Greinar laugardaginn 25. janúar 2025

Fréttir

25. janúar 2025 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Afléttir leynd af Kennedy-skjölum

Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í fyrrakvöld að leyndarhjúpi skyldi aflétt af öllum þeim skjölum sem Bandaríkjastjórn býr yfir um morðin á Kennedy-bræðrum og Martin Luther King yngri. Trump sagði við undirritun forsetatilskipunar sinnar að… Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Afurðamet sett undir Eyjafjöllum

Kýrnar á bænum Stóru-Mörk I undir Eyjafjöllum í Rangárþingi eystra eru þær afurðahæstu á landinu. Tölur um nyt mjólkurbúa landsins á síðasta ári liggja fyrir og samkvæmt þeim var mjólkurmagn á hverja kú á bænum 9.084 kíló Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 291 orð

Allt landeldi í uppnámi

„Það eru miklu fleiri framkvæmdir sem lenda í uppnámi við þennan úrskurð […] það eru öll verkefni þar sem menn eru að hrófla við vatni og það eru bara öll verkefni sem snúa að landeldi, brúargerð, allar vatnsaflsvirkjanir, allar… Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Áhöfnin hafi brugðist rétt við

Nokkur órói skapaðist meðal hluta farþega um borð í flugvél Play síðastliðinn miðvikudag. Flugvélin var á leið frá Fuerteventura á Kanaríeyjum til Keflavíkur. Mikil ókyrrð var um miðbik flugsins, sem var rúmir fimm tímar, og fékk einn farþeganna kvíðakast Meira
25. janúar 2025 | Erlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Beðið eftir merkjum frá Trump

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær í sjónvarpsviðtali að hann væri tilbúinn til þess að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta um Úkraínustríðið. Er gert ráð fyrir að þeir muni ræðast við fljótlega, en Trump hefur lagt mikla áherslu á að samið verði um vopnahlé sem allra fyrst Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Dómurinn kom öllum í opna skjöldu

„Þessi dómur kom öllum í opna skjöldu. Við unnum allt kjörtímabilið að því að einfalda leyfisveitingarferli sem og að gera það sem í okkar valdi stóð til að undirbúningur þeirra virkjana sem Landsvirkjun var að fara í, Hvammsvirkjun og… Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Ellert B. Schram

Ellert B. Schram, fv. ritstjóri og þingmaður, lést í fyrrinótt, 85 ára að aldri. Ellert fæddist í Reykjavík 10. október 1939. Foreldrar hans voru Björgvin Schram, stórkaupmaður í Reykjavík, og Aldís Þorbjörg Brynjólfsdóttir húsmóðir Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 110 orð

Erfið veðurskilyrði ástæða banaslyss

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hefur lokið rannsókn á banaslysi þar sem fólksbifreið og tvær vörubifreiðar rákust saman á Vesturlandsvegi við Hvalfjarðarveg 16. janúar 2024. Ökumaður í fólksbifreiðinni, sjötugur karlmaður, lést í slysinu og farþegi sömu bifreiðar slasaðist illa Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Fimm lið jöfn um miðja úrvalsdeild

Fimm lið eru jöfn að stigum um miðja úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir að fjögur þeirra mættust í fimmtándu umferðinni í gærkvöld. Kristinn Pálsson var í aðalhlutverki hjá Val sem vann Keflavík á útivelli og Zarko Jukic skoraði sigurkörfu ÍR sem lagði Þór að velli í Þorlákshöfn Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Fær fimm ára leyfi frá starfi

Borgarráð hefur samþykkt beiðni Eiríks Björns Björgvinssonar um tímabundið leyfi frá starfi sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar frá og með 1. janúar 2025 í allt að fimm ár í samræmi við 1 Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Gefast ekki upp á bóndadaginn

„Þetta horfir ekki vel við og er auðvitað bara mikið áfall,“ svarar Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, inntur álits á niðurstöðum loðnumælinga sem gefa tilefni til að hugsanlega verði engar… Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Heimsmeistarar á Bridshátíð

Núverandi heimsmeistarar í sveitakeppni í brids verða meðal keppenda á tveimur alþjóðlegum bridsmótum sem haldin verða Hörpu í Reykjavík í næstu viku. Mótið WBT Masters, sem er hluti af alþjóðlegri mótaröð, hefst í Hörpu á mánudag og lýkur með úrslitaleik á fimmtudag Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 200 orð | 2 myndir

Hótelturninn nokkuð á eftir áætlun

Fyrirhugaður hótelturn á Skúlagötu 26 er farinn að teygja sig til himins og er búið að steypa bílakjallara og fyrstu hæðirnar. Kettle Collective, arkitektastofa skoska arkitektsins Tonys Kettles, fer með hönnun útlits hótelsins en fram kom í samtali … Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Hulduheimar taki á móti fleiri börnum

Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna viðbyggingar og framkvæmda á lóð leikskólans Hulduheima í Grafarvogi. Gert er ráð fyrir að hefja framkvæmdir vorið 2025 og er stefnt að því að þeim verði lokið í júní 2026 Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Ingibergur heiðraður í Vestmannaeyjum

Ingibergur Óskarsson rafvirki var heiðraður sérstaklega á samkomu í Eldheimum í Vestmannaeyjum á fimmtudagskvöld, en Ingibergur hefur undanfarinn rúman áratug safnað saman upplýsingum um alla þá sem sem flúðu frá Vestmannaeyjum nóttina sem eldgos hófst í Heimaey fyrir 52 árum Meira
25. janúar 2025 | Fréttaskýringar | 704 orð | 2 myndir

