Greinar laugardaginn 7. desember 2024

Fréttir

7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Ánægja með ákvörðunina í Hvalfirðinum

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir ánægju sinni með ákvörðun matvælaráðherra, Bjarna Benediktssonar, um að veita leyfi til hvalveiða en sveitarstjórnin sendi frá sér tilkynningu þess efnis í gær Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Bankinn safnar blóði fyrir jólin

Blóðbankinn safnar blóði fyrir hátíðirnar en yfir jól og áramót eru færri söfnunardagar en ella. Ína Björg Hjálmarsdóttir deildarstjóri segir stöðuna ekki verri en áður en bankann gjarnan vilja búa sig undir þann tíma sem fram undan er og söfnunardagar verða færri Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 529 orð | 2 myndir

Breyting JL-húss metin óveruleg

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Börnum boðin bólusetning

Börn frá sex mánaða til fjögurra ára eru sex sinnum líklegri en aðrir til að lenda á spítala vegna inflúensu. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Einstök börn fengu styrk frá Fossum

Alls söfnuðust 26,5 milljónir króna á dögunum þegar Fossar fjárfestingabanki stóðu fyrir svonefndum Takk-degi. Þóknunartekjur af verðbréfaviðskiptum Fossa í kauphöll auk beinna framlaga viðskiptavina runnu óskiptar til Einstakra barna – stuðningsfélags barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Endur og álftir uppskera brauð

Hinn forni siður Reykvíkinga að gefa öndunum og álftunum við Reykjavíkurtjörn brauð er enn haldinn í heiðri, jafnvel þótt mælst hafi verið til þess í seinni tíð að fólk láti af honum, í það minnsta að vori til Meira
7. desember 2024 | Fréttaskýringar | 578 orð | 3 myndir

Endurspeglar skipu­lagssögu kirkjugarða

Hólavallagarður, gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu í Reykjavík, er merkilegur um margt. Þannig segir Minjastofnun að garðurinn endurspegli á einstakan hátt skipulagssögu og uppbyggingu kirkjugarða á 19 Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 676 orð | 5 myndir

Engin regla um valdheimild

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Faraldur en venjulegt ástand

Þótt faraldur RS-veirusýkinga sé hafinn hér á landi segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir ástandið venjulegt fyrir þennan árstíma. Alls greindust 45 einstaklingar í síðustu viku, meiri hluti á aldrinum tveggja ára eða yngri Meira
7. desember 2024 | Erlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Fjarar hratt undan stjórnarhernum

Uppreisnarmenn í Sýrlandi sóttu hratt fram í gær, og voru þeir komnir að útjaðri borgarinnar Homs einungis degi eftir að borgin Hama féll þeim í skaut, en um 45 km eru á milli borganna tveggja. Stjórnvöld í Jórdaníu lokuðu í gær landamærum sínum að… Meira
7. desember 2024 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Fjöldi leiðtoga ætlar til Parísar

Mikil hátíðarhöld verða í París um helgina, en til stendur að opna Notre Dame-dómkirkjuna á nýjan leik í dag, fimm árum eftir að hún skemmdist mikið í eldsvoða. Fjöldi fyrirmenna hefur boðað komu sína til Parísar af þessu tilefni og er gert ráð… Meira
7. desember 2024 | Erlendar fréttir | 428 orð | 1 mynd

Forsetakosningarnar dæmdar ógildar

Stjórnlagadómstóll Rúmeníu úrskurðaði í gær að fyrri umferð rúmensku forsetakosninganna væri ógild og að því bæri að endurtaka kosningarnar. Seinni umferðin átti að fara fram á morgun, sunnudag, en hinn tiltölulega óþekkti Calin Georgescu, sem lýst… Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Gerir ekki athugasemd við leyfið

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði í gær í samtali við mbl.is að hann gerði ekki athugasemd við veitingu hvalveiðileyfis. Hann sagði þó að hugsanlega hefði mátt veita það fyrr Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Gervigras á aðalvöll KR-inga

Stefnt er að því að gervigras verði komið á Meistaravelli, aðalleikvang Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, þegar Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í apríl á næsta ári. Þórhildur Garðarsdóttir formaður KR tók í fyrradag fyrstu skóflustunguna vegna… Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Grýla og Leppalúði opnuðu jólaskóginn

Þessi kátu leikskólabörn kíktu í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík í gær, en þar var jólaskógurinn opnaður í þrettánda sinn. Foreldrar jólasveinanna, þau Grýla og Leppalúði, létu sig ekki vanta, og sögðu þau börnunum sögur af sonum sínum Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Gætu stillt upp örvfættu liði

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal gæti stillt upp mjög óvenjulegu liði sem mjög líklega er án fordæmis í sparksögunni, alla vega á svo háu getustigi, þótt ekkert skuli um það fullyrt. Og hvernig lið er það? Jú, eingöngu skipað örvfættum útileikmönnum Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Hafa rætt flest ágreiningsmál

Stjórnarmyndunarviðræður Flokks fólksins, Viðreisnar og Samfylkingarinnar halda áfram í dag. Síðustu dagar hafa farið í að ræða sameiginlega málefnafleti flokkanna en formennirnir hafa nú hafið viðræður um ágreiningsmál Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 764 orð | 3 myndir

