„Vatnslitafélag Íslands er ótrúlega skemmtilegt samfélag og það er ákveðinn hópur hérna á höfuðborgarsvæðinu sem hittist vikulega yfir vetrartímann og málar saman,“ segir Anna Ólafsdóttir Björnsson, ein 45 listamanna sem sýna 62…
Meira
Umræðu-, frétta- og viðtalsþættir Dagmála á mbl.is eru nú orðnir 1.000 talsins, eins og fram kemur hér ofar á síðunni. Frá fyrsta degi hafa Dagmál fest sig í sessi sem mikilvægur hluti af umræðunni í íslensku samfélagi
Meira
Félagar í björgunarsveitum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg syrgja nú góðan félaga eftir banaslysið 3. nóvember þegar Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson lést á æfingu við Tungufljót. Sigurður var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í…
Meira
Ekkert lát er á borgarastyrjöldinni í Súdan og hefur ástandið þar farið hríðversnandi undanfarnar tvær vikur að sögn Sameinuðu þjóðanna. Hafa bardagar farið mjög harðnandi, en auk þess hafa borist tilkynningar um árásir á óbreytta borgara, sem og kynferðisofbeldi gegn konum og stúlkum í landinu
Meira
Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur ekki óskað Donald Trump, næsta forseta Bandaríkjanna, til hamingju með sigur hans í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eins og hefð er fyrir
Meira
Flugvél með eld í hreyfli hlekkist á við lendingu og brotlendir svo eldur brýst út. Hundrað manns sem eru um borð í vélinni sakar. Þetta er sviðsmyndin sem unnið verður samkvæmt í flugslysaæfingu sem haldin verður á Keflavíkurflugvelli næstkomandi laugardag, 16
Meira
Á undanförnum vikum hefur verið gengið frá ráðningu fjögurra presta til starfa í þjóðkirkjunni. Frá þessum ráðningum er greint á vefnum kirkjan.is. Séra Jarþrúður Árnadóttir hefur verið valin til að gegna starfi prests í Egilsstaðaprestakalli
Meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum sl. föstudag tillögu matvælaráðherra um skipun starfshóps til að fara yfir tjón bænda vegna óvanalegs veðurfars fyrr á árinu og gera tillögur um útfærslu og umfang stuðningsaðgerða
Meira
Borgaryfirvöld hafa samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Geirsnef. Gera á Geirsnef að borgargarði, útivistarsvæði með náttúrulegu yfirbragði. Með þéttingu íbúðabyggða, bæði í Vogabyggð og í og við Ártúnshöfða, verði Geirsnef sífellt mikilvægara útivistarvæði fyrir íbúa
Meira
Héraðsdómur í Nuuk ákvað í gær að framlengja gæsluvarðhald yfir aðgerðasinnanum Paul Watson um þrjár vikur í viðbót, eða fram til 4. desember, á meðan beðið er úrskurðar um hvort Watson skuli framseldur til Japans
Meira
Í endurmati á afkomuhorfum ríkissjóðs eftir að frumvarp til fjáraukalaga ársins var lagt fram í seinasta mánuði er nú gert ráð fyrir að halli á rekstri ríkisins verði rúmlega 75 milljarðar kr. á yfirstandandi ári eða 1,7% af vergri landsframleiðslu…
Meira
Sextíu ár voru liðin 11. nóvember sl. frá því að Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands var stofnaður. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stofnun Eimskipafélagsins
Meira
Rússar hertu á loftárásum sínum á Kænugarð í fyrrinótt og sendu bæði sjálfseyðingardróna og skutu eldflaugum á borgina. Er þetta í fyrsta sinn í rúma tvo mánuði sem Rússar ráðast á borgina með bæði drónum og eldflaugum
Meira
Verið er að rífa eldri byggingar Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Ármúla í Reykjavík og hverfur með því eitt helsta kennileitið í Múlunum. Fyrrverandi höfuðstöðvar Rafmagnsveitunnar við Suðurlandsbraut verða hins vegar endurgerðar