Innflytjendamál í brennidepli

Kosningabaráttan í Þýskalandi hefur harðnað mjög síðustu daga, enda er nú einungis tæpur mánuður til sambandsþingkosninganna 23. febrúar. Innflytjendamál voru þegar ofarlega á baugi í baráttunni, en hnífstunguárás í borginni Aschaffenburg í… Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Kristrún vill ekkert segja

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill ekkert segja um styrkjamál Flokks fólksins, hvorki um efnislega þætti né pólitísk áhrif þess á grundvöll ríkisstjórnarsamstarfsins, sem nú hefur varað í fimm vikur Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 471 orð | 2 myndir

Matreiðslumeistari sem snýst í mörgu

Matreiðslumeistarinn Axel Óskarsson er með marga bolta á lofti. Hann rekur ferðaskrifstofufyrirtækið I am Iceland, Bón- og bílaþvottastöðina Bíladekur, grillþjónustuna Grilldekur.is, veitingaþjónustuna hjá Golfklúbbnum Oddi í Urriðaholti og… Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Missa fólk til hins opinbera

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins (SA), segist hafa heyrt af mörgum dæmum um að fyrirtæki hafi misst starfsfólk til opinbera geirans vegna sérkjara sem þar gilda Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Móttaka í Hörpu á morgun til heiðurs Friðriki níræðum

Friðrik Ólafsson skákmeistari verður 90 ára á morgun, sunnudaginn 26. janúar. Af því tilefni tekur hann á móti gestum í salnum Eyri í Hörpu á morgun klukkan 16-19. Friðrik er fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák og var forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, á árunum 1978-82 Meira
25. janúar 2025 | Fréttaskýringar | 669 orð | 2 myndir

Ónógar birgðir í trássi við skuldbindingar

Ónógar birgðir af hveiti og korni eru í andstöðu við skuldbindingar Íslands gagnvart Atlantshafsbandalaginu (NATO), en þess er krafist að hvert aðildarríki geti tryggt íbúum sínum, og eftir atvikum hermönnum, fæðu við alvarleg atvik hvort sem það er … Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 341 orð | 3 myndir

Rannsóknir í eyju vegna brúarsmíði

Rannsóknir hófust nú í vikunni í Efri-Laugardælaeyju í Ölfusá ofan við Selfoss þar sem 60 metra hár stólpi, mikilvægt stykki í nýrri brú yfir ána, verður. Prammi var notaður til þess að ferja tækjabúnað út í eyjuna þar sem gerðar verða borholur og sýni tekin úr jarðvegi Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 664 orð | 1 mynd

Sérréttindin mikið áhyggjuefni

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins (SA), segist hafa heyrt af mörgum dæmum um að fyrirtæki hafi misst starfsfólk til opinbera geirans vegna sérkjara sem þar gilda Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 253 orð | 8 myndir

Sérsveitin hefur verið í svaka stuði

Eftir því sem leikjum íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur fjölgað á HM í Króatíu hefur stuðningsmönnum Íslands fjölgað einnig. Í riðlakeppninni voru 200-300 áhorfendur vel merktir íslensku landsliðstreyjunni en nú þegar milliriðillinn er… Meira
25. janúar 2025 | Erlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Skólum lokað á Írlandi og í Skotlandi

Stormurinn Jóvin skall í gær á Írlandi og Skotlandi og þurftu milljónir manna að halda sig heima við vegna óveðursins. Náðu vindhviður allt að 50 metrum á sekúndu, og sló Jóvin þar með áttatíu ára gamalt vindhraðamet á Írlandi Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Tónleikar og tangósýning í Borgarleikhúsinu annað kvöld kl. 20

Boðið verður upp á tangósýningu og tónleika á Nýja sviði Borgarleikhússins annað kvöld kl. 20. Þar leiða „gleðisveitin Mandólín, tangódansararnir Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya og söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir“ áhorfendur… Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 799 orð | 2 myndir

Unnið að endurgreiðslukröfum

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir Flokk fólksins ekki fá greiddan ríkisstyrk vegna ársins 2025, en styrkina ber lögum samkvæmt að greiða út fyrir 25. janúar ár hvert. Hins vegar er enn óljóst hvernig verður tekið á 240 milljóna króna… Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 697 orð | 3 myndir

Varla þverfótað fyrir Keflvíkingum

Að venju er ýmislegt um að vera í Reykjanesbæ og ekki síst í íþróttalífinu. Fyrr í mánuðinum fór fram flott athöfn í Hljómahöll þar sem kynnt var árlegt val á íþróttafólki ársins í Reykjanesbæ. Körfuboltakonan Thelma Dís Ágústsdóttir og sundmaðurinn … Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Veik von um að komast áfram eftir skell gegn Króötum

Karlalandsliðið í handknattleik á veika von um að komast í átta liða úrslitin á heimsmeistaramótinu eftir skell gegn Króötum í Zagreb í gærkvöld. Íslenska liðið mátti tapa með þriggja marka mun en Króatar náðu um skeið tíu marka forystu og sigruðu örugglega, 32:26 Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 403 orð | 1 mynd

Viðurkenningar í Garðabæ

Hafliði Kristinsson er máttarstólpi í samfélaginu í Urriðaholti sem með störfum sínum sem formaður íbúasamtaka hefur markað djúp spor í þróun og eflingu hverfisins. Þetta sagði Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ, við athöfn í vikunni þegar útnefndur var „Garðbæingurinn okkar“ Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Voru meðvituð um vanda í Maríuborg

„Við erum búin að vera með þetta mál í fanginu frá því að foreldrar komu fyrst að máli við okkur og við vorum meðvituð um að þarna væri ákveðinn vandi. Það kom inn nýr leikskólastjóri við erfiðar aðstæður og hún fær stuðning Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 380 orð

