024 | Aðsent efni | 380 orð | 1 mynd

Jafnlaunavottun átti aldrei að vera skylda

Lögfesting staðalsins hefur ekki náð þeim markmiðum sem að var stefnt, þ.e. hann hefur haft lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna. Meira
7. október 2024 | Aðsent efni | 769 orð | 1 mynd

Jerúsalem 7. október 2023

Við sem þarna vorum 7. október 2023 erum þakklát íslenskum stjórnvöldum og Icelandair fyrir að bregðast hratt og vel við og koma okkur heim. Meira
7. október 2024 | Aðsent efni | 753 orð | 1 mynd

Leysum húsnæðisvandann

Til að lífeyrissjóðirnir komi inn á húsnæðismarkaðinn með svo markvissum hætti þarf löggjafinn að fela þeim það í löggjöf og traustu regluverki. Meira
7. október 2024 | Aðsent efni | 631 orð | 1 mynd

Sækjum um aðild að Evrópusambandinu

Við erum tengd Evrópusambandinu gegnum EES-samninginn en við eigum engan fulltrúa sem gætir hagsmuna okkar. Meira
7. október 2024 | Aðsent efni | 795 orð | 1 mynd

Vextir niðurlægja

„Hafa ekki fé, og ágirnd í eigur, afvegaleitt manninn og byrgt honum sýn, hafa nútímamenn ekki gert sér skurðgoð úr peningum og völdum?” Meira
7. október 2024 | Aðsent efni | 555 orð | 1 mynd

Þetta er allt að koma …

Ríkisstjórnin heldur áfram að hella olíu á eldinn með óábyrgri fjárlagagerð á meðan Seðlabankinn sér um að valda gjaldþroti heimila landsins. Meira

Minningargreinar

7. október 2024 | Minningargreinar | 397 orð | 1 mynd

Ásgeir Björgvinsson

Ásgeir Björgvinsson fæddist 29. október 1927. Hann lést 11. september 2024. Útför Ásgeirs var gerð 24. september 2024. Meira  Kaupa minningabók
7. október 2024 | Minningargreinar | 2472 orð | 1 mynd

Björn Stefán Þórarinsson

Björn Stefán Þórarinsson fæddist í Reykjavík 7. september 1943. Hann lést í Hveragerði 16. september 2024. Foreldrar Björns voru hjónin Ingibjörg Björnsdóttir húsfreyja og bóndi, f. 1914, d. 1977, og Þórarinn Sigmundsson mjólkurfræðingur, f Meira  Kaupa minningabók
7. október 2024 | Minningargreinar | 1356 orð | 1 mynd

Jón Andrésson

Jón Andrésson húsasmíðameistari fæddist í Fagradal 22. ágúst 1939. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð, Vopnafirði 29. september 2024. Foreldrar hans voru Andrés Sveinsson, f. 10. október 1895, d Meira  Kaupa minningabók
7. október 2024 | Minningargreinar | 872 orð | 1 mynd

Ragnar Gunnarsson

Ragnar Gunnarsson fæddist í Reykjavík 8. desember 1933. Hann lést 1. október 2024 á Dvalarheimilinu Höfða Akranesi. Foreldrar Ragnars voru Gunnar Vilhjálmsson, f. 14. júní 1905, d. 15. júlí 1974, og Guðlaug Guðrún Guðlaugsdóttir húsmóðir, f Meira  Kaupa minningabók
7. október 2024 | Minningargreinar | 1028 orð | 1 mynd

Tryggvi Kristjánsson

Tryggvi Kristjánsson fæddist í Svartárkoti í Bárðardal þann 28. september 1936. Hann lést á Landspítalanum þann 17. september 2024. Foreldrar hans voru Kristján Guðnason, bóndi frá Eyjadalsá (f. 30. júlí 1891, d Meira  Kaupa minningabók
7. október 2024 | Minningargreinar | 416 orð | 1 mynd

Þóra Kristjánsdóttir

Þóra Kristjánsdóttir fæddist 23. janúar 1939. Hún lést 22. september 2024. Útför hennar fór fram 30. september 2024. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. október 2024 | Viðskiptafréttir | 236 orð | 1 mynd

Blume vill að tollar hvetji til fjárfestingar

Oliver Blume, forstjóri Volkswagen, vill að ESB geri breytingar á nýjum tollum á kínverska rafmagnsbíla svo að tekið verði tillit til fjárfestinga kínverskra bílaframleiðenda í Evrópu. Í viðtali við Bild am Sonntag sagði Blume að í stað þess að… Meira
7. október 2024 | Viðskiptafréttir | 971 orð | 3 myndir

Dæmi um 20-30% færri bókanir

Ekki er enn komið í óefni en vissara er að huga að því fyrr en seinna hvernig koma má í veg fyrir að of mikið álag valdi vandræðum á fjölsóttum ferðamannastöðum. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sem… Meira

