Greinar laugardaginn 16. nóvember 2024

Fréttir

16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 791 orð | 3 myndir

„Þjóðin drakk í sig fréttirnar“

„Ekki grunaði mig þegar ég skrifaði stutta frétt í Morgunblaðið 22. nóvember 1974 um dularfullt mannshvarf í Keflavík að það væri upphafið að þekktasta sakamáli Íslandssögunnar. Þetta var eindálka frétt með fyrirsögninni „Manns saknað í… Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Afi sendir Kennarasambandinu reikning vegna tekjutaps

Ólafur Hauksson, almannatengill hjá Proforma og afi tveggja ára barns í leikskóla, hefur sent Kennarasambandi Íslands reikning vegna tekjutaps af völdum verkfalls kennara á leikskólum Seltjarnarness Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 904 orð | 2 myndir

Alltaf má draga lærdóm af slysum

Á alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa, sem er á morgun, 17. nóvember, er sjónum beint að þeirri hættu sem stafar af því að ökumenn sofni undir stýri. Rannsóknir sýna að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferð og áherslumálið því sjálfgefið Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Ágæt rjúpnaveiði þegar gefið hefur

Veðrið hefur ekki verið rjúpnaveiðimönnum hliðhollt undanfarið og hefur tíðin sett svip á rjúpnavertíðina. Lítill snjór hefur verið víðast hvar á landinu sem verður til þess að rjúpan er hátt í fjöllum og gjarnan mjög dreifð Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Á því fólki hef ég litlar mætur

„Í mínum huga var þetta mál ekkert annað en hneyksli frá upphafi til enda. Gert var samsæri á Alþingi sem ákveðnir menn í Samfylkingunni voru á bak við um að hagræða atkvæðum til að ég einn yrði ákærður,“ segir Geir H Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 977 orð | 5 myndir

„Erum nánast enn á sama stað“

Næsta þriðjudagskvöld verður liðin hálf öld frá því að Geirfinnur Einarsson, 32 ára gamall fjölskyldumaður, yfirgaf heimili sitt í Keflavík í síðasta sinn. Þriðjudagskvöldið 19. nóvember árið 1974 sagðist hann eiga stefnumót við Hafnarbúðina í Keflavík en hvarf sporlaust Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Borgarstjóri kveðst hugsi yfir ráðherra

„Við erum enn að vinna úr athugasemdum íbúanna. Það er skýrt að tillögurnar munu breytast, fyrstu hugmyndir um hátt í 500 íbúðir eru að taka breytingum og sú tala mun lækka eftir athugasemdir íbúa,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri… Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Dagný kemur vel til greina fyrir EM

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrnukonan reynda sem leikur með West Ham, komi vel til greina fyrir EM næsta sumar þótt hún sé ekki í landsliðshópnum sem hann tilkynnti í gær Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Ekki er talin þörf á frestun

Ekki þarf að koma til þess að dregið verði úr framkvæmdum við nýjan Landspítala á næsta ári, hvað þá að framkvæmdum verði frestað að sögn Ásgeirs Margeirssonar, formanns stýrihóps um framkvæmdir við Landspítala, um tillögu meirihluta fjárlaganefndar um 2,5 milljarða kr Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 285 orð | 3 myndir

Erindið alltaf skýrt

Minningu og ævistarfi sr. Karls heitins Sigurbjörnssonar biskups verða gerð skil við guðsþjónustu í Kópavogskirkju á morgun, sunnudaginn 17. nóvember. Þar mun sr. Þorvaldur Karl Helgason, náinn samstarfsmaður Karls til áratuga, prédika og þjóna fyrir altari ásamt sr Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Evrópusambandsaðild á döfinni í nýrri ríkisstjórn?

Evrópusambandsaðild kann að komast á dagskrá á komandi kjörtímabili. Líkt og sjá má að ofan hafa Samfylkingin og Viðreisn samanlagt um 44% fylgi og fengju 31 þingmann. Báðir eru flokkarnir hlynntir aðild að Evrópusambandinu (ESB), þótt hvorugur hafi sett það á oddinn að undanförnu Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 198 orð

Fundu erfðabreytileika sem verndar gegn astma

Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu hafa fundið sjaldgæfan erfðabreytileika í STAT6-geninu sem getur veitt vernd gegn astma. Samkvæmt rannsóknum eru arfberar erfðabreytileikans 73% ólíklegri til að fá alvarlegan astma en þeir sem hafa hann ekki Meira
16. nóvember 2024 | Fréttaskýringar | 603 orð | 2 myndir

Fyrstu lotu borgarlínu á að ljúka 2031

Vegagerðin og Verkefnastofa borgarlínu hafa lagt fram ítarlega umhverfismatsskýrslu um fyrstu lotu borgarlínunnar sem jafnframt er stærsta lotan. Hún er um 15 km löng og liggur milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi Meira
16. nóvember 2024 | Erlendar fréttir | 696 orð | 1 mynd

Gerðu harða loftárás á Ódessu

Kona féll og tíu aðrir særðust í fyrrinótt þegar Rússar gerðu eina af stærstu loftárásum sínum til þessa á hafnarborgina Ódessu. Beittu Rússar bæði drónum og eldflaugum í árásinni, og skemmdust íbúðarhús, kirkjur og skólar í árásinni, auk þess sem hitaveita borgarinnar var verulega löskuð eftir hana Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 533 orð | 1 mynd

GPT-4o styður fjölbreytni íslenskunnar

„Þetta er hugmynd sem kviknaði í samtölum starfsmanna Miðeindar í sumar,“ segir Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðar­fyrirtækisins Miðeindar, en fyrirtækið var að hleypa af stokkunum samheitaorðabókarvefnum samheiti.is þar sem notendur… Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Hálf öld liðin frá hvarfi Geirfinns

