Greinar laugardaginn 30. nóvember 2024

Fréttir

30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

56 fylgdarlaus börn fengið vernd á síðustu 2 árum

„Það er þekkt í málefnum flóttamanna innan Evrópu að börn komi án foreldra eða forsjáraðila og óski eftir vernd. Það er sérstaklega tekið á því í okkar regluverki og við erum með sambærilegar reglur og nágrannaríkin,“ segir Guðrún… Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 526 orð | 3 myndir

„Þetta eru bara jaxlar“

„Til gamans tók ég saman í gær hversu mörg símtöl ég tók á einum degi. Þau voru 115,“ segir Ármann Jón Garðarsson, verkstjóri hjá Ístaki, sem hefur ásamt Einari Má Gunnarssyni hjá Íslenskum aðalverktökum verkstýrt uppbyggingu varnargarða umhverfis Grindavík og Svartsengi Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Aukin verðmæti í útflutningi á ýsu

Útflutningsverðmæti ýsu var 28 milljarðar króna á fyrstu tíu mánuðum ársins og þar mun vera um mikla aukningu að ræða en um þetta er fjallað í Radarnum á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Þar segir að aukningin á milli ára nemi um 22% ef miðað er við fast gengi Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 432 orð | 2 myndir

Áfengi oftar smyglað inn á bari

Veitingamenn í miðborg Reykjavíkur verða í auknum mæli varir við að gestir smygli áfengi inn á staðina. Háir áfengisskattar og erfitt efnahagsástand eru meðal ástæðna þessa en fólk á öllum aldri hefur orðið uppvíst að smygli Meira
30. nóvember 2024 | Erlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Eðlukúpa á uppboð

Safnarar bíða eflaust margir spenntir eftir komandi uppboði franska uppboðshússins Giquello sem haldið verður í desember næstkomandi. Þar verður meðal annars þessi myndarlega kúpa af nashyrningseðlu sem verið var að undirbúa til flutnings þegar ljósmyndari AFP átti leið hjá Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Eldvarnir á Bessastöðum

Slökkviliðsmenn héldu á fund eiginmanns forseta Íslands á Bessastöðum í gær ásamt forstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og afhentu nýjan reykskynjara. 1. desember er ekki einungis fullveldisdagur Íslendinga heldur einnig dagur reykskynjarans Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Fjórir vilja byggja knatthús KR

Fjórir verktakar sendu inn umsóknir um byggingu fjölnota íþróttahúss KR í Vesturbænum. Hinn 26. nóvember voru bókaðar inn umsóknir hjá Reykjavíkurborg vegna forvals umhverfis- og skipulagssviðs. Eftirtalin fyrirtæki skiluðu inn umsóknum: Eykt ehf., Íslenskir aðalverktakar hf., Ístak hf Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 667 orð | 2 myndir

Flýta þarf fyrir umferð strætós

Markús Vilhjálmsson, sviðsstjóri sölu‑, markaðs‑ og þjónustusviðs hjá Strætó, segir farþegum strætós farið að fjölga á ný eftir tímabundinn samdrátt í ferðum í farsóttinni. Strætó hefur reglulega látið kanna ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Fordæma vinnubrögð Alþingis

Stjórn Bandalags íslenskra listamanna, BÍL, hefur sent frá sér ályktun þar sem vinnubrögð sem Alþingi viðhafði við veitingu heiðurslauna Alþingis við afgreiðslu fjárlaga eru fordæmd. „Ráðgjafarnefnd um heiðurslaun listamanna var sniðgengin en leitað … Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Fresta verkföllum kennara

Verkfallsaðgerðir í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum voru stöðvaðar í gær og mæta því kennarar sem hafa verið í verkfalli aftur til vinnu á mánudag. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði fram tillögu við samninganefndir kennara,… Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Friðriksmótið fer fram á sunnudag

Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák – fer fram sunnudaginn 1. desember og hefst klukkan 14. Teflt verður í nýjum höfuðstöðvum bankans, Reykjastræti 6, og eru áhorfendur velkomnir Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Gefur Icelandair aukin tækifæri

Aðstæður fyrir flugsamgöngur til og frá Grænlandi hafa tekið stakkaskiptum eftir að ný flugbraut var lögð við flugvöllinn í Nuuk, en fyrsta farþegaþotan lenti þar á fimmtudag. „Þetta er risaáfangi fyrir Grænlendinga og gefur okkur einnig aukin… Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Góð frammistaða gegn einu af bestu liðum heims

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik veitti Hollandi, einu besta liði heims, harða keppni í fyrstu umferð Evrópumóts kvenna í Innsbruck í Austurríki í gær. Það var ekki fyrr en á lokakaflanum sem Holland náði að tryggja sér nauman sigur, 27:25 Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 305 orð

Gögn staðfesti aðkomu ráðuneytis

Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands er afar ósáttur við yfirlýsingu menningar- og viðskiptaráðuneytisins í vikunni þess efnis að útboð á hönnun grunnsýningar Náttúruminjasafns Íslands í höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi, Náttúruhúsi í Nesi, … Meira
30. nóvember 2024 | Fréttaskýringar | 658 orð | 1 mynd

Heilbrigðisstofnanir fái að opna neyslurými

Heimila ætti heilbrigðisstofnunum að opna og reka neyslurými svo einstaklingar sem nota vímuefni í æð geti haft aukinn aðgang að neyslurýmum í nærumhverfi sínu um allt land. Þetta er ein fjölmargra tillagna sem settar eru fram í skýrslu starfshóps… Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Innleiða uppnefni á fólki

Ferskir vindar blása við í stjórnmálaumræðunni. Eitt óvanalegasta innleggið fyrir þessar kosningar kom frá stöllunum Ólöfu Skaftadóttur almannatengli og Kristínu Gunnarsdóttur hönnuði. Þær halda úti hlaðvarpinu Komið gott en þar ræða þær af nokkru… Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Ísland yrði ekki undanskilið í stríði

Árásarstríð Rússlands í Úkraínu og aukin spenna í alþjóðasamskiptum veldur því að Ísland stendur nú frammi fyrir gerbreyttu landslagi í varnarmálum. Arnór Sigurjónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, segir þörf á sérstöku varnarmálaráðuneyti og varnarmálanefnd á Alþingi Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Jólaaðstoð býðst víða um land