Hjúkrunarheimilið á krossgötum

Skagstrendingar eru ákaflega stoltir af U17-landsliðsstelpunum sínum í fótbolta, þeim Birgittu Rán Finnbogadóttur og Elísu Bríeti Björnsdóttur. Þær leika við góðan orðstír með Tindastóli í bestu deild kvenna, svo góðan reyndar að Elísa Bríet var… Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 376 orð | 1 mynd

Hættan á meira smiti enn fyrir hendi

„Sem betur fer hafa ekki greinst smit í fleiri búum en hættan er engan veginn liðin hjá, því meðgöngutíminn getur verið allt að tvær vikur,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá MAST, um stöðuna á fuglainflúensunni, eftir… Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 354 orð | 1 mynd

Íslenska kýrin er byltingarkennd

Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir íslensku kúna vera eins og sportbíl í samanburði við erlendar „trukkakýr“ og að íslenskir bændur hafi unnið kraftaverk bæði í ræktunarstarfi og ekki síður í fóðuröflun og þróun búa sinna Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 329 orð | 2 myndir

Íslenski geirfuglinn og eggið í góðu standi

Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 163 orð | 2 myndir

Jólamerki Barnauppeldissjóðs í ár

Jólamerki Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins eru gefin út ár hvert. Í ár er merkið eftir Heklu Björk Guðmundsdóttur. Merkin eiga sér langa sögu eða allt til ársins 1913 þegar fyrsta merkið var gefið út Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Kertaljós og klæðin rauð í Iðnó

Söngkonurnar Ösp Eldjárn og María Magnúsdóttir koma fram á tónleikum í Iðnó á morgun, 8. desember, kl. 20. Þar munu þær syngja hugljúf íslensk jólalög í lágstemmdum og notalegum búningi, að því er segir í tilkynningu Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Landris hafið á ný í Svartsengi

GPS-mæl­ing­ar og gervi­tung­la­gögn staðfesta að landris er hafið að nýju í Svartsengi, að sögn Veður­stofu Íslands. Fram kem­ur í til­kynn­ingu að virkni í eld­gos­inu hafi farið hægt minnk­andi síðustu daga Meira
7. desember 2024 | Erlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Líkur aukast á ákæru gegn Yoon

Suðurkóreska þingið ræðir í dag tillögu um að ákæra forsetann Yoon Suk-yeol til embættismissis fyrir tilraun til að knésetja þingið, þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta, með því að setja á herlög Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Margir vinstri bakverðir í dag

Þrír leikmenn standa fremstir í baráttunni um stöðu vinstri bakvarðar í karlalandsliðinu í fótbolta og sjö atvinnumenn spila þessa stöðu með erlendum félagsliðum. Þetta er mikil breyting frá því á árum áður því oft var erfitt að finna leikmenn fyrir íslenska landsliðið í þessari stöðu Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 873 orð | 2 myndir

Meðferð í gegnum rafkerfi heilans

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 772 orð | 3 myndir

Mikil uppbygging í undirbúningi

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 446 orð | 1 mynd

Reiða sig á stuðning almennings

„Styrktarfélagið Líf hefur verið ómetanlegur bakhjarl kvennadeildarinnar síðustu 15 árin og stutt okkur með mjög mörg verkefni, bæði minni og stærri, þennan tíma,“ segir Ragnheiður Árnadóttir kvensjúkdómalæknir, sem einnig situr í stjórn styrktarfélagsins Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 424 orð | 1 mynd

Sama aukalagið hjá Diddú og drengjunum

Söng- og blásarahópurinn Diddú og drengirnir hefur haldið aðventutónleika árlega síðan 1997. Í fyrra voru þeir í Lágafellskirkju en höfðu áður verið í Mosfellskirkju í Mosfellsdal. Hún er enn lokuð vegna skemmda og því verða tónleikarnir aftur í Lágafellskirkju klukkan 20.00 fimmtudaginn 19 Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Samningi sagt upp og skóli rifinn

Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að hætta framkvæmdum og segja upp verksamningi við verktaka um viðgerðir og endurbætur á leikskólanum Laugasól, Leirulæk 6. Þá var sviðinu jafnframt heimilað að láta rífa núverandi hús og hanna nýjan leikskóla á lóðinni Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Skulda lítið og mikið er fjárfest

Áætlað er að framkvæmdir og fjárfestingar Snæfellsbæjar á næsta ári verði liðlega 690 milljónir króna samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem samþykkt var í vikunni, þar af um 372 milljónir hjá bæjarsjóði og hitt hjá hafnarsjóði Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Sólsetur á Dohrnbanka

Snæfell EA var nýverið á grálúðuveiðum á Dohrnbanka djúpt vestur af landinu, á milli Grænlands og Íslands. Skipið sigldi þá innan um íshrafl sem var þar á stóru svæði. Fuglar flugu hjá er sólin var að setjast við sjóndeildarhring í norðrinu Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 552 orð | 2 myndir

Starfshópur leggur áherslu á viðhaldið

Mygluskemmdir í húsnæði hafa færst mikið í vöxt á undanförnum árum. Þannig hafa birst fréttir í Morgunblaðinu af skólabyggingum Reykjavíkurborgar sem í sumum tilfellum hafa verið rifnar inn að steini eftir að mygla greindist Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 274 orð

Starfsstjórn hefur heimild

Fordæmi er fyrir því að ráðherra í starfsstjórn gefi út leyfi til hvalveiða, en það var árið 2009 þegar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra gaf út leyfi til veiða á hrefnu og langreyði. Þá var starfsstjórn Geirs H Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 505 orð | 14 myndir

