Stórbrotið Hin rauðklædda Jóhanna fór ásamt vinum sínum í jöklaferð á dögunum.
Stórbrotið Hin rauðklædda Jóhanna fór ásamt vinum sínum í jöklaferð á dögunum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ég á mér nýjan uppáhaldsstað. Ég kom í fyrsta skipti í Seljavallalaug undir Austur-Eyjafjöllum um páskana. Það er dásamlegur staður,“ segir Jóhanna Björk Sveinbjörnsdóttir, listfræðinemi við Háskóla Íslands.

Ég á mér nýjan uppáhaldsstað. Ég kom í fyrsta skipti í Seljavallalaug undir Austur-Eyjafjöllum um páskana. Það er dásamlegur staður,“ segir Jóhanna Björk Sveinbjörnsdóttir, listfræðinemi við Háskóla Íslands.

„Seljavallalaug er ótrúlega notaleg og friðsæl og býr yfir afskekktum töfrum. Laugin stendur inni í fjalladal með dramatískum fjöllum. Heita vatnið rennur úr steinum fyrir ofan laugina og grænt slý umlykur hana.“ Hún segist hafa farið þrisvar í laugina síðan hún uppgötvaði hana um síðastliðna páska. „Það er helst friðsemdin sem heillar; fjöllin, áin og fuglarnir. Ég gleymi mér þarna.“

„Margir virðast tilbúnir að borga heilmikið fyrir ferðir erlendis en allt sem kostar á Íslandi fær á sig neikvæðan stimpil,“ segir Jóhanna Björk sem vill sjá fleiri nýta sér það sem íslensk ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða. „Jöklagöngur eru til að mynda í miklu uppáhaldi hjá mér. Til að fara á jökul þarf reynslu og því er sjálfsagt að fara með sérþjálfuðum leiðsögumanni. Fjallaleiðsögumenn eru með dásamlegar ferðir frá Skaftafelli og það er synd að sjá hve fáir Íslendingar taka þátt í þeim.“

Hún segir að jöklaáhuginn tengist áhuga sínum á listamönnum á borð við Ólaf Elíasson og Roni Horn. „Ég sé myndlist þeirra í öðru ljósi og skil fullkomnlega hvers vegna þau hafa heillast af íslensku landslagi.“

Jóhanna Björk segir þó aðalatriðið ekki hvert hún fari heldur skipti félagsskapurinn og náttúran mestu. Að fara í fjallaferðir, keyra um strandir, fara upp á jökul og út á fjörð á kajak sé öllu öðru stórkostlegra. „Ég gæti ekki þrifist án þess.“

gudrunhulda@mbl.is