Næsta þriðjudagskvöld verður hálf öld liðin frá því að Geirfinnur Einarsson hvarf í Keflavík. Þá sögu þekkja flestir landsmenn enda varð mannshvarfið að frægasta sakamáli Íslands á lýðveldis­tímanum Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 464 orð | 1 mynd

Herða eftirlitið á landamærunum

Hert landamærastefna var kynnt eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær, en með aðgerðum á landamærunum er ætlunin að takast á við aukna umferð um þau og draga úr skipulagðri brotastarfsemi. Er ætlunin að veita meiri viðspyrnu við skipulagðri… Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 302 orð | 2 myndir

Höfuðstöðvarnar í Tónahvarfi risnar

Valgeir Tómasson, formaður Hjálparsveitar skáta í Kópavogi (HSSK), segir áformað að flytja inn í nýjar höfuðstöðvar sveitarinnar í Tónahvarfi 8 í kringum páskana. Framkvæmdir við höfuðstöðvarnar eru langt komnar og er nýbúið að malbika planið fyrir framan og aftan húsið sem er undir Vatnsendahæð Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Illviðri gekk yfir landið

Norðvestan illviðri gekk yfir landið í gær og voru gular og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi um allt land. Mesta vonskuveðrið var á norðan- og austanverðu landinu og verða veðurviðvaranir í gildi fram yfir hádegi Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Jólasveinar snemma á ferðinni í Hafnarfirði

Jólaþorpið í Hafnarfirði var opnað með hátíðlegri dagskrá á Thorsplani í gær. Ljósin á Cuxhaven-jólatrénu voru tendruð, Karlakórinn Þrestir og Lúðrasveit Hafnarfjarðar skemmtu gestum og boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Keilir selur jóla­dagatöl fyrir Ljósið

Lionsklúbburinn Keilir í Vogum á Vatnsleysuströnd hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum til að styðja við starfsemi Ljóssins með því að selja súkkulaðidagatöl fyrir þessi jól. Ágóði af sölunni mun renna til Ljóssins og Krabbameinsfélags Íslands Meira
16. nóvember 2024 | Erlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Kennedy í heilbrigðismálin

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í fyrrakvöld að hann hygðist útnefna Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni. Tilkynningin vakti nokkra athygli, þar sem Kennedy hefur m.a Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 282 orð | 3 myndir

Krónan byggir á Hvolsvelli

Krónan og Yrkir, fasteignafélag Festi, eru nú í viðræðum við sveitarstjórn Rangárþing eystra um að hefja á næstu misserum byggingu verslunarhúss á Hvolsvelli. „Mikill uppgangur hefur verið á Hvolsvelli undanfarin ár, íbúum hefur fjölgað og… Meira
16. nóvember 2024 | Fréttaskýringar | 366 orð | 3 myndir

Köngulóin fór á 2,8 milljarða króna

Myndlistarkaupstefnan Art Basel Paris fór fram á dögunum í Grand Palais-sýningarhöllinni glæsilegu í miðborg Parísar og var mikið um dýrðir. Þetta er í þriðja skiptið sem kaupstefnan fer fram í borginni Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Lítið þokast í verkfallsdeilu

Enginn formlegur samningafundur hefur verið haldinn í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga undanfarna 14 daga. Formenn samninganefnda hittust á miðvikudag og fimmtudag og í gær funduðu samninganefndir sitt í hvoru lagi Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 33 orð

María Guðrúnar

Misritun var í frétt um nýráðna presta í fimmtudagsblaðinu. Nýr prestur í Reykholti heitir María Guðrúnar Ágústsdóttir. Auk fjögurra dætra á María einnig son, Kolbein, og eitt barnabarn. Beðiðst er velvirðingar á mistökunum. Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 462 orð | 2 myndir

Nettó bætir við sig á Selfossi

Framboð á verslunarhúsnæði á Selfossi eykst til muna. Nettó verður opnað í bráð í um þúsund fermetra húsnæði við Eyraveginn, þar sem Húsasmiðjan var áður. Starfsmenn eru á fullu að raða í hillurnar enda stefnt að opnun í lok mánaðarins Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Of langt gengið gagnvart friðhelgi

Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gagnrýnir fyrirhugaða lagabreytingu sem heimilar tollgæslunni að leita í innrituðum farangri farþega og áhafnar að viðkomandi fjarstöddum ef það leiðir til óhóflegra tafa eða erfiðleika að hann sé viðstaddur Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 520 orð

Rukkaðir fyrir tíma sem þeir sóttu ekki

Fyrrverandi nemanda við Flugakademíu Keilis brá í brún er krafa barst í vikunni frá þrotabúi skólans upp á 2,4 milljónir króna fyrir tíma sem aldrei voru sóttir, vegna gjaldþrotsins. „Fyrst hélt ég að þetta væri bara einhver villa, þetta hlyti … Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Sjö sóttu um embætti nefndarmanns

Sjö sóttu um embætti nefnd­ar­manns í kær­u­nefnd út­lend­inga­mála sem dóms­málaráðuneytið aug­lýsti fyr­ir skömmu. Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, lög­fræðing­ur og alþing­ismaður Pírata, Edu­ar­do Canozo Fontt, ráðgjafi í… Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Styrkja nýtt niðurtröppunarverkefni

Heilbrigðisráðuneytið styrkir nýtt niðurtröppunarverkefni fyrir þá sem vilja hætta eða draga úr notkun ávanabindandi lyfja. Verk­efnið byrjaði í febrúar á þessu ári og búið er að opna móttöku í Efstaleiti Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 141 orð

Svikaalda skellur á Íslendingum

Svikaalda sem tengist rafmyntum herjar núna á Íslendinga sem aldrei fyrr. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikunum á samfélagsmiðlum sínum. Lögregla segir fjölmörg fjársvikamál hafa komið upp þar sem landsmenn eru blekktir í síma eða… Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Tilboð opnuð í viðgerð leikskóla

