Greinar mánudaginn 28. október 2024

Fréttir

28. október 2024 | Erlendar fréttir | 445 orð | 1 mynd

Askja Pandóru opnuð í átökum ríkjanna

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman til fundar í dag, að beiðni Írans, til að meta stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs og átökin á milli Írans og Ísraels eftir loftárás síðarnefnda ríkisins á hernaðarskotmörk í Íran aðfaranótt laugardags Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 473 orð | 1 mynd

Aukin ofbeldishegðun fyrirséð

Aukinn hegðunarvandi ungmenna er fyrirséður að mati Berglindar Gunnarsdóttur Strandberg framkvæmdastjóra Foreldrahúss. Hún segir að síðustu ár hafi vísbendingar verið uppi í samfélaginu um aukna ofbeldishegðun barna Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 488 orð | 2 myndir

Ávinningur í því að fá hingað alþjóðleg mót

Vihjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins færði rafíþróttir í tal í fyrirspurnartíma í sölum Alþingis nýverið en hann telur að byggja þurfi rafíþróttir betur upp á Íslandi. „Segja má að þetta sé tvíþætt Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Breiðablik Íslandsmeistari eftir sannfærandi sigur á Víkingi

Breiðablik varð í gærkvöldi Íslandsmeistari karla í knattspyrnu í þriðja skipti með því að vinna sannfærandi sigur á Víkingi í hreinum úrslitaleik liðanna á Víkingsvellinum, 3:0. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði hóf Íslandsmeistaraskjöldinn á loft að leik loknum Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 276 orð

Brynjar Níelsson lætur slag standa

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður og Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla skipar 3. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 369 orð | 2 myndir

Búa sig undir árásir næstu daga

Aukin hætta er á netárásum á íslenskar netsíður og innviði á meðan þing Norðurlandaráðs stendur yfir. Volodimír Selenskí forseti Úkraínu ávarpar þingið sem hefst á morgun og lýkur á fimmtudaginn. CERT-IS, netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofu,… Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Eimskip styður við myndlistina

„Eimskip hefur í tímans rás verið góður bakhjarl menningarstarfs á Íslandi. Því starfi höldum við áfram, en nú með nýju sniði frá því sem verið hefur,“ segir Óskar Magnússon stjórnarformaður Eimskips Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Elín Hall verðlaunuð í Chicago

Leikkonan Elín Hall var valin besta leikkonan á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago, sem lauk um helgina, fyrir túlkun sína á persónunni Unu í kvikmyndinni Ljósbroti eftir Rúnar Rúnarsson. Eru þetta áttundu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun Ljósbrots Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Fella niður skólastarf á morgun

Verkföll í níu leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum munu að öllu óbreyttu hefjast á morgun. Samningaviðræðum Kennarasambands Íslands (KÍ) og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) miðar hægt og enn ber töluvert á milli Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Framúrskarandi fjölgar um 11%

Þau Hrefna Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri og dr. Gunnar Gunnarsson forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo á Íslandi eru gestir Dagmála í dag. Creditinfo á Íslandi, í samstarfi við Morgunblaðið og fleiri aðila, birtir í vikunni í… Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Hallalaus kirkja safnar í hlöður

Algjör peningaleg umskipti hafa orðið í starfi þjóðkirkjunnar á síðustu þremur árum og gert er ráð fyrir því að rekstur næsta árs verði hallalaus. Þá hefur handbært fé aukist umtalsvert; safnað er í hlöður eins og segir í Biblíunni Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Hákon ÞH er kominn heim til landsins

Spánnýtt og glæsilegt uppsjávarskip Gjögurs hf., Hákon ÞH 250, sigldi inn Sundin að Reykjavík í gærmorgun. Voru margir samankomnir á bryggjunni í Sundahöfn til að taka á móti skipinu. Skipið, sem var smíðað í Póllandi en standsett í Damörku, er 75,4 … Meira
28. október 2024 | Fréttaskýringar | 541 orð | 2 myndir

Hefur áhrif á evrópsk hlutabréf

Samkvæmt greiningu breska bankans Barclays hefur hlutabréfaverð sumra evrópskra fyrirtækja farið lækkandi í takt við vaxandi líkur á að Donald Trump beri sigur úr býtum í bandarísku forsetakosningunum þann 5 Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 997 orð | 1 mynd

