Greinar laugardaginn 11. janúar 2025

Fréttir

11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Afmælishátíð 10 fingra í dag

Leikhúsið 10 fingur fagnar 30 ára afmæli á þessu ári og af því tilefni verður haldin afmælishátíð í Tjarnarbíói á morgun, sunnudag. Klukkan 14 verður barnasýningin Lífið sýnd, en henni er lýst sem drullumalli fyrir alla fjölskylduna Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 316 orð | 8 myndir

Ástúðleg heimilistæki vaka yfir fólki

Sjónvarpstæki eru stöðugt að þróast í þá átt að verða einskonar stjórntæki daglegs lífs á heimilum fólks eftir því sem gervigreindartækninni fleygir fram. Þessi þróun var áberandi á árlegri raftækjasýningu, CES, í Las Vegas, sem var opnuð í vikunni Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 383 orð | 1 mynd

Bjóða út endurgerð á hluta Vatnsstígs

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna endurgerðar Vatnsstígs á milli Laugavegar og Hverfisgötu. Gert er ráð fyrir að hefja framkvæmdir í mars næstkomandi og að þeim verði lokið í ágúst 2025 Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Dregur líklega til tíðinda bráðum

„Það má segja að við séum að bíða eft­ir næsta at­b­urði og vit­um ekki hvort það verður kviku­hlaup eða eld­gos. Jörðin hag­ar sér með svipuðum hætti og fyrr,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri Suðurnesja Meira
11. janúar 2025 | Erlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Dæmd fyrir svívirðilegt brot

Hópur innflytjenda frá Rúmeníu hefur í Skotlandi verið fundinn sekur um mansal, kynferðis- og fíkniefnabrot eftir að upp komst um skipulagða glæpastarfsemi þeirra. Er um að ræða fjóra karlmenn og eina konu á aldrinum 34 til 41 árs Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Evrópuleikur á Ásvöllum í dag

Haukar og Valur leika í dag fyrri leiki sína í 16-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta og Haukakonur spila báða sína leiki við Galychanka frá Úkraínu á Ásvöllum um helgina. Landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir segir að Haukar eigi tvo… Meira
11. janúar 2025 | Fréttaskýringar | 1173 orð | 2 myndir

Góður skriður á verkefninu

Kynningarfundur á tillögu í vinnslu, þ.e.a.s. forkynning, fyrir fyrsta áfanga Blikastaðalands verður haldinn fyrir íbúa og almenning í Hlégarði í Mosfellsbæ á mánudaginn. Á kynningunni gefst tækifæri til að koma með ábendingar við skipulagið og þær… Meira
11. janúar 2025 | Erlendar fréttir | 319 orð | 4 myndir

Heilu borgarhverfin liggja í rústum

Yfirvöld í Kaliforníu staðfestu í gær að tíu manns hið minnsta hefðu farist í gróðureldunum miklu sem enn geisa í Los Angeles og nágrenni. Rúmlega 10.000 byggingar hafa nú orðið gróðureldunum að bráð að sögn slökkviliðs Kaliforníu, og sagði Robert… Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Hestamenn og Sorpa leita lausna með hrossataðið

Forsvarsmenn hestamannafélaganna Fáks og Spretts ásamt Sorpu vinna nú að sameiginlegri lausn á því vandamáli sem skapast hefur eftir að losunarstöðum fyrir hrossatað var lokað af heilbrigðiseftirlitinu í haust Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

HSN tekur við Sæborg á Skagaströnd

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) mun taka við rekstri hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd frá og með 1. maí næstkomandi. Er þetta samkvæmt ákvörðun fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar, í kjölfarið á uppsögn Félags- og skólaþjónustu A-Hún Meira
11. janúar 2025 | Erlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Hvetja fólk til að ganga í herinn

Við gatnamót ein í rússneska bænum Petúskí í Vladimír-héraði standa þessi auglýsingaskilti sem eru á vegum stjórnvalda í Moskvu. Á þeim eru hermenn Rússlands heiðraðir og almenningur um leið hvattur til að ganga til liðs við hersveitir landsins Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Hætta á hálku og leysingum með hlýnandi veðri

Snjómokstursmenn landsins eru önnum kafnir þessa dagana við að ryðja götur bæja og borgar sem eru fönn þaktar, en hér má sjá starfsmann á Ísafirði hreinsa götur. Veður hefur farið hlýnandi, sér í lagi á vestari hluta landsins, og má búast við miklum … Meira
11. janúar 2025 | Fréttaskýringar | 693 orð | 2 myndir

Kaup á Grænlandi og Íslandi skoðuð 1867

Rúm ein og hálf öld er liðin frá því að fyrst var viðruð sú hugmynd að Bandaríkin keyptu Grænland, og raunar einnig Ísland, af Dönum. Árið 1867 samdi William H. Seward, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við Rússa um að kaupa Alaska fyrir 7,2 milljónir dala Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Kristín Birna Garðarsdóttir

Kristín Birna Garðarsdóttir, fv. Íslandsmeistari í akstursíþróttum, lést á Landakoti 1. janúar síðastliðinn, 62 ára að aldri, af völdum alzheimer. Kristín Birna fæddist 25. ágúst 1962. Foreldrar hennar eru Anna María Sampsted og Garðar Guðmundsson Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Lærði ung að standa á eigin fótum

