Greinar fimmtudaginn 28. nóvember 2024

Fréttir

28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 270 orð | 2 myndir

211 milljón rúmmetrar af kviku í eldgosunum

Magn kviku sem komið hefur upp úr eldgosunum á Sundhnúkagígaröðinni síðan í desember 2023 er 211 milljón rúmmetrar. Það er eins og staðan var síðastliðinn laugardag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 105 orð

70% skipaðra skiptastjóra karlar

Á undanförnum tíu árum hafa skipaðir skiptastjórar skv. lögum um gjaldþrotaskipti verið karlar í um 70% tilvika. 761 lögmaður var skipaður skiptastjóri í samtals 12.213 málum. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur til… Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 363 orð | 1 mynd

Aldrei fleirum vísað brott en í ár

Aldrei hefur fleiri verið vísað frá á landamærum á Keflavíkurflugvelli en í ár, en alls hefur 752 einstaklingum verið vísað brott það sem af er þessu ári. Þá sitja 14 útlendingar í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á fíkniefnum Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Allt klárt fyrir kappræðurnar

Sviðsmenn höfðu í nógu að snúast í Hádegismóum í gær við að búa sal Morgunblaðsins undir kappræður allra leiðtoga framboða á landsvísu, sem fram fara í dag. Kappræðurnar verða sýndar í beinu streymi á mbl.is í dag og hefjast klukkan 14.00 Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 65 orð

Ásthildur tekur líklega við keflinu

Líklegt er að Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og oddviti hans í Suðurkjördæmi, verði næsti starfandi forseti Alþingis. Núverandi þingmenn missa umboð sitt á kjördag, laugardaginn 30 Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 1885 orð | 5 myndir

Bakaraþríeykið er komið í jólaskap

Öll eru þau listræn og hæfileikarík á sínu sviði og eiga sínar uppáhaldsjólakökur sem þeim finnst ómissandi að bjóða upp á um hátíðirnar. Jólin ekki stórhátíð í Arabaríkinu Axel er líka lærður konditor og hefur starfað sem slíkur Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

„Eins og við höfum alltaf verið þarna“

„Þetta er helvíti stórt stökk en við gátum fært allt á einn stað. Hér verður eitt móðurskip með góðri aðstöðu fyrir alla,“ segir Kormákur Geirharðsson kaupmaður. Miklar vendingar verða í verslunarrekstri miðborgarinnar á næstu dögum… Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 545 orð | 3 myndir

„Það breytir öllu að finna sinn hóp“

„Fræðsluvika Hugarafls varð til því við fengum styrk úr lýðheilsusjóði frá landlækni sem við sóttum um í fyrra,“ segir Ninna Karla Katrínar, markaðs- og verkefnastjóri Hugarafls. „Við ákváðum að eyrnamerkja styrkinn ungmennunum okkar og halda fræðsluviku Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 1190 orð | 2 myndir

Björguðu brytanum á blankskónum

„Björgunarsveitastarfið er gefandi og alltaf ánægjulegt að geta lagt lið,“ segir Eggert Stefánsson, liðsmaður Björgunarfélags Ísafjarðar. Í meira en fjörutíu ár hefur hann verið í framvarðasveit félagsins sem í harðbýlli náttúrunni vestra hefur mikilvægt hlutverk Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Boðar umskipti í rekstri bæjarins

„Við erum gríðarlega sátt við þessa áætlun. Nú þurfum við bara að halda áfram og byggja ofan á það góða starf sem hefur verið unnið,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi Meira
28. nóvember 2024 | Fréttaskýringar | 1245 orð | 3 myndir

Borgarlínan langt á eftir áætlun

Nokkur þúsund íbúðir hafa komið á markað á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum sem byggðar eru í hverfum sem borgarlínan á að þjóna. Hins vegar hafa orðið miklar tafir á uppbyggingu borgarlínu og alls óvíst hvenær hún verður fullgerð Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 91 orð | 2 myndir

Einar töframaður sýnir kirkjur sínar

Einar Mikael Sverrisson, töframaður og þúsundþjalasmiður, verður með sýningu á Patreksfirði um helgina á kirkjunum sem hann hefur smíðað með aðstoð þrívíddarprentara. Sýningin verður í sýningarsal Fjölvals á Patreksfirði, frítt inn og opin öllum Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Evrópumót kvenna hefst í dag

Evrópumót kvenna í handbolta hefst í dag í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss og Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik sínum í Innsbruck á morgun. Ísland er þar í geysisterkum riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 603 orð | 1 mynd

Fá alltaf tilkynningar um verðhækkanir

„Enn á ný er runninn upp þessi kaupgleðileikur þar sem neytendur eru hvattir til að versla eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna um kaupæði landans á svörtum föstudegi Meira
28. nóvember 2024 | Erlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Fico þiggur boð Pútíns til Moskvu

Robert Fico forsætisráðherra Slóvakíu tilkynnti á Facebook í gær að hann hefði þegið boð Vladímírs Pútíns forseta Rússlands um að vera viðstaddur hátíðahöld í Moskvu 9. maí til að minnast þess að 80 ár eru frá lokum síðari heimsstyrjaldar Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Flóðavarnir, listahús og grunnskóli

Fjárfestingar Múlaþings við hin ýmsu verkefni víðs vegar í hinu víðfeðma sveitarfélagi verða árlega næsta áratug 550-600 millj. kr. Stærsta verkefnið á næsta ári er ofanflóðavarnir undir Bjólfi á Seyðisfirði Meira
28. nóvember 2024 | Fréttaskýringar | 570 orð | 3 myndir

Forseti Alþingis þarf ætíð að vera til staðar

Núverandi alþingismenn missa umboð sitt á kjördag, laugardaginn 30. nóvember. Engu að síður þarf að vera til staðar forseti Alþingis, enda er hann æðsti stjórnandi þingsins. Þá er hann einn þriggja handhafa forsetavalds í fjarveru forseta Íslands Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 715 orð | 2 myndir