Opnuð hafa verið tilboð í lagfæringar og endurbætur á húsnæði leikskólans Brákarborgar að Kleppsvegi 150-152. Fjögur tilboð bárust. Það lægsta var frá Ístaki, krónur 223.208.968. Var það 113% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 197,5 milljónir Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 783 orð | 2 myndir

Treystir fólkinu betur en ríkinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist treysta almenningi á Íslandi betur fyrir ríflega 100 milljarða eignarhlut í Íslandsbanka en ríkisvaldinu. Flokkur hans hefur lagt til að hluturinn, sem er 42,5% af heildarhlutafé bankans, renni í jöfnum hlutum til allra íslenskra ríkisborgara Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Tryggingagjaldið ekki lagt jafnt á alla

Sigmar Vilhjálmsson formaður Atvinnufjelagsins segir tryggingagjaldið sem hið opinbera leggur á fyrirtæki ekki hlutlausan skatt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Atvinnufjelagsins, þar sem fjallað er um tryggingagjaldið, sem nemur 6,35% og atvinnurekendur greiða af launum starfsmanna Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 104 orð | 2 myndir

Tveir listamenn bætist við á heiðurslaunalista

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að listamennirnir Einar Hákonarson listmálari og útskurðarmeistarinn Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, Sigga á Grund, bætist við á lista þeirra sem njóta heiðurslauna listamanna samkvæmt ákvörðun Alþingis Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Verktökum í nýrri byggingu Icelandair boðið í kaffi

„Við ætlum að vera flutt inn fyrir jól, og hefjum flutningana í byrjun desember,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair, en nýtt skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins á Flugvöllum í Vallahverfi Hafnarfjarðar er á lokametrunum Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Viðreisn gæti valið stjórn

Viðreisn er í talsverðri sókn og mögulega í oddastöðu við myndun ríkisstjórnar verði kosningaúrslit í einhverju samræmi við nýja könnun Prósents fyrir Morgunblaðið. Miðað við niðurstöðurnar gæti Viðreisn bæði myndað stjórn til vinstri og til hægri Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Viðreisn upp að hlið Samfylkingar

Viðreisn sækir mjög í sig veðrið og er komin fast upp að hlið Samfylkingar í fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið. Viðreisn er með 21,5% en Samfylking með 22,4%. Sá munur er ekki tölfræðilega marktækur Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 379 orð | 2 myndir

Vætan skilaði sér í lónin

Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta skerðingum á raforku til stórnotenda á norður- og austurhluta landsins til áramóta. Ástæðan er batnandi staða miðlunarlóna eftir hlýindin og úrkomuna undanfarið, sem leitt hefur til þess að niðurdráttur hefur… Meira
16. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Þjóðin tendrar lesljósin

Mikið verður um dýrðir á Bókahátíð útgefenda í Hörpu um helgina. Nýjustu bækurnar verða til sölu og sýnis og boðið upp á upplestra alls 107 rithöfunda og þýðenda. Heitt verður á könnunni og föndurverkstæði fyrir börnin Meira

Ritstjórnargreinar

16. nóvember 2024 | Staksteinar | 199 orð | 2 myndir

Hvernig væri að koma hreint fram?

Ef marka má skoðanakannanir eru töluverðar líkur á að flokkar sem vilja aðild Íslands að Evrópusambandinu geti myndað meirihluta á þingi á næsta kjörtímabili, að minnsta kosti með því að næla sér í eitt hjálpardekk eða tvö undir vagninn Meira
16. nóvember 2024 | Leiðarar | 756 orð

Óli K.

Í nýrri bók fær fólk að kynnast Ólafi K. Magnússyni sem kallaður hefur verið ljósmyndari þjóðarinnar Meira
16. nóvember 2024 | Reykjavíkurbréf | 1185 orð | 1 mynd

Svarið fauk með vindinum sagði söngfuglinn

Þótt meirihluti kjörmanna skipti máli að lögum er það sannfærandi að fá samanlagt meirihluta atkvæða í landinu. En þessi „bónus“ bættist nú við hjá Trump sem viðbót við sigra hans í einstökum ríkjum. Meira

Menning

16. nóvember 2024 | Menningarlíf | 231 orð | 1 mynd

55% þjóðarinnar lesa 30 mínútur á dag

Þjóðin les eða hlustar að meðaltali á 2,6 bækur á mánuði, samanborið við 2,4 bækur í fyrra. 55% þjóðarinnar verja 30 mínútum eða meira í lestur á dag en 15% verja engum tíma í að lesa eða hlusta á bækur Meira
16. nóvember 2024 | Menningarlíf | 54 orð | 1 mynd

Andrea Fanney í Listasafni Sigurjóns

Andrea Fanney klæðskerameistari og textílhönnuður sýnir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar en sýningin er hluti af röð stuttra sýninga undir yfirskriftinni Prjónavetur í Lista­safni Sigur­jóns. Þar verður ljósi varpað á prjóna­hönn­un og stöðu ís­lensks prjóna­iðn­að­ar Meira
16. nóvember 2024 | Menningarlíf | 89 orð | 1 mynd

Daría Sól mun stýra Sequences 2025

Myndlistartvíæringurinn Sequences fer fram í tólfta sinn dagana 10.-20. október 2025. Daría Sól Andrews mun skapa listræna umgjörð hátíðarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu. Daría er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri en árið 2024 vann hún… Meira
16. nóvember 2024 | Leiklist | 984 orð | 2 myndir