Heimur í orðum er ævintýri líkastur

Með rannsóknum, sýningum og margvíslegri miðlun verður íslensku handritunum gert hærra undir höfði á næstu árum með samvinnu Íslendinga og Dana. Sett verður á fót samstarfsnefnd þar sem fulltrúar beggja landa fara skipulega yfir sameiginleg verkefni og taka ákvörðun um eflt samstarf Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Icelandair styrkir Vildarbörn í ferðir

Fjölskyldum 28 barna, samtals um 120 manns, var um helgina afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair. Sjóðurinn er nú á sínu 21. starfsári og úthlutunin sú 38. í röðinni. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum eða börnum sem búa… Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Linda í forystu hestamannafélaga

Linda Björk Gunnlaugsdóttir var um helgina kjörin formaður Landssambands hestamannafélaga á þingi þess sem haldið var í Borgarnesi. Alls 175 þingfulltrúar greiddu atkvæði í formannskjöri. Af þeim studdu 111 Lindu eða 63% en 64 eða 37% Guðna Halldórsson sem verið hafði formaður síðustu árin Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 557 orð | 2 myndir

Meðal 400 merkustu félaganna í Pembroke College

Hannes H. Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands, hefur verið valinn einn af 400 merkustu félögum sögunnar í Pembroke College í Oxford í tilefni þess að garðurinn heldur upp á 400 ára afmæli sitt í ár, en hann var stofnaður árið 1624 Meira
28. október 2024 | Erlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Obama tók til máls með Harris

Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á þriðjudaginn í næstu viku eftir langa kosningabaráttu. Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti er kominn á fulla ferð með Kamölu Harris forsetaframbjóðanda Demókrata í baráttunni og hefur hann sjaldan tekið jafn virkan þátt frá því hann steig úr stóli forseta Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Selenskí heimsækir Ísland

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu kemur til Íslands í dag. Hann mun eiga fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og taka þátt í fjórða leiðtogafundi Norðurlandanna og Úkraínu. Þá mun Selenskí einnig ávarpa þingfulltrúa Norðurlandaráðs í… Meira
28. október 2024 | Fréttaskýringar | 574 orð | 3 myndir

Sigraði í kosningum en fær ekki að stýra

Næsta ríkisstjórn Austurríkis mun teygja sig frá hægri og yfir á vinstri vænginn. Það má að minnsta kosti telja afar líklegt, eftir að forsetinn Alexander Van der Bellen fól leiðtoga Þjóðarflokksins (ÖVP) vald til stjórnarmyndunar í liðinni viku Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 593 orð | 1 mynd

Sjálfsafgreiðsla á matvöru við veginn

Skemmtilegt uppátæki Sveins Viðarssonar og fjölskyldu á Þverá í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum hefur vakið verðskuldaða athygli. Hjá þeim er hægt að kaupa ferska matvöru sem þau framleiða sjálf eins og bleikju og egg Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 302 orð | 2 myndir

Skilaboðin eru mikilvæg

Þótt Grindavík sé breyttur bær er þar þó áfram stunduð útgerð. Nú fyrir helgina var þar verið að landa úr Dúdda Gísla GK, sem eins og sakir standa er eini krókabáturinn sem leggur upp í verstöðinni. Algengur afli hvers dags er 6-7 tonn; að uppistöðu góður þorskur sem eftirsóttur er til vinnslu Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Sló markametið í stórsigri KR

Benoný Breki Andrésson úr KR setti nýtt markamet í efstu deild karla í fótbolta á laugardaginn þegar hann skoraði fimm mörk í stórsigri á HK, 7:0. Hann skoraði því alls 21 mark í deildinni í ár, þremur meira en næsti maður, Viktor Jónsson hjá ÍA Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Spenntur fyrir nýjum kafla

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti um helgina að eftir 21 árs setu á Alþingi gæfi hann ekki kost á sér í komandi þingkosningum. Hann kveðst þó ekki vera á förum úr pólitíkinni þótt hann sé að yfirgefa þingið Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Stuðningur við foreldra nauðsynlegur

Nauðsynlegt er að taka betur utan um og styðja betur við foreldra barna sem glíma við hegðunarvanda og fíknisjúkdóma. Foreldrar eru lykilpersónur í lífi barna sinna og þekkja þau best. Þetta segir Berglind Gunnarsdóttir Strandberg framkvæmdastjóri Foreldrahúss í samtali við Morgunblaðið Meira
28. október 2024 | Erlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Umdeildur sigur í Georgíu