Framkvæmdatíð er fram undan

„Við gerum betur með hverri framkvæmd. Í öllum verkefnum er góð umgengni við landið og sátt við náttúru og samfélag áherslumál okkar og þar þurfa allir að vera í sama liði. Raunar eru svona framkvæmdir ein risastór verkefnastjórnun,“… Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 603 orð | 2 myndir

Franskara verður það varla

„Hún er mjög oft einn af þeim eftirréttum sem eru í boði á bistró-veitingahúsum í Frakklandi, sem bjóða upp á heimilislegan mat. Á hinum dæmigerða franska bistró, sem er gjarnan hverfisstaður þar sem boðið er upp á góða, hefðbundna franska… Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Geirfuglsegg á uppboði í London

Geirfuglsegg verður boðið upp hjá breska uppboðsfyrirtækinu Sotheby’s í London 4. desember næstkomandi. Slík egg eru afar sjaldgæf en aðeins er talið að um 75 geirfuglsegg séu til. Enn sjaldgæfara er að þau séu boðin til sölu á uppboðum þar sem… Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 735 orð | 2 myndir

Geirfuglsegg til sölu í næstu viku

Geirfuglsegg verður boðið upp hjá breska uppboðsfyrirtækinu Sotheby’s í Lundúnum 4. desember næstkomandi. Slík egg eru afar sjaldgæf og enn sjaldgæfara er að þau séu boðin til sölu á uppboðum þar sem flest eggin eru í eigu opinberra safna, þar … Meira
28. nóvember 2024 | Erlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Grunaður um fleiri kynferðisbrot

Elsti sonur norsku krónprinsessunnar, sem grunaður er um tvær nauðganir, var leystur úr gæsluvarðhaldi í gærmorgun að sögn lögreglu sem sagði jafnframt að hann væri grunaður um fleiri kynferðisbrot. Marius Borg Hoiby, 27 ára gamall sonur Mette-Marit … Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 712 orð | 7 myndir

Halda striki og meira húsnæðisframboð – Jafnvægi efnahagsmálanna haldist – Vandi í heilbrigðismálum brennur á þjóðin

„Kjaramálin brenna mjög á mér eins og væntanlega öðrum,“ segir Júlíana Guðmundsdóttir, fyrrverandi bankastarfsmaður. „Gera þarf þær breytingar að greiðslur úr lífeyrissjóðum skerði ekki bætur almannatrygginga Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 154 orð

Iðgjald til NTÍ hækkar um 50%

Iðgjöld til Náttúruhamfaratryggingar Íslands munu hækka tímabundið um 50%. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Íslands en þar seg­ir að at­b­urðirn­ir sem átt hafa sér stað á Reykja­nesskaga und­an­farið hafi haft veru­leg áhrif á fjár­hags­lega stöðu NTÍ Meira
28. nóvember 2024 | Erlendar fréttir | 655 orð | 1 mynd

Íbúar í Líbanon snúa heim

Tugir þúsunda Líbana, sem flúið höfðu heimili sín vegna stríðsátaka Ísraels og Hisbollah-samtakanna, sneru aftur heim á leið í gærmorgun eftir að vopnahlé tók gildi og bardögum var hætt. Mjög þétt umferð var á vegum sem liggja frá Beirút, höfuðborg Líbanons, til suðurhluta landsins Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Kosningarnar snúast um breytingar

Erfitt er að draga fram um hvað kosningarnar snúast að þessu sinni; þótt þar sé viðureign við verðbólgu og vexti ofarlega á baugi hafa mismunandi leiðir að þeim markmiðum ekki verið útræddar. Þetta er meðal þess sem ber á góma í Dagmálum í dag, en… Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 251 orð

Kostnaðarsöm aðlögun

Nokkrir af helstu húsbyggjendum landsins sem Morgunblaðið ræddi við gagnrýna að hverfi séu skipulögð út frá borgarlínu án þess að almenningssamgöngur fylgi með. Fyrir vikið sé hafin kostnaðarsöm aðlögun að nýju samgöngukerfi sem óvissa sé um hvenær verður að veruleika Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Kostnaður fór fram úr áætlun

Kostnaður við endurbætur og stækkun á húsnæði Seðlabanka Íslands á Kalkofnsvegi 1 hefur farið 449 milljónir fram úr áætlun. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við fyrirspurn frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmanni Flokks fólksins Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Krap úr stórri hafísspöng mjakar sér nær Vestfjörðum

Stór og mikil hafísrönd hefur torveldað skipum að komast um á Grænlandssundi undanfarna daga. Í röndinni er að finna nokkra stóra borgarísjaka að sögn Langhelgisgæslunnar og er þekjan svo þykk að skip geta ekki siglt í gegnum hana Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Kristín Stefánsdóttir og Stefán Hilmarsson syngja á Friðarjólum

Söngkonan Kristín Stefánsdóttir mætir enn á ný í Salinn í Kópavogi í kvöld, fimmtudagskvöld 28. nóvember, klukkan 20 en þá fara fram jólatónleikar hennar sem bera yfirskriftina Friðarjól. Sérstakur gestur á tónleikunum í ár verður Stefán Hilmarsson… Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 1421 orð | 4 myndir

Langt var róið og þungur sjór

Þúsundþjalasmiðurinn Njörður S. Jóhannsson á Siglufirði situr ekki auðum höndum frekar en fyrri daginn, því nýverið lauk hann við gerð enn eins líkansins af gömlu norðlensku hákarlaskipi, að þessu sinni ættuðu frá Skagaströnd Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 534 orð | 1 mynd

