Tónleikar undir yfirskriftinni Mozart við kertaljós verða haldnir í Hvalsneskirkju í kvöld, mánudaginn 16. desember, kl. 19.30. Er þetta hluti af árlegum kertaljósatónleikum Camerarctica en þetta er þriðja árið sem hópurinn kemur í Hvalsneskirkju
Meira
Skrifstofa Alþingis hefur gert samning við DataLab um hagnýtingu gervigreindarlausna í starfsemi skrifstofunnar. DataLab mun vinna aðgerðaáætlun um hagnýtingu gervigreindar til allt að tveggja ára, sem verður unnin á grundvelli samtala við…
Meira
Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins funduðu ekki saman um helgina eins og stóð til að gera. Þess í stað fóru þeir yfir þá vinnu sem vinnuhópar flokkanna höfðu skilað af sér, hver í sínu lagi
Meira
Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins fóru yfir tillögur vinnuhópa flokkanna hver í sínu lagi um helgina. Til stóð að formennirnir funduðu um ágreiningsmál um helgina en svo varð ekki. Enn er stefnt að því að hefja ritun á nýjum stjórnarsáttmála í vikunni
Meira
„Þetta er ofboðslega skemmtilegt tækifæri og ég er fullur þakklætis,“ segir Einar Lövdahl rithöfundur, en nýlega keyptu tvö forlög, Cser Kiadó í Ungverjalandi og Kein & Aber í Sviss, útgáfuréttinn að fyrstu skáldsögu hans, Gegnumtrekk
Meira
Rúmlega 7.600 sýrlenskir flóttamenn komu til fósturjarðar sinnar á nýjan leik yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands fyrstu fimm dægrin eftir að uppreisnarsveitir Hayat Tahrir al-Sham steyptu forsetanum Bashar al-Assad af stóli í leifturárás sinni fyrr í mánuðinum
Meira
Árlegi jólamatarmarkaðurinn var haldinn í Hörpu um helgina þar sem bændur, sjómenn og smáframleiðendur komu saman og seldu afurðir sínar til gesta. Markaðurinn er á meðal elstu og stærstu matarmarkaða sem eru haldnir á Íslandi en hann hefur verið haldinn reglulega frá árinu 2011
Meira
Kennarar landsins mega eiga von á því á næstunni að geta notað nýtt gervigreindarverkfæri í kennslu. Unnið er að því að þróa sérstakt spjallmenni eða gervigreindarverkfæri sem er ætlað til að aðstoða kennara í starfi sínu
Meira
Þorgrímur Sigmundsson á Húsavík, sem á dögunum var kjörinn þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi, kemur inn á svið stjórnmálanna sem kröftugur talsmaður hinna dreifðu byggða. Þótt vöxtur og viðgangur sé víða úti á landi í dag, svo sem í iðnaði …
Meira
Njarðvík tyllti sér á topp úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik með sigri á nágrönnum sínum og erkifjendum í Keflavík, 98:88, í Njarðvík í gærkvöldi. Njarðvík er með jafnmörg stig og Haukar í öðru sætinu, 16, og Keflavík kemur á hæla þeim með 14 stig
Meira
Nýtt bílastæði var opnað við Bláa lónið í gær en gamla bílastæðið fór undir hraun 21. nóvember, daginn eftir að eldgos braust út á Sundhnúkagígaröðinni. Stæðið var opnað í kjölfar þess að Grindavíkurvegur var opnaður á ný á laugardag
Meira
Gestir Bláa lónsins geta loks lagt bílum sínum í grennd við lónið á ný eftir að nýtt bílastæði fyrirtækisins var opnað innan varnargarðanna við Svartsengi í gær. Nýja planið rúmar um 150 bíla. Eru það um helmingi færri stæði en á gamla planinu sem…
Meira
„Þessi hugmynd, að hafa veglegt námskeið um feril Vigdísar Finnbogadóttur forseta, kviknaði núna hjá Endurmenntun þegar kominn er nýr forseti, Halla Tómasdóttir annar kvenforseti landsins, og þá fara menn að hugsa um forsetaembættið og…
Meira
Snorri Másson þingmaður Miðflokksins segir að þrátt fyrir að stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins virðast ganga vel þyki sér ekki ólíklegt að sjálft ríkisstjórnarsamstarfið geti súrnað hratt
Meira
Starfsfólk á kránni The Dubliner í miðborg Reykjavíkur slær ekki slöku við en það vakti athygli Morgunblaðsins þegar inn á ritstjórnina spurðist að þar væri opið alla daga ársins. Hvern og einn einasta
Meira
„Það sem veldur mér mestum áhyggjum er að þetta spjallmenni er ekki á því stigi að það sé hægt að nota það sem hjálpargagn, til dæmis við kennslu í skólum,“ segir Jón G. Friðjónsson, prófessor emeritus í íslensku við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið
Meira
Einn skipverji er sagður látinn auk þess sem miklar skemmdir urðu á tveimur rússneskum olíuflutningaskipum og óþekkt magn olíu fór í sjóinn er skipin hrepptu aftakaveður í gær á Kerch-sundinu er skilur Rússland og Krímskaga að
Meira
Íhaldsflokkurinn danski, sem situr í stjórnarandstöðu eftir kosningarnar í nóvember 2022, er þeirrar skoðunar, samkvæmt flokksformanninum Monu Juul, að orkuskipti í landinu gangi of hægt fyrir sig. Sem leið til úrbóta leggur flokkurinn til að…
Meira
Þjálfarinn Þórir Hergeirsson stýrði Noregi til sigurs á EM 2024 í handknattleik kvenna í síðasta leik sínum við stjórnvölinn í gærkvöldi. Noregur lagði þá nágrannana í Danmörku örugglega, 31:23, í úrslitaleik í Vínarborg í Austurríki
Meira
Inga Sæland, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristrún Frostadóttir sitja nú við það að festa stjórnarsáttmála á blað. Hverjar lyktir þeirrar vinnu verða fer fyrst og fremst eftir því hversu stóran hluta loforða sinna þær eru tilbúnar að standa ekki við því að ljóst er að sjónarmiðin eru afar ólík, ef marka má það sem sagt var fyrir kosningar.