Farið yfir lækinn eftir vatni

Borgarleikhúsið Tóm hamingja ★★★★· Eftir Arnór Björnsson, Ásgrím Gunnarsson og Óla Gunnar Gunnarsson. Leikstjórn og dramatúrgía: Björk Jakobsdóttir. Leikmynd: Svanhvít Thea Árnadóttir. Búningar: Sara Sól Sigurðardóttir. Lýsing: Freyr Vilhjálmsson. Hljóð: Máni Svavarsson. Tónlist: Jónas Sigurðsson. Leikarar: Arnór Björnsson, Ásgrímur Gunnarsson, Benedikt Karl Gröndal, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Óli Gunnar Gunnarsson, Steinunn Arinbjarnardóttir og Vigdís Halla Birgisdóttir. Gaflaraleikhúsið frumsýndi á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu föstudaginn 25. október 2024, en rýnt í 3. sýningu á sama stað fimmtudaginn 31. október 2024. Meira
16. nóvember 2024 | Menningarlíf | 39 orð | 1 mynd

Flytja íslenska tónlist í tilefni dagsins

Nemendur tónlistardeildar Listaháskóla Íslands flytja íslenska tónlist í Hallgrímskirkju í dag, 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu. Í tilkynningu segir að á dagskrá séu einleiksverk á orgel, þekkt íslensk sönglög og kórverk Meira
16. nóvember 2024 | Tónlist | 579 orð | 3 myndir

Heilsar okkur sólin skær

Hér er diskófönk, ég fæ ABBA-tilfinningu og hugsa og til Geimsteins Rúna heitins Júl, eitthvað sem yljar höfundinum efalaust. Meira
16. nóvember 2024 | Menningarlíf | 1580 orð | 5 myndir

Hvert handrit eins og manneskja

Sýningin Heimur í orðum verður opnuð í Eddu – húsi íslenskunnar í dag, laugardaginn 16. nóvember, kl. 14 á degi íslenskrar tungu. Þar gefst fólki kostur á að sjá íslensku handritin sem geyma ómetanlegan menningararf okkar Íslendinga og þar má… Meira
16. nóvember 2024 | Menningarlíf | 56 orð | 1 mynd

Í rósrauðum bjarma í Marshallhúsinu

Í rósrauðum bjarma eða In Watermelon Sugar nefnist sýning sem Auður Lóa Guðnadóttir opnar í Marshallhúsinu í dag, laugardag, kl. 15-17. Í fréttatilkynningu kemur fram að Auður Lóa, sem útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2015, … Meira
16. nóvember 2024 | Menningarlíf | 79 orð | 1 mynd

Kammerveisla Camerarctica og Hnúkaþeys

Camerarctica og Hnúkaþeyr flytja oktett eftir Franz Schubert á tónleikum í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Með tónleikunum fagna kammerhóparnir tveir áratugalögum starfsafmælum sínum. Flytjendur eru Ármann Helgason klarinettuleikari,… Meira
16. nóvember 2024 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

Kannar ferðalag steingervings

Sýningin Sending, með verkum eftir Fritz Hendrik IV, var opnuð í gær í Listval galleríi. Á sýningunni er ferðalag steingervings sem var keyptur á eBay kannað, að því er segir í tilkynningu Meira
16. nóvember 2024 | Menningarlíf | 65 orð | 1 mynd

Kveðja Kristínar í Portfolio galleríi

Kveðja nefnist sýning sem Kristín Gunnlaugsdóttir opnar í Portfolio galleríi í dag kl. 16. Á sýningunni sýnir hún útsaumsverk í dökkum römmum, einfaldar línuteikningar sem eru bæði fígúratífar og abstrakt Meira
16. nóvember 2024 | Kvikmyndir | 891 orð | 2 myndir

Skrímsli verður til

Smárabíó og Bíó Paradís The Apprentice / Lærlingurinn ★★★★½ Leikstjórn: Ali Abbasi. Handrit: Gabriel Sherman. Aðalleikarar: Sebastian Stan, Jeremy Strong, Martin Donovan og Maria Bakalova. Kanada, Danmörk, Írland og Bandaríkin, 2024. 122 mín. Meira
16. nóvember 2024 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Tónleikar fyrir forvitna krakka

Strengjafjölskyldan er yfirskrift fjölskyldutónleika sem tónlistarhópurinn Cauda Collective heldur í Hannesarholti á morgun klukkan 11. Á tónleikunum fá „ungir tónleikagestir að kynnast hljóðfærum strengjafjölskyldunnar í gegnum skemmtilegar sögur og tónlist frá ýmsum tímabilum Meira
16. nóvember 2024 | Menningarlíf | 136 orð | 1 mynd

Tónlist, tækni og vísindi

Tónlistarhátíðin ErkiTíð fagnar 30 ára afmæli og verður meginþema hátíðarinnar í ár „kynslóðir“. Hún fer fram fer fram um helgina, 16.-17. nóvember, í Listasafni Reykjavíkur. „Af tilefni 80 ára afmælis lýðveldis Íslands verða… Meira
16. nóvember 2024 | Fjölmiðlar | 221 orð | 1 mynd

Önnur serían betri en sú fyrsta

Eftir því sem árin líða kann ég alltaf betur að meta íslenskt sjónvarpsefni. Þá er ég aðallega að tala um íslenskar spennuþáttaraðir. Ég horfði á fyrstu seríu af Svörtu söndum og fílaði þá þætti mjög vel Meira

Umræðan

16. nóvember 2024 | Pistlar | 581 orð | 4 myndir

Bjössi kallinn

Keppnismenn þurfa oft að fara langar leiðir á áfangastað og þá er ekki ónýtt að finna einhverja dægrastyttingu á leiðinni frá A til B. Greinarhöfundur hefur víða þvælst um dagana en það var ekki fyrr en um síðustu aldamót sem ég tók þátt í… Meira
16. nóvember 2024 | Aðsent efni | 592 orð | 1 mynd

Enn á ný er gerð atlaga að sjálfstæðismönnum

Er fréttastofa Vísis einfaldlega útibú frá RÚV og er þá einhver ástæða til að vera áskrifandi að Stöð 2? Meira
16. nóvember 2024 | Aðsent efni | 683 orð | 2 myndir

Gerum íslenskan sjávarútveg markaðsdrifinn

Markaðsdrifin nálgun og nýting gagna getur aukið verðmæti íslensks sjávarútvegs, tryggt vöxt og stuðlað að samfélagslegri sátt. Meira
16. nóvember 2024 | Pistlar | 843 orð

Handritin, Snorri og Jónas

Á degi íslenskrar tungu 2024 er vert að vekja athygli á því að það eru ekki aðeins aldagömul handrit sem lifa með okkur í nýjum samtímabúningi. Þetta á einnig við um yngri verk. Meira
16. nóvember 2024 | Pistlar | 481 orð | 2 myndir

Hvenær kemur sami dagur?