Meira
Mosfellsbær hyggst verja aukalega rúmum 100 milljónum króna í forvarnarstarf og aðgerðir fyrir börn og ungmenni á næsta ári. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar umræðu í tengslum við aukið ofbeldi meðal ungmenna, hnífaburð og fleira
Meira
Aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta frá árinu 2011 eru um sjö þúsund færri en áður var áætlað. Hins vegar hafa tæplega þúsund færri íslenskir ríkisborgarar flust frá landinu umfram aðflutta á sama tímabili en áður var áætlað
Meira
Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, tilkynnti á fréttamannafundi í höfuðstöðvum Icelandair í gær hvaða 18 leikmenn fara á EM 2024 sem hefst í lok mánaðarins og fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss
Meira
Enda hefur Jóhannes komið víða við og eflaust fáir Íslendingar sem hafa ekki bragðað á veisluföngum Múlakaffis á lífsleiðinni. Múlakaffi var stofnað árið 1962 af föður Jóhannesar, Stefáni Ólafssyni, á lóð í Hallarmúla 1 þar sem þá var nær engin byggð, aðeins nokkrir sveitabæir og malargötur
Meira
Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar ekki að svo stöddu njósnir erlends fyrirtækis um son Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en segist ætla að kanna málsatvik. Ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube var, að sögn Jóns Gunnarssonar,…
Meira
Njörður Holding ehf. hefur til skoðunar að reisa sjálfbæra magnesíumverksmiðju á Grundartanga, sem er einn af þeim lóðarkostum sem verið er að skoða innan Evrópu. Verksmiðjan vinnur magnesíum úr sjó með nýrri aðferð sem Njörður hefur þróað og er sjálfbær og umhverfisvæn
Meira
Alls hafa 118 einstaklingar þegið styrk frá Vinnumálastofnun, VMST, til að sækja sér aukin ökuréttindi til leigubílaaksturs, en einnig önnur réttindi svo sem meirapróf á vörubifreiðar. Ætla má að langflestir hafi sótt námskeið til aksturs leigubíla, …
Meira
Birgir Ármannsson, fráfarandi forseti Alþingis, er gestur Dagmála í dag. Um sannkallaðan tímamótaþátt er að ræða, en þátturinn er sá 1.000. í röð þáttanna sem birtir hafa verið á hverjum virkum degi allt frá því að þeir hófu göngu sína í febrúar 2021
Meira
Upptökur fóru fram á Hótel KEA á Akureyri í gær þar sem rætt var við oddvita flokkanna sem bjóða fram í Norðausturkjördæmi. Útdráttur úr viðtölunum verður birtur í Morgunblaðinu á morgun, föstudag, og upptökur munu birtast í opinni dagskrá á mbl.is…
Meira
Fyrstu dagar nóvember voru þeir hlýjustu á öldinni á mestöllu landinu. Hæsti hiti sem getið er í þessari hitabylgju mældist á Ólafsfjarðarvegi við Sauðanes, 22,9 stig. Mikið verk beið starfsmanna Vegagerðarinnar þegar moka þurfti aurskriðum af veginum milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur í gær
Meira
Gert er ráð fyrir rösklega 500 millj. kr. afgangi af rekstri samstæðu Vestmannaeyjabæjar á næsta ári, skv. þeim drögum að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár sem rædd voru á dögunum í bæjarstjórn
Meira
Jákvæð þróun varð bæði í ávísunum og afgreiðslu á ópíóíðum á síðasta ári. Leystu færri út lyf í flokki ópíóíða á árinu 2023 en árið á undan. Einnig var um að ræða minnsta magn ópíóíða á síðasta ári, miðað við mannfjölda, sem afgreitt hefur verið frá upphafi skráningar í lyfjagagnagrunn
Meira
Sautján verkefni fengu úthlutun úr Styrktarsjóði geðheilbrigðis á þessu ári og fór afhending fram í gær á Nauthóli. Alls bárust 36 umsóknir um styrki upp á 95 milljónir króna, en sjóðurinn hafði 20 milljónir umleikis og því þurfti að takmarka valið
Meira
