Þuríður Helga Kristjánsdóttir fæddist á Hellu á Árskógsströnd 21.11.1915. Hún lést á Kristnesspítala 2.7. s.l. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján E. Kristjánsson bóndi, f. 14.10.1882, d. 18.5.1979 og Sigurbjörg Jóhannesdóttir, húsfreyja f. 2.10.1884, d. 25.12.1952. Þuríður var elst fimm systkina. Eftirlifandi systir Þuríðar er Guðrún Kristjánsdóttir, f. 6.10.1929. Látin eru Snorri, f. 1917, d. 1987, Sigríður, f. 1920, d. 2003 og Jóhannes, f. 1926, d. 1981. 20.8.1944 giftist Þuríður Baldri H. Kristjánssyni bónda á Ytri-Tjörnum, f. 7.6.1912, d. 25.11.2003. Foreldrar hans voru hjónin Kristján H. Benjamínsson, f. 24.10.1866, d. 10.1.1956 og Fanney Friðriksdóttir, f. 6.1.1881, d. 13.8.1955. Börn Þuríðar og Baldurs eru 1) Kristján, f. 5.1.1945, kvæntur Þóreyju Eyþórsdóttur, f. 13.8.1943, börn þeirra eru a) Kristín Hildur, f. 22.2.1975, gift Salvador Berenguer, börn þeirra eru Óskar og Fjóla, b) Sólveig, f. 21.11.1977, maki hennar er Steinþór Steingrímsson, c) Þuríður, f. 21.11.1977, maki er Magnús Helgason, dóttir þeirra er Hekla, d) Þórhildur, f. 10.9.1979, maki Egil Ferkingstad. 2) Sigurbjörg, f. 4.1.1946, d. 11.2.1964. 3) Benjamín, f. 22.1.1949 kvæntur Huldu Jónsdóttur, f. 1.11.1950. Þeirra synir eru a) Baldur, f. 25.12.1973, maki er Elin Grethardsdóttir, dóttir þeirra er Marianna, b) Jón, f. 27.3.1975, c) Bergur, f. 15.2.1979, kvæntur Berglindi Gylfadóttur, börn þeirra eru Benjamín og Birna, d) Kristján, f. 7.6.1983, maki er Heiðdís Norðfjörð, sonur þeirra er Jón Gunnar. 4) Guðrún, f. 17.5.1952, gift Ingvari Þóroddssyni, f. 16.6.1952. Börn þeirra eru a) Þóroddur, f. 29.1.1978 kvæntur Aðalheiði Jóhannesdóttir, börn þeirra eru Ingvar og Ester, b) Baldur, f. 4.7.1980, maki er Eygló Ólafsdóttir, dóttir þeirra er Guðrún, c) Páll, f. 29.3.1984, maki er Hildur Magnúsdóttir, d) Þuríður, f. 3.5.1991. 5) Snorri, f. 17.5.1954. Maki 1) Guðrún Vignisdóttir, f. 11.4.1954. Þau skildu. Sonur þeirra er Heimir, f. 23.1.1974, kvæntur Signýju Kolbeinsdóttur, börn þeirra eru Snorri og Svava. Maki 2) Guðrún Narfadóttir, f. 5.4.1955. Þau skildu. Börn þeirra eru a) Narfi, f. 14.10.1982, maki Svava Þorleifsdóttir, b) Baldur, f. 27.11.1986, maki Erla Sævarsdóttir, c) Snorri, f. 6.12.1988. 6) Fanney, f. 2.6.1956 gift Birni Rögnvaldssyni, f. 26.8.1956. Börn þeirra eru a) Rögnvaldur, f. 29.8.1981, maki Elva Ívarsdóttir b) Sigurbjörg, 19.3.1989, maki Brynleifur Hlynsson, c) Ólafur, f. 5.7.1991, d) Björn, f. 12.2.2001. Þuríður ólst upp á Hellu fram á unglingsár. Hún var í Húsmæðraskólanum á Blönduósi vetrarlangt 1933-34. Haustið 1936 sigldi Þuríður til Svíþjóðar og sat einn vetur á Lýðháskólanum í Tärna. Sumarið 1937 hélt hún til Sønderborg á Suður-Jótlandi, þar sem hún var á vefnaðarskóla tvo vetur. Haustið 1939 kom hún heim til Íslands og réðst sem vefnaðarkennari við Húsmæðraskólann á Laugalandi. Þar kenndi hún fimm vetur. Hún var húsfreyja á Ytri-Tjörnum frá 1944 til hinsta dags. Útför Þuríðar fer fram frá Munkaþverárkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera hjá ykkur hjónum í sveit á
Ytri-Tjörnum sem unglingur og sú vist er ógleymanleg. Alltaf munt þú verða
í minningunni algerlega einstök og mér er til efs að annan eins karakter hitti
ég aftur.
