Greinar fimmtudaginn 24. október 2024

Fréttir

24. október 2024 | Innlendar fréttir | 217 orð

24 milljarða hækkun

Útgjöld ríkissjóðs á yfirstandandi ári aukast um 24,5 milljarða kr. samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Framlög af ýmsum toga hækka um 9,9 milljarða en þyngst vega aukin vaxtagjöld… Meira
24. október 2024 | Fréttaskýringar | 887 orð | 3 myndir

Algjört öskubuskuævintýri

2019 „… maðurinn er stjarna og þeir sem kunna ekki að meta hann verða bara að una því.“ Helgi Snær Sigurðsson blaðamaður um Ed Sheeran. Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Allt getur gerst á Geysissvæðinu

„Þetta er lifandi svæði þar sem allt getur greinilega gerst,“ segir Dagur Jónsson landvörður í Haukadal í Biskupstungum. Mikil virkni er nú á hverasvæðinu þar og jörðin kraumar. Hverir sem hafa verið aðgerðalitlir í áraraðir eru nú lifandi sem aldrei fyrr Meira
24. október 2024 | Erlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

„Tímamót“ í vörnum Evrópu

Varnarmálaráðherrar Bretlands og Þýskalands, þeir John Healey og Boris Pistorius, undirrituðu í gær nýtt samkomulag ríkjanna í varnarmálum, sem þeir sögðu marka „tímamót“ í hernaðarsamstarfi Breta og Þjóðverja Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 412 orð | 1 mynd

„Við erum orðin langþreytt á þessu dapra ástandi“

„Við höfum verið að berjast fyrir því í mörg ár að það verði gerðar almennilegar götur hérna í hesthúsahverfinu,“ segir Elfa Ágústsdóttir dýralæknir á Akureyri, en Dýraspítalinn Lögmannshlíð sem hún byggði árið 1994 stendur við Safírstæti 1 í hesthúsahverfinu í Lögmannshlíð Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Bleikur réð ríkjum í gær

Bleikur var allsráðandi á vinnustöðum landsins í gær þegar Bleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur. Voru landsmenn hvattir til að sýna konum sem greinst hafa með krabbamein stuðning og samstöðu með því að klæðast bleiku, skreyta vinnustaðinn með bleiku eða borða jafnvel bleikan mat Meira
24. október 2024 | Erlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Blinken hvetur áfram til vopnahlés

Átök Ísraelshers og hryðjuverkasamtakanna Hisbollah í Líbanon héldu áfram í gær og gerði herinn m.a. loftárásir á hina fornu hafnarborg Týros í suðurhluta landsins eftir að hafa sagt íbúum nokkurra hverfa borgarinnar að yfirgefa heimili sín Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Draumur að rætast hjá Sveini

Handknattleiksmaðurinn Sveinn Jóhannsson gekk í raðir norska stórliðsins Kolstad frá Minden í Þýskalandi fyrir tímabilið. Kolstad er besta lið Noregs um þessar mundir og spilar við bestu lið heims í Meistaradeild Evrópu Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Ekki gefst tími til að komast inn á kjörskrá

Íslendingar sem dottið hafa út af kjörskrá hafa ekki kosningarétt í komandi alþingiskosningum. Samkvæmt kosningalögum skal 1. desember gilda þegar fólk lætur færa sig inn á kjörskrá eftir að hafa dottið þaðan út en nú ber svo við að alþingiskosningar verða 30 Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Bandarískur skordýrafræðingur hefur í vísindagrein lýst tegund af algengu amerísku fiðrildi sem ekki hafi verið greind sérstaklega áður. Hefur hann gefið fiðrildinu nafnið Pterourus bjorkae til heiðurs Björk Guðmundsdóttur Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 477 orð | 1 mynd

Fiktið varð að fagi hjá Alexíu Líf

Eitt er að vera húsasmiður og annað að vera rafvirki en það truflar ekki Alexíu Líf Davíðsdóttur, sem stefnir á að vera tvöfaldur meistari. „Það er mikil hagræðing í því að hafa réttindi í báðum greinum og það sparar mikinn tíma,“ segir þessi tvítuga Grafarvogsmær Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Fjölskylduhjálpin afhendir 800 matargjafir í hverri viku

Ævinlega er mikið að gera hjá Fjölskylduhjálp Íslands og raðirnar langar fyrir utan húsið. Flóttamenn án atvinnuréttinda starfa sem sjálfboðaliðar á staðnum og aðstoða við matargjafirnar. Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálparinnar… Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 311 orð | 1 mynd

Flytja sand til Eyja í stórum stíl

„Við eigum nóg af sandi, það er ekki það, en sá sandur hentar ekki almennilega fyrir steypu. Það er vandamálið.“ Þetta segir Garðar Eyjólfsson, gæðastjóri hjá Steypey í Vestmannaeyjum, sem hefur brugðið á það ráð að flytja inn sand ofan… Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Frumvarp um stuðningslán