Meira
„Maður er lítil sál sem finnst öll vegtylla góð svo það er þakkarvert að manni sé hampað. Það er alltaf gott þegar einhver tekur eftir því sem maður er að gera. Ég er því fyrst og fremst mjög þakklátur,“ segir Helgi Hjaltalín Eyjólfsson,…
Meira
Sem íbúi í Þingholtunum hef ég fengið sendan heim ársreikning til þess að mega leggja bílnum nálægt heimili mínu. En nú bregður svo við að enginn nýr ársreikningur berst, engin aðvörun. Borgin hefur þá tekið upp á því að senda alla sektarmiðana til…
Meira
Um miðjan áttunda áratuginn kynnti ungur verkfræðingur, sem þá var starfsmaður myndavélaframleiðandans Kodak, nýja uppfinningu fyrir yfirmönnum sínum. Uppfinningin fólst í myndavél þar sem hægt var að taka myndir sem síðan mátti skoða í tölvu – stafræn myndavél
Meira
Spjallmennið setur gjarnan á miklar málalengingar í svörum sínum, lætur vaða á súðum og teygir lopann um ýmislegt sem kemur efninu (merkingunni) ekki við.
Meira
Anna Björg Agnarsdóttir fæddist í Reykjavík, 8. október 1934 . Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Sólteig, 29. nóvember 2024. Foreldrar Önnu Bjargar voru Lilja Guðmundsdóttir, fædd á Hæli í Flókadal, 10
MeiraKaupa minningabók
Árni Indriðason fæddist í Reykjavík 3. júní 1950. Hann lést á Líknardeild Landspítalans 4. desember 2024. Árni var sonur hjónanna Indriða Sigurðssonar stýrimanns, f. 1921, d. 1986, og Erlu Árnadóttur bókavarðar, f
MeiraKaupa minningabók
Gústafi Lilliendahl fæddist í Reykjavík 10. júlí 1936. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 3. desember 2024. Foreldrar hans voru Carl Jónas Lilliendahl, fæddur á Vopnafirði 30. nóvember 1905, d
MeiraKaupa minningabók
Hafsteinn Sigurðsson fæddist í Hafnarfirði 15. júní 1938. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 5. desember 2024. Foreldrar hans voru Sigurður Eiríksson, f. 1903, d. 1977 og Jenný Ágústsdóttir, f. 1908, d
MeiraKaupa minningabók
Halldóra Sigríður Hallfreðsdóttir, Góa, fæddist 27. janúar 1941. Hún lést 6. desember 2024. Útför Góu fór fram 12.desember 2024.