Í dag er afmæli Jónasar Hallgrímssonar fagnað með nýrri handritasýningu í Eddu. Í vikunni var hátíðarfyrirlestur á sama stað í minningu Árna Magnússonar sem fæddist hinn 13. nóvember 1663, árið eftir erfðahyllinguna þegar þess var enn langt að bíða… Meira
16. nóvember 2024 | Aðsent efni | 493 orð | 1 mynd

Lágvaxinn hangandi ávöxtur

Það er mikilsvert hagsmunamál fyrir almenning, stofnanir og fyrirtæki að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltingu. Meira
16. nóvember 2024 | Aðsent efni | 498 orð | 1 mynd

Mannval í Suðurkjördæmi

Nú er fárra kosta völ hér á Suðurlandi varðandi það hvað skal kjósa. Meira
16. nóvember 2024 | Aðsent efni | 432 orð | 1 mynd

Minnkum skerðingar

Tryggjum að eldri borgarar geti lifað áhyggjulausu og virku lífi. Meira
16. nóvember 2024 | Pistlar | 444 orð | 1 mynd

Okkar Mona Lisa

Á mánudaginn voru fyrstu handritin flutt úr Árnagarði, sem verið hefur heimili þeirra síðan 1971, í Eddu þar sem þeirra bíður varanlegt heimili. Meðal handrita sem flutt voru í Eddu var Konungsbók eddukvæða, stærsta framlag Íslands til heimsmenningarinnar Meira
16. nóvember 2024 | Aðsent efni | 102 orð | 1 mynd

RÚV-óráðsían

Hvernig er eiginlega rekstur RÚV á umliðnum árum og áratugum? Lítum á staðreyndir: 1. Beinn styrkur frá þjóðinni – allar kennitölur, líka hjá fyrirtækjum, sem hlusta auðvitað aldrei á útvarp – er nú um 5,7 milljarðar á ári Meira
16. nóvember 2024 | Aðsent efni | 749 orð | 1 mynd

Skattpíning og önnur árátta

Samfylkingin vill leggja á auðlindagjald og veita „pólitíska leiðsögn“ um val á viðskiptavinum. Þannig vill flokkurinn ná tökum á markaðnum. Meira
16. nóvember 2024 | Aðsent efni | 464 orð | 1 mynd

Sókn og sigrar samvinnuhugsjónarinnar

Öfgar frá hægri og vinstri eru ekki raunverulegar lausnir til framtíðar. Meira
16. nóvember 2024 | Aðsent efni | 242 orð

Upphaf kvótakerfisins

Almenna bókafélagið gaf 7. nóvember 2024 út bókina Fish, Wealth, and Welfare: Selected Scientific Papers, Fiskur, fé og farsæld: Valdar vísindaritgerðir, eftir dr. Ragnar Árnason, prófessor emeritus í fiskihagfræði í Háskóla Íslands Meira

Minningargreinar

16. nóvember 2024 | Minningargreinar | 710 orð | 1 mynd

Bjarney Guðlaug Valdimarsdóttir

Bjarney Guðlaug Valdimarsdóttir fæddist 7. ágúst 1949 í Reykjavík. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans Hringbraut 30. október 2024. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Guðmundsdóttir, f. 12.4 Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2024 | Minningargreinar | 740 orð | 1 mynd

Hildigunnur Ólafsdóttir

Hildigunnur Ólafsdóttir fæddist 25. janúar 1945. Hún lést 20. október 2024. Hildigunnur var jarðsungin 15. nóvember 2024. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2024 | Minningargreinar | 1696 orð | 1 mynd

Huginn Óskarsson

Huginn Óskarsson fæddist í Hamborg í Þýskalandi 11. júlí 1993. Hann lést 24. október 2024. Foreldrar hans eru Oddný Huginsdóttir og Óskar Sigmundsson, forstjóri og eigandi Maróss GmbH, bæði frá Vestmannaeyjum Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2024 | Minningargreinar | 1247 orð | 1 mynd

Ingibjörg St. Valdimarsdóttir

Ingibjörg Steinunn Valdimarsdóttir fæddist í Vatnsfjarðarseli í Reykjafjarðarhreppi 5. mars 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði 2. nóvember 2024. Foreldrar hennar voru Björg Þórðardóttir frá Kaldrananesi í Strandasýslu, f Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2024 | Minningargreinar | 352 orð | 1 mynd

Jórunn Alexandersdóttir

Jórunn Alexandersdóttir fæddist 6. nóvember 1935. Hún lést 13. október 2024. Útför Jórunnar fór fram 24. október 2024. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2024 | Minningargreinar | 1491 orð | 1 mynd

Sæmundur Sigursveinn Sigurbjörnsson og Þorbjörg Eyhildur Gísladóttir

Sæmundur Sigursveinn Sigurbjörnsson fæddist á Þröm í Staðarhreppi í Skagafirði 21. júlí 1936 en ólst upp á Grófargili. Hann lést 26. október 2024. Sæmundur var sonur hjónanna Jónönnu Jónsdóttur, f. 23 Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2024 | Minningargreinar | 833 orð | 1 mynd

