Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með haustdagskrá sína með tónleikum miðvikudaginn 27. nóvember kl. 20 á Björtuloftum í Hörpu. Á tónleikunum kemur fram bassaleikarinn Freysteinn Gíslason ásamt kvartetti sínum
Meira
Kjaraviðræður halda áfram í dag, annars vegar í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga og hins vegar í kjaradeilu Læknafélags Íslands og ríkisins, en fundað verður í báðum deilum í Karphúsinu klukkan níu
Meira
Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Sævari Frey Þráinssyni forstjóra Orkuveitunnar var „bjargað“ út úr „brennandi húsi“ í gær. Uppákoman var hluti af árlegu eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem stendur nú yfir
Meira
Einn flokkur félli af þingi og annar kæmi nýr inn ef úrslit alþingiskosninga yrðu í takt við skoðanakannanir Prósents fyrir Morgunblaðið síðustu vikur, svo þá yrðu átta flokkar á Alþingi. Í blaðinu í dag má sjá úthlutun þingsæta í kjördæmi og…
Meira
„Eruð þið með sögur af kennurum við skólann sem gætu komið í minni næstu bók um verstu kennara í heimi?“ spurði breski rithöfundurinn og grínistinn David Walliams er hann mætti óvænt í Áslandsskóla í Hafnarfirði í gær og ræddi þar við nemendur og kennara
Meira
Jack Smith, sérstakur saksóknari í málaferlum bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegn Donald Trump, óskaði í gærkvöldi eftir því að málaferlum ráðuneytisins gegn Trump vegna óeirðanna 6. janúar 2021 yrði vísað frá dómi, en samkvæmt stjórnarskrá…
Meira
Athugasemd sem Dagur B. Eggertsson lét falla á Facebook á sunnudag gæti dregið dilk á eftir sér, jafnvel ákæru. Þar hvatti hann alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til þess að strika sig út af lista, en hann er í framboði fyrir Samfylkinguna
Meira
Meinadýravarnir Reykjavíkurborgar hyggjast hætta að sinna útköllum vegna músa hjá almenningi en halda áfram að sinna starfsstöðvum borgarinnar. Þá munu Meindýravarnir áfram sjá um eyðingu á rottum og minkum
Meira
Ákæruvaldið í máli Gisele Pelicot fer fram á 20 ára fangelsi yfir eiginmanni hennar, Dominique Pelicot. Er honum gert að sök að hafa ítrekað, á árunum 2011 til 2020, byrlað konu sinni ólyfjan og leyft tugum ókunnugra manna að nauðga henni
Meira
Tónleikarnir Jólajazz verða í Salnum í Kópavogi nk. föstudag, 29. nóvember, og á Sviðinu á Selfossi sunnudaginn 1. desember og hefjast þeir klukkan 20. Á fyrri tónleikunum frumflytja Jazzkonur og Bogomil Font (Sigtryggur Baldursson) lagið „Hæ…
Meira
Sveitarstjórn Norðurþings mun í fyrstu viku desember nk. taka afstöðu til umsóknar Íslandsþara ehf. um lóð fyrir starfsemi fyrirtækisins á hafnarsvæðinu á Húsavík. Umsóknin var tekin fyrir í skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings fyrr í þessum…
Meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann einn sinn besta sigur frá upphafi er það sigraði gríðarlega sterkt lið Ítalíu á útivelli, 81:74, í fjórðu umferð undankeppni EM í Reggio Emilia í gærkvöldi
Meira
Geir Ólafsson þarf varla að kynna fyrir landsmönnum. Hann er þjóðþekktur söngvari og tónlistarmaður sem hefur farið ótroðnar slóðir, bæði í tónlistarbransanum og lífinu sjálfu. Líkt og frægt er orðið gaf Geir Færeyingum jólalagið Jólamavurinn í…
Meira
Á sunnudag munu línur hafa skýrst um það hvernig stjórnmálaflokkarnir koma út úr kosningabaráttunni sem nær hámarki í þessari viku. Þá um kvöldið efna Morgunblaðið og mbl.is til uppgjörsumræðu undir merkjum Spursmála, þess umræðuvettvangs sem mesta athygli hefur vakið í aðdraganda kosninganna nú
Meira
Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ segir að sambandið sé afar þakklátt Norðmanninum Åge Hareide fyrir starf hans sem þjálfara karlalandsliðsins undanfarna 19 mánuði en Hareide tilkynnti KSÍ í gær að hann myndi draga sig í hlé
Meira
Stefnt er að því að halda áfram leit að skipsflökum á hafsbotni í Reykjarfirði á Ströndum næsta sumar, segir Héðinn Ásbjörnsson, formaður Baskasetursins í Djúpavík. Baskar veiddu hvali við Íslandsstrendur fyrr á öldum eins og margir vita en samkvæmt …
Meira