Laugavegur 77 verði íbúðarhús

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í ósk um að breyta efri hæðum Landsbankahússins á Laugavegi 77 úr skrifstofum í íbúðir. Húsið er fjórar hæðir auk þakhæðar. Hins vegar fékkst ekki heimild til að breyta hæðunum í hótelíbúðir í skammtímaleigu Meira
28. nóvember 2024 | Erlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Leggur til eftirlit með innviðum

Forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, sagði í gær að hann vildi búa til sérstaka eftirlitssveit sem myndi verja innviði á Eystrasalti eftir að tveir sæstrengir voru slitnir í sænskri lögsögu í síðustu viku, en grunur leikur á skemmdarverkum Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 191 orð | 2 myndir

Lestrarhvetjandi bók um fótbolta

Út er komin bókin Stafróf knattspyrnunnar eftir Guðjón Inga Eiríksson hjá Bókaútgáfunni Hólum. Guðjón segir bókina henta vel til lestrarþjálfunar fyrir börn sem farin séu að bjarga sér í lestri en vanti meiri þjálfun Meira
28. nóvember 2024 | Fréttaskýringar | 748 orð | 2 myndir

Lítil ríki fá stór sæti við borðið

Þingmenn Evrópusambandsins hafa samþykkt nýja framkvæmdastjórn yfir sambandinu og um leið endurnýjað umboð forseta framkvæmdastjórnarinnar, Ursulu von der Leyen, til næstu fimm ára. Þetta gerðu þeir með 370 atkvæðum gegn 282 á þingi sambandsins í Strassborg í gær, á meðan 36 þingmenn sátu hjá Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Ljósin tendruð á Hamborgartrénu

Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu laugardaginn 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Ávörp verða flutt og sendiherra Þýskalands, Clarissa Duvigneau, tendrar ljósin Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 706 orð | 1 mynd

Manngildið sé ofar bókstafshyggju

„Ég trúi að söfnuðurinn eigi langa framtíð fyrir sér og að í starfi hans sé jafnvel uppskrift að því fyrirkomulagi trúmála sem gilda muni á Íslandi,“ segir Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 232 orð

Meta minnir suma á kosningar

Áminningar um alþingiskosningar á Instagram og Facebook hafa vakið athygli en svo virðist sem ekki allir notendur miðilsins hér á landi hafi fengið slíka áminningu. Sams konar hnappur á Facebook á kjördegi alþingiskosninga 2017 vakti einnig athygli, m.a.s Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 76 orð

Metfjölda vísað frá landamærunum

Mikil fjölgun brottvísana hefur orðið í ár frá landamærunum á Keflavíkurflugvelli, en það sem af er þessu ári hefur 752 einstaklingum verið vísað brott þaðan. Árin 2023 og 2024 skera sig frá fyrri árum í þessu tilliti Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 435 orð | 1 mynd

Mögnuð áhrif tónlistar

Fimmtu jólatónleikar Sigríðar Óskar Kristjánsdóttur messósóprans með yfirskriftinni „Sígild jól“ verða í Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 5. desember og hefjast klukkan 20, en miðasala er hafin á netinu (tix.is) Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Nýja húsið treystir innviði

„Við erum bjartsýn og höfum mikla trú á framtíðinni hér. Því viljum við skapa sterka innviði til að fólk kjósi að búa hjá okkur,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti sveitarstjórnar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 902 orð | 5 myndir

Nýútskrifuð í aðalhlutverk í Noregi

„Nokkrum vikum seinna hringdi leikstjórinn í mig og sagði mér að þau hefðu ákveðið að skipta um aðalleikkonu þar sem verkið væri að fagna 20 ára afmæli og þegar þau hefðu farið að hugsa málið hefði mitt nafn komið upp,“ segir Margrét… Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Ráðin prestur við Glerárkirkju

Séra Hildur Björk Hörpudóttir hefur verið valin til prestsstarfa við Glerárkirkju á Akureyri og hefur biskup Íslands staðfest ráðninguna. Hildur Björk er fædd í Reykjavík árið 1980. Hún lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2015 og MA-gráðu í praktískri guðfræði frá sama skóla árið 2017 Meira
28. nóvember 2024 | Fréttaskýringar | 858 orð | 3 myndir

Stefna sem gagnast ekki neinum

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, gagnrýnir stefnu borgaryfirvalda í Reykjavík í bílastæðamálum og segir hana hafa neikvæð áhrif á sölu nýrra íbúða. Tilefnið er að húsbyggjandi hafði samband við Morgunblaðið og lýsti áhyggjum… Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Stungu fyrir vinnsluhúsi First Water

Fyrstu skóflustungur að nýju vinnsluhúsi landeldisfyrirtækisins First Water við Laxabraut í Þorlákshöfn voru teknar í fyrradag, en stefnt er að því að taka húsið í notkun haustið 2026. Voru það þær Sigríður Birna Ingimundardóttir, Amelía Ósk… Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Tímamótameðferð við SMA samþykkt

„Þetta er í fyrsta skipti sem þessi meðferð er samþykkt hér á landi vegna SMA,“ segir Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga en börn með sjúkdóminn spinal muscular atrophy (SMA) greinast yfirleitt á fyrstu vikum ævinnar Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 763 orð | 2 myndir

Tvítugsafmæli World of Warcraft

Tölvuleikurinn World of Warcraft heldur upp á tvítugsafmæli sitt nú í nóvember en hann lifir enn góðu lífi og milljónir manna spila hann og bíða spenntir eftir nýjungum sem þar er boðið upp á. „Það er afar hvetjandi að geta unnið að þessum… Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Útboðið án samþykkis ráðuneytis

Fullyrðing forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands í Morgunblaðinu í gær um að ráðist hafi verið í útboð á hönnun grunnsýningar í safninu á EES-svæðinu með vitund og vilja ráðuneytisins þrátt fyrir að fjármagn hafi ekki verið fulltryggt er röng Meira
28. nóvember 2024 | Erlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Verð á kaffibaunum í hæstu hæðum

