Kristján Ágúst Lárusson fæddist 3. janúar. 1910 í gamla bænum í Mið-Hvammi í Dýrafirði. Hann lést á Hrafnistu Reykjavík 1. júní 2009 á annan í hvítasunnu. Foreldarar hans voru hjónin Guðrún Helga Kristjánsdóttur f. 1869 í MIð-Hvammi d. 1968 og Lárus Ágúst Einarson f. 1871 í Efsta-Hvammi d. 1957 Bóndi og rennismiður í Hvammi í Dýrafirði. Systkini hans, Guðmunda f.1895 d.1985. Einar Magnús f.1896, d.1976 Bjarnfríður f.1897 lifði aðeins í nokkrar vikur. Kristín Guðrún f.1899 d.1979. Lúter Júlíus f.1900 lifði aðeins í nokkra mánuði. Finnbogi Júlíus f.1902 d.1974. Lúter Ágúst f.1903 d.1910 Rannveig Lára f.1904, d.1995. Gunnar Pétur f.1907, d.1994 Guðrún Sveina María f.1908, d.1944. Ólína Sveinborg f.1911 Kristján Ágúst kvæntist 19.11.1939 eftirlifandi eiginkonu sinni Ingunni Jónsdóttir frá Dröngum í Dýrafirði f. 9.maí 1916 Foreldarar hennar voru Anna Kristjana Sigurlínadóttir f.1882 d.1971 og Jón Jústsson f.1854 d.1914, Bóndi í Botni Dýrafirði. Börn þeirra eru; Kristján Jón Ágústsson húsasmíðameistari f. 5.1.1940 kona hans er Ástrún Jónsdóttir frá Hafnarfirði. Þau eiga þrjár dætur. Jóhannes Jakob Ágústsson tlvufræðingur f.17.12.1942. Kona hans Kristjana Ingvarsdóttir frá Bjargi Garði,Gerðahr. Þau eiga fjögur börn og fyrir átti hann son. Ágúst Ágústsson rekstrarhagfræðingur f. 10.7.1946. Kona hans Björg Hemmert Eysteinsdóttir frá Reykjavík, þau eiga tvö börn. Guðrún Lára Ágústsdóttir ferðaþjónustubóndi f.10.7.1946 maður hennar Njörður Jónsson frá Reykjavík eiga þau fjóra syni. Arnbjörg Ágústsdóttir húsmóðir f. 28.6.1947. Maður hennar er Ólafur Kristján Ólafsson frá Suðureyri og eiga þau þrjú börn og fyrir átti hún einn son. Jónas Ágústsson framkvæmdastjóri f. 14.10.1949 giftur Rannveigu Hjaltadóttir frá Reykjavík þau eiga tvo börn og hann átti son fyrir.Kristjana Ágústsdóttir skrifstofudama f.20.7.55 Hennar maður er Guðmundur Hákon Jóhannsson frá Reykjavík, þau eiga tvær dætur og fyrir átti hún son. Alls munu afkomendurnir vera um 60 talsins. Kristján Ágúst ólst upp í föðurhúsum í Efri Mið-Hvammi. Hann gekk í barnaskólann á Þingeyri og árið 1929 lauk hann námi frá í Héraðskólanum á Núpi. Snemma byrjaði Ágúst að bera björg í bú foreldra sinna eins og þá var títt um unga menn. Hann var sjómaður og verkamaður á Þingeyri lengst af og á sínum yngri árum var hann á ýmsum skipum og fiskibátum. Síðar var hann við ýmis störf í landi en alltaf í tengslum við landróðrabáta, fiskvinnslu og byggingavinnu. Þau Ingunn byrjuðu sinn búskap í Efri Mið-Hvammi á efri hæðinni í húsi foreldra hans. Árið 1945 fluttu þau að út á Þingeyri og þar ólust öll börn þeirra upp í góðu atlæti. Árið 1970 taka þau sig upp og flytja til Reykjavíkur á eftir börnunum sem flest voru þá farin suður. Þau bjuggu í vesturbænum, lengst á Seljavegi en síðustu árin hafa þau dvalið á Hrafnistu í Reykjavík og þar hefur vistin verið þeim afar góð og Ingunn dvelur þar. Kristján Ágúst verður jarðsunginn frá Áskirkju, Reykjavík í dag 9. júní kl. 13:00.

Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.

(V. Briem.)

Elsku afi okkar,

Við þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við eigum margar góðar minningar sem lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Þú varst alltaf svo góður við okkur. Þú fórst aldrei út af veginum. Lifðir heilbrigðu lífi enda náðir þú háum aldri, 99 árum. Við erum stolt að hafa átt afa eins og þig.

Minning þín lifir með okkur.

Elsku amma, megi guð styrkja þig og okkur öll á þessum tímum.

Þín barnabörn,

Ingvar, Rakel og Freyja.