Greinar fimmtudaginn 5. desember 2024

Fréttir

5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 360 orð

161 nýr þingmaður frá 2009

Miklar breytingar hafa orðið á skipan Alþingis í undanförnum þingkosningum, en frá og með kosningunum 2009 hefur 161 nýr þingmaður tekið sæti á Alþingi. Flestir nýir þingmenn hlutu kjör í nýafstöðnum kosningum, en þeir voru 33 talsins sem er meirihluti þingmanna Meira
5. desember 2024 | Fréttaskýringar | 1042 orð | 1 mynd

390 milljarða óskalisti Ingu

Stjórnarmyndunarviðræður standa nú yfir milli Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, en þó ekkert hafi spurst út um hvað þar er helst til umræðu, blasir við að flokkarnir lýstu í kosningabaráttunni mjög mismunandi áherslum til ríkisfjármála,… Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

700 manns á jólahlaðborði Rótarýklúbbsins

Skagfirðingar létu kosningakaffi flokkanna ekki trufla sig sl. laugardag þegar félagar í Rótarýklúbbi Sauðárkróks buðu í sitt árlega jólahlaðborð í Íþróttahúsinu. Um 700 manns mættu og stemningin hátíðleg og afslöppuð Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 788 orð | 3 myndir

„Einstakt kyn í fullri framleiðslu“

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 481 orð | 2 myndir

Alvarlegum brotum fer fjölgandi

Alvarlegum brotum hefur fjölgað verulega á vinnumarkaði undanfarin misseri. Þetta segir Hilmar Harðarson, formaður Félags iðn- og tæknigreina (FIT), í nýútkomnu fréttabréfi félagsins. Fjallar Hilmar þar um vaxandi brotastarfsemi á vinnumarkaði í pistli og í viðtali við hann í blaðinu Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 455 orð | 3 myndir

Ábyrgðarleysi hjá Ingu Sæland

Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri og einn eigenda fyrirtækisins sem byggir á Heklureit, gagnrýnir Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, fyrir að setja fram rangar staðhæfingar um verkefnið í fjölmiðlum Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Baðlón í Laugarási opnað í sumar

Fyrirhugað baðlón í Laugarási hefur fengið nafnið Laugarás Lagoon og er áformað að opna það næsta sumar, að sögn Hjalta Gylfasonar, forsvarsmanns Laugaráss Lagoon. „Framkvæmdir ganga vel og eru á áætlun Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Dista hafði betur gegn ÁTVR

Áfengisinnflytjandi hafði betur gegn Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti í gær en deilan fór í gegnum allt dómskerfið. Felld var úr gildi ákvörðun ÁTVR um að taka úr sölu vörutegundir innflytjandans Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 506 orð | 1 mynd

Eldgos sem getur sullað ansi lengi

Hraunflæði frá virka gígnum í eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni hefur verið stöðugt síðustu daga. Framrás hraunjaðarsins er hæg og ógnar ekki innviðum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Engin ágreiningsmál komið upp

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins funduðu saman í gær frá klukkan hálftíu til rúmlega fjögur. Viðræður ganga vel að sögn Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar og ætla formennirnir að hittast í þinghúsinu í dag til að halda viðræðunum áfram Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 226 orð

Erfið smáatriði enn órædd

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar segir að stjórnarmyndunarviðræður við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, í gær hafi gengið vel. Hinar breiðari strokur mögulegs stjórnarsamstarfs… Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Frammistaðan ýtir undir bjartsýni

„Verkefnið var alltaf erfitt en frammistaða Íslands í heild gefur tilefni til bjartsýni enda ekki annað að sjá en að liðið sé stöðugt að bæta sig.“ Þetta skrifar Gunnar Egill Daníelsson íþróttafréttamaður Morgunblaðsins í uppgjörsgrein um… Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Fuglaflensa í kalkúnum í Ölfusi

Fuglainflúensa hefur verið staðfest í kalkúnum á búinu Auðsholti í Ölfusi eftir að fuglar þaðan voru sendir til rannsóknar á tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hafi… Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 373 orð | 2 myndir

Gefa Íslendingadagsnefnd fjallkonukyrtil

Hjónin Ásmundur Kristjánsson gullsmiður og klæðskerinn, kjólameistarinn og sagnfræðingurinn Guðrún Hildur Rosenkjær, eigendur fyrirtækisins Annríkis sem sérhæfir sig í öllu sem viðkemur íslenskum búningum, ætla, með aðstoð kvenna sem hafa lært hjá… Meira
5. desember 2024 | Fréttaskýringar | 606 orð | 3 myndir

Gustar harkalega um Jonas Gahr Støre

Norski Verkamannaflokkurinn hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið er litið er til skoðanakannana og er nú verulega farið að syrta í álinn með fylgi sem nam 16,5 prósentum í síðustu könnun sem leit dagsins ljós nú í öndverða aðventu, á mánudaginn Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 489 orð | 1 mynd

Hafnarhvoll verði íbúðarhús

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Heimila íbúðir í verslunarrými

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur um niðurfellingu nærþjónustukjarna í Einarsnesi 36. Veitingastaðurinn Bike café Tillagan felur í sér að nærþjónustukjarninn verði felldur út af… Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Hiti og kuldi skiptu nóvember í tvennt

Tíðarfar í nýliðnum nóvember var mjög tvískipt. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar. Óvenjuleg hlýindi voru á öllu landinu fyrri hluta mánaðarins. Á mörgum veðurstöðvum hefur meðalhiti þessara fyrstu 14 nóvemberdaga aldrei mælst eins hár Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Hólmur friðlýstur

Að tillögu Minjastofnunar Íslands staðfesti Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra í gær friðlýsingu Hólms í Skaftárhreppi. Sú nær til heimarafstöðvar og stíflu, byggingar sem hýsti m.a. járnsmíðaverkstæði, frystihúss og sláturhúss, íbúðarhúss og smíðaskóla Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 524 orð | 1 mynd