Landspítalinn hefur falið Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins umsýslu eignarhluta spítalans í sprotafélögum á sviði heilbrigðistækni. Um er að ræða 11 sprotafélög en gert er ráð fyrir að eignasafnið stækki í framtíðinni, segir í tilkynningu
Meira
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað beiðni um útlitsbreytingu á Sjávarútvegshúsinu sem stendur við Skúlagötu 4. Fyrir fund skipulagsfulltrúa var lögð fram beiðni Yrkis arkitekta ehf. um að fá að klæða bygginguna að utan með hvítri loftræstri ál- eða steinklæðningu
Meira
Birgir Ármannsson, þingforseti og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lætur senn af þingmennsku eftir rúma tvo áratugi í starfi. Birgir er gestur 1.000. þáttar Dagmála en í þættinum fer hann meðal annars yfir ferilinn og þingstörfin
Meira
Í tengslum við útgáfu ljósmyndabókarinnar Óla K. verður opnuð sýning á nokkrum verkum hans í dag, fimmtudag 14. nóvember, klukkan 17 á kaffihúsinu í Ásmundarsal. Þá mun Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og lektor við hönnunardeild Listaháskóla…
Meira
Donald Trump nýkjörinn Bandaríkjaforseti þakkaði Joe Biden sitjandi Bandaríkjaforseta fyrir að heita hnökralausum valdaskiptum þegar Trump tekur við embættinu í annað sinn í janúar. Trump gekk á fund Bidens í Hvíta húsinu í gær þar sem þeir tókust í hendur
Meira
Félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg munu standa heiðursvörð í útför Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar nk. mánudag en hann lést af slysförum við Tungufljót hinn 3. nóvember sl. Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ og var mjög virkur í starfinu
Meira
Áætlað er að 170 bein störf, auk fjölda afleiddra starfa, skapist verði magnesíumverksmiðja Njarðar Holding ehf. á Grundartanga að veruleika á næstu árum. Stefán Ás Ingvarsson forstjóri Njarðar segir í samtali við Morgunblaðið að Grundartangi sé…
Meira
Margir spennandi möguleikar til vaxtar og sóknar geta falist í því að stofna þjóðgarð í Ólafsdal við Gilsfjörð. Þetta segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, fulltrúi í sveitarstjórn Dalbyggðar, hvar tillögur um þjóðgarð verða nú teknar til umræðu
Meira
Mikið verk beið starfsmanna Vegagerðarinnar við birtingu í gærmorgun þegar moka þurfti aurskriðum af veginum til að opna fyrir umferð milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Raðir bíla voru langar báðum megin við skriðusvæðið, en hið minnsta þrjár skriður féllu úr Eyrarhlíð á þriðjudag
Meira
Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur beðist velvirðingar á ummælum sínum um konur í nafnlausum bloggfærslum fyrir 20 árum. „Vegna þess þá er rétt að ég játi skýrt að hafa skrifað og sagt…
Meira
Nýsköpun verður lykilþáttur í að skapa fjölbreyttari störf og auka verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Þetta segir í ályktun ársþings Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið var á dögunum. Þar er tiltekið mikilvægi þess að styðja við frumkvöðla og fyrirtæki sem nýta sjálfbærar lausnir
Meira
Athygli vekur hve hratt Samfylkingin hleypur þessa dagana frá þeim sjónarmiðum sem formaður hennar og frambjóðendur hafa kynnt til þessa um áformaðar tekjuskattshækkanir. Í hlaðvarpi í ágúst, áður en boðað var til kosninga, sagði Kristrún Frostadóttir formaður að litlu skattstofnarnir dygðu ekki til að stoppa upp í gatið sem útgjaldaáform flokksins sköpuðu. Hún sagði að horfa þyrfti til stóru skattstofnanna og nefndi tekjuskattinn sérstaklega í því sambandi.