Georgíska stjórnarandstaðan hefur hvatt til mótmæla í landinu eftir umdeildan sigur stjórnarflokksins Georgíska draumsins í þingkosningum þar í landi í gær. Flokkurinn hefur verið bendlaður við yfirvöld í Rússlandi og er sagður ætla sér að efla… Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Þorlákshöfn breytt

Þessa dagana er verið að moka burt því sem eftir stóð af hinni gömlu Suðurvararbryggju í Þorlákshöfn. Þar nærri hefur verið útbúinn nýr 165 metra langur viðlegukantur, en tilkoma hans mun bæta mjög alla aðstöðu fyrir stærri skip í höfninni Meira
28. október 2024 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Þristur í geymslu er kominn í sölu

Þristavinafélagið, félagsskapur manna sem hafa sérstakan áhuga á Douglas DC-3-flugvélum, stefnir nú að því að selja aðra tveggja slíkra véla sem það á; TF-ISB. Árið 2005 afhenti Landgræðslan Þristavinafélaginu umrædda vél til eignar og umráða Meira

Ritstjórnargreinar

28. október 2024 | Leiðarar | 767 orð

Undarleg uppstilling

Dagur fær sæti, en varla þó Meira
28. október 2024 | Staksteinar | 173 orð | 2 myndir

Vinstri samstaða um hærri skatta

Píratar, Sósíalistaflokkurinn og Samfylking hafa kynnt áform um skattahækkanir á næsta kjörtímabili. Þetta hefur komið fram í Spursmálum og gagnlegt er fyrir kjósendur að fá fram slíkar upplýsingar. Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem er í öðru sæti á… Meira

Menning

28. október 2024 | Fjölmiðlar | 199 orð | 1 mynd

Ágætis sjónvarpslaust kvöld

Myndlykillinn á heimilinu bilaði skyndilega. Vitaskuld var það eitt til ráða að hringja í Símann. „Þú ert númer 34 í röðinni,“ tilkynnti vélræn rödd. Þetta benti til að bilunin ætti upptök sín hjá fyrirtækinu sjálfu Meira
28. október 2024 | Menningarlíf | 1353 orð | 2 myndir

Mörgum er vasahnífurinn helgur dómur

Nytsemi hlutanna fer sjaldnast eftir stærð þeirra og oft gleymist það smáa í daglegu amstri okkar. Þess vegna er valið að hefja þáttasafn þessarar bókar á vasahnífnum. Hugmyndin að því var raunar vakin með því að norskur vinur minn, Hans Petter… Meira
28. október 2024 | Leiklist | 716 orð | 2 myndir

Við freistingum gæt þín

Leikfélag Akureyrar Litla hryllingsbúðin ★★★★· Texti eftir Howard Ashman, með tónlist eftir Alan Menken. Þýðing leiktexta: Gísli Rúnar Jónsson. Þýðing söngtexta: Magnús Þór Jónsson. Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson. Danshöfundur: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir Tónlistar- og hljómsveitarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikmynd: Sigríður Sunna Reynisdóttir. Búningar: Björg Marta Gunnarsdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Hljómsveit: Daníel Þorsteinsson, Halldór G. Hauksson, Kjartan Valdemarsson, Stefán Gunnarsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikendur: Arnþór Þórsteinsson, Bergur Þór Ingólfsson, Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, Jenný Lára Arnórsdóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Katrín Mist Haraldsdóttir, Kristinn Óli Haraldsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Urður Bergsdóttir og Þórey Birgisdóttir. Leikfélag Akureyrar frumsýndi í Samkomuhúsinu á Akureyri föstudaginn 11. október 2024. Rýnir sá sýninguna fimmtudaginn 17. október. Meira

Umræðan

28. október 2024 | Aðsent efni | 331 orð | 1 mynd

Borgarstjóri í leit að betra skólakerfi

Orð Einars Þorsteinssonar borgarstjóra ættu að vera hvati til umræðu um hvernig við getum bætt skólakerfið og stutt kennara í starfi. Meira
28. október 2024 | Aðsent efni | 416 orð | 1 mynd

Er ekki kosningaréttur hluti af almennum mannréttindum?

