Greinar þriðjudaginn 24. desember 2024

Fréttir

24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 722 orð | 4 myndir

Áform um að stækka Skógasafn

Áform eru um að reisa nýtt hús við Skógasafn undir Eyjafjöllum, Þórðarstofu, þar sem minningu Þórðar Tómassonar, stofnanda og fyrsta safnvarðar Byggðasafnsins á Skógum, verður haldið á loft. Einnig er áformað reisa nýja skemmu við Skógasafn sem gæti … Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 372 orð | 2 myndir

„Hænufetið“ er afar stutt í fyrstu

Vetrarsólstöður/vetrarsólhvörf voru að morgni laugardagsins. Þá var dagur stystur á norðurhveli jarðar. Þegar sól fer að hækka á lofti eftir vetrarsólhvörf og daginn að lengja, er oft sagt að munurinn nemi hænufeti á dag Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 25 orð | 1 mynd

Gleðileg jól!

Jólin Systkinin Júlía Móey, 3 ára, og Brynjar Ingi, 4 ára, opna hér bókadagatal á heimili sínu um helgina og er tilhlökkun til jólanna mikil. Meira
24. desember 2024 | Erlendar fréttir | 405 orð | 1 mynd

Engin hátíðahöld í Betlehem um jólin

Annað árið í röð eru engar jólaskreytingar á torginu framan við Fæðingarkirkjuna í Betlehem sem stendur þar sem sagt er að Jesús Kristur hafi fæðst. Og inni í kirkjunni rýfur aðeins söngur armenskra munka þögnina Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 137 orð

Farþegar komast heim fyrir jól

Icelandair áætlar aukaflug frá Reykjavík til Akureyrar í dag og útfærir flug til annarra áfangastaða innanlands. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi segir útlit fyrir að allir flugfarþegar komist á áfangastað fyrir hátíðirnar Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 355 orð | 2 myndir

Feðgarnir fara saman í Grænlandstúr um jól

„Jólin koma, hvar sem maður er staddur. Þá tilfinningu þekki ég vel; þetta verða mín 30. jól á sjónum, en alls er sjómannsferillinn orðinn 46 ár,“ segir Karl Guðmundsson, skipstjóri á ms Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 69 orð

Fréttaþjónusta mbl.is um jólin

Morgunblaðið kemur næst út föstudaginn 27. desember. Öflug fréttaþjónusta verður á mbl.is yfir jólin. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið frettir@mbl.is. Áskrifendaþjónustan er opin í dag, aðfangadag, frá kl Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Frumsýna nýja íslenska kvikmynd

Íslenska kvikmyndin Guðaveigar verður frumsýnd annan í jólum, 26. desember. Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson skrifa handritið og leikstýra myndinni en meðal leikara eru Hilmir Snær Guðnason, Vivian Ólafsdóttir, Halldór Gylfason, Þröstur Leó Gunnarsson og Sverrir Þór Sverrisson Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Gengið fyrir frið

Hin árlega friðarganga fór fram í gær á Þorláksmessu venju samkvæmt, en íslenskar friðarhreyfingar hafa staðið fyrir friðargöngu niður Laugaveginn á þessum degi frá árinu 1981. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng við upphaf göngunnar á Hlemmi Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Heimi líður vel í starfinu á Írlandi

Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur átt afar viðburðaríkt ár en hann var ráðinn þjálfari karlaliðs Írlands í júlí á þessu ári, aðeins nokkrum dögum eftir að hann lét af störfum sem þjálfari karlaliðs Jamaíku Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 300 orð | 2 myndir

Íbúðablokk kemur í stað bensínstöðvar

Meirihluti skipulagsráðs Kópavogsbæjar samþykkti á fundi ráðsins í byrjun mánaðarins að hafin yrði vinna við breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna lóðar á Nýbýlavegi 1. Áður stóð til að þar yrði þjónustustöð/bensínstöð en horfið hefur… Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 417 orð | 1 mynd