Stólaleikurinn nú þegar hafinn

Formenn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins halda spilunum mjög þétt að sér þessa stundina meðan þreifað er á mögulegu meirihlutasamstarfi milli flokkanna. Það gefur þeim sem fyrir utan standa tækifæri til að velta vöngum yfir hvaða… Meira
7. desember 2024 | Fréttaskýringar | 474 orð | 1 mynd

Tern Systems lýkur við stóran áfanga

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Tern Systems, sem er í eigu Isavia og hefur í næstum 30 ár þróað hugbúnaðarlausnir fyrir stjórn flugumferðar á Íslandi og selt í Evrópu, Asíu og Afríku, og HungaroControl, sem sér um stjórnun flugumferðar yfir… Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 587 orð | 3 myndir

Tréskurðarlistin flæðir um síður

Íslensk útskurðarlist er söguefnið í bókinni Trélistalíf eftir Atla Rúnar Halldórsson, blaðamann og rithöfund. Titillinn segir í raun allt um efnið; það er kúnstina við að skera í tré svo að úr verða gripir sem eru hafðir í hávegum Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 406 orð | 6 myndir

Tvennir bræður á Þjóðfundinum árið 1851

Umfjöllun Morgunblaðsins í byrjun vikunnar um systkini sem setið hafa á sama tíma á Alþingi vakti mikla athygli. Fjölmargar ábendingar hafa borist blaðinu í kjölfarið um systkini sem hefði mátt geta í þessu samhengi Meira
7. desember 2024 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Umfangsmikil fíkniefnastarfsemi

Öll hin ákærðu í Sólheimajökulsmálinu svokallaða ráku umfangsmikla starfsemi í sölu og dreifingu fíkniefna sem Jón Ingi Sveinsson stýrði ásamt Árna Stefáni Ásgeirssyni og Pétri Þór Elíassyni. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í dómi Héraðsdóms… Meira

Ritstjórnargreinar

7. desember 2024 | Reykjavíkurbréf | 1660 orð | 1 mynd

Allt kann sá sem bíða kann

Síst batnaði það þegar helstu leiðtogar demókrata fóru í hvern fjölmiðilinn af öðrum og sögðu þar með alvörusvip að Donald Trump væri Adolf Hitler! Og væri hann það ekki, þá væri hann örugglega Benito Mussolini! Þann náunga höfðu Bandaríkjamenn aldrei heyrt nefndan, þótt þeir myndu sumir eftir gömlum bíómyndum af garminum Adolf. Bandarískum gyðingum ofbauð þetta tal, enda væri það niðurlægjandi fyrir þá. Meira
7. desember 2024 | Leiðarar | 385 orð

Heimagerður orkuvandi

Stjórnvöld búa skortinn til og hækka svo verðið Meira
7. desember 2024 | Staksteinar | 170 orð | 2 myndir

Óvissa um hval­veiðar úr sögunni

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra, gaf í fyrradag út leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Meira
7. desember 2024 | Leiðarar | 297 orð

Ungmenni ánetjast spilasíðum

Fjölgun á spilasíðum er mest meðal ungra karla og spilafíknin er skammt undan Meira

Menning

7. desember 2024 | Menningarlíf | 118 orð | 1 mynd

Aðventa lesin á þremur stöðum á morgun

Árlegur húslestur á Aðventu Gunnars Gunnarssonar fer fram annan sunnudag í aðventu, 8. desember, á nokkrum stöðum á landinu og hefst lesturinn kl. 13.30. Á skrifstofu skáldsins á Skriðuklaustri les Vera Illugadóttir, stjórnandi útvarps- og… Meira
7. desember 2024 | Menningarlíf | 150 orð | 1 mynd

Aðventutónleikar í Langholtskirkju í dag

Árlegir aðventutónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu verða haldnir í Langholtskirkju í dag kl. 17. „Flutt verður fjölbreytt aðventu- og jólatónlist frá ýmsum tímum. Meðal annars verða frumflutt verkin Kveiki á einu kerti nú eftir Þóru Marteinsdóttur og Allir litlir englar eftir Tryggva M Meira
7. desember 2024 | Menningarlíf | 579 orð | 2 myndir

„Hann er algjör snillingur“

Kammersveit Reykjavíkur heldur árvissa jólatónleika sína í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16 og mun sveitin um leið fagna 50 ára starfsafmæli sínu. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar Meira
7. desember 2024 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Bókajól á Borgarbókasafninu um helgina

Borgarbókasafnið býður upp á aðventuupplestra á öllum söfnum sínum, með mismunandi þema, um helgina. Þrír höfundar lesa upp á hverjum stað og boðið er upp á heitt kakó eða heita súpu, eftir því hvort lesið er upp í hádeginu eða eftirmiðdaginn Meira
7. desember 2024 | Menningarlíf | 160 orð | 1 mynd

Bráðum koma blessuð jólin á Árbæjarsafni

Bráðum koma blessuð jólin er yfirskrift jóladagskrár Árbæjar­safns sunnudagana 8. og 15. desember milli kl. 14 og 16, en safnið er opið til kl. 17. „Þá daga gefst gestum tækifæri til að njóta aðventunnar og upplifa jólin eins og þau voru í Reykjavík í þá gömlu góðu daga,“ eins og segir í tilkynningu Meira
7. desember 2024 | Kvikmyndir | 1120 orð | 2 myndir