Sænskur 15 ára gamall drengur var á laugardag handtekinn á Eyrarsundsbrúnni milli Danmerkur og Svíþjóðar í tengslum við hefbundið landamæraeftirlit. Drengurinn, sem var í dönskum leigubíl á leiðinni til Malmö, reyndist vera með fjölda vopna í fórum sínum
Meira
„Margar sundlaugar í dag eru ekki hannaðar fyrir keppni og jafnvel ekki hægt að æfa í þeim heldur,“ segir Ingibjörg Helga Arnardóttir, framkvæmdastjóri Sundsambands Íslands (SSÍ), en á dögunum birti SSÍ þarfagreiningu fyrir sundlaugar…
Meira
Að ofan gefur að líta hvernig þing myndi skipast ef niðurstöður alþingiskosninga um helgina verða í samræmi við niðurstöður skoðanakannana Prósents fyrir Morgunblaðið að undanförnu. Þar að baki liggur ekki ný könnun, heldur var brugðið á það ráð að…
Meira
Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki hefur fallist á endurgreiðslukröfu manns sem varð fyrir því að kortaveski hans var stolið á lestarstöð í Póllandi. Á næsta hálftímanum tókst þjófunum að taka samtals rúmlega 266 þúsund krónur út af greiðslukortum hans í fimmtán greiðslum
Meira
Óvænt úrslit urðu í forsetakosningum í Rúmeníu á sunnudag en þjóðernissinnaður frambjóðandi sem sagður er hliðhollur Rússum og rak kosningabaráttu sína aðallega á samfélagsmiðlinum TikTok fékk flest atkvæði
Meira
Saffran er eitt dýrasta krydd heims en það hefur lengi verið notað til að krydda mat og sem litarefni. Það er mikil og erfið vinna að tína saffran en það er gert í höndunum og uppskerutíminn er skammur, aðeins um mánuður frá miðjum október til miðs nóvember
Meira
Nýr kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið hefur verið samþykktur í atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan fór fram dagana 20. til 25. nóvember. Á kjörskrá voru 2.870, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengið höfðu laun samkvæmt kjarasamningi félagsins við ríkið
Meira
Þróun gervigreindar hefur tekið stórstígum framförum á undanförnum árum, sérstaklega með tilkomu stórra mállíkana og sprenging hefur orðið í magni endurnýtanlegra gagna á internetinu, sem er forsenda þess að hægt sé að þjálfa flókin líkön
Meira
Í undirbúningi er stofnun gagnavísinda- og gervigreindarseturs við Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í umsögn sérfræðinga í gagnavísindum og gervigreind við verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ um drög að aðgerðaáætlun um gervigreind, sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnti nýlega
Meira
Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar kannast ekki við og finnur ekki í gögnum sínum að Vegagerðin hafi ekki svarað fyrirspurn Ístaks um ósk fyrirtækisins um að breyta forvalsteymi þegar í ljós kom að fjármögnun Ölfusárbrúar var ekki lengur valkvæð heldur skylda
Meira
„Við finnum enga ósvaraða fyrirspurn í okkar útboðskerfi. Auk þess finnum við enga fyrirspurn um það hvort Ístak geti boðið í verkið undir hatti annars fyrirtækis,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar um ummæli Karls…
Meira
Tæknifyrirtækið Stika Solutions, sem framleiðir m.a. hátækniflokkunarbúnaðinn snjallsorp, horfir nú bæði til Norðurlandanna og nýrra markaða innanlands og erlendis fyrir vöruna. Eins og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu hefur lausnin verið…
Meira
Litlar breytingar hafa orðið á gosvirkni í eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni. Að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er nyrsti gígurinn virkur en að öllum líkindum er slokknað í syðsta gígnum og gígum á miðju gossprungunnar
Meira
Týr Viðskiptablaðsins telur einsýnt að Samfylking og Viðreisn ætli að mynda stjórn eftir kosningar, og eins og einn af oddvitum Viðreisnar hefur upplýst er þetta draumur þess flokks, að viðbættum Pírötum
Meira
Í vændum eru kosningar og margt bendir til að úrslitin verði söguleg. Það getur verið erfitt að henda reiður á því hver munurinn er á flokkum og frambjóðendum. Á mbl.is er að finna viðtöl við forystumenn flokka í framboði og sömuleiðis viðtöl við…
Meira
Fræðirit Hannes Pétursson Um skáldskap eftir Jónas Hallgrímsson ★★★★★ Fagurskinna, 2024. Innb., 407 bls., myndir, skrár.