Þar sem kjördagur fyrir alþingiskosningar 2024 er 30. nóvember 2024 næ ég heldur ekki að kjósa þar, þó að umsókn mín til að komast á kjörskrá hafi verið samþykkt í janúar eða febrúar 2024! Meira
28. október 2024 | Aðsent efni | 307 orð | 1 mynd

Kosningar 30. nóvember 2024

Í stjórnmálum er sjálfstæði Íslands mikilvægast af öllu. Það var því eðlilegt að styðja flokk sem hefur varðveislu sjálfstæðis sem meginstoð. Meira
28. október 2024 | Aðsent efni | 626 orð | 2 myndir

Leiðir út úr efnahagslegum ógöngum!

Var hinn snarpi vöxtur erlendra ferðamanna of mikill til að innviðir og framleiðslustrúktúr hagkerfisins gæti mætt honum án verðbólgu! Meira
28. október 2024 | Aðsent efni | 872 orð | 1 mynd

Munu 63 sæti drepa landsbyggðina?

Alþingiskosningar eru fram undan og þá þarf heldur betur að sópa vel til á Alþingi með nýju fólki sem þekkir Ísland. Meira
28. október 2024 | Aðsent efni | 268 orð | 1 mynd

Mörk flokkshollustunnar

Það er betra að yfirgefa ekki samviskuna. Meira
28. október 2024 | Aðsent efni | 604 orð | 1 mynd

Skipta staðreyndir nokkru máli?

Ofangreindar tölur hver fyrir sig eða saman ríma illa við að á Íslandi sé ástandið í daprara lagi og fari versnandi, þvert á móti. Meira
28. október 2024 | Aðsent efni | 656 orð | 1 mynd

Stöndum í lappirnar

Íslendingar eiga að krefjast þess að erlend stórfyrirtæki sem selja þjónustu sína hér á landi leggi eitthvað af mörkum til okkar menningarlífs. Meira
28. október 2024 | Pistlar | 407 orð | 1 mynd

Það er vor í lofti

Það er vor í lofti. Þessi fullyrðing hljómar vissulega sérkennilega núna í lok október en er engu að síður sönn. Það liggja breytingar í loftinu, nýtt upphaf, ný tækifæri. Á meðan aðrir flokkar virðast verja mikilli orku í innbyrðis erjur hefur… Meira

Minningargreinar

28. október 2024 | Minningargreinar | 593 orð | 1 mynd

Bjarni Ásmunds

Bjarni fæddist í Reykjavík 14. apríl 1935. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 8. október 2024. Móðir hans var Margrét Ásmundsdóttir verkakona, f. 18.8. 1899, d. 18.12. 1987. Faðir hans var Sigurgeir Steindórsson bifreiðarstjóri, f Meira  Kaupa minningabók
28. október 2024 | Minningargreinar | 1084 orð | 1 mynd

Bóas Kristjánsson

Bóas Kristjánsson fæddist í Reykjavík 10. apríl 1937. Hann lést á Landakoti 8. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Fr. Guðmundsson, f. 14. júní 1909, d. 16. maí 1999, og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
28. október 2024 | Minningargreinar | 1212 orð | 1 mynd

Gunnar Gunnarsson

Gunnar Gunnarsson fæddist í Reykjavík 3. september 1939. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. október 2024. Foreldrar hans voru Olga Jenny Árnason (f. Nygard) frá Alvdal í Noregi, f. 24.11. 1900, d Meira  Kaupa minningabók
28. október 2024 | Minningargreinar | 2529 orð | 1 mynd

Hörður Björnsson

Hörður Björnsson fæddist 30. október 1927 í Reykjavík. Hann lést 17. október 2024 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar hans voru Sigrún Júlíusdóttir húsmóðir, f. 25. júlí 1911, d. 22. desember 1979 á Dalvík, og Björn Zophonías Arngrímsson, sjómaður og verslunarmaður, f Meira  Kaupa minningabók
28. október 2024 | Minningargreinar | 502 orð | 1 mynd

Jónatan Einarsson

Jónatan Einarsson fæddist 19. apríl 1975. Hann lést 23. september 2024. Útför hans fór fram 8. október. Meira  Kaupa minningabók
28. október 2024 | Minningargreinar | 864 orð | 1 mynd

Reynir Björnsson

Reynir Björnsson fæddist á Akureyri 28. janúar 1939. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 16. október 2024 eftir stutt veikindi. Foreldrar hans voru Björn Laxdal Jónsson bifreiðastjóri, f. 9. mars 1905, d Meira  Kaupa minningabók
28. október 2024 | Minningargreinar | 380 orð | 1 mynd