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins talar Kristrún Frostadóttir opinskátt um æskuna, unglingsárin, námsferil sinn og hvernig hún fyrir tilviljun endaði í stjórnmálum. Menntaskólaár hennar voru nokkuð óvenjuleg þar sem hún hafði á Spáni kynnst strák frá Íran sem hafði svo flutt til Kanada Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Magnús Már Mosfellingur ársins

Magnús Már Einarsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Aftureldingu, hefur af bæjarblaðinu Mosfellingi verið valinn Mosfellingur ársins 2024. Stóð blaðið að valinu nú í 20. sinn. Magnús Már afrekaði það á síðasta tímabili að koma… Meira
11. janúar 2025 | Erlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Pútín sagður vilja funda með Trump

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir fund á milli sín og Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í undirbúningi. Segir hann Pútín „vilja hittast“ og að verið sé að „undirbúa það“. Þetta sagði Trump við blaðamenn við heimili sitt, Mar-a-Lago Meira
11. janúar 2025 | Fréttaskýringar | 1991 orð | 6 myndir

Samskipti ríkjanna nú enn nánari

Carrin F. Patman, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segir mikið hafa áunnist við að efla samskipti ríkjanna í sendiherratíð sinni. Þá hafi alþjóðleg umræða um Grænland minnt á vaxandi þýðingu norðurslóða í alþjóðamálum og mikilvægi þess að tryggja öflugar varnir Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 887 orð | 3 myndir

Sárt að sjá gamla hverfið brenna

„Ég á gífurlega sterkar minningar frá þessu svæði. Við vorum bara í sjokki hérna við hjónin þegar þessar fréttir tóku að berast og settum okkur í samband við fólk sem við þekkjum sem býr enn á svæðinu,“ segir Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 1008 orð | 3 myndir

Segir ábyrgðina liggja víða

Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir að mistök hafi átt sér stað þegar ríflega 11.000 fermetra lager- og iðnaðarhúsnæði var reist í Álfabakka, steinsnar frá íbúðabyggð í Árskógum Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Sjö daga seinkun á sorphirðu

„Það er viku seinkun á sorphirðunni hjá okkur vegna keðjuverkandi ástæðna,“ segir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar. „Það er alltaf óvenjulega mikið sorp á þessum árstíma og síðan þegar tækjabilanir og veikindi bætast við þá verðum við á eftir áætlun Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Stofnanir Framsóknarflokks bregðast við beiðni um að landsþing verði sem fyrst

Hafið er nokkuð langt ferli stofnana Framsóknarflokksins til þess að efna mögulega til landsþings flokksins innan skamms. Það myndi fjalla um útreið flokksins í nýliðnum kosningum, greina hvað fór úrskeiðis og ákveða hvernig bregðast skuli við Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 423 orð | 1 mynd

Telur lúsina sameiginlega áskorun

Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri eldisfélagsins Háafells ehf., segir ekki um andstæða hagsmuni að ræða þegar rætt er um laxalús, heldur sé það bæði í þágu eldisfiska og villtra fiska að takist að finna leiðir til að vinna gegn lúsasmiti og dreifingu lúsa Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 369 orð | 1 mynd

Titrings gætir einnig í Ráðhúsinu

Borgarfulltrúar verða varir við titring í fundarsal borgarstjórnar í Ráðhúsinu í Reykjavík í sama mund og strætisvagn ekur yfir hraðahindrun í Vonarstræti. Alþingismenn sem sitja fundi á efstu hæð Smiðju, skrifstofubyggingar Alþingis sem stendur… Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 153 orð

Tíu látnir og eldarnir loga enn

Viðbragðsaðilar berjast enn við gróðureldana sem herja á Suður-Kaliforníu. Minnst tíu eru látnir og er talið að yfir tíu þúsund heimili, fyrirtæki og önnur mannvirki hafi orðið eldi að bráð á síðastliðnum sólarhringum Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Varnarmál í norðri munu fá meira vægi

Carrin F. Patman, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segir Íslendinga þurfa að búa sig undir að varnarmál verði jafnvel enn ofar á baugi en þau eru nú. „Það er mikilvægt að allir átti sig á því að rétt eins og Ísland er mikilvægt… Meira
11. janúar 2025 | Erlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Vilja reisa fleiri loftvarnabyrgi

Stjórnvöld í Noregi greindu frá því í gær að þau vildu setja aftur í byggingarreglugerðir skyldu um að reisa loftvarnabyrgi í nýbyggingum, en kvöð um slíkt var tekin út árið 1998. Er þetta ein af um hundrað tillögum sem norsk stjórnvöld hafa sett… Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 94 orð

Vill ekki fresta landsfundi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn getur ekki búið lengi við þá stöðu að hafa uppi óvissu um forystu,“ skrifar… Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Vill fá að heita Kanína

„Þetta er búið að þvælast í hausnum á mér í tvö ár og nú ákvað ég loksins að kýla á það,“ segir Kristinn Sæmundsson, tónleikahaldari með meiru, sem hefur sótt um að fá að taka upp nafn sem hefur fylgt honum um áratugaskeið; Kanína Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Vill gera tilfærslur á íbúðum

Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina munu finna leið til að laga þau mistök sem urðu við Árskóga í Breiðholti þar sem gríðarstór skemma reis allt í einu og byrgir þar íbúum sýn og sólarljós Meira
11. janúar 2025 | Erlendar fréttir | 95 orð

Vind lægði um stund

Fimm aðskildir gróðureldar herja enn á Los Angeles og nágrenni, en slökkviliði tókst að slökkva Sunset-eldinn í gær. Palisades-eldurinn er sem fyrr sá stærsti, en hann hefur brennt um 8.000 hektara lands og eyðilagt rúmlega 5.300 hús Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Vonar að stríðinu ljúki á þessu ári

Ut­an­rík­is­ráðherra bind­ur von­ir við að stríði Rúss­lands og Úkraínu ljúki á þessu ári. Í kjöl­far stríðs tek­ur við upp­bygg­ing Úkraínu sem Ísland mun styðja við. „Ég vona það nátt­úr­lega að stríðinu ljúki á þessu ári Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 521 orð | 3 myndir

Þéttingin mun rýra lífsgæði íbúa

Anna Jörgensdóttir, íbúi við Valshlíð á Hlíðarenda, segir fyrirhugaða uppbyggingu 245 íbúða á nærliggjandi lóð munu rýra mjög lífsgæði íbúa í hverfinu. Allt of langt sé gengið í að þétta byggð í borginni Meira
11. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 504 orð | 2 myndir

Ætlar að slá í gegn í nýjum aldursflokki

Árbæingurinn Kristinn Guðmundsson er 65 ára frá því í desember. Hann lék knattspyrnu fram á miðjan finmmtugsaldur, þar af um 400 leiki í meistaraflokki 1977-2005, þjálfaði yngri flokka og var lengi spilandi þjálfari, hefur verið knattspyrnudómari… Meira

Ritstjórnargreinar

11. janúar 2025 | Staksteinar | 197 orð | 2 myndir

Augljósasti ­sparnaðurinn

Ingibjörg Isaksen þingmaður Framsóknarflokksins skrifar um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður um aðild að Evrópusambandinu. Bendir hún á að ekki sé um framhald fyrri viðræðna að ræða, heldur nýjar viðræður sem yrðu tímafrekar og kostnaðarsamar Meira
11. janúar 2025 | Reykjavíkurbréf | 1680 orð | 1 mynd

Forsetarnir fylgdu þeim elsta

Lengi voru sagðar hetjusögur og vinsamlegar frásagnir af hinum fallna forseta, svo sem eðlilegt er, ekki síst hversu hógvær hann var, mikill trúmaður og hafði, ásamt konu sinni, tekið þátt í því, að byggja í sjálfboðavinnu ýmsar byggingar, sem nýttust almenningi til kennslu og trúariðkana. Meira
11. janúar 2025 | Leiðarar | 748 orð

Grænlandsfárið

Herskáar yfirlýsingar Trumps koma róti á umræðuna Meira

Menning

11. janúar 2025 | Tónlist | 514 orð | 2 myndir

Án tónlistar …

Árni var galdrakarl. Aðsópsmikill, vænn og virkur. Og hjálpsamur. Meira
11. janúar 2025 | Menningarlíf | 657 orð | 2 myndir

Dýrgripir sem eiga enn erindi

Ný fyrirlestraröð hefur göngu sína í Eddu í næstu viku. Ingibjörg Þórisdóttir, sviðsstjóri miðlunarsviðs hjá Árnastofnun, segir það vera lið í því að opna stofnunina og miðla þeim verðmætum sem hún geymir til almennings Meira
11. janúar 2025 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Eldarnir vestanhafs hafa áhrif á Óskarinn

Bandaríska kvikmyndaakademían hefur ákveðið að lengja um tvo daga þann tíma sem meðlimir hennar hafa til að greiða atkvæði um Óskarsverðlaunatilnefningar. Er þetta viðbragð við þeim mannskæðu gróðureldum sem geisa í Los Angeles, en áætlað er að… Meira
11. janúar 2025 | Tónlist | 919 orð | 3 myndir

Erlendar klassískar plötur ársins 2024

Öfugt við það sem margir kynnu að halda, þá þrífst útgáfa klassískrar tónlistar vel og gildir þá einu hvort rætt er um plötur, geisladiska eða útgáfur á streymisveitum. Ég fylgist vel með útgáfubransanum og hef valið tíu plötur sem komu út á árinu… Meira
11. janúar 2025 | Menningarlíf | 126 orð | 1 mynd

Ferðalok mest selda bókin árið 2024

Skáldsagan Ferðalok eftir Arnald Indriðason var mest selda bókin árið 2024 hvort heldur horft er til metsölulista Pennans Eymunds­sonar, sem nær aðeins til umræddrar bókakeðju, eða Félags íslenskra bókaútgefenda (Fíbút), sem byggir á sölunni hjá A4, … Meira
11. janúar 2025 | Menningarlíf | 109 orð | 1 mynd