Heimsmarkaðsverð á kaffi hefur hækkað mikið að undanförnu og er það rakið til hugsanlegs uppskerubrests í Brasilíu vegna þurrka. Verð á pundi af Arabica-kaffibaunum komst í 320,10 bandarísk sent í viðskiptum í New York í gær og hefur ekki verið hærra frá árinu 1977 þegar það náði 337,50 sentum Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Vestfirðir geti orðið eitt atvinnusvæði

„Þegar horft er til framtíðar er gríðarlega mikilvægt að við klárum Vestfjarðaleiðina í heild, göng í gegnum Mikladal og Hálfdán, lögum Trostansfjarðarleiðina og klárum Dynjandisheiðina. Þá væri bara rúmur klukkutími milli Bíldudals og Ísafjarðar Meira
28. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Vilja áfrýjun til Hæstaréttar

„Við höfum ekki beina aðkomu að dómsmálinu, það eru bara Innnes og Samkeppniseftirlitið, en félagsmenn okkar sem um ræðir höfðu hvorki aðkomu að né tækifæri til þess að koma að málinu,“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka … Meira

Ritstjórnargreinar

28. nóvember 2024 | Staksteinar | 228 orð | 1 mynd

Vandi í hælis­leitendakerfinu

Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um börn og brotamenn í hælisleitendakerfinu í nýjasta pistli sínum á mbl.is. Þar bendir hann á að enn sé verið að fást við hálfgerðan feluleik í umræðunni og vissulega er rétt að enn er töluverð feimni við að… Meira
28. nóvember 2024 | Leiðarar | 396 orð

Vopnahlé í Líbanon

Loks góðar fréttir en margt getur farið úrskeiðis Meira
28. nóvember 2024 | Leiðarar | 292 orð

Þörf er á aðhaldi

Aukin ríkisútgjöld án umbótahugmynda er gagnslaus stefna Meira

Menning

28. nóvember 2024 | Menningarlíf | 125 orð | 1 mynd

Alec Baldwin vill ekki sjá lokaútkomu Rust

Stórleikarinn Alec Baldwin hefur greint frá því að hann langi ekki til að sjá lokaútkomu kvikmyndarinnar Rust en myndin var frumsýnd ytra á dögunum. Variety greinir frá því að rúmum þremur árum eftir að kvikmyndatökumaðurinn Halyna Hutchins lést… Meira
28. nóvember 2024 | Menningarlíf | 432 orð | 3 myndir

Augnablikssögur og litlar vísur

Edda Jónsdóttir myndlistarkona heldur sýningu í Marshallhúsinu. Edda hefur á löngum ferli haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í ótal samsýningum og er þekktust fyrir grafíkverk sín. Hún stofnaði á sínum tíma i8 gallerí og stýrði því á árunum 1995-2007 Meira
28. nóvember 2024 | Menningarlíf | 238 orð | 2 myndir

Bækur frá Íslandi á ferð og flugi

Í kjölfar bókasýninga í Gautaborg og Frankfurt í haust hefur borið á miklum áhuga á íslenskum bókum, sérstaklega í Ungverjalandi, að sögn Stellu Soffíu Jóhannesdóttur hjá Reykjavík Literary Agency, en þangað hafa selst nokkrir titlar Meira
28. nóvember 2024 | Fólk í fréttum | 912 orð | 5 myndir

Enginn tilbúinn klukkan sex á aðfangadag

„Ég fer yfirleitt ekki í jólaskap fyrr en rétt fyrir jól, í mesta hamaganginum, en þar finn ég mig vel. Þá legg ég lokahnykkinn á að skreyta, fjárfesti í jólailmi til að fá góða lykt í húsið og þá er stemningin í hámarki Meira
28. nóvember 2024 | Tónlist | 663 orð | 4 myndir

Gamalt vín á nýjum belgjum …

Í afhjúpandi viðtali við Record Collector talar U2 um ósætti meðlima á milli þegar upprunalega platan kom út. Meira
28. nóvember 2024 | Dans | 956 orð | 2 myndir

Í fögrum draumum

Borgarleikhúsið Jóladraumar ★★★½· Höfundur og danshöfundur: Inga Maren Rúnarsdóttir. Dramatúrg: Harpa Arnardóttir. Leikmynd og búningar: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir. Myndahöfundur: Auður Þórhallsdóttir. Tónlist: Ásgeir Aðalsteinsson. Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson. Lýsing: Pálmi Jónsson. Flytjendur og dansarar: Sara Lind Guðnadóttir, Shota Inoue, Emilía Benedikta Gísladóttir og Harpa Arnardóttir. Íslenski dansflokkurinn frumsýndi á Nýja sviði Borgarleikhússins sunnudaginn 24. nóvember 2024. Meira
28. nóvember 2024 | Fólk í fréttum | 594 orð | 5 myndir

Jólahefðir með nýjum blæ

Jólin eru heilög fyrir marga og oft heldur fólk mjög fast í hefðir tengdar hátíðinni og er lítið til í að breyta til. Sumir skreyta alltaf á Þorláksmessu, verða að hafa ekta jólatré eða geta ekki hugsað sér jólin án þess að borða rjúpu Meira
28. nóvember 2024 | Menningarlíf | 135 orð | 1 mynd

Jólasýning Artóteksins opnuð í dag

Jólasýning Artóteksins verður opnuð í dag, fimmtudaginn 28. nóvember, milli klukkan 17 og 19 í SÍM-salnum, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík. Í tilkynningu kemur fram að á sýningunni séu til sýnis verk listamanna sem sé að finna í Artótekinu, samstarfsverkefni SÍM og Borgarbókasafnsins Meira
28. nóvember 2024 | Fólk í fréttum | 533 orð | 7 myndir

