Sigrún Vilbergsdóttir fæddist í Reykjavík 29. desember 1945. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilberg Skarphéðinsson, f. 11.12. 1921, d. 8.6. 2004 og Sveinsína K. Guðmundsdóttir, f. 21.8. 1918, d. 1.8. 1979. Systur Sigrúnar eru Erna, f. 17.2. 1948 og Valgerður, f. 7.10. 1952. Sigrún giftist 9.8. 1969 Guðna Stefánssyni, f. 14.2. 1942, d. 2.6. 2008, syni hjónanna Stefáns Eiríkssonar, f. 20.7. 1905, d. 14.8. 1978 og Guðnýjar Guðnadóttur, f. 27.12. 1908, d. 14.8. 1999. Sigrún og Guðni eignuðust tvær dætur. Þær eru 1) Guðný, f. 17.5. 1970, maki Jóhann Örn Ásgeirsson, f. 24.8. 1970. Börn þeirra eru Aron, f. 24.6. 1998, og Birna, f. 11.6. 2001. 2) Gréta, f. 19.3. 1976, maki Róbert Ólafsson, f. 19.10. 1972. Börn þeirra eru Vilberg, f. 24.6. 2005, og Guðni, f. 28.9. 2006. Sigrún lauk stúdentsprófi frá MR 1965 og kennaraprófi 1968. Störf að loknu námi voru fyrst og fremst kennslustörf við eftirfarandi menntastofnanir: Breiðagerðisskóla Reykjavík 1968-1969, Kópavogsskóla 1969-1976 og Flataskóla, Garðabæ 1976-1978. Útför Sigrúnar fór fram frá Garðakirkju 30. apríl, í kyrrþey.

Sigrún var hetja allra tíma. Hún lamaðist í bílslysi fyrir liðlega 30 árum og var bundin hjólastól síðan. Hún kvartaði ekki, barðist, var þakklát fyrir lífð og naut þess í hvívetna að hlúa að fjölskyldu sinni.

Í návist hennar varð líf okkar auðugra.

Margs er að minnast, ekki síst þegar fjölskyldurnar stækkuðu. Þá var hist og hringt á milli til að gefa nákvæmar skýrslur um framfarir unga fólksins.

Og enn stækkuðu fjölskyldurnar, barnabörnin litu dagsins ljós og sagan endurtók sig, gleði og stolt skinu úr augum okkar þegar um þau var rætt.

Þessara heiðurshjóna og góðvina, Sigrúnar og Guðna, söknum við sárt og við fráfall Sigrúnar stækkaði enn skarðið í hjónaklúbbnum okkar.

Nú eru þau saman á ný þessi samrýndu góðu hjón sem ekki gátu hvort án annars verið. Blessuð sé minning þeirra.

Dætrum, barnabörnum, tengdasonum og fjölskyldunni allri vottum við okkar dýpstu samúð.

Guð veri með þeim.

Erla og Siggi.

Sigrún var hetja allra tíma. Hún lamaðist í bílslysi fyrir liðlega 30 árum og var bundin hjólastól síðan. Hún kvartaði ekki, barðist, var þakklát fyrir lífð og naut þess í hvívetna að hlúa að fjölskyldu sinni.

Í návist hennar varð líf okkar auðugra.

Margs er að minnast, ekki síst þegar fjölskyldurnar stækkuðu. Þá var hist og hringt á milli til að gefa nákvæmar skýrslur um framfarir unga fólksins.

Og enn stækkuðu fjölskyldurnar, barnabörnin litu dagsins ljós og sagan endurtók sig, gleði og stolt skinu úr augum okkar þegar um þau var rætt.

Þessara heiðurshjóna og góðvina, Sigrúnar og Guðna, söknum við sárt og við fráfall Sigrúnar stækkaði enn skarðið í hjónaklúbbnum okkar.

Nú eru þau saman á ný þessi samrýndu góðu hjón sem ekki gátu hvort án annars verið. Blessuð sé minning þeirra.

Dætrum, barnabörnum, tengdasonum og fjölskyldunni allri vottum við okkar dýpstu samúð.

Guð veri með þeim.

Erla og Siggi.