Fjöll og náttúra í Hannesarholti

Myndlistarkonan Anna Leósdóttir opnar sýningu sína Margt býr í fjöllunum í Hannesarholti í dag klukkan 14. „Þetta eru vissulega ekki hefðbundnar náttúrumyndir heldur mín túlkun á náttúrunni,“ er haft eftir Önnu í tilkynningu Meira
11. janúar 2025 | Fjölmiðlar | 208 orð | 1 mynd

Frí kolla í boði Man. United

Hið fornfræga knattspyrnufélag Manchester United hefur ekki gefið mér neitt gegnum tíðina. Satt best að segja aðallega kallað yfir mig þjáningu og almenn leiðindi vegna þess að það hefur verið svo gott í fótbolta og haldið mínum mönnum, Arsenal, frá ófáum titlunum Meira
11. janúar 2025 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Gítartónleikar Svans í Salnum

Svanur Vilbergsson gítarleikari flytur ný lög í bland við önnur sígildari í Salnum í Kópavogi á morgun kl. 13.30. Um er að ræða fyrstu tónleika þessa misseris í tónleikaröðinni Klassík í Salnum sem Félag íslenskra tónlistarmanna – klassísk… Meira
11. janúar 2025 | Menningarlíf | 152 orð | 1 mynd

Listaverk sem snúast um að vera til staðar

Sýning Öldu Rose Cartwright Ég er hér verður opnuð í dag kl. 14 í Listasal Mosfellsbæjar. Um er að ræða silkiþrykk- og grafíkverk en yfirskrift sýningarinnar Ég er hér er mantra sem snýst um hugmyndina um að vera til staðar í augnablikinu og… Meira
11. janúar 2025 | Menningarlíf | 125 orð | 1 mynd

Menningarviðurkenningar RÚV fyrir 2024

Menningarviðurkenningar RÚV fyrir árið 2024 voru afhentar í vikunni. Áslaug Jónsdóttir hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir „fjölbreytt verk sín og framlag til íslenskra bókmennta, barnamenningar og myndlistar“ Meira
11. janúar 2025 | Kvikmyndir | 1012 orð | 2 myndir

Nauðgað af Orlok greifa

Sambíóin og Laugarásbíó Nosferatu ★★★½· Leikstjórn: Robert Eggers. Handrit: Robert Eggers. Aðalleikarar: Lily-Rose Depp, Nicholas Hoult, Bill Skarsgård, Aaron Taylor-Johnson, Emma Corrin og Willem Dafoe. Bandaríkin, Bretland og Ungverjaland, 2024. 132 mín. Meira
11. janúar 2025 | Menningarlíf | 142 orð | 1 mynd

Steina Vasulka fær lofsamlegan dóm

Steina Vasulka fær lofsamlegan dóm í bandaríska miðlinum ARTnews vegna yfirlitssýningar sem nú stendur yfir á verkum hennar í MIT List Visual Arts Center í Cambridge, Bandaríkjunum Meira
11. janúar 2025 | Menningarlíf | 105 orð | 1 mynd

Undraland í Ásmundarsafni

Sýningin Undraland er opnuð í dag kl. 15 í Ásmundarsafni þar sem horfið er aftur í tímann og inn á vinnustofu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Í kynningartexta safnsins segir að leitast sé við að varpa ljósi á það sem gerðist á bak við tjöldin… Meira
11. janúar 2025 | Menningarlíf | 146 orð | 1 mynd

Vinsælustu kvikmyndir ársins 2024

Tekjuhæsta mynd ársins í kvikmyndahúsum á Íslandi var íslenska kvikmyndin Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks. Kvikmyndin halaði inn yfir 100 milljónir króna í miðasölu en tæplega 45 þúsund áhorfendur sáu hana í kvikmyndahúsum landsins Meira
11. janúar 2025 | Menningarlíf | 62 orð | 1 mynd

Vinterberg heiðraður í Gautaborg

Danski kvikmyndaleikstjórinn Thomas Vinterberg, sem þekktastur er fyrir myndirnar Druk (2020), Jagten (2012) og Festen (1998), hlýtur heiðursverðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem fram fer 24 Meira

Umræðan

11. janúar 2025 | Aðsent efni | 573 orð | 1 mynd

Að taka pokann sinn

Til að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum á komandi landsfundi verður að ganga tryggilega frá endurnýjaðri og trúverðugri stefnu. Meira
11. janúar 2025 | Aðsent efni | 783 orð | 1 mynd

Alvöruákall til nýrra stjórnvalda

Slátrar aðgerðaleysi í jarðgangagerð Seyðisfirði hægt og rólega? Meira
11. janúar 2025 | Pistlar | 508 orð | 2 myndir

Ég er í andlegu!

