„Íslendingafélagið í Los Angeles hefur verið starfrækt í mörg ár, en starfsemin datt svolítið niður í kórónuveirufaraldrinum,“ segir Agla Friðjónsdóttir sem er formaður félagsins í dag ásamt Tönju Ólafíu Gylfadóttur
Meira
„Þannig stóð á að Jón J. Víðis, sem var nú í þjónustu Vegagerðarinnar í rúmlega hálfa öld, var móðurbróðir minn,“ segir Jakob Hálfdanarson tæknifræðingur í samtali við mbl.is. Jakob er horfinn inn í sólskin eftirlaunaáranna, en man…
Meira
„Við fjölskyldan erum alveg á mörkum þess að hafa þurft að rýma, en við búum hérna í Woodland Hills sem er alveg við eldsvæðið norðan megin,“ segir Agla Friðjónsdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum í Los Angeles með tveimur börnum, eins árs og fjögurra ára gömlum
Meira
„Það var enginn sem tók utan um þau, engin stofnun, aðeins einstaklingar úti í bæ. Systir mín var með hálfan tanngarðinn brotinn, axlarbrotin, viðbeinsbrotin og öxlin slitin, sinar og annað, en fékk enga eftirfylgni eftir að komið var…
Meira
Herra Hnetusmjör heldur í fyrsta sinn tónleika í fullri lengd í Hljómahöll en þeir fara fram í Stapa föstudaginn 14. febrúar klukkan 21. Segir í tilkynningu að um sé að ræða útgáfutónleika fyrir plötuna Legend í Leiknum þar sem helstu lög plötunnar verði tekin í bland við stærstu lög ferilsins
Meira
Íslendingar ættu að efla og rækta tengsl sín við Grænlendinga, sína næstu nágranna. Í því felast margvísleg tækifæri fyrir báðar þjóðir, ekki síst nú þegar augu heimsins beinast þangað og Grænlendingar færast óðum nær sjálfstæði
Meira
Uppi eru áform um að hefja framleiðslu vetnis og byggingu vetnisáfyllingarstöðvar við hlið tengivirkis Landsnets og dreifistöðvar Veitna við Korpu í Reykjavík, en ætlunin er að nýta vetnið sem eldsneyti fyrir samgöngur
Meira
„Landskjörstjórn telur brýnt að endurskoða með heildstæðum hætti framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér heima og erlendis, sérstaklega með það í huga að gera hana skilvirkari og öruggari í framkvæmd.“ Svo segir í umsögn…
Meira
„Ég man þetta mjög skýrt og hef alltaf getað lýst þessum aðstæðum þegar ég hef verið spurð út í atvikið. Þessi dagur 16. janúar er enn rosalega erfiður þótt ég sé orðin fullorðinn. Þennan dag tölum við í fjölskyldunni um þessa atburði þótt…
Meira
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur ákveðið að skoða búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi í víðu samhengi og stendur sú vinna yfir. Í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur fram að þetta hafi verið ákveðið…
Meira
„Mér fannst það mjög áhugavert þegar ný ríkisstjórn ákvað að leita til almennings um tillögur til sparnaðar í íslenska þjóðfélaginu, og ekki síst að ætlunin væri að nota gervigreind til að greina gögnin,“ segir Hjörtur Sigurðsson…
Meira
Þorsteinn Þorsteinsson, formaður björgunarsveitarinnar Heiðars á Varmalandi í Borgarfirði, segist aldrei hafa lent í öðru eins útkalli og í fyrrinótt þegar bjarga þurfti ferðamönnum sem voru á toppi bíls sem var á bólakafi við Kattarhrygg við hringveginn
Meira
Brúin yfir Ferjuskotssíki í Borgarfirði féll í gærmorgun vegna mikilla vatnavaxta, stuttu eftir að íbúi á svæðinu keyrði yfir hana til vinnu. Hvítárvallavegi við Ferjukotssíki var lokað í kjölfarið. Heiða Dís Fjeldsted, íbúi í Ferjukoti, segir í…
Meira
„Vonandi koma þeir að borðinu með eitthvað sem hægt er að nota. Við erum búin að standa í þessu samtali í 14 mánuði,“ segir Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS)
Meira
Skiltin í gluggum veitingahúsa og verslana í miðbæ Reykjavíkur eru flest hver á ensku, eins og hjá American Bar þar sem Sam frændi er í öndvegi. Þar er þó ekki herkvaðning heldur tilboð á barnum. Þó eru enn uppi skilti á íslensku eins jólaboðskapurinn ber vel með sér.
