Greinar miðvikudaginn 15. janúar 2025

Fréttir

15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 71 orð

25 ráðnir aftur til KAPP Skagans

Tæknifyrirtækið KAPP keypti þrotabú Skagans 3X á síðasta ári. Gjaldþrot fyrirtækisins var mikið áfall fyrir atvinnulíf á Akranesi síðasta sumar en 128 misstu vinnuna. Ólafur Karl Sigurðarson aðstoðarforstjóri KAPP segir að búið sé að ráða 25… Meira
15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 462 orð

Á að koma atkvæðum rétta boðleið

Með breytingu á kosningalögum sem gekk í gildi 1. janúar 2022 var lögfest sú regla, hvað varðar atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, að því sveitarfélagi þar sem kjósandi telur sig vera á kjörskrá ber að taka við atkvæði viðkomandi og koma því rétta boðleið Meira
15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 1202 orð | 1 mynd

„Þetta er okkar öflugasta eldstöð“

„Þetta er merkur atburður, þessi skjálftavirkni núna er meiri en við höfum séð svona í daglegum rekstri Bárðarbungu,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið um öfluga… Meira
15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Bíll á nefinu í Breiðholti

Karlmaður misskildi aðstæður í umferðinni í gær með þeim afleiðingum að hann ók bifreið sinni ofan í skurð á Breiðholtsbraut. Bíllinn hafnaði á nefinu og kalla þurfti til kranabíl til þess að hífa upp bílinn Meira
15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 204 orð

Borgarfulltrúar biðjast lausnar

Þrír borgarfulltrúar, sem kjörnir voru á Alþingi í nýliðnum kosningum, biðjast lausnar frá störfum í borgarstjórn á næstu dögum og vikum. Það er þó eilítið mismunandi. Fundur verður haldinn í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar á föstudag, en þangað… Meira
15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Hákon skoraði í bikarsigri Lille

Hákon Arnar Haraldsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði mark Lille í gærkvöld þegar liðið sló Marseille út í 32-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar á útivelli. Hákon kom Lille yfir með marki á 68 Meira
15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Hlynur sýnir niðurstöður rannsókna á möguleikum gervigreindar

Myndlistarmaðurinn Hlynur Helgason opnar sýninguna Alls engin þekking föstudaginn 17. janúar kl. 17.30 í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Verkin á sýningunni eru í tilkynningu sögð vera ný röð bláprenta frá þessu ári, „niðurstöður rannsókna á möguleikum gervigreindar í myndgerð“ Meira
15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Kaupin umhugsunarverð

Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga segir í samtali við ViðskiptaMoggann að nokkrir angar séu á umræðunni um kaup Landsbankans á TM. „Í mínum huga er enginn vafi á því að eignarhald Landsbankans á TM mun hafa áhrif á samkeppnisumhverfið,“ … Meira
15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Kvikmyndamiðstöð þjóni öllum

Kvikmyndamiðstöð Íslands (KMÍ) hafnar því að litið sé niður á gamanmyndir þegar kemur að úthlutun styrkja til kvikmyndaverkefna. Gísli Snær Erlingsson forstöðumaður segir Kvikmyndamiðstöðina þjóna öllum Meira
15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Kvikusöfnun heldur áfram

Aflögunargögn sýna að kvika heldur áfram að safnast fyrir undir Svartsengi á Reykjanesskaga. Land rís þar enn. Haldi kvikusöfnun áfram á sama hraða verða tólf milljónir rúmmetra af kviku undir Svartsengi í lok þessa mánaðar, eða í byrjun febrúar Meira
15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Lokaundirbúningur landsliðsins fyrir átökin í Zagreb

Karlalandsliðið í handknattleik leggur nú lokahönd á undirbúning sinn fyrir heimsmeistaramótið sem hófst í gær. Fyrsti leikur Íslands er annað kvöld klukkan 19.30 þegar liðið mætir Grænhöfðaeyjum í Zagreb, höfuðborg Króatíu Meira
15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Margir sýna Silfursmáranum áhuga

Páll V. Bjarnason, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Heimum, segir félagið í viðræðum við nokkra aðila um leigu á rýmum í nýbyggingunni Silfursmára 12. „Þetta er spennandi verkefni og það er mikill áhugi á því,“ segir Páll Meira
15. janúar 2025 | Fréttaskýringar | 460 orð | 1 mynd