Nýjustu jólalög Íslendinga

Nú þegar nóvember er að líða undir lok eru flestir sammála um að það sé ásættanlegt að byrja að hlusta á jólalög og undirbúa sig fyrir hátíðina. Það er margt áhugavert við þetta einstaka tónlistarform, þar sem það tekur jólalög mörg ár að verða hluti af þjóðarsálinni Meira
28. nóvember 2024 | Tónlist | 913 orð | 2 myndir

(Of) áferðarfallegar öfgar

Harpa Beethoven og Shostakovitsj ★★★★· Tónlist: Ludwig van Beethoven (Píanókonsert nr. 4 í G-dúr, op. 58) og Dmitríj Shostakovitsj (Sinfónía nr. 8 í c-moll, op. 65). Einleikari: Jan Lisiecki. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Andris Poga. Rauðir áskriftartónleikar í Eldborg fimmtudaginn 21. nóvember 2024. Meira
28. nóvember 2024 | Menningarlíf | 1571 orð | 4 myndir

Óvelkomin á Íslandi

Innflytjendur til Íslands voru tiltölulega fáir á fjórða áratug liðinnar aldar og þeir sem hingað komu mættu margs konar mótlæti. Heimskreppan mikla hjó hart að efnahagslífi þjóðarinnar, atvinnuleysi var mikið og mörgum hugnaðist illa að… Meira
28. nóvember 2024 | Menningarlíf | 112 orð | 1 mynd

Rod Stewart mun spila á Glastonbury 2025

Staðfest hefur verið að rokkstjarnan Rod Stewart muni koma fram á Glastonbury-tónlistarhátíðinni á Englandi á næsta ári sem fram fer dagana 25.- 29. júní. BBC greinir frá og tekur fram að þá verði liðin 23 ár síðan rokkstjarnan kom síðast fram á hátíðinni Meira
28. nóvember 2024 | Menningarlíf | 348 orð | 1 mynd

Saumspor sem græða sár

Melanie Ubaldo lauk meistaragráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2022, en hún hafði þá þegar tekið virkan þátt í íslensku myndlistarlífi um skeið, bæði sem hluti af þríeykinu Lucky 3, ásamt Darren Mark og Dýrfinnu Benita, og undir eigin nafni Meira
28. nóvember 2024 | Menningarlíf | 1401 orð | 2 myndir

Sjáum hversu tætt við erum orðin

Það er næstum kómískt hvernig við viljum aldrei vera þar sem okkur er ætlað að vera og gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að forðast það. Við erum stöðugt á þönum, deyfum sársaukann, höldum framhjá eða erum fjarverandi með því að vera í símanum. Meira
28. nóvember 2024 | Fjölmiðlar | 179 orð | 1 mynd

Trommusóló Þórhalls í beinni

Það var áhugavert að fylgjast með umræðum um væntanlegar alþingiskosningar í Silfrinu síðastliðið mánudagskvöld. Það var ekki vegna þess að umræðurnar væru svo leifrandi. Þær voru það ekki, en samt alveg ágætar Meira
28. nóvember 2024 | Menningarlíf | 1180 orð | 1 mynd

Tuttugu bækur tilnefndar

Tilnefningar til Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2024 voru kynntar í Eddu í gær. Alls voru tuttugu bækur tilnefndar eða fimm í hverjum flokki. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhendir verðlaunin á Bessastöðum á nýju ári Meira
28. nóvember 2024 | Menningarlíf | 209 orð | 1 mynd

Tvöföld sýningaropnun á Akureyri

Tvær sýningar verða opnaðar í kvöld, 28. nóvember, kl. 20 í Listasafninu á Akureyri. Annars vegar sýning Sólveigar Baldursdóttur, Augnablik – til baka, og hins vegar Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar… Meira
28. nóvember 2024 | Fólk í fréttum | 527 orð | 2 myndir

Unnur Elísabet er skíthrædd

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er fjölhæf listakona og hefur lagt sitt af mörkum á fjölbreyttum sviðum listarinnar – hún er dansari, danshöfundur, leikstjóri, handritshöfundur og tónlistarkona. Um þessar mundir vinnur hún hörðum höndum að… Meira

Umræðan

28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 304 orð | 1 mynd

Að níðast á minni máttar

Átt þú einhvern að sem beittur hefur verið ofbeldi? Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 504 orð | 1 mynd

Atkvæðaseðillinn verður skattseðill

Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum (XD) eykur líkur á hóflegri skattastefnu og ábyrgri stjórn efnahagsmála. Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 592 orð | 1 mynd

Eru loftslagsmálin gleymd?

Í komandi alþingiskosningum ættum við að kalla eftir afstöðu framboða til loftslagsmála og krefjast skýrra svara. Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 656 orð | 1 mynd

Eru það hafið, fjöllin og fólkið?

Ætla Íslendingar nú að kjósa yfir sig sama stjórnarfar á Alþingi og hefur ríkt í nánast gjaldþrota höfuðborginni? Er það virkilega svo? Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 280 orð | 1 mynd

Flagð undir fögru skinni

Hér á Íslandi eru of margir stjórnmálamenn sem gjarnan vilja nota hvert tækifæri til að auka áhrif sín og þar með efla auð sinn og völd. Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 506 orð | 1 mynd

Frelsi í verki á vakt Sjálfstæðisflokksins

Það eina sem yfirvöld þurftu að gera var að leyfa ferðafólkinu að spreyta sig á smíði farartækja og nota þau við krefjandi aðstæður á hálendinu. Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 423 orð | 1 mynd

Geðheilsumál unglinga á Íslandi

Sjálfsvígum hjá ungu fólki hefur fjölgað, auk notkunar þunglyndislyfja, og álag á heilbrigðiskerfinu er orðið svo mikið að það er hætt að virka. Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 708 orð | 1 mynd

Guð blessi Ísland!