Meira
Þau Sólrún Bragadóttir sópran og Jón Sigurðsson píanóleikari flytja aríur eftir J.S. Bach og F. Händel á hádegistónleikum sem fram fara í dag, fimmtudaginn 14. nóvember, í Fríkirkjunni við Tjörnina. Segir í tilkynningu að einnig flytji þau Ave…
Meira
Bassaleikarinn og tónskáldið Sigmar Þór Matthíasson gaf nýlega út sína þriðju sólóplötu sem ber heitið Uneven Equator, en Sigmar og hljómsveit koma fram á tvennum tónleikum í vikunni; í dag, fimmtudaginn 14
Meira
Það stendur mikið til í Reykjanesbæ, sem fagnar nú 30 ára afmæli. Þann 16. nóvember kl. 17 verða haldnir miklir galatónleikar í tilefni af afmælinu og er það Óperufélagið Norðuróp sem stendur fyrir þeim í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar…
Meira
Opnun sýningarinnar 100 fer fram í dag, fimmtudaginn 14. nóvember, klukkan 18 til 20 í Litla Gallerýi (LG), Strandgötu 19 í Hafnarfirði. Yfirskrift sýningarinnar vísar til eitthundraðasta sýningarviðburðar LG frá upphafi og segir í tilkynningu að…
Meira
Söngskóli Sigurðar Demetz stendur fyrir tónleikum fyrir vinafélaga skólans í kvöld, fimmtudaginn 14. nóvember, kl. 20. Segir í tilkynningu að tónleikarnir verði haldnir í sal skólans, Hljómbjörgu, á 2
Meira
Breski rithöfundurinn Samantha Harvey er handhafi Booker-verðlaunanna 2024, virtustu skáldsagnaverðlauna Bretlands. Segir á vef The Guardian að skáldsaga hennar, Orbital, hafi að einróma áliti dómnefndar verið valin sú besta en hún fjallar um sex…
Meira
Ég sótti viðburð í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum. Þar var fólk á öllum aldri en mun fleiri af yngri kynslóðinni. Þetta voru listamenn, tónlistarmenn og hönnuðir og langflestir áttu það sameiginlegt að vera í sama sniði af buxum; mjög síðum og afskaplega víðum
Meira
„Það var líf og fjör þegar Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, mætti í Bráðavaktina hjá Evu Ruzu og Hjálmari Erni. Gauti fór um víðan völl í viðtalinu og kynnti nýjustu afurðir sínar – þar á meðal ný spil sem hafa vakið…
Meira
Ráðstefna um stefnumótun í menningargeiranum, sem ber yfirskriftina RáðStefna, verður haldin í dag, fimmtudaginn 14. nóvember, í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Hefst dagskráin kl. 10 og lýkur um kl
Meira
Íslenskt handverk eins og hekl, prjón og útsaumur hefur einkennt verk Rósu Sigrúnar Jónsdóttur allt frá útskrift úr Listaháskóla Íslands árið 2001. Verk hennar hafa vakið athygli fyrir nýstárlega framsetningu handverksins sem á svo sterkar rætur í menningarheimi kvenna
Meira
Nýjasta kvikmynd Pedros Almódóvars, sem ber heitið The Room Next Door og skartar þeim Tildu Swinton og Julianne Moore í aðalhlutverkum, hefur verið tilnefnd sem besta myndin til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2024
Meira
Familier som vores, eða Fjölskyldur eins og okkar, nefnist ný sjö þátta sjónvarpssería sem hóf göngu sína á TV2 í Danmörku í seinasta mánuði við góðar viðtökur þar í landi
Meira
Segja má að mörg sveitarfélög hafi í gegnum hækkandi húsnæðisverð fengið nokkuð frítt spil í skattahækkunum á liðnum árum. Það á ekki við í Kópavogi.
Meira
Grundvallaratriði er að afkoma bænda verði traust. Ungum bændum þurfa að standa til boða, eins og öðrum landsmönnum, almennar aðgerðir í húsnæðismálum.