MeiraKaupa minningabók
Hrafnhildur Kristinsdóttir fæddist í Hjarðarholti í Vestmannaeyjum 22. mars 1935. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 1. desember 2024. Hrafnhildur var dóttir Kristins Bjarnasonar, f. 1892, d. 1968, skálds frá Ási í Vatnsdal, og seinni konu hans, Guðfinnu Ástdísar Árnadóttur, f
MeiraKaupa minningabók
Jón Guðjónsson fæddist í Sveinatungu í Norðurárdal 11. febrúar 1926. Hann lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð 8. desember 2024. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson frá Hermundarstöðum, f. 1892, d. 1982, og Lilja Ingveldur Guðmundsdóttir frá Brandagili í Hrútafirði, f
MeiraKaupa minningabók
María Theódóra Jónsdóttir fæddist í Hvallátrum á Breiðafirði 28. apríl 1938. Hún lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 6. desember 2024. Foreldrar hennar voru Jón Daníelsson og Jóhanna Sesselja Friðriksdóttir og voru þau bændur í Hvallátrum á Breiðafirði
MeiraKaupa minningabók
Sigurbjörg Valmundsdóttir fæddist 28. október 1930 í Vík í Mýrdal. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Skógarbæ, 5. desember 2024. Foreldrar Sigurbjargar: Valmundur Björnsson, f. 4. desember 1898, d
MeiraKaupa minningabók
Steindór Tryggvason fæddist á Akureyri 9. september 1957. Hann lést á líknardeild Landspítalans 4. desember 2024. Foreldrar Steindórs voru hjónin Þórunn Steindórsdóttir, f. 14. apríl 1932, d. 18. júlí 1998, og Tryggvi Kristjánsson, f
MeiraKaupa minningabók
Steinunn Jóna Geirsdóttir fæddist 29. október 1952 í Reykjavík. Hún lést á Borgarspítalanum þann 1. desember 2024. Foreldrar hennar voru Geir Austmann Björnsson, rafvirkjameistari og kaupmaður í Reykjavík, f
MeiraKaupa minningabók
Theódóra Friðbjörnsdóttir fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði 24. nóvember 1975. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu, Hádegisskarði 27a í Hafnarfirði, 7. desember 2024. Foreldrar Theódóru eru Valgerður Sigurðardóttir, f
MeiraKaupa minningabók
Þorbjörg Bjarnar Friðriksdóttir (Bebba) fæddist í Vigur 5. nóvember 1929. Hún lést 1. desember 2024. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Björnsdóttir, f. 1896, d. 1989, og Friðrik Hansen, f. 1891, d. 1952
MeiraKaupa minningabók
Að sögn Jóns Helga Egilssonar er brýnt að skoða pólitísk viðhorf um hlutverk ríkis og einkaaðila þegar rætt er um hugmyndir Seðlabanka Evrópu (SBE) um að gefa út svokallaðan seðlabankarafeyri (e. central bank digital currency)
Meira
Að kunna til verka merkir að vita hvernig vinna skal verk. „Þegar hann ætlaði að flaka þorskinn með sporjárninu sá ég strax að hann kunni ekki til verka.“ Að segja fyrir verkum merkir að stjórna vinnuMeira
Ingólfur Ómar Ármannsson sendir Vísnahorninu ljúfa jólakveðju: Desember þó dimmur sé og drungalegur blika ljósin björt í gluggum burtu stjaka myrkum skuggum. Hátíð ljóssins hugann fyllir helgum klökkva vekur yl og vermir hjarta vonarljósið náðarbjarta
Meira
Hjörtur Bergstað er fæddur 15. desember 1964 og átti því sextugsafmæli í gær. Hann fæddist á Landspítalanum í Reykjavík og sleit barnsskónum í Fossvoginum. Hjörtur fór fyrst í sveit aðeins fimm ára gamall
Meira
ReykjavíkLuciana Ptak Terán fæddist 2. apríl 2024 kl. 10.22. Hún vó 3.060 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Szymon Ptak og Yuleidy Rosalía Terán de Ptak.
Meira
30 ára Sara Andrea er Reykvíkingur, ólst upp í Árbænum og býr í Bryggjuhverfinu. Hún er stúdent frá MS og er ljósmyndari að mennt frá Upplýsingatækniskólanum. Sara Andrea er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og áhugamálin eru ferðalög, vera með fjölskyldunni og ljósmyndun
Meira
Ísland mætir Ísrael í tveimur umspilsleikjum um sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Þýskalandi og Hollandi á næsta ári. Fyrri viðureign liðanna fer fram hérlendis 9. eða 10. apríl næstkomandi og síðari leikurinn erlendis viku síðar
Meira
ÍBV og FH gerðu jafntefli, 26:26, í 14. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í Vestmannaeyjum á laugardag. FH er áfram á toppi deildarinnar með 22 stig. ÍBV er í sjötta sæti með 14 stig. Eyjamenn fóru betur af stað og komust í fjögurra marka…
Meira
Njarðvík hafði betur gegn Keflavík, 98:88, í Suðurnesjaslag í 11. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Njarðvík í gærkvöldi. Með sigrinum tyllti Njarðvík sér á topp deildarinnar þar sem liðið er með 16 stig eins og Haukar sæti neðar
Meira
Manchester United vann magnaðan endurkomusigur, 2:1, á nágrönnum og erkifjendum sínum í Manchester City á Etihad-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Man. United er í 13
Meira
Sóley Margrét Jónsdóttir og Alexander Örn Kárason eru kraftlyftingafólk ársins 2024 að mati Kraftlyftingasambands Íslands. Sóley, sem er 23 ára og keppir í kraftlyftingum með búnaði í +84kg flokki, náði þeim frábæra árangri að verða bæði…
Meira
Sveit Íslands synti gríðarlega vel á lokadegi HM í 25 metra laug í gær þegar hún setti nýtt Íslandsmet í 4x100 metra fjórsundi. Sveitin bætti Íslandsmetið í greininni um rúmar fimm sekúndur þegar hún synti á 3:33,68
Meira
Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér í gærkvöld Evrópumeistaratitilinn í handknattleik kvenna með öruggum sigri á Danmörku, 31:23, í úrslitaleik EM 2024 í Vín í Austurríki. Þórir kveður því með sínum sjötta Evrópumeistaratitli á…
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.