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að ríkissjóður ábyrgist 90% stuðningslána sem fjármálastofnanir veiti rekstraraðilum sem stundað hafa atvinnustarfsemi í Grindavíkurbæ á tilteknu tímabili … Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 419 orð | 1 mynd

Gjöld standa ekki undir kostnaði

Sú breyting hefur verið gerð á frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld, gjarnan kallað bandormur, að ríkissjóði verður heimilað að mæta mögulegum umframkostnaði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá standi veggjöld ekki undir verkefninu Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 407 orð

Golfkúlur og ilmvötn leyfð en pylsur ekki

Óskar Magnússon, stjórnarformaður Eimskips, rithöfundur og bóndi, vakti nokkra lukku á samfélagsmiðlum á dögunum þegar hann lék á kerfið í pylsuviðskiptum sínum á Keflavíkurflugvelli. Aðeins brottfararfarþegar mega kaupa sér veitingar á… Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 400 orð | 1 mynd

Hlutdeildarlán sprungin

Mikil umframeftirspurn er eftir hlutdeildarlánum en opnað var fyrir umsóknir um þau á nýjan leik 4. október sl. og hægt var að sækja um lánin til og með 21. október. Alls var sótt um lán að fjárhæð 1.870 milljónir króna, en aðeins eru 800 milljónir til skiptanna á því tímabili sem um er að ræða Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 293 orð | 2 myndir

Hugsanlega Íslandsmet

Framhaldsmyndin um Jókerinn, Joker: Folie à Deux, var síðustu helgi sýnd í ríflega 11.200 kvikmyndahúsum í Kína, að því er fram kom í frétt Variety Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Jólabjórinn aldrei komið jafn snemma

Sala á jólabjór hefst í Vínbúðunum á fimmtudaginn í næstu viku, 31. október. Salan hefur aldrei hafist jafn snemma og nú. Lengi var miðað við að salan hæfist í kringum 15. nóvember en á tímum kórónuveirunnar var salan færð fram um tvær vikur til að létta landanum lund Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 376 orð | 3 myndir

Konungshver kraumar og vatnið bullar í Blesa

Jörð á hverasvæðinu í Haukadal í Biskupstungum iðar nú af krafti og síðan á laugardag hefur verið meiri virkni þar en sést hefur í áraraðir. Blesi og Konungshver eru nú með öðrum svip en var og fleiri breytingar virðast nú eiga sér stað Meira
24. október 2024 | Erlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Krónprinsessan í veikindaleyfi

Norska konungshöllin tilkynnti í gær að Mette-Marit krónprinsessa Noregs væri komin í vikulangt veikindaleyfi á meðan hún gengst undir lyfjameðferð vegna krónísks lungnasjúkdóms sem hún þjáist af. Er ástæðan sögð vera aukaverkanir af lyfjunum sem hún tekur Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Kyrja með tónleika í Fríkirkjunni

Sönghópurinn Kyrja verður með tónleika í Fríkirkjunni laugardaginn 26. október. Í Kyrju eru ellefu karlsöngvarar og áhersla er lögð á að sýna hið kunnuglega og klassíska í nýju ljósi. Gamansöm lög verða myrk, rafpopp verður að gregorískum sálmi og landslag breytist í tónlist Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Laxveiðin mun betri en í fyrra

Heildarstangveiði á villtum löxum var um 35.000 fiskar sl. sumar sem er 36% meiri veiði en sumarið 2023. Þetta er bráðabirgðamat Hafrannsóknastofnunar eftir yfirferð á þeim veiðibókum úr laxveiðiánum sem borist hafa, eftir að búið er að draga frá þá þá laxa sem veiðst hafa oftar en einu sinni, þ.e Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Leggja á gervigras á tvo fornfræga velli

„Við verðum að horfast í augu við það að við erum dragast aftur úr og verðum að bregðast við. Ég held að þetta sé frábært skref fyrir félagið,“ segir Ellert Scheving Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV. Vestmannaeyjabær hefur óskað eftir tilboðum í… Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Lét mótframboð sitjandi þingmanna ekki trufla sig

Ingveldur Anna Sigurðardóttir vermir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa skákað tveimur sitjandi þingmönnum á kjördæmisráðsfundi síðasta sunnudag. Hún segir að hún hafi ekki endilega búist við þeirri niðurstöðu en segir Ásmund Friðriksson og Birgi Þórarinsson skilja eftir sig gott bú Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 1284 orð | 4 myndir

Lærði norska málfræði á hálftíma

„Ég er fæddur í Reykjavík, foreldrar mínir voru Gunnar J. Friðriksson, forstjóri sápugerðarinnar Friggjar sem afi minn stofnaði, og mamma var Elín Kaaber,“ segir Haukur Jón Gunnarsson, leikstjóri og fyrrverandi leikhússtjóri í… Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 542 orð | 3 myndir