Meira
Landsnet endurgreiðir sex raforkuframleiðendum samtals um þrjá milljarða króna vegna svokallaðs innmötunargjalds, þar af Landsvirkjun 2,4 milljarða. Gjaldið var hluti af flutningsgjöldum Landsnets og var lagt á í byrjun árs 2022
Meira
Páll Andrés Andrésson hefur verið á fullu í félagsmálum í yfir 50 ár og ekki sér fyrir endann á því nema síður sé. Hann ræktar sköpunarhæfileikana með hópi manna þrisvar í viku og heldur utan um mánaðarlega kaffifundi Aðdáendaklúbbs Loftleiða auk annarra félagsstarfa
Meira
„Við erum búin að vera með öndina í hálsinum og höfum varla sofið í marga daga út af ástandinu,“ segir Agla Friðjónsdóttir, formaður Íslendingafélagsins í Los Angeles, sem býr í hverfinu Woodland Hills, rétt við gróðureldana sem geisað hafa í borginni undanfarið
Meira
Samninganefndir kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga sendu ríkissáttasemjara sameiginlega beiðni á þriðjudag þar sem óskað var eftir fundi í kjaraviðræðum þeirra í gær. Viðræðuhlé hafði staðið yfir frá því á föstudag og…
Meira
„Við fundum jafn mikið til og aðrir í þjóðfélaginu. Hjartað sló með allri þjóðinni,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sem ásamt fleirum frá Morgunblaðinu tók sér far með varðskipinu Tý til Súðavíkur í janúar 1995
Meira
Talsverður hlaupórói mældist á skjálftamælum við Grímsvötn í gær og ágerðist þegar leið á daginn. Er það mat sérfræðinga Veðurstofu Íslands að jökulhlaupið sem hófst á mánudag nálgist nú hámarksrennsli
Meira
Jóna Þórey Pétursdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Jóna Þórey er lögmaður og hefur starfað hjá Rétti lögmannsstofu frá árinu 2022 og einkum sinnt málum á sviði umhverfis- og eignaréttar
Meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sem Orkustofnun veitti, þar sem Umhverfisstofnun sé ekki kleift að veita heimild fyrir breytingu á vatnshloti. Landsvirkjun segir að dómurinn bendi til þess að við…
Meira
Þótt heimsmeistaramót karla í handbolta hafi staðið yfir í tvo daga telja Íslendingar það hefjast í kvöld. Klukkan 19.30 hefst viðureign Íslands og Grænhöfðaeyja í Zagreb í Króatíu en á undan, klukkan 17, mætast hin tvö liðin í G-riðli keppninnar, Slóvenía og Kúba
Meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt virkjunarleyfi sem Orkustofnun veitti Landsvirkjun í fyrra til þess að reisa Hvammsvirkjun. Forstjóri Landsvirkjunar segir dóminn setja allar nýjar vatnsaflsvirkjanir í uppnám
Meira
Miklar annir eru fram undan hjá Bjarka en íslenska kokkalandsliðið er að hefja undirbúning fyrir næstu keppni, heimsmeistaramótið í matreiðslu sem fram fer árið 2026. Í tilefni þessa deila kokkarnir í landsliðinu girnilegum uppskriftum með lesendum en fyrstur var fyrirliðinn Ísak Aron Jóhannsson
Meira
Húsarústir og bílflök blasa við vegfarendum í Altadena, skammt norðan Los Angeles, en svæðið varð illa úti í Eaton-gróðureldinum. Óttast var enn í gær að gróðureldarnir í Los Angeles og nágrenni gætu blossað upp að nýju þar sem Santa Ana-vindarnir svonefndu létu til sín taka
Meira