Hátt í 2.000 heimili hafa í desember ár hvert þegið aðstoð í jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og segist Anna H. Pétursdóttir formaður eiga von á því sama í ár. Langflestir sem leita til Mæðrastyrksnefndar eru Íslendingar að sögn Önnu en… Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 411 orð | 1 mynd

Jóladagskrá úti um allt land um helgina

Landsmenn eru komnir í jólaskap núna fyrstu helgi aðventunnar og margvísleg dagskrá í boði úti um allt land. Í Reykjavík hefur verið skreytt mikið í ár og búið er að kveikja á ljósum jólakattarins í Austurstræti Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 503 orð | 2 myndir

Keypti geirfuglsegg af Harvard-háskóla

Í vísindasafni Náttúrufræðistofnunar Íslands er eitt af 75 geirfuglseggjum, sem þekkt eru í heiminum. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur keypti það ásamt beinagrind af geirfugli árið 1954 af Harvard-háskóla í Bandaríkjunum Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 328 orð

Kjörsókn hefur verið í kringum 80% frá 2013

Nú þegar kosið er að vetri til velta því eflaust einhverjir fyrir sér hvort það kunni að hafa áhrif á kjörsóknina. Ef veðrið er slæmt gætu einhverjir veigrað sér við því að fara á kjörstað. Óalgengt er að kosið sé svo seint á árinu hérlendis en þó… Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Kostnaðurinn hækkaði um minnst 300 milljónir milli ára

Kostnaður við byggingu endurvinnslustöðvar Sorpu á Lambhagavegi er nú áætlaður á bilinu 1,7-2,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í rekstraráætlun Sorpu fyrir árin 2025-2029 sem lögð var fram í stjórn Sorpu á dögunum Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 192 orð

Kostnaður við endurbætur

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í Morgunblaðinu í gær að kostnaður við endurnýjun og lagfæringar á húsnæði Seðlabankans hefði verið í samræmi við tilboð og að ekki væri um framúrkeyrslu að ræða eins og greint var frá í Morgunblaðinu í fyrradag Meira
30. nóvember 2024 | Erlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Leggja fram kæru á hendur OpenAI

Stærstu fréttastofur Kanada hafa lagt fram kæru á hendur OpenAI, sem á gervigreindarspjallmennið ChatGPT, þar sem þær saka fyrirtækið um að nota fréttagreinar sínar í leyfisleysi til að þjálfa spjallmennið Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Lítilsháttar fjölgun gistinátta

Gistinóttum á hótelum hér á landi fjölgaði um ríflega 4% í október sl. miðað við sama mánuð í fyrra. Alls voru gistinætur 513.800 á landsvísu í október, samanborið við 493.800 í þeim mánuði árið 2023 Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Lúðrasveit og kórsöngur á aðventuhátíð í Langholtskirkju

Fyrsta sunnudag í aðventu, 1. desember, verður haldin aðventuhátíð í Langholtskirkju kl. 17. Allir kórar kirkjunnar syngja aðventu- og jólatónlist hver í sínu lagi og saman, að því er fram kemur í tilkynningu Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 318 orð | 3 myndir

Perlur Magga Eiríks fluttar í Hörpu

Þakkarorða íslenskrar tónlistar verður veitt í fyrsta sinn í Hörpu á Degi íslenskrar tónlistar á morgun, 1. desember. Orðuna hlýtur Magnús Eiríksson og verður af þessu tilefni efnt til mikilla tónleika til heiðurs Magnúsi Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 661 orð | 3 myndir

Risaáfangi fyrir Grænlendinga

„Þetta er risaáfangi fyrir Grænlendinga og gefur okkur einnig aukin tækifæri til að þjónusta okkar flugfarþega með fleiri tengimöguleikum. Þetta eru spennandi tímar,“ segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og… Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 454 orð | 1 mynd

Skemmtilegasti körfuboltaleikurinn

Foreldrar Viktoríu Daggar Guðmundsdóttur gáfu henni í fermingargjöf ferð á útileik með íslenska karlalandsliðinu í körfubolta og ákveðið var að hún færi með föður sínum, Guðmundi Ragnari Sverrissyni, á leik á móti Ítalíu í Reggio Emilia í undankeppni Evrópumótsins sl Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 601 orð | 4 myndir

Sló 20 ára hraðamet á Hvannadalshnúk

„Ég hef líklega farið þessa leið upp á Hvannadalshnúk 30-40 sinnum,“ segir Rögnvaldur Finnbogason leiðsögumaður frá Borgarnesi, sem býr fyrir austan og starfar í Skaftafelli. Rögnvaldur sló tuttugu ára gamalt hraðamet Ívars F Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 422 orð | 3 myndir

Stofna ætti varnarmálaráðuneyti

„Sú stund er runnin upp að stofna þarf sérstakt varnarmálaráðuneyti sem annast varnir landsins, framkvæmd þeirra og hefur fjármagn til að takast á við þær áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 199 orð

Tveir turnar á lokaspretti

Miklar sviptingar hafa verið á lokaspretti kosningabaráttunnar ef marka má skoðanakannanir. Þar hefur Samfylkingin fengið mest fylgi og nokkuð stöðugt á bilinu 20-22%, en á hinn bóginn hefur Viðreisn gefið talsvert eftir og Flokkur fólksins veitir Miðflokknum harða samkeppni Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 319 orð

Umskipti á lokametrum

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sótt mjög í sig veðrið síðustu daga samkvæmt öllum könnunum, þótt þær sýni ekki fyllilega sömu tölur þar um. Á sama tíma hefur Samfylking dalað ögn, en ekki munar þó minna um að bæði Viðreisn og Miðflokkur hafa gefið nokkuð eftir Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 415 orð | 2 myndir

Undrandi en jafnframt glöð að fá svör

Ættingjar norska sjóliðans Sigurds Arvids Nilsens eru afar þakklátir fyrir að hafa nú fengið staðfestingu á því hver örlög hans urðu en norsk stjórnvöld hafa með formlegum hætti lýst því yfir að sjómaður, sem hvílir í kirkjugarðinum á Flateyri og hefur til þessa verið óþekktur, sé Sigurd Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Upphaf Hvammsvirkjunar

Fulltrúar Landsvirkjunar og Fossvéla ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu leggja 3 km langan veg að væntanlegu stöðvarhúsi og búa plan undir vinnubúðir. Efnið til vegagerðarinnar verður sótt í frárennslisskurð væntanlegs orkuvers Meira
30. nóvember 2024 | Erlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Uppreisnarmenn sækja inn í Aleppo