Yfir tvö þúsund liðskiptaaðgerðir

Alls voru á síðasta ári gerðar 2.019 liðskiptaaðgerðir hér á landi, þar af 1.208 á hné og 811 á mjöðm samkvæmt tölum sem embætti landlæknis hefur birt. Að auki gengust 29 einstaklingar undir slíkar aðgerðir á erlendum sjúkrahúsum á kostnað Sjúkratrygginga Íslands Meira
25. janúar 2025 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Þorrinn hafinn með gný

„Þetta byrjaði með látum í hádeginu hjá okkur í Múlakaffi með hlaðborði þar sem á annað hundrað manns mættu. Stemmningin fyrir þorranum er gríðarleg,“ sagði Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í Múlakaffi, við Morgunblaðið í gær og hafði… Meira

Ritstjórnargreinar

25. janúar 2025 | Reykjavíkurbréf | 1730 orð | 1 mynd

Ef verð ég að manni, og veiti það sá …

Blaðamaður einn sagði á leiðinni út: Trump er búinn að svara spurningum blaðamanna oftar á þessum fjórum dögum en Joe Biden gerði á tveimur árum eða lengur! Meira
25. janúar 2025 | Leiðarar | 777 orð

Skipulagsyfirgangur

Það er afleitt að borgarbúum líði eins og þeir séu afgangsstærð í borginni Meira
25. janúar 2025 | Staksteinar | 190 orð | 1 mynd

Yfirboð hins opinbera

Morgunblaðið hafði það í gær eftir forstjóra hjá stóru fyrirtæki að hann undraðist að Reykjavíkurborg skyldi geta boðið betri launakjör en stöndugt einkafyrirtæki, samhliða miklum hallarekstri borgarinnar Meira

Menning

25. janúar 2025 | Bókmenntir | 425 orð | 3 myndir

Andartakið snertir lokuð augu

Ljóð Pólstjarnan fylgir okkur heim ★★★★· Eftir Margréti Lóu Jónsdóttur. Salka, 2024. Kilja, 37 bls. Meira
25. janúar 2025 | Tónlist | 519 orð | 3 myndir

„Hvort viltu dreyma eða vakna?“

Tónlistin tikkar á raftónlistarbedda, indíblær hangir yfir og poppnef Hildar er sömuleiðis á fullu spani. Meira
25. janúar 2025 | Menningarlíf | 1182 orð | 2 myndir

„Þetta er ofurgrúppa“

Hljómsveitirnar HAM og Apparat Organ Quartet, hér eftir kölluð Apparat til styttingar, munu snúa bökum saman á tónleikum í Eldborg Hörpu föstudaginn 21. mars kl. 20. Báðar hafa notið mikilla vinsælda í árafjöld, HAM þó öllu lengur enda eldri hljómsveit og liðsmenn hennar sömuleiðis Meira
25. janúar 2025 | Menningarlíf | 111 orð | 1 mynd

Cantoque Ensemble syngur Hjálmar

Tónleikar Cantoque Ensemble, Cantoque syngur Hjálmar, á Myrkum músíkdögum í Hallgrímskirkju verða haldnir á morgun, sunnudaginn 26. janúar, klukkan 17. Tónleikarnir eru helgaðir kórtónlist Hjálmars H Meira
25. janúar 2025 | Menningarlíf | 85 orð | 1 mynd

Er þetta norður? ­ í Norræna húsinu

Samsýningin Er þetta norður? verður opnuð í Norræna húsinu í dag, laugardaginn 25. janúar. Á sýningunni er sjónum beint að því hvernig er að búa nærri heimskautsbaug. Þátttakendur eru Gunnar Jónsson, Anders Sunna, Máret Ánne Sara, Inuuteq Storch,… Meira
25. janúar 2025 | Kvikmyndir | 825 orð | 2 myndir

Gaaaaaaaaaalinn Daaaaaaaaaaalí!

Frönsk kvikmyndahátíð í Bíó Paradís Daaaaaalí! ★★★★· Leikstjórn og handrit: Quentin Dupieux. Aðalleikarar: Anaïs Demoustier, Edouard Baer, Jonathan Cohen, Gilles Lelluche, Piou Marmai og Didier Flamant. Frakkland, 2023. 79 mín. Meira
25. janúar 2025 | Menningarlíf | 76 orð | 1 mynd

Kanna hljóðheim náttúruflauta

Berglind María Tómasdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson flytja verkið Ventus ásamt flautuseptettinum viibra í Ásmundarsafni við Sigtún laugardaginn 25. janúar kl. 13, en tónleikarnir eru hluti af dagskrá Myrkra músíkdaga 2025 Meira
25. janúar 2025 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Listamannaspjall um Árin á milli

Laimonas Dom Baranauskas býður upp á spjall um sýningu sína Árin á milli, sem nú stendur yfir í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur, á morgun, sunnudaginn 26. janúar, kl. 14. Aðgangur er ókeypis Meira
25. janúar 2025 | Leiklist | 519 orð | 2 myndir

Líf kviknar, líf slokknar

Tjarnarbíó Ífigenía í Ásbrú ★★★½· Eftir Gary Owen. Þýðing: Þórey Birgisdóttir og Anna María Tómasdóttir. Leikstjóri: Anna María Tómasdóttir. Hljóðhönnun: Kristín Hrönn Jónsdóttir. Ljósahönnun: Ásta Jónína Arnardóttir. Leikari: Þórey Birgisdóttir. Frumsýnt í Tjarnarbíói fimmtudaginn 16. janúar 2025. Meira
25. janúar 2025 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Myndlistarnemar LHÍ í Skaftfelli

