Börkur Ákason fæddist í Súðavík við Álftafjörð þann 19. júní 1935. Hann lést á Krabbameinslækningadeild 11E á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 15 júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Áki Eggertsson, framkvstj. og kaupmaður í Súðavík f. 13 sept. 1906 d. 20 nóv. 1981 og Rósamunda P. Friðriksdóttir, húsfreyja og kaupmaður í Súðavík, f. 13 sept. 1902, d. 21 júní 2003. Systkini Barkar eru Haukur rafvirkjameistari og framkvstj. á Húsavík, f. 18 jan. 1933, d. 26 júlí 2000 og Ásta f. 24 nóv. 1941, áður póst- og símstöðvarstj. í Súðavík, síðar fulltrúi hjá Símanum í Reykjavík, nú búsett í Kópavogi. Börkur ólst upp í Súðavík hjá foreldrum sínum. Hann var ungur sendur suður til Reykjavíkur til mennta og úskrifaðist hann úr Verslunarskóla Íslands vorið 1953. Eftir útskrift vann hann sem skrifstofumaður á Keflavíkurflugvelli, en í upphafi árs 1958 tók hann við rekstri frystihússins Frosta hf. og útgerðarfyrirtækinu Þorgrími hf. og seinna Álftfirðingi hf. í Súðavík. Hann starfaði þar sleitulaust næstu 28 árin, eða þar til hann fluttist til Reykjavík á haustdögum 1986. Samhliða framkvæmdastjórastörfum fyrir þessi fyrirtæki tók Börkur einnig að sér setu í stjórnum nokkurra annarra fyrirtækja í þorpinu, og var m.a. einn af stofnendum Sparisjóðs Súðavíkur, auk þess sem hann starfaði tímabundið sem hreppsnefndarmaður fyrir Súðavíkurhrepp. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur stofnaði hann með öðrum útflutningsfyrirtækið Marfang hf. og vann þar í nokkur ár. Þann 19. júlí 1958 kvæntist Börkur æskuást sinni, Kristínu Margréti Jónsdóttur f. 25 apríl 1937. Þau eignuðust fjögur börn: a) Rósu Björk sameindalíffr., búsett í Reykjavík, gift Haraldi Leifssyni rafmagnstæknifr. og framkvstj. frá Ísafirði, börn þeirra eru þrjú: Leifur Alexander, tölvunarfr. og framkvstj. í sambúð með Marketa Petru viðskiptafr., búsett í Prag, Júlíana Alexandra og Anna Alexandra. b) Birna, tanntæknir, búsett í Hafnarfirði og í sambúð með Sigurði M. Sigurðssyni framkvstj., hún á tvö börn með fyrrverandi sambýlismanni sínum, Sigurði Kjartanssyni: Fannar Már, búsettur í Kópavogi, í sambúð með Guðrúnu Guðmundsdóttur snyrtifr., og eiga þau tvö börn: Axel Þór og Huldu Rún. Kristín Ösp, búsett í Hafnarfirði, á eina dóttur Birnu Bjarkadóttur. c) Dóra Jóna leikskólakennari, búsett í Reykjavík, á eina dóttur Unni Björk Jóhannsdóttur. d) Heimir, framkvstj. búsettur í Ástralíu, kvæntur Patriciu Barkarson, börn þeirra eru þrjú: Alissa Mary, Nicolas Charles og Anna Bryndís. Útför Barkar fer fram frá Fossvogskirkju í dag föstudaginn 24 júlí og hefst athöfnin klukkan 13.

Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
/
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)

Hinsta kveðjafrá skólafélögum úr VÍ-53.