Sparnaður er vinsæll í upphafi árs. Fólk keppist við að senda sparnaðarráð til ríkisstjórnarinnar, skera niður umfang sitt í líkamsrækt, borga minna á útsölum o.s.frv. Eitt er það svið þar sem almenningur hefur þegar tekið til hendinni, óumbeðinn, og það er að fækka orðum í föstum orðasamböndum Meira
11. janúar 2025 | Pistlar | 411 orð | 1 mynd

Grænland, Ísland og heimskautafriðurinn

Donald J. Trump komst í heimsfréttirnar á dögunum þegar hann gaf í skyn að beita mætti vopnum til að ná Grænlandi undir yfirráð Bandaríkjanna. Trump hefur áður, í fyrri forsetatíð sinni, sagst vera til í að kaupa Grænland Meira
11. janúar 2025 | Pistlar | 775 orð

Grænlandsstjórn lítur í vestur

Grænlendingar vilja eiga nánara samstarf við ríkisstjórnir og þjóðþing í Norður-Ameríku, þar á meðal sérstaklega Alaska-ríki. Þá hafa þeir áhuga á auknum samskiptum við Íslendinga. Meira
11. janúar 2025 | Aðsent efni | 498 orð | 1 mynd

Húsnæðisskortur

Óljóst er hvaða gagn er af því gífurlega magni hönnunargagna sem nú er skylda til að leggja fram vegna framkvæmda. Meira
11. janúar 2025 | Aðsent efni | 388 orð | 1 mynd

Íslenska lífeyrissjóðakerfið er í fremstu röð

Miklu máli skiptir að eignir séu ávaxtaðar samkvæmt fjárfestingarstefnu þannig að hægt sé að mæta framtíðarskuldbindingum. Meira
11. janúar 2025 | Aðsent efni | 786 orð | 1 mynd

Kommentakerfi ríkisstjórnarinnar

Óhætt er að segja að mikilvægasta aðgerðin til að taka á vöxtum og verðbólgu felist í stórtækum aðgerðum í húsnæðimálum. Meira
11. janúar 2025 | Pistlar | 545 orð | 2 myndir

Robert Hübner var sterkasti skákmaður Þjóðverja

Fyrir um tveimur mánuðum kom inn á háskólabókasafnið í Cambridge ungur hálfsköllóttur Þjóðverji með fremur tjásulegt skegg og þykk gleraugu. Hann bað um að fá að líta á gömul handrit, svokölluð Michelides-handrit, og þegar starfsmaður safnsins hafði … Meira
11. janúar 2025 | Aðsent efni | 224 orð

Strandveiðar og hvalveiðar

Menn geta eflaust stutt strandveiðar og hafnað hvalveiðum af tilfinningaástæðum, en þeir geta ekki fært nein frambærileg fræðileg rök fyrir því. Kvótakerfið íslenska er hagkvæmasta lausnin, sem enn hefur fundist á „samnýtingarbölinu“… Meira
11. janúar 2025 | Aðsent efni | 790 orð | 1 mynd

Upprifjun um þúsaldarvandann

Við yfirferð á hinum ýmsu tölvuforritum Seðlabankans vegna þúsaldarvandans fundust a.m.k. 90 forritsaðgerðir sem þurfti að lagfæra og breyta. Meira

Minningargreinar

11. janúar 2025 | Minningargreinar | 1082 orð | 1 mynd

Bjarni Þjóðleifsson

Bjarni Þjóðleifsson fæddist 29. janúar 1939. Hann lést 30. desember 2024. Útför hans fór fram 10. janúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2025 | Minningargreinar | 907 orð | 1 mynd

Bjarnþór Haraldur Sverrisson (Baddó)

Bjarnþór Haraldur Sverrisson (Baddó) fæddist 3. september 1957. Hann lést 17. desember 2024. Útför hans fór fram 10. janúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2025 | Minningargreinar | 863 orð | 1 mynd

Bragi Andrésson

Bragi Andrésson fæddist á Saurum í Hraunhreppi 4. apríl 1949. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 3. janúar 2025. Foreldrar Braga voru Andrés Guðmundsson (1900-1985) og Lilja Finnsdóttir (1905-1998), bændur á Saurum Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2025 | Minningargreinar | 894 orð | 1 mynd

Guðjón Sigurður Guðbjartsson

Guðjón Sigurður Guðbjartsson fæddist í Efri-Húsum í Önundarfirði 26. október 1937. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 23. desember 2024. Foreldrar Guðjóns voru Guðbjartur Sigurður Guðjónsson, f. 2. febrúar 1904, d Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2025 | Minningargreinar | 1069 orð | 1 mynd

Hörður Rúnar Úlfarsson

Hörður Rúnar Úlfarsson fæddist 3. júní 1966. Hann lést 12. desember 2024. Útför hans fór fram 10. janúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2025 | Minningargreinar | 3576 orð | 1 mynd

Ólafur Ólafsson

Ólafur Ólafsson fæddist 5. maí 1924 í Syðstu-Mörk undir Vestur-Eyjafjöllum. Hann lést 24. desember 2024 á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Foreldrar Ólafs voru hjónin Ólafur Ólafsson bóndi í Syðstu-Mörk, f Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2025 | Minningargreinar | 814 orð | 1 mynd

Ólafur Viggó Sigurbergsson

Ólafur Viggó Sigurbergsson fæddist 4. ágúst 1943. Hann lést 30. desember 2024. Útför fór fram 10. janúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2025 | Minningargreinar | 2486 orð | 1 mynd

Ragnar Páll Bjarnason

Ragnar Páll Bjarnason fæddist á Blönduósi 3. febrúar 1950. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi 4. janúar 2025. Foreldrar Ragnars voru Bjarni Jónsson, f. 1906, d. 1990, og Jófríður Kristjánsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2025 | Minningargreinar | 1695 orð | 1 mynd