Samsýning þriðja árs nema af myndlistardeild Listaháskóla Íslands, tonn (1,22) og egg (60), hefur verið opnuð í Skaftfelli á Seyðisfirði. Á sýningunni má sjá afrakstur tveggja vikna dvalar á Seyðisfirði þar sem hópurinn vann að nýjum verkum með… Meira
25. janúar 2025 | Menningarlíf | 88 orð | 1 mynd

Myndræn rannsókn á byggingum

Sýning Helga Vignis Bragasonar, Kyrr lífsferill, verður opnuð í Hafnarborg í dag, laugardaginn 25. janúar, kl. 15. Hún er í tilkynningu sögð hverfast um myndræna rannsókn ljósmyndarans á byggingum og byggingarefnum Meira
25. janúar 2025 | Menningarlíf | 93 orð | 1 mynd

Nálgunin þrungin væntumþykju

Samsýningin Nánd hversdagsins var opnuð í gær í Listasafni Íslands. Sýningin samanstendur af rúmlega 60 ljósmyndum eftir þekkta alþjóðlega listamenn, þau Agnieszku Sosnowska, Joakim Eskildsen, Niall McDiarmid, Orra Jónsson og Sally Mann Meira
25. janúar 2025 | Menningarlíf | 95 orð | 1 mynd

Samsýning opnuð í Gerðarsafni

Sýningin Stara verður opnuð í Gerðarsafni í dag, laugardaginn 25. janúar, kl. 17-19. Hún er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025. Þar má finna verk eftir átta listamenn sem sagðir eru „má út skilin á milli þess hver er höfundur og hver er viðfang listaverka“ Meira
25. janúar 2025 | Fjölmiðlar | 213 orð | 1 mynd

Skerpi á skilaboðum og segi sögur

Hjá RÚV er það nánast orðið hefð í upphafi árs að sýna leiknar innlendar þáttaraðir, sem að nokkru leyti eru spegill á samtímann og söguna. Má í þessu sambandi nefna sjónvarpsseríurnar Ófærð, Verbúðina og nú síðast Vigdísi Meira
25. janúar 2025 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Stór hljóðheimur Skúla Sverrissonar

Ólöf Arnalds, Skúli Sverrisson og Davíð Þór Jónsson halda tónleika undir yfirskriftinni „Ég heyri þig hugsa“ í Salnum á morgun, 26. janúar, kl. 13.30. Eru þeir hluti af tónleikaröðinni Tíbrá Meira
25. janúar 2025 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Sýna myndlist Ástu Sigurðardóttur

Sýningin Gáðu ekki gæfunnar í spilin Myndlist Ástu Sigurðardóttur verður opnuð í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag, 25. janúar, kl. 14 Meira
25. janúar 2025 | Menningarlíf | 129 orð | 1 mynd

Þrjár sýningar í Listasafninu á Akureyri

Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri í dag, laugardaginn 25. janúar, klukkan 15. Það eru sýning Huldu Vilhjálmsdóttur Huldukona, sýning Kristjáns Guðmundssonar Átta ætinga r og sýning Þórðar Hans Baldurssonar og Þórunnar Elísabetar … Meira

Umræðan

25. janúar 2025 | Aðsent efni | 347 orð | 1 mynd

Hefjum sókn og hagræðingu í heilbrigðismálum

Í íslenskri heilbrigðisþjónustu er margt framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk og vilji til góðra verka en slök stjórnun og framtíðarsýn. Meira
25. janúar 2025 | Aðsent efni | 688 orð | 1 mynd

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Við sjálfstæðismenn höfum val um það á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að hefja strax sókn eða gera okkur í bezta falli vonir um frekari varnarsigra. Meira
25. janúar 2025 | Aðsent efni | 814 orð | 1 mynd

Hættulegt fordæmi ef látið er viðgangast

Rétt og sanngjarnt er að nýkjörnir þingmenn Alþingis ógildi kosningu Þórðar Snæs Júlíussonar. Enginn grundvöllur er til kæru slíkrar niðurstöðu. Meira
25. janúar 2025 | Aðsent efni | 155 orð | 1 mynd

Innviðabyltingin

Það er athygli vert hvað þjóðin gat framkvæmt mikið seinni hluta tuttugustu aldar, og sannar það kenningu um að landið beri aðeins vissan mannfjölda, en of mikil fólksfjölgun beri í sér kreppu. Milli 1960 og fram undir aldamót urðu mestar… Meira
25. janúar 2025 | Aðsent efni | 342 orð | 2 myndir

Lífið í ljósinu

Sólarljósið umbreytist í lifandi fæðu. Meira
25. janúar 2025 | Pistlar | 542 orð | 6 myndir

Mögnuð arfleifð Friðriks Ólafssonar

Ef ég ættti að þrjú nefna atriði er varða arfleifð Friðriks Ólafssonar, sem verður 90 ára á morgun, myndi ég nefna þetta: Þegar hann settist að tafli þá var það viðburður, sprengikrafturinn í stílnum og hversu frábær fulltrúi skáklistarinnar hann… Meira
25. janúar 2025 | Pistlar | 438 orð | 1 mynd

Róttækni kristninnar

Donald Trump sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkja Norður-Ameríku í upphafi vikunnar. Rétt eins og á Íslandi fylgir það valdaskiptum vestanhafs að ganga til kirkju og hlýða á predikun. Það kom í hlut Mariann Edgar Budde, biskups í biskupakirkjunni í Washington-borg, að messa yfir nýjum forseta Meira
25. janúar 2025 | Aðsent efni | 259 orð | 1 mynd

Rödd Íslands

Ég vona að ný ríkisstjórn láti rödd Íslands hljóma hátt og skýrt og tali fyrir friði í heiminum. Meira
25. janúar 2025 | Aðsent efni | 738 orð | 1 mynd