Meirihluti á skrá innflytjendur frá 2023

Innflytjendum hefur fjölgað mikið hér á landi á umliðnum árum og atvinnuþátttaka þeirra, allt að fjórðungur starfandi, hefur verið sú hæsta í ríkjum OECD, ekki síst vegna skorts á vinnuafli í greinum á borð við byggingariðnað og ferðaþjónustu Meira
15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 486 orð | 2 myndir

Rannsókn hafin á Súðavíkurflóðunum

„Við erum á upphafsstigum verkefnisins. Það þarf að byrja á að skoða málið og afla gagna, átta sig á því hvar þau gögn er að finna og svo að kynna sér þau. Svo vindur þessu fram eins og gögn og rannsóknarefni gefa tilefni til,“ segir… Meira
15. janúar 2025 | Erlendar fréttir | 573 orð | 1 mynd

Rauð viðvörun vegna vinda í Los Angeles

Rauð viðvörun var í gildi fyrir megnið af suðurhluta Kaliforníuríkis í gær þar sem öflugir og hlýir vindar blésu af fjöllum. Var slökkvilið Los Angeles og nágrennis í viðbragðsstöðu vegna vindanna, þar sem óttast var að þeir gætu aftur ýtt undir… Meira
15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Reiðubúnir í samstarf á Kárhóli

He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, segir viðhorf Carrin F. Patman, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, til samstarfs Íslands og Kína hafa vakið athygli. Þá segir hann Kínverja opna fyrir samstarfi við fleiri ríki í rannsóknastöðinni á Kárhóli Meira
15. janúar 2025 | Erlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Skýrsla saksóknara gefin út

Jack Smith, sérstakur saksóknari í málum Trumps Bandaríkjaforseta, segir að sönnunargögn sín hefðu nægt til þess að tryggja sakfellingu gegn Trump fyrir tilraun til kosningasvika. Svo segir í skýrslu Smiths um mál hans á hendur Trump vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna 6 Meira
15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 974 orð | 2 myndir

Staldrar við ummæli sendiherrans

He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, segir Íslendinga ekki hafa neina ástæðu til að tortryggja áhuga kínverskra stjórnvalda á auknu samstarfi við Íslendinga. Tilefnið er að Carrin F. Patman, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sagði í… Meira
15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 478 orð | 2 myndir

Tónlistarhátíð á Sólarkaffi Ísfirðinga

Ísfirðingafélagið fagnar 80 ára afmæli í ár og af því tilefni verður árlegt Sólarkaffi með breyttu sniði, þar sem áhersla verður lögð á tónlist að vestan, en veislan verður í Gamla bíói í Reykjavík laugardagskvöldið 1 Meira
15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 423 orð

Tæpur hálfur milljarður í ýmsan kostnað þingmanna

Alls voru þingmönnum utan Reykjavíkurkjördæmanna og Suðvesturkjördæmis greiddar 138,7 milljónir króna í húsnæðis- og dvalarkostnað á síðasta kjörtímabili, en 25 þingmenn fengu þessar greiðslur á grundvelli reglna Alþingis um þingfararkostnað Meira
15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Veggjalúsin er orðin faraldur

„Það má líkja þessu við faraldur sem hefur staðið yfir í eitt ár. Fyrir ári fór ég einu sinni í viku í útkall út af veggjalús en í dag er ég kallaður út fimm til sjö sinnum í viku,“ segir Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir hjá Meindýraeyði Íslands Meira
15. janúar 2025 | Erlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Vopnahlésviðræður á lokastigi

Stjórnvöld í Katar sögðu í gær að viðræður um vopnahlé í átökunum á Gasasvæðinu væru nú á lokastigi og að þau væru vongóð um að samkomulag gæti náðst „mjög bráðlega“. Katar, Bandaríkin og Egyptaland hafa haft milligöngu um… Meira
15. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Völdum þjóðhöfðingjum boðið

Donald Trump verður svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn 20. janúar í innsetningarathöfn við þinghúsið í Washington D.C. Verður Trump 47. forseti landsins og tekur við af Joe Biden, sem hefur verið í embætti undangengin fjögur ár Meira

Ritstjórnargreinar

15. janúar 2025 | Staksteinar | 196 orð | 1 mynd

Eldar af óvæntum mannavöldum?