Meira
Scarlet Red, Royal Blue nefnist sýning sem Katrín Agnes Klar hefur opnað í Y gallery. Samkvæmt upplýsingum frá sýningarstað vinnur Katrín sem fyrr með „litaduft sem efnivið
Meira
Bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson gaf nýverið út þriðju sólóplötu sína og nefnist sú Uneven Equator, sem í íslenskri þýðingu væri líklega Ójafn miðbaugur. Mun platan vera rökrétt en þó sjálfstætt framhald af hans síðustu plötu, Meridian…
Meira
Steinunn Bergsteinsdóttir opnaði um helgina sýningu sína Kvika / Magma í Hannesarholti. „Uppistaðan í sýningunni eru krosssaumsverk í stramma sem hún saumar beint án þess að teikna fyrst sem leiðir hana í alls konar fantasíur og verkin verða…
Meira
Stórátak þarf í byggingu húsnæðis og auka þannig framboð til að mæta gríðarlegri eftirspurn og binda enda á húsnæðisskort vegna mikillar fólksfjölgunar.
Meira
Samtalið við kjósendur er það skemmtilegasta við stjórnmálin. Komandi kosningar skipta miklu máli fyrir næstu fjögur ár. Kannanir helgarinnar sýna að Framsókn á á brattann að sækja. Við frambjóðendur flokksins finnum hins vegar fyrir mjög hlýjum…
Meira
Það segir sig sjálft að risavaxin útgjöld úr ríkissjóði, sem höggva nærri því að nema um 500 milljörðum, hafa haft veruleg áhrif á ríkisfjármálin.
Meira
Erla Þorsteinsdóttir fæddist 8. ágúst 1945. Hún lést 24. september 2024. Foreldrar hennar voru Hrefna Gunnarsdóttir, f. 6. jan. 1917, d. 8. apr. 2004, og Þorsteinn Gíslason, f. 27. nóv. 1908, d. 12. feb
MeiraKaupa minningabók
Guðjón Jóhannes Hafliðason fæddist á Akranesi 21. ágúst 1938. Hann lést á heimili sínu 14. nóvember 2024. Foreldrar hans voru hjónin Hafliði Páll Stefánsson, f. 8. október 1904, d. 7. júní 1963, og Anna Sigríður Guðmundsdóttir, f
MeiraKaupa minningabók
Hekla fæddist í Reykjavík 2. júní 2003. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans í Reykjavík 12. nóvember 2024. Foreldrar Heklu eru Hrafnhildur Brynjólfsdóttir frá Hvammstanga, f. 5.6. 1970, og Hrafn Margeirsson frá Mælifellsá, f
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Aðalsteinsdóttir fæddist 7. júní 1926 á Neðri-Brunná í Dalasýslu. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 11. nóvember 2024. Foreldrar hennar voru Aðalsteinn Jakobsson, f. 1891, d. 1976, og Lilja Magnúsdóttir, f
MeiraKaupa minningabók
Jóhannes B. Thorberg, Bússi, var fæddur 10. júlí 1966 í Jamaica New York. Hann lést 1. nóvember 2024. Bússi var sonur Flemmings Thorberg, f. 29. jan. 1933, d. 7. ágúst 1976, og Gerðar Thorberg, f. 21
MeiraKaupa minningabók
Þingkosningar á Írlandi verða haldnar á föstudaginn nk. og hefur kosningabaráttan snúist að miklu leyti um hvernig flokkarnir hyggjast eyða 14 milljörðum evra (um 2 þúsund milljarðar ISK) sem evrópskur dómstóll dæmdi bandaríska tæknirisann Apple til …
Meira
Samtök atvinnulífsins (SA) kynntu til sögunnar reiknivél sem sýnir áhrif breytinga á tekjuskattskerfinu á tekjur hins opinbera, með þeim skilaboðum að hófleg skattheimta sé undirstaða velferðar framtíðarinnar og lykilatriði næstu ríkisstjórnar sé að nýta skattfé með góðum hætti
Meira