Miðbær verði með iðandi mannlífi

„Hér í Þorlákshöfn hefur fjölgað mikið á síðustu árum og með þeirri hröðu þróun hefur skapast svigrúm til þess að breyta þorpi í bæ. Nýir íbúar hér eru gjarnan ungt fólk sem kallar eftir fjölbreytni í þjónustu og vill stað með iðandi mannlífi Meira
24. október 2024 | Erlendar fréttir | 754 orð | 1 mynd

Norður-Kóreumenn æfa í Rússlandi

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hefðu gögn undir höndum sem bentu til þess að Norður-Kóreumenn hefðu sent hermenn til Rússlands, en að ekki væri vitað hver tilgangurinn væri með veru þeirra þar Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 1055 orð | 6 myndir

Ógurlegar hrekkjavökukræsingar

Mæðgurnar búa á Seltjarnarnesi og eru báðar áhugamanneskjur um bakstur og matargerð. Þótt Andrea sé einungis tólf ára er hún farin að baka sjálf og elskar fátt meira en að fá að taka þátt í eldhússtörfunum með móður sinni Meira
24. október 2024 | Erlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Ráðist á höfuðstöðvar TAI

Fjórir létust og fjórtán til viðbótar særðust í gær þegar ráðist var á höfuðstöðvar tyrkneska flugvélaframleiðandans Turkish Aerospace Industries, TAI, sem eru í einu af úthverfum höfuðborgarinnar Ankara Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Ríkið styðji við Norðurland vestra

Skorað er á ríkisstjórn að horfa til Norðurlands vestra og taka höndum saman með sveitarfélögum á svæðinu um framtíðaruppbyggingu svæðisins alls. Þetta segir í ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem haldið var í síðustu viku Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 564 orð | 4 myndir

Salan hefur verið umfram væntingar

Nýtt sláturhús á Refsstað í Vopnafirði hefur fengið góðar viðtökur í haust og sala á afurðum þess hefur farið fram úr væntingum. Skúli Þórðarson, bóndi og fyrrverandi sláturhússtjóri Sláturfélags Vopnfirðinga, kveðst horfa bjartsýnn fram á veginn Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 607 orð | 2 myndir

Starfað í þágu fátæks fólks í 29 ár

Fjölskylduhjálp Íslands afhendir 800 fjölskyldum matargjafir í hverri viku og eru sjálfboðaliðarnir flestir flóttamenn án atvinnuréttinda. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins komu við í Fjölskylduhjálpinni í Iðufelli í vikunni og þá, eins og oft, var löng biðröð fyrir framan húsið Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Stærsta verkefnið í Íslandssögunni er fram undan

Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs hjá Nýjum Landspítala ohf., segir fyrirhugaðan innanhússfrágang við nýjan Landspítala munu verða stærsta verkefnið af því tagi á Íslandi. „Þótt það beri mikið á uppsteypunni er hún ekki sérlega mannaflafrek Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 1471 orð | 8 myndir

Stærsta verkefni Íslandssögunnar

Uppsetning útveggja á nýjum meðferðarkjarna Landspítalans er langt komin og er áformað að ljúka verkinu í febrúar. Meðferðarkjarninn skiptist í fimm turna eða stangir sem tengdir eru saman með millibyggingum Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 261 orð | 5 myndir

Sungið og spilað heima á Skaganum

Akranes ómar á laugardagskvöldið, 26. október, þegar þar er haldin tónlistarhátíðin Heima-Skagi, jafnhliða Vökudögum sem er menningarhátíð Akurnesinga. Sú hátíð er frá deginum í dag fram til 3. nóvember og er dagskrá hennar fjölbreytt Meira
24. október 2024 | Fréttaskýringar | 655 orð | 1 mynd

Vaxtagjöldin aukast um 14,6 milljarða kr.

Útgjöld ríkissjóðs aukast um rúma 24,5 milljarða króna á þessu ári samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra til fjáraukalaga ársins sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Þar vega þyngst auknar fjárheimildir sem sótt er um vegna endurmats á vaxtagjöldum ársins, sem nema alls 14,6 milljörðum króna Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 385 orð | 1 mynd

Vegir á Vesturlandi beinlínis hættulegir

Ástandi vega á Vesturlandi hefur hrakað mikið undanfarin ár, á sama tíma og umferð um landshlutann hefur aukist mjög mikið. Umferð ferðafólks eykst stöðugt, í takt við aukinn fjölda gesta sem koma til landsins, og fiskflutningar eru einnig að aukast … Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 168 orð

Verkfallsboðun kennara lögmæt

Fé­lags­dóm­ur hefur úrskurðað að verk­falls­boðun kenn­ara sé lög­mæt. Úrsk­urður­inn var kveðinn upp í Lands­rétti í gær. Samband íslenskra sveitarfélaga, SÍS, stefndi Kennarasambandi Íslands, KÍ, fyr­ir Fé­lags­dóm vegna boðunar verk­fallsaðgerða í tíu ­skól­um 29 Meira
24. október 2024 | Erlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Watson áfram í gæsluvarðhaldi

