EF ÞÚ ert á leiðinni til Los Angeles er um að gera að kíkja inn á japanskan "izakaya"-stað. Það er bar sem selur litla japanska smárétti sem er skolað niður með sake eða köldum bjór. Þessir staðir eru nýjasta tískan í Los Angeles og eru farnir að ýta sushi-stöðunum af stallinum segir á vefsíðu The New York Times .
Diskarnir af izakaya eru litlir og vanalega deilt með öðrum. Þeir eru upphaflega hannaðir þannig að skrifstofumenn geti fengið sér drykk og snakk með samstarfsmönnum eftir vinnu en samt ekki verið svo saddir að þeir geti ekki borðað kvöldmat heima hjá sér seinna um kvöldið.
Izakaya-staðir eru barir svo aðaláherslan á þeim er drykkirnir og því er bjór skylda með smáréttunum. Eins er sagt er að há tónlist, mikið af fólki og bjór sé einkenni japanskra izakaya-staða.