Jíhadistar og bandamenn þeirra sem studdir eru af Tyrklandi náðu að sýrlensku borginni Aleppo í gær, í leiftursókn sinni gegn stjórn landsins sem nýtur stuðnings stjórnvalda Írans og Rússlands. Ein mannskæðustu átök síðustu ára eiga sér nú stað í… Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Veiðin gengið nokkuð vel

Rjúpnaveiði hefur gengið nokkuð vel á heildina litið að mati Áka Ármanns Jónssonar formanns Skotveiðifélags Íslands. Rjúpnaveiðitímabilinu lauk á Vestfjörðum í vikunni og er nú einungis Austurlandið eftir en þar er leyfð veiði til 22 Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 713 orð | 1 mynd

Verkefni til að bæta samfélagið

„Veistu, ég held að þessi mannúðarhreyfing sé ómissandi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir formaður Rauða kross Íslands. Minnst verður á næstunni að öld er liðin frá því Íslandsdeild hinna alþjóðlegu hjálparsamtaka var stofnuð Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 610 orð | 2 myndir

VG að berjast við 2,5% múrinn

„Ég er nokkuð sannfærður um að VG muni ekki ná inn. Ég held að þeirra áhyggjur séu núna það að þeir nái yfir 2,5% því það eru mörkin til að fá opinberan styrk. En auðvitað verða þau sjálfsagt nær 5% en það.“ Þetta segir Geir H Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Voru nálægt því að vinna Kanada

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu var nærri því að leggja sjötta besta landslið heims, Kanada, að velli þegar liðin gerðu markalaust jafntefli í vináttulandsleik á Spáni í gærkvöld. Ísland fékk sannkallað dauðafæri til að tryggja sér sigurinn í leiknum Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 555 orð

Þolendur kynferðisofbeldis við verri heilsu en aðrir

Mun fleiri konur en karlar hafa verið beittar kynferðisofbeldi um ævina. Konur eru mun líklegri en karlar til að verða fyrir kynferðisofbeldi í nánu sambandi, þ.e. að gerandi hafi verið núverandi eða fyrrverandi maki, kærasti eða kærasta Meira
30. nóvember 2024 | Innlendar fréttir | 170 orð

Örar fylgisbreytingar undir lokin

Samfylkingin stóð með pálmann í höndunum í ljósi fylgiskannana síðustu tveggja daga fyrir alþingiskosningarnar í dag og mældist mest með 21,9% fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem framkvæmd var í gær og fyrradag Meira

Ritstjórnargreinar

30. nóvember 2024 | Leiðarar | 808 orð

Gengið að kjörborðinu

Efnahagsmálin eru efst á baugi en hver mun njóta góðs af því að nú blasa bjartari tímar við? Meira
30. nóvember 2024 | Staksteinar | 176 orð | 1 mynd

Í dag má hafa áhrif á skattana

Samtök skattgreiðenda sendu frá sér fréttatilkynningu fyrir helgi þar sem greint var frá svörum oddvita framboða við fyrirspurn samtakanna. Fyrirspurnin snerist um skattaloforð, þ.e. hvort oddvitar framboða í kosningunum til Alþingis lofuðu því „að… Meira
30. nóvember 2024 | Reykjavíkurbréf | 1934 orð | 1 mynd

Tíminn líður og tímanum líður vel

Bréfritari hafði í gegnum tíðina jafnan átt mjög gott og elskulegt samstarf við Vigdísi Finnbogadóttur, áður en hún varð forseti Íslands. Bréfritari var þannig formaður framkvæmdanefndar, sem sá um Listahátíð, en í þeirri stjórn voru, auk Vigdísar og hans, Knútur Hallsson, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, Atli Heimir Sveinsson tónskáld og Thor Vilhjálmsson rithöfundur, en bréfritari hafði átti langt og gott samstarf á ýmsum sviðum við allt þetta fólk, og iðulega ævilangan vinskap. Meira

Menning

30. nóvember 2024 | Fjölmiðlar | 194 orð | 1 mynd

Andlát: Rokkþátturinn Füzz

Látinn er í Reykjavík rokkþátturinn Füzz, aðeins nokkurra ára gamall. Mikill harmur er að þjóðinni kveðinn enda óhætt að fullyrða að um sé að ræða mesta skell íslenskrar fjölmiðlasögu síðan Lesbók Morgunblaðsins var lögð niður Meira
30. nóvember 2024 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

Bach á aðventunni í Hallgrímskirkju

Þrjú verk eftir Johann Sebastian Bach verða flutt á morgun, á fyrsta sunnudegi í aðventu, 1. desember kl. 17 í Hallgrímskirkju. Er um að ræða einsöngskantötu, einleikskonsert á sembal og kantötu fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara Meira
30. nóvember 2024 | Menningarlíf | 62 orð | 1 mynd

Bækur Evu Bjargar á sjónvarpsskjáinn

Sjónvarpsþættir gerðir eftir glæpasöguflokki Evu Bjargar Ægisdóttur um lögreglukonuna Elmu eru í bígerð en framleiðslu­fyrirtækið Glassriver hefur keypt réttinn að aðlögun á bókunum. Variety greinir frá Meira
30. nóvember 2024 | Menningarlíf | 997 orð | 1 mynd

Börn lesa og spjalla við höfunda

„Ég hef verið mjög hugsi yfir neikvæðri umræðu um lestur barna, að börn nenni ekki að lesa, að niðurstöður Pisa-könnunar séu slæmar hérlendis og að drengir geti ekki lesið sér til gagns. Þetta verður oft svo ósanngjörn og einhliða umræða, en… Meira
30. nóvember 2024 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Elektra Ensemble ásamt Margréti

Tónlistar­hópurinn ­Elektra Ensemble fær til liðs við sig Margréti Hrafnsdóttur sópransöngkonu á tónleikum á morgun, sunnudag, en þar verður leikin hugljúf og nærandi tónlist, að því er segir í tilkynningu Meira
30. nóvember 2024 | Tónlist | 528 orð | 4 myndir

Englar í dulargervi

Hér höfðu piltarnir umbreyst úr harðkjarnasveit sem hugsaði út fyrir kassann í rokkguði sem átu snáka í morgunmat og spúðu eldi á sviði. Meira
30. nóvember 2024 | Menningarlíf | 187 orð | 1 mynd