Héraðsdómur í Nuuk á Grænlandi féllst í gær á kröfu grænlensku lögreglunnar um að aðgerðasinninn Paul Watson sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 13. nóvember. Watson hefur setið í varðhaldi í Nuuk frá því í júlí eða í 100 daga Meira
24. október 2024 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Þakkar samfylgdina í Vesturbyggð

Séra Kristján Arason sinnir um þessar mundir sínum síðustu embættisverkum á sunnanverðum Vestfjörðum. Á sunnudaginn kemur messar hann í síðasta skipti á svæðinu, í bili að minnsta kosti, þegar messað verður á Bíldudal í Arnarfirði Meira

Ritstjórnargreinar

24. október 2024 | Staksteinar | 176 orð | 2 myndir

Að fela vandann eða leysa hann

Ekki er langt síðan Einar Þorsteinsson borgarstjóri greindi frá því að komið hefði á sig þegar hann komst að því hve slæm skuldastaða Reykjavíkurborgar væri rétt eftir síðustu kosningar. Þetta áfall hefur ekki orðið til þess að mikið hafi breyst til batnaðar í fjármálum höfuðborgar landsins Meira
24. október 2024 | Leiðarar | 719 orð

Kosningabaráttan hafin

Fagna ber tillögu Áslaugar Örnu um móttökuskóla fyrir erlend börn Meira

Menning

24. október 2024 | Fólk í fréttum | 114 orð | 7 myndir

170 milljóna hönnunarraðhús í Fossvogi

Við Hulduland í Fossvogi er að finna einstakt raðhús sem státar af góðu skipulagi og heillandi innréttingum. Húsið var reist 1968 og er 204 fm að stærð. Það hefur verið endurnýjað mikið. Í eldhúsinu, sem snýr í norður, er að finna hvítar sprautulakkaðar innréttingar í bland við eikarinnréttingar Meira
24. október 2024 | Menningarlíf | 1466 orð | 2 myndir

„Sterkur strengur á milli okkar“

„Þegar þú gefur út glænýja plötu er dásamlegt að vita að hún fari vel af stað og henni sé vel tekið. Um leið og við spiluðum hana fyrir plötufyrirtækið fundum við fyrir eftirvæntingunni og hvað þeir voru spenntir fyrir henni Meira
24. október 2024 | Bókmenntir | 596 orð | 6 myndir

Af landflótta tónlistarmönnum

Fræðibók Tónar útlaganna: Þrír landflótta tónlistarmenn sem mótuðu íslenskt menningarlíf ★★★★★ Eftir Árna Heimi Ingólfsson. Hið íslenska bókmenntafélag, 2024. Innb. 360 bls., myndir, nafnaskrá. Meira
24. október 2024 | Menningarlíf | 960 orð | 1 mynd

Ekkert stoppar Gaflaraleikhúsið

„Við látum það ekki stoppa okkur þótt Gaflaraleikhúsið hafi misst heimili sitt í fyrra í Víkingastræti í Hafnarfirði. Við settum upp tvö verk í Bæjarbíói í fyrra og eitt í Borgarleikhúsinu og við ætlum að frumsýna nýtt íslenskt gamanleikrit á… Meira
24. október 2024 | Fjölmiðlar | 203 orð | 1 mynd

Ég veld vonbrigðum dag eftir dag

Jólabókaflóðið er svo sannarlega farið af stað, í það minnsta á menningardeild blaðsins þar sem ég starfa. Við bókmenntagagnrýnendurnir keppumst nú við að komast yfir sem flestar af þeim bókum sem streyma inn á ritstjórnina Meira
24. október 2024 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Helgi heldur upp á 40 ára ferilsafmæli

Helgi Björnsson fagnar því á þessu ári að hafa verið hluti af íslensku tónlistarlífi í 40 ár. Af því tilefni mun hann halda tónleika í Hofi á Akureyri á morgun, 25. október, og verður þeim fylgt eftir með tónleikum í Eldborg í Hörpu helgina 22.-23 Meira
24. október 2024 | Fólk í fréttum | 816 orð | 4 myndir

Hrekkjavakan betri en öskudagur?

Hrekkjavakan virðist vera komin til að vera og sá hluti Íslendinga sem áður hafði efasemdir um hátíðina verður sífellt lágværari. Í dag eru bæði börn og fullorðnir í óðaönn að skipuleggja hvaða hræðilegu gervi þau vilji bregða sér í 31 Meira
24. október 2024 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Hrekkjavaka og listasmiðjur í haustfríinu

Haustfrí er hafið í flestum skólum landsins og fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir fjölskyldur í söfnum höfuðborgarsvæðisins. Ljóst er að hrekkjavakan er á næsta leiti og börnin geta tekið forskot á sæluna í haustfríinu Meira
24. október 2024 | Menningarlíf | 83 orð | 1 mynd