Með hlýju þinni , gæsku og einstöku viðmóti varstu okkur krökkunum á bænum
sem frábær móðir. Ég er hræddur um að fyrirhöfnin af sendingu sem mé hafi verið
ansi drjúg og ekki voru fá uppátækin okkar, frændanna en allt var leyst með
rósemi og yfirvegun.
Hjá ykkur kynntist ég líka nýrri og mjög skemmtilegri hlið á bústörfunum þó
sérstaklega fjósverkunum þar sem Baldur hélt oft þrumandi ræður og æfði sig
fyrir næsta Kaupfélagsfund eða aðra álíka viðburði, eða bara söng af
innlifun fyrir okkur og kýrnar. Ég man líka að dagblaðanna var beðið með óþreyju og eftir lestur voru málin mikið rædd og krufin til mergjar og sennilega fékk
ég mína fyrstu lexíu í pólitík.
Ég held að þú hafir verið tilbúin, hafðir skilað stórkostlegu lífsverki og
hvíldinni fegin en í minningunni skilur þú eftir kynni af einstakri
manneskju sem ég mun alltaf verða þakklátur fyrir að auðnast.
Kristján Eldjárn Jóhannesson
Það var einu sinni sem oftar að
Tjarnabræður voru á leið til síns
heima, eftir góða kvöldstund hjá
ömmu og afa, að afi kvaddi bræður
sína með þeim orðum að mér hefur
nú alltaf fundist ég vera best kvænt-
ur. Eitthvað þótti ömmu hallað á
svilkonur sínar, sem voru og eru hin-
ar mestu heiðurskonur. Ég er þó
ekki í nokkrum vafa um að þau voru
mesta happ og gæfa hvors annars á
lífsleiðinni. Hún hafði farið í hús-
mæðraskóla á Blönduósi, síðan hald-
ið utan til mennta, sem var fátítt um
ungar stúlkur úr dreifbýli í þann tíð,
fyrst til Svíþjóðar og síðan til Dan-
merkur. Ekki voru efnin mikil, gat
nánast ekkert leyft sér fyrir utan
daglegar nauðsynjar. Einhver hefði
haft slíka útivist í styttra lagi, en vilj-
inn til frekari mennta var sterkari en
svo. Gott dæmi um hver spart hún
lifði, var þegar hún var á heimleið
eftir námsdvölina í Danmörku fór
hún hjólandi frá Sønderborg eftir
Jótlandi endilögu að skipshlið norð-
ur þar. Væri verðugt verkefni að
leika það eftir. Hún taldi sig mjög
heppna að komast heim á þeim tíma,
þar sem síðari heimsstyrjöldin var
nýbyrjuð. Þegar heim kom réðst hún
sem vefnaðarkennari við Hús-
mæðraskólann á Laugalandi, þar
sem hún var við kennslu í fimm vet-
ur. Í ágúst 1944 giftust hún og afi í
Stærri-Árskógskirkju. Var amma
upp frá því húsfreyja á Ytri-Tjörn-
um, í hálfan sjöunda áratug. Allan
þann tíma féll henni vart verk úr
hendi, börnin fæddust eitt af öðru og
heldur voru bústörfin erfiðari þá en
nú. Mjaltavélarnar komu reyndar
fljótlega til sögunnar en hún lét sig
ekki muna um að handhreyta einar
sex til átta kýr á svipstundu. Hey-
skapurinn tók lungann úr sumrinu,
þá þurfti að fara með heitan mat í
engið í hádeginu, helst tvíréttað, með
kaffi á eftir. Þegar við amma vorum
að rifja upp gamla tíma, sagði hún að
þetta hefði nú kannski verið full mik-
il fyrirhöfn, nóg hefði verið að borða
heitan mat á kvöldin. Venjan var
hins vegar að hafa hlutina svona,
þótti óþarfi að bregða út af henni.
Heimilið á Ytri-Tjörnum var stórt,
helgaðist það annars vegar af því að
fyrstu búskaparárin bjuggu hér
tvær barnmargar fjölskyldur og svo
var óvenjulega gestkvæmt alla tíð.
Einnig var nokkuð af vinnufólki.
Ósjaldan voru því um og yfir tuttugu
manns í heimili. Þá dvöldu afasystur
mínar hér oft og tíðum, Inga bjó hér
óslitið síðustu þrjátíu ár ævinnar.
Það kom sér því vel að amma hafði
fengið ríkulega úthlutað af gestrisni
og umburðarlyndi. Þó gat það komið
fyrir að henni þótti umræðurnar á
kontórnum um heimsmálin verða
full háværar. Í einhverri pólitískri
glímu þeirra svila, afa og Bergsteins,
sem að vanda hafði staðið lengi
kvölds, kom hún inn og sagði jæja,
nú farið þið út á hlað.
Börnin urðu sex talsins, og kom-
ust fimm af þeim til fullorðinsára.