Þórstína Harpa Kristjánsdóttir

Þórstína Harpa Kristjánsdóttir fæddist á Seyðisfirði 21. september 1967. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum 5. nóvember 2024. Foreldrar hennar voru Kristján Eyjólfsson, f. 24. apríl 1926, d Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

16. nóvember 2024 | Viðskiptafréttir | 271 orð | 1 mynd

Ísland er á ágætum stað

Ísland situr í 19. sæti á lista yfir stafræna samkeppnishæfni (e. digital competitiveness). Það er IMD-háskólinn í Lausanne sem gefur út listann en Ísland hækkar þó milli ára. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins,… Meira
16. nóvember 2024 | Viðskiptafréttir | 174 orð | 1 mynd

Nýjum höfuðstöðvum fagnað

Ræstingarfyrirtækið Hreint bauð viðskiptavinum og velunnurum í heimsókn á dögunum til að fagna nýjum höfuðstöðvum í Vesturvör 11. Um leið nýtti fyrirtækið tækifærið og fagnaði 40 ára afmæli sínu, sem var á síðasta ári Meira

Daglegt líf

16. nóvember 2024 | Daglegt líf | 835 orð | 5 myndir

Við erum hundleiðar á hógværðinni

Við komum af svipuðum slóðum og sprettum upp úr sama grunni. Við erum báðar af þingeyskum ættum og fengum svipað uppeldi, erum aldar upp af norðlenskum mæðrum sem voru fæddar fyrripart síðustu aldar og voru mjög fornar í sér,“ segja þær… Meira

Fastir þættir

16. nóvember 2024 | Í dag | 59 orð

Að detta eða falla milli skips og bryggju sést stundum í bókstaflegri…

detta eða falla milli skips og bryggju sést stundum í bókstaflegri merkingu, um slysfarir. Annars að fara forgörðum eða gleymast, líkt og það að falla eða detta milli þils og veggjar Meira
16. nóvember 2024 | Í dag | 263 orð | 1 mynd

Arnar Yngvason

60 ára Arnar ólst upp í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð en býr á Akureyri. Hann er leikskólakennari að mennt og vann við það í 20 ár, lengst af á Iðavelli á Aureyri. Hann er núna umsjónarmaður Glerárkirkju og Lögmannshlíðarkirkju Meira
16. nóvember 2024 | Í dag | 754 orð | 3 myndir

Áhugamálin breyttust öll í vinnu

Vigdís Hafliðadóttir fæddist 17. nóvember 1994 og verður því þrítug á morgun. Hún fæddist í Reykjavík en fjölskyldan flutti fljótlega til Akureyrar þar sem Vigdís bjó fyrstu þrjú ár ævi sinnar. Því næst lá leiðin til Gautaborgar í Svíþjóð Meira
16. nóvember 2024 | Í dag | 292 orð

Á höfði er kona með hyrnu

Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi og var svohljóðandi: Hátt á kvenna höfði er, hentugt mjólkurílát var, efst í fjalli unir sér, algengt kýr- og fjárnafn hér Meira
16. nóvember 2024 | Árnað heilla | 167 orð | 1 mynd

Guðjón Jónsson

Guðjón Jónsson fæddist 17. nóvember 1924 á Ökrum á Akranesi. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 1884, d. 1964, og Jón Hallgrímsson, f. 1904, d. 1940. Guðjón lauk sveinsprófi í rennismíði árið 1947 og starfaði hjá Vélsmiðjunni Héðni þar… Meira
16. nóvember 2024 | Í dag | 200 orð

Gæfunnar freistað N-NS

Norður ♠ K72 ♥ Á5 ♦ ÁG32 ♣ Á432 Vestur ♠ ÁD9863 ♥ 108632 ♦ 6 ♣ 6 Austur ♠ G10 ♥ KDG974 ♦ 109 ♣ D98 Suður ♠ 54 ♥ – ♦ KD8754 ♣ KG1075 Suður spilar 6♦ Meira
16. nóvember 2024 | Í dag | 1400 orð | 1 mynd

Messur

AKRANESKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Æðruleysismessa kl. 20. Vitnisburður frá AA-félaga. Tónlistarkonan GDRN syngur nokkur af sínum lögum ásamt stúlkum úr Kór Grundaskóla, kórstjóri er Lilja Margrét Riedel Meira
16. nóvember 2024 | Í dag | 163 orð | 1 mynd

Skák

1. Rf3 d5 2. e3 Rf6 3. c4 e6 4. b3 Be7 5. Bb2 0-0 6. Be2 b6 7. 0-0 Bb7 8. d4 Rbd7 9. Rbd2 c5 10. Hc1 Hc8 11. He1 He8 12. Dc2 h6 13. Bd3 Dc7 14. Db1 Db8 15. cxd5 Rxd5 16. Da1 Bf8 17. Bb5 Hed8 18. Bxd7 Hxd7 19 Meira
16. nóvember 2024 | Dagbók | 91 orð | 1 mynd

Tekur við keflinu af Tom Cruise

John Krasinski hlaut nýverið titilinn „Sexiest Man Alive“, en margir telja Glen Powell hafa átt hann skilið. Glen hefur nú svarað orðrómi um að hann sé á leið að taka við af Tom Cruise, sem er að verða 62 ára, í „Mission Impossible“-seríunni Meira

Íþróttir

16. nóvember 2024 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Framlengdi við Gummersbach

Guðjón Valur Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan samning sem þjálfari þýska handknattleiksliðsins Gummersbach en hann hefur þjálfað liðið frá árinu 2020. Þessi samningur tekur gildi næsta sumar og er til tveggja ára, eða til sumarsins 2027 Meira
16. nóvember 2024 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Kristófer Sigurgeirsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs…

Kristófer Sigurgeirsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu og mun hann aðstoða Árna Frey Guðnason með liðið. Fylkir hafnaði í 12. og neðsta sæti Bestu deildarinnar í haust og leikur í 1 Meira
16. nóvember 2024 | Íþróttir | 219 orð | 1 mynd