Meira
Stjórnvöld sviku öryrkja og ellilífeyrisþega í kjölfar hrunsins. Lífeyrir þeirra var skertur af hrunstjórninni til að uppfylla óskir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en því var lofað að þær skerðingar yrðu leiðréttar um leið og þjóðarskútan væri komin á lygnari sjó
Meira
Pétur Örn Jónsson, húsasmíðameistari á Akranesi, fæddist á Siglufirði 14. desember 1945. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 6. nóvember 2024. Foreldrar hans voru Jón Gunnlaugsson, f
MeiraKaupa minningabók
Ríkharður Jónsson frá Helgafelli í Mosfellsbæ var fæddur 10. september 1950. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 31. október 2024. Foreldrar hans voru Jón Sverrir Níelsson, f
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Jakob Arnórsson fæddist í Reykjavík 5. nóvember 1953. Hann lést á heimili sínu 1. nóvember 2024. Foreldrar hans voru Jónína Einþórsdóttir, f. 4. júlí 1924, d. 2. febrúar 1990, og Arnór Kristján Sigurðsson, f
MeiraKaupa minningabók
Stefán Einarsson fæddist 19. ágúst 1949 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 4. nóvember 2024. Faðir Stefáns var Einar Einarsson, f. 1. júní 1925, d. 14. ágúst 2014. Móðir Stefáns er Ólöf Stefánsdóttir, f
MeiraKaupa minningabók
Steinn Leó Sveinsson fæddist í Reykjavík 1. júlí 1957. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 30. október 2024. Foreldrar Steins voru Sveinn Steinsson, f. 8. sept. 1929, d. 21
MeiraKaupa minningabók
Unnur Long Thorarensen fæddist í Reykjavík 24. janúar 1936. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 3. nóvember 2024. Foreldrar hennar voru Þórir Long trésmiður, f. 2. júní 1907, d. 18. júní 1983, og Sigurlín Unnur Ármann Sigurðardóttir Long, f
MeiraKaupa minningabók
Þorsteinn Hörður Sigurðsson fæddist 23. ágúst 1950 í Reykjavík. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi 4. nóvember 2024. Foreldrar hans voru Sigurður Steindórsson, f. 29. júní 1918, d. 8
MeiraKaupa minningabók
Mjög fátt bendir til þess að Alþingi afgreiði umdeild frumvörp fráfarandi ríkisstjórnar um stjórnun fiskveiða og eldisgreinar og er óljóst hvort verður af þeim breytingum sem boðaðar voru eftir kosningar
Meira
Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Arnarlaxi, hélt erindi í síðustu viku á Sjávarútvegsráðstefnunni, þar sem hún fór yfir hvernig laxaafurðir eru sendar til viðskiptavina. „Mikil vinna hjá eldisfyrirtækjum fer í að…
Meira
Tilvonandi 47. forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur tilkynnt að hann hafi skipað tvo milljarðamæringa í nýtt embætti. Það eru þeir Elon Musk og Vivek Ramaswamy sem munu saman leiða nýjan arm stjórnar Trumps, nokkurs konar hagræðingarráðuneyti (e
Meira
Þetta gerðist eiginlega óvart að ég las svona margar bækur, en í byrjun þessa árs uppgötvaði ég ótrúlega margar bækur sem mig langaði til að lesa, svo ég fór að háma í mig hverja bókina á fætur annarri,“ segir Herdís Arna Úlfarsdóttir, 15 ára…
Meira
Stefán Jónsson er á meðal eftirminnilegra persóna sem koma fyrir í minningabók Steingríms J. Sigfússonar af Fólki og flakki. Þar rifjar hann upp ferð um kjördæmið með Stefáni, þar sem gekk á með sögum og gamanmálum daginn langan
Meira
Petrea Ingibjörg Jónsdóttir fæddist 14. nóvember 1949 á Grund á Akranesi, og ólst þar upp og að hluta til í Reykjavík. „Ég bjó í Leicester á Englandi 1969-1975 þar sem eiginmaður minn var við nám í textíltæknifræði
Meira
Blendingurinn Bear, golden retriever- og husky-blanda, bjargaði lífi eiganda síns, Darrens Croppers, er hann fékk alvarlegt hjartaáfall. Bear vakti eiginkonu Darrens, Janice, með því að stökkva á hana og ýlfra í eyrað
Meira
KópavogurEygló Svala Sóleyjardóttir fæddist 1. apríl 2024 kl. 12.52 á Landspítalanum. Hún var 3.052 g og 48 cm að lengd. Móðir hennar er Sóley Ósk Eyjólfsdóttir.
Meira
Birgir Ármannsson, fráfarandi forseti Alþingis, er gestur Andreu Sigurðardóttur í Dagmálum í dag. Birgir stendur á tímamótum en hann tók þá ákvörðun fyrir skemmstu að láta af þingmennsku eftir hátt í 22 ár á þingi.