Sæstrengir og öryggi Íslands: Áskoranir og nauðsynlegar aðgerðir

Sæstrengir eru lífæðar Íslands. Rof þeirra gæti lamað grunnstarfsemi. Nauðsynlegt er að tryggja vernd með skýrri stefnu og fjármagni. Meira
25. janúar 2025 | Pistlar | 489 orð | 2 myndir

Tíðindi af himnum

Þorri gekk í garð í gær, föstudag í 13. viku vetrar. Árni Björnsson rekur í kafla um tímatal í 7. bindi Íslenskrar þjóðmenningar að ekki sé ljóst hvernig fornu mánuðirnir voru stilltir af í öndverðu Meira
25. janúar 2025 | Pistlar | 831 orð

Tímaskekkja að sýsla við ESB-möppur

Ísland er aldrei nefnt þegar Trump ræðir Grænland en ummæli hans sýna áhuga hans á norðurslóðum. Meira
25. janúar 2025 | Aðsent efni | 277 orð

Upphaf Íslendingasagna

Margar skýringar eru til á því að á Íslandi voru á þrettándu öld settar saman sögur sem áttu ekki sinn líka annars staðar. Hér skulu nefndar fjórar. 1) Íslendingar voru fáir og máttu sín ekki mikils Meira

Minningargreinar

25. janúar 2025 | Minningargreinar | 199 orð | 1 mynd

Árni Grétar Jóhannesson

Árni Grétar Jóhannesson fæddist 6. desember 1983. Hann lést 4. janúar 2025. Útför hans fór fram 16. janúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
25. janúar 2025 | Minningargreinar | 1124 orð | 1 mynd

Bjarni Guðmundsson

Bjarni Guðmundsson frá Bæ III fæddist í Bæ í Kaldrananeshreppi 13. janúar 1927. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 19. janúar 2025. Foreldrar Bjarna voru Guðmundur Ragnar Guðmundsson, f. 11. janúar 1900, d Meira  Kaupa minningabók
25. janúar 2025 | Minningargreinar | 427 orð | 1 mynd

Guðjón Heiðar Jónsson

Guðjón Heiðar Jónsson, vélfræðingur, fæddist 28. október 1932 í Reykjavík. Hann lést þar eftir stutt veikindi 92 ára að aldri 4. nóvember 2024. Foreldrar hans voru hjónin Auðbjörg Jónsdóttir, forstöðukona hjá Mjólkursamsölu Reykjavíkur, f Meira  Kaupa minningabók
25. janúar 2025 | Minningargreinar | 152 orð | 1 mynd

Hörður Adolphsson

Hörður Adolphsson fæddist 4. september 1933. Hann lést 1. janúar 2025. Útförin fór fram 17. janúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
25. janúar 2025 | Minningargreinar | 746 orð | 1 mynd

Sigurður Helgi Bergþórsson

Sigurður Helgi Bergþórsson fæddist á Akureyri 12. september 1956. Hann varð bráðkvaddur 10. janúar 2025. Foreldrar Sigurðar voru Bergþór Arngrímsson vélstjóri, f. 14. feb. 1925, d. 5. maí 2006, og Jónína Axelsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. janúar 2025 | Viðskiptafréttir | 323 orð | 1 mynd

Árið gæti verið fjárfestum hagfellt

Eignastýring Kviku hefur gefið út nýtt fréttabréf eða greiningu, áherslur fyrir 2025. Þar er ítrekað að það stefni í meiri hallarekstur ríkissjóðs en gert hafi verið ráð fyrir þegar áætlun var lögð fram síðasta sumar Meira
25. janúar 2025 | Viðskiptafréttir | 130 orð | 1 mynd

Mikilvægi gagna í lærdómsferli gervigreindar

Samkvæmt frétt BBC hefur LinkedIn verið sakað um að nota einkaskilaboð notenda sinna til að þjálfa gervigreindarhugbúnað kerfisins og tengdra aðila. Þetta kemur fram í stefnu gegn LinkedIn í Bandaríkjunum, en notandi þar hefur höfðað mál gegn… Meira
25. janúar 2025 | Viðskiptafréttir | 473 orð | 1 mynd

Vitundarvakning um andlega heilsu

Heilsueflandi fræðslufyrirtækið Saga Story House býður einstaklingum, hópum og vinnustöðum upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu sem miðast að því að efla heilsu og vellíðan starfsfólks á vinnumarkaði Meira

Daglegt líf

25. janúar 2025 | Daglegt líf | 1100 orð | 4 myndir

Fær oft hugmyndir í sögur á skíðum

Ég byrjaði seint að skrifa, var 35 ára þegar fyrsta bókin mín kom út. Þá var ég að vinna á Stöð 2 og var barnshafandi, gekk með dóttur mína Soffíu Sóleyju, en á meðgöngunni var ég með klemmda taug í rassinum og gat hvorki staðið né setið Meira

Fastir þættir

25. janúar 2025 | Í dag | 55 orð

3939

„Hann varð hundfúll þegar ég braut á honum í bumbuboltanum.“ Óþarfa viðkvæmni. Aðalatriðið er þó að þarna er sögnin að brjóta notuð persónulega: ég braut. En svo er ópersónuleg notkun: bátinn braut í spón, ána brýtur á steini, sjóinn… Meira
25. janúar 2025 | Í dag | 253 orð

Af skeggi, korgi og ástum

Skarphéðinn Ásbjörnsson bregður á leik í limru: Að elskast var Önnu vel gefið, hún alveg gat sætt sig við slefið. En oft hreyrðist org, augun stútfull af korg. Því Tobbi hann tók svo í nefið. Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli… Meira
25. janúar 2025 | Í dag | 164 orð

