Vilborg Torfadóttir fæddist 12.11.1927 í Hafnarfirði, lést 19.07.2009 á Hrafnistu í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru: María Ólafsdóttir f:04.04.1901, d: 31.07.1971 og Torfi Björnsson f: 13.07.1884 d:17.07.1967 . Hennar systkyni: Alsystkyni: Stefanía Torfadóttir f: 20.12.1922, látin , Gunnar Már Torfason f: 26.06.1924, Einar Karel Torfason f: 04.12.1925, d: 13.01. 2009, Hrönn Torfadóttir f: 12.12.1929, d: 21.12.2006. Sammæðra: Kristján Jóhann Ásgeirsdóttir f: 01.04.1932, Kristín Mikkalína Ásgeirsdóttir f: 22.06.1933, Karólína Guðrún Ásgeirsdóttir f:27.07.1939 . Samfeðra: Guðjón Guðmundur Torfason f: 18.10.1910, d: 07.01.1996, Guðný Torfadóttir f:15.09.1914, d:11.11.1993, Ólafur Torfason f:13.07 1918 ,látinn sama ár. Ragnar Torfason, látinn. Vilborg Torfadóttir giftist Pétri Birni Jónssyni f: 26.06.1927, látnum 06.03.1969 Þau gengu í hjónaband 3ja ágúst 1950, eignuðust sex börn saman fyrir átti Vilborg eina dóttur. Börn og makar: Matthildur Jónsdóttir, fædd í Reykjavík 2. janúar 1946 Hennar börn: Pétur Ólafur Einarsson hann á fjögur börn Angelique Kelley hún á tvær dætur Michelle Phyllis Giles hún á eina dóttur Kevin Joseph Kelley hann á þrjú börn Jón Pétursson,fæddur í Reykjavík 4. nóvember 1950, maki Sigfríð Þormar Þeirra börn: Pétur Björn Jónsson hann á einn son Eva Sigríður Jónsdóttir Kolbrún Jónsdóttir Kristinn Pétur Pétursson fæddur í Reykjavík 4. nóvember 1950, maki Ragnheiður Bragadóttir Þeirra börn: Sverrir Gretar Kristinsson hann á fjögur börn Ellisif Kristinsdóttir hún á fjögur börn Hafdís Lilja Pétursdóttir,fædd í Reykjavík 29.janúar 1952,maki Ágúst Guðmundsson Hennar börn: Torfi Freyr Alexandersson hann átti tvær dætur, Bjarki Þór Alexandersson hann á einn son Soffía Bæringsdóttir hún á eina dóttur Hlynur Bæringsson hann á eina dóttur Sveinn Kristján Pétursson, fæddur í Reykjavík 22.ágúst 1954, maki Sigurborg Kristjánsdóttir Þeirra synir: Halldór Sigurbergur Sveinsson hann á einn son Kristján Guðberg Sveinsson Ingibjörg Mjöll Pétursdóttir,fædd í Reykjavík 16.mars 1956,maki Elaine McCrorie Hennar börn: Ólafur Ragnar Ósvaldsson hann á sex dætur,Sandra Vilborg Guðlaugsdóttir hún á þrjú börn Bjarni Leifur Pétursson, fæddur í Reykjavík 15. júní 1958 Hans sonur: Kristinn hann á tvö börn Fyrstu árin var Vilborg í Hafnarfirði hjá foreldrum sínum en við skilnað þeirra var hún tekinn í fóstur af Matthildi Hannibalsdótttur og Kristjáni Sæmundssyni, og ólst upp á Njálsgötu 20 við ástúð og gott atlæti ásamt fóstursystur sinni Matthildi Karlsdóttur, þegar landið var hernumið fór hún til Asparvíkur á Ströndum og dvaldi hjá hjónunum Bjarna og Laufeyju í 2-3 ár.Vilborg var verkakona alla tíð, áður en hún gifti sig vann hún hjá Félagsprentsmiðjunni, sinnti þá börnum og heimili ásamt vinnu við fiskvinnslu, lengst af hjá fyrirtæki því sem nú heitir Grandi. Útför Vilborgar Torfadóttur fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 24.07.2009 klukkan 11:00.

Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar Vilborgar Torfadóttur eða Villu eins og flestir kölluðu hana.

Ég var 14 ára unglingur og fyrsta alvöru starfið var sumarvinna hjá BÚR en Villa var þar verkstjóri.  Í minningunni var hún alltaf hlæjandi og gerandi að gamni sínu.  Hún leiðbeindi okkur og stýrði í á sinn gamansama hátt.  Inga dóttir hennar vann líka í fiskinum og urðum við góðar vinkonur. Ég man hvað ég öfundaði hana vinkonu mína af því að eiga svona hressa og skemmtilega mömmu, þetta voru lífleg og skemmtileg sumur.  Þá datt mér ekki í hug að síðar yrðum við Villa tengdar.

Nokkrum árum síðar vorum við Kristinn Pétur, sonur hennar orðin hjón og hressi og skemmtilegi verkstjórinn frá sumarvinnunni varð tengdamóður mín.

En líf Villu var ekki alltaf glens og gaman eins og mér fannst lífið í sumarvinnunni forðum daga.  En lundin var létt og hefur það ugglaust hjálpað henni að takast á við þau verkefni sem lífið færði henni.

Eiginmaðurinn, Pétur Björn, var sjómaður og börnin voru sjö svo það var í nógu að snúast á barnmörgu heimilinu.  Þegar börnin stálpuðust fór hún einnig að vinna utan heimilisins svo vinnudagarnir hennar Villu voru oft ansi langir.  Ekkja varð hún rúmlega fertug þegar Pétur Björn fórst í slysi um borð í Hallveigu Fróðadóttur 1969.

Hún nefndi oft að við værum báðar fæddar í spordrekamerkinu, það taldi hún vera ástæðu þess að hún væri tilfinningarík, hún sagði oft við mig Ragga, þú ert spordreki eins og ég   Og hún hélt áfram; Við erum tilfinningaríkar og elskum mennina okkar afar heitt.  Svo sagði hún sögur frá fyrstu kynnum þeirra Péturs, þegar dansað var í Gúttó.  Hún saknaði hans mikið.

Hún Villa kvaddi þennan heim eftir áralöng veikindi og bið ég góðan Guð að gefa að hún sé stödd þar sem gleðin ein ríkir.  Nú eru þau hjónin sameinuð á ný eftir 40 ára aðskilnað og vonandi geta þau Pétur tekið smá snúning og rifjað upp gömlu taktana frá Gúttó forðum daga.

Tengdamóður minni þakka ég samfylgdina, ég mun heiðra minningu hennar.  Öllum aðstandendum og vinum votta ég innilega samúð og bið Guð að blessa þau í sorginni.

Ragnheiður Bragadóttir