Erlingur Ottósson (Albrektsen) fæddist í Borup á Sjálandi í Danmörku 12. mars 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Inger Marie Albrektsen og Otto Anton Albrektsen, systir Erlings var Viola Albrektsen, þau eru öll látin. Erlingur kvæntist í Noregi árið 1958 Vilmu Mar, f.d. 21.12. 1940. Foreldrar hennar voru Cesar Mar og Guðfinna Vilhjálmsdóttir, þau eru bæði látin. Dóttir Erlings er: Jette Frydendahl f. 1953, gift Erik Frydendahl, f. 1951. Þau búa í Danmörku. Börn Erlings og Vilmu Mar eru: 1) Jörgen Erlingsson f. 1960, kvæntur Hallfríði Arnarsdóttur f. 1960. Synir þeirra eru: a) Arnar f. 1980, sambýliskona Sidsel Vedel, f. 1984, þau eiga einn son, Oscar, f. 2007. b) Ívar f. 1989 d. 2008. Þau búa í Danmörku. 2) Irena Erlingsdóttir, f. 1961, giftist Kjartani Erni Jónssyni, f.1959, d.2007. Börn þeirra eru a) Erla Björk f. 1981, sambýlismaður Ágúst Hilmar Jónsson, f. 1976, stjúpsonur Jón Þór, f. 1997. Þau búa í Danmörku. b) Ottó Erling, f. 1983 unnusta Unnur Magnúsdóttir, f. 1985. 3) John Mar Erlingsson, f. 1962, sambýliskona Hildur Björk Betúelsdóttir f. 1963. Dóttir þeirra: Birta Mar f. 1997. Dóttir Johns og Sigríðar Björnsdóttur er Silja f.1987. 4) Inger María Erlingsdóttir, f. 1964, gift Árna Eðvaldssyni, f. 1963. Börn þeirra eru a) Vilma Ýr, f. 1987, og b) Ísar Mar, f. 1993. Erlingur fluttist ungur til Jótlands þar sem foreldrar hans hófu búskap. Hann gegndi herskyldu í Danmörku og iðkaði filmleika. Hann stundaði þar búskap. Hann kynntist konu sinni Vilmu Mar í Noregi árið 1956, þau fluttu til Danmörku árið 1960 og þaðan til Íslands árið 1962. Erlingur hóf störf á Íslandi hjá Verk hf., síðan starfaði hann hjá Loftorku, Miðfelli og síðustu 20 starfsárin sín hjá Reykjavíkurborg við þungavinnuvélar. Útför Erlings fer fram frá Digraneskirku í dag, 17. apríl 2009, og hefst athöfnin klukkan 11.

Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
/
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.

(Vald. Briem.)


Hvíl í friði elsku afi.


Arnar, Sidse og Oscar.