Kveðja til ömmu.

Ég kveð þig mín kæra amma
kvöl nístir hjarta mitt nú
Í raun varst þú líka mín mamma
minn vinur og skjól varst þú

Þitt líf ávallt helgað var hinum
sem aðhlynning þurftu að fá
þú varst alltaf umvafin vinum
sem vildu þig hitta og sjá

Er sat ég í fangi þér forðum
svo frábær var sögustund
samt þurfti ekki að eyða orðum
þín elska gaf gull í mund

Nú ert þú horfin mér amma
horfin til himna á braut
Oss tengir þó taugin hin ramma
þá tengingu frá þér ég hlaut

Minningin um þig er mögnuð
svo mikil þín mildi og trú
Í himnadýrð finna þeir fögnuð
því englunum tilheyrir þú

(Valur Ármann Gunnarsson.)

Þinn sonur,


Óskar Guðjón Einarsson

Alltaf varst þú góð,

samdir margar bækur

líka nokkur ljóð

sem þú eftir þig lætur.

Brynjar Þór.