Bréfritari hafði í gegnum tíðina jafnan átt mjög gott og elskulegt samstarf við Vigdísi Finnbogadóttur, áður en hún varð forseti Íslands. Bréfritari var þannig formaður framkvæmdanefndar, sem sá um Listahátíð, en í þeirri stjórn voru, auk Vigdísar og hans, Knútur Hallsson, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, Atli Heimir Sveinsson tónskáld og Thor Vilhjálmsson rithöfundur, en bréfritari hafði átti langt og gott samstarf á ýmsum sviðum við allt þetta fólk, og iðulega ævilangan vinskap.
Meira