Ekki fyrir viðkvæma

Bíó Paradís Pigen med nålen / Stúlkan með nálina ★★★★· Leikstjórn: Magnus von Horn. Handrit: Line Langebek Knudsen og Magnus von Horn. Aðalleikarar: Trine Dyrholm, Vic Carmen Sonne, Besir Zeciri, Ava Knox Martin og Joachim Fjelstrup. Danmörk, Pólland og Svíþjóð, 2024. 123 mín. Meira
7. desember 2024 | Menningarlíf | 128 orð | 1 mynd

Forleikir Bachs á nýstárlegan máta

Tómas Guðni Eggertsson organisti og Davíð Þór Jónsson píanisti halda hádegistónleika í Hallgrímskirkju í dag, laugardag 7. desember, kl. 12. Tónleikarnir eru sagðir eru kyrrðartónleikar í aðdraganda jóla og hafa yfirskriftina „Ertu búin/n að Bach-a… Meira
7. desember 2024 | Menningarlíf | 85 orð | 1 mynd

Jólatónleikar Breiðfirðingakórsins

Árlegir jólatónleikar Breiðfirðingakórsins verða haldnir í dag, 7. desember, kl. 17 í Seljakirkju. Einsöngvarar á tónleikunum verða Jóhanna Benný Hannes­dóttir og Sigurður Rúnar Jónsson, Kristín R. Sigurðardóttir stýrir kórnum og Helgi Hannesson sér um meðleik Meira
7. desember 2024 | Menningarlíf | 59 orð | 1 mynd

Nýjar bækur kynntar á Gljúfrasteini

Fjórir höfundar lesa upp úr bókum sínum á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag 8. desember, kl. 14. Guðný Halldórsdóttir, Duna, les upp úr bók Kristínar Svövu Tómasdóttur og Guðrúnar Elsu Bragadóttur, Duna: Saga kvikmyndagerðarkonu Meira
7. desember 2024 | Menningarlíf | 1444 orð | 4 myndir

Ósýnilegt samfélagslegt afl

Félagsauður Líf fólks í samfélagi mótast af ýmsum samfélagslegum öflum sem geta veitt sumum, meira en öðrum, margs konar meðbyr í formi auðmagns á ólíkum sviðum samfélagsins. Félagsfræðingurinn Sigrún Ólafsdóttir skilgreinir auðmagn þannig ekki… Meira
7. desember 2024 | Menningarlíf | 93 orð | 1 mynd

Syngjandi jól haldin í 26. sinn í Hafnarfirði

Hafnarborg fyllist af söng og hátíðaranda í dag, laugardaginn 7. desember, þegar saman koma ýmsir kórar úr Hafnarfirði og flytja jólalög fyrir gesti og gangandi. Segir í tilkynningu að kórtónleikarnir, sem beri yfirskriftina Syngjandi jól, séu nú… Meira
7. desember 2024 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Sýna æskuteikningar Alfreðs Flóka

Sýning með æskuteikningum Alfreðs Flóka verður opnuð í dag, laugardaginn 7. desember, kl. 14 í Gallerí Fold. Flestar eru þær frá árunum 1948-1952. Teikningarnar varðveittust innan fjölskyldunnar og eru þær í tilkynningu sagðar sýna inn í hugarheim hins unga Flóka Meira
7. desember 2024 | Fjölmiðlar | 236 orð | 1 mynd

Tíminn til þess að vera þakklátur

Þegar ég kíkti á Morgunblaðið í gær öskraði á mig eindálkur á forsíðu blaðsins. 18 dagar til jóla. Ég man ennþá eftir því hversu óendanlega löng biðin eftir jólunum gat verið þegar ég var barn. Í dag er þetta allt annað dæmi Meira
7. desember 2024 | Menningarlíf | 77 orð | 1 mynd

Tvær sýningar opnaðar í Kling & Bang

Tvær sýningar verða opnaðar í Kling & Bang í dag, 7. desember, kl. 17; Else eftir Joe Keys og Óðamála eftir Ólöfu Bóadóttur. Á sýningunni Else má sjá nýja skúlptúra sem unnir hafa verið undanfarin ár og eru búnir til úr afgöngum og fundnum… Meira
7. desember 2024 | Bókmenntir | 943 orð | 3 myndir

Við og hinir

Skáldsaga Himintungl yfir heimsins ystu brún ★★★★½ Eftir Jón Kalman Stefánsson. Benedikt, 2024. Innbundin, 358 bls. Meira
7. desember 2024 | Tónlist | 604 orð | 3 myndir

Þegar lífið knýr dyra

Þetta náttúrulega fjarsamband sem spilamennirnir þrír virðast hafa blæðir inn í framvinduna. Meira

Umræðan

7. desember 2024 | Aðsent efni | 772 orð | 1 mynd

Faðmlag

Því er haldið fram að þeir sem hafa stundað tíð og regluleg faðmlög í lífinu eigi við færri veikindi að stríða en þeir sem sjaldnar faðmast. Meira
7. desember 2024 | Pistlar | 408 orð | 1 mynd