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður skrifar um eldana í Los Angeles sem engu eiri. „Ótrúleg vandamál koma upp í slökkvistarfi m.a. vantar vatn á brunahana. LA er ekki landlukt, þess vegna er með ólíkindum að það skuli skorta vatn til… Meira
15. janúar 2025 | Leiðarar | 673 orð

Ógn og usli í höfunum

Eftir því sem Rússum verður gert erfiðara fyrir að valda usla í Eystrasalti verður líklegra að þeir leiti veikra bletta annars staðar Meira

Menning

15. janúar 2025 | Menningarlíf | 195 orð | 1 mynd

Grófar ásakanir á hendur Neil Gaiman

Hópur kvenna hefur sakað metsöluhöfundinn Neil Gaiman um að hafa brotið á þeim kynferðislega. Þær stigu fram í viðtali í New York Magazine. Í frétt Variety um málið kemur fram að í júlí á liðnu ári hefði Tortoise Media greint frá því í… Meira
15. janúar 2025 | Fjölmiðlar | 216 orð | 1 mynd

Perrineu finnur ekki leiðina heim

Framboðið af sjónvarpsþáttaröðum hefur aldrei verið meira og hörð er samkeppnin um áskrifendur að hinum ýmsu veitum. Sjónvarp Símans tekur þátt í þeim slag og meðal efnis sem þar er boðið upp á eru þættirnir From, eða Frá Meira
15. janúar 2025 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Seinka aftur tilnefningum til Óskarsins

Hróflað hefur verið við dagsetningum í aðdraganda Óskarsverðlaunanna í annað sinn vegna hinna miklu elda sem geisa enn í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem verðlaunahátíðin fer fram á ári hverju. Miðillinn The Hollywood Reporter greinir frá því að … Meira
15. janúar 2025 | Menningarlíf | 962 orð | 1 mynd

Sé aldrei þyngd eða aldur á fólki

Við upptökur á plötunni Fermented Friendship í Norðurljósum Hörpu vorið 2023 ríkti góður andi en öll ljós voru slökkt að undanskildum ljóstírum gamalla lampa á miðju gólfinu. Rökkrið umlukti Magnús Jóhann Ragnarsson og Óskar Guðjónsson og fangaði vel anda tónlistarinnar Meira
15. janúar 2025 | Tónlist | 475 orð | 2 myndir

Soli Deo Gloria (Guði einum sé dýrð)

Harpa Jólaóratórían ★★★★★ Tónlist: Johann Sebastian Bach. Texti: Biblíuvers, sálmaerindi og frumsaminn texti (sennilega eftir Christian Friedrich Henrici). Einsöngvarar: Herdís Anna Jónasdóttir (sópran), Alex Potter (kontratenór), Benedikt Kristjánsson (tenór) og Jónas Kristinsson (bassi). Kórar: Mótettukórinn og Schola Cantorum. Hljómsveit: Alþjóðlega barokksveitin í Reykjavík. Konsertsmeistari: Tuomo Suni. Stjórnandi: Benedikt Kristjánsson. Lokatónleikar Listvinafélagsins í Reykjavík í Eldborg Hörpu sunnudaginn 29. desember 2024. Meira

Umræðan

15. janúar 2025 | Pistlar | 380 orð | 1 mynd

Ferðaþjónusta í forgrunni

Það er við hæfi að fyrsta opinbera ræða mín sem atvinnuvegaráðherra í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var við opnun ferðaþjónustuvikunnar 2025. Með breytingum á skiptingu starfa ráðherra sem fylgdu stjórnarskiptunum… Meira
15. janúar 2025 | Aðsent efni | 759 orð | 1 mynd

Hvernig koma má í veg fyrir að skipulag gangi

Mistökin þurfa að verða til þess að vinnuferlið verði bætt. Búum til sérstakan hagsmunagæsluaðila almennings. Meira
15. janúar 2025 | Aðsent efni | 47 orð | 1 mynd

