Kaupmannahöfn getur, eftir útkomu Evrópubókar Michelin fyrir árið 2008, fagnað þeim áfanga að vera nú sú borg á Norðurlöndunum sem státar af flestum stjörnustöðum. Alls eru nú ellefu veitingastaðir í Kaupmannahöfn sem hafa verið prýddir Michelin-stjörnu. Stokkhólmur kemur næstur í röðinni með sjö staði.
Þrír nýir staðir bættust á listann í Kaupmannahöfn í ár og eru það veitingastaðirnir Geranium, Kiin Kiin og Bo Bech at Paustian. Norræni veitingastaðurinn Noma á Íslandsbryggju er þó eftir sem áður sá eini sem getur státað af tveimur stjörnum.
Michelin-stjörnustaðirnir í Kaupmannhöfn eru því nú þessir:
Noma (tvær stjörnur)
Bo Bech at Paustian
(ný stjarna)
Kiin Kiin (ný stjarna)
Geranium (ný stjarna)
Ensemble
Kongs Hans Kælder
Formel B
Era Ora
The Paul
MR
Søllerød Kro.