Farvegur fyrir baráttu

Kosningarnar um liðna helgi mörkuðu þáttaskil í íslenskum stjórnmálum. VG komst ekki inn á þing í fyrsta skipti í 25 ár. Flokkum á þingi fækkaði niður í sex með fráhvarfi VG og Pírata og í fyrsta skipti frá 1937 eiga róttækir vinstrimenn enga fulltrúa á Alþingi Meira
7. desember 2024 | Aðsent efni | 334 orð | 1 mynd

Íslenskir miðlar brotlegir gegn Evrópureglum

Nú þurfa hægriflokkarnir og Viðreisn að bera brot á reglum um fréttaflutning undir ÖSE og Evrópuráðið. Meira
7. desember 2024 | Pistlar | 553 orð | 4 myndir

Jafnt í HM-einvíginu og spennandi lokasprettur fram undan

Að loknum níu skákum af þeim fjórtán sem tefldar verða með hefðbundnum umhugsunartíma í heimsmeistaraeinvígi Dings Liren og Dommarajus Gukesh sem nú stendur yfir í Singapúr er staðan jöfn, 4½:4½, og spennandi lokakafli fram undan Meira
7. desember 2024 | Pistlar | 496 orð | 2 myndir

Jón Sófus eltir þráðinn

Nýverið vann ég verkefni sem krafðist þess að ég læsi mig dálítið til um íslensk mannanöfn. Þar varð tvennt á vegi mínum sem mig langar að segja ykkur af. Annað er áhugaverð grein um þróun nafngifta eftir Guðrúnu Kvaran, á vef Árnastofnunar: Nöfn manna, dýra og dauðra hluta Meira
7. desember 2024 | Aðsent efni | 762 orð | 1 mynd

Rýni á erlendum fjárfestingum í auðlindum og innviðum með hliðsjón af þjóðaröryggi

Að óbreyttu skipar Ísland sér í hóp mjög fárra ríkja innan EES, OECD og NATO sem hafa ekki komið á laggirnar fullburða löggjöf um fjárfestingarýni. Meira
7. desember 2024 | Aðsent efni | 412 orð | 1 mynd

SA-báknið

Ævintýri Lísu í Undralandi koma í hugann þegar gluggað er í stórmerkilegt viðtal VB við Sigríði Margréti Oddsdóttur framkvæmdastjóra SA. Meira
7. desember 2024 | Pistlar | 782 orð

Samið um útgjalda- og skattastjórn

Það kynni að leiða til klofnings innan Samfylkingarinnar yrði ekki litið til vinstri við myndun ríkisstjórnarinnar. Krafan verður því á hendur Viðreisn um að hún beygi meira til vinstri. Meira
7. desember 2024 | Aðsent efni | 713 orð | 2 myndir

Staða íslenska velferðarríkisins

Ísland er ekki á toppnum í heildarútgjöldum til velferðarmála nú – og hefur aldrei verið. Við erum nær meðallagi. Meira
7. desember 2024 | Aðsent efni | 280 orð

Tímamót í stjórnmálasögunni?

Lífið er, eins og Milan Kundera sagði, ganga inn í þoku, þar sem við sjáum allt skýrt þegar við horfum um öxl en óglöggt hitt sem fram undan er. En hugsanlega marka þingkosningarnar 30. nóvember tímamót í stjórnmálasögunni Meira
7. desember 2024 | Aðsent efni | 760 orð | 1 mynd

Þungskýjað yfir Solid Clouds

Sjóðsfélagar þurfa að rísa upp á afturlappirnar og setja stjórnum og starfsfólki sjóðstýringa lífeyrissjóðanna stólinn fyrir dyrnar. Meira

Minningargreinar

7. desember 2024 | Minningargreinar | 454 orð | 1 mynd

Baldvin Björnsson

Baldvin Björnsson fæddist í Hrísey 31. júlí 1946. Hann lést á líknardeild Kópavogs 28. október 2024. Foreldrar hans voru Guðrún Baldvinsdóttir og Björn Björnsson frá Hrísey. Systkini hans eru Björn, Elín, Rúnar Þór, Birkir og Víðir Meira  Kaupa minningabók
7. desember 2024 | Minningargreinar | 620 orð | 1 mynd

Haukur Högnason

Haukur Högnason fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1950. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. nóvember 2024. Foreldrar hans voru Högni Helgason, f. 26. september 1916, d. 14. apríl 1990, og Kristín Halldórsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
7. desember 2024 | Minningargreinar | 1395 orð | 1 mynd

Jóhannes Guðni Jónsson

Jóhannes Guðni Jónsson fæddist á Gloppu í Öxnadal 16. nóvember 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 10. nóvember 2024. Foreldrar hans voru Jón Ólafur Ólafsson, f. 1865 á Umsvölum í A-Hún., og Jónasína Sigríður Helgadóttir, f Meira  Kaupa minningabók
7. desember 2024 | Minningargreinar | 527 orð | 1 mynd

Jón Torfi Snæbjörnsson

Jón Torfi Snæbjörnsson fæddist 27. maí 1941. Hann lést 19. nóvember 2024. Útför Jóns fór fram 30. nóvember 2024. Meira  Kaupa minningabók
7. desember 2024 | Minningargreinar | 494 orð | 1 mynd