Röng mynd

Þau leiðu mistök urðu við vinnslu blaðsins í gær, þriðjudaginn 14. janúar, að með grein eftir Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing, undir fyrirsögninni „Svar við umfjöllun um takmarkað aðgengi“, var birt mynd af alnöfnu hennar og starfssystur Meira
15. janúar 2025 | Aðsent efni | 582 orð | 1 mynd

Skipulagsmál í ógöngum

Það er dapurlegt að horfa upp á þau vandræði sem borgaryfirvöld hafa komið sér í varðandi nokkur skipulagsmál í borginni. Meira

Minningargreinar

15. janúar 2025 | Minningargreinar | 2354 orð | 1 mynd

Dýrleif Hallgríms

Dýrleif Hallgríms fæddist í Reykjavík 16. maí 1923. Hún lést á Hrafnistu 26. desember 2024. Foreldrar hennar voru Guðrún Sesselja Einarsdóttir, f. 27.10. 1889, d. 23.7. 1941, og Hallgrímur Tómasson, f Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2025 | Minningargreinar | 985 orð | 1 mynd

Grétar Sigurbjörnsson

Grétar Sigurbjörnsson fæddist í Sandgerði 9. mars 1959. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 2. janúar 2025. Foreldrar Grétars eru hjónin Sigurbjörn Jónsson, f. 1907, d. 1987, og Inga Guðlaug Helgadóttir, f Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2025 | Minningargreinar | 362 orð | 1 mynd

Hafliði Jóhann Ásgrímsson

Hafliði Jóhann Ásgrímsson fæddist 15. janúar 1959. Hann lést 6. ágúst 2024. Útför fór fram í kyrrþey í Fossvogskapellu 19. ágúst 2024. Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2025 | Minningargreinar | 1138 orð | 1 mynd

Jóhanna Sesselja Albertsdóttir

Jóhanna Sesselja Albertsdóttir fæddist 20. júní 1939 í Bæ, Trékyllisvík í Árneshreppi í Strandasýslu. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 21. desember 2024. Foreldrar Jóhönnu voru Albert Valgeirsson frá Norðurfirði, f Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2025 | Minningargrein á mbl.is | 1351 orð | 1 mynd | ókeypis

Sigfús Eiríksson

Sigfús Eiríksson fædd­ist á Meist­ara­völl­um í Reykja­vík 7. maí 1947. Hann lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi 21. desember 2024. Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2025 | Minningargreinar | 2644 orð | 1 mynd

Sigfús Eiríksson

Sigfús Eiríksson fæddist á Meistaravöllum í Reykjavík 7. maí 1947. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. desember 2024. Foreldrar Sigfúsar voru hjónin Una Eyjólfsdóttir, f. 4. febrúar 1925, d. 6 Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2025 | Minningargreinar | 1435 orð | 1 mynd

Svanur Hvítaness Halldórsson

Svanur Hvítaness Halldórsson leigubílstjóri fæddist í Reykjavík 1. mars 1935. Hann lést á hjúkrunarheimilinu í Boðaþingi í Kópavogi 18. desember 2024. Foreldrar hans voru hjónin Svava Jónsdóttir húsfreyja frá Geitavík á Borgarfirði eystra, f Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2025 | Minningargreinar | 1451 orð | 1 mynd

Valur Leonhard Valdimarsson

Valur Leonhard Valdimarsson fæddist 22. júlí 1950 í Reykjavík. Hann lést á Landspítalanum 26. desember 2024. Foreldrar hans voru Guðrún Dagbjört Björnsdóttir húsmóðir, f. 1916 í Reykjavík, d. 2008 og Valdimar Árni Leonhardsson bifvélavirki, f Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

15. janúar 2025 | Í dag | 228 orð

Af viti, kjafti og fótbolta

Ólafur Ingimarsson lýsir því sem margir fótboltaáhugamenn kannast við: Fótboltinn er heljar hark af honum vil ei missa. Alltaf skulu skora mark ef skýst ég fram að pissa. Fía á Sandi eða Hólmfríður Bjartmarsdóttir kastar fram: Oft er vit í orðin… Meira
15. janúar 2025 | Í dag | 224 orð | 1 mynd