ÍBA 80 ára og heldur íþróttahátíð

Það verður mikið um dýrðir í íþróttahúsinu Boganum á Akureyri næstkomandi laugardag, 7. desember, en þá heldur Íþróttabandalag Akureyrar, ÍBA, upp á 80 ára afmæli sitt. Bandalagið var formlega stofnað 20 Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Jólagleðin ræður ríkjum á markaði

Ásgarður handverkstæði verður með sinn árlega jólamarkað í húsnæði Ásgarðs að Álafossvegi 14 og 24 í Mosfellsbæ á laugardag. Til sölu verða allar leikfangalínur Ásgarðs og einnig verður kaffi, heitt súkkulaði og kökur í boði gegn vægu gjaldi Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Jólakonfektið verður dýrt í ár

„Við erum að glíma við gífurlega hækkun á heimsmarkaðsverði á hreinum kakómassa,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, forstjóri Nóa Síríuss, en í nýrri könnun Verðlagseftirlits ASÍ frá því í gær kemur fram að verð á Nóa-konfekti hafi… Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Jólatónleikar Cauda Collective

Á jólatónleikum Cauda Collective í Salnum á morgun, 6. desember, kl. 20 verður flutt hátíðleg jólatónlist, ný og gömul, fyrir kammersveit og sönghóp, að því er fram kemur í tilkynningu. Tónleikarnir hefjast á nýrri útgáfu kafla úr verkinu Adest… Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 1172 orð | 4 myndir

Jólin tími samveru með fjölskyldunni

Hann hefur verið að í tæplega 25 ár, hvorki meira né minna, og komið víða við. Síðustu áratugi hefur hann haldið utan um sín eigin fyrirtæki og blómstrar sem aldrei fyrr. „Ég byrjaði í bransanum 1 Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 326 orð | 2 myndir

Keypti fimmmilljónasta eintakið af Ragnari

Fimmmilljónasta eintakið af bókum Ragnars Jónassonar seldist í verslun Pennans Eymundssonar í Kringlunni í gær. Það var Kristín Pétursdóttir leikkona sem keypti nýjustu glæpasögu hans, Huldu Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Loðinn ferfætlingur trítlar yfir Tjörnina

Þó að veturinn geti verið kaldur getur útivist á þessum árstíma oft reynst skemmtilegri en yfir sumarið. Kuldinn og snjórinn sveipar umhverfið fallegum blæ og býður upp á nýja afþreyingarmöguleika, eins og að spóka sig á frosinni Tjörninni í miðbæ Reykjavíkur Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 493 orð | 3 myndir

Lón í Laugarási opnað næsta sumar

Fyrirhugað baðlón í Laugarási hefur fengið nafnið Laugarás Lagoon og er áformað að opna það næsta sumar, að sögn Hjalta Gylfasonar, forsvarsmanns Laugaráss Lagoon. „Framkvæmdir ganga vel og eru á áætlun Meira
5. desember 2024 | Fréttaskýringar | 710 orð | 3 myndir

Matvöruverslun á Bauhaus-reit?

Eigendur byggingar við Lambhagaveg, sem hýsir byggingarvöruverslun Bauhaus, hafa undanfarin þrjú ár reynt að fá Reykjavíkurborg til að heimila rekstur matvöruverslunar á lóðinni. Þeir hafa ekki haft erindi sem erfiði fram til þessa Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Nýstárlegt og frumlegt efni

Þáttarstjórnendur og umsjónarmenn Með okkar augum hlutu í gær Kærleikskúlu ársins 2024 fyrir að hafa vakið þjóðarathygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Þetta er tuttugasta og önnur Kærleikskúla Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra en ár hvert… Meira
5. desember 2024 | Erlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Ræddu vantraust gegn Barnier

Allt stefndi í gærkvöldi í að franska þingið myndi samþykkja vantraust á hendur ríkisstjórninni og Michel Barnier forsætisráðherra. Einungis eru liðnir um þrír mánuðir frá því að Barnier tók við embættinu, en Macron Frakklandsforseti skipaði hann í… Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 259 orð | 2 myndir

Steikir milljón kökur

Laufabrauðsvertíðin hjá Ömmubakstri-Gæðabakstri í Reykjavík stendur nú sem hæst og þúsundir af kökum verða þar til á hverjum degi. Vertíðin hófst í september en þunginn verður meiri eftir því sem nær dregur jólum, samanber þá íslensku hefð að laufabrauð þykir ómissandi á hátíðarborðum landsmanna Meira
5. desember 2024 | Erlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Stjórnarherinn hefur gagnsókn

Sýrlenski stjórnarherinn hóf í gær gagnsókn gegn uppreisnarmönnum í útjöðrum borgarinnar Hama. Að sögn bresku mannréttindasamtakanna Syrian Observatory for Human Rights náði herinn að ýta uppreisnarmönnum um tíu kílómetra til baka frá borginni og geisuðu harðir bardagar í nágrenni hennar í gær Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 354 orð | 2 myndir

Svigrúm er til framkvæmda í Reykjanesbæ

Gert er ráð fyrir liðlega 200 milljóna króna jákvæðri niðurstöðu af rekstri A-hluta Reykjanesbæjar á næsta ári, skv. fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2025 til og með 2028 sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í vikunni Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Tvö leikverk fengu hvatningarverðlaun ÖBÍ

Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ, veittu tveimur leikverkum hvatningarverðlaun fyrir árið 2024 á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Fúsi, aldur og fyrri störf, og Taktu flugið, beibí hlutu verðlaun ÖBÍ sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti fyrir hönd… Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 308 orð

Undirfjármögnuð kærunefnd

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur lokið störfum á þessu ári en fjármagnið til nefndarinnar í ár er uppurið. Nefndin getur úrskurðað um nær allan einkaréttarlegan ágreining utan dómstóla sem neytendur eiga við fyrirtæki um kaup á vörum eða… Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Viðburður á degi Kristjáns Eldjárns