Brynjar Karlsson fæddist 26. nóvember 1964 í Reykjavík en ólst upp á Tjarnarstíg 13 á Seltjarnarnesi, langyngstur sex systkina. Hann gekk í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. Hann bar út Morgunblaðið á æskuslóðum sínum frá átta til tólf ára aldurs, oftast á leiðinni í skólann
Meira
Að kippa þýðir oftast að taka snöggt í, rykkja. E-m kippir til e-s: e-r fer að hneigjast til e-s. „Ekki hafði hann verið lengi í embætti þegar honum fór að kippa til þess að sýna hroka.“ Honum kippir í kynið er sagt um það ef e-r líkist…
Meira
Það er gleðiefni að fá kveðju frá séra Hjálmari Jónssyni með bundnu máli: „Vatnsdælingar skipuðu fulltrúa í áfengisvarnanefnd Austur-Húnavatnssýslu skv. sveitarstjórnarlögum. Þeir völdu frænda minn í Forsæludal, sem kunni til vissra verka
Meira
40 ára Bókaútgefandinn og bóksalinn Anna Lea fæddist í Reykjavík en ólst upp í Svíþjóð. Eftir heimkomu flutti hún í Kópavog og býr þar enn. Anna Lea stundaði nám í íslensku og íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands og sinnti þar aðstoðarkennslu
Meira
Eva Ruza fór yfir nokkur af frægustu (meintu) framhjáhöldunum í Hollywood í Stjörnufréttum á K100. Sidney Sweeney og Glen Powell léku saman í Anyone but Youog sýndu slíka kemistríu að samband Glens við Gigi Paris endaði skyndilega
Meira
Handknattleiksmaðurinn Arnór Snær Óskarsson er kominn til norska meistaraliðsins Kolstad. Hann kemur til félagsins frá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi og gerir samning út sumarið 2026. Arnór hittir fyrir bróður sinn, Benedikt Gunnar Óskarsson, hjá…
Meira
Í fyrsta og vonandi í síðasta sinn þarf karlalandslið Íslands í fótbolta að leika mikilvægan heimaleik á útivelli þegar það mætir Kósóvó í umspili Þjóðadeildar í mars. Það hlaut að koma að þessu og í raun slapp KSÍ fyrir horn með þetta fyrr á þessu…
Meira
Valur og FH ljúka í kvöld keppni í Evrópudeild karla í handknattleik en þá er leikin sjötta og síðasta umferð riðlakeppninnar. Bæði liðin eru með tvö stig úr fimm leikjum og komast ekki áfram en Valsmenn gætu náð þriðja sæti síns riðils, takist þeim að vinna Porto á útivelli í Portúgal í kvöld
Meira
„Ég er ofboðslega stolt af því að vera á leið á mitt fjórða mót. Ég er stolt af sjálfri mér og stolt af liðinu að vera komið aftur inn í þessa stórmótalúppu. Nú reynir á að halda sér inni á komandi stórmótum, að detta ekki út eins og við…
Meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann einn sinn besta sigur frá upphafi er það gerði sér lítið fyrir og sigraði Ítalíu á útivelli, 81:74, í fjórðu umferð í undankeppni Evrópumótsins í Reggio Emilia í gærkvöldi
Meira
Åge Hareide er hættur störfum sem þjálfari karlalandsliðs Íslands en Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti síðdegis í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum að eigin frumkvæði. Samningur hans átti að renna út á laugardaginn kemur, 30
Meira
Vinicius Junior, ein af stjörnum spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla. Vinicius meiddist í sigri Real á Leganes, 3:0, á sunnudag. Hann mun missa af erfiðum útileikjum Real Madrid gegn Liverpool og…
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.