Portúgal og Spánn í útsláttarkeppnina

Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis fyrir Portúgal þegar liðið vann stórsigur gegn Póllandi, 5:1, í 1. riðli A-deildar Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í Porto í gær. Í hinum leik riðilsins vann Skotland 1:0-sigur gegn Króatíu í Glasgow Meira
16. nóvember 2024 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Rifti samningnum í Kópavogi

Knattspyrnumaðurinn Damir Muminovic hefur rift samningi sínum við Íslandsmeistara Breiðabliks. Þetta kom fram á heimasíðu KSÍ, Knattspyrnusambands Íslands. Fyrr í vikunni bárust fréttir af því Damir væri á leið til DPMM í Brúnei en liðið leikur í úrvalsdeildinni í Singapúr Meira
16. nóvember 2024 | Íþróttir | 445 orð | 2 myndir

Sterkur hópur til Spánar

Fjórir leikmenn koma á nýjan leik inn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir vináttulandsleiki kvennalandsliðs Íslands gegn Kanada og Danmörku sem fram fara í Murcia á Spáni 29. nóvember og 2 Meira
16. nóvember 2024 | Íþróttir | 267 orð | 1 mynd

Tindastóll á toppinn og fyrstu stig ÍR-inga

ÍR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gær þegar liðið heimsótti Njarðvík í 7. umferð deildarinnar í Njarðvík en leiknum lauk með fimm stiga sigri ÍR, 101:96. ÍR fer með sigrinum úr 12 Meira
16. nóvember 2024 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Útrunnið atvinnuleyfi

Atvinnuleyfi Jamils Abiads, þjálfari kvennaliðs Vals í körfuknattleik og aðstoðarþjálfari karlaliðsins, er útrunnið. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Jamil var fjarri góðu gamni þegar Valsmenn unnu sjö stiga sigur á KR, 101:94, í 7 Meira
16. nóvember 2024 | Íþróttir | 150 orð | 1 mynd

Valsmenn í þriðja sætið eftir stórsigur

Úlfar Páll Monsi Þórðarson var markahæstur hjá Val þegar liðið tók á móti HK í úrvalsdeild karla í handknattleik á Hlíðarenda í gær. Leiknum lauk með stórsigri Vals, 33:23, en Úlfar Páll gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk í leiknum Meira
16. nóvember 2024 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Verður ekki áfram á Ísafirði

Ibrahima Baldé, senegalski knattspyrnumaðurinn sem hefur leikið með Vestra undanfarin tvö ár, hefur ákveðið að yfirgefa félagið eftir að samningar náðust ekki á milli hans og Vestra. Þetta tilkynnti hann í samtali við Morgunblaðið en Baldé, sem er… Meira
16. nóvember 2024 | Íþróttir | 821 orð | 2 myndir

Viljum búa til úrslitaleik

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því svartfellska í Þjóðadeildinni í Niksic, 50 kílómetra norður af höfuðborginni Podgorica, klukkan 17 í dag. Leikurinn átti að fara fram í Podgorica en völlurinn var ekki í nógu góðu standi að mati… Meira

Sunnudagsblað

16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 848 orð | 3 myndir

Allir karlar logandi hræddir

Ágætur vinnufélagi dró mig til hliðar á dögunum, grafalvarlegur á svipinn. Almáttugur, hugsaði ég með mér. Nú er einhver dáinn, eða er hann að fara að skamma mig fyrir eitthvað sem ég hef sett í blaðið? En, nei Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 53 orð

Bangsímon og Grislingur hlakka mikið til jólanna. Grislingur er duglegur…

Bangsímon og Grislingur hlakka mikið til jólanna. Grislingur er duglegur að skreyta heimili sitt til að undirbúa hátíðina, en hann er hræddur um að jólasveinninn hafi of mikið að gera til að muna eftir sér Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 67 orð | 1 mynd

Bara einn draumur útistandandi

Virðing Chuck Billy, oddviti Flóaþrassbandsins Testament, hefur lifað langan dag í málmi; svo langan að hann á aðeins eitt eftir – að túra með Metallica. Þetta upplýsir hann í samtali við hlaðvarpið Scars and Guitars Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 4294 orð | 3 myndir

Bar skylda til að segja mína hlið

Þetta var mjög erfitt og á vissan hátt ennþá sársaukafullt að rifja þetta upp … en þessi áföll gerðu okkur þrjú sem eftir stóðum mjög náin og samhent. Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 177 orð | 1 mynd

Blessun í stað drykkjuskapar

„Sunnudaginn 5. nóv. kl. 5 síðdegis, skeði sá atburður í íslensku þjóðlífi, sem jeg aldrei hefi áður þekt,“ sagði H. nokkur R. í Morgunblaðinu árið 1944. Og hvað í ósköpunum hafði gerst? Jú, íbúðarhús, sem nýlega hafði verið reist í… Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 148 orð | 2 myndir

Bróðir minn er eineltir!