Félag fornleifafræðinga og Þjóðminjasafnið standa fyrir viðburði til heiðurs Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði og forseta Íslands (1916-1982) á morgun, 6. desember, sem var fæðingardagur hans. Við dagskrá sem hefst kl Meira
5. desember 2024 | Erlendar fréttir | 664 orð | 1 mynd

Vilja víkja Yoon úr embætti

Stjórnarandstaðan í Suður-Kóreu lagði í gær fram tillögu um að forsetinn, Yoon Suk-yeol, yrði ákærður til embættismissis, eftir að tilraun hans til þess að víkja þinginu frá með herlögum fór út um þúfur í fyrrakvöld Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 276 orð

Vinna saman að farsæld barna

Skóla- og frístundaþjónusta og deild barna og fjölskyldna á miðstöðvum Reykjavíkurborgar, Barnaverndarþjónusta Reykjavíkur og framhaldsskólar í Reykjavík ásamt heilsugæslunni, lögreglustjóranum og sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að… Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Þarf naflaskoðun á vinstrikanti

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, telur ótímabært að ræða um sameiningar á vinstrivæng stjórnmálanna og minnir á að Vinstri grænir séu enn starfandi á sveitarstjórnarstiginu, þótt flokkurinn hafi fallið af Alþingi Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 878 orð | 1 mynd

Þau vinna kraftaverkin í eigin lífi

Tilgangur lífsins, sorgir, þjáning og sigrar. Þetta er efni og inntak í bókinni Hver vegur að heiman er vegurinn heim eftir sr. Vigfús Bjarna Albertsson sem út kom í þessari viku. Þar er fjallað um lífsreynslu fólks og hvernig best verði úr henni unnið Meira
5. desember 2024 | Fréttaskýringar | 1140 orð | 2 myndir

Þeir bestu sameini krafta sína

„Áhugi okkar á Marel teygir sig mörg ár aftur í tímann. Við höfum hist reglulega úti á markaðinum og oft má finna tækjabúnað frá báðum fyrirtækjum í verksmiðjum viðskiptavina. Samskiptin hafa líka alltaf verið góð Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 353 orð | 2 myndir

Þjóðaratkvæði um flugvöllinn

Óskar Bergsson oskar@mbl.is Meira
5. desember 2024 | Innlendar fréttir | 284 orð | 2 myndir

Þórður Snær á rétt til biðlauna

„Þingmaður getur ákveðið að nýta ekki rétt sinn til biðlauna, enda tilkynni hann Alþingi um slíkt,“ segir Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis í skriflegu svari til Morgunblaðsins. Fyrirspurnin laut að því hvort hinn nýkjörni… Meira

Ritstjórnargreinar

5. desember 2024 | Staksteinar | 197 orð | 2 myndir

Flokkur hófsemdar og stöðugleika

Hrafnar Viðskiptablaðsins hafa ekki mikla trú á að Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður Flokks fólksins, sé jafn lausnamiðaður og mikið fyrir málamiðlanir og hann segist nú vera. Vísa þeir í því sambandi til afstöðu hans hjá VR til síðustu kjarasamninga sem hann hafi undirritað „í fússi enda tilneyddur“. Meira
5. desember 2024 | Leiðarar | 449 orð

Jafnvæginu raskað

Assad hefur sýnt veikleika sinn Meira
5. desember 2024 | Leiðarar | 194 orð

Stendur tæpt

Trump vann vissulega, en leikurinn stendur enn Meira

Menning

5. desember 2024 | Tónlist | 456 orð | 2 myndir

„Hjarta fullt af ástareldi“

Sjálfstæðissalurinn Rakarinn í Sevilla ★★★★· Tónlist: Gioachino Rossini. Texti: Cesare Sterbini (eftir Beaumarchais). Íslensk þýðing, aðlögun texta og leikgerð: Sólveig Sigurðardóttir og Þórhallur Auður Helgason. Leikstjórn: Tómas Helgi Baldursson. Tónlistarstjórn: Sævar Helgi Jóhannsson. Sviðshreyfingar: Bjartey Elín Hauksdóttir. Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson. Búningar og sviðsmynd: Óður. Söngvarar: Þórhallur Auður Helgason (Almaviva), Sólveig Sigurðardóttir (Rosina), Áslákur Ingvarsson (Figaro), Ragnar Pétur Jóhannsson (Bartolo), Philip Barkhudarov (Vasilievsky) og Karl Friðrik Hjaltason (embættismaður). Rakarakvartettinn (Karl Friðrik Hjaltason, Gunnar Thor Örnólfsson, Þorkell Helgi Sigfússon og Philip Barkhudarov). Sviðslistahópurinn Óður frumsýndi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll sunnudaginn 1. desember 2024. Meira
5. desember 2024 | Menningarlíf | 1142 orð | 4 myndir

„Og svo hverfur augnablikið“

„Ég er með mjög góða tilfinningu fyrir Feneyjum og held að þetta verði algjört ævintýri. Það er mikill heiður að fá að vera með enda er þetta stærsti myndlistarviðburður í heiminum og ég er bæði glöð og spennt að fara þangað sem fulltrúi Íslands Meira
5. desember 2024 | Fólk í fréttum | 461 orð | 3 myndir

„Verður tilfinningarússíbani“

Endurgerð klassíska jólalagsins Þú og ég og jól er meðal þess sem finna má á nýju jólaplötunni með hljómsveitinni HúbbaBúbba, þar sem Svala Björgvins er gestasöngkona. „Þeir sömdu ný vers og gáfu laginu alveg nýtt líf,“ sagði Svala í samtali við Kristínu Sif á K100 í gær Meira
5. desember 2024 | Fólk í fréttum | 1678 orð | 4 myndir