Fagna 40 ára ­afmæli á morgun

40 ár verða liðin frá stofn­un Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­­son­ar á morgun, sunnudaginn 1. desember. Segir í tilkynningu að af því tilefni verði boðið til veislu í safninu. „Klukk­an 14 held­ur Birg­itta Spur, stofn­andi safns­ins, er­indi um sögu … Meira
30. nóvember 2024 | Menningarlíf | 53 orð | 2 myndir

Fjórir höfundar lesa upp á Gljúfrasteini

Á aðventunni lesa höfundar upp úr nýjum bókum á Gljúfrasteini. Fyrsta sunnudag í aðventu, 1. desember, munu eftirtaldir höfundar lesa upp úr verkum sínum: Dagur Hjartarson, Mao Alheimsdóttir, Halldór Armand og Jón Kalman Stefánsson Meira
30. nóvember 2024 | Menningarlíf | 56 orð | 1 mynd

Fullveldisfögnuður á Árbæjarsafni

Í tilefni fullveldisdagsins á morgun, sunnudaginn 1. desember, efna Árbæjarsafn, danshópurinn Sporið, Félag harmóníkuunnenda í Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Kvæðamannafélagið Iðunn og Þjóðdansafélag Reykjavíkur til fögnuðar á Árbæjarsafni sem hefst klukkan 18 og stendur fram eftir kvöldi Meira
30. nóvember 2024 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Gera samning um rekstur leikhússins

Fulltrúar Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar undirrituðu í vikunni samning um rekstur Borgarleikhússins til næstu þriggja ára. Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur,… Meira
30. nóvember 2024 | Tónlist | 929 orð | 10 myndir

Klassísk tónlist um jólin

Jólahaldi fylgir jafnan mikill tónlistarflutningur, oft trúarlegs eðlis en þó ekki einvörðungu. Hér er bent á verk eftir níu afar ólík tónskáld (allt frá Corelli til Schnittkes) sem kalla má að hafi samið (eða útsett) jólatónlist Meira
30. nóvember 2024 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Ljósvíkingar frumsýnd á Palm Springs

Íslenska kvikmyndin Ljósvíkingar, sem frumsýnd var í kvikmyndahúsum í september, verður frumsýnd í Bandaríkjunum á Palm Springs-kvikmyndahátíðinni í janúar á næsta ári. Segir í tilkynningu að hátíðin sé ein af stærstu kvikmyndahátíðum Bandaríkjanna… Meira
30. nóvember 2024 | Menningarlíf | 207 orð | 1 mynd

Tónlistarbransanum fagnað á degi íslenskrar tónlistar

Í tilefni af degi íslenskrar tónlistar 2024 voru tónlistarverðlaun veitt í ýmsum flokkum. Tónleikastaðurinn R6013, sem Ægir Sindri Bjarnason heldur úti, hlaut nýsköpunarverðlaun „fyrir að setja upp samastað jaðartónlistar í Reykjavík með hinum … Meira
30. nóvember 2024 | Kvikmyndir | 759 orð | 2 myndir

Vinátta við hina vondu

Sambíóin, Smárabíó og Laugarásbíó Wicked / Vonda ★★★★· Leikstjórn: Jon M. Chu. Handrit: Winnie Holzman og Dana Fox. Aðalleikarar: Cynthia Erivo, Ariana Grande, Jonathan Bailey, Ethan Slater, Marissa Bode, Michelle Yeoh og Jeff Goldblum. Bandaríkin og Kanada, 2024. 160 mín. Meira

Umræðan

30. nóvember 2024 | Pistlar | 496 orð | 2 myndir

Alveg kjörið

Á kjördegi eiga kjósendur margra kosta völ þegar gengið er til kosninga. Þarna er sama rótin á ferðinni í nokkrum orðum, með ýmsum tilbrigðum. Sambandið milli s og r í þessari orðafjölskyldu er eflaust einna merkilegast Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 268 orð | 1 mynd

„Gæðastýrðir“ ólöglegir búhættir

Milljónir fást árlega fyrir þátttöku í „gæðastýringunni“. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 648 orð | 1 mynd

„Stórasta planið“

Samfylkingin hækkar fjármagnstekjuskatt um 13,63% á eldri kynslóðir sem hafa myndað sparnað í gegnum langt ævistarf og leggur stein í götu fermingarbarna. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 522 orð | 2 myndir

Eðli góðrar frásagnar

Sá sem fæddist á hinum fyrstu jólum átti eftir að segja margar sögur. Þær styrkja okkur í því að lifa tilgangsríku lífi og þær eru lím sem tengir fólk saman. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 409 orð | 1 mynd

Engin miðja án Framsóknar

Mikilvægustu verkefnin fram undan eru áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 611 orð | 1 mynd

Er ekki kominn tími á breytingar?

Það að halda uppi míkrógjaldmiðli er hrein heimska þegar annað er í boði og þjónar bara hagsmunum fárra aðila. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 365 orð | 1 mynd

Fimm ástæður til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn

Höldum áfram á réttri leið, þá mun ungu fólki áfram þykja spennandi að freista hér gæfunnar og stofna fjölskyldu. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 614 orð | 1 mynd

Forusta til framtíðar – Áfram XM

Við viljum byggja upp innviði til framtíðar og halda við þeim sem fyrir eru með hyggjuvit í forgrunni og reynsluna í bakgrunni. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 443 orð | 1 mynd

Fyrir budduna þína og framtíðina

Vextir eru farnir að lækka og Seðlabankinn hefur þegar hafið vegferðina með 0,75% lækkun frá því í október. Þetta er byrjun á því sem við í Sjálfstæðisflokknum stefnum að: eðlilegu vaxtaumhverfi. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 362 orð | 1 mynd

Hrap í skoðanakönnunum

Hvernig datt formanninum í hug að handvelja tvo einstaklinga úr hinu svonefnda „þríeyki“ sem forystusauði á framboðslista flokksins? Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 300 orð

Hugleiðingar á kjördag

Mér varð í kosningabaráttunni hugsað til orða Sigurðar Nordals í Íslenskri menningu árið 1942. „Háski sá, sem vofir yfir lýðræði nútímans og hefur víða gert það svo valt, er framar öllu fólginn í fláttskapnum, þegar almenningi er talin trú um, … Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 551 orð | 1 mynd

Hvað ætlar þú að kjósa í komandi kosningum?