Kristín valin til að sýna á Kjarvalsstöðum

Kristín Gunnlaugsdóttir verður næsti listamaður til þess að taka þátt í yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum. Þetta var tilkynnt við opnun sýningar Hallgríms Helgasonar, Usla. Sýning Kristínar verður opnuð haustið 2025 Meira
24. október 2024 | Fólk í fréttum | 129 orð | 12 myndir

Meira stál inn á heimilið

Stál hefur verið áberandi undanfarið í innanhússhönnun og á smekklegum heimilum. Þó að þetta sé klassískt efni þá hefur það undanfarin ár vikið fyrir gull- og brasslitu. Það er ekki á undanhaldi en stálið hefur vakið meiri athygli bæði í smáum munum inn á heimilið og stærri húsgögnum og innréttingum Meira
24. október 2024 | Menningarlíf | 747 orð | 7 myndir

Óperan færð nær almenningi

Óperudagar hófust í gær og standa yfir til 3. nóvember. Á fjórða tug viðburða verða haldnir vítt og breitt um borgina auk viðburða í Garðabæ og Borgarbyggð. Guðbjörg Sandholt, listrænn stjórnandi Óperudaga, segir gróskuna í klassísku söngsenunni mikla og að hún finni fyrir vaxandi áhuga á óperu Meira
24. október 2024 | Menningarlíf | 174 orð | 1 mynd

Ósögð saga

Davíð Örn Halldórsson vinnur verk sín með blandaðri tækni og finnur þeim farveg jafnt á tvívíðum masónítplötum, ljósmyndum, veggjum, borðplötum, sem og í innsetningum. Viðfangsefni hans, óháð efniviði, er þó ætíð málverkið sjálft, litasamsetningar, myndbygging, mynstur og áferð Meira
24. október 2024 | Menningarlíf | 412 orð | 2 myndir

Pólstjarna, sandkaka og þrettán jólasveinar

Á útgáfulista Sölku fyrir jólin má finna verk fyrir börn og fullorðna, skáldskap og bækur almenns efnis. Sagnfræðingurinn Valur Gunnarsson sendir frá sér bókina Berlínarbjarmar þar sem hann „kryfur sögu hinnar margslungnu Berlínar og nágrennis … Meira
24. október 2024 | Bókmenntir | 726 orð | 2 myndir

Sálfræðileg saga með ljóðrænu ívafi

Skáldsaga Kul ★★★★· Eftir Sunnu Dís Másdóttur. Mál og menning, 2024. Innb., 384 bls. Meira
24. október 2024 | Dans | 713 orð | 2 myndir

Sjáðu mig, elskaðu mig

Tjarnarbíó – List án landamæra Svartir fuglar ★★★★· Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir. Ljóðskáld og upplestur: Elísabet Jökulsdóttir. Dansarar: Lára Þorsteinsdóttir, Sigurður Edgar Andersen og Íris Ásmundsdóttir. Ljósa- og tæknimaður: Arnar Ingvarsson. Samsetning tónlistar: Stefán Franz Guðnason. Verkið var frumsýnt í Tjarnarbíói föstudaginn 18. október 2024. Meira
24. október 2024 | Menningarlíf | 123 orð | 1 mynd

Smekkleysa gefur út tvö ný bókverk

Útgáfufyrirtækið Smekkleysa gefur út tvær bækur á þessu ári. Sú fyrri nefnist Ferðalag um Ísland Úr myrkri til birtu og er eftir bandaríska rithöfundinn Erin Boggs og Einar Örn Benediktsson Meira
24. október 2024 | Fólk í fréttum | 1128 orð | 7 myndir

Telja margt til í samsæriskenningum

Eru geimverur til? Var morðið á John F. Kennedy hluti af víðtæku samsæri? Eru mál P. Diddy og Jeffrey Epstein tengd? Og gæti saga píramídanna falið í sér meira en almennt er talið? Þetta er hluti af því sem er til umræðu í hlaðvarpsþáttunum… Meira

Umræðan

24. október 2024 | Aðsent efni | 342 orð | 1 mynd

Að hika er sama og tapa

Ísland hefur tvo skýra kosti: að taka af skarið og nýta tækifærin, virkja orkuna sem er aðgengileg, eða hreinlega sitja eftir. Meira
24. október 2024 | Aðsent efni | 731 orð | 1 mynd

Arðsemi vex með hóflegri nýtingu auðlindar

Stefnumótun varðandi móttöku skemmtiferðaskipa verður að taka mið af heildarhagsmunum atvinnugreinarinnar og íslensks samfélags. Meira
24. október 2024 | Aðsent efni | 579 orð | 1 mynd

Baráttan við lömunarveiki

Í dag, 24. október, er alþjóðadagur lömunarveiki. Baráttan við lömunarveiki heldur áfram – þessi sjúkdómur er því miður enn ógn. Meira
24. október 2024 | Aðsent efni | 707 orð | 1 mynd

Er nóg til?