Fráfall Sigurbjargar á vormorgni
lífsins var fjölskyldunni gríðarlegt
áfall. Mér fannst aðdáunarvert hvað
amma gat á síðari árum talað um
hana af miklu æðruleysi, nokkuð
sem afi átti nær ómögulegt með. Þau
sem upp komust voru foreldrum sín-
um til mikils sóma.
Fyrstu búskaparár foreldra
minna bjuggum við á loftinu hjá afa
og ömmu, til þeirra var því stutt að
fara. Samband mitt við þau var því
náið og gott frá fyrstu tíð. Það var
gott að koma í eldhúsið til ömmu og
fá nýsteiktar kleinur, rúsínubrauð
eða annað ljúfmeti. Við vorum ekki
háir í loftinu þegar við fórum að
venja komur okkar þangað. Rifjaði
amma oft upp þegar Jón Gunnar
kom á dyrnar og sagði viltu opna
amma, þetta er Jón litli. Alls urðu
barnabörnin 20 og var hún ákaflega
stolt af hópnum, enda myndarlegur
með afbrigðum. Hún fylgdist náið
með því hvað þau tóku sér fyrir
hendur og framgangi þeirra í námi
og starfi. Henni þótti ótrúlega vænt
um okkur, eins og okkur um hana.
Enda var eftirsótt að dvelja hjá
ömmu og afa í sveitinni um lengri
eða skemmri tíma. Hún hafði ein-
stakt lag á börnum, ég man vart eftir
að hún hafi byrst sig við okkur, þó
tilefnin hafi vafalaust gefist. Ekki
var umhyggjan minni þegar lang-
ömmubörnin fóru að líta dagsins
ljós, þau eru nú orðin tólf. Gladdist
hún innilega yfir sérhverju þeirra,
það var tilfinningarík stund þegar ég
sagði henni í ágúst í fyrra að okkur
Elinu hefði fæðst lítil stúlka. Elin
mín hefur líka sagt mér að henni hafi
frá fyrstu kynnum þótt afar vænt um
ömmu, sem væri hún hennar eigin
amma. Einnig hversu gaman það
væri að tala við hana um liðna tíma,
hversu hlý og notarleg hún væri.
Amma hafði alla tíð yndi af hvers
kyns ræktun og handavinnu. Skóg-
ræktina stunduðu þau hjónin með-
fram öðrum bústörfum fyrstu tvo
áratugina. Reiturinn þeirra er höf-
uðprýði jarðarinnar og sælureitur
fjölskyldunnar undanfarna áratugi
og vonandi um ókomna tíð. Hún
sagði mér að á námsárum sínum í
Danmörku hefði hún heyrt orðtak
þarlendra á þá leið að hvor vi ikke
kan så, og hvor vi ikke kan slå, der
skal et træ stå. Alveg með dönskuna
á hreinu, sextíu árum eftir dvölina
þar. Þá ræktaði hún matjurtir í ára-
tugi og hafði mjög gaman af því að
fara til berja á æskustöðvunum,
enda berjalönd þar með afbrigðum
góð. Hún sat mikið við vefnað og
prjónaði kynstrin öll. Hún hafði rétt
ólokið við par af ullarsokkum daginn
sem hún var flutt á sjúkrahús nú í
vor. Fyrir um áratug fékk hún áfall,
sem varð þess valdandi að hún missti
málið um stund og átti erfitt með fín-
hreyfingar handa. Eftir nokkurra
mánaða endurhæfingu náði hún þó
tökum á þeim aftur og gat haldið
áfram þar sem frá var horfið. Þá var
hún virk í félagsstörfum með kven-
félagi sveitarinnar í áratugi og tók
virkan þátt í starfi félags aldraðra
allt fram á síðustu ár. Amma var
geysilega ættfróð og gat auðveldlega
rakið sig eftir ýmsum greinum á lífs-
trénu.
Amma var svo lánssöm að fá að
búa heima hjá sér fram á síðustu
ævidagana, skýr í hugsun þó
skrokkurinn væri óttalega lélegur.
Í maí sl. fékk hún áfall svo flytja varð
hana á sjúkrahús. Hún náði smáveg-
is bata, varð málhress og rólfær.
Hún kvaddi svo á einum fallegasta
degi sumarsins, að nýloknum slætti.
Það voru einstök forréttindi að fá að
vera með henni svo lengi, hún skilur
eftir sig dýrmætan sjóð ljúfra minn-
inga. Nú eru amma og afi sameinuð á
ný. Megi guð blessa þau í eilífðinni.
Baldur Helgi Benjamínsson
Fyrir trúfesti og tryggð, tign og tígulleika, þrautseigju og þolinmæði, einlægan áhuga á mér og mínum, ástúð, og umhyggju, afkomendurna alla, og síðast- en ekki síst - Gunnu hans Ingvars þakka ég þér
einlægt og ævinlega
Þóra.