Sala á þorrabjór hefst í Vínbúðunum í dag, rúmri viku fyrir bóndadag þegar þorrinn gengur í garð. Þetta árið verða 22 tegundir þorrabjórs í sölu auk þess sem eina tegund þorrabrennivíns er þar einnig að finna
Meira
Rússar gerðu stóra loftárás á orkuiðnað Úkraínu í fyrrinótt og gærmorgun. Skutu Rússar rúmlega 40 eldflaugum á skotmörk víða um Úkraínu, auk þess sem þeir sendu rúmlega 70 sjálfseyðingardróna til árása á landið
Meira
Samninganefndir Ísraels og Hamas-hryðjuverkasamtakanna náðu í gærkvöldi samningum um tímabundið vopnahlé og lausn 33 gísla í haldi hryðjuverkasamtakanna Hamas. Ísrael mun láta úr haldi palestínska fanga í ísraelskum fangelsum
Meira
Komur skemmtiferðaskipa/farþegaskipa til Reykjavíkur í sumar eru áætlaðar 238 en sumarið 2024 voru þær 259. Hins vegar er farþegafjöldinn svipaður og í fyrra en skiptifarþegaum fjölgar verulega. Fækkun í komum farþegaskipa má fyrst og fremst rekja…
Meira
Reykjavíkurborg og uppbyggingaraðilar vinna nú að tillögum um breytingar á húsinu að Álfabakka 2 vegna harðrar gagnrýni sem upp kom þegar húsið reis með miklum hraða. Einnig hefur borgarstjóri boðað samráð og samvinnu við Búseta og íbúa í nágrenni hússins
Meira
Trausti Eiríksson, sölustjóri hjá tæknifyrirtækinu OK, segir í samtali við Morgunblaðið að ósamþykkt gervigreind, svokölluð skuggagervigreind, geti verið varasöm og aukið líkur á tölvuárásum. Skuggagervigreind er gervigreind sem starfsfólk í…
Meira
Rétt 30 ár eru í dag, 16. janúar, frá því að snjóflóð féll á Súðavík við Ísafjarðardjúp með þeim afleiðingum að fjórtán létu lífið, þar af átta börn en tólf komust lífs af. Snjóflóðið, sem var um tvö hundruð metra breitt, hreif með sér fimmtán hús í …
Meira
Framkvæmdir vegna byggingar nýrrar brúar yfir Ölfusá og færslu hringvegar (1) út fyrir þéttbýlið á Selfossi hófust seint á síðasta ári. Unnið hefur verið við jarðvegsrannsóknir fyrir undirstöður brúarinnar, aðstöðusköpun og jarðvegsskipti í vegstæði …
Meira
Flutningi á handritunum úr Árnagarði við Suðurgötu í Reykjavík í Eddu – hús íslenskunnar lauk í gær. Starfsfólk Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum bar út, undir lögregluvernd, þá tvo dýrgripi sem eftir voru í húsinu, þ.e
Meira
Geitdalsá verður stífluð í farvegi sínum og vatni veitt í sjö kílómetra langri pípu að stöðvarhúsinu. Síðan mun allt vatn sem fer í gegnum stöðvarhúsið skila sér aftur í ána örlítið neðar,“ segir Skírnir Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Arctic Hydro hf
Meira
Jóna Hlíf Halldórsdóttir myndlistarkona bar sigur úr býtum í samkeppni um loft undir skyggni við aðalinngang Sjávarútvegshússins á Skúlagötu 4. Undanfarin misseri hafa staðið yfir umfangsmiklar endurbætur á húsinu
Meira
Forseti Suður-Kóreu, Yoon Suk-yeol, var handtekinn í gærmorgun vegna tilraunar sinnar til þess að víkja þingi landsins frá með herlögum. Yoon sætir nú ákæru fyrir uppreisn vegna herlaganna, en hann hefur neitað að viðurkenna að handtökuskipunin sé lögmæt
Meira
„Fólk er brjálað og heimtar sinn þorramat. Við erum því á fullu að setja í trog. Og svo tökum við forskot á sæluna með fyrstu blótunum um helgina. Það verður helvíti gaman að þessu,“ segir Jóhannes Stefánsson veitingamaður í Múlakaffi
Meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur skipað Þórarin G. Pétursson í embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu til fimm ára frá og með deginum í gær. Sjö sóttu um embættið en einn dró umsókn sína til baka
Meira
Nú á mánudag fer innsetning Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta fram með pomp og prakt í höfuðborg Bandaríkjanna. Auk listamanna á borð við Carrie Underwood, Village People og Kid Rock er þangað boðið ýmsu öðru stórmenni, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í gær
Meira
Snertifletirnir eru orðnir fleiri, þessar hugsanir inn í alls kyns anga amerískrar menningar eru orðnar dýpri þannig að jaðrar við þráhyggju eiginlega.
Meira
Kvikmyndin Conclave hlýtur flestar tilnefningar til Bafta-verðlaunanna í ár, tólf talsins, en Emilia Pérez fylgir fast á hæla hennar með 11 tilnefningar
Meira
Árið 2024 var fullt af ótrúlegum og skrítnum uppákomum sem gripu athygli landsmanna. Fréttir af tvíförum, tilraunum til að öðlast eilífa æsku og óvæntum uppákomum voru á meðal þess sem fékk fólk til að staldra við
Meira
Efnið á Netflix er mjög misjafnt að gæðum, megnið B-myndir, of mikið af C-myndum, en lítið af úrvalsefni, þó auðvitað sé það til og líka gullmolar úr fortíð ef vel er að gáð. Því er enn ánægjulegra að sjá þar nýtt efni í fremstu röð, en það á við um …
Meira
Málverkið Sjálfsmynd og kyrralíf keypti Listaverkasjóður Amalie Engilberts árið 2016. Málverk Þórdísar Aðalsteinsdóttur birta frásagnir af persónum hversdagsins, oftast innan veggja heimilisins. Sviðsetningin er knöpp og sjónarhornið óvænt og…
Meira
„Að gera leiksýningu upp úr skáldsögu er dálítið eins og þýðingarvinna því maður er að þýða úr einu tungumáli yfir á annað. Nú er komið meira en ár síðan við Bjarni Jónsson hófumst handa við leikgerðina og það var áskorun að finna leið til þess að…
Meira
Austurríski óperuleikstjórinn Otto Schenk er látinn, 94 ára að aldri. The New York Times greinir frá en í yfirlýsingu á vefsíðu Vínaróperunnar er haft eftir framkvæmdastjóra hennar, Bogdan Roscic, að Schenk hafi haft einstakt lag á að miðla…
Meira
Myndlistarmaðurinn Hallgrímur Árnason opnar sýningu sína Ró & æði í Listvali á morgun, föstudaginn 17. janúar, klukkan 17-19. Í tilkynningu segir að málverk Hallgríms verði til í marglaga ferli þar sem hreyfing, tilviljanir og tími spili lykilhlutverk
Meira
Samsýningin Veðrun á verkum félaga í FÍSL, Félagi íslenskra samtímaljósmyndara, verður opnuð á morgun, föstudaginn 17. janúar, kl. 17 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025 sem stendur til 26
Meira
Samsýning ljósmyndaranna Hrafns Hólmfríðarsonar og Þórsteins Svanhildarsonar, sem ber heitið Sitt hvorum megin við sama borð, verður opnuð á laugardaginn, 18. janúar, kl. 16 í Gallery Porti
Meira
Ný sýning, sem ber heitið Sjónarvottur, verður opnuð á morgun, föstudaginn 17. janúar, kl. 18 í BERG Contemporary. Hún samanstendur af nýjum ljósmyndaverkum eftir þær Hallgerði Hallgrímsdóttur og Ninu Zurier
Meira
