Sigurður Már Jónsson blaðamaður skrifar sláandi pistil á mbl.is um ákæru á hendur þremur mönnum í Svíþjóð sem taldir eru hafa skipulagt hryðjuverk sem meðal annars áttu að beinast gegn gyðingum með það að markmiði að drepa sem flesta. Þremenningarnir eru taldir tengjast Ríki íslams. Sá fjórði, sem ákærður er fyrir aðild, er eldri en hinir, á sextugsaldri, og kom til Svíþjóðar fyrir um aldarfjórðungi frá Sómalíu. Hann er ímam, eða trúarleiðtogi, í mosku í bænum Tyresö.
Meira