Árný Huld Haraldsdóttir

40 ára Árný Huld er fædd og uppalin á Hólmavík. Hún lauk stúdentsprófi af viðskiptabraut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Að því loknu stundaði hún nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað, Ferðamálaskólann og Flugskóla Íslands Meira
15. janúar 2025 | Dagbók | 89 orð | 1 mynd

Ekki bara söngkona

Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og pródúsent með meiru, hefur fengið nóg af því að vera kölluð „söngkonan Hildur“ í fjölmiðlum. Í færslu sem hún deildi á samfélagsmiðlum bendir hún á að hún sé líka pródúsent, laga- og… Meira
15. janúar 2025 | Í dag | 181 orð

Hvergi smeykur N-NS

Norður ♠ G7632 ♥ 1076 ♦ Á ♣ ÁG95 Vestur ♠ ÁD1094 ♥ 5 ♦ 1085 ♣ D762 Austur ♠ 5 ♥ ÁD8432 ♦ 964 ♣ K43 Suður ♠ K8 ♥ KG9 ♦ KDG732 ♣ 108 Suður spilar 3G redobluð Meira
15. janúar 2025 | Í dag | 944 orð | 2 myndir

Líflegur fjölskyldumaður og gæfusamur stjórnandi

Kjartan Örn Sigurðsson fæddist 15. janúar 1975 í Reykjavík og ólst upp í Seljahverfinu. Frá níu ára aldri og fram á unglingsár dvaldi Kjartan á sumrin á Hvítanesi í Skilmannahreppi, þar sem hann starfaði sem vinnumaður hjá hjónunum Margréti Magnúsdóttur og Marinó Tryggvasyni Meira
15. janúar 2025 | Í dag | 56 orð

Orðasambandið e-ð fer í skrúfuna merkir bókstaflega: veiðarfærin flækjast…

Orðasambandið e-ð fer í skrúfuna merkir bókstaflega: veiðarfærin flækjast í skrúfuna og vélin stoppar. Óbein merking: e-ð kemur sér illa, fer úr böndum, veldur stoppi, er um hálfrar aldar gömul Meira
15. janúar 2025 | Dagbók | 23 orð | 1 mynd

Seðlabankinn taki allt með í reikninginn

Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, og Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka ræða um efnahagshorfur, vaxtalækkanir og ríkisfjármálin í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Meira
15. janúar 2025 | Í dag | 139 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp í undanrásum heimsmeistaramótsins í opnum flokki í hraðskák sem fór fram í New York í Bandaríkunum hinn 30. desember síðastliðinn. Magnus Carlsen (2.890) svart, lék síðast 48 Meira

Íþróttir

15. janúar 2025 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Allir nema Aron klárir í slaginn í fyrsta leik heimsmeistaramótsins

Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði í Zapresic-höllinni í vesturhluta Zagreb, höfuðborgar Króatíu, í gærkvöldi en liðið undirbýr sig nú af krafti fyrir fyrsta leik lokamóts HM gegn Grænhöfðaeyjum annað kvöld Meira
15. janúar 2025 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Atli Þór kominn í raðir Víkinga

Knattspyrnumaðurinn Atli Þór Jónasson er genginn til liðs við Víking í Reykjavík sem hefur gengið frá kaupum á honum frá HK. Atli er 22 ára framherji sem kom til HK frá Hamri í Hveragerði fyrir tveimur árum og skoraði á síðasta tímabili sjö mörk í… Meira
15. janúar 2025 | Íþróttir | 205 orð | 2 myndir

Botnliðin nálægt sigrum

Jafnræði liðanna í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á þessu tímabili sást vel í gærkvöld þegar botnliðin Aþena og Grindavík voru afar nærri því að vinna óvænta sigra gegn Njarðvík og Keflavík í fjórtándu umferð deildarinnar Grindavík mætti til… Meira
15. janúar 2025 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Fá ekki að æfa í keppnishöllinni

Íslenska karlalandsliðið í handbolta fær ekki að æfa í keppnishöllinni í Zagreb Arena í dag, einum degi fyrir fyrsta leik á HM, eins og tíðkast á stórmótum. Þess í stað fær liðið að æfa í tveimur minni sölum í Zagreb, öðrum snemma morguns og hinum síðdegis Meira
15. janúar 2025 | Íþróttir | 273 orð | 1 mynd