Róbert Örn Hjálmtýsson

Róbert Örn Hjálmtýsson fæddist 5. júlí 1977. Hann lést 10. júní 2024. Útförin hans fór fram 24. júní 2024. Meira  Kaupa minningabók
28. október 2024 | Minningargreinar | 839 orð | 1 mynd

Soffía Georgsdóttir

Soffía Georgsdóttir fæddist 6. október 1930 á Akureyri. Hún lést 30. september 2024. Foreldrar hennar hennar voru Svanhildur Bergþóra Guðmundsdóttir og Georg Charles Karlsson. Bræður Soffíu, Sverrir, Tryggvi og Guðmundur, eru látnir en Guðrún systir hennar er búsett i Reykjavík Meira  Kaupa minningabók
28. október 2024 | Minningargreinar | 2848 orð | 1 mynd

Svanhildur Leifsdóttir

Svanhildur Leifsdóttir, oftast kölluð Didda, fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1948. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á Hrafnistu í Hafnarfirði 18. október 2024. Foreldrar hennar voru Leifur Halldórsson frummótasmiður, f Meira  Kaupa minningabók
28. október 2024 | Minningargreinar | 1313 orð | 1 mynd

Ægir H. Ferdinandsson

Ægir H. Ferdinandsson fæddist 5. júlí 1934. Hann lést 27. september 2024. Útför hans fór fram 15. október 2024. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. október 2024 | Viðskiptafréttir | 187 orð | 1 mynd

Nvidia tekur fram úr Apple

Örgjörvaframleiðandinn Nvidia varð á föstudag verðmætasta hlutafélag heims í stuttan tíma, og ruddi Apple úr fyrsta sætinu. Náði markaðsvirði Nvidia hámarki í 3.530 milljörðum dala á meðan markaðsvirði Apple var 3.520 milljarðar en hlutabréfaverð… Meira

Fastir þættir

28. október 2024 | Í dag | 324 orð

Af frægð, listum og hélurós

Nokkur hríðarjagandi af norðaustri var framan af degi, að sögn Jóns Gissurarsonar, en snjór þó lítill, líklega svona rétt í skógvarp þar sem mest var og á láglendi Skagafjarðar var þetta bara föl. Honum varð að orði: Haustið deyfir líf og ljós… Meira
28. október 2024 | Dagbók | 82 orð | 1 mynd

Afhjúpar leyndarmál um „SOS“

Evan „Kidd“ Bogart lagahöfundur ræddi um eitt af vinsælustu lögum sínum, „SOS“ frá 2006, með Rihönnu, í tónlistarhlaðvarpinu Behind the Wall. Þar deildi hann meðal annars áhugaverðu smáatriði um textann, sem er samsettur úr… Meira
28. október 2024 | Í dag | 1050 orð | 2 myndir

Alltaf á fleygiferð

Magnús Einar Svavarsson fæddist 28. október 1954 á Sauðárkróki. Magnús hefur alla tíð búið á Sauðárkróki, en æskuheimili hans var á Hólavegi 15 þar sem hann ólst upp ásamt þremur systrum. Hann byrjaði snemma að stríða systrum sínum og fannst fátt… Meira
28. október 2024 | Dagbók | 27 orð | 1 mynd

Framúrskarandi fyrirtækjum fjölgar

Hrefna Sigfinnsdóttir og dr. Gunnar Gunnarsson frá Creditinfo á Íslandi ræða meðal annars hvað aðgreinir framúrskarandi fyrirtæki frá öðrum fyrirtækjum, en þeim fjölgar um 11% milli ára. Meira
28. október 2024 | Í dag | 362 orð | 1 mynd

Hafsteinn Sveinsson

95 ára Hafsteinn fæddist á Uxahrygg á Rangárvöllum og ólst þar upp. Hann gekk í Strandaskóla og lærði og las siglingafræði utanskóla. Hann lærði einnig köfun og tók ökukennarapróf. Hann vann almenn sveitastörf og síðan hjá Mjólkurbúi Flóamanna, Selfossi Meira
28. október 2024 | Í dag | 174 orð