Verður ákvörðunum um líf okkar og kjör hér eftir fleygt beint í fang Evrópuskriffinna í Brussel? Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 813 orð | 1 mynd

Hvers vegna Viðreisn?

Eftir sjö ára samsteypustjórn með háværum erjum á stjórnarheimilinu er tími til að breyta til. Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 741 orð | 1 mynd

Í musteri misvægisins

Nýir frambjóðendur stíga e.t.v. inn í misvægissvarthol Alþingis þar sem skilvirkni, hlutlægni, réttsýni og sanngirni eru ekki alltaf í hávegum höfð. Meira
28. nóvember 2024 | Pistlar | 438 orð | 1 mynd

Kerlingabylting!

Eitt það almikilvægasta í pólitískri tilveru er að gefa sér alltaf tíma fyrir bækur, ljóð, skáldsögur – bókmenntir sem urðu til í huga höfundarins, segja sögu, miðla sýn eða samhengi, koma á óvart og skapa nýjar tengingar í hugskoti lesandans Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 597 orð | 1 mynd

Kvótakerfið er forsenda arðsemi

Grundvöllur arðsemi íslensks sjávarútvegs í dag er hversu markaðsdrifinn hann er. Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 514 orð | 1 mynd

Lífrænt er vænt og grænt

Lífræn ræktun er til þess fallin að vernda líffræðilega fjölbreytni og er lykilþáttur í að auka sjálfbærni íslensks landbúnaðar. Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 742 orð | 1 mynd

Margt er líkt með skyldum

Miklum fólksflutningum hingað til lands síðasta áratuginn hafa fylgt töluverðir vaxtarverkir á ýmsum sviðum samfélagsins. Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 914 orð | 1 mynd

Nauðsynlegt að áfrýja dómi héraðsdóms

Hugsanlegt er að fjölmörg lagaákvæði sem samþykkt hafa verið á Alþingi, ár og áratugi aftur í tímann, teljist ógild. Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 1084 orð | 1 mynd

Samfylking tryggir breytingar

Hörð hægristjórn eða sterk jafnaðarstjórn með Samfylkingunni? Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 158 orð | 1 mynd

Skattlagning lífeyrisþega

Flokkur fólksins ráðgerir að skattleggja lífeyrissjóðina um 90 milljarða á ári! Þessu fé hyggst Flokkur fólksins ráðstafa til þeirra sem ekki hafa tryggt sér nægan lífeyri úr lífeyrissjóðunum. Formaður ASÍ hefur varað við þessum áformum Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 891 orð | 1 mynd

Snúningshurð og stólaleikur

Eftir kosningar er fólk að flytja sig fram og til baka milli ríkisstarfa og einkageirans. Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 645 orð | 1 mynd

Uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn

Við viljum gera enn betur og biðjum kjósendur að treysta þeim sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 254 orð | 1 mynd

Velferðin

Vonandi fær þjóðin alvöru velferðar- og stöðugleikastjórn. Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 292 orð | 1 mynd

Verðbólga í frjálsu falli

Um helgina rennur upp ögurstund og valkostirnir gætu vart verið skýrari. Meira
28. nóvember 2024 | Aðsent efni | 308 orð | 1 mynd

Þjóðlegar skyldur og alþjóðlegar skuldbindingar

Þjóðlegar skyldur eiga að vega þyngra en alþjóðlegar skuldbindingar. Meira

Minningargreinar

28. nóvember 2024 | Minningargreinar | 1349 orð | 1 mynd

Ámundi Örn Ísfeld Ævarsson

Ámundi Örn Ísfeld Ævarsson fæddist í Reykjavík 7. mars 1996. Hann lést 23. október 2024. Foreldrar hans eru Sigríður Lóa Sigurðardóttir, f. 20. apríl 1970, og Ævar Örn Ævarsson, f. 2. mars 1966. Systir Ámunda er María Lóa Ísfeld Ævarsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2024 | Minningargreinar | 1143 orð | 1 mynd

Baldur Óskarsson

Baldur Óskarsson fæddist 26. desember árið 1940. Hann lést 18. nóvember 2024. Útför Baldurs fór fram 27. nóvember 2024. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2024 | Minningargreinar | 1631 orð | 1 mynd

Bogga Sigfúsdóttir

Bogga Sigfúsdóttir fæddist 28. október 1937 á Akureyri. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 5. nóvember 2024. Foreldrar hennar voru Sigfús Sigurðsson, f. 18.10. 1910 á Nautabúi í Skagafirði, d Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2024 | Minningargreinar | 1220 orð | 1 mynd

Elín Sigríður Aðalsteinsdóttir

Elín Sigríður Aðalsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 4. júlí 1936. Hún lést á Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík 15. nóvember 2024 í faðmi fjölskyldunnar. Móðir hennar var Guðrún Sigurðardóttir, f. 11 Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2024 | Minningargreinar | 2026 orð | 1 mynd

Halldóra Guðmundsdóttir

Halldóra Guðmundsdóttir var fædd í Seljum í Helgafellssveit 30. maí 1937. Hún lést 8. nóvember 2024. Halldóra var dóttir hjónanna Guðmundar Halldórssonar bónda í Helgafellssveit og Petrínu Sæmundsdóttur, kennara og húsmóður Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2024 | Minningargreinar | 2545 orð | 1 mynd

Jóhanna S. Jóhannesdóttir

Jóhanna S. Jóhannesdóttir fæddist á Merkigili í Skagafirði 18. maí 1930. Hún lést á Landakoti 4. nóvember 2024. Foreldrar hennar voru Monika Sigurlaug Helgadóttir, f. 1901, d. 1988, og Jóhannes Bjarnason, f Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2024 | Minningargreinar | 296 orð | 1 mynd

