Lög um fjármál stjórnmálaflokkanna eru um margt gölluð. Eitt skýrasta dæmið þar um, eftir kosningar helgarinnar, er að á næsta kjörtímabili verða tveir stjórnmálaflokkar, sem kjósendur vildu ekki hleypa inn á Alþingi, á framfæri skattgreiðenda. Báðir hafa að vísu verið það áður, en Píratar þó vegna þess að þeir fengu þingmenn kjörna. Þeir munu á því kjörtímabili sem er nýhafið fá tugi milljóna í framlög, með aðeins 3% fylgi.
Meira