Ragnhildur Björg Erlendsdóttir

Ragnhildur Björg Erlendsdóttir fæddist á Jarðlangsstöðum á Mýrum 14. apríl 1931. Hún lést á Hrafnistu 24. desember 2024. Foreldrar hennar voru Auður Finnbogadóttir, f. 1904, d. 1985, og Erlendur Jónsson, f Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2025 | Minningargreinar | 507 orð | 1 mynd

Rannveig Jónsdóttir

Rannveig Jónsdóttir fæddist 8. júní 1935. Hún lést 21. desember 2024. Rannveig var jarðsungin 9. janúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2025 | Minningargreinar | 433 orð | 1 mynd

Sigurveig Sæunn Steindórsdóttir

Sigurveig Sæunn Steindórsdóttir fæddist 11. maí 1940. Hún lést 23. júlí 2024. Útför hennar fór framm 9. ágúst 2024. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

11. janúar 2025 | Daglegt líf | 1039 orð | 5 myndir

Allt hófst með tannpínu í Kólumbíu

Þetta á allt upphaf sitt í því að ég kynntist gömlum mexíkóskum manni í Kólumbíu fyrir um áratug. Þá hafði ég verið að ferðast um víða veröld í nokkur ár og var orðin blönk, svo ég var að vinna á hosteli í Kólumbíu, og þar fékk ég tannpínu Meira

Fastir þættir

11. janúar 2025 | Í dag | 314 orð

Af völlum, rugli og gátu

Fyrst er það rugl dagsins eftir Jón Jens Kristjánsson: Er Sigfinnur setti upp tærnar settu margir í brýrnar samt vor' ei ástæður ærnar aftur á móti kýrnar. Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi: Oft með fiski orðið sá, uppnefni á feitum Meira
11. janúar 2025 | Í dag | 59 orð

„Ég miskunnaði mig yfir betlarann og gaf honum smápening.“…

„Ég miskunnaði mig yfir betlarann og gaf honum smápening.“ Hægt er að hæla sér af þessu með ýmsu orðalagi, t.d. aumka sig yfir hann en þó ekki „líkna sér“ yfir hann og ekki „líkna sig“ heldur Meira
11. janúar 2025 | Í dag | 1085 orð | 2 myndir

Gefur út bók í tilefni af afmælinu

Tómas Guðbjartsson er fæddur 11. janúar 1965 í Reykjavík. Hann bjó fyrstu æviárin á Grenimel 29 en flutti þriggja ára á Grenimel 41, þar sem hann býr enn. „Ég var prakkari og átti til að koma mér í bobba, en námið sóttist vel þrátt fyrir „Tómt-mas“ í kennslutímum Meira
11. janúar 2025 | Dagbók | 117 orð | 1 mynd

Græna helstirnið í Breiðholti, flugrekstur og eldgosaspá

Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar. Í þættinum er leitað svara við því hvað í ósköpunum gerðist í Árskógum og varð til… Meira
11. janúar 2025 | Í dag | 1008 orð | 1 mynd

Messur

ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta sunnudag kl. 11. ÁSKIRKJA | Messa kl. 13. Séra Ursula Árnadóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn Meira
11. janúar 2025 | Í dag | 169 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. e3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bb5 Rxc3 7. bxc3 Bd6 8. d4 Df6 9. 0-0 0-0 10. He1 h6 11. a4 a6 12. Bd3 He8 13. Rd2 Bf5 14. Bxf5 Dxf5 15. d5 Ra5 16. e4 Dd7 17. Rf1 c6 18. Re3 cxd5 19 Meira
11. janúar 2025 | Í dag | 183 orð

Taktskipti V-Enginn

Norður ♠ 6 ♥ ÁD93 ♦ ÁD86 ♣ ÁG73 Vestur ♠ Á1097432 ♥ 5 ♦ G9 ♣ K102 Austur ♠ DG5 ♥ G102 ♦ 107 ♣ 98654 Suður ♠ K8 ♥ K8764 ♦ K5432 ♣ D Suður spilar 6♥ Meira
11. janúar 2025 | Í dag | 282 orð | 1 mynd

Vignir Skæringsson

50 ára Vignir býr í Vestmannaeyjum og er þar fæddur og uppalinn. Hann starfar sem hvalaþjálfari hjá fyrirtækinu Sea Life Trust sem rekur griðastað fyrir tvo mjaldra, systurnar Litlu-Grá og Litlu-Hvít, í Klettsvík og í innilaug Meira
11. janúar 2025 | Dagbók | 97 orð | 1 mynd

Villi Neto fórnaði mottunni

Leikarinn Villi Neto hefur vakið athygli á TikTok eftir að hafa rakað af sér sína einkennandi mottu fyrir hlutverk í leikritinu Ungfrú Ísland. „Það er eins gott að Ungfrú Ísland verði gott leikrit því ég þurfti að raka af mér mottuna fyrir það,“… Meira
11. janúar 2025 | Árnað heilla | 192 orð | 1 mynd

Örn Steinsen

Örn Steinsen fæddist 11. janúar 1940 í Reykjavík. Foreldrar Arnar voru Vilhelm Steinsen, f. 1903, d. 1992, og Kristensa Marta Sigurgeirsdóttir, f. 1906, d. 1982. Örn vann hjá Flugfélagi Íslands, hóf fyrst störf þar 1961 Meira