María Petra Jóhannesdóttir Poulsen

María Petra Jóhannesdóttir Poulsen fæddist 30. september 1927. Hún lést 6. nóvember 2024. Útförin fór fram 27. nóvember 2024. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2024 | Minningargreinar | 249 orð | 1 mynd

Sigrún Ögmundsdóttir

Sigrún Ögmundsdóttir fæddist 4. júlí 1959. Hún lést 29. október 2024. Útför Sigrúnar fór fram 12. nóvember 2024. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2024 | Minningargreinar | 3093 orð | 1 mynd

Stefán G. Þórarinsson

Stefán Guðmundur Þórarinsson fæddist á Laugarvatni í Árnessýslu 9. desember 1934. Hann lést 3. nóvember 2024. Foreldrar hans voru Þórarinn Stefánsson kennari, ættaður frá Mýrum í Skriðdal í S-Múlasýslu, f Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2024 | Minningargreinar | 515 orð | 1 mynd

Viktoría Lára Steindórsdóttir

Viktoría Lára Steindórsdóttir fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1949. Hún lést á líknardeild Landspítalans 20. nóvember 2024. Foreldrar hennar voru Steindór Sighvatsson, f. 27. april 1925, d. 6. mars 1998, og Dagbjört Erla Viggósdóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

28. nóvember 2024 | Sjávarútvegur | 233 orð | 1 mynd

Landsbyggðin og loðnuleysið

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa á undanförnum árum ráðist í verulegar fjárfestingar. Til að mynda fjárfest í nýjum skipum, hátæknibúnaði fyrir vinnslu, húsnæði, nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu Meira
28. nóvember 2024 | Sjávarútvegur | 469 orð | 1 mynd

Lýsir áhyggjum af nytjastofnum

Sæmundur Ólason úr Grímsey hefur marga fjöruna sopið og stundað sjósókn í meira en hálfa öld, hann byrjaði að fara á sjó með pabba sínum aðeins sjö ára en er í dag kominn á virðulegan aldur – 65 ára Meira

Viðskipti

28. nóvember 2024 | Viðskiptafréttir | 143 orð | 1 mynd

Emirates vængstýft vegna tafa

Emirates Airlines frá Dubai lýsti í gær yfir vonbrigðum vegna tafa á afhendingu nýrra flugvéla og sagði Tim Clark forseti félagsins að Emirates ætti að vera búið að fá afhentar 85 Boeing 777-9X-breiðþotur Meira
28. nóvember 2024 | Viðskiptafréttir | 347 orð | 1 mynd

Gengur ekki að hefta umferðina

Gylfi Ómar Héðinsson, annar eigandi Byggingarfélags Gylfa og Gunnars (BYGG), segir það geta verið góðra gjalda vert að byggja upp borgarlínu fyrir ungt fólk og aðra þjóðfélagshópa. Hins vegar gangi ekki að hefta umferðina í þá áratugi sem það taki að byggja hana upp Meira
28. nóvember 2024 | Viðskiptafréttir | 409 orð | 2 myndir

Grindavíkuráhrifin tekin að fjara út

Grindavíkuráhrifin eru tekin að fjara út og fólk heldur að sér höndum nú þegar vaxtalækkunarferlið er nýhafið og glittir í ódýrari fjármögnun. Þetta kemur fram í greiningu greiningardeildar Landsbankans Meira
28. nóvember 2024 | Viðskiptafréttir | 305 orð | 1 mynd

Tækifæri í innviðafjárfestingum

Dagfin Norum, fjárfestingastjóri hjá norska eignastýringarfyrirtækinu Storebrand, segir fyrirséð að vægi sérhæfðra fjárfestinga haldi almennt áfram að aukast hjá stofnanafjárfestum í takt við þróun síðustu ára Meira

Daglegt líf

28. nóvember 2024 | Daglegt líf | 840 orð | 2 myndir

Gröf minninganna getur verið djúp

Það er stórmerkilegt að þrír ungir Íslendingar hafi barist í þessari styrjöld. Meira

Fastir þættir

28. nóvember 2024 | Í dag | 292 orð

Af kettinum Diego og bjór

Hannes Sigurðsson veltir því upp, hvílík synd það sé að kötturinn Diego sé ekki á framboðslista, þvílíkt fylgi sem hann hafi á samfélagsmiðlum. Honum ku fylgja að málum nær 4,5% þjóðarinnar, skv. þjóðarpúlsi Facebook Meira
28. nóvember 2024 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Akranes Fanney Jósefsdóttir fæddist 6. september 2024 kl. 5.15 á…

Akranes Fanney Jósefsdóttir fæddist 6. september 2024 kl. 5.15 á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Hún vó 2.772 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Jósef Halldór Þorgeirsson og Eyrún Reynisdóttir. Meira
28. nóvember 2024 | Í dag | 55 orð

„Jafnvel eigi allfáir skólagengnir […], sem hafa […]…

„Jafnvel eigi allfáir skólagengnir […], sem hafa […] verið varaðir við þeim […] alla þeirra skólatíð […] stinga varla svo niður penna, að þeir geri sig ekki seka í þeim […] Meira
28. nóvember 2024 | Í dag | 91 orð | 1 mynd

Guðný Björk Jónsdóttir

50 ára Guðný er Akureyringur, ólst upp í Síðuhverfinu en býr í Lundahverfi. Hún er hársnyrtimeistari og rekur hársnyrtisofuna Design hárstúdio ásamt Sæunni Björgu Hreinsdóttur. Guðný er einnig markþjálfi Meira
28. nóvember 2024 | Dagbók | 85 orð | 1 mynd

Massar sig upp eftir Marvel

Jóhannes Haukur leikur í væntanlegri Marvel-mynd um Captain America, A Brave New World, sem kemur út á Valentínusardaginn. Hann deilir skjánum með stórstjörnum eins og Harrison Ford og Anthony Mackie Meira
28. nóvember 2024 | Í dag | 172 orð