Þörfin fyrir nýjar aðferðir við val á fulltrúum lýðræðisins er orðin áþreifanleg. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 433 orð | 1 mynd

Inga Sæland og við

Enginn annar stjórnmálaflokkur mun beita sér fyrir því að biðlistar á Sjúkrahúsið Vog hverfi. Það deyr fólk í hverri viku úr alkóhólisma. Meira
30. nóvember 2024 | Pistlar | 808 orð

Inn í nýtt kjörtímabil

Sá kostur er fyrir hendi að úrslit kosninganna í dag verði ávísun á ESB-aðildardeilur og leið til sundrungar á nýju kjörtímabili. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 426 orð | 1 mynd

Kirkjuárið kvatt

Sættu þig með gleði við allar þjáningar lífsins, því að Guð vill það. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 204 orð | 1 mynd

Kjósum Sjálfstæðisflokkinn!

Kjósum einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi, trygg landamæri, skynsama auðlindanýtingu og öryggisnet fyrir þá sem þurfa á því að halda. Meira
30. nóvember 2024 | Pistlar | 594 orð | 5 myndir

Loks tefldi Ding eins og heimsmeistari

Kínverski heimsmeistarinn Ding Liren hefur ekki staðið undir nafnbótinni frá því að hann vann Jan Nepomniachchi í einvígi þeirra í fyrra. Um það er enginn ágreiningur en skýringin kann að vera sú að hann hefur verið að glíma við slæm eftirköst covid-19 Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 546 orð | 1 mynd

Moskulóð í Reykjavik – Gjöf án heimildar

Borgin hafði enga heimild til að gefa verðmæta lóð undir mosku. Félag múslima hefur haldið lóðinni í 11 ár án framkvæmda. Skila ber því lóðinni. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 531 orð | 2 myndir

Nýsköpun sem hornsteinn nýrrar ríkisstjórnar

Á næstu árum standa íslensk stjórnvöld frammi fyrir samfélagslegum áskorunum þar sem skilvirk stefna í nýsköpun er mikilvægari en áður. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 704 orð | 1 mynd

Reynsla, réttlæti og raunverulegar lausnir

Við meinum það sem við segjum og segjum það sem við meinum. Þetta bera verk okkar vott um bæði á Alþingi og í borgarstjórn. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 728 orð | 1 mynd

Stöndum vörð um sjávarútveginn

Kvótakerfið er besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 599 orð | 1 mynd

Um baráttu athvarfslausrar alþýðu

Hvarvetna blasir við hvernig kaupin gerast á eyrinni eins og forðum, þegar alþýða manna sleit með herkjum lífsbjörg sína úr hendi aðstöðumanna. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 713 orð | 1 mynd

Val(d)ið er þitt

Frambjóðendur Lýðræðisflokksins hafa ólíkan bakgrunn en við erum sammála um að hafna beri klíkustjórn, auðræði og sérfræðingaræði. Meira
30. nóvember 2024 | Pistlar | 398 orð | 1 mynd

Varúð til hægri!

Samfylkingin á erindi við þig, kjósandi góður. Í dag hefur þú valdið til að nýta lýðræðisleg réttindi þín til að breyta Íslandi til hins betra. Nú er sögulegt tækifæri til að kjósa nýja ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 481 orð | 1 mynd

Veitir löggan falska öryggistilfinningu?

Spyrðu tryggingarfélagið þitt um öryggi. Á ekki bara að sleppa tryggingunni? Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 340 orð | 1 mynd

Við eigum þessa veiru saman

Það vakti athygli þegar fjölmiðlar slógu því upp á dögunum að gagnkynhneigðar konur á miðjum aldri hefðu verið nær dauða en lífi af alnæmi. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 165 orð | 1 mynd

Þarf nokkuð að hafa áhyggjur?

Það hellast yfir þjóðina skoðanakannanir, svo ört að menn hafa vart við að melta. Þó er rauði þráðurinn í þeim að stjórnarflokkarnir sjá fram á mikið tap og reyndar afhroð í komandi kosningum. Það verða þá aðrir sem taka við og spreyta sig næstu fjögur árin Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 531 orð | 1 mynd

Ætlum við að stökkva úr öskunni í eldinn?

Höfnum EES/ESB-yfirgangi og njótum frelsis og eigin menningar. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 367 orð | 1 mynd

Ögurstund í 1150 ára sögu þjóðar

Þegar þessi örlitla þjóð öðlaðist fullveldi og gat tekið ákvarðanir á eigin forsendum skilaði það meiri og hraðari framförum en aðrar þjóðir hafa upplifað. Meira
30. nóvember 2024 | Aðsent efni | 463 orð | 1 mynd

Örlagaríkar kosningar

Ef Viðreisn og Píratar koma okkur inn í ESB leiðir það af sér glötun fullveldis. Meira

Minningargreinar

30. nóvember 2024 | Minningargreinar | 542 orð | 1 mynd

Erla Þorsteinsdóttir

Erla Þorsteinsdóttir fæddist 8. ágúst 1945. Hún lést 24. september 2024. Útförin fór fram í kyrrþey frá Fossvogskirkju 10. október 2024. Meira  Kaupa minningabók
30. nóvember 2024 | Minningargreinar | 87 orð | 1 mynd

Erna Fríða Berg

Erna Fríða Berg fæddist 2. september 1938. Hún lést 30. október 2024. Útför fór fram 18. nóvember 2024. Meira  Kaupa minningabók
30. nóvember 2024 | Minningargreinar | 1752 orð | 1 mynd

Guðrún Júlía Haraldsdóttir

Guðrún Júlía Haraldsdóttir fæddist 13. október 1949. Hún lést 19. nóvember 2024. Útför hennar fór fram 29. nóvember 2024. Meira  Kaupa minningabók
30. nóvember 2024 | Minningargreinar | 1059 orð | 1 mynd

Ívar Haukur Jónsson

Ívar Haukur Jónsson fæddist 28. september 1927. Hann lést 21. nóvember 2024. Útför hans fór fram 29. nóvember 2024. Meira  Kaupa minningabók
30. nóvember 2024 | Minningargreinar | 648 orð | 1 mynd

Jóhanna Eðvaldsdóttir

Jóhanna Eðvaldsdóttir, ávallt kölluð Jóa, fæddist á Hofi í Mjóafirði 31. ágúst 1933. Hún lést á Droplaugarstöðum 11. október 2024. Foreldrar hennar voru Eðvald Jónsson sjómaður og Hólmfríður Einarsdóttir húsmóðir Meira  Kaupa minningabók
30. nóvember 2024 | Minningargreinar | 868 orð | 1 mynd