Fastir þættir

7. október 2024 | Í dag | 312 orð

Af hringhendu og Hrútfelli

Gaman var að rekast á samtal við Inga Heiðmar Jónsson í Húnahorninu, þar sem hann ræðir um Húnaflóa – kvæða- og vísnavef sem nú er hýstur á óðfræðivefnum Braga. Þar má finna kvæði og lausavísur úr Húnavatnssýslu og af Ströndum eftir hundruð hagyrðinga Meira
7. október 2024 | Dagbók | 96 orð | 1 mynd

Komin með nóg af nágrönnunum

Vandræðaleg hljóð í nágrönnunum voru til umræðu í Ísland vaknar á föstudag. Kvenhlustandi hringdi inn og lýsti raunum sínum fyrir þáttastjórnendum en hún heyrði reglulega í kynlífslátum nágranna sinna Meira
7. október 2024 | Dagbók | 20 orð | 1 mynd

Langar að hjálpa konum að sofa betur

Dr. Erla Björnsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Betri svefns og hönnuður forritsins SheSleep, er gestur Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur í Dagmálum dagsins. Meira
7. október 2024 | Í dag | 56 orð

Maður nokkur breskur kemur að bíl konu sinnar og finnur hana í…

Maður nokkur breskur kemur að bíl konu sinnar og finnur hana í óviðurkvæmilegum samskiptum við fyrri mann hennar. Ráðgjafi ræður honum heilt: að setja konunni etjukosti Meira
7. október 2024 | Í dag | 296 orð | 1 mynd

Raquelita Rós Aguilar

40 ára Raquelita ólst upp á Suðureyri við Súgandafjörð frá eins árs aldri þangað til hún flutti til Hafnarfjarðar 13 ára gömul. Hún sótti mikið vestur á sumrin eftir að hún flutti þaðan og vann nokkur sumur í fiskvinnslu, beitningu og rækju, bæði á Suðureyri og í Bolungarvík Meira
7. október 2024 | Í dag | 158 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 e5 2. g3 c6 3. d4 e4 4. a3 d5 5. Rc3 Be7 6. Bg2 Rf6 7. f3 exf3 8. Rxf3 dxc4 9. 0-0 0-0 10. e4 b5 11. Kh1 Ra6 12. Dc2 Rc7 13. Bf4 Bb7 14. Had1 Dc8 15. Rh4 Re6 16. Rf5 Dd7 17. Be3 Hfc8 18. d5 cxd5 19 Meira
7. október 2024 | Í dag | 177 orð

Útspilsreglur. S-Allir

Norður ♠ Á5 ♥ D ♦ 8742 ♣ DG10873 Vestur ♠ KD10 ♥ ÁG1095 ♦ G93 ♣ K4 Austur ♠ 9832 ♥ 6432 ♦ D105 ♣ 96 Suður ♠ G764 ♥ K87 ♦ ÁK6 ♣ Á52 Suður spilar 3G Meira
7. október 2024 | Í dag | 870 orð | 2 myndir

Viðburðaríkur og gefandi ferill

Anna Júlíana Sveinsdóttir fæddist 7. október 1949 í Reykjavík. Hún bjó fyrstu tuttugu árin í Kópavogi, fyrst á Borgarholtsbrautinni og síðan í Víðihvamminum. „Þar ólst ég upp og stundaði barna- og grunnskólanám Meira

Íþróttir

7. október 2024 | Íþróttir | 256 orð | 1 mynd

Blikar Íslandsmeistarar

Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu árið 2024 eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Val í hreinum úrslitaleik í lokaumferð efri hluta Bestu deildarinnar á Hlíðarenda á laugardag Meira
7. október 2024 | Íþróttir | 546 orð | 4 myndir

ÍBV gerði góða ferð í Garðabæinn og lagði Stjörnuna að velli, 25:22, í…

ÍBV gerði góða ferð í Garðabæinn og lagði Stjörnuna að velli, 25:22, í fjórðu umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik á laugardag. ÍBV er nú með fimm stig í fjórða sæti en Stjarnan er með tvö stig í sjötta sæti Meira
7. október 2024 | Íþróttir | 132 orð

Liverpool heldur toppsætinu

Þrjú efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla héldu sínu striki með sigrum um helgina. Liverpool er áfram á toppnum eftir 1:0-sigur á Crystal Palace í Lundúnum í hádeginu á laugardag. Diogo Jota skoraði sigurmarkið snemma leiks Meira
7. október 2024 | Íþróttir | 452 orð | 3 myndir

Toppliðin misstigu sig

Víkingur úr Reykjavík er áfram á toppi Bestu deildarinnar í knattspyrnu karla á markatölu eftir að hafa gert jafntefli við Stjörnuna, 2:2, í 25. umferð deildarinnar á Víkingsvelli í gærkvöldi. Stjarnan komst tvisvar í forystu í síðari hálfleik,… Meira
7. október 2024 | Íþróttir | 133 orð

Valur og Haukar auðveldlega áfram

Valur og Haukar komust auðveldlega áfram í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handknattleik með tveimur öruggum sigrum í 1. umferð um helgina. Dregið verður í 2. umferð þriðjudaginn 15. október. Valur mætti Zalgiris Kaunas í tveimur leikjum í Litháen… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.