Forest hélt einu stigi

Liverpool er áfram með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir jafntefli gegn Nottingham Forest, 1:1, í toppslag liðanna á City Ground í Nottingham í gærkvöld. Framganga Forest í vetur hefur verið gríðarlega óvænt og… Meira
15. janúar 2025 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Hafsteinn mætir Íslandi í Zagreb

Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha leikmaður Gróttu var í gær tekinn á ný inn í landslið Grænhöfðaeyja fyrir heimsmeistaramótið í handbolta. Hann mætir því Íslandi í fyrstu umferðinni í Zagreb annað kvöld Meira
15. janúar 2025 | Íþróttir | 366 orð | 2 myndir

Knattspyrnukonan Ásdís Karen Halldórsdóttir skrifaði í gær undir samning…

Knattspyrnukonan Ásdís Karen Halldórsdóttir skrifaði í gær undir samning til hálfs þriðja árs, til sumarsins 2027, við spænska félagið Madrid CFF sem kaupir hana af Lilleström í Noregi Meira
15. janúar 2025 | Íþróttir | 622 orð | 2 myndir

Mesti heiður sem til er

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson verður með fyrirliðabandið í fyrstu leikjum Íslands á HM í handbolta í fjarveru Arons Pálmarssonar sem er meiddur. Elliði, sem leikur með Gummersbach í Þýskalandi, var í fyrsta skipti með bandið í vináttuleikjunum við Svíþjóð í undirbúningi fyrir HM Meira
15. janúar 2025 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

Yfirburðir hjá Dönum og Frökkum

Heimsmeistarar Dana og Evrópumeistarar Frakka höfðu mikla yfirburði í fyrstu leikjum sínum á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í gærkvöld. Danir völtuðu yfir Alsír, 47:22, í Herning þar sem Mathias Gidsel skoraði tíu mörk, Emil Jakobsen átta og Simon Pytlik sjö Meira

Viðskiptablað

15. janúar 2025 | Viðskiptablað | 1008 orð | 2 myndir

David Léclapart er engum öðrum líkur

Ég var á milli verkefna í Reims í september síðastliðnum og var á rölti um borgina. Það gekk á með skúrum en veðrið var milt eins og vera ber á þessum tíma árs. Stemningin var hins vegar allt annars eðlis enda uppskerutíminn í hádegisstað Meira
15. janúar 2025 | Viðskiptablað | 1145 orð | 1 mynd

Eignarhald TM skekkir markaðinn

Skagi, sem er móðurfélag tryggingafélagsins VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og Íslenskra verðbréfa, hefur verið í miklu umbreytingarferli í kjölfar sameiningar VÍS og Fossa, sem lauk í október 2023. Um síðastliðin áramót lauk formlega flutningi tryggingarekstrar í dótturfélagið VÍS tryggingar hf Meira
15. janúar 2025 | Viðskiptablað | 1117 orð | 1 mynd

Hvaða vitleysu ertu að lesa?

Eins og oft er raunin með fólk sem öðlast heimsfrægð er ísraelski sagnfræðingurinn Yuval Harari ekki öllum að skapi, og hafa langar greinar verið skrifaðar um að bækur hans séu fullar af rangfærslum Meira
15. janúar 2025 | Viðskiptablað | 512 orð | 1 mynd

Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki

” Góð langtímauppbygging vörumerkis eykur líkur á því að fyrirtæki og stofnanir lendi ekki í krísu. Meira
15. janúar 2025 | Viðskiptablað | 535 orð | 1 mynd

Leiðin til bættra lífskjara

” Til þess að markmiði um hallalausan ríkisrekstur verði náð er mikilvægt að saman fari markvissar aðgerðir sem auka hagkvæmni í rekstri ríkisins og efling verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Meira
15. janúar 2025 | Viðskiptablað | 381 orð | 1 mynd

Mannabreytingar og skýr skilaboð

Tilkynnt var í vikunni að Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, sem sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis og er skráð á hlutabréfamarkað, hefði hætt störfum. Hann hefur verið starfsmaður félagsins frá upphafi árið 2002 Meira
15. janúar 2025 | Viðskiptablað | 2368 orð | 1 mynd