„Fannst ég skulda sjálfum mér þetta“

Thomsen er ný herrafataverslun á Hafnartorgi í Reykjavík. Gunni Hilmarsson er einn af þeim sem eru á bak við verslunina en hann hefur starfað í tísku- og hönnunarheiminum í um 30 ár. Síðustu 12 árin hefur hann verið hjá Kormáki & Skildi en sagði skilið við fyrirtækið fyrir nokkrum mánuðum Meira
5. desember 2024 | Menningarlíf | 547 orð | 1 mynd

Gjöf frá mér til mín

„Ég sem mjög mikið af kóramúsík og kórinn minn situr uppi með að flytja dálítið af þeirri músík minni en svo hef ég líka samið verk fyrir önnur tilefni. Einnig sem ég svolítið af einfaldari lögum og tónlist sem ætluð er fyrir sjónvarp eða fyrir… Meira
5. desember 2024 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Gömlu góðu jólin í Salnum í Kópavogi

Stemning gömlu góðu jólanna verður fönguð á tónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn, þann 8. nóvember, kl. 17. Segir í tilkynningu að þar komi fram nokkrar helstu stjörnur síns tíma líkt og Ari Jónsson, Grímur Sigurðsson, Hjördís Geirsdóttir og… Meira
5. desember 2024 | Menningarlíf | 63 orð | 1 mynd

Hildigunnur deilir upplifun sinni

Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarmaður leiðir gesti um sýninguna Endrum og sinnum í Hafnarhúsi í kvöld, 5. desember, ­klukkan 20 og deilir upplifun sinni af verkum Hreins Friðfinnssonar Meira
5. desember 2024 | Tónlist | 626 orð | 4 myndir

Hvers virði er allt heimsins prjál?

Og hvernig fólki reiðir af, það er afskaplega einstaklingsbundið virðist vera. Erfðir, umhverfi, uppeldi, allt spilar þetta inn í getu þína til að lifa af. Meira
5. desember 2024 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Jasleen Kaur hlýtur Turner-verðlaunin í ár

Hin 38 ára gamla Jasleen Kaur hlýtur Turner-verðlaunin 2024 fyrir að lífga við hversdagslega hluti í hreyfimyndum sínum sem endurspegla fjölbreytileika sjálfsmyndar og samfélags. The Guardian greinir frá því að Kaur sé jafnframt yngsti listamaðurinn … Meira
5. desember 2024 | Menningarlíf | 374 orð | 2 myndir

Jólabókaperlur hjá Fold

Rúmlega 160 bækur verða boðnar upp á netuppboði sem Bókin ehf. og Fold uppboðshús standa fyrir og lýkur sunnudaginn 15. desember. „Má segja að hver einasta þeirra sé áhugaverð og eigi erindi í gott bókasafn Meira
5. desember 2024 | Menningarlíf | 317 orð | 1 mynd

Landslag sem vekur jafnt ugg sem lotningu

Á myndinni Fyllið með eigin ímyndunarafli (mjöll) getur að líta konu sem snýr baki í áhorfandann, klædd í sumarkjól með stuttum ermum og berleggjuð. Það sem kann þó að vekja óhug er að hún liggur á snævi þöktum akri og hávaxin furutré ber í fjarska við himin Meira
5. desember 2024 | Menningarlíf | 77 orð | 1 mynd

Ópera byggð á Fanny og Alexander

Ný ópera byggð á sjónvarpsþáttaröðinni Fanny og Alexander eftir Ingmar Bergman var heimsfrumsýnd hjá La Monnaie, belgísku óperunni í Brussel, í upphafi þessa mánaðar. Óperuna samdi Mikael Karlsson við líbrettó eftir Royce Vavrek, en Ivo van Hove leikstýrði Meira
5. desember 2024 | Menningarlíf | 123 orð | 1 mynd

Sá ekki eigin söngleik vegna augnsýkingar

Tónlistarmaðurinn Elton John hefur ekki getað séð sinn eigin söngleik The Devil Wears Prada, sem sýndur er í London um þessar mundir, vegna þess að augnsýking hefur haft mikil áhrif á sjón hans Meira
5. desember 2024 | Fjölmiðlar | 205 orð | 1 mynd

Sjáum við Mörthu í réttu ljósi?

Ævisögur eru áhugaverðar út frá mörgum hliðum. Þær veita innsýn í ævintýralegt lífshlaup fólks og varpa ljósi á persónuna sem býr þar að baki. En það skiptir líka máli hver segir söguna. Skrifi maður eigin sögu er hætt við að maður máli sig öllum fallegustu litunum Meira
5. desember 2024 | Menningarlíf | 951 orð | 3 myndir

Spilaði fyrst með þeim fyrir 21 ári

Á milli mín, kórsins og stjórnanda hefur myndast mjög gott starfssamband og vinátta, en þar fyrir utan er þetta mjög góð reynsla fyrir mig sem tónlistarmann. Samband mitt við kórinn hefur þroskast með árunum. Meira
5. desember 2024 | Menningarlíf | 122 orð | 1 mynd

Þrennir tónleikar í Hannesarholti

Þrennir tónleikar eru fram undan í Hannesarholti dagana 5.-7. desember. Snorri Ásmundsson fjöllistamaður heldur sína árlegu jólatónleika í Hannesarholti í kvöld, 5. desember, kl. 20. „Í heimi klassískrar og samtímapíanótónlistar hefur Snorri… Meira
5. desember 2024 | Menningarlíf | 953 orð | 1 mynd

Þurfa að horfast í augu við myrkrið

Svartasta skammdegið vestur á fjörðum er sögusvið nýrrar skáldsögu sem heitir Kul og er eftir Sunnu Dís Másdóttur rithöfund. Þarna er fólk samankomið til að vinna sig úr kulnun en til þess þarf það að horfast í augu við myrkrið í sjálfu sér Meira
5. desember 2024 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Ævintýrið um Jóla-Lólu Skyrgámsdóttur

Leikfélag Akureyrar hefur sýningar á laugardaginn, þann 7. desember, klukkan 13 og 15, á nýju ævintýri fyrir börn á öllum aldri með söngvum eftir leikhópinn og tónlistarmennina Jóa Pé og Króla. Segir í tilkynningu að leikritið, sem beri heitið… Meira

Umræðan

5. desember 2024 | Aðsent efni | 438 orð | 1 mynd

Aðventan í henni Róm

Hundruð þúsunda gesta koma til Rómar á aðventunni. Meira
5. desember 2024 | Aðsent efni | 384 orð | 1 mynd

Er ferðaþjónusta búskapur líkt og sjávarútvegur?