Gítarleikarinn Michael Schenker kveðst ekki hafa fengið boð um að koma fram á 60 ára afmælistónleikum Scorpions í Hannover næsta sumar en hann átti aðild að þýska rokkbandinu í tvígang á sjöunda og áttunda áratugnum Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 1194 orð | 2 myndir

Fantasíur og hrollvekjur

Fleiri og fleiri taka fantasíuna í sátt og geta sökkt sér ofan í svona sögur án þess að finnast þær ótrúverðugar. Nördaáhugamál, svokölluð, eru ekki á jaðrinum lengur. Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 811 orð | 1 mynd

Fegurðin í hversdagsleikanum

En þegar maður leggur sig eftir því að hlusta og leggur samtalið á minnið sér maður hvað fólk er gáfað, fallegt og stundum dálítið skrýtið. Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 120 orð

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa Dulmál og var rétt svar Brúnn…

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa Dulmál og var rétt svar Brúnn bleikur banani. Dregið var úr réttum lausnum og fá hinir heppnu bókina Inside out – Litríkar tilfinningar í verðlaun. Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 471 orð | 2 myndir

Hugleiðingar um náttúruna

Náttúran er klár og kom sér upp sínum eigin stærðfræðiformúlum. Seinna fór maðurinn að reikna og nýta sér þetta í byggingarlist. Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 616 orð | 1 mynd

Hvað sem er fyrir atkvæðið

Vitneskjan um að stjórnmálamenn séu nánast til í hvað sem er til að ná í atkvæði er ekki beinlínis til þess að efla traust á þeim. Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 350 orð | 6 myndir

Hægt væri að gera mynd í anda Forrest Gump

Ég hef verið í veikindaleyfi í tvær vikur. Fór í saklausa aðgerð sem fól í sér talsvert inngrip. Verkefnin hafa því verið að horfa á sjónvarp, hlusta á bækur, prjóna og fara í göngutúra um Kársnesið Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 108 orð | 1 mynd

Látnir hafa orðið

Jól Um þessar mundir eru 40 ár liðin frá því að hið vinsæla jólalag Do They Know It's Christmas kom fyrst út. Af því tilefni verður gefin út ný útgáfa af laginu, þar sem við sögu koma ýmsir af þeim söngvurum sem komið hafa að því að hljóðrita það gegnum tíðina Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 987 orð | 3 myndir

Magnþrungin innsetning

The Brotherhood eftir listamanninn Woody Vasulka er sýnt í Berg Contemporary á Klapparstíg 16 og nýjum margmiðlunarsal Bergs á Smiðjustíg 10 en innangengt er á milli salanna. Heildarverkið The Brotherhood er magnþrungin innsetning sem upphaflega samanstóð af sex sjálfstæðum einingum Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 410 orð

Netið gleymir aldrei-dagurinn

Svei mér ef Eiki gamli Hauks er ekki að fá draum sinn uppfylltan: „Ég vild' að alla daga væru jóóóól!“ Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 931 orð | 2 myndir

Njósnir og netið gerist grýla

Þess var minnst í byrjun vikunnar að eitt ár er liðið frá því að öllum Grindvíkingum var gert að rýma bæinn sinn. Af því tilefni var kveikt á listaverkinu Ljósi vonar sem endurspeglar bjartsýni og seiglu Grindvíkinga. Donald Trump, verðandi forseti… Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 328 orð | 1 mynd

Rólegt og myndrænt

Getur þú lýst þinni tónlist með orðum? Tónlistin mín er mjög róleg og myndræn. Ég reyni alltaf að lýsa landslagi eða ímynduðum sögum í nútíð og fortíð. Hvað veitir þér innblástur? Það er bara þetta samtal við hversdaginn sem veitir mér mestan innblástur Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 224 orð

Sigga: „Af hverju fljúga fuglarnir suður á veturna?“ Pabbi: „Af því að það…

Sigga: „Af hverju fljúga fuglarnir suður á veturna?“ Pabbi: „Af því að það er of langt að labba.“ „Vá,“ gólaði eldflugustrákurinn glaður, „þessi skvísa þarna er alveg rosaleg!“ og flaug beinustu leið í áttina að 100 vatta peru Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 120 orð | 1 mynd

Synti óvart frá Suðurskautslandi til Ástralíu

Keisaramörgæs að nafni Gus hefur vakið athygli eftir að hafa synt ótrúlega 3.540 km frá Suðurskautslandinu til Ástralíu. Gus, sem er karlkyns, fannst vannærður nálægt bænum Denmark í Vestur-Ástralíu, um 400 km suður af Perth Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 103 orð | 1 mynd

Söngvamynd um kynskipti

Kyn Konur bera uppi nýjustu kvikmynd franska leikstjórans Jacques Audiard sem nefnist Emilia Pérez. Zoe Saldaña er sögð fara mikinn sem lögmaður sem tekur að sér að hjálpa mexíkóskum gangster, sem Karla Sofía Gascón leikur, að skipta um kyn og hefja nýtt líf sem téð Emilia Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 4280 orð | 7 myndir

Úkraína klofin

Eftir því sem ég kemst næst eru langflestir Úkraínumenn þeirrar hyggju að vopnahlé við víglínuna eins og hún er nú myndi ekki binda enda á stríðið, heldur yrði aðeins stundarfriður. Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 81 orð | 1 mynd

Verða á túr á fertugsafmælinu

Afmæli Þýska sprettmálmbandið sívinsæla Helloween hyggst halda upp á fertugsafmæli sitt með pomp og prakt á næsta ári. Kunngjört var á dögunum að lagt yrði upp í mikla afmælistónleikareisu haustið 2025, þar sem öllu yrði tjaldað til Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 1507 orð | 1 mynd

Við Hörður rífumst ekki mikið

Ég er þögull sem gröfin um örlög hans. Þau eru nokkuð sem við Hörður vitum og enginn annar fær að vita. Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 520 orð | 1 mynd

Viktoría, Kristján fjórði og Einar borgarstjóri

En nú spyr ég borgarstjórann beint: Hvernig væri að láta gamla arfleifð, sem byggist á því að gefa útvöldum veiðileyfi á landsmenn, sigla sinn sjó …? Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 3156 orð | 13 myndir

Þar sem sagan gerðist

Hann fer út á hverjum degi, því það þurfti að setja myndir í blaðið óháð því sem var í fréttum. Þannig er í myndum hans eins konar þjóðarpúls sem er tekinn dag eftir dag sem mér finnst einstakt. Meira
16. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 677 orð | 3 myndir

Þjóðsögur í myndlist

Í þjóðsögunum er einnig svo margt sammannlegt sem höfðar til allra: hugrekki, náttúran, himingeimurinn og töfrar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.