Góðar gæftir S-Enginn

Norður ♠ 972 ♥ 92 ♦ 10973 ♣ Á963 Vestur ♠ G10 ♥ KD8643 ♦ G2 ♣ 1074 Austur ♠ Á64 ♥ ÁG7 ♦ K8 ♣ KG852 Suður ♠ KD853 ♥ 105 ♦ ÁD654 ♣ D Suður spilar 4♠ doblaða Meira
25. janúar 2025 | Árnað heilla | 149 orð | 1 mynd

Helga Ingólfsdóttir

Helga Ingólfsdóttir fæddist 25. janúar 1942 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Ingólfur Davíðsson, f. 1903, d. 1998, og Agnes Davíðsson, fædd Christensen 1902, d. 2000. Helga lauk einleikaraprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1963 og … Meira
25. janúar 2025 | Í dag | 311 orð | 1 mynd

Katrín Ólafsdóttir

60 ára Katrín fæddist í Bandaríkjunum en ólst upp í Reykjavík og á Seltjarnarnesi og lauk stúdentsprófi frá MR. Hún hlaut styrk til náms í Bandaríkjunum og lauk bakkalárgráðu í hagfræði frá Occidental College með stærðfræði sem aukagrein Meira
25. janúar 2025 | Í dag | 1264 orð | 1 mynd

Messur

ÁRBÆJARKIRKJA | Messað verður kl. 11 eins og venjan er. Sr. Dagur Fannar Magnússon þjónar fyrir altari, kirkjukór Árbæjarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjór og undirleik Krisztinu K Meira
25. janúar 2025 | Dagbók | 91 orð | 1 mynd

Missti 150 þúsund fylgjendur

Kim Kardashian vakti athygli þegar hún birti mynd af Melaniu Trump á Instagram og X. Birtingin kostaði hana 150 þúsund fylgjendur á Instagram og um 10 þúsund á X. Ástæðan fyrir því að hún birti myndina er óljós, en vangaveltur snúast um hvort þetta… Meira
25. janúar 2025 | Í dag | 171 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 exd5 5. Bg5 Be7 6. e3 0-0 7. Bd3 Rbd7 8. Rge2 c6 9. 0-0 He8 10. Dc2 h6 11. Bh4 Re4 12. Bxe7 Dxe7 13. Hae1 f5 14. f3 Rxc3 15. Rxc3 Rb6 16. e4 fxe4 17. fxe4 Db4 18 Meira
25. janúar 2025 | Í dag | 558 orð | 3 myndir

Þjóðarsáttin sérstaklega minnisstæð

Haukur Halldórsson fæddist 25. janúar 1945 í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum að Laugum 1962, stundaði nám við lýðháskóla í Svíþjóð 1963-64,… Meira

Íþróttir

25. janúar 2025 | Íþróttir | 402 orð | 5 myndir

Algjör mar-tröð í Zagreb

Ísland á litla von um að ná sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í handbolta eftir tap fyrir Degi Sigurðssyni og hans mönnum í Króatíu, 32:26, í 2. umferð milliriðils 4 í Zagreb í gærkvöld Meira
25. janúar 2025 | Íþróttir | 250 orð

Ekki okkar besti leikur

„Fyrst og fremst þá vorum við ekki nægilega góðir,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson í samtali við Morgunblaðið eftir tapið örlagaríka gegn Króatíu í gærkvöldi. „Við gáfum færi á okkur sem þeir nýttu sér vel Meira
25. janúar 2025 | Íþróttir | 182 orð | 1 mynd

Fimm lið hnífjöfn um miðja deildina

Miðsvæðið í úrvalsdeild karla í körfuknattleik er orðið að enn þéttari pakka en áður eftir að Valur og ÍR unnu útisigra í Keflavík og Þorlákshöfn í gærkvöld. Þar með eru öll fjögur liðin sem léku þessa tvo leiki jöfn með 14 stig og deila fimmta til níunda sætinu með einu liði til viðbótar, KR-ingum Meira
25. janúar 2025 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Fyrsti HM-leikur við Argentínu

Ísland mætir Argentínu í fyrsta sinn í lokakeppni HM í handknattleik á morgun þegar liðin eigast við í lokaumferð milliriðilsins í Zagreb. Argentína er samt á sínu 15. heimsmeistaramóti í röð en liðið náði best 11 Meira
25. janúar 2025 | Íþróttir | 246 orð

Hræðilegur fyrri hálfleikur

Frammistaða Íslands í fyrri hálfleik var hræðileg. Vörnin réð ekkert við sóknarleik Króata og vantaði alla ákefðina sem einkenndi íslenska liðið í fjórum fyrstu leikjum mótsins. Þar fyrir aftan varði Viktor Gísli Hallgrímsson, besti maður Íslands á mótinu til þessa, ekki neitt Meira
25. janúar 2025 | Íþróttir | 114 orð | 1 mynd

Keyptur frá Stjörnunni til GAIS

Sænska knattspyrnufélagið GAIS frá Gautaborg gekk í gær frá kaupum á Róberti Frosta Þorkelssyni, 19 ára sóknartengilið úr Stjörnunni, og samdi við hann til fimm ára. Róbert Frosti var í stóru hlutverki hjá Stjörnunni á síðasta tímabili, en hann… Meira
25. janúar 2025 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Nýir menn til Fram og ÍBV

Fram og ÍBV hafa bæði náð sér í nýja erlenda leikmenn fyrir baráttuna í Bestu deild karla í fótbolta í ár og kynntu þá til sögunnar í gær. Framarar sömdu við spænska miðjumanninn Isra García en hann er 26 ára og kemur frá D-deildarliðinu Barbastro á Spáni Meira
25. janúar 2025 | Íþróttir | 113 orð | 1 mynd