Hvað er til ráða ef stór hluti nýútskrifaðra skilar sér aldrei til kennslu? Meira
24. október 2024 | Aðsent efni | 351 orð | 1 mynd

Fjárfest í framtíð íslenskunnar

Þjónustustig af hálfu ríkisins hefur staðið í stað eða dregist saman á sama tíma og samfélagið vex. Sú staða er engan veginn ásættanleg. Meira
24. október 2024 | Aðsent efni | 579 orð | 1 mynd

Í samkeppni þjóða um verðmæt störf

Ef fyrirtæki fjárfesta ekki í rannsóknar- og þróunarstarfsemi verður stöðnun í íslenskum iðnaði og hann verður undir í alþjóðlegri samkeppni. Meira
24. október 2024 | Aðsent efni | 601 orð | 2 myndir

Í tilefni kvennafrídagsins

Nú er hafinn undirbúningur afmælisárs kvennafrídagsins 2025 þegar liðin verða 50 ár frá þessum merkisdegi. Meira
24. október 2024 | Aðsent efni | 526 orð | 1 mynd

Kjósum ábyrgð í stað upplausnar

Mynda þarf næstu ríkisstjórn á grundvelli sóknar í atvinnumálum og stöðugleika í efnahagsmálum. Meira
24. október 2024 | Pistlar | 406 orð | 1 mynd

Kvennaverkfall og hvað svo?

Langstærsti baráttufundur Íslandssögunnar var haldinn á Arnarhóli fyrir réttu ári. Þá var blásið til verkfalls kvenna og kvára og 100 þúsund manns svöruðu kallinu. Meira en fjórðungur þjóðarinnar! Í yfirlýsingu fundarins voru eftirfarandi… Meira
24. október 2024 | Aðsent efni | 758 orð | 1 mynd

Samvinna útgerða og vísindamanna

Hvaða bóndi myndi láta opinbera starfsmenn í Reykjavík fylgjast með fé sínu á fjalli? Meira
24. október 2024 | Aðsent efni | 451 orð | 1 mynd

Snagasafarí

Fyrrnefnt 12 milljóna snagasafarí getur ekki talist nauðsynlegt verkefni meðan skólakerfið er í stöðugri hnignun. Meira

Minningargreinar

24. október 2024 | Minningargreinar | 278 orð | 1 mynd

Anna Dóra Þorgeirsdóttir

Anna Dóra Þorgeirsdóttir fæddist 17. janúar 1962. Hún lést 7. október 2024. Útför Önnu Dóru fór fram 21. október 2024. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2024 | Minningargreinar | 1747 orð | 1 mynd

Garðar Bragason

Garðar Bragason fæddist 13. mars 1964 í Reykjavík. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á gjörgæsludeild Landspítalans 9. október 2024. Foreldrar hans voru Bragi Stefánsson, f. 16. ágúst 1931, d. 1. október 2021, og Ólöf Ósk Sigurðardóttir, f Meira  Kaupa minningabók
24. október 2024 | Minningargreinar | 2261 orð | 1 mynd

Guðmundur Einarsson

Guðmundur Einarsson fæddist í Reykjavík 18. maí 1948. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut 10. október 2024. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Einar Eggertsson kafari, f. 15. október 1902, d Meira  Kaupa minningabók
24. október 2024 | Minningargreinar | 4275 orð | 1 mynd

Hildur Jónsdóttir

Hildur Jónsdóttir fæddist 1. ágúst 1946 á Ísafirði. Hún lést á Landspítalanum 8. október 2024. Foreldrar hennar voru Jón Kristjánsson meistari í húsgagnabólstrun, f. 14. febrúar 1919, d. 1. nóvember 1996, og Þóra Þórðardóttir klæðskeri, f Meira  Kaupa minningabók
24. október 2024 | Minningargreinar | 981 orð | 1 mynd

Jón Ingi Haraldsson

Jón Ingi Haraldsson fæddist 29. júlí 1946 á Akranesi. Hann lést á Landspítalanum 8. október 2024. Foreldrar hans voru hjónin Haraldur Sigurðsson, f. 8.8. 1913, d. 10.1. 2001 og Ragnheiður Arnfríður Ingólfsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
24. október 2024 | Minningargreinar | 1885 orð | 1 mynd

Jórunn Alexandersdóttir

Jórunn Alexandersdóttir fæddist í Reykjavík 6. nóvember 1935. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 13. október 2024. Foreldrar hennar voru Alexander Guðjónsson, f. 14. júlí 1899, d. 28. nóvember 1975, og Magnea Guðrún Erlendsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
24. október 2024 | Minningargreinar | 1406 orð | 1 mynd

Katrín Georgsdóttir

Katrín Georgsdóttir fæddist á Melstað á Akranesi 1. september 1932. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða 1. október 2024. Hún var dóttir hjónanna Vilborgar Ólafsdóttur, f. 8. ágúst 1908 d. 24 Meira  Kaupa minningabók
24. október 2024 | Minningargreinar | 3366 orð | 1 mynd