Jónína Þórarinsdóttir

Jónína Þórarinsdóttir fæddist á Litla-Steinsvaði í Hróarstungu 21. ágúst 1932. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum 16. nóvember 2024. Foreldrar hennar voru Valgerður Ketilsdóttir, f. 1901, d Meira  Kaupa minningabók
30. nóvember 2024 | Minningargreinar | 1387 orð | 1 mynd

Jón Torfi Snæbjörnsson

Jón Torfi Snæbjörnsson fæddist 27. maí 1941 í Hólshúsum, Eyjafirði. Hann lést 19. nóvember 2024. Foreldrar Snæbjörn Sigurðsson frá Garðsá í Öngulstaðahreppi, Eyjafirði, f. 22.8. 1908, d. 17.11. 1991, betur þekktur sem Snæbjörn á Grund, og Pálína Jónsdóttir frá Ólafsfirði, f Meira  Kaupa minningabók
30. nóvember 2024 | Minningargrein á mbl.is | 3321 orð | 1 mynd | ókeypis

Jón Torfi Snæbjörnsson

Jón Torfi Snæbjörnsson fæddist 27. maí 1941 í Hólshúsum, Eyjafirði. Hann lést 19. nóvember 2024. Foreldrar Snæbjörn Sigurðsson frá Garðsá í Öngulstaðahreppi, Eyjafirði, f. 22.8. 1908, d. 17.11. Meira  Kaupa minningabók
30. nóvember 2024 | Minningargreinar | 803 orð | 1 mynd

Kristín Áslaug Magnúsdóttir

Kristín Áslaug Magnúsdóttir, alltaf kölluð Stína, fæddist 16. apríl 1965. Hún lést eftir mjög stutta en erfiða baráttu við krabbamein 11. september 2024. Foreldrar Stínu: Magnús Helgason, f. 13. apríl 1939, býr á Hlévangi í Reykjanesbæ, og Kolbrún Ástráðsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
30. nóvember 2024 | Minningargreinar | 1538 orð | 1 mynd

Pétrína Ólöf Þorsteinsdóttir

Pétrína Ólöf Þorsteinsdóttir fæddist 30. janúar 1941. Hún lést 18. nóvember 2024. Útför fór fram 29. nóvember 2024. Meira  Kaupa minningabók
30. nóvember 2024 | Minningargreinar | 338 orð | 1 mynd

Sigurlaug Pálsdóttir

Sigurlaug Sigríður Pálsdóttir fæddist 14. febrúar 1952. Hún lést 17. nóvember 2024. Útför hennar fór fram 29. nóvember 2024. Meira  Kaupa minningabók
30. nóvember 2024 | Minningargreinar | 1577 orð | 1 mynd

Sveinn Guðmundsson

Sveinn Guðmundsson fæddist á Höllustöðum í Reykhólasveit 1. júní 1937. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 21. ágúst 2024. Foreldrar Sveins voru hjónin Júlíana Sveinsdóttir, f. 6.7. 1902, d. 22.8. 1997, og Guðmundur Guðmundsson, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

30. nóvember 2024 | Viðskiptafréttir | 148 orð | 1 mynd

First Water tryggir fjármögnun

Fyrirtækið First Water, sem vinnur að uppbyggingu á laxeldi á landi í Þorlákshöfn, boðaði til hluthafafundar í vikunni og sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu. Tilefnið var að upplýsa hluthafa um gang forsvarsmanna fyrirtækisins við að safna auknu hlutafé, ásamt því að tryggja nauðsynlegt lánsfé Meira
30. nóvember 2024 | Viðskiptafréttir | 787 orð | 1 mynd

Þurfi að horfa til lengri tíma

Íslenskir lífeyrissjóðir renna hýru auga til sérhæfðra fjárfestinga, ekki síst í sambandi við innviði, en vægi þeirra hefur verið minna hér á landi en víða annars staðar. Íslenskir lífeyrissjóðir eru árum á eftir þeim norsku hvað vægi slíkra fjárfestinga varðar Meira

Daglegt líf

30. nóvember 2024 | Daglegt líf | 842 orð | 4 myndir

Hann var leiftrandi skemmtilegur

Keli beitti málfræðireglum, setti efsta stig gjarnan á lýsingarorð, sagði góðastur og bestastur. Meira

Fastir þættir

30. nóvember 2024 | Í dag | 59 orð

Að beita einhverja refsingum er að láta þá sæta refsingum. Þá eru þeir í…

beita einhverja refsingum er að láta þá sæta refsingum. Þá eru þeir í þolfalli, refsingarnar í þágufalli. Ekki gengur að gleyma sér í refsigleðinni og „beita mönnum refsingum“ Meira
30. nóvember 2024 | Í dag | 225 orð

Giftir óttast gripinn mest

Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi og var svohljóðandi: Giftir óttast gripinn mest, geymir tvinna' og víða sést, hækkar spennu hratt og best hér á sandi liggja flest Meira
30. nóvember 2024 | Dagbók | 76 orð | 1 mynd

Inga vinsælust hjá hlustendum

Niðurstöður óformlegrar könnunar í þættinum Skemmtilegri leiðinni heim á K100 draga fram aðra mynd af fylgi stjórnmálaflokkanna en hefðbundnar kannanir hafa sýnt. Flokkur fólksins var oftast nefndur af þeim sem hringdu inn í þáttinn á dögunum, og… Meira
30. nóvember 2024 | Í dag | 1472 orð | 1 mynd

Messur

AKUREYRARKIRKJA | Messa í Minjasafnskirkjunni kl. 11. Prestur er Jóhanna Gísladóttir. Pétur Halldórsson flytur hugleiðingu. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson Meira
30. nóvember 2024 | Í dag | 169 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 f5 5. d4 exd4 6. e5 b5 7. Bb3 Ra5 8. Dxd4 Bb7 9. Bd5 c6 10. Bxg8 Hxg8 11. Dd3 g6 12. 0-0 Be7 13. He1 Dc7 14. Dd6 Dd8 15. Dd3 Dc7 16. Bg5 Bxg5 17. Rxg5 Hg7 18. e6 d5 19 Meira
30. nóvember 2024 | Í dag | 905 orð | 2 myndir