Selfyssingar styrktu stöðuna í 4. sæti

Selfyssingar styrktu stöðu sína í fjórða sæti úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í gærkvöld með því að sigra Stjörnuna, 27:22, á heimavelli. Eitt stig skildi liðin að fyrir leikinn en nú er Selfoss þremur stigum á undan Meira
25. janúar 2025 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Svíi fyrir Dana í Njarðvíkurliðinu

Njarðvíkingar hafa skipt um erlendan leikmann í kvennaliði sínu í körfuknattleik. Danska landsliðskonan Ena Viso er farin frá félaginu eftir að hafa spilað með því í rúmlega hálft annað ár og staðinn er komin Paulina Hersler, sænskur framherji sem er 1,90 m á hæð Meira
25. janúar 2025 | Íþróttir | 123 orð | 1 mynd

Svíþjóð og Spánn eru á heimleið

Portúgal og Brasilía eru öllum að óvörum komin í átta liða úrslitin á heimsmeistaramóti karla í handknattleik en Svíþjóð, Spánn og Noregur eru öll úr leik þó ein umferð sé eftir í milliriðli þrjú sem er leikinn í Bærum í útjaðri Ósló, höfuðborgar Noregs Meira
25. janúar 2025 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Walker farinn til AC Milan

Enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker er orðinn leikmaður ítalska knattspyrnuliðsins AC Milan sem gekk í gærkvöld frá lánssamningi um hann við Englandsmeistara Manchester City. AC Milan greiðir 4,2 milljónir punda fyrir að eiga kauprétt á Walker að þessu tímabili loknu, að sögn Sky á Ítalíu Meira
25. janúar 2025 | Íþróttir | 227 orð

Þurfa að fá óvænta aðstoð

Eftir að allt hafði gengið íslenska liðinu í haginn í fyrstu fjórum leikjunum á HM eru möguleikarnir á sæti í átta liða úrslitunum orðnir sáralitlir eftir þetta vonda tap gegn Króatíu. Tvennt þarf að ganga upp í lokaumferðinni sem er leikin í Arena Zagreb á morgun Meira

Sunnudagsblað

25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 112 orð | 1 mynd

„Randall“ aftur á skjánum

Samvinna Sterling K. Brown, sem lék Randall í This Is Us, og Dan Fogelman, höfundur myndaflokksins vinsæla, sameina krafta sína á ný í flunkunýrri seríu, Paradise, sem nálgast má á efnisveitunum Hulu og Disney+ frá og með næsta þriðjudegi Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 888 orð | 3 myndir

Afi orðinn amma mín

Lag Valgeirs Guðjónssonar, Við gerum okkar besta, hefur fylgt íslenska handboltalandsliðinu, eða Strákunum okkar, um langt skeið en það var samið sem baráttusöngur fyrir Ólympíuleikana í Seoul 1988. En landsliðið á annað lag, sem kom út aðeins fyrr, … Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 784 orð | 1 mynd

„Aldrei séð neinn ólíklegri til afreka“

Það var eins og lunginn af galdrinum og árunni sem var yfir gamla United-liðinu hefði verið endurvakinn í einni andrá. Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 78 orð | 1 mynd

Beint úr einni hrollvekju í aðra

Hrollur Bandaríska leikkonan Sophie Thatcher er ekki hrollhrædd en Heretic, þar sem Hugh Grant hrellti hana, er ekki fyrr farin úr bíó en ný hryllingsmynd með Thatcher í aðalhlutverki, Companion, drepur þar niður fæti Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 136 orð | 1 mynd

Borðaði sushi í Reynisfjöru og köku í náttúrulaug

Samfélagsmiðlastjarnan Sod Akhtar sem hefur verið á ferðalagi um Ísland síðustu daga hefur vakið athygli á TikTok þar sem hann hefur deilt myndböndum af frumlegum og stundum óvenjulegum upplifunum sínum af landinu Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 379 orð | 2 myndir

Eins og í mat hjá mömmu

Sumir segja að það að koma hingað sé eins og að koma heim í mat til mömmu en aðeins fínna. Það er tilvalið að bjóða ömmu og afa í gellur Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 440 orð

Eins og þjófur á nóttu

Mín fyrstu viðbrögð voru þau að opna gluggann upp á gátt, stinga höfðinu út og öskra mjög hátt og mjög reiðilega: HEY! Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 308 orð | 7 myndir

Eitt mannslíf, margar bækur

Ég var bókhneigt barn og unglingur; las þjóðsögur, skáldsögur, ævisögur og allan fjandann annan fram á nætur. Ég skal ekki segja að ein bók hafi haft áhrif á mig umfram aðrar, en það er ekki fyrr en nú á seinni árum (ég er fimmtugur) sem ég hef… Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 561 orð | 2 myndir

Elgtarfi bjargað en kanína drepin

Dýrið var örþreytt, skalf og nötraði og við vissum ekki hvort það myndi geta staðið upp aftur. Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 173 orð | 1 mynd

Er það síra X?