Fram undan eru bjartari tímar með betri færð og betri skóm. Skótískan þetta árið er fjölbreytt en það sem stendur upp úr er að gömlu góðu klossarnir eru komnir aftur eftir tíu ára „fjarveru“ úr tískuheiminum
Meira
Framtíðarsýn Hönnunarsjóðs hefur nú litið dagsins ljós þar sem lagt er til að sjóðurinn verði stækkaður verulega. Segir í tilkynningu að með því að stækka og efla Hönnunarsjóð veiti stjórnvöld kröftugri grasrót og fyrirtækjum mikilvægt súrefni, og um leið tækifæri til að vaxa og eflast hraðar
Meira
Vatnið er viðfangsefni Guðrúnar Önnu Matthíasdóttur í ljósmyndun um þessar mundir en sýning hennar H2O – Litir vatnsins stendur nú yfir í Borgarbókasafninu, Spönginni
Meira
Kling & Bang Else ★★★★½ Sýning á verkum Joes Keys. Sýningin stendur til 9. febrúar og er opin miðvikudag til sunnudags kl. 12-18.
Meira
Samvinnuhugsjónin á rætur að rekja til Bretlands árið 1844 og barst til Íslands á 19. öld. Grunnhugmyndin er einföld: með sameiginlegu átaki ná menn lengra en í einangruðum verkefnum. Þetta viðhorf hefur aldrei verið mikilvægara en nú í krefjandi alþjóðlegu samhengi
Meira
Árni Grétar Jóhannesson fæddist 6. desember 1983 á Patreksfirði. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut 4. janúar 2025. Foreldrar Árna Grétars voru Kristín Ólafsdóttir, verkalýðsformaður á Tálknafirði, f
MeiraKaupa minningabók
Áslaug Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1955. Hún lést á Landakotsspítala 5. janúar 2025. Hún var dóttir Kristins Tómassonar frá Vallnatúni, f. 11. maí 1920, d. 14. ágúst 2016, og Hólmfríðar Kristínar Jensdóttur frá Bíldudal, f
MeiraKaupa minningabók
Emil Valsson fæddist í Reykjavík 21. júní 1975. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Fossvogi 27. desember 2024. Foreldrar Emils voru Valur Emilsson verslunarmaður frá Keflavík, f. 26. október 1947, d
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Lárusson fæddist á Kvennhóli í Klofningshreppi í Dalasýslu 9. mars 1930. Hann lést á heimili sínu 3. janúar 2025. Foreldrar hans voru Lárus Daníelsson, f. 1901, d. 1985, og Guðný Nikolína Einarsdóttir, f
MeiraKaupa minningabók
Halldór Marteinn Hjartarson fæddist í Bæ við Steingrímsfjörð 15. maí 1930. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 29. desember 2024. Foreldrar Halldórs voru Guðrún Ottósdóttir húsfreyja, f. 14.12. 1899, d
MeiraKaupa minningabók
Karl Gústaf Smith fæddist í Reykjavík 2. september 1942. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. desember 2024. Hann var frumburður hjónanna Gunnars Smith verslunarmanns, f. 15.10. 1908, d
MeiraKaupa minningabók
Kristín Söfn Helgadóttir fæddist á LSH 9. nóvember 1943. Hún lést á krabbameinsdeild 11EG 7. janúar 2025. Foreldrar hennar voru Sigríður Einarsdóttir, f. 17.9. 1922, d. 12.9. 1997 og Helgi Filippusson, f
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Magnús Ólafsson fæddist 15. júní 1959 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Hveragerði 31. desember 2024. Foreldrar hans voru Ólafur Markús Ólafsson menntaskólakennari og Anna Christine Hansen tónlistarkennari
MeiraKaupa minningabók