Í vinnunni á aðfangadagskvöldi í 25 ár

Þegar kirkjuklukkurnar hringja inn jólin klukkan sex í dag, aðfangadag, er Ástbjörn Egilsson í vinnunni í Dómkirkjunni í Reykjavík eins og vanalega á þessum tíma á hverju ári frá 1999. „Það er yndislegt að vera í kirkjunni á aðfangadag, eins og reyndar alla daga,“ segir hann Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Karl skipstjóri er í 30. jólatúrnum

Sjór gæti orðið þungur og einhver veltingur í siglingu ms. Brúarfoss sem í gærkvöldi lagði í haf frá Reykjavík til Nuuk á Grænlandi. Siglingaáætlanir þarf að halda þótt hátíðir séu. Brúarfoss kom frá Danmörku í gær, að morgni Þorláksmessu, með ýmislegt sem landinn þarf um jól og áramót Meira
24. desember 2024 | Erlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Kínverska flutningaskipið á leið norður á bóginn

Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir að Kínverjar hafi hafnað ósk þarlendra saksóknara um að hefja sjálfstæða rannsókn á ferðum kínversks flutningaskips sem grunur leikur á að tengist því að skorið var á tvo neðansjávarfjarskiptakapla á sænsku hafsvæði í Eystrasalti í nóvember Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Krambúðinni í Suðurveri lokað

„Húsaleigusamningurinn okkar í Suðurveri er að renna út núna um áramótin og við ákváðum að loka fyrst við gátum ekki stækkað verslunina eins og við hefðum þurft að gera,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa, en eins og viðskiptavinir… Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Mörk trúar og veraldarvafsturs

Jólin ganga í garð í kvöld og af því tilefni er rætt við kirkjunnar þjóna í Dagmálum í dag, þau síra Svein Valgeirsson dómkirkjuprest og Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur, prest í Neskirkju. Þar er jólahaldið og inntak jólanna í forgrunni, bæði hið… Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 405 orð | 1 mynd

Ofmeta sparnað í stjórnarráðinu

Afar óljóst er hvaða sparnaði má ná fram með hagræðingu í stjórnarráðinu, þar á meðal með því að fækka ráðuneytum um eitt. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa nefnt 400 milljónir króna á ári í því samhengi, en svar við fyrirspurn Morgunblaðsins til… Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 503 orð | 1 mynd

Regnbogavottun komin til að vera

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks hjá Reykjavíkurborg, segir regnbogavottun komna til að vera. Þórhildur, sem starfar á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, sér um fræðslu vegna… Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Segir umsókn að ESB vera óvirka

„Umsókn Íslands að Evrópusambandinu er ekki virk,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið, en hann telur ekki grundvöll fyrir því að komandi ríkisstjórn geti tekið upp þráðinn í samningaviðræðum þar sem frá var horfið Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Skíðað syðra milli jóla og nýárs

Skíðasvæðið í Bláfjöllum er lokað í dag, aðfangadag jóla, og á morgun, jóladag, en til stendur að hafa svæðið opið á milli jóla og nýárs; annan í jólum frá 11-16, 27. desember frá 11-21, 28. og 29. desember frá 10-17 og 30 Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Skógaskóli seldur

Fjölskyldufyrirtæki sem rekur þrjú hótel undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu, hefur keypt hús Skógaskóla af íslenska ríkinu og áformar að hefja þar rekstur á gistiþjónustu næsta vor. Einar Þór Jóhannsson, einn eigenda félagsins, segir að áformað sé að reka gistingu með morgunmat í Skógaskóla Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Strandveiðar „efnahagsleg sóun“

Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði og fjármála- og efnahagsráðherra nýrrar ríkisstjórnar, skrifaði ásamt fjórum öðrum hagfræðingum grein þar sem strandveiðar voru bornar saman við veiðar undir aflamarkskerfi eins og því sem notað er til að stjórna öðrum veiðum hér við land Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Strandveiðar í forgangi

Svigrúm til strandveiða verður aukið til muna samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þar segir að 48 dagar verði tryggðir á næsta ári og í 12 daga í hverjum mánuði eða í maí, júní, júlí og ágúst Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Svigrúm gefst til vaxtar og viðgangs