Skrifar eitthvað á hverjum degi

Þráinn Bertelsson fæddist 30. nóvember 1944 í Reykjavík. „Þegar ég var 18 ára var ég búinn að eiga heima á 20 stöðum. Ég er alinn upp af pabba mínum og við flæktumst víða. Ég var oft í sveit bæði í Þingvallasveit og Grímsnesi en mér finnst ég alltaf vera Reykvíkingur Meira
30. nóvember 2024 | Árnað heilla | 152 orð | 1 mynd

Snorri Sveinn Friðriksson

Snorri Sveinn Friðriksson fæddist 1. desember 1934 á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Fjóla Jónsdóttir, f. 1897, d. 1981, og Friðrik Júlíusson, f. 1895, d. 1970. Snorri lauk iðnskólaprófi frá Iðnskóla Sauðárkróks 1951 og myndlistarprófi frá… Meira
30. nóvember 2024 | Í dag | 252 orð | 1 mynd

Snæbjörn Brynjarsson

40 ára Snæbjörn ólst upp í Setbergshverfinu í Hafnarfirði. Hann útskrifaðist af félagsfræðibraut við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og hefur klárað bæði nám í japönsku við Háskóla Íslands og sviðshöfundanám við Listaháskóla Íslands Meira
30. nóvember 2024 | Í dag | 175 orð

Tígullinn lokkaði N-NS

Norður ♠ Á73 ♥ 7 ♦ G108743 ♣ G63 Vestur ♠ K98 ♥ G52 ♦ Á9652 ♣ Á2 Austur ♠ G1054 ♥ K864 ♦ D ♣ K987 Suður ♠ D62 ♥ ÁD1093 ♦ K ♣ D1054 Vestur/norður spila 2♦ Meira

Íþróttir

30. nóvember 2024 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Brighton náði ekki öðru sæti

Brighton nýtti ekki gullið tækifæri til að komast í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Brighton mátti þá sætta sig við jafntefli á heimavelli, 1:1, gegn botnliðinu Southampton Meira
30. nóvember 2024 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Heimaleikurinn verður í Murcia

Heimaleikur Íslands gegn Kósóvó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu fer fram á Enriqe Roca-leikvanginum í Murcia á Spáni 23. mars. KSÍ tilkynnti þetta í gær en ekki er hægt að leika hér á landi vegna vallarskilyrða Meira
30. nóvember 2024 | Íþróttir | 358 orð | 1 mynd

Héldu sterku liði í skefjum

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu hélt einu af sterkustu landsliðum heims, Kanada, vel í skefjum í vináttulandsleik þjóðanna sem fram fór á Pinatar-leikvanginum í Murcia á Spáni í gærkvöld. Niðurstaðan varð markalaust jafntefli í leik þar sem… Meira
30. nóvember 2024 | Íþróttir | 494 orð | 2 myndir

Leikur sem gefur góð fyrirheit

Ísland stóð afar vel í Hollandi, einu sterkasta liði heims, en þurfti að lokum að sætta sig við tveggja marka tap, 25:27, þegar liðin áttust við í fyrstu umferð F-riðils á EM 2024 í handknattleik kvenna í Innsbruck í Austurríki í gærkvöldi Meira
30. nóvember 2024 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

Mörk á síðustu stundu gætu reynst FH og HK afar dýrmæt

FH náði tveggja stiga forskoti á toppi úrvalsdeildar karla í handbolta með sigri á Fram á útivelli, 30:29, í Úlfarsárdalnum í gærkvöldi. Fram náði mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik en FH neitaði að gefast upp og Jakob Martin Ásgeirsson… Meira
30. nóvember 2024 | Íþróttir | 289 orð | 1 mynd

Sjöundi sigur Skagfirðinga í röð

Tindastóll náði í gærkvöldi tveggja stiga forskoti á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta með sigri á Álftanesi á heimavelli í áttundu umferðinni, 109:99. Tindastóll er nú með 14 stig, tveimur stigum meira en Stjarnan sem á leik til góða Meira
30. nóvember 2024 | Íþróttir | 234 orð | 1 mynd

Tilfinningin svolítið súrsæt

„Tilfinningin er svolítið súrsæt því mér finnst við alveg eiga að geta staðið betur í þeim,“ sagði Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands og maður leiksins í 27:25-tapi fyrir Hollandi í fyrstu umferð EM 2024 í handknattleik í Innsbruck í gærkvöld Meira
30. nóvember 2024 | Íþróttir | 101 orð

Þýskaland fór létt með Úkraínu

Úkraína, næsti mótherji Íslands á Evrópumóti kvenna í handknattleik, fékk skell gegn Þýskalandi í Innsbruck í gærkvöld, 30:17, í seinni leiknum í fyrstu umferð F-riðils keppninnar. Þýska liðið vann leikinn 30:17 eftir að staðan var 15:9 í hálfleik og úkraínska liðið átti aldrei möguleika Meira

Sunnudagsblað

30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 440 orð

Arnar færi með liðið á flug!

… þannig mætti auðvitað sameina þetta tvennt í einum manni, innlendan og erlendan þjálfara. Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 2323 orð | 9 myndir

Búinn að gefa sálina í starfið þarna

Í holinu á heimili dr. Kjartans Jónssonar og eiginkonu hans, Valdísar Magnúsdóttur, í Hafnarfirði er veglegur glerskápur sem helgaður er þeirri framandi álfu Afríku. Útskornar fígúrur, eins og við þekkjum, skart, minjagripir og fjöldi ljósmynda af… Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 21 orð

Eldgrímur Kalman 8…

Eldgrímur Kalman 8 ára Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 117 orð | 1 mynd

Elín Hall var skíthrædd á rauða dreglinum

Elín Hall mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar og ræddi við Bolla og Þór Bæring um verkefnin sín. Hún var nýkomin frá Subtitle-kvikmyndahátíðinni í Kilkenny á Írlandi, þar sem hún hlaut verðlaun fyrir leik sinn í Ljósbroti Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 494 orð | 6 myndir

Fegurð jólanna

Mig langaði í jól æsku minnar, eitthvað sem glitrar en er samt kyrrlátt og fallegt þannig að þeir sem koma hingað eigi góða upplifun Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 94 orð

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa MYNDAGÁTU og var rétt svar…

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa MYNDAGÁTU og var rétt svar ÞVOTTA­BJÖRN. Dregið var úr réttum lausnum og fá hinir heppnu bókina JÓLAGJÖFIN FRÁ BANGSÍMON í verðlaun. Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 650 orð | 3 myndir

Handsmíðað furðuhús

Það er langt á milli mannsins sem reisir hús og mannsins sem hannar hús,“ sagði hann. „Til þess að húsið fengi eitthvert líf datt mér í hug að reyna að hugsa og reisa húsið á sama tíma.“ Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 459 orð | 4 myndir

Húmor og gleði

Í myndlist minni vinn ég mikið með húmor og eitthvað sem gleður fólk og það getur tengt við. Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 639 orð | 1 mynd

Hvaða máli skiptir köttur?