Símon Ingi Kjærnested fæddist 18. febrúar 1945 í Reykjavík. Hann lést 9. janúar 2025 á Landspítalanum í Fossvogi, í faðmi fjölskyldunnar. Símon var sonur þeirra Guðmundar Kjærnested skipherra, f. 29
MeiraKaupa minningabók
Steinunn Stefánsdóttir fæddist 2. júní 1938 í Reykjavík. Hún lést á Droplaugarstöðum 21. desember 2024. Foreldrar hennar voru Stefán Ögmundsson prentari, f. 22. júlí 1909, d. 3. apríl 1989, og Elín Guðmundsdóttir, f
MeiraKaupa minningabók
Fiskistofa gerir ráð fyrir að stofnuninni berist kærur vegna útreiknaðrar hlutdeildar útgerða í tengslum við kvótasetningu grásleppuveiða. Ekki liggur fyrir hvers eðlis kærurnar verða en líkur eru á að útgerðir geri athugasemdir við viðmiðin að baki útreikningunum
Meira
„Við erum bara mjög glöð að fá þessa 48 daga, það er það sem við erum búin að berjast fyrir. Við erum bara bjartsýn á að þetta gangi upp. Ég hef enga ástæðu til að halda annað en að ríkisstjórnin sé að vinna í þessu af fullum heilindum,“ …
Meira
Samkvæmt greiningu ráðgjafarfyrirtækisins MM-Logik virðist sem innlend skipafélög hafi síðastliðin þrjú ár kippt úr sambandi formúlu sem tengir olíuverð í Hollandi við umhverfisgjöld. Forsaga málsins er að skipafélög leggja annars vegar svonefnt BAF-gjald (e
Meira
Samkvæmt nýrri greiningu aðalhagfræðings Kviku banka, Hafsteins Haukssonar, er gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs lækki um 0,1% í janúarmælingu Hagstofunnar 30. janúar næstkomandi. Jafnframt gerir Hafsteinn ráð fyrir að ársverðbólga haldist óbreytt í 4,8%
Meira
Tónlist, ljóðalestur og gamanmál eru samofin á svonefndri Magnúsarvöku sem verður í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit í Borgarfirði nk. laugardagskvöld, 18. janúar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir
Meira
Gervigreind, sem er eitt af mest spennandi málum samtímans, verður í deiglunni á hátíð sem efnt er til í Háskólanum í Reykjavík og hefst á morgun, föstudag. Dagskráin hefst á ráðstefnu í fyrramálið en svo tekur við kynning með tölvuleikjasmiðju…
Meira
Hvað getur maður sagt við þá sem vilja ýja að e-u: tæpa á, impra á, gefa í skyn, minnast á, með í-i – „ía“? Annað en það að allar orðabækur séu á móti því? Að undantekinni Íslenskri orðsifjabók, sem þeir vita vonandi ekki af:…
Meira
Jón Jens Kristjánsson bregður á leik í limrum: Kaupmennska Friðjóns fag er en feill sem hann gerir í dag er að tönglast þar æ á Til eru fræ samt á hann þau ekki á lager. Ragnar er sjóinn rær um reyrði sig jafnan með snærum uns komst í þau fjandi á kútter frá Sandi og klippti í tvennt með skærum
Meira
40 ára Bergþóra Snæbjörnsdóttir ólst upp á Úlfljótsvatni í Grafningi og gekk í Ljósafossskóla alla sína grunnskólagöngu. Hún var ári á undan í skóla og flutti fimmtán ára til móðurömmu sinnar og -afa sem voru búsett á Selfossi svo hún gæti byrjað í Fjölbrautaskólanum þar
Meira
„Maður heldur að maður sé búinn að lifa allt, en þá er þetta bara rétt að byrja,“ sagði Margrét Hrafnsdóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona, búsett í Los Angeles, um gróðureldana sem hafa valdið hamförum þar síðustu daga
Meira