Í tankinum. S-Allir

Norður ♠ Á75 ♥ Á983 ♦ D65 ♣ K43 Vestur ♠ K432 ♥ 75 ♦ G874 ♣ 965 Austur ♠ DG10 ♥ G42 ♦ K32 ♣ DG102 Suður ♠ 986 ♥ KD106 ♦ Á109 ♣ Á87 Suður spilar 4♥ Meira
28. október 2024 | Í dag | 155 orð | 1 mynd

Skák

Áfram er haldið frá því sl. laugardag með viðureign Þrastar Þórhallssonar (2.392), hvítt, og Dags Ragnarssonar (2.346) en staðan kom upp í efstu deild, úrvalsdeild, fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla Meira
28. október 2024 | Í dag | 63 orð

Sögnin að hvika (víkja, hörfa; vera í vafa, hika) er gamall gestur hér í…

Sögnin að hvika (víkja, hörfa; vera í vafa, hika) er gamall gestur hér í Málinu af því að h-ið verður k í munni okkar. Því verður hin lofsverða dyggð að hvika ekki frá skoðun sinni, að því tilskildu að eitthvert vit sé í henni, oft „kvika… Meira

Íþróttir

28. október 2024 | Íþróttir | 621 orð | 3 myndir

Arnór Ingvi Traustason tryggði Norrköping dýrmætan útisigur á Värnamo,…

Arnór Ingvi Traustason tryggði Norrköping dýrmætan útisigur á Värnamo, 2:1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Arnór lék allan leikinn og skoraði markið á 59. mínútu, hans fimmta mark í deildinni í ár Meira
28. október 2024 | Íþróttir | 824 orð | 3 myndir

Breiðablik Íslandsmeistari í þriðja sinn

Breiðablik tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta á afar sannfærandi hátt með því að vinna Víkinga, 3:0, í úrslitaleiknum á Víkingsvellinum í gærkvöld. Ísak Snær Þorvaldsson kom Blikum í 2:0 með mörkum á 38 Meira
28. október 2024 | Íþróttir | 53 orð

Fyrsta markið í ítölsku deildinni

Mikael Egill Ellertsson skoraði í gær sitt fyrsta mark í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu en hann er aðeins fimmti Íslendingurinn sem nær að skora í þeirri deild. Hann skoraði þá fyrra mark Venezia sem gerði jafntefli, 2:2, við Monza á útivelli og spilaði allan leikinn Meira
28. október 2024 | Íþróttir | 46 orð

Haukar örugglega áfram

Haukar eru komnir í 32-liða úrslit Evrópubikars karla í handbolta eftir sigur á Cocks í Finnlandi, 29:27, á laugardaginn. Haukar unnu áður heimaleikinn 35:26. Adam Haukur Baumruk, Freyr Aronsson og Birkir Snær Steinsson skoruðu fjögur mörk hver fyrir Hauka Meira
28. október 2024 | Íþróttir | 124 orð

Jafntefli í stórleiknum

Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 2:2, í stórleik helgarinnar í ensku knattspyrnunni og þar með er Manchester City búið að ná eins stigs forystu í úrvalsdeildinni. Arsenal komst tvisvar yfir með mörkum Bukayos Saka og Mikels Merinos en Virgil van… Meira
28. október 2024 | Íþróttir | 54 orð

Sigur í seinni leik í Finnlandi

Ísland sigraði Finnland, 2:1, í vináttuleik U23 ára liða kvenna í knattspyrnu í Riihimaki í gær. Finnar unnu fyrri leik liðanna á fimmtudag, 3:0. Markvörður Finna fékk rautt spjald á 26. mínútu og Bergdís Sveinsdóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir komu Íslandi í 2:0 á 43 Meira
28. október 2024 | Íþróttir | 129 orð

Unnu Pólverja öðru sinni

Ísland sigraði Pólland, 28:24, í seinni vináttuleik þjóðanna í handknattleik kvenna á Selfossi á laugardaginn. Íslenska liðið vann fyrri leikinn kvöldið áður, 30:24, í Úlfarsárdal, og fer því með gott veganesti í lokakeppni EM sem hefst í Austurríki í lok nóvember Meira
28. október 2024 | Íþróttir | 49 orð

Öruggur sigur Eyjamanna

ÍBV vann öruggan sigur á KA, 36:31, í úrvalsdeild karla í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Dagur Arnarsson skoraði átta mörk fyrir ÍBV, Gauti Gunnarsson og Andri Erlingsson sex hvor, en Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði níu mörk fyrir KA-menn sem sitja eftir í neðsta sæti deildarinnar Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.