Löggan í Kardemommubænum er örugglega þannig að hún myndi leggja metnað sinn í að finna kött myndi hann skyndilega gufa upp. Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 104 orð | 1 mynd

In Flames í Silfurbergi

Sænska þungarokkshljómsveitin In Flames mun stíga á svið í Silfurbergi, Hörpu, 24. júní á næsta ári og trylla lýðinn með sínu melódíska dauðarokki en sveitin er með þeim vinsælli og áhrifameiri í þeim blómlega geira Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 870 orð | 1 mynd

Kattarhvarf og kosningaskjálfti

Nótt var lögð við dag í varnaraðgerðum vegna nýjasta eldgossins við Sundhnúkagíga enda rann hraunelfur að mannvirkjum í Svartsengi. Það stóð um tíma tæpt en af miklu harðfylgi tókst að afstýra frekara tjóni en orðið hefur Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 108 orð | 1 mynd

Keira í kröppum dansi

Njósnir Keira Knightley fer með aðalhlutverkið í nýjum breskum njósnamyndaflokki, Black Doves, eftir Joe Barton sem kemur inn á Netflix á fimmtudaginn. Hún leikur Helen, njósnara í undirheimum Lundúna, sem er í eldheitu ástarsambandi sem gæti komið… Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 82 orð | 1 mynd

Kudrow og Romano sameina krafta sína

Spé Tveir af ástsælustu sjónvarpsgaman­leikurum seinni tíma, Lisa Kudrow úr ­Friends og Ray Romano úr Everybody Loves Raymond, sameina krafta sína í nýjum bandarískum grínþáttum, No Good Deed, sem Netflix hefur sýningar á 12 Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 900 orð | 3 myndir

Látnir kokgleypa kúlutyggjó

Nýi vafrinn minn, sem ég tók í notkun eftir að Rússarnir gerðu netárás á okkur hér í Hádegismóum í sumar, er mjög duglegur að benda mér á alls kyns fréttir og fróðleik af netinu. Um daginn fannst honum til dæmis mikilvægt að kynna fyrir mér skammlífar popphljómsveitir úr sexunni Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 165 orð | 1 mynd

Léttari tónlist á morgnana

Árrisull ritaði Velvakanda í Morgunblaðinu bréf í svartasta skammdeginu árið 1954 og bað um aðstoð við að koma skilaboðum til þeirra sem falið hafði verið það ábyrgðarmikla starf að velja morguntónlist Ríkisútvarpsins alla virka daga Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 44 orð

Lögreglan: „Af hverju stalstu fólksbílnum?“ Guðmundur: „Ég þurfti að…

Lögreglan: „Af hverju stalstu fólksbílnum?“ Guðmundur: „Ég þurfti að komast í vinnuna.“ Lögreglan: „Af hverju tókstu ekki strætó?“ Guðmundur: „Ég er ekki með meirapróf.“ Það eru svo fáar bækur til heima hjá okkur að ef sjónvarpið bilar þá verðum við bara að tala saman. Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 503 orð | 6 myndir

Metsöluhöfundur kveður

Gagnrýnendur geta sagt það sem þeim sýnist – ég horfi á sölutölurnar. Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 67 orð

Ripp, Rapp og Rupp keppa á heimsmeistaramótinu í uppáhaldstölvuleiknum…

Ripp, Rapp og Rupp keppa á heimsmeistaramótinu í uppáhaldstölvuleiknum sínum. Jóakim gerist styrktaraðili liðsins og mótið er vægast sagt æsispennandi. Mikki, Einsveinn og Atómus fara í óvænt ferðalag um geiminn til að koma í veg fyrir mögulega tortímingu jarðarinnar Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 66 orð | 1 mynd

Ritar formála að bók Garðars

Hlýja Kirk Hammett, gítarleikari Metallica, mun rita formála að endurminningum kollega síns úr Exodus og Slayer, Garys Holts, eða Garðars í Holti, eins og hann er kallaður í uppsveitum Árnessýslu. Verkið er væntanlegt með vorinu og ber þann… Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 1539 orð | 2 myndir

Sólardagarnir fóru í að búa til snjó

Galdurinn var að hafa textann nógu mikla en samt ekki of mikla klisju, eins og jólin eru í eðli sínu. Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 273 orð | 1 mynd

Tríó í fjarbúð

Hvað er Meraki tríó? Við erum Rósa Guðrún Sveinsdóttir, söngur, flauta og saxófónn, Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló og Sara Mjöll Magnúsdóttir, píanó. Við erum með bakgrunn úr ólíkum tónlistarstílum, frá barokktónlist og klassík yfir í popp og djass Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 349 orð | 5 myndir

Veðurfregnir og jarðarfarir lesin í tætlur

Hanastél; reyfarar, bók Nóbelsverðlaunahafa og matreiðslubækur eru á borðum heimilisins. Satu Rämö býr á Ísafirði og hefur slegið í gegn með reyfurum sem gerast þar en eru skrifaðir á finnsku. Hildur er komin út á íslensku og er afar spennandi enda aðalsmerki góðs reyfara Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 700 orð

Vilja undir pilsfald Evrópusambandsins

… ófáir eru þeir stjórnmálamenn sem þykir ágætt að láta fjarlægt vald taka af þeim ómakið, sérstaklega hvað varðar það sem óvinsælt er. Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 124 orð | 1 mynd

Vill sættast við gamlan vin

Sættir? Sammy Hagar kveðst í samtali við Rolling Stone vonast til að endurheimta vináttu sína við Alex Van Halen áður en annar þeirra leggst í gröfina. Saman voru þeir um árabil í rokkbandinu Van Halen en í nýútkomnum endurminningum sínum, Bræður,… Meira
30. nóvember 2024 | Sunnudagsblað | 1061 orð | 5 myndir

Vinsæll athafnamaður

En það sem er þó sérstakt við Ingvar er að honum tókst að komast til mikilla umsvifa og metorða án þess að troða fólki um tær og afla sér óvinsælda. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.