Ólæti S-NS

Norður ♠ 2 ♥ ÁKD8 ♦ 109 ♣ ÁKD863 Vestur ♠ K10854 ♥ 75 ♦ 5432 ♣ G5 Austur ♠ G973 ♥ 32 ♦ KDG87 ♣ 102 Suður ♠ ÁD6 ♥ G10964 ♦ Á6 ♣ 974 Suður spilar 7♥ Meira
28. nóvember 2024 | Í dag | 171 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. Bd3 d5 7. exd5 cxd5 8. 0-0 Be7 9. c4 0-0 10. Rc3 Be6 11. cxd5 Rxd5 12. Rxd5 Bxd5 13. Dc2 h6 14. Hd1 c6 15. Bc4 Bf6 16. Be3 Dc8 17. Hab1 De6 18 Meira
28. nóvember 2024 | Í dag | 634 orð | 3 myndir

Söngelskur sveitarforingi

Ragnhildur Lovísa Guðmundsdóttir fæddist 28. nóvember 1964 í Keflavík og ólst þar upp. „Ég bý ennþá í Keflavík á æskuheimilinu. Ég var í sveit sem barn og unglingur á Tindum í Dalasýslu, í Sauðanesi í Húnavatnssýslu og fyrir austan fjall,… Meira
28. nóvember 2024 | Í dag | 192 orð

Trygging S-AV

Norður ♠ K943 ♥ K952 ♦ Á83 ♣ 103 Vestur ♠ D5 ♥ G1063 ♦ KD64 ♣ K76 Austur ♠ 87 ♥ 8 ♦ G1095 ♣ ÁG9843 Suður ♠ ÁG1062 ♥ ÁD74 ♦ 72 ♣ D2 Suður spilar 4♠ Meira

Íþróttir

28. nóvember 2024 | Íþróttir | 255 orð | 1 mynd

Eftir hinn magnaða sigur karlalandsliðsins í körfubolta gegn Ítölum í…

Eftir hinn magnaða sigur karlalandsliðsins í körfubolta gegn Ítölum í Reggio Emilia á mánudagskvöldið hafa verið vangaveltur um hvort þetta sé mesta afrek þess í sögunni. Helst er nefndur til sögunnar hinn sigurinn á Ítölum, á Ásvöllum fyrir tæpum… Meira
28. nóvember 2024 | Íþróttir | 391 orð | 2 myndir

Elfar Árni Aðalsteinsson, knattspyrnumaðurinn reyndi frá Húsavík, er…

Elfar Árni Aðalsteinsson, knattspyrnumaðurinn reyndi frá Húsavík, er genginn til liðs við uppeldisfélagið Völsung eftir þrettán ára fjarveru. Elfar lék síðast með Völsungi árið 2011 en síðan með Breiðabliki í þrjú ár og eftir það með KA samfleytt í… Meira
28. nóvember 2024 | Íþróttir | 137 orð

EM 2024 í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss

A-RIÐILL í Debrecen: Svíþjóð, Ungverjaland, Norður-Makedónía og Tyrkland. B-RIÐILL í Debrecen: Svartfjallaland, Rúmenía, Serbía og Tékkland. C-RIÐILL í Basel: Frakkland, Spánn, Pólland og Portúgal. D-RIÐILL í Basel: Danmörk, Sviss, Króatía og Færeyjar Meira
28. nóvember 2024 | Íþróttir | 445 orð | 4 myndir

Hákon er skrefi á undan

 Hákon Rafn Valdimarsson hefur fest sig í sessi sem aðalmarkvörður íslenska landsliðsins en hann spilaði alla 12 leiki þess á árinu 2024 og hefur nú leikið 17 A-landsleiki. Hákon er 23 ára gamall og er varamarkvörður enska úrvalsdeildarliðsins Brentford Meira
28. nóvember 2024 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Hulda og Fanney til nýliðanna

Körfuknattleiksdeild Hamars/Þórs hefur samið við þær Huldu Ósk Bergsteinsdóttur og Fanneyju Ragnarsdóttur. Koma þær báðar til Hamars/Þórs frá Ármanni úr 1. deildinni. Hulda er 25 ára miðherji og Fanney 28 ára bakvörður Meira
28. nóvember 2024 | Íþróttir | 135 orð

Hverjir slást um stöðurnar?

Karlalandslið Íslands í knattspyrnu á spennandi ár fyrir höndum, undir stjórn nýs þjálfara, hver sem það svo verður. Í mars 2025 leikur liðið tvo umspilsleiki um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar, gegn Kósovó, og síðan taka við sex eða átta leikir í undankeppni heimsmeistaramótsins 2026 Meira
28. nóvember 2024 | Íþróttir | 263 orð | 1 mynd

Lykilleikur hjá Víkingum í Jerevan í kvöld

Víkingar eiga fyrir höndum algjöran lykilleik í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld þegar þeir mæta armenska liðinu Noah í Jerevan, höfuðborg Armeníu, klukkan 17.45. Eftir þrjár umferðir af sex eru Víkingar í 14 Meira
28. nóvember 2024 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Orri missir af næstu leikjum

Orri Steinn Óskarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, glímir við kálfameiðsli sem hann varð fyrir í leik Íslands og Wales í síðustu viku. Ljóst er að framherjinn verður ekki klár þegar Real Sociedad mætir Ajax í Evrópudeildinni í kvöld og er óvíst hvenær hann snýr aftur Meira
28. nóvember 2024 | Íþróttir | 1345 orð | 2 myndir

Stórþjóðir bíða á EM

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik hefur leik á EM 2024 á morgun þegar liðið mætir afar sterku liði Hollands í Innsbruck í Austurríki klukkan 17. Ísland er í sterkum F-riðli sem inniheldur auk þess Þýskaland og Úkraínu Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.