Pálína Jónsdóttir

Pálína Guðrún Helga Jónsdóttir, kölluð Stella, fæddist 28. júlí 1924. Hún lést 7. október 2024. Útförin fór fram 23. október 2024. Meira  Kaupa minningabók
7. desember 2024 | Minningargreinar | 3674 orð | 1 mynd

Ragnheiður Skúladóttir

Ragnheiður Skúladóttir fæddist 23. ágúst 1948 á Hróarslæk á Rangárvöllum. Hún lést 22. nóvember 2024. Foreldrar Ragnheiðar voru hjónin Ingigerður Oddsdóttir, f. 1923, d. 2010, og Skúli Jónsson, f. 1919, d Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. desember 2024 | Viðskiptafréttir | 277 orð | 1 mynd

Samkeppnisstaða áhyggjuefni

Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, fagnar ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka kerfisáhættuaukann um eitt prósentustig, en hún hefði viljað sjá heildareiginfjárkröfu lækka á stóra banka jafnt sem minni, enda… Meira

Daglegt líf

7. desember 2024 | Daglegt líf | 803 orð | 4 myndir

Meðhöfundar ævintýris eru 125 börn

Ég var rosalega ánægð með þetta samstarf, enda búa börn yfir einstöku hugmyndaflugi. Ég var því með frábæran efnivið til að vinna úr,“ segir Eygló Jónsdóttir rithöfundur sem skrifaði bókina Jólaævintýri Gloríu, en hið sérstaka við þá sögu er að 125 börn voru meðhöfundar að henni Meira

Fastir þættir

7. desember 2024 | Í dag | 65 orð

Að vera á vergangi er óskemmtilegt hlutskipti: að vera á flækingi og geta…

Að vera á vergangi er óskemmtilegt hlutskipti: að vera á flækingi og geta ekki séð fyrir sér. (Verðgangur, með ð-i, þekkist „í fornu máli með vísun til þess þegar e-r liggur uppi á öðrum um mat („verð“),“ segir í Merg… Meira
7. desember 2024 | Árnað heilla | 142 orð | 1 mynd

Einar Jónsson

Einar Jónsson fæddist 7. desember 1853 á Stóra-Steinsvaði í Hjaltastaðaþinghá, Foreldrar hans voru hjónin Jón Þorsteinsson, f. 1801, d. 1860, bóndi þar og Járngerður Eiríksdóttir, f. 1812, d. 1898. Einar lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1876 og guðfræðiprófi frá Prestaskólanum 1879 Meira
7. desember 2024 | Í dag | 312 orð | 1 mynd

Guðbjörn Margeirsson

50 ára Guðbjörn ólst upp á Fáskrúðsfirði, flutti til Reykjavíkur 1996 og býr núna í Kópavogi en er að standa í flutningum innan Kópavogs. Hann lauk BS-prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands 2014, að nálgast fertugt Meira
7. desember 2024 | Dagbók | 89 orð | 1 mynd

Hvar er stiginn á Prikinu?

Sögufrægi stiginn á Prikinu, þekktur fyrir að vera brattur og hafa valdið fjölmörgum óhöppum, hefur verið fjarlægður. Heitar umræður spruttu í facebookhópnum Beauty Tips þar sem margir rifjuðu upp minningar sínar um stigann sem fjölmargir hafa hrasað í í gegnum tíðina Meira
7. desember 2024 | Í dag | 1483 orð | 1 mynd

Messur

AKUREYRARKIRKJA | Aðventuhátíð barnanna kl. 11. Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur. Strengjasveit frá Tónlistarskólanum á Akureyri spilar. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir Meira
7. desember 2024 | Í dag | 252 orð

Oft hann Fúsi í fýlu fer

Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi og var svohljóðandi: Lyktin þessi leið er mér, líka námsgrein heitið ber, í manni þessum ólund er, einnig þokusuddi hér Meira
7. desember 2024 | Í dag | 180 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Rxc6 bxc6 7. e5 Rd5 8. Re4 Dc7 9. f4 Db6 10. c4 Re3 11. Dd3 Rf5 12. g4 Rd4 13. b3 Bb7 14. Bg2 h5 15. Bb2 c5 16. g5 h4 17. 0-0-0 h3 18. Rd6+ Bxd6 19 Meira
7. desember 2024 | Í dag | 721 orð | 3 myndir

Sveitarætur og heilsubætur

Þorbjörg Alda Birkis Marinósdóttir fæddist 7. desember 1984 í Reykjavík. Hún er alin upp í Kópavogi, fyrst í gamla vesturbænum og svo frá 10 ára aldri í Smárahverfinu. „Pabbi minn er frá Fjósum í Svartárdal í Húnavatnssýslu og búa systur hans… Meira
7. desember 2024 | Í dag | 177 orð

Uppgjöf? S-NS

Norður ♠ ÁD75 ♥ 104 ♦ 62 ♣ G10862 Vestur ♠ 843 ♥ KDG73 ♦ 1083 ♣ K3 Austur ♠ G962 ♥ 952 ♦ DG7 ♣ D94 Suður ♠ K10 ♥ Á86 ♦ ÁK954 ♣ Á75 Suður spilar 3Gr Meira

Íþróttir

7. desember 2024 | Íþróttir | 781 orð | 4 myndir

Engin vandræði til vinstri

Staða vinstri bakvarðar var lengi vel hálfgerð vandræðastaða í karlalandsliði Íslands í fótbolta. Fáir íslenskir fótboltamenn sérhæfðu sig í stöðunni og það kom oftast í hlut miðjumanna eða miðvarða að hlaupa í skarðið og taka að sér þetta hlutverk, sem stundum var óvinsælt Meira
7. desember 2024 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Frakkar og Ungverjar í kjörstöðu