Gert er ráð fyrir 225 millj. kr. jákvæðri niðurstöðu af rekstri Dalabyggðar á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem fyrir liggur. Miðað er við óbreytt álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatta og að hækkun gjaldskráa verði í flestum tilfellum 3,9% Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

Telja sig ekki hafa lögsögu

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru vegna fyrirhugaðra framkvæmda við fasteignina Sólvallagötu 14 í Reykjavík sem ætlað er að verða heimili bandaríska sendiherrans á Íslandi Meira
24. desember 2024 | Erlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Trump lýsir á ný áhuga á Grænlandi

Donald Trump, sem tekur við embætti Bandaríkjaforseta í janúar, lýsti á ný um helgina áhuga á að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum. „Í þágu þjóðaröryggis og frelsis um allan heim þá telja Bandaríkin að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi… Meira
24. desember 2024 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Veruleg fjölgun tilfella RS-veirunnar

Veru­leg fjölg­un hef­ur orðið á RS-veiru­til­fell­um hér á landi og er tíðnin mun hærri en síðasta vet­ur. Sam­hliða fjölg­ar til­fell­um in­flú­ensu og veld­ur þetta auknu álagi í heil­brigðisþjón­ustu Meira

Ritstjórnargreinar

24. desember 2024 | Leiðarar | 818 orð

Gleðileg jól!

xxxxxxx Meira
24. desember 2024 | Leiðarar | 217 orð | 9 myndir

Hátíð ljóss og friðar með börnunum

Á jólunum er gleði og gaman, fúmm, fúmm, fúmm, þá koma allir krakkar með í kringum jólatréð, er sungið í þekktu jólalagi við texta Friðriks Guðna Þórleifssonar. Sannarlega orð að sönnu. Jólin eru hátíð barnanna er gjarnan sagt, en fátt gleður þau… Meira
24. desember 2024 | Staksteinar | 225 orð | 1 mynd

Valdaskiptin

Nýir ráðherrar tóku glaðbeittir við ráðuneytum sínum um helgina og fráfarandi ráðherrar afhentu lykla – eða ígildi þeirra – með bros á vör og góðum óskum. Í þessum einföldu athöfnum, sem sumir segja að séu aðeins framkvæmdar myndanna vegna, eru… Meira

Menning

24. desember 2024 | Bókmenntir | 670 orð | 3 myndir

Fjölskylduharmur í fallegri jólasögu

Skáldsaga Stargate ★★★★½ Eftir Ingvild Rishøi Kari Ósk Grétudóttir þýddi. Benedikt bókaútgáfa, 2024. Kilja í stóru broti, 142 bls. Meira
24. desember 2024 | Fjölmiðlar | 193 orð | 1 mynd

Íslensku jólin heilla Hallmark

The Christmas Quest er ný jólamynd frá Hallmark. Gerist sagan á Íslandi þar sem hinir íslensku jólasveinar Brians Pilkington leika stórt hlutverk en bandaríska leikkonan Lacey Chabert, sem einna þekktust er fyrir hlutverk sitt í Mean Girls, fer með… Meira
24. desember 2024 | Menningarlíf | 1435 orð | 2 myndir

Treystir bara á jólatöfrana

„Leikaraveislu,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri Yermu, jólasýningar Þjóðleikhússins í ár, inntur eftir því við hverju áhorfendur megi búast á annan í jólum þegar verkið verður frumsýnt á Stóra sviðinu Meira

Umræðan

24. desember 2024 | Aðsent efni | 227 orð | 1 mynd

Hans milda ljós nú lýsir …

Hans milda ljós nú lýsir … Meira
24. desember 2024 | Aðsent efni | 2242 orð | 1 mynd

Jólagátan

Ungi maður, gætir þú aðstoðað mig með dálitla þraut?“ Konan stóð við afgreiðsluborðið í lítilli bókaverslun í miðbænum, og það var vika til jóla. „Fyrirgefðu?“ svaraði maðurinn og brosti með augunum Meira
24. desember 2024 | Aðsent efni | 722 orð | 2 myndir