Margrét Bjarney Stefánsdóttir

Margrét Bjarney Stefánsdóttir, Dalbraut 20, Reykjavík, fæddist í Vestmannaeyjum 15. júní 1931. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 7. október 2024. Foreldrar hennar voru Stefán Sigurþór Valdason, f Meira  Kaupa minningabók
24. október 2024 | Minningargreinar | 996 orð | 1 mynd

Óskar Örn Davíðsson

Óskar Örn Davíðsson fæddist 30. desember 1994. Hann lést 5. október 2024. Foreldrar hans eru Auður S. Jónsdóttir, f. 8. janúar 1957, og Davíð E. Guðmundsson, f. 15. apríl 1964. Bróðir Óskars, sammæðra, er Jóhann I Meira  Kaupa minningabók
24. október 2024 | Minningargreinar | 408 orð | 1 mynd

Pálína Jónsdóttir

Pálína Guðrún Helga Jónsdóttir 28. júlí 1924. Hún lést 7. október 2024. Útförin fór fram 23. október 2024. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2024 | Minningargreinar | 225 orð | 1 mynd

Sverrir Haraldsson

Sverrir Haraldsson fæddist 15. maí 1927. Hann lést 3. október 2024. Sverrir var kvaddur 12. október 2024. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2024 | Minningargreinar | 481 orð | 1 mynd

Tony Byrne

Tony Byrne fæddist 5. ágúst 1931 í Inchicore í Dublin á Írlandi. Hann lést 21. febrúar 2024 á Beaumont-sjúkrahúsinu í Dublin. Foreldrar Tonys voru Mary og Michael Byrne. Hann lærði heimspeki og guðfræði í Kimmage í Dublin, félagsvísindi við… Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

24. október 2024 | Sjávarútvegur | 246 orð | 1 mynd

Leggja til að ganga úr ICES

Fyrir rússnesku dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, liggur frumvarp frá þarlendri ríkisstjórn um að segja upp samningnum um Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) frá 1964, en Rússland hefur verið útilokað frá fullri þátttöku í störfum ráðsins frá því að landið hóf landvinningastríð sitt í Úkraínu Meira
24. október 2024 | Sjávarútvegur | 438 orð | 1 mynd

Yfir 100 skip fá ekki grásleppukvóta

Það var þungt hljóðið í sumum félagsmönnum á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda (LS), sem fór fram í síðustu viku, vegna nýlegrar kvótasetningar stjórnvalda á grásleppu. Lögin tóku gildi 1. september síðastliðinn með þann megintilgang að tryggja … Meira

Viðskipti

24. október 2024 | Viðskiptafréttir | 111 orð | 1 mynd

12.700 atvinnulausir

Í september 2024 voru 12.700 atvinnulausir á landinu samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Á vef stofnunarinnar segir að árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra hafi verið 5,2%, hlutfall starfandi hafi verið 79,2% og atvinnuþátttaka 83,5% Meira
24. október 2024 | Viðskiptafréttir | 84 orð | 1 mynd

30% afsláttur á flugfargjöldum Icelandair

Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, sendi á dögunum tölvupóst til viðskiptavina sinna þar sem bankinn býður 30% afslátt á flugfargjöldum hjá Icelandair. Fram kemur í tilkynningu bankans til viðskiptavina að þeim sem safni Vildarpunktum hjá… Meira
24. október 2024 | Viðskiptafréttir | 548 orð | 2 myndir

Áhættusöm áform Carbfix

Ólíklegt er að nýtt viðskiptakerfi með losunarheimildir á koldíoxíði í Evrópusambandinu (ETS) muni bera tilætlaðan árangur. Þetta er mat Heiðars Guðjónssonar, hagfræðings og fjárfestis, en tilefnið eru mikil áform Carbfix á Íslandi Meira

Daglegt líf

24. október 2024 | Daglegt líf | 1134 orð | 3 myndir

Stóð ein fyrir búi í Skálholti í tíu ár

Valgerður var mikil merkiskona. Hún var fædd 1771 og oft er sagt að fátæklegar heimildir séu til um konur frá þeim tíma, en Valgerður var engin venjuleg kona, hún giftist tveimur biskupum og var ríkasta kona Íslands á sínum tíma Meira

Fastir þættir

24. október 2024 | Í dag | 58 orð

Að hafa e-ð um hönd merkir að nota e-ð. „Jafnvel á afslöppuðum…

hafa e-ð um hönd merkir að nota e-ð. „Jafnvel á afslöppuðum bindindismótum er bannað að hafa áfengi um hönd.“ Að hafa e-ð við höndina þýðir að hafa e-ð tiltækt Meira
24. október 2024 | Í dag | 286 orð

Af skírlífi, kleinu og framboðum

Magnús Ólafsson kynnti bók sína Öxin, Agnes og Friðrik á útgáfuhófi á mánudaginn var. Þar sagði hann í örstuttu máli frá sambandi Skáld-Rósu við Natan Ketilsson, meðan hún var enn gift Ólafi. Fór síðan með vísu sem hann gerði um Natan: Aldrei í skírlíf lét skína, á Skáld-Rósu leit hann sem sína Meira
24. október 2024 | Dagbók | 76 orð | 1 mynd