Frakkland og Ungverjaland tóku stórt skref í áttina að undanúrslitum Evrópumóts kvenna í handbolta í gær. Nægir þeim báðum eitt stig til viðbótar úr tveimur síðustu leikjunum í milliriðli eitt í Debrecen til að fara áfram Meira
7. desember 2024 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Haukar drógust gegn Slóvenum

Haukar mæta Jerúzalem Ormoz frá Slóveníu í 16 liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik. Liðið er sem stendur í 10. sæti slóvensku 1. deildarinnar með átta stig en 12 lið leika í deildinni. Jerúzalem Ormoz hafnaði í 5 Meira
7. desember 2024 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Hákon í byrjunarliði og skoraði

Skagamaðurinn ungi Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille í fyrsta skipti frá því í septemberbyrjun er liðið sigraði Brest, 3:1, í efstu deild franska fótboltans í gærkvöldi. Hákon er nýkominn til baka eftir meiðsli Meira
7. desember 2024 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Ingibjörg og Leo náðu í silfur

Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Leo Anthony Speight unnu bæði til silfurverðlauna á alþjóðlegu tækvondómóti sem fram fór í Rúmeníu um síðustu helgi. Ingibjörg keppti í A-62-flokki og komst í úrslit þar sem hún tapaði fyrir keppanda frá Króatíu í úrslitum, 2:0 Meira
7. desember 2024 | Íþróttir | 94 orð | 1 mynd

Lykilmenn fjarverandi hjá City

Manchester City verður án fjögurra lykilmanna þegar liðið heimsækir Crystal Palace í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Selhurst Park í Lundúnum í dag. Frá þessu greindi knattspyrnustjórinn Pep Guardiola á blaðamannafundi í gær Meira
7. desember 2024 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Pettersen frá Þrótti í ÍBV

Norski knattspyrnumaðurinn Jörgen Pettersen hefur gert samning við ÍBV. Hann kemur til félagsins frá Þrótti úr Reykjavík og gerir eins árs samning. Pettersen, sem er 27 ára, kom fyrst til Íslands árið 2021 og lék tvö tímabil með ÍR Meira
7. desember 2024 | Íþróttir | 450 orð | 3 myndir

Skýr markmið í Mosfellsbæ

„Ég er virkilega ánægður með þessa viðbót,“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari karlaliðs Aftureldingar í fótbolta, í samtali við Morgunblaðið á blaðamannafundi félagsins í Hlégarði í Mosfellsbæ í gær Meira
7. desember 2024 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd

Stjörnumenn náðu tveggja stiga forskoti

Stjarnan er með tveggja stiga forskot á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir sigur á grönnum sínum í Álftanesi á útivelli í gærkvöldi. Urðu lokatölur 97:77. Tímabil Stjörnunnar hefur verið sérlega gott og er liðið með átta sigra í fyrstu níu leikjunum Meira
7. desember 2024 | Íþróttir | 165 orð | 1 mynd

Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni

Haukar fóru upp að hlið Vals í fjórða sæti í úrvalsdeild karla í handbolta er liðið sigraði KA örugglega á heimavelli í gær, 38:31. Haukar eru með 16 stig eins og Valur í 4.-5. sæti. Eru liðin stigi á eftir Fram, þremur á eftir Aftureldingu og fimm stigum á eftir toppliði FH Meira

Sunnudagsblað

7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 1154 orð | 1 mynd

87 ára þráður hefur slitnað

Alþýðuflokkurinn hlaut bara meira fylgi en Alþýðubandalagið í kosningunum 1987 og 1991. Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 112 orð | 1 mynd

AC/DC túrar Bandaríkin

Ólseigla Gömlu brýnin í hinu ódauðlega ástralska rokkbandi AC/DC hafa gengið í endurnýjun lífdaga og leggja í vor upp í sitt fyrsta tónleikaferðalag um Bandaríkin í heil níu ár. Power Up kallast túrinn, eins og Evrópu­túrinn sem farið var í á þessu… Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 174 orð | 1 mynd

Allsstaðar er reykt

S nokkur reif upp penna og ritaði Víkverja í Morgunblaðinu bréf á aðventunni 1944. Sagði hann farir sínar ekki sléttar. Erindið hverfðist um tóbaksreykingar í almenningsvögnum sem voru mörgum hvumleiðar, eins og þar stóð Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 93 orð | 1 mynd

Chalamet leikur Dylan

Ævi Timothée Chalamet fer með hlutverk Bobs Dylans í nýrri kvikmynd, A Complete Unknown, sem frumsýnd verður um jólin og þykir kappinn líklegur til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. Í myndinni einblínir leikstjórinn, James Mangold, á… Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 139 orð | 2 myndir

Einsemd loks á skjánum

Meðan hann lifði synjaði Gabriel Garcia Márquez öllum beiðnum manna um að gera kvikmynd eftir hinni frægu skáldsögu hans, Hundrað ára einsemd, sem kom út árið 1967. Taldi formið ekki hafa burði til að ná utan um svo stóra sögu en Hundrað ára einsemd … Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 117 orð