Íþróttir

11. janúar 2025 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Brann bauð Frey samning

Norska knattspyrnufélagið Brann hefur boðið Frey Alexanderssyni starf sem þjálfari karlaliðs félagsins. Staðarmiðillinn Bergens Tidende greindi frá í gær. Freyr ræddi við félagið í vikunni og heillaði forráðamenn þess Meira
11. janúar 2025 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Erfitt verkefni Valskvenna á Spáni

Íslands- og bikarmeistarar Vals verða ekki með sitt sterkasta lið gegn Málaga Costa del Sol í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handknattleik sem fram fer á Spáni í dag Meira
11. janúar 2025 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Galdur keyptur til Horsens

Galdur Guðmundsson, 18 ára sóknarmaður úr U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu, hefur samið við danska félagið Horsens til þriggja ára. Horsens kaupir hann af FC Köbenhavn en þar hefur Galdur leikið með unglingaliðum í hálft þriðja ár Meira
11. janúar 2025 | Íþróttir | 356 orð | 1 mynd

Gott svar og Stjörnumenn aftur á toppinn

Stjarnan fór aftur upp í toppsæti úrvalsdeildar karla í körfubolta er liðið sigraði KR á heimavelli sínum í Garðabæ í gærkvöldi er 13. umferðinni lauk með tveimur leikjum. Urðu lokatölur 94:86. Stjarnan tapaði óvænt fyrir Val á útivelli í síðustu… Meira
11. janúar 2025 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Hilmir samdi við Viking í Noregi

Hilmir Rafn Mikaelsson, framherji 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Viking frá Stavanger. Hann hefur verið á mála hjá Venezia á Ítalíu frá 2022 og lék þar einn leik í… Meira
11. janúar 2025 | Íþróttir | 820 orð | 2 myndir

Höfum engu að tapa

„Þessir leikir leggjast mjög vel í mig og við erum allar mjög spenntar,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður kvennaliðs Hauka í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið. Hafnfirðingar mæta Galychanka Lviv frá Úkraínu í 16-liða… Meira
11. janúar 2025 | Íþróttir | 241 orð | 2 myndir

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson hefur samið við KA um að leika…

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson hefur samið við KA um að leika áfram með liðinu í Bestu deildinni á komandi tímabili. Viðar kom til Akureyrar eftir tíu ár erlendis fyrir síðasta tímabil og skoraði sex mörk í 22 leikjum í deildinni, öll í síðustu tólf umferðunum Meira
11. janúar 2025 | Íþróttir | 557 orð | 2 myndir

Margar góðar tilfinningar

„Þetta var frábær upplifun og öll umgjörðin í kringum mótið var upp á tíu. Það var heiður að vera fulltrúi Íslands og heimsálfunnar,“ sagði kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson í samtali við Morgunblaðið Meira
11. janúar 2025 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Missir af leiknum gegn Íslandi

Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, leikmaður Gróttu, verður væntan­lega ekki í liði Grænhöfðaeyja þegar það mætir Íslandi í fyrsta leik HM karla í handknattleik í Zagreb næsta fimmtudag. Hafsteinn var í 18 manna hópi Grænhöfðaeyja sem fór til Zagreb… Meira

Sunnudagsblað

11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 121 orð | 1 mynd

Alls ekki við hæfi barna

Fyrirlestur Randy Blythe, söngvari bandaríska málmbandsins Lamb of God, hefur varað menn við að taka börnin sín með á fyrirlestraröð sem hann er að hrinda af stokkunum í tilefni af útgáfu sjálfsævisögu sinnar, Just Beyond the Light, sem kemur út 18 Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 20 orð

Aþena 5…

Aþena 5 ára Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 1444 orð | 1 mynd

„Þú þarft að sofa, borða og æfa!“

Við þurfum að lyfta og enn meira þegar við eldumst, því við verðum að halda vöðvamassa og styrk. Um leið og þú ferð að missa vöðvamassa, ferðu að síga saman. Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 368 orð | 6 myndir

Bók sem breytti heimsmynd minni

Þegar ég var barn vissi ég ekkert betra en að hverfa inn í heim skáldsögunnar. Sem barn las ég eingöngu skáldsögur en eftir að ég varð fullorðin hefur áhugi minn á tegundum bókmennta breikkað og nú finnst mér skemmtilegast að lesa sitt á hvað skáldsögur og fræðirit Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 103 orð | 1 mynd

Bridget snýr aftur

Dagbók Bridget okkar Jones er ekki af baki dottin og í febrúar snýr hún aftur í fjórðu kvikmyndinni sem byggist á skáldsögum Helenar Fielding, Bridget Jones: Mad About the Boy. Nú er Bridget (Renée Zellweger) orðin ekkja, eftir fráfall Marks (sem… Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 43 orð

Dagný er orðin unglingur og því hafa margar nýjar tilfinningar bæst við…

Dagný er orðin unglingur og því hafa margar nýjar tilfinningar bæst við stjórnborðið. Tilfinningarnar þurfa að læra að vinna saman til að hjálpa Dagnýju og hvetja hana áfram. En hver skyldi vera mikilvægasta tilfinningin í breytingaferlinu sem unglingsárin hafa í för með sér? Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 622 orð | 7 myndir