Tími tilfinninga

Á jólum komum við saman og syngjum sálmana sem kalla fram minningar um jól barnæskunnar og við sköpum framtíðarminningar með börnunum okkar. Meira
24. desember 2024 | Aðsent efni | 839 orð | 1 mynd

Þegar hann Jesús kom heiminn í

Og hvað vitum við þá um fæðingu Jesú? Ekki mikið. Líklegast fæddist Jesús í Nasaret. Pabbi hans hét kannski Jósef. Móðir Jesú hét María eða Miriam. Meira

Minningargreinar

24. desember 2024 | Minningargreinar | 1426 orð | 1 mynd

Haukur Engilbertsson

Haukur Engilbertsson fæddist á Vatnsenda í Skorradal 10. apríl 1938. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 14. nóvember 2024. Haukur var sonur hjónanna á Vatnsenda, þeirra Engilberts Runólfssonar, f Meira  Kaupa minningabók
24. desember 2024 | Minningargreinar | 995 orð | 1 mynd

Ragnhildur Jóhannesdóttir

Ragnhildur Jóhannesdóttir fæddist 15. nóvember 1945. Hún lést 4. desember 2024. Hún var jarðsungin 9. desember 2024. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. desember 2024 | Viðskiptafréttir | 231 orð | 1 mynd

SoftwareOne kaupir Crayon

Svissneska tæknifyrirtækið SoftwareOne hefur ákveðið að festa kaup á norska tæknifyrirtækinu Crayon Group. Crayon er í viðskiptunum metið á 1,4 milljarða bandaríkjadala, eða 195 milljarða íslenskra króna Meira
24. desember 2024 | Viðskiptafréttir | 437 orð | 1 mynd

Sækja þarf fram í markaðssetningu

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að árið í heild hafi gengið ágætlega í ferðaþjónustunni. Vöxtur hafi þó ekki einkennt greinina á árinu. „Árið fór eins og við mátti búast Meira

Fastir þættir

24. desember 2024 | Í dag | 193 orð

Að heiman S-Allir

Norður ♠ D95 ♥ G95 ♦ K3 ♣ Á10652 Vestur ♠ 7432 ♥ 82 ♦ Á10765 ♣ D7 Austur ♠ G108 ♥ KD104 ♦ G92 ♣ G94 Suður ♠ ÁK6 ♥ Á765 ♦ D84 ♣ K83 Suður spilar 3G Meira
24. desember 2024 | Í dag | 251 orð

Af kossi, sveit og jólum

Á aðfangadag fer vel á því að byrja á glettinni kveðju frá séra Hjálmari Jónssyni: „Ekki sakar að rifja það upp þegar læknirinn nafni minn, Freysteinsson, var búinn að hlusta á jólalögin um of Meira
24. desember 2024 | Í dag | 60 orð

Ef e-ð óvænt gerist og maður hrekkur við er hægt að segja að manni bregði…

Ef e-ð óvænt gerist og maður hrekkur við er hægt að segja að manni bregði í brún. Og mér, þér, honum, henni bregður í brún. „Ég bregð“ ekki í brún Meira
24. desember 2024 | Í dag | 296 orð | 1 mynd

Kristín Þórunn Helga Helgadóttir

70 ára Kristín fæddist 24. desember 1954 í Ólafsvík, yngst 6 systkina. Móðir hennar lést þegar Kristín var aðeins 3 mánaða. Fyrstu árin var hún í Ytri-Knarrartungu í Breiðuvík en flutti síðar til Reykjavíkur með móðursystur sem tók hana að sér eftir móðurmissinn Meira
24. desember 2024 | Í dag | 165 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Rge2 d6 6. a3 Bxc3+ 7. Rxc3 Rbd7 8. Be2 e5 9. 0-0 c6 10. Dc2 De7 11. d5 He8 12. e4 a5 13. Be3 Rf8 14. Hfd1 c5 15. Hab1 Rg6 16. b4 axb4 17. axb4 b6 18. Hb2 Bg4 19 Meira
24. desember 2024 | Í dag | 643 orð | 4 myndir