Meira
60 ára Svanur er Breiðhyltingur og býr þar. Hann er bakarameistari að mennt og matsveinn og er þjónustustjóri hjá Bako Verslunartækni. Hann er að setja á laggirnar eigið fyrirtæki, Myrkvun.is sem selur myrkvunargardínur
Meira
Bakvörður dagsins fékk bestu fréttir ársins á dögunum þegar honum var tjáð að hann væri á leiðinni til Spánar að fylgja íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í nóvember. Spánn í nóvember hljómar mun betur en Ísland í nóvember
Meira
Körfuboltamaðurinn Justin Roberts er genginn til liðs við Hött á Egilsstöðum. Justin, sem er 26 ára gamall bakvörður, hefur meðal annars leikið sem atvinnumaður í Norður-Makedóníu og Sviss eftir að hann lauk námi við Georgia State-háskólann í Bandaríkjunum
Meira
Knattspyrnumarkvörðurinn Vera Varis er gengin til liðs við Stjörnuna og mun leika með liðinu í Bestu deildinni á komandi keppnistímabili. Vera, sem er þrítug, hefur leikið með Keflavík í Bestu deildinni undanfarin tvö tímabil
Meira
Knattspyrnudeild ÍA hefur verið sektuð um 75.000 krónur af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna viðtals Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, við mbl.is eftir tap ÍA gegn Víkingi úr Reykjavík í 26
Meira
Bandaríski körfuboltamaðurinn Ty-Shon Alexander er genginn til liðs við Keflavík. Alexander, sem er 26 ára gamall, er 191 sentimetri á hæð. Hann var í leikmannahópi Phoenix Suns í NBA-deildinni tímabilið 2020-21, en Phoenix fór þá alla leið í…
Meira
Knattspyrnukonan Guðný Árnadóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu þegar liðið mætir Danmörku í vináttulandsleik á Pinatar á Spáni 2. desember. Þetta tilkynnti hún í samtali við fótbolta.net en Guðný, sem er 24 ára gömul, er að glíma við meiðsli
Meira
Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í knattspyrnu, gekk í raðir gríska stórliðsins Panathinaikos frá Midtjylland í Danmörku síðasta sumar. Varnarmaðurinn kann afar vel við sig í Grikklandi en hann var í tæp fimm ár hjá PAOK þar í landi áður en hann skipti til Midtjylland
Meira
Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, tilkynnti 18 manna leikmannahóp sinn sem tekur þátt á EM 2024, sem fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss frá 28. nóvember til 15
Meira
Eins og margir þekkja hefjast Paralympics skömmu eftir Ólympíuleika en þessi tvö risamót hafa nú um allnokkra hríð verið haldin saman sem eitt risaíþróttaverkefni og það allra stærsta í heiminum fjórða hvert ár
Meira
Gleðin endurspeglaðist í andlitum rúmlega 100 barna með fötlun á grunnskólaaldri sem þátt tóku í Allir með leikunum á laugardag. Leikarnir tókust ótrúlega vel enda tilganginum náð; að þátttakendur njóti þess að taka þátt í viðburðinum og hlakki til að taka þátt í þeim næsta
Meira
Heimsleikar Special Olympics fóru fram í Berlín í Þýskalandi í júní 2023 en heimsleikar SOI eru haldnir fjórða hvert ár, sumar- og vetrarleikar. Sú regla gildir við val keppenda frá Íslandi að aðildarfélög fá að tilnefna iðkendur sem hafa mætt vel,…
Meira
Árið 1974 voru fyrstu íþróttafélög fatlaðra á Íslandi stofnuð en þau eru Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) og Akur á Akureyri. Félögin urðu til eftir margháttaðan undirbúning sérstakrar undirbúningsnefndar á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands
Meira
Í apríl 2023 var undirrituð viljayfirlýsing Special Olympics í Evrópu, menntamálaráðuneytis og Special Olympics á Íslandi sem tengist því markmiði Special Olympics-samtakanna að stuðla að aukinni inngildingu og eftirfylgni samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra
Meira
Special Olympics á Íslandi er í samstarfi við heilsuleikskólann Skógarás á Ásbrú við innleiðingu verkefnis sem byggist á snemmtækri íhlutun í hreyfifærni. Verkefnið er alþjóðlegt verkefni á vegum Special Olympics-samtakanna og markmiðið að koma á fót markvissri hreyfiþjálfun ungra barna
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.