Bauð lag fyrir bjór og sló í gegn

Andrew „Donut“ Larsen, heimilislaus maður frá Bandaríkjunum, varð tónlistarstjarna eftir að hafa boðið að spila lag í skiptum fyrir bjór. Ókunnugur maður, Dominic Alexander, deildi flutningi hans á TikTok, þar sem lagið „Ghost of You“ sló í gegn með nærri 17 milljón áhorfum Meira
24. október 2024 | Í dag | 273 orð | 1 mynd

Gunnar Már Gunnarsson

40 ára Gunnar fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann gekk í MA og þaðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hann lauk námi í mannfræði og síðar meistaraprófi í íslenskum miðaldafræðum. „Á þessum Reykjavíkurárum stofnuðum við hjónaleysin til… Meira
24. október 2024 | Í dag | 928 orð | 3 myndir

Hreyfingin er til alls fyrst!

Matthildur Rósenkranz Guðmundsdóttir, eða Lóló Rósenkranz, fæddist 24. október 1949 í Reykjavík. „Það er himinn og haf á milli Matthildur og Lóló, en Lóló hef ég verið kölluð frá fæðingu, upphaflega af föðursystur minni og er ánægð með það… Meira
24. október 2024 | Í dag | 141 orð | 1 mynd

Skák

Áfram er haldið frá því í gær með viðureign Ingvars Þórs Jóhannessonar (2.281), hvítt, og Olivers Jóhannessonar (2.171) en staðan kom upp í efstu deild, úrvalsdeild, fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla Meira
24. október 2024 | Í dag | 189 orð

Slysagildra. A-Enginn

Norður ♠ D2 ♥ ÁKDG9873 ♦ 7 ♣ G8 Vestur ♠ K108654 ♥ 62 ♦ 106 ♣ Á63 Austur ♠ G93 ♥ 1054 ♦ 953 ♣ 10742 Suður ♠ Á7 ♥ – ♦ ÁKDG842 ♣ KD95 Suður spilar 7G dobluð Meira
24. október 2024 | Í dag | 33 orð

Þau leiðu mistök voru gerð í afmælisgrein um Lovísu Þrastardóttur í…

Þau leiðu mistök voru gerð í afmælisgrein um Lovísu Þrastardóttur í blaðinu í gær að hún var sögð 40 ára. Hún átti 30 ára afmæli í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira

Íþróttir

24. október 2024 | Íþróttir | 1012 orð | 2 myndir

Erfitt að segja nei

Handknattleiksmaðurinn Sveinn Jóhannsson gekk í raðir norska stórliðsins Kolstad frá Minden í Þýskalandi fyrir tímabilið. Minden var í miklum vandræðum í B-deild Þýskalands á síðasta tímabili, á meðan Kolstad er besta lið Noregs og spilar í Meistaradeild Evrópu Meira
24. október 2024 | Íþróttir | 269 orð | 1 mynd

Í vandræðum heima fyrir

Íslandsmeistarar Víkings úr Reykjavík mæta Cercle Brugge frá Belgíu í 2. umferð deildarkeppni Sambandsdeildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í dag klukkan 14.30. Víkingar töpuðu fyrir Omonia Nikósía, 4:0, í Nikósíu á Kýpur í 1 Meira
24. október 2024 | Íþróttir | 102 orð | 1 mynd

Liðin sem léku til úrslita mætast í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar

Bikarmeistarar Keflavíkur og Tindastóll mætast í 16-liða úrslitum í bikarkeppni karla í körfuknattleik en dregið var í 16-liða úrslitin bæði karla- og kvennamegin í gær. Keflavík hafði betur gegn Tindastóli í úrslitaleik bikarsins í vor Meira
24. október 2024 | Íþróttir | 1125 orð | 2 myndir

Mikil rússíbanareið

Knattspyrnukonan Ásdís Karen Halldórsdóttir hefur lent í ýmsu á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku en hún gekk til liðs við Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í desember á síðasta ári eftir fjögur tímabil í herbúðum Vals þar sem hún varð þrívegis Íslandsmeistari Meira
24. október 2024 | Íþróttir | 364 orð | 2 myndir

Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR í knattspyrnu, hefur ákveðið að…

Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril þegar Íslandsmótinu lýkur um komandi helgi. Hann snýr sér þá að þjálfun og verður aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá karlaliðinu Meira
24. október 2024 | Íþróttir | 311 orð | 1 mynd

Það er úrslitaleikur fram undan í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag…

Það er úrslitaleikur fram undan í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag þegar tvö langbestu lið landsins leiða saman hesta sína og allt er undir. Íslandsmótið gæti ráðist á smáatriði á síðustu sekúndunum, svona viljum við hafa þetta Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.