Metnaðarfull vaxtarmarkmið næstu 2-3 ár

“Bransinn er mjög dýnamískur og áþreifanlegur, sem á vel við mig. Meira
15. janúar 2025 | Viðskiptablað | 849 orð | 1 mynd

Mikil samkeppni um tíma kvenna

Andrea Róbertsdóttir hefur vakið athygli fyrir öfluga innkomu sem framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Áður gegndi hún stöðu stjórnanda í fjarskiptum, fjölmiðlum og hefur leitt fyrirtæki og stofnanir í gegnum breytingar svo fátt eitt sé nefnt Meira
15. janúar 2025 | Viðskiptablað | 561 orð | 1 mynd

Rannsókn og þróun úr landi vegna skatta

Skattadagur Viðskiptaráðs og Deloitte var haldinn í Silfurbergi í Hörpu í gær. Meðal fyrirlesara var Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Nox Medical og formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins. Erindið sem Ingvar hélt bar yfirskriftina… Meira
15. janúar 2025 | Viðskiptablað | 56 orð

Ríkið slælega rekið

Sérfræðingar hjá ríkinu segjast upplifa að ekki sé hlustað á sjónarmið þeirra um aukið hagræði í ríkisrekstri, þrátt fyrir að hafa góða yfirsýn yfir starfsemi stofnana. Þetta má lesa úr niðurstöðum könnunar sem stéttarfélagið Viska gerði nýlega á… Meira
15. janúar 2025 | Viðskiptablað | 360 orð | 1 mynd

Seðlabankinn taki allt með í reikninginn

Seðlabankinn kemur til með að taka allt með í reikninginn við næstu vaxtaákvörðun, þar á meðal horfur er varða ríkisfjármálin. Þetta segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum í viðskiptahluta Dagmála en hún var þar gestur… Meira
15. janúar 2025 | Viðskiptablað | 406 orð | 1 mynd

Stöðugleikaregla kynnt á vormánuðum

Hafsteinn Hauksson aðalhagfræðingur Kviku segir í samtali við ViðskiptaMoggann að hann meti það svo að óvissan í ríkisfjármálum sé ekki endilega meiri en venjulega. Hann telur óvíst hvort staðan í ríkisfjármálum komi til álita við vaxtaákvörðun; verðbólguhorfur og verðbólguvæntingar muni vega þyngra Meira
15. janúar 2025 | Viðskiptablað | 64 orð | 1 mynd

Tjónið yfir 730 milljarðar kr.

Samkvæmt Reuters gera bráðabirgðaútreikningar ráð fyrir að tjón og efnahagsleg áhrif af völdum skógareldanna sem geisa í Kaliforníu fari yfir 50 milljarða dollara (um 730 milljarða ISK). Eldarnir eru þeir verstu sem hafa brotist út í Kaliforníuríki í marga áratugi Meira
15. janúar 2025 | Viðskiptablað | 99 orð

Vegna fréttar um Skel og meint samráð apóteka

Í frétt ViðskiptaMoggans í síðustu viku var fjallað um meint samráð Lyfjavals og Lyfja og heilsu, en ESA framkvæmdi húsleit í fyrirtækjunum vegna gruns um markaðsskiptingu fyrirtækjanna tveggja í verslunarkjörnum í Mjódd og Glæsibæ Meira
15. janúar 2025 | Viðskiptablað | 255 orð | 1 mynd

Vildu ekki verja of miklum tíma í þjálfun

Tæknifyrirtækið KAPP keypti þrotabú Skagans 3X á síðasta ári. Gjaldþrot fyrirtækisins var mikið áfall fyrir atvinnulíf á Akranesi síðasta sumar en 128 misstu vinnuna. Ólafur Karl Sigurðarson, nýráðinn aðstoðarforstjóri KAPP, segir að búið sé að ráða … Meira
15. janúar 2025 | Viðskiptablað | 231 orð | 1 mynd

Vill ekki endurvekja ÍL-sjóðsfrumvarpið

„Frumvarpið fór fyrir þingið í byrjun síðasta árs og dagaði svo uppi í fyrravor. Frumvarpið var aftur sett á dagskrá í haust og dagaði aftur uppi þegar þing var rofið og boðað var til kosninga.“ Þetta segir Óttar Guðjónsson,… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.