Fangaði hinn innri kraft

Ég trúi því að það sé minnihlutinn sem fái jörðina til að snúast, ekki meirihlutinn. Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 129 orð | 1 mynd

Fékk ógleymanlega gjöf frá Íslandi

Ali Mauricio frá Níkaragva segist hafa fengið ógleymanlega gjöf frá Íslandi rétt áður en hann steig fæti til jarðar – norðurljósin! Myndir sem hann tók á leiðinni til landsins, fyrir rúmri viku, þar sem hann var enn í flugvélinni, hafa fengið yfir 31 þúsund læk á samfélagsmiðlum Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 176 orð | 1 mynd

Fyrir skítadjöfulslúsanápening

„Mér lízt ekkert á framtíðina – og þó, það getur rætzt úr,“ sagði Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, þegar Slagsíðan í Morgunblaðinu, sem fjallaði um tónlist, bað hann að horfa fram veginn í ársbyrjun 1975 Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 380 orð | 1 mynd

Fyrirtæki með hjarta

Hvað er KVAN? Við erum menntunar- og þjálfunarfyrirtæki og bjóðum upp á námskeið, þjálfun, fræðslu og fyrirlestra fyrir einstaklinga, skóla, stofnanir, fyrirtæki, fagfólk, foreldra og börn. Einnig erum við með sérlausnir eins og að halda starfsdaga… Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 2684 orð | 3 myndir

Hefði mjög gjarnan viljað hitta hann

Ég hefði mjög gjarnan viljað hitta hann og jafnvel ganga með honum eins og eina 1. maí-göngu. Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 971 orð | 1 mynd

Líður að leiðarlokum

Jólin voru ekki einu sinni úti þegar bera fór á auglýsingum um fyrstu þorrablótin og það sem þar er maulað. Þorri gengur í garð annan fimmtudag. Kurr er í hestamönnum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem ekki má lengur bera tað á tún, heldur koma því til… Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 558 orð | 4 myndir

Mitt framlag til umræðunnar

Margt sem við gerum er vanhugsað, ranghugsað eða ekkert hugsað. Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 86 orð | 1 mynd

Nýir lögguþættir úr smiðju Wolfs

Löggur Áhugafólk um lögguþætti ætti að fá eitthvað fyrir sinn snúð á Amazon Prime Video en þar er nú að finna nýjan myndaflokk, On Call, úr smiðju Dicks Wolfs, mannsins á bak við Law and Order og Law and Order: SVU Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 860 orð | 2 myndir

Óðir hundar og vín á vatnskrönum

En vel á minnst. Kranana þarf að hafa svo hátt frá gólfi að börn nái ekki til þeirra. Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 67 orð | 1 mynd

Rannsakar Lockerbie-harmleikinn

Hryðjuverk Sjónvarp Símans Premium hefur hafið sýningar á myndaflokknum Lockerbie: A Search for Truth. Colin Firth fer þar með hlutverk læknisins Jims Swires sem hóf upp á sitt eindæmi rannsókn á atvikinu þegar flugvél Pan Am sprakk í loft upp yfir skoska bænum Lockerbie rétt fyrir jólin 1988 Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 124 orð | 1 mynd

Rödd ársins 2025

„Enginn á þessi verðlaun meira skilið en Chappell Roan. Hún er áhugaverðasti listamaðurinn seinustu tólf mánuðina og verður nú listamaður ársins 2025,“ sagði Jack Saunders, umsjónarmaður þáttarins New Music Show á BBC Radio 1, en nefnd… Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 974 orð | 3 myndir

Talaðu ensku – eða deyðu!

Spurt er um textabrot: You come into this country You can't get real jobs Boats and boats and boats of you Go home you fuckin' slobs Selling hot dogs on the corner Selling papers in the street Pushing, pulling, digging, sweating Where you… Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 689 orð | 1 mynd

Tímamót

Það eru spennandi tímar fram undan fyrir Sjálfstæðisflokkinn og fólk sem aðhyllist hugmyndafræðina og gildin sem flokkurinn byggir á. Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 847 orð | 1 mynd

Viðurinn sem kveikti í skóginum

Ég er ekki gaurinn sem leikur á þrjá menn og smellir boltanum síðan upp í bláhornið. Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 3383 orð | 1 mynd

Það er pólitík í öllu

En í grunninn hef ég alltaf verið jafnaðarmaður og ég vissi að nýstárlegustu hugmyndir í hagfræði eru mjög velferðarsinnaðar. Mér fannst oft umræðan hér á Íslandi mjög gamaldags og úrelt; byggð á gömlum hagfræðikenningum. Það vantaði annan strúktúr í umræðuna. Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 418 orð

Þegar amma bauð í orgíu

Þessi tjákn, ef þið eruð ekki búin að giska, merkja rass og lim, takk fyrir. Þú gætir alveg eins bara skrifað að þú sért að bjóða heim í orgíu. Meira
11. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 618 orð | 1 mynd

Þolgóður formaður kveður

Bjarni hefur sýnt aðdáunarvert þol og haldið ró í aðstæðum þar sem mjög hefur reynt á hann. Ástæða er til að bera djúpa virðingu fyrir því. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.