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að finna orð í stafasúpu og var rétt svar…

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að finna orð í stafasúpu og var rétt svar snjóboltar. Dregið var úr réttum lausnum og fá hinir heppnu bókina Jólasyrpu í verðlaun. Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 28 orð

Halló, krakkar! Ég heiti Krókur! Við Leiftur vinur minn vitum að vinátta…

Halló, krakkar! Ég heiti Krókur! Við Leiftur vinur minn vitum að vinátta skiptir miklu máli. Ef þú lest þessa bók, þá skilurðu um hvað ég er að tala! Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 587 orð | 3 myndir

Heilt lið örvfættra

Nú er best að fullyrða sem minnst en það yrði mögulega án fordæmis, alla vega á svona háu getustigi. Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 63 orð | 1 mynd

Hvað varð um allt hlynsírópið?

Síróp Árið 2012 var óheyrilegu magni af hlynsírópi stolið af birgjum í Quebec í Kanada og það selt á svörtum markaði með þeim afleiðingum að sírópshagkerfið skalf og nötraði. Fyrir helgina kom inn á Amazon Prime myndaflokkurinn Sticky sem byggist lauslega á þessum ótrúlegu atburðum Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 1443 orð | 2 myndir

Hvar finnið þið tímann?

Þjóð er ekki til án menningar og engin leið að skilja Ísland án þess að þekkja menninguna. Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 21 orð

Hörður 7…

Hörður 7 ára Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 99 orð | 1 mynd

Íslenskur þjálfari norska liðsins slær í gegn á TikTok

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, vakti nýverið athygli í skemmtilegu myndbandi þar sem hann reynir að þekkja leikmenn sína einungis út frá rödd þeirra Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 362 orð | 1 mynd

María og Jósef

Hvernig verða þessir tónleikar? Ég var organisti í Skálholti í sautján ár og hélt þá jólatónleika með Diddú og góðum gestum og þegar ég kom í bæinn hélt ég þessu áfram með Söngfjelaginu, sem erfði þennan anda Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 830 orð

Nýtt upphaf – nýr veruleiki

… ég hef lagt alla áherslu á að taka ákvarðanir sem eru réttar, muni standast tímans tönn, með hagsmuni komandi kynslóða að leiðarljósi Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 448 orð

Of gott til að vera satt?

Níutíu prósent afsláttur var þar af öllu, sem eitt og sér hefði átt að hringja viðvörunarbjöllum, en gerði það ekki. Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 1358 orð | 1 mynd

Og þá opnuðust flóðgáttir

Ég hef fundið mína hillu í lífinu. Það er aldrei of seint; kannski þurfti ég bara að safna í reynslubankann áður en ég byrjaði. Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 947 orð | 3 myndir

Raðmorðinginn Mick Jagger

Öll þekkjum við Mick Jagger. Eða hvað? Tja, ekki ef marka má sögu sem Gene Simmons, bassaleikari og söngvari glysgoðanna í Kiss, sagði í hlaðvarpsþætti Zaks Kuhns vestur í Bandaríkjunum á dögunum. Til umfjöllunar var að ungt fólk í dag þekkti upp… Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 540 orð | 5 myndir

Samspil og samvinna

Í bókinni segir frá því hvernig myndlistarmenn komu sér upp þessum stað til að vinna að verkum sínum. Þetta varð staður þar sem mikil gróska átti sér stað. Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 377 orð | 6 myndir

Sterk vinátta og grimmileg örlög

Ég flokkast sennilega undir það sem kallast lestrarhestur. Alla tíð hef ég haft yndi af bókum og lesið mikið frá grunnskólaaldri. Yfirleitt er ég með tvær bækur í gangi í einu og helst þá frekar ólíkar til að rugla síður saman atburðum og persónum Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 75 orð | 1 mynd

Vampírur fara á stjá um hátíðirnar

Hrollur Áhugafólk um glorsoltnar vampírur og almennan hroll ætti að fá sitthvað fyrir sinn snúð þegar kvikmyndin Nosferatu verður frumsýnd um jólin. Leikstjóri er Robert Eggers en byggt er á liðlega aldargamalli hrollvekju um Orlok greifa eftir F.W Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 2571 orð | 1 mynd

Við erum öll búin til úr ljósi og skuggum

Það er ekkert þægilegt að viðurkenna að maður hafi tvisvar sinnum brotlent ástarfleyinu. Samfélagslega viðurkennda módelið er að fólk finni ástina og fylgist síðan að út lífið. Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 690 orð | 8 myndir

Vil njóta þess sem ég er að gera

Ef ég væri að framleiða fyrir sölu er hætt við að vinnan yrði kvöð og ég gæfi ekki eins mikið í hana. Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 617 orð | 1 mynd

Þeirra er víst saknað

Ef Alþingi Íslendinga á að vera einhves konar þverskurður af þjóðinni þá þurfa vinstrisinnaðir hákarlar að eiga þar sína fulltrúa. Meira
7. desember 2024 | Sunnudagsblað | 1024 orð | 1 mynd

Þingkosningar og þreifingar

Landsmenn gengu að kjörborðinu á laugardag eftir stutta og snarpa kosningabaráttu. Margir sögðu það sögulegar kosningar, þótt enginn gæti slegið því föstu um hvað væri helst kosið. Þrátt fyrir ýmis varnaðarorð um hvernig veðurhamur gæti sett… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.