Sigríður Jónsdóttir fæddist 16. janúar 1950 í Reykjavík. „Við fluttum til Danmerkur 1951 vegna framhaldsnáms föður, bjuggum m.a. í Álaborg og Hróarskeldu, fluttum þaðan til Svíþjóðar, áður en siglt var heim með Gullfossi 1957
Meira
Bakvörður dagsins er oftast góður í að stilla væntingum í hóf þegar kemur að íþróttum. Hann hefur lært að það er besta leiðin til að verða ekki fyrir miklum vonbrigðum þegar á móti blæs. Sú væntingastjórnun er aðeins erfiðari á HM karla í handbolta…
Meira
Portúgalski handknattleiksmaðurinn Miguel Martins verður ekki með landsliði þjóðar sinnar á HM í Króatíu, Danmörku og Noregi eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Þetta tilkynnti félagslið hans Aalborg en hinn 27 ára gamli Martins er lykilmaður í portúgalska landsliðinu
Meira
Jón Erik Sigurðsson, landsliðsmaður í alpagreinum, hefur komist á verðlaunapall á tveimur FIS-mótum á Ítalíu á síðustu dögum. Á sunnudaginn varð Jón Erik annar á stórsvigsmóti og fékk 43,73 FIS-punkta
Meira
Mikael Anderson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við danska félagið AGF til þriggja ára. Mikael, sem er 26 ára, hefur leikið með AGF frá 2021 en talið var líklegt að hann færi til félags í sterkari deild eftir góða frammistöðu í Danmörku undanfarin ár
Meira
Lið Grænhöfðaeyja mætir til leiks á heimsmeistaramótinu í handbolta með það að markmiði að endurtaka leikinn frá HM 2023, sem er að komast áfram úr riðlinum og í milliriðil mótsins. „Við erum aðeins í þriðja skipti á HM en höfum góða leikmenn og mikinn metnað
Meira
Hollenska knattspyrnufélagið Sparta frá Rotterdam hefur fengið sóknarmanninn Nökkva Þey Þórisson lánaðan frá St. Louis City í bandarísku MLS-deildinni út þetta tímabil. Sparta er í 16. sæti af 18 liðum í hollensku úrvalsdeildinni
Meira
Hafsteinn Óli Ramos ætlar ekki að syngja íslenska þjóðsönginn fyrir leik Íslands og Grænhöfðaeyja á heimsmeistaramótinu í handbolta í Zagreb í kvöld. Hafsteinn er í fyrsta sinn í hópi Grænhöfðeyinga á stórmóti en hann lék áður með yngri landsliðum Íslands og spilar með Gróttu í úrvalsdeildinni
Meira
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hefur keppni á heimsmeistaramótinu í kvöld klukkan 19.30 þegar það mætir liði Grænhöfðaeyja í fyrstu umferð G-riðils í Zagreb í Króatíu. Á undan, eða klukkan 17, mætast Slóvenía og Kúba í hinum leiknum í fyrstu umferð riðilsins
Meira
Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, hefur verið að glíma við kálfameiðsli að undanförnu. Þrátt fyrir það er Aron í HM-hópnum og var stefnt á að hann byrjaði að spila með íslenska liðinu í milliriðli
Meira
Valur hefur samið við norska knattspyrnumanninn Markus Lund Nakkim um að leika með liðinu næstu tvö ár. Nakkim er 28 ára miðvörður sem kemur frá Orange County í bandarísku B-deildinni. Áður lék hann með HamKam, Mjöndalen, Viking, Strömmen og Vålerenga í heimalandinu
Meira
Sveinn Jóhannsson, leikmaður Kolstad í Noregi, var ekki í upprunalegum leikmannahópi Íslands fyrir heimsmeistaramótið í handbolta en íslenska liðið leikur sinn fyrsta leik á mótinu við Grænhöfðaeyjar í kvöld
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.