Stangveiðimaður og golfari

Guðmundur Einarsson fæddist 25. desember 1924 og verður því 100 ára á morgun. Hann fæddist í Reykjavík og ólst upp með foreldrum og systkinum á Vesturvallagötu 7 í Vesturbæ Reykjavíkur. Einar faðir hans byggði þar hús sem var heimili fjölskyldunnar og margra ættmenna hans Meira
24. desember 2024 | Dagbók | 73 orð | 1 mynd

Systur deildu um möndlugrautinn

Möndlugrauturinn er ómissandi hluti jólanna hjá mörgum Íslendingum, en hefðirnar tengdar honum eru fjölbreyttar. Sumir bjóða grautinn í hádeginu á aðfangadag, aðrir eftir kvöldmat. Í morgunþættinum Ísland vaknar sköpuðust heitar umræður um möndlur í … Meira
24. desember 2024 | Dagbók | 113 orð | 1 mynd

Vonandi varð jólasturtan að veruleika

Jólabarnið og leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir vakti eiginmann sinn, Ebenezer Þórarin Einarsson, eldsnemma á afmælisdaginn hans síðastliðinn föstudag með söng, köku og pökkum. Í viðtali í Ísland vaknar sagðist hún vongóð um að framkvæmdir á… Meira

Íþróttir

24. desember 2024 | Íþróttir | 2733 orð | 2 myndir

Ánægður með að hafa tekið þetta skref

Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur átt afar viðburðaríkt ár en hann var ráðinn þjálfari karlaliðs Írlands í júlí, aðeins nokkrum dögum eftir að hann lét af störfum sem þjálfari karlaliðs Jamaíku Meira
24. desember 2024 | Íþróttir | 218 orð | 1 mynd

Bakvörður tengir jólahátíðina einhvern veginn óumflýjanlega við íþróttir.…

Bakvörður tengir jólahátíðina einhvern veginn óumflýjanlega við íþróttir. Ekki bara það að hægt sé að horfa á enska boltann, NBA-deildina, heimsmeistaramótið í pílu og NHL-deildina í íshokkíi um hátíðarnar Meira
24. desember 2024 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Eggert áfram fyrir austan

Eggert Gunnþór Jónsson, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu, hefur verið ráðinn spilandi þjálfari karlaliðs KFA til næstu tveggja ára. Eggert Gunnþór tók við starfinu í ágúst síðastliðnum og samdi þá út síðasta tímabil og hefur nú… Meira
24. desember 2024 | Íþróttir | 427 orð | 2 myndir

Glódís Perla Viggósdóttir og Orri Steinn Óskarsson eru knattspyrnufólk…

Glódís Perla Viggósdóttir og Orri Steinn Óskarsson eru knattspyrnufólk ársins 2024 samkvæmt niðurstöðu leikmannavals Knattspyrnusambands Íslands. Glódís er knattspyrnukona ársins þriðja árið í röð en hún er fyrirliði Bayern München og íslenska landsliðsins Meira
24. desember 2024 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Logi Hrafn samdi í Króatíu

Knattspyrnumaðurinn Logi Hrafn Róbertsson hefur samið við króatíska félagið NK Istra. Hann kemur á frjálsri sölu frá uppeldisfélaginu FH og samdi til sumarsins 2028. Þrátt fyrir að koma á frjálsri sölu þarf Istra, sem leikur í efstu deild í Króatíu, að greiða FH uppeldisbætur vegna ungs aldurs Loga Meira
24. desember 2024 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Snýr aftur í Hafnarfjörðinn

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur samið við bandaríska framherjann De’Sean Parsons um að leika með liðinu fram á vor. Parsons er Haukum að góðu kunnur enda lék hann með liðinu á síðasta tímabili Meira
24. desember 2024 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Stígur heim í Fossvoginn

Víkingur úr Reykjavík hefur fest kaup á knattspyrnumanninum Stíg Diljan Þórðarsyni frá ítalska félaginu Triestina. Stígur Diljan er aðeins 18 ára gamall en lék sinn fyrsta leik fyrir Víking sumarið 2022, þá einungis 16 ára gamall Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.