Erum við komin á þann stað varðandi ferðaþjónustu að nauðsynlegt sé að setja henni ramma líkt og sjávarútvegi? Meira
5. desember 2024 | Aðsent efni | 580 orð | 2 myndir

Framtíð Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að stórefla starf sitt og skipulag svo að hann verði að nýju sá fjöldaflokkur sem hann var. Meira
5. desember 2024 | Pistlar | 334 orð | 1 mynd

Tekið við góðu búi

Stjórnmálin eru hverfull vettvangur þar sem hlutirnir geta breyst hratt. Í kosningunum liðna helgi leiðbeindu kjósendur stjórnmálaflokkunum í hvaða átt skyldi stefna næstu árin. Það er því ekki óeðlilegt að Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins … Meira
5. desember 2024 | Aðsent efni | 575 orð | 1 mynd

Týnist stór hluti umsaminna launa?

Hver skyldu vaxtakjörin vera á skattfje sem ríkissjóður lánar inn í „kaupin á eyrinni“? Launaseðlar verða að sýna raunveruleg laun. Meira
5. desember 2024 | Aðsent efni | 280 orð | 1 mynd

Við þökkum traustið

Flokkur fólksins þakkar kjósendum Norðvesturkjördæmis traustið í alþingiskosningunum og mikinn stuðning við forgangsmál flokksins. Meira

Minningargreinar

5. desember 2024 | Minningargreinar | 2672 orð | 1 mynd

Björn Freyr Lúðvíksson

Björn Freyr Lúðvíksson fæddist í Reykjavík 22. júní 1942. Hann lést á Vífilsstöðum 21. nóvember 2024. Foreldrar hans voru Jónína Geirlaug Ólafsdóttir frá Álftarhóli, Austur-Landeyjum, f. 13. febrúar 1913, d Meira  Kaupa minningabók
5. desember 2024 | Minningargreinar | 554 orð | 1 mynd

Guðmundur Haukur Gunnarsson

Guðmundur Haukur Gunnarsson fæddist í Reykjavík 5. desember 1938 á heimili móðurömmu sinnar og móðurafa í Bergstaðastræti. Hann lést 11. nóvember 2024. Foreldrar hans voru Gunnar Guðmundsson rafvirkjameistari í Hafnarfirði, f Meira  Kaupa minningabók
5. desember 2024 | Minningargreinar | 667 orð | 1 mynd

Hildur Guðmundsdóttir

Hildur Guðmundsdóttir fæddist 3. september 1951. Hún lést 18. nóvember 2024. Útför hennar fór fram 4. desember 2024. Meira  Kaupa minningabók
5. desember 2024 | Minningargreinar | 364 orð | 1 mynd

Hörður Björnsson

Hörður Björnsson fæddist 30. október 1927. Hann lést 17. október 2024. Útför Harðar fór fram 28. október 2024. Meira  Kaupa minningabók
5. desember 2024 | Minningargreinar | 3174 orð | 1 mynd

Karl Elinías Loftsson

Karl Elinías Loftsson fæddist á Hólmavík 2. mars 1937. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landakotsspítala 21. nóvember 2024. Foreldrar hans voru Helga Guðbjörg Jónsdóttir, f. 1895, húsfreyja og Loftur Bjarnason, f Meira  Kaupa minningabók
5. desember 2024 | Minningargreinar | 1275 orð | 1 mynd

Kristinn Haukur Skarphéðinsson

Kristinn Haukur Skarphéðinsson fæddist 18. febrúar 1956. Hann lést 16. nóvember 2024. Útför hans fór fram 4. desember 2024. Meira  Kaupa minningabók
5. desember 2024 | Minningargreinar | 511 orð | 1 mynd

Kristján Elberg Guðmundsson

Kristján Elberg Guðmundsson fæddist 31. október 1944. Hann lést 5. nóvember 2024. Útförin Krisjáns fór fram 19. nóvember 2024. Meira  Kaupa minningabók
5. desember 2024 | Minningargreinar | 3286 orð | 1 mynd

Marinó Jóhannsson

Marinó Jóhannsson fæddist á Hólmavík 14. janúar 1945. Hann lést í faðmi ástvina á líknardeild Landspítalans 24. nóvember 2024. Foreldrar Marinós voru Jóhann Guðmundsson, f. 13. júní 1921 í Bæ, Kaldrananeshreppi, d Meira  Kaupa minningabók
5. desember 2024 | Minningargreinar | 338 orð | 1 mynd

Pétrína Ólöf Þorsteinsdóttir

Pétrína Ólöf Þorsteinsdóttir fæddist 30. janúar 1941. Hún lést 18. nóvember 2024. Útför fór fram 29. nóvember 2024. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

5. desember 2024 | Sjávarútvegur | 452 orð

Sveiflukennt ár fyrir laxeldið

Markaðir fyrir lax hafa einkennst af miklum sveiflum á árinu 2024. Hófst árið með óvenjuháu verði og framleiðsluaukningu en stóraukin samkeppni leiddi til verðhruns um mitt ár. Hefur meðalverð á laxi á alþjóðlegum mörkuðum haldist undir meðalverði síðasta árs Meira
5. desember 2024 | Sjávarútvegur | 244 orð | 1 mynd

Vel heppnað loðnueldi

Vísindamenn á tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar hafa í fyrsta sinn ræktað loðnu frá klaki til fullorðinsaldurs í eldisumhverfi, að því er segir á vef Hafrannsóknastofnunar. Fram kemur að loðnuhrogn voru frjóvguð um borð í Víkingi AK-100,… Meira