G nokkur ritaði Víkverja í Morgunblaðinu bréf í ársbyrjun 1945 og var í vandræðum. Ástæðan var sú að menn voru upp til hópa ekki búnir að ná nægilega góðum tökum á sjálfvirka símanum, sem þá var nýkominn til sögunnar á Íslandi Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 3088 orð | 1 mynd

Ég er löngu búin að fyrirgefa pabba

Barnabarn mitt sem var að missa pabba sinn er nú jafngamalt og ég var þegar ég missi pabba minn. Það þarf að tala um þetta, alveg eins og talað er um krabbamein. Það þarf bæði að tala um alkóhólisma og sjálfsvíg. Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 774 orð

Frelsið er ekki verðlögð vara

Og þegar öllu er á botninn hvolft þá er það hin raunverulega og helgasta skylda allra þeirra stjórnmálamanna sem raunverulega trúa á frelsi einstaklingsins. Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 693 orð | 1 mynd

Fúllyndi á flugstöð

Það var eins og þær hefðu komið hingað ákveðnar í að verða óánægðar. Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 127 orð

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að tengja saman samsett orð og var rétt svar…

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að tengja saman samsett orð og var rétt svar gluggakista. Dregið var úr réttum lausnum og fá hinir heppnu bókina Inside out – Áfram Dagný í verðlaun. Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 77 orð | 1 mynd

Gítaristinn John Sykes látinn

Andlát Breski rokkgítarleikarinn John Sykes lést í vikunni, 65 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Sykes kom víða við á löngum ferli en er líklega þekktastur fyrir veru sína í White­­snake í áttunni Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 19 orð

Í þessari sniðugu bók kennir Ólafur snjókarl, með aðstoð vina sinna,…

Í þessari sniðugu bók kennir Ólafur snjókarl, með aðstoð vina sinna, krökkunum að telja frá einum upp í tíu! Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 365 orð | 1 mynd

Klassík og karókí

Hvað heita þessir tónleikar? Þeir heita Alter Eygló – frumsamin karókítónlist, fjárfesting til framtíðar. Ég hef verið að semja tónlist ætlaða til flutnings í karókí og hef verið með pælingar um að setja karókí-útgáfuna á Spotify en geyma söngútgáfuna fyrir tónleika Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 999 orð | 4 myndir

Leikkona með neista

Ég elskaði hann svo heitt að ég hefði dáið fyrir hann en það komu tímabil þegar ég vissi ekki hvernig ég ætti að geta búið með honum. Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 175 orð | 1 mynd

Léttsaltaður þorskur í tómatbasilsósu

Fyrir fjóra 1 kg létt saltaður þorskur skorinn í steikur Sósa 300 g heilir tómatar í dós 300 g vatn 70 g rauðvín 2 stk. skallottlaukur skorinn gróflega (má nota aðra lauka) 25 g basilika 30 g ólífur salt eftir smekk Setjið lauk í pott með olíu og fulleldið án mikillar brúnunar Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 1165 orð | 2 myndir

Lýðveldisdagur Indlands í 76. sinn

Vöxtur Indlands og viðgangur á fjölþættum vettvangi síðasta áratuginn hefur verið eftirtektarverður og fært landið nær takmarkinu „Viksit Bharat“ (Þróað Indland) árið 2047 er landsmenn fagna einnar aldar sjálfstæði sínu Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 122 orð | 1 mynd

Pönnusteikt bleikja

Fyrir fjóra 1 kg bleikjuflök skorin í steikur 250 g smjör 100 g Pak choy salat 50 g skallottlaukur, gróft skorinn 10 stk kirsuberja- tómatar 1 stk sítróna 500 g soðnar kartöflur skornar til helminga 1 tsk Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 141 orð | 2 myndir

Snerting frumsýnd í Japan

Kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák var frumsýnd í Japan fyrir helgina, en eins og við þekkjum var hún að hluta til tekin upp þar um slóðir, auk þess sem japanskar persónur koma mjög svo við sögu og vísað er í afleiðingar kjarnorkusprengjunnar í Hiroshima 1945 Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 162 orð | 1 mynd

Sojagljáður kinnfiskur

Fyrir fjóra 1 kg kinnfiskur – við notum þorsk en má vera steinbítur eða hvaða kinnfiskur sem er 50 g pak choy-kál 1 stk. chilli, skorið í sneiðar 2 stk. hvítlauksgeirar, kramdir og saxaðir 100 g smjör 1 stk Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 95 orð | 1 mynd

Sótt að stærðfræðingi

Spenna Leo Woodall og Quintessa Swindell fara með aðalhlutverkin í nýjum samsæristryllismyndaflokki sem kom inn á streymisveituna Apple TV+ í vikunni. Prime Target kallast hann og fjallar um bráðsnjallan stærðfræðing, leikinn af Woodall, en rannsókn … Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 518 orð | 4 myndir

Tilfinning um heimsendi

Þessar virkiseyjar bera með sér alla þessa stríðssögu en þarna er samt fólk sem finnur leið til að rækta garðinn sinn. Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 186 orð

Ung kona kom inn í bankann og vildi skipta ávísun. „Ertu með skilríki?“…

Ung kona kom inn í bankann og vildi skipta ávísun. „Ertu með skilríki?“ spurði gjaldkerinn vingjarnlega. „Já, auðvitað,“ svaraði konan og setti bókasafnsskírteinið á borðið. „Ertu ekki með eitthvað með mynd af þér á?“ „Úff, hvernig læt ég,“ sagði konan og rétti gjaldkeranum fjölskyldumynd úr veskinu Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 1186 orð | 1 mynd

Veröld ný og góð

Ég elska að DJ-a með strákunum einhver „brutal beat“ sem skræla af manni hljóðhimnuna. Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 1079 orð | 2 myndir

Við eigum að hlusta á náttúruna.

Við eigum að hlusta á náttúruna og gefa lækjum, steinum og trjám athygli og hlusta á hvað andi þeirra vill segja okkur, eins og við hlustum á börnin okkar og elskum þau.“ Meira
25. janúar 2025 | Sunnudagsblað | 676 orð | 2 myndir

Virkjunin verður að veruleika

Stóra tjónið er að þessi fyrirtæki, sem ætluðu að taka til starfa eða auka umfang sitt eða byggja upp á Íslandi og skapa hérna útflutningstekjur, koma ekki. Það er risatjónið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.