Viðskipti

5. desember 2024 | Viðskiptafréttir | 72 orð | 1 mynd

Trúverðugir og vinalegir glæpamenn á netinu

Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við svikum í netviðskiptum. Slík svik hafa aukist mjög og líklegt að þau færist enn í vöxt nú í jólamánuðinum. Svikahrapparnir eru, eins og samtökin benda á, oftast frekar trúverðugir og vinalegir Meira

Daglegt líf

5. desember 2024 | Daglegt líf | 821 orð | 6 myndir

Saga síldarinnar heillar alla

Síldin er ótrúlega margslungið fyrirbæri, hún hefur haft meiri áhrif á íslenskt samfélag, og önnur samfélög, heldur en flestrar aðrar fisktegundir. Síldin hefur haft ómæld áhrif á líf fólks almennt, efnahag, atvinnuveg og menningu,“ segir… Meira

Fastir þættir

5. desember 2024 | Í dag | 191 orð

20 slaga munur N-Allir

Norður ♠ – ♥ ÁKDG97642 ♦ 7 ♣ KD5 Vestur ♠ 10862 ♥ 103 ♦ 53 ♣ G10987 Austur ♠ ÁKD7543 ♥ – ♦ 94 ♣ 6432 Suður ♠ G9 ♥ 85 ♦ ÁKDG10862 ♣ Á Suður spilar 7Gr redobluð Meira
5. desember 2024 | Dagbók | 83 orð | 1 mynd

„Það versta sem þú lendir í“

Uppistandssýningin Áramótaskop með Ara Eldjárn hefst 7. desember í Háskólabíói og víðar um land. Ari segir nóg af efni hafa safnast saman á árinu, sérstaklega í tengslum við viðburðaríka kosningabaráttu Meira
5. desember 2024 | Í dag | 268 orð

Af ákúru, rukkun og ljósmyndara

Það er alltaf kærkomið að fá Stuðlaberg inn um lúguna, tímarit helgað hefðbundinni ljóðlist. Í nýútkomnu tölublaði er viðtal við skáldið Þórarin Eldjárn og má þar finna limruna: Ég leita svo mikið í lágkúru, - að launum ég hlýt marga ákúru – Meira
5. desember 2024 | Í dag | 60 orð

Gangi maður inn á lögreglustöð og kveðist vilja „gefa sig upp til…

Gangi maður inn á lögreglustöð og kveðist vilja „gefa sig upp til lögreglu“ er óvíst að maður fái gistingu. Að gefa sig framvið lögreglu – er hinsvegar góður siður, að því gefnu að maður sé sekur Meira
5. desember 2024 | Dagbók | 30 orð | 1 mynd

Gerbreytt stjórnmálaumhverfi

Óhætt er að segja að stjórnmálaumhverfið hafi breyst í kosningunum, flokkar féllu af þingi og styrkleikahlutföll breyttust. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokks ræða um það. Meira
5. desember 2024 | Í dag | 707 orð | 4 myndir

Hvalfjarðargöng stærsta verkefnið

Gylfi Þórðarson fæddist 5. desember 1944 á Akranesi og ólst þar upp. „Ég bjó þar þangað til ég var 22 ára, en þá fluttu foreldrar mínir á höfuðborgarsvæðið. Ég flutti svo aftur upp á Skaga þegar ég var ráðinn til Sementsverksmiðjunnar 1978 og… Meira
5. desember 2024 | Í dag | 150 orð | 1 mynd

Skák

1. Rf3 g6 2. h4 Rf6 3. e4 Rxe4 4. h5 Bg7 5. Rc3 d5 6. h6 Bf6 7. d3 Rxc3 8. bxc3 c5 9. d4 Rc6 10. Bb5 Da5 11. Bxc6+ bxc6 12. 0-0 Dxc3 13. Bd2 Dc4 14. He1 Bg4 15. c3 0-0 16. Hc1 Dxa2 17. Bf4 a5 18. Be5 a4 19 Meira
5. desember 2024 | Í dag | 282 orð | 1 mynd

Þórdís Claessen

50 ára Þórdís er Reykvíkingur, ólst upp í Sæviðarsundi og Vesturbænum og býr núna í Lágaleiti. „Ég bjó einnig tvö ár í Stokkhólmi sem unglingur og í New York um tíma. En hjartað býr á Snæfellsnesi Meira

Íþróttir

5. desember 2024 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Asíuförin frágengin hjá Damir

Knattspyrnumaðurinn Damir Muminovic gekk í gær frá samningi við DPMM frá Asíuríkinu Brúnei og leikur með því frá áramótum til vors. Hann yfirgefur því Íslandsmeistara Breiðabliks en gæti þó snúið aftur þangað á miðju næsta tímabili Meira
5. desember 2024 | Íþróttir | 273 orð | 1 mynd

Á dögunum tók bakvörður fyrir glæsilegan útisigur Íslands á Ítalíu í…

Á dögunum tók bakvörður fyrir glæsilegan útisigur Íslands á Ítalíu í körfubolta karla og nefndi þá í leiðinni hvað íslenska úrvalsdeildin er orðin sterk því átta af tólf leikmönnum landsliðsins í þessum leik spila þar Meira
5. desember 2024 | Íþróttir | 779 orð | 4 myndir

Baráttan um stöðu Birkis

Birkir Már Sævarsson sá til þess að litlar áhyggjur þurfti að hafa af stöðu hægri bakvarðar í karlalandsliði Íslands í nánast fjórtán ár en á þeim tíma spilaði hann 103 landsleiki, og nánast alla sem máli skiptu frá 2007 til 2021 Meira
5. desember 2024 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Glódís 41. besti leikmaður heims

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Bayern München í Þýskalandi, er í 41. sæti á lista breska miðilsins Guardian yfir bestu knattspyrnukonur heims. Glódís Perla, sem er 29 ára gömul, er í lykilhlutverki hjá… Meira
5. desember 2024 | Íþróttir | 189 orð

HM 2025 er næsta stórmót

 Næsta stórmót í handknattleik kvenna er heimsmeistaramótið sem fram í Þýskalandi og Hollandi eftir eitt ár, eða frá 27. nóvember til 14. desember 2025.  Ísland fer beint í umspilsleiki um sæti á HM og þeir fara fram dagana 9 Meira
5. desember 2024 | Íþróttir | 353 orð | 2 myndir

Knattspyrnumaðurinn Haukur Leifur Eiríksson er genginn til liðs við HK.…

Knattspyrnumaðurinn Haukur Leifur Eiríksson er genginn til liðs við HK. Hann kemur til félagsins frá Þrótti úr Vogum þar sem hann hefur leikið undanfarin fjögur tímabil. Hjá HK hittir hann fyrir Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi þjálfara Þróttar úr… Meira
5. desember 2024 | Íþróttir | 846 orð | 2 myndir

Liðið er á réttri leið

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik lauk keppni á EM 2024 á þriðjudagskvöld þegar það tapaði stórt fyrir Þýskalandi, 30:19, í lokaumferð F-riðils í Innsbruck í Austurríki. Um hreinan úrslitaleik var að ræða um annað sæti riðilsins og fóru… Meira
5. desember 2024 | Íþróttir | 177 orð | 1 mynd

Reynt að semja við stjörnurnar

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool hafa boðið þeim Virgil van Dijk og Mohamed Salah, lykilmönnum liðsins, nýjan samning. The Athletic greindi frá þessu í gær en báðir verða þeir samningslausir næsta sumar og er því frjálst að ræða við önnur félög strax í janúar Meira
5. desember 2024 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Silfur og brons hjá Íslendingum

Tvær íslenskar stúlkur komust á verðlaunapall á lokaspretti NM í sundi í Vejle í Danmörku á þriðjudag. Katja Lilja Andryisdóttir krækti í sín önnur verðlaun í fullorðinsflokki á mótinu þegar hún varð önnur í 800 metra skriðsundi á 8:58,78 mínútum og náði sínum besta árangri Meira
5. desember 2024 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Stjarnan keypti Benedikt

Knattspyrnumaðurinn Benedikt V. Warén er genginn til liðs við Stjörnuna frá Vestra en hann hefur verið í stóru hlutverki hjá Vestfjarðaliðinu undanfarin tvö ár. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki, lék með Vestra í 1 Meira

Ýmis aukablöð

5. desember 2024 | Blaðaukar | 139 orð | 1 mynd

Andabringur

1 stk. andabringa á mann smjör timían hvítlauksgeiri Verkið andabringuna og skerið raufar í skinnið. Passið að fara ekki í gegnum skinnið, aðeins rétt yfir. Setjið pönnu á helluna og setjið á milliháan hita Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 167 orð | 1 mynd

Andalæri

4 stk. andalæri ½ (200 g) hoisin-krukka 1 dl kjúklingasoð sítrónusafi graslaukur steinselja Mikilvægt er að geyma dósina úti í stofuhita í u.þ.b. tvær klukkustundir. Hitið ofninn í 180°c og veiðið andalærið úr fitunni Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 24 orð | 7 myndir

Efnisyfirlit

Rjúpa með bragðmikilli villibráðarsósu Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 36 orð | 1 mynd

Elínrós Líndal stílisti og blaðamaður

Elínrós Líndal Ragnarsdóttir hefur starfað hjá Árvakri um árabil sem blaðamaður. Hún hefur áhuga á blaðaútgáfu, tísku og hönnun. Elínrós er með BA-gráðu í sálfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 94 orð | 1 mynd

Eyþór Árnason ljósmyndari

Eyþór Árnason hefur verið atvinnuljósmyndari í 24 ár eða síðan hann var 19 ára gamall. Hann hefur unnið fyrir flesta fjölmiðla landsins ásamt fyrirtækjum og stofnunum. Í raun hefur hann gert allt sem hægt er að gera í ljósmyndun; allt frá ungbarnaljósmyndun yfir í auglýsingar og fréttir Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 493 orð | 3 myndir

Gljáður hamborgarhryggur

2 kg hamborgarhryggur Hitið ofninn í 160°c. Setið hamborgarhrygginn á fat inn í ofn með vatni í botni. Eldið hamborgarhrygginn í 80 mínútur á 160°c. Gljái 300 g púðursykur 50 g dijonsinnep 100 ml ananassafi Hitið ofninn í 220°c Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 315 orð | 5 myndir

Hamingjuský á jólum

Litlar pavlovur fylltar með sítrónufyllingu og rjóma 6 stk. eggjahvítur 300 g sykur 1 ½ tsk. mataredik 1 tsk vanilludropar salt á hnífsoddi 1 krukka (326 g) frá Stonewall Kitchen eða önnur tegund að ykkar vali 400 ml rjómi fersk ber að eigin… Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 337 orð | 2 myndir

Hátíðlegur kalkúnn á jólunum

Heilsteiktur kalkúnn með fyllingu 1 kalkúnn 8 kg bráðið smjör salt pipar kalkúnakrydd Þerrið kalkúninn að innan og fyllið. Penslið hann með smjöri og kryddið með salti, pipar og kalkúnakryddi. Steikið í 45 mínútur á hvert kíló við 180°C Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 214 orð | 3 myndir

Hreindýralund

Mælt er með 180-200 g af lund á mann Hitið ofninn á 180°c. Steikið eða grillið allar hliðar, eldað í ofni upp í kjarnhita 48°c og leyft að hvíla upp í kjarnhita 56-57°c. Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 124 orð | 1 mynd

Humar með eplarjómasósu

Humar með eplarjómasósu 500 g skelflettur humar 2 gul epli 50 g smjör Sósa 2 skalottlaukar, litlir 1 dl hvítvín 2,5 dl rjómi 1 tsk. dijonsinnep 1-2 tsk. fljótandi humarkraftur frá Tasty salt og pipar sósujafnari Saxið laukinn smátt og steikið í olíu á pönnu Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 125 orð | 1 mynd

Humar með soja- og hvítlauksgljáa

10 humarhalar Soja- og hvítlauksgljái 50 g soja 100 g sykur 200 g vatn 1 msk. hvítlaukusduft ½ tsk. chili-duft Allt sett í pott (utan humarinn) og soðið niður um 50%. Humarinn grillaður/steiktur Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 1081 orð | 6 myndir

Jólakaffiboð Mörtu Maríu

Húsó-kleinur 1 kg hveiti 300 g sykur 150 g smjörlíki 6 tsk lyftiduft 2 stór egg 2 tsk matarsódi 6 dl súrmjólk eða AB-mjólk 2 tsk malaðar kardimommur Blandið öllum þurrefnum saman í hrúgu á borð. Myljið smjörlíkið saman við Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 507 orð | 5 myndir

Jólakokteilar

Last Christmas 25 ml Malfy Blood Orange 25 ml Adriatico Amaretto 25 ml greipsafi 15 ml sítrónusafi 15 ml sykursíróp (1,5:1 sykur:vatn) 15 ml aquafaba þurrkuð blóðappelsína Glas Kokteilglas Skraut Þurrkuð appelsína Setjið öll hráefnin í hristara og fyllið hann alveg upp að brún með klaka Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 716 orð | 6 myndir

Jólaleg sætindi

Grænn makkarónukrans TPT (tant pour tant sem er 150 g möndlumjöl og 150 g flórsykur) Rétt svo blandið þessu saman í matvinnsluvél og sigtið. Geymið þetta saman í 24 tíma. 55 g eggjahvítur grænn matarlitur 150 g sykur 55 g vatn Blandið TPT, eggjahvítum og græna matarlitnum saman Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 169 orð | 3 myndir

Krónhjartarlund

Mælt er með 180-200 g af lund á mann Hitið ofninn í 180°C. Steikið eða grillið allar hliðar. Eldið í ofni upp í 48°C kjarnhita og leyfið að hvíla upp í 56°C kjarnhita. Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 541 orð | 5 myndir

Kúrbíts- og heslihnetusteik

Kúrbíts- og heslihnetusteik 1 meðalstór laukur, fínt skorinn 3-4 msk. olía 100 g hakkaðar heslihnetur 550 g kúrbítur í litlum bitum ½ msk. sesamfræ ½ msk Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 429 orð | 3 myndir

Pekanbaka með viskí-vanilluís

Pekanbaka Bökubotn 200 g hveiti 1 msk. flórsykur 1/2 tsk. salt 110 g ósalt smjör 30 g fínmalaðar möndlur 1 tsk. vanilluduft 1 tsk. sítrónusafi 1 egg ískalt vatn 23 cm bökuform bökunarbaunir Setjið hveiti, flórsykur, salt, möndlur, vanillu og kalt… Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 701 orð | 4 myndir

Rjúpa með bragðmikilli villibráðarsósu

Jólalegt humarsalat 20 miðlungsstórir humarhalar 150 g smjör steinselja sjávarsalt veislusalatblanda 2 appelsínur græn vínber 1 granatepli pistasíuhnetur camembert tómatar olía hvítlauksduft Skerið appelsínur, vínber, granatepli, camembert og tómata og hafið tilbúið til hliðar Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 565 orð | 3 myndir

Smjörsprautað kalkúnaskip

„Við fjölskyldan erum alltaf með kalkún á jólunum og yfirleitt er það smjörsprautaða kalkúnaskipið frá Hagkaup sem verður fyrir valinu. Það er fljótlegt og einfalt enda er oft mikið að gera á heimilinu með þrjú börn Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 159 orð | 1 mynd

Snjókrabbaklær

1 poki snjókrabbaklær Olía Salt 300 g brauðraspur ½ búnt graslaukur Hitið pönnu og hellið smá olíu á pönnuna. Setið olíu og salt á krabbakjötið. Steikið vel á rauðari hliðinni og setjið piparrótarmæjónes yfir Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 113 orð | 1 mynd

Snædís Jónsdóttir matreiðslumeistari

Snædís matreiðslumaður hefur náð einstökum árangri í fagi sínu. Hún er mikil keppnismanneskja í eðli sínu og frá því að hún var á námssamningi á sínum tíma hjá Sushi Samba og Apótekinu starfaði hún fyrir kokkalandsliðið þar sem hún vildi vera nálægt þeim allra bestu í faginu Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 78 orð | 1 mynd

Svanhvít Ljósbjörg Gígja

Svanhvít Ljósbjörg Gígja hefur starfað hjá Árvakri í um 18 ár og á þeim tíma sinnt ýmsum störfum innan fyrirtækisins, þar á meðal sem blaðamaður og mannauðsstjóri auk þess að vera með umsjón yfir blaðaukaútgáfu Morgunblaðsins um tíma Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 213 orð | 3 myndir

Tomahawk-nautasteik

Mælum með 180-200 g af steik á mann og reikna með að beinið sé allavega 800-1000 g miðað við stærð á beini. Hitið ofninn í 180°c. Steikið eða grillið allar hliðar, eldað í ofni upp í kjarnhita 57°c og leyft að hvíla upp í kjarnhita 60-62°c. Meira
5. desember 2024 | Blaðaukar | 45 orð

Útgefandi Árvakur í samstarfi við Hagkaup Umsjón Svanhvít Ljósbjörg Gígja…

Útgefandi Árvakur í samstarfi við Hagkaup Umsjón Svanhvít Ljósbjörg Gígja svanhvit@mbl.is Skrif og stílisering Elínrós Líndal elinros@mbl.is Ljósmyndir Eyþór Árnason Prentun Landsprent ehf. Forsíðumynd Eyþór